Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 23.06.1909, Qupperneq 1

Lögrétta - 23.06.1909, Qupperneq 1
Aígreiðslu- og innheimlum.: ARiNBl. SVEINBJARNARSON, Lau^avey: 41. Talsimi 74. LOGRJETTA Ritstjóri* fORSTEINN GISLASON, Pingholtsstræti 17. Talsími 178. M 32. Reykjavík 23. jiiiií 1909. IV. árg. Augnlækning ókeypis i. og 3. þrd. í mán- kl. 2—3 á pítalanum. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—I. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. 10'/2 , —12 og 4—5. Islands banki opinn 10—2V2 og 51/*—7. Landsbankinn io1/^—2V«. Bnkstj. við 12—1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 1—3 °g S—8. V HThAThomsen- 40> HAf NARSTR' j7'Í8'l920 2122' KOLAS T2' LÆKJART 17 • R&YKJAVIK* Lárus Fjeldsted. YfirrjettapmálafœrslumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. 1 OV^— 1 21/* og 4—5. Bóka- og pappírsverslun Arinbj. Sveinbjarnarsonar Laugayog 41. Talsími 74. Árj etting’. ísaf. þykir grein Lögr. í næstsíð- asta tbl. um „svikin" hafa komið ó- þægilega við blekkingavef sinn. Hún er að fárast út af þessu á laugar- daginn var. En það er eins og röddin, sem þar svarar, sje frá öðrum heimi; annaðhvort þekki sá, sem talar, ekk- ert til þess, sem gerst hefur hjer und- anfarin missiri, eða þá, að hann vilji ekki við það kannast, og mun sá vera sannleikurinn, fremur en hitt. ísaf. skorar fastlega á Lögr. að sanna, að frumvarpsandstæðingar, sem á þingi sátu, hafi nokkru sinni lofað kjósendum sínum að útvega þeim betri boð frá Dönum, en sam- bandslagafrumvarpið hafði að færa, og jafnframt neitar hún þessu sjálf. En mundi ekki mega fara fram á það við núv. ritstj. Isaf., að hann kynti sjer hjálparlaust, hvern vitnis- burð blaðið, sem hann nú stýrir, ber í þessu máli. Alt frá því að sam- bandslagafrumvarpið kom fram, í maí í fyrra, og þar til stjórnarskift- in urðu á síðastliðnum vetri, er að- alefni Isaf. loforð um betri boð í sambandsmálinu frá Dönum, ef skift verði um stjórn. Til hægðarauka fyrir hann mætti t. d. benda honum á þessi ummæli núv. ráðherra í 31. tbl. ísaf. síðastl. ár: „Jeg lít svo á, að nefndin hafi allmikið afrekað og stigið langt spor og mikils vert í rjetta átt. En það er að eins fyrsta sporið. Hið næsta á þing og þjóð að stíga. Mjer finst engri átt ná, að þing og þjóð eigi nú ekki kost á öðru en að ganga að eða frá fruinvarpinu alveg óhögg- uðu . . . .“ Og annar forsprakki frumvarps- andstæðingaflokksins, Kr. Jónsson, segir í sama blaði ísaf.: „Hvernig eigum vjer nú að snúa oss í þessu máli? Vjer eigum að taka frum- varpinu vel. Segja hiklaust í hverju það horfir til bóta. Það býður svo miklar bætur frá því sem er. En vjer eigum eigi að síður að ráðast í, að gera dálitlar breytingar á því“. Á þessum grundvelli var baráttan gegn frumvarpinu hafin. Með þessi og þvílik orð á vörum stóðu þing- mannaefni frumv.-andstæðinga fram- an í kjósendum sínum í fyrra sum- ar og sviku út úr þeim atkvæði. Falsið, sem blöð þeirra fluttu um ókosti frumvarpsins, var aðeins ætl- að þeim skilningsdaufari af kjósend- unum og mundi skamt hafa hrokkið eitt sjer. Hinir voru tældir með lof- orðum um betri boð, sem auðfengin væru. Þriðji gæðingurinn, Björn Krist- jánsson, segir á fjölmennum þing- málafundi í Hafnarfirði, sem skýrsl- ur eru prentaðar frá, að hann vilji „ekki láta fella frumvarpið". Sania segir Garða-guðsmaðurinn á sama fundinum. Kjósendur í Dalasýslu eru til vitnis um, að Bjarni frá Vogi tal- aði þar í sömu átt; kjósendur í Múlasýslu til vitnis um hið sama gegn Jóni á Hvanná, kjósendur í A.- Skf.sýslu sömul. gegn Þorleifi á Hól- um o. s. frv., o. s. frv. Til vitnis um ummæli þau, sem Lögr. iiafði eftir ÓJ. Briem, er neðri deild al- þingis, og sannanir fyrir, að þau sjcu rjett, hljóta að koma fram, þegar Þingt. eru prentuð. En hverja heimild hefur ísaf. ti! að neita því fyrir þingmannanna hönd, að þeir hafi gefið loforð um betri boð? Er hún viss um, að þeir sjeu henni þakklátir fyrir það ? Mundi ekki frumvarpið þeirra vera orðið til eingöngu vegna þeirra loforða? v En þar sem þeir, áður en þeir af- greiddu það, höfðu fengið óyggjandi vissu fyrir því, að það yrði ekki staðfest — en hana fengu þeir með forsetunum sínum —, þá voru það svik við kjósendur, að hafna frumvarpi minni hlutans. Með því sveik stjórn- arflokkurinn af landinu, eins og Lögr. áður sagði, þann mikla sjálfstæðis- auka, sem bæði núv. ráðherra og Kr. J. játa, í ummælum þeim, sem eftir þeim eru tilfærð hjer á undan, að sambandsl.nfnd.frumv. hafi inni að halda, og það áður en því var breytt á þinginu í vetur. Hvernig þokuvættur ísaf. ætlar að sanna, að „gerðir síðasta alþingis í sambandsmálinu sjeu í nákvæmu sam- ræmi við ummæli sjálfstæðismanna á undan þingi, bæði í ræðu og riti“, eins og blaðið segir, — það er Lögr. lítil forvitni á að sjá. Hún ber ekk- ert sjerlegt traust til sannanaskarp- leikans þar, fremur en sannleiksást- arinnar. £n það, að ísaf. vill fyrir hvern mun losa þingmenn stjórnarflokksins við loforð sín til kjósenda, — það þarf engan að undra. Grein hennar, sem hjer er svarað, er enn ein sönn- unin fyrir því, að forsprakkar flokks- ins hafa aldrei hugsað sjer og aldrei ætlað sjer að útvega nein „betri boð". Alt hjal þeirra um það hefur frá upp- hafi verið blekkingavefur og fals, til þess að svíkja út atkvæði og ná með þeim völdunum. I Framkoma fulltrúans þeirra í Dan- mörku er Hka í fullu samræmi við þetta. Og sömuleiðis allur vefnaður 1 ísaf. eftir stjórnarskiftin. j En sannltikann verða þeir að heyra 1 um þetta, hvort þeim þykir það ljúft . eða leitt. Það verður ekki tekið til greina, þótt ísaf. biðji þá undanþegna 1 honum. 200 ferðir milli Danmerkur og íslands. Þegar „Laura“ kemur hingað næst, 14. n. m., hefur hún farið 200 ferð- ir milli íslands og Danmerkur. í fyrstu ferðina lagði hún á stað 11. nóv. 1882, þá nýsmíðuð. Svo segja nákunnugir menn, að hún hafi verið einmur.a heppið skip, hafi aldrei mist mann á ferðum sínnm. Skips- menn hafa og eirt þar vel og skifti verið fátíð. Kapt. Aasberg, sem nú er skipstjóri á „Lauru", hefur verið með henni í 17 ár, fyrst 9 ár stýrimaður og síðan 8 ár skipstjóri. Á undan hunum var Christiansen, sem nú er fyrir nokkru dáinn, um langt skeið skipstjóri. Yfirvjelameist- arinn, Jensen, hefur verið með „Lauru" í 16 ár. — Lengi var „Laura" aðal- farþegaskipið milli íslands og Dan- merkur. Kapt. Aasberg mun nú flestum eða öllum skipstjórum kunn- ugri hjer við land. Hann hefur oft sýnt, að hann er góður og duglegur sjómaður, en viðfeldnari mann og liprari getur ekki, og hefur hann unnið sjer hjer góðan orðstír fyrir hvorttveggja. Zeppelin. Loftfar hans, „Zeppelin II.“, eyði- lagðist ekki að öllu við áreksturinn, sem frá var skýrt í síðasta blaði. Það var gert við skipið til bráða- birgða, og komst það svo heim til sín aftur. Þykir ekki lítið til þess koma, að það skyldi geta bjargast heim, þrátt fyrir svo miklar skemdir. Klaufaskap mannsins, sem við stýrið sat, er kent um áreksturinn. Loft- farið hafði verið mjög lengi uppi í einu, á 3ja dægur, og hafði fengið bæði hvassviðri og regn. Það ætl- aði að lenda á engi skamt frá Göpp- ingen, því þar er bensínverksmiðja í grendinni, en forðinn var orðinn svo lítill, að Zeppelín hjelt að hann nægði ekki til að ná heim. Þá rakst lottfarið á stórt perutrje, sem stóð eitt sjer á dálítilli hæð, og rifnaði belgurinn við það mjög mikið. Það var látið mikið yfir þessu slysi í byrj- un, en síðari fregnir gera miklu minna úr því, og teija það engan hnekki tilraunum Zeppelins. aireí raonerra. Tr. Simamyiil lataitjóra tíW frí. Þegar Björn ráðherra var nýkom- inn á stað í gærkvöld með „Ster- ling“ til Danmerkur, fjekk Tryggvi Gunnarsson bankastjóri svohljóðandi skjal frá honum: „Samkvæmt ákvæðum 19, gr. laga 18. september 1885 um stofnun lands- banka er yður, herra bankastjóri, hjer með sagt upp stöðunni sem fram- kvæmdarstjóri landsbankans frá 1. jan 1910 að telja. Væntir stjórnarráðið þess, að þjer sendið fyrir lok þ. m. viðurkenning fyrir því, að yður sje sagt upp stöðu þessari frá fyrnefndum tíma, með fyrirskipuðum fresti. Björn Jónsson. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOQ O r O O - - - - . -----í-----u r> o o § — uuiuuuiuiiiiii „11 o ♦fer til Borgarness dagana 27. júní, 6. júli og 12. júlí. ♦ § o o ocoooooooooo—-— -------------ooocooooooco Jón Hermannsson". Aðferðin, sem ráðherra hefur hjer haft, að láta -ekki birta þetta skjal fyr en hann hafði skotist út úr höin- inni, hún er órækur vottur um það, að hann veit að þetta embættisverk hans muni spyrjast afarilla fyrir, og sýnir jafnvel, að hann sjálfur fyrirverð- ur sig fyrir það. Tryggvi Gunnars- son bankastjóri er svo vinsæll maður og að verðleikum vel metinn, að ekki getur hjá því farið, að ráðherra hefði verið kvaddur með óvildarópum á bryggjunni í gær, ef þessi ráðstöfun hans hefði verið kunn orðin, þegar hann fór. Þetta hefur hann sjálfur sjeð og ekki haft kjark til að verða fyrir því. í öðru lagi sýnir þetta skjal, að tilgangurinn með rannsókninniíLands- bankanum hefur verið sá, að finna einhverja átyllu til þess að víkja O O O o o o o o o o o o o ooooooooooco- o o o o o o o o o Af sjerstökum ástæð- um er fargjaldið þessa daga til Borgarness að eins kr. 1,50 og til Akraness 75 au. o o o o o o o o o o o o o oocooocooooo Ódýr og þægileg ferð fyrir 8 o kaupafólk. o ooocoooooooooooooooooooooooooooocooooooo bankastjóranum frá. En jafnframt er skjalið sönnun þess, að engin fram- bærileg átylla hefur fundist við rann- sóknina, því þar er alls engin ástæða færð fyrir afsetningunni. Hjer þarf ekki að fjölyrða um þetta mál. Aðrar eins ráðstafanir og þessi lýsa „stjórnandanum" sjálfar betur en langar blaðagreinar. Fyrir utan það, hve þessi afsetn- ing er ósæmileg gagnvart öðrum eins manni og bankastjóranum, þá er hjer að ástæðulausu kastað nýjum eftir- launaútgjöldum á landsjóðinn. ísrek við Ameríku og land- skjálftar á Labrador. Það er mikið látið af ísrekum suður með austurströnd Ameríku nú í vor, miklu meira en sögur fara af áður, og eru svo mikil brögð að því, að skipa- leiðin er talin ótrygg mjög af þess- um sökum milli Englands og Canada. Mörg skip hafa komist í vandræði út af þessu nú síðustu vikurnar. Við New-foundland er íshrönglið þjett og mjög ógreiðfært umferðar. Stór ís- fjöll eru á sveimi suður utn hafið og eru sum talin svo mílum skiftir um- máls. Orsökina til þessa telja menn nú eldsumbrot og landskjálfta, er verið hafa í vor norðantil á Labia- dor og hafa komið sagnir um þetta frá Eskimóum, er búa þar norður frá. Sagt er að umbrotin þar hafi verið svo mikil, að nýjum eyjum liafi skotið upp, en aðrar hafi horfið. Við þetta hefur losnað um ósköpin öll af ís, og þaðan hyggja menn kom- in hin miklu ísfjöll, er nú rekur suð- ur með austurströnd Ameríku. son prentsmiðjueigandi, Magnús Ein- arsson dýralæknir og Sig. Thorodd- sen kennari. Þetta er Isaf. vel kunn- ugt. Eða mundi kjósendahópurGuðm. Björnssonar landlæknis vera síður hlyntur bindindismálum, en kjósenda- hópur dr. Jóns Þorkelssonar ? ísaf. er stöðugt að smjatta á því, að H. Hafstein sje stofnandi og for- ingi andbanninga-fjelagsins. En hann er ekki einu sinni fjelagsmaður þar og hefur ekki verið, þótt hann hins vegar hafi ekki farið dult með skoð- un sína á bannlagamálinu. Þetta veit ísaf. án efa. En ósann- indin cru henni hjer sem endranær tamari, haganlegri og kærari en sann- leikurinn. „ísafold“ og bannlagamálid. ísaf. hefur nú flutt hverja greinina á fætur annari í þeim tilgangi, að gera bannlagamálið að pólitisku flokks- máli. Líklega eru þó templarar yfir- leitt, hverjum flokki sem þeir ann- ars fylgja, blaðinu lítt þakklátir fyr- ir þær tilraunir. Það mun vera al- menn skoðun innan Templarreglunn- ar, að málum hennar eigi ekki að blanda inn í deilur stjórnmálaflokk- anna, ísafold telur jafnvel bannlagamál- ið þegar orðið að flokksmáli, og tel- ur hún þá stjórnarflokkinn með því, en stjórnarandstæðinga á móti. Þó er blaðinu vel kunnugt um, að and- banningafjelagið er jafnt skipað mönn- um úr báðum flokkum. Nýlega var þar kosin fjögra manna nefnd til þess að standa fyrir blaðútgáfu fje- lagsins. í hana voru kosnir: Ben. S. Þórarinsson kaupm., Halldór Þórðar- Fyrirlestur ura Kínaog líristöiboðið fluttu þau Ch. A. Hayes og Stein- unn Hayes á fimtudagskvöldið var í húsi K. F. U. M. hjer í bænum. Var þar svo mikill mannfjöldi sam- an kominn að ýmsir urðu að snúa aftur. Ch. A. Hayes talaði ensku, en Sigurbjörn Sveinsson kennari var túlkur hans. Hann sagði frá nokkr- um aðalatriðum úr sögu Kínverja og sögu kristniboðsins í Kína; gat þess, hve byrjunin hefði verið erfið, er fyrsti evangeliski kristniboðinn, Ró- bert Morrison, (f. ^S/i 1782 — d. n/io 1834) hefði komið til Kína 1807. Hann var 8’/2 mánuð á leiðinni frá Englandi til Kína, varð að fara huldu höfði, er þangað kom, beið 6 ár eftir samverkamanni, og 7 ár eftir fyrstu heiðingjunum, sem kristnir gerðust. Þó var hann ekki iðjulaus, því að 1819 lauk hann við að þýða biblíuna á kínversku og semja kín- verska orðabók. Kristniboðinu miðaði lítið áfram framan af; árið 1842 voru ekki nema 6 kristnir Kínverjar, 1860 voru þeir 1000 og nú nálega 200 þús., og þó kaþólskir menn ekki taldir. Um 6 þús. evangel. kristniboðar hafa farið til Kína og um 300 úr þeim hóp beðið þar píslarvættis- dauða. í innanlandsóeyrðunum í Kína fyr- ir 8 árum myrtu heiðingjar 150 kristniboða og börn þeirra og auk þess mörg þúsund kristna landa sína, sem heldur kusu að deyja en að hafna kristinni trú. Kristinboðinu hefur þó aldrei geng- ið betur heldur en eftir þessa hræði- legu ofsókn. „K(na-Indlands-mission“, sem varð fyrir meira manntjóni og eignatjóni en önnur kristniboðsfjelög af því að stöðvar þess voru víðsvegar langt uppi í landi, hefur þó nú mörg þúsund fleiri áhangendur en fyrir uppreistina. Kína er vaknað og heimtar ment-

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.