Lögrétta - 28.07.1909, Blaðsíða 1
Aígreiðslu- og innheimtum.:
ARINBJ. SVEINBJARNARSON,
Laugave^; 41.
Talsími 74.
LOGRJETTA
Ritstjóri1
ÞORSTEINN gislason,
Pingholtsstræti 17.
Talsimi 178.
M 37.
Reykjavík 38. jiilí 1909.
IV. árg.
Augnlækning ókeypis i. og 3. þrd. í mán-
kl. 2—3 á pítalanum.
Forngripasafnið opið 11—1 frá 15 júu. —
15. sept.
Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1.
Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3.
md. í mán. 11—1.
Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io1/^
—12 og 4-5.
Islands banki opinn 10—2J/2 og 51/.—7.
Landsbankinn io1/^—2V*- Bnkstj. við 12—1.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í
mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
1—3 °g S—8-
• mAc
Qy? HThAThomsen-
HAFNARSTR-1718-19 20 21-22 • KOUS 12- LÆKJAKT-1-2
> * REYKJAVIK»
Lárus Fjeldsted-
Y flrrj ettarmáilafœrslumaOur.
Lækjargata 2.
Heima kl. 1OV2— 121/* og 4—5.
$
c
Bóka- og pappírsverslun
Arinbj. Sveinbjarnarsonar
Laugaveg -11.
Talsími 74.
prestaskólinn.
Meðferð ráðherra á 2. kennara-
embættinu við prestaskólann hefur
vakið eigi litla óánægju í ýmsum
áttum. Fyrst og fremst hjá forstöðu-
manni skólans, er telur illa sjeð fyrir
kenslunni með því, að ætlast til að
henni verði fullnægt af manni, sem
utan hennar hefur erfiðu embætti að
gegna, þótt hann hins vegar telji
manninn, sem kenslan hefur verið
falin, góðan kennara. Hann vildi fá
hann allan að skólanum, en er ó-
nægður með að fá þangað aðeins
brot af honum. í öðru lagi kvartar
þjóðkirkjusöfnuðurinn hjer yfir því,
að tekinn sje frá sjer hálfur prestur-
inn handa skólanum, en þykist hafa
kosið í vor manninn heilan, en ekki
hálfan. í þriðja lagi finna margir
til þess, að umsækjendur um em-
bættið, einkum síra Sig. P. Sivert-
sen, hafi orðið fyrir megnu ranglæti,
þar sem hann sækir um það eítir
auglýsingu frá stjórninni, en það er
síðan fengið manni, sem alls ekki
hefur um það sótt. Menn lfta svo
á, að með þessu hafi ráðherra svarað
umsækjendum svo, að enginn þeirra
væri hæfur í embættið, en hann yrði
að sjá fyrir þvf, að þangað fengist
hæfur maður. Þetta svar telja allir
kunnugir óhæfu, einkum gagnvart
síra S. P. Sivertsen, ekki síst, þegar
embættið er svo falið manni, sem
hlaðinn er öðrum störfum. Og enn
er það aðfinslu vert, að þessi maður
er settur í embætti í byrjun 3ja mán-
aða sumarfrítíma, aðeins til þess, að
hirða launin úr landsjóðnum, þótt
alls ekkert sje fyrir embættið að vinna
þennan tíma.
ísaf. er að afsaka gerðir ráðherra
í þessu máli 17. þ. m. Fyrst er þar
langt mál um veitingu 1. kennara-
embættisins, sem núv. ráðherra ber
enga ábyrgð á, og líka er í fylsta
máta öllu rjettlæti samkvæm. Það
hafa þeir báðir biskup og lektor kann-
ast við, að þegar þeir mæltu fram
með síra Haraldi í 1. kennaraem-
bættið, þá hafi þeir haft hugann fast-
an viö venjuna, þá, að guðfræðis-
kenslan hlyti að fylgja 1. kennara-
embættinu, en að eftir reglugerðinni
umskólannfrá I5.ág. 1895 verði frem-
ur að líta á þetta eitis og fyrv. ráðherra
gerði, sbr. 2. gr. reglugerðarinnar.
Og þá er það eigi annað en algild
regla, sem fara verður eftir við
þennan skóla eins og aðra, að eldri
kennarinn verður 1. kennari, en sá
kennari, sem við er bætt, 2. kennari.
Eftir eldri reglugerðinni hafði guð-
fræðiskenslan verið bundin við 1.
kennaraembættið, en þessu verið
breytt, eins og áður segir, með reglu-
gerðinni frá 15. ágúst 1895. Það væri
líka hart, eft. d. kornungum guðfræðis-
kandidat frá háskólanum væri demt
inn í æðra kennaraembættið við
prestaskólann, en annar eins maður
og síra Eiríkur Briem, sem kent hef-
ur við skólann um 30 ár, væri altaf
látinn sitja í óæðra embættinu og
láglaunaðra, aðeins af þeirri ástæðu,
að hann hefur tekið próf við innlendu
menntastofnunina. En nú heldur mál-
gagn „Sjálfstæðisfiokksins" því fast
fram, að svo hefði átt að vera, en
telur hitt fjarri rjettu lagi. Annars
er alt, sem ísaf. segir um þessa veit-
ingu á 1. kennaraembættinu, alger-
lega fallið um koll með þeirri skýr-
ingu, sem gefin er á málinu hjer á
undan. Þegar núv. ráðherra tekur
við, er iieimspekiskennarinn til við
prestaskólann, hinn sami og áður, en
það er guðfræðiskennaraembættið, sem
hann á að ráðstafa.
Eftir ísaf. að dæma hefur ráð-
herra misskilið þetta, og ætlar þá að
skifta þjónustu embættisins milli
þeirra síra H. N. og mag. Guðm.
Finnbogasonar, en taka frá síra E.
Br. þær kenslugreinir, sem hann hef-
ur áður haft við skólann og fá hon-
um aðrar í staðinn. Þessu neitar
lektor. ísaf. segir, að hann eigi þátt
í því, að embættinu var ráðstafað
eins og gert var. En það getur ekki
satt verið. Hann er óánægð-
ur með þá ráðstöfun, eins og áður
segir.
Svo segir ísaf., að ráðherra ætli
lektor skólans og 1. kennara að taka
að sjer þriðjung þeirra kenslustunda,
sem fylgja öðru kennaraembættinu.
En ráðherra getur ekkert vald haft
til þess að láta þá taka að sjer fleiri
kenslustundir, en þeim er ætlað og
þeir hafa áður haft.
Jrjef úr Stranðasýslu.
Tíðin mjög þur og stilt til slátt-
arins, en vegna þurkanna er gras-
. vöxtur ekki góður, og sumstaðar lít-
ill á túnum. En fyrir sunnan fjallið
hjer (( Geiradals- og Reykhólahreppi)
ágætur grasvöxtur. Nú er aftur vætu-
samara og því óvíða búið að hirða
nokkuð af töðu, en flest tún alslegin.
Heilsufar ekki gott. Barnaveiki, kíg-
hósti og lungnabólga, — alt gert nokk-
. uð vart við sig og fært suma til
heljar, einkum börn. Fiskvart hefur
ekki orðið hjer enn, enda fáir eða
engir reynt nema á Gjögri, en þaðan
ekki frjetst nýlega. Skepnuhöld á-
gæt, svo sem vorlamba, en fje hjá
mörgum sloppið á fjöll í ull, vegna
, hinnar góðu veðráttu, sem var í alt
vor.
I Þá er verslunin; hún hefur verið
j og er ekki ákjósanleg. Dauðinn á fisk-
I markaðinum er nú það, sem alt drepur
hjer. Peningavandræði, um þennan
tíma hjer, stafa ekki af öðru. Menn
I eru ekki vanir við að sækja pening-
j ana daglega í bankana, en um þetta
leyti árs streyma þeir vanalega inn
frá ísafjarðardjúpi fyrir fiskhluti manna
hjeðan, er þar stunda sjó á vorum.
Nú má heita, að þaðan komi ekki
eyrir. Nálega standa allir í skuldum
hjer við verslanirnar, en þar vestra
fá þeir ekki út á sitt, og hafa litla
eða enga von, þó síðar verði. Og
verslanirnar hjer hafa keypt allan
fiskinn, sem aflaðist í fyrra haust, og
hafa nú enga von um meira en hálf-
virði fyrir hann. Þetta, og það eitt,
virðist ætla alt að drepa, að minsta
kosti þangað til hlutafjelagið frá
„Vogi“ kemst alveg á laggirnar til
þess að bæta úr vandræðunum. En
guð einn veit, hvort við getum lifað
svo lengi, þó ekki sje nú um lang-
an tíma að ræða.
Um pólitík er fátt talað. Ekkert
nema háð og fyrirlitning hjá öllum
þorra manna til hinnar nýju stjórnar
og hins ráðandi meiri hluta. Þeir
fáu, sem eru þar ekki með, þeir þora
ekkert á það að minnast, og reyna
að eyða öllu tali um þau efni.
Sumir eru að reyna að telja hin-
um trú um það, að nýi þingmaður-
inn hafi gert ósköpin öll, fyrir sýsl-
una sjerstaklega. Hann er nú reynd-
ar ekki kominn enn á leiðarþingin,
svo maður viti glögt, hver þau ósköp
eru, og hvort helmingurinn er ekki
skáldskapur.
Jú, viti menn: læknir í Árnes-
hreppi með því fenginn á pappírinn,
að hafa hálfan Kaldrananeshrepp að
skálkaskjóli búendum hans til ógagns,
ef — sem reyndar verður seint og
ekki lengi þó — einhver læknir
fengist til reynslu, og til þess að
auka laun Steingrímsfjarðarlæknisins
um 750 krónur.
Þá tala sumir um 3000 kr., sem
landsjóðurinn ætli eftir 2 ár, að
leggja til þjóðvegarins úr Hrúta-
fjarðarbotni í Gilsfjarðarbotn. Það
er þá sem sje þriðja hvert ár, sem
landsjóðurinn ætlar að leggja skyldu-
ómaga sínum framfærið. Sveitar-
sjóðirnir gera þá skyldu sína á hverju
ári, og þó er aldrei sendur sjerstak-
ur fulltrúi á niðurjöfnunarfund til þess
að sníkja það út. Annars segja
sumir, að fjárframlag til landsjóðs-
vega liggi að mestu undir landstjórn,
og fyrst og fremst undir tillögur
landsvegaverkfræðingsins, en að slíkt
sje ekki ætlað til þess að stássa upp
með einstaka þingmenn í hverju ein-
stöku tilfelli, sem fram úr skarandi
hreppapólitíkusa, eftir það að verkið
er orðið landsjóðsins handbendi, og
það var sannarlega gamli þingmaður-
inn okkar, sem gerði það, að land-
sjóðurinn tók þá miklu byrði af sýsl-
unni, en ekki sá nýi. En svo kvað
við einnig eiga að fá 300 kr. til
vörðuhleðslu á Trjekillisheiði, á land-
sjóðsveginum þar. Um þá rokna
upphæð sama að segja og hina, til
Hrútafjarðarvegarins, nema það tvent,
að þar er það sýslunefndin hjer, sem
á forgönguheiðurinn, að því er mörg-
um virðist, og að þar getur einhver
mjúkmáll kjósandi fengið atvinnu,
þegar ekki er hægt að fá hana ann-
arstaðar, því hvernig það er gert,
stendur fyrir norðan landslög ogrjett.
Þá fjekk verkfræðingur Jón Þorláks-
son fjelaga sinn, Th. Krabbe, til þess
að skoða brúarstæði á Víðidalsá, af
því Jón gat ekki komið því við í
fyrra, eins og hann þó vildi, sam-
kvæmt ósk # sýslunefndarinnar. En
Krabbe beið hjer byrjar, og stóð því
vel á að nota hann. Þetta kvað líka
vera á „credit“-síðunni skamt fyrir
ofan „saldona" hjá Ara.
Þá á nú að reisa við niðurfallið
sjómerki á Grímsey, er gamli þingm.
kom til leiðar að væri reist þar, eða
fjekk tii fje, en sem fauk um (ann-
að merkið) vegna óvandaðs frágangs
þess, sem tók það að sjer. Nú á
sem sje að framkvæma þessa endur-
reisn, sem að eins hefur dregist vegna
þess, að enginn hefur fengist til þess
að framkvæma verkið fyr en nú, að
verkfr. Krabbe gekk í það, og gat
skoðað merkin um leið og hann fór
með „Vestu" norðan og austan um
land í samskonar erindum. Þetta
IsáMstastaðítan ..
selst með ág-setum slíiliMtálniKi. Semja ber við
Einar Arnórsson
lagaskólakennara.
þrekvirki meðal skyldustarfa land-
sjóðsins kvað vera á horninu til
hægri handar á contocurant Ara.
Margt mætti fleira telja. Hann
kvað œtla að senda á aliar sínar
hafnir hjer í sýslu gufuskip í janúár
1910, eða ef til vill fyrstu dagana af
febrúar, auðvitað eftir veðri og öðr-
um kringumstæðum. Með þeirri ferð
á líkl. að koma iæknir þeirra „Vík-
ara“ og ef til vill ljósin í vitann á
Grímsey, sem Ari var að bjóða okk-
ur í vetur. Sagt er að hjáleiguráð-
herrann sje nú að garfa í þessu á
herragarðinum þessa dagana.
Mjög gott var það, að núverandi
þingm. gat fengið ögn fyrir sjálfan
sig líka, því það er mjög þreytandi
að brjóta sig svona í mola fyrir al-
menning, en geta ekkert fengið
sjálfur. Ættjarðarástartúrarnir í fyrra-
sumar voru einir út af fyrir sig
nægir til þess að gera Ara verðug-
an bankaráðsmann.
Vænt þykir ölium hjer um, að
Ingólfur er orðin alt í einu besta
blað, þrátt fyrir það þó hann misti
hinn skarpa penna þingmannsins
okkar.
misreiknar hann sig líka. Eftir
frammistöðu sína frá stjórnarskiftun-
um núna í vetur, þarf hann engum
að bjóða slíkt framar. Nú sjá allir
innan í hann.
Stjórnarskifti d Frakklandi.
Frá Khöfn er símað 13. þ. m.:
»Clemenceau er steypt af stóli.
Briaud verður ráðaneytisformaður.
Landsjóðslán.
Þær einar fregnir berast nú af ráð-
herra, að hann hafi tekið lán handa
landssjóði nýlega í Danmörku, D/2
milj. kr. — Vextir kvað vera 4V2A0
og lánið borgað út með g8°/o.
Þegar síðast var tekið landssjóðs-
lán ‘/2 milj. kr. talaði ísaf. þannig,
að hálfbroslegt er, að B. J. skyldi
verða til þess að taka næsta lánið og
það þrefalt hærra en hitt — og ein-
mitt í Danmörku, því það fann hann
ekki síst að hinu láninu, að það væri
þar tekið.
Vandræðalegar varnir eru það, sem
ísaf. færir fram fyrir ráðherra út af
skipun viðskiftaráðanautsins, enda er
sú stjórnarráðstöfun svo auðsætt
hneyxli hverjum manni, að blaðið
hefði án efa gert rjettast í því, að
þegja alveg um það. Það er nú,
eftir kenningu ísaf., algeng skoðun,
að Islendingar sjeu Eskimóar, og
Bjarna er ætlað að mótmæla þeirri
skoðun, einkum í Þýskalandi, íSkandí-
navíu og á Englandi. Og ísaf. seg-
ir, að „sannarlega sje tími til kom-
inn, að vera ekki lengur aðgerða-
laus í því efni“. Þessar og þvílíkar
eru varnir blaðsins.
En svo ritar Bjarni sjáifur um mál-
ið í síðasta blaði ísaf. undir dular-
nafni þó. Mikið af þeirri grein erósatt
gort og skjall um sjálfan hann, en
ekki skýrt rjett frá nokkru málsat-
riði. Honum er illa við það, að
hann sje kallaður „hússkarl" ráð-
herra. En ef nokkur alþingismaður
hefur nokkurn tíma átt það nafn
með rjettu, þá er það viðskiftaráðu-
nauturinn, eftir frammistöðu síná á
alþingi í vetur. Hann stóð þar aldr-
ei nje sat öðruvísi en húsbóndinn
vildi. Og allir munu fara nærri um
það, hvaðan honum hafi lcomið skot-
silfur til ferðalaganna í fyrra, hvað
sem hann segir sjálfur þarum. Um
fátækt hans eða skuldir hefur aldrei
verið talað með einu orði í „Lögr.",
þótt hann kvarti nú yfir því í ísaf.,
ekki einu sinni í greininni í síðasta
tbl., og liggur þó það efni mjög
nærri, þegar minst er á það hneyxl-
ismál, sem hjer er um að ræða.
Bjarna hefur hingað til verið sýnd
hlífð og vorkunnsemi, miklu meiri en
hann hefur átt skilið. En hugsi
hann sjer að skáka áfram í því skjóli,
þá misreiknar hann sig. Og hugsi
hann sjer, að þjóðhræsnisfroðan,
gleiðgosaþembingurinn, gortið ogsjálf-
hælnin, sem hann hefur haft á boð-
stólum undanfarandi, verði framveg-
is gjaldgeng vara frá honum, þá
Frk. Hulda Hansen.
Hún kom með „Hólum nú í vik-
unni úr hringferð um landið og hef-
ur á þeirri leið flutt fyrirlestra á
þremur stöðum, 1 á ísafirði, 3áAk-
ureyri og 1 á Seyðisfirði. Frá Ak-
ureyri ferðaðist hún upp að Mývatni.
Nú er hún á ferð austur til Geysis,
en ætlar í næstu viku að halda hjer
fyrirlestra um Georg Brandes.
Grænlandsför.
20. f. m. lagði á stað frá Khöfn
í för til Grænlands lítið seglskip með
hjálparvjel, sem leita átti uppi leifar,
er finnast kynnu eftir Mylius-Erich-
sen á austurströnd Grænlands. Skip-
ið heitir „Alabama". Það kom inn
hingað í síðastl. viku. Formaður
fararinnar heitir Einar Mikkelsen, en
alls eru þeir 7 í förinni, alt ungir
menn danskir. Skipið ætlaði að taka
í Færeyjum gtænlenska sleðahunda,
er þangað voru sendir með einu af
skipum grænlensku verslunarinnar,
sem þá var á leið til Khafnar. En
hundarnir höfðu drepist á leiðinni frá
Grænlandi til Færeyja. Vegna þess
gerði hr. E. Mikkelsen ráð fyrir að
halda hjeðan fyrst til bygða á Græn-
landi og fá þar hunda; ætlaði svo að
hleypa inn til Dýrafjarðar, til þess
að ná í síma, áður hann færi norð-
ur á stöðvar M.-Erichsens.
er nú kvein og volæðissöngur undan
minnihlutablöðunm. Stjórnarblöðin
hafa svo vondan málstað, að þau geta
með engu inóti varið hann, og grípa
þá til þessa, heldur en að segja ekki
neitt. Hlífðin getur verið falleg, þar
sem hún á við, en það er ekki al-
staðar. Bjarni Thorarensen hrósar t.
d. manni með þessum orðam:
„ Hann sá, við skálka miskunn mest
við menn er fróma grimdin verst".
B. Th. sá, eins og er, að hlífð við
skálkana getur verið megnasta rang-
læti.