Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 30.06.1909, Blaðsíða 2

Lögrétta - 30.06.1909, Blaðsíða 2
130 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. frá íslanði til Ítalíu. Eftir Maith. Þóráarson. IV. Frh. í París. Jeg fór í í01ympiu« um kvöldið. Þar voru sýndar íþróttir, leikar og ýmsar sjónhverfingar. Jeg ætlaði fyrst í »Le grand Opera«, en þegar jeg sá að aðgöngumiðarnir kostuðu frá 200 frönkum (ein stúka auðvitað) og ódýrust 12 franka, þá brá mjer í brún; jeg vildi ekki gefa svo mikið fyrir hljóðpípuna og sneri því út aftur og fór inn í »01ympiu«. Það kost- aði ekki nema 3 franka, að vera þar á gólfinu. Það, sem bar fyrir augum á leik- sviðinu, var flest skemtilegt og hríf- andi; það var ólíkt skrípalátunum í leikhúsunum ensku. En þó fanst mjer að leiktjöldin og litabreytingin á leiksviðinu skara fram úr öllu því, sem jeg hafði áður sjeð því líku. Það var dásamlega fallegt. Jeg held að Indriði hefði ekki getað kosið á það betra heima í „Iðnó". Og svo voru stúlkurnar — sem París er einnig fræg fyrir; þær svifu þarna um gólfin í marrandi silkikjólum, sem leiftruðu í öllum regnbogans litum og drógust margar álnir á eftir þeim. Öðru hvoru böðuðu þær út blævængjunum, svo lágt heyrðist hringla í málmskraut- inu, sem þær báru um háls og hend- ur. En hvað alt þetta var líkt París, eins og maður áður hafði heyrt henni lýst. Englendingurinn hvíslaði því að mjer, að þessar stúlkur hefðu orð fyrir að vera fremur blíðar við pilt- ana, en kærðu sig ekkert um að binda sig neinum hjúskaparböndum, nema að eins um stundarsakir. Næsta dag fór jeg á fund skrif- stofustjórans í flotamálaráðaneytinu. Jeg hafði með mjer meðmælingar- brjef frá franska konsúlnum, hr. Bril- louin, sem jeg fjekk fyrir góðfúsa aðstoð hr. stud. med. & chir. Hinriks Erlendssonar. Eftir að hafa gengið í gegnum sali frá einum einkennisbúnum þjóni til annars, var mjer vísað í biðstofu, þar sem jeg átti að bíða, þangað til kallað yrði á mig, því skrifstofustjór- Ínn var inni hjá ráðherranum. Eftir stutta dvöl var mjer vísað inn til hans, og gerði það einn af skrifur- unum, sem talaði norsku nokkurn veginn, því hann hafði verið í Krist- janíu einnjvetur samtíða hr. Brillouin, aðeins til að læra málið. Skrifstofu- stjórinn, sem var mjög tigulegur á- sýndum og hinn blíðasti í viðmóti, var að enda við að skrifa undir heil- an bunka af skjölum, sem mjer virt- Íst helst vera útnefningarskírteini til hærri stöðu í flotanum, eða skip- unarbrjef um að þessi — hver svo sem hann nú var — væri útnefnd- ur riddari af heiðursfylkingunni, eða eitthvað þessháttar. Hann spurði margs af íslandi, bæði af landinu sjálfu, fiskiskipunum frönsku og um líðan konsúlsins, og gerði hann það sumpart fyrir munn skrifarans, eða blátt áfram beindi spurningunni að mjer, sem jeg svo svaraði eftir því sem við átti. Að loknu viðtali fylgdi skrifarinn mjer í gegnum bygging- arnar, og voru margar vistarverur í því húsi, þótt fremur virtist mjer öll húsakynni og húsaskipun vera þar gamaldags, en margar voru skrifstof- urnar, því að skilnaði gaf skrifarinn mjer nafnspjald sitt, og stóð á því, að hann væri skrifari á skrifstofu nr. 490. Þaðan fór jeg upp í Eifelturninn, þessa risavöxnu járnbyggingu, sem stendur þarna á fjórum fótum; jeg vildi að síðustu renna augunum yfir París, eða svo mikið af henni, sem mjer væri auðið. Þarna lá hún við fætur mjer og teygði út skæklana báðumegin upp og niður með Signu- ánni. Þetta heljarbákn, með öllum sínum reykháfum og kirkjuturnum, höllum og hreysum, vagnaskarkala og gauragangi, glaumi og gleði, lá þarna þögult og kyrt og baðaði sig í sólarhitanum og svælunni. Signu- áin, eins og ljósgrátt band, teygði sig í ótal hlykkjum og virtist skifta borginni í tvo hluta; hún sýndist líka hreyfingarlaus. Jeg fór heim þaðan með þeirri meðvitund, að nú hefði jeg sjeð París, eða svo mikið, sem mig langaði til að sjá í svipinn. Jeg kærði mig ekki um meira í bráð- ina. Að vera staddur á gatnamótum, eða þar sem krossgötur mætast í París; þar gefur manni að líta líf og hreyfingu. Svo langt sem augað eygir, upp og niður og á alla vegu, er óslítandi haf af mönnum, bifreið- um og hestvögnum. Gatan er alveg ófær. Maður verður að bíða góða stund og leita lags. Stundum tekst manni að komast að ljóskerastöng- inni á miðju torginu og bíða þar, þangað til maður sjer sjer fært að komast á stjettarbrúnina hinumegin. En oft verður maður líka að snúa aftur á miðri leið og þakka sínum sæla að komast óskemdur til sama lands aftur. Það væri ekki girnilegt að hafa börn á slfkum ófriðarstöðv- um, enda sjást þau ekki þar; þau eru öll í lystigörðunum, sem eru fjölda- margir víðsvegar um borgina og er þeirra gætt þar af mæðrum sínum eða fóstrum. Engan öfunda jeg heldur af því, sem þarf að flýta sjer, að fara fram- hjá hatta- eða kjólasölubúðunum, því þar er mannkvæmt, eða svo var það þessa dagana. Stúlkur og giftar konur, eða svo hjelt jeg þær væru sumar hverjar, voru þar í hópum, eða rjettara sagt þjappaðar saman eins og sfld í tunnu að máta hatta og skoða skraut, blómstur og borða til að prýða þá með; þessu var raðað út á borð með fram búðargluggun- um undir sóltjaldi, og virtist mjer þar vera hrafnagangur í öskjunni. Maður varð að fikra sig áfram, ró- lega og gætilega, því bæði var að varast að stíga ekki óvart ofan á kjólfald einkverrar skartkonunnar cða koma ekki ógætilega við hattana, sem eftir tískunni núna eru að um- máli fyllilega eins og botn á lagar- tunnu og þar eftir djúpir. Það er annars merkilegt, hvað þessi tíska er dutlungafull og jafnvel ógeðsleg, og þarna er hennur uppspretta og heim- kynni. K1 10 um kvöldið þ. 4. maí borg- aði jeg gistihússreikninginn og fór í vagni tiljárnbrautarstöðvarinnar „Gare du Lyon" og var hálftíma seinna kominn á leið til Marseille, og hafði jeg þá að eins dvalið 48 kl.st. í París, enda hafði jeg sjeð óendanlega lítið af þessari risavöxnu borg. hjelt aðalfund sinn 19. þ. m. að Þjórsártúni. Ágrip af fundargerðinni er sem hjer segir: 1. Fundarstjóri var formaðurinn, Sigurður Guðmundson á Selalæk, en skrifari síra Ólafur V. Briem á Stóra- núpi. Mættir voru fulltrúar frá 16 búnaðarfjelögum og nokkuð af öðr- um fundarmönnum. 2. Formaður lagði fram skýrslu um gerðir sambandsins, sem byrjaði starf sitt í vor, og skýrði hana fyr- ir fundinum. 3. Hallgrímur Þorbergsson fjár- ræktarmaður, sem ferðast hafði um Rangárvallasýslu til rannsóknar á sauðljárræktinni, hjelt fyrirlestur um það efni. Var gerður að honum góður rómur, og spunnust út af því talsverðar umræður. 4. Samþykt að fundarmenn hvettu bænáur á Suðurlandi til að baða alt fje sitt í haust. 5. Jón Jónatansson búfræðingur, sem kennir plægingar o. fl., hjelt fyrirlestur um jarðræktina. Varsömu- leiðis gerður að því mjög góður rómur og spunnust umræður út af því. Þessar tillögur um plægingarkensl- una voru samþyktar í einu hljóði: 6. Fundurinn æskir þess, að kensla í plægingum og jarðrækt haldi á- fram á Ifkan hátt og nú er, en mælir með því að námstíminn sje styttur í 2 vikur. 7. Búnaðarfjelögin, sem í sam- bandinu eru, gangi fyrir með plæg- ingar og námspilta. Á næsta ári þau, sem eru fyrir austan Ytri-Rangá. 8. Þeir, sem óska eftir plæging- um, eða námi í haust, tilkynni það stjórninni fyrir 15. ágúst næstk. 9. Þeir, sem vilja láta plægja hjá sjer næsta sumar, tilkynni það for- manni búnaðarfjelagsins í sveit sinni og skal hann svo hafa tilkynt stjórn Búnaðarsambandsins það fyrir síð- asta dag febrúarmánaðar næstk. Fyrir sama tíma sendi námspiltar sam- bandstjórninni umsókn sína. 10. Sá, sem lætur plægja hjá sjer, borgar í sjóð sambandsins 8-—I2kr. fyrir hverja dagsláttu. 11. Nemendur fá eina kr. á dag í fæðispeninga og ókeypis kenslu, en ekki kaup. Um heyverkunartilraunir var sam- þykt í einu hljóði þessi tillaga: 12. Stjórn sambandsins er falið að útvega 5 góða menn — 2 í Rangár- vallasýslu, 2 í Árnessýslu og 1 í Vestur-Skaftafellssýslu — til að gera súrhey og sæthey árlega í 4 ár. Skulu þeir fá 25 kr. árslaun og lán- aðan þar til gerðan hitamæli ókeyp- is. En þeim ber að leiðbeina öðr- um í þessari heyverkun. Um notkunartilraunirsláttuvjela var samþykt í einu hljóði þessi tillaga: 13. Þeir, sem vilja láta gera til- raun hjá sjer með notkun sláttuvjela í sumar undir umsjón Jóns Jónatans sonar, borgi 5 kr. fyrir tilraunina, en semjist svo, að hann slái meira en til tilrauna, þá borgast það eftir samningi. Óskir um þetta sendist stjórn Sambandsins sem allra fyrst. 14. Borið upp erindi frá Guðjóni Jónssyni í Hlíð um ósk margra kvenna, að fá stúlku til matreiðslu- kenslu í Skaftártungu. En þar sem Búnaðarfjelag íslands hefur þá kenslu á hendi, sá Sambandið ekki fulla ástæðu til að sinna því. Þessi tillaga um búnarnámskeið var samþykt: 15. Fundurinn leggur til, að Bún aðarsamband Suðurlands mæli með því við Búnaðarfjelag íslands, að það sendi 1 eða 2 menn austur í Vík, • til þess að halda þar nokkra bú- fræðilega fyrirlestra næstkomandi vetur. 16. Borið upp erindi frá Búnaðar- sambandi Austurland um fóðurkorn- pöntun í stórkaupum frá Ameríku. Fundurinn sá sjer ekki fært að sinna því. Taldi líka rjettara að snúa sjer í því efni til sambandskaupfjelaganna. 17. Borið upp erindi írá Búnað- arsambandi Vestur-Landeyinga um að láta rannsaka, hvað gert yrði til umbóta sveitinni, og var samþykt, að Búnaðarsambandið taki að sjer að beina þeirri málaleitun til land- stjórnarinnar, og óska eftir, að hún láti skógfræðing landsins skuða þar sandinn og álíta, hvort tiltækilegt muni að hefta sandfokið með skóg- rækt, eða með vatnsáveitu, sem þá gæti einnig orðið til áveitu víðar á sveitina. 18. Kosin stjórn til næsta árs. Formaður Sigurður Guðmundsson á Selalæk endurkosinn, en meðstjórn- endur Guðmundur Þorbjarnarson á Hvoli og Ágúst Helgason í Birtinga- holti. Varamenn í stjórn sr. Ólafur Finnsson, Kálfholti, Jón Jónatarisson, Stokkseyri og Þorfinnur Þorfinnsson, Spóastöðum. Edurskoðunarmenn: Öl- afur Ólafsson, Lindarbæ og sr. Ól- afur V. Briem, Stóra-Núpi. Sig. Guðmundsson. Fornmenjarannsóknir. Eins og kunnugt er, hafa þeir prófessor Finnur Jónsson og kafteinn Daníel Bruun fengist við fornmenja- rannsóknir hjer á landi undanfarin tvö sumur. í fyrra sumar rannsök- uðu þeir msðal annars gamalt hof á Hofstöðum við Mývatn. Um þessa rannsókn höfum vjer fengið eftirfar- andi skýrslu: Hofið snýr frá norðri til suðurs, og skiftist, eins og flest hof, í tvent, aihús og veisluskála. Afhúsið var um 7 metra á lengd, skálinn rúmlega 36 metrar, lengd alls hofsins 45 metrar. Dyrnar á afhúsinu voru á vesturhlið, en á skálanum á austurhlið, nálægt þverbálkinum, sem greindi skálann frá afhúsinu. í skálanum, fundust greinilegar leifar af langeldum, og fram með langveggjunum upphækk- aðir pallar til að sitja á. Nokkuð frá veggjunum, langsetis eftir húsinu, fundust merki til að staðið hefðu tvær súlnaraðir, sín hvoru megin, er hefðu haldið uppi þakinu. Auk leif- anna eftir langeldana fundust gryljur, sem virtist hafa verið eldað í, á 2 stöðum inni í skálanum. í rústunum fundust ekki margar en þó nokkrar fornleiíar og eru þess- ar hinar helstu: Bein af húsdýrum, einkum naut- um, kindum og geitum, og lika af hestum og svínum og ýsubein, og hafa þessi bein verið ákveðin af herra Herluf Winge, umsjónarmanni við Dýragripasafnið í Kaupmanna- höfn. Mörg brýni. 2 sökkur (eða steinkylfur?). Ýmisleg járnbrot, þar á meðal af 2 skærum, járnnaglar o. fl. Einkennilegt verkfæri úr beini. Alt, sem fanst, er afhent Forn- menjasafni íslands. Að lokinni rannsókn var rústin færð í samt lag aftur, svo að eng- um steini er haggað úr sæti, og þakið yfir. 1 sumar ætla þeir fjelagar meðal annars að rannsaka hofið í Ljárskóg- um í Dalasýslu. Alþýðukennararnir og bindindismálið. Alþýðukennarar þeir, sem verið hafa á framhaldsnámsskeiði hjer, hjeldu fund á sunnudaginn var, að tilhlutun stórtemplars, Þórðar J. Thor- oddsens, er einnig sótti fundinn. Þar voru nær 40 kennarar og var fund- arefnið að ræða um það, hverja af- stöðu alþýðukennararnir tækju til bindindismálsins og bannlaganna. Þessar tvær tillögur voru þar sam- þyktar í einu hljóði: 1. Fundurinn skorar á landsstjórnina að sjá um, að bindindisfræðsla fari fram í öllum skólum lands- ins og að samin sje kenslubók í þeirri grein, er samsvarar tímans kröfum, og hún notuð við kensl- una. 2. Fundurinn skorar á alla kennara landsins að gera sitt ítrasta til þess, að bannlög þau, er alþingi hefur samþykt, fái framgang. yijsetning Tryggva Gunnarssonar bankastjóra. Hún spyrst hvervetna afarilla fyrir og er ekki varin af öðrum en þeim, sem eru skyldugir og nauðbeygðir til þess að verja hverja óhæfu, sem Bj. J. hefur í frammi, hvort heldur sjálfrátt eða ósjálfrátt. ísaf. mælist til þess, að sem minst sje um hana talað, og er það skiljanleg ósk úr þeirri átt. Hún færir fram sem á- stæðu fyrir afsetningunni ellilasleika hjá Tr. G., en allir þeir mörgu menn víðsvegar að, sem daglega eiga við- skifti við hann í bankanum, geta sjeð, hvort sú muni verið hafa ástæð- an. Þótt Tr. G. sje nokkrum árum eldri en B. J. ráðherra, þá eru elli- mörkin miklu meiri og fleiri sjáan- leg á B. J., sem þó er nýbúinn að taka að sjer vandamesta embættis- starf landsins. Undanfarinn vetur hefur Tr. G. annast störf banka- stjórnarinnar að mestu einn, með því að gæslustjórarnir báðir áttu sæti á alþingi, og auk þess var annar þeirra, Kr. Jónsson, lengi fjarverandi, eins og kunnugt er. En nú eiga, eftir ráðum hinnar nýju stjórnar, tveir menn að taka við því starfi, sem Tr, G. hefur einn haft áður, og hvor um sig á að fá miklu hærri laun, en Tr. G. hefur haft. Þetta er ekki í góðu samræmi við afsetningarástæðu ísaf. Enda dylst víst engum það, að á- stæðan til afsetningarinnar er sú, að ráðherra vill ná í bankastjórastöð- urnar til þess að launa með þeim fylgismönnum sínum og svo til þess, að ná fullu valdi yfir peningastofn- uninni. En með aðferð þeirri, sem hann hefur nú beitt til að koma þessu á, kostar það bankann, eða landsjóðinn, 11 þús. kr. á ári. Banka- stjórarnir tveir, sem frá nýári eiga að vinna verk Tr. G., hafa 6 þús. kr. í árslaun hvor um sig. Það eru 12 þús. kr.. eða 7 þús. kr. meira, en Tr. G. hefur haft fyrir verkið. Þar við bætast svo eftirlaun hans, 4 þús. kr. á ári. Þá er kostnaðurinn við þriggja manna rannsóknina, sem sett var í gang til þess að leita uppi einhverja átyllu eða afsökun fyrir þessu ger- ræði, því gera má ráð fyrir, að ekki spari ráðherra launin úr landsjóði við þau dyggu hjú, sem hann bitlingaði með rannsóknarstarfinu, þótt ekkert hafi upp úr því hafst. Hann virðist líta á landsjóðinn eins og flokkssjóð sinn, og er setningin í 2. embættið við prestaskólann frá 1. júlí eitt at því, sem í þá átt bendir. „Reykjavík" flutti á laugardaginn yfirlit yfir framfarir Landsbankans frá því að Tr. G. tók við stjórn hans, og er það yfirlit svolátandi: „Þegar Tr. G. tók við bankanum i„ maí 1893 var hagur bankans þessi: I. Innstæðufje á hlaupa- reikningi l<X)þús. kr. I. Sparisjóðsfje . t-n 00 1 3- Varasjóður .... 115 4- Tekjur óviðl. vara- sjóð 23 5. Verðbrjef .... 240 — — 6. Ekkert útibú. 7. Samanlagðar inn og útborganir . . . .2,198 — —- Nú, eftir 16 ára forstöðu Tr. G., er hagur bankans á þessa leið: 1. Innstæðufje á hlaupa- reikningi .... 418 þús. kr. 2. Sparisjóðsfje . . . 2670 — — 3. Varasjóður .... 636 — — 4. Tekjur óviðl. vara- sjóð....................181 — — 5. Verðbrjef .... 1655 — — 6. Starfsfje útibúa . .917— — 7. Samanl. inn- og út- borganir. . . . 26545 — — Umsetning bankans hefur þannig meir en 12-faldast síðan Tr. G. tók við, og hefur bankinn þó ekki verið einn um hituna síðan 1904. Þegar Tr. G. tók við bankanum voru seðlar bankans ógjaldgengir í öðrum löndum. Brydesverslun var lengi eina verslunin, sem tók þá í Kmhöfn, en reiknaði sjer 5 af hundr. í ómakslaun. Tr. G. fjekk því bráð- lega til vegar komið, að landsbank- inn leysti þá tilsín affallalaust". Þess má geta, að núverandi ráð- herra var einn þeirra manna hjer í bænum, sem lögðu fast að Tr. G. að sækja um bankastjórastöðuna og sendu rakleiðis mann til hans norður á Akureyri, því þar var hann þá staddur, með áskorun þess efnis. Og ísaf. ber þess margan vottinn, að B. J. kunni að meta starfsemi og þrek Tr. G., meðan hann sjálfur (B. J.) var með óbiluðum sálargáfum. En „Þjóðólfsmanninn", sem nú er að reyna að verja þetta verk Björns húsbónda sfns, mætti minna á það, hvernig hann lýsti Tr. G. í fjölmennu samsæti, sem Tryggva var haldið hjer haustið 1905. Hver mimdi hafa trúað því þá, að Ísafoldar-Björn fengi slíkt vald yfir „Þjóðólfsmanninum", að hann gæti sigað blaði hansá Tr. G. í jafnósvífinni og ósæmiiegri að- sókn og bankastjórinn hefur nú orðið fyrir ? En svo er þýskapur „Þjóðólfs" nú orðinn fasttrygður Birni, að hann vill jafnvel velta ábyrgðinni af þessu at- ferli af honum og yfir á þingflokk meirihlutans. En því þverneita aðr* ir menn úr stjórn flokksins, að þetta sje hans verk eða flokksstjórnarinnar, heldur segja þeir ráðherra hafi framið það á sitt eindæmi. „Þjóðólfsmaður* inn" er ef til vill sá eini af þeim, fyrir utan Björn Kristjánsson, sem 1 j taka vill á sig meðábyrgð á þessu,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.