Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 30.06.1909, Blaðsíða 1

Lögrétta - 30.06.1909, Blaðsíða 1
Aígreiðslu- og innheimtum.: arinbj. sveinbjarnarson, Laugaveg 41, Talsími 74. LOGRJETTA Ritstjóri: RORSTEINN GISLAjSON, Pingholtsstræti 17. Talsími 178. M 33. Reykjavík 30. júní 1909. IV. íirg-. Augnlækning ókeypis i. og 3. þrd. í mán- kl. 2—3 á pítalanum. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io1/* —12 og 4—5. Islands banki opinn 10—2V2 og 5T/a—7- Landsbankinn io1/^—2V2. Bnkstj. við 12—1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 1—3 °g 5—8. ’Vág, H Th A Thömsen HAf NARSTS' 17-18 1920 21-22 • KOLAS 12- LÆ KJART-1-2 • REYKJAVJK» Lárus Fjeldsted. Yflrrjettarmálafœrslumaður. Lækjargata 2. Heima kl. ÍOV^—121/* og 4—5. II Bóka- og pappírsverslun Arinbj. Sveinbjarnarsonar Ijaiigayeg 41. Talsími 74. Hve lengi verður það látið afskiftalaust, að fjölda mannlífa er svo að segja daglega stofnað í bersýnilegan voða á mann- flutningbátum á Faxaflóa? „Ingólfur" kom í stað „Reykja- víkurinnar". Það var ábati. En þessi nýi bátur er lítill og með honum þurfa oft að fara margir menn, stund- um svo hundruðum skiftir. Engum dettur í • hug að gera kröfu til neinna þæginda, sem ferðamenn annars heimta, á þessum flóa-bátum. Menn láta sjer lynda, að búa þar saman við hesta og kýr; taka því með þögn og þolinmæði, að öllu ægi saman ofan þilja og neðan, fólki og far- angri; oft ekkert verið að spyrja að því, hver hefur keypt sjer farseðil á þilfari, og hver á fyrsta farrými. Sjósóttin og önnur atvik gera þar alla jafna; oft góðra gjalda vert, að .geta forðað sjer upp á þilfar, þó að eitthvað sje að veðri, frá ælandi og emjandi þilfars-farþegum, sem leitað hafa skjóls í lyftingu. Hver hefur brjóst til að amast við kvenmanni, sem engist af sjósótt — og flest ís- lenskt kvenfólk fær klýjuna, þegar er það stígur á skipsfjöl — jafnvei þó . að yfirfrakkinn manns sje tekinn fyrir kodda eða ábreiðu, eftir þvf sem á þarf að halda? , Nei, engum dettur í hug að vera heimtufrekur að því er þægindi snertir. En það, sem virðist eiga að heimta, er það, að lífi manna sje nokkurn veginn borgið, eftir því sem að verð- ur gert. En um pað virðist ekkert hugsað, bvorki á fióabátnum hjer við land, nje á stramlferðabátun- um. Mannflutningar með haustferðum „Hóla" hafa oft verið glæfraspil, þó að enn hafi ekki orðið að tjóni. Mannflutningar með Faxaflóabátnum hafa oft verið háskalegir, þó að fleyst hafi hingað til. Það er dýrt að fara tvær ferðir í staðinn fyrir eina, eða senda tvö skip í staðinn fyrir eitt, en dýrara er að sökkva í sjó vel vinnandi fólki svo hundruðum skiftir. Hjer þarf að taka í taumana áður en stórtjón hlýst af. Faxaflóabáturinn „Ingólfur" hefur nú fengið keppinauta, þar sem mótor- bátarnir eru. Þeir eru nú orðnir mannflutningaskip á Faxaflóta! Þeir bjóða far fyrir lægra verð en „Ing- ólfur". Þeirri samkepni svarar „Ing- ólfur" með því, að setja fargjaldið niður. En það eykur freistinguna til þess að ofhlaða af fólki. Auk þess sem flestir mótorbátarnir eru óhæfilegir fyrir mannflutninga, þó að hófs væri gætt í farþegafjölda á þeim, þá er fólki hrúgað út í þá fyrirhyggjulaust, svo að ofboðslegt er að horfa á. En þetta gengur svona af því að enginn skiftir sjer af því. Farþegaskip erlendis hafa báta handa öllum farþegum, sem grípa má til, ef eitthvað verður að, eða í nauðir rekur. „Hólar" hafa ekki báta fyrir */10 af farþegum á haustferðum sínum. Sama er að segja um „Ingólf" og aðra flóabáta, þegar flest er með þeim. Er vit í þessu? Eitt bjargræðið eru bátarnir. Hugs- unarsamir útgerðarmenn fiskiskipa láta sjer mjög ant um, að hafa „skips- bát“, sem fleytir allri skipshöfninni, ef á þarf að halda Útgerðarmenn mannflutningaskipa ættu að hugsa líkt. Fastar reglur eru settar um það, hve margir hestar í hóp megi fara yfir Ölfusárbrú; út á dragferjuna á Hjeraðsvötnum mega ekki fara fleiri hestar en góðu hófi gegnir. Þetta eru þarfleg ákvæði til að varðveita góð samgöngufæri og hrossalíf. En engin regla er sett um það, hve mörgum mönnum má troða saman á þilfarið á „Ingólfi" nje út á mótorbátana eða strandferðabátana. Þeir, sem taka að sjer mannflutn- inga, takast og á hendur miklaábyrgð. Setji aðrir þeim ekki lög eða reglur um það, hvernig þeir eigi að sjá mannlífinu sem best borgið, þá verða þeir að gera það sjálfir. En ógæfan er, að skipaútgerðir eru ekki gerðar „fyrir fólkið", heldur í ábatavon, og því vill oft svo verða, að útgerðinni sje hagað eins og hún borgar sig best—án tillits til fólksins. Þá verður landstjórnin að koma til sögunnar. Hún verður að geta sett takmörk og sagt: „hingað og ekki lengra" — með þessa spilamensku með líf manna. Jón Pórarinsson. RijgliÉr stjórnarblaðanna keyrir nú fram úr öllu hófi. í betli- skjaliflokksstjórnarþeirra.sem prentað er f síðasta tbl., eru ósannar og sví- virðilegar aðdróttanir og getsakir bæði til innlendra manna og útlendra notaðar til þess, að reyna að ná saman fje hjá almenningi hjer á landi, til styrktar þeim mönnum, sem svikið hafa sjálfstæðismál þjóðarinnar. Og ísaf. flytur 23. þ. m. rógburðargrein af viðbjóðslegasta tægi, sem hún kall- ar „Ljótt bandalag", og auðsjáanlega er rituð í þeim tilgangi, að vera með- mælagrein með betliskjalinu. Það virðist vera aðalmarkmið foringjanna í hinum svokallaða „Sjálfstæðisflokki", að raka saman fje handa sjálfum sjer. Landssjóðnum er ausið út á báða bóga til bitlinga handa þessum mönn- um. En það er ekki nóg. Þeir leggja lfka út í sníkjuleiðangur til al- mennings. Ráðherra getur f Danmörku hvorki staðið við ummæli betliskjalsins nje heldur róggrein ísaf., eftir framkomu sinni og ummælum þar áður. Hann verður að biðja þar fyrirgefningar á hvorutveggja, eins og fleiri ummælum, sem fram hafa komið í hans nafni hjer heima. En hvað hyggur Isaf. að slíkt geti lengi gengið? Hyggur hún að manninum haldist það uppi til langframa, að liggja á hnjánum fyrir dönsku stjórninni með- an hann dvelur í Khöfn með fagur- gala og fleðulátum, en láta jafnframt málgögn sín og „húskarla" hjer heima rægja hana og níða í sífellu í eyru fslensku þjóðarinnar? Og hyggur hún ekki að íslend- ingar muni með tímanum skilja það, að maður, sem svona fer að ráði sínu, sje ekki heppilegur milligöngu- maður milli Dana og íslendinga? ísaf. hefur oft sýnt það, að hún hefur mikla trú á heimsku mannanna. En mundi hún nú ekki fara að reka sig á það, að það er heimska, að hafa jafnmikla trú á heimskunni og þetta? Það er ekki ólíklegt, að einhver þeirra kennara, sem sóttu námsskeið- ið á kennaraskólanum f sumar, verði til þess, að skrifa frjettir frá því fyrir þá, sem ekki voru þar í þetta sinn, og er þásennilegt að þærfrjettir komi helst í „Skólablaðinu". Vjer ætlum oss því ekki að skrifa langan frjettapist- il hjer. Það er aðeins eitt atriði, sem vjer vildum geta um, af því að vjer lítum svo á, sem það þurfi að verða öllum mönnum kunnugt, eink- um foreldrum. ,Eins og verið hafði í fyrra sumar, hjeldu kennarar þessa námsskeiðs, er voru 59 að tölu, fjölda marga fundi til þess að ræða áhugamál sín og var víst alt að því lengstum tíma varið til þess, að tala um sam- vinnu milli heimila og skóla. Allir fundu sárt til þess, hve mik- ill hnekkir það er fyrir góðan árang- ur kenslustarfsins, þegar heimili og skólar vinna ekki í sameiningu að einu og sama marki. Það voru allir sammála um það, að enginn kennari mætti láta undir höfuð leggjast, að reyna að vinna hugi fullorðna fólks- ins, og þá sjer í lagi foreldra barn- anna. Sönnun þess, hve áhugi kenn- ara var mikill á þessu atriði, er það, að samin var að lokum fundarálykt- un undirskrifuð af 14 kennurum og samþykt í einu hljóði á fundi, sem haldinn var 8. júní. Fundarályktunin hljóðar svo: Fundurinnn telur æskilegt, að kennarar landsins geri sjer alt far um að efla samvinnu milli heimila og skóia og noti til þess öll þau ráð, sem þeir hafa tök á og öðrum kennurum hafa reynst holl og áhrifa- mikil, svo sem þau: 1. að heimsækja foreldra öðru hvoru. 2. að halda foreldrafundi og 3. að fá foreldra til að heimsækja skólana við og við í kenslustundum. Fundurinn álítur að þetta sjeu ein- hverjar helstu leiðirnar, sem reynandi sje að fara til þess að eyða hinum margvíslega misskilningi, sem oft á sjer stað milii heimila og skóla. Þó mælir fundurinn sjerstaklega með því, að kennarar velji yfirleitt þá leið, sem hver um sig veit fær- asta á þeim og þeim staðnum, án þess að binda sig beinlínis við nokkra einstaka. Það er vonandi, að foreldrar, er þeir heyra um þessar gerðir kennara, fagni yfir því, að kennarar rjetta þeiin þannig hendurnar og bjóða þeim að eiga hlutdeild í því fagra verki, sem skólunum er falið á hend- ur, að menta börnin í orðsins sönn- ustu merkingu. Vjer trúum því, að foreldrar verði reiðubúnir til þess að koma á móti kennurunum og styðja að því, eftir mætti frá sinni hálfu, að skóli og heimili verði eitt. K e n n a r i. „ísaf.“ og bannlagamálid. Lögr. mótmælti í síðasta tbl. því margendurtekna japli í ísaf., að fyrv. ráðherra H. Hafstein væri »stofnandi og foringi andbanningafjelagsins«. Bæði Lögr. og ísaf. sjálfri var full- kunnugt um, að þetta voru ósannindi. Lögr. var kunnugt um það, og ísaf. án efa líka, að nefnd manna hafði verið kosin til forgöngu í málinu og að í þeirri nefnd voru: H. Daníelsson yfirdómari, E. Claessen málaflm., M. Einarsson dýralæknir, H. Þórðarson prentsmiðjueigandi og Sig. Thorodd- sen kennari. Ennfremur var það kunnugt, að önnur nefnd hafði verið kosin til þess að standa fyrir blaða- útgáfu andbanninga, og voru menn- irnir í þeirri nefnd taldir í síðasta blaði. í hvorugri þessara forgöngu- nefnda andbanningamálsins var H. Hafstein, en þó var hann stöðugt í ísaf. kallaður »stofnandi og foringi þess fjelagsskapar«. Á þessu stagaðist ísaf. í sífellu, og það án efa móti betri vitund. En hin ráðgerða fjelagsstofnun andbann- inga er ekki enn komin á laggirnar, að því er þeir sjálfir segja. Utgáfu- fjelag »Ingólfs« er önnur fjelagsstofn- un. H. Hafstein hefur skrifað undir ávarp andbanninga, sem birt er í „Ingólfi", eftir að greinin í síðasta tbl. Lögr. var skrifuð (en þar var farið eftir frásögn annars manns úr þeim hóp), og hann er hluthafi í blaðútgáfufjelaginu. Með þessu er leiðrjett sú litla missögn, sem varð um þetta mál í síðasta blaði Lögr. og ísaf. er að hampa. En þau marg- endurteknu ósannindi, sem ísaf. hefur borið fram um málið, eru enn óleið- rjett af henni. Dr. Helgi Pjeturss er nýkom- inn á stað í jarðfræðisrannsóknarferð. Hann ætlar í sumar að fara um Múlasýslur og þingeyjarsýslu. Hann fer austur sunnanlands og norður Sprengisand. Fylgdarmaður hans er Haraldur Sigurðsson, sem áður hefur verið með honum. Dr. H. P. segist í þetta sinn einkum ætla að rann- saka kolalög á norðaustur-landi, frá Melrakkasljettu til Seyðisfjarðar. , Hann ráðgerir að koma heim aftur ! nálægt miðjum september. j Frönsk heiðursmerki. Matth. | Einarsson læknir hjer við franska spítalann og Halldór Gunnlaugsson læknir í Vestmannaeyjum hafa verið sæmdir frönsku heiðursmerki: „Offi- cier d’ academie”. »Hvítá« heitir nýr vjelarbátur, sem fjelagið „Stígandi" í Borgarnesi hef- ur keypt og ætlar til ferða frá Borg- arnesi og upp eftir Hvítá. Bátur- inn fór hjeðan upp eftir á laugar- daginn var. Hann er 10 metra á lengd, 23/4 á breidd og D/10 á dýpt. Vjelin er Norrönavjel með 6 h. a. Skriðhraðinn 6 mílur. Báturinn er bygður úr eik, kantsettur og málm- sleginn í botn. Hann er með sjer- stöku lagi, sniðinn eftir norskum fljótabátum, flatbotna mjög, ristir eigi nema 17 þuml. óhlaðinn, en 22 þml. með 5 tonna hleðslu. Bátinn hefur O. Ellingsen skipasmiður hjer útvegað smíðaðan frá Noregi. Verðið var 5,150 kr. Ætlun eigendanna er, að báturinn komist alla leið upp að Síðumúla og og er þetta þá mikilvæg samgöngu- bót fyrir Borgarfjarðarhjeraðið. Frjest hefur um fyrstu ferð bátsins frá Borgarnesi og upp eftir. Hann fór þá aðeins með flutning að Hvítár- völlum, en alt gekk vel. Vestmannaeyjasýsla er veitt Karli Einarssyni aðstoðarmanni á 3. skrif- stofu í stjórnarráðinu. Prestastefnan á þingvöllum hefst 2. n. m. og er ráðgert, að hún standi yfir í þrjá daga. Fundirnir verða haldnir 1 Miklaskála. Líklega sækja margir prestar þetta mót og ef til vill fjöldi annara manna, til þess að hlýðu á og skemta sjer. Þar verður rætt um játningahaft og kenninga- frelsi, kristindómskenslu ungmenna, kvöldmáltíðarsakramentið, undirbún- ing prestastefna og nýjar kröfur með nýjum tímum, kirkjuþing og tillög- ur um aðskilnað ríkis og kirkju, uppsagnarvald safnaða o. fl. Prestskosning. Síra Einar Jóns- son í Kirkjubæ er nýlega kosinn prestur að Desjarmýri. Tvœr vísur. Farsæl mun hjer finnast vörn fyrir halinn dyggva, þótt ísafoldar aldni Björn öndunum sigi á Tryggva. Hann þótt ráðdeild riddarans reikni í veiku gildi, vart munu stjórnarverkin hans varin betri skildi. Jón Þórðarson úr Fljótshlið. Spark í líkkistu. Þau þokkahjúin ísaf. og Þjóðólfur ráðast bæði með sparki á líkkistu Sigurður frá Fjöllum. En sögurnar og dylgjurnar, sem þau flytja um ijármál hans, eru órannsakaðar enn, að því er nákunnugur maður því skýrði Lögr. frá í morgun. Enda stæði að minsta kosti ísaf. nær að bjástra við Landsbankaskuldir ein- hverra annara en þessa látna manns. Hingað til hefur það ekki verið talið drengilegt að svala óvild sinni til manna yfir líkkistum þeirra. Svika-ákœrur úr öllum áttum. ísaf. kvartar undan því nýlega, að verið sje að brigsla „sjálfstæðisflokkn- um“ um, að „hann hafi svikið stefnuskrá Þingvallafundarins". í fljótu áliti getur litið svo út sem sú um- kvörtun sje stíluð til Lögr., en henni á þó auðvitað að vera beint til skiln- aðarmannanna, sem í Þjóðv. eru að skrifa. Lögr. hefur aldrei talið Þingvalla- fund þann, sem hjer er um að ræða, svo merkilega samkomu, að vert væri að vitna mikið til gerða hans. En flokksmenn ísaf. hafa samt ver- ið að hampa samþykt hans eins og stefnuskrá sinni. Því verður ekki neitað. En nú nýlega hefur ísaf. flutt hverja greinina á fætur annari til þess að smeygja fram af sjer og stjórnarflokknum Þingvallafundarsam- þyktinni. Og þá fara svika-ákærurn- ar ekki að verða neitt óeðlilegar frá þeim mönnum flokksins, sem ef til vill hefur verið alvara með eitthvað af því, sem samþykt var á þessum Þingvallafundi. ísaf. og hennar nán- ustu mönnum hefur auðvitað aldrei verið það alvara.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.