Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.07.1909, Blaðsíða 4

Lögrétta - 28.07.1909, Blaðsíða 4
148 L0GRJETTA. Vinnuteppa í Sviþjód. Frá Khöfn er símað í gærkvöld: „Vinnu lokað fyrir 50 þús. verka- mönnum í Svíþjóð". Þrætan, sem þessi vinnuteppa reis út úr, hófst snemma í þessum mán- uði í Pappírsverksmiðjunum. Um miðjan mánuðinn náði þrætan til fleiri atvinnugreina, þar á meðal sögunarmyllanna. 14. þ.m. ljetsænska vinnuveitendafjelagið þau boð út ganga, að ef eigi yrðu komnar á sættir fyrir 26. þ. m., þá lokaði það vinnu fyrir fjölda verkmanna, þar á meðal járniðnaðinum. Nú sýnir sím- skeytið, að þær sættir hafa eigi náðst. Reykjavík. Guðm. Hannesson læknir fór til útlanda fyrir helgina og verður ytra alt að 2 mánuðum. Sig. Magnússon læknir gegnir störfum hans á meðan, Guðni Eyjólfsson póstafgr.m. Sjóðþurð hans hefur nú verið greidd að fullu af póstmeistara o. fl., er hlupu þar undir bagga, og voru það bæði ættingjar hans og kunn- ugir menn honum hjer í bænum Stjórnarráðið hefur þá úrskurðað, að sakir skyldu niður falla. Pýskt heræfingaskip, Ziethen, hef- ur legið hjer inni á höfninni. Mag. K. Kiichler er kominn aft- ur úr Snæfellsnessför sinni. Hann fór með „Lauru“ til Búða, þaðan vestur að Stapa, svo til Ólafsvíkur, í kring með fjörðunum til Grundar- fjarðar, Bjarnarhafnar og Stykkis- hólms, alt gangandi. Kom svo hing- að á föstud. var, fór til Krísuvíkur á laugard. og kom aftur á sunnu- dagskvöld. Hefur fengið ágætt veð- ur og tekið mikið af myndum. Hann lætur hið besta af ferðum sínum. Fer heimleiðis með „Ceres" 31. þ. m. Druknun. Maður fjell út af bryggju á ísafirði 13. þ. m. og drukn- aði, Hálfdán Brynjólfsson að nafni, kvæntur maður frá Hnífsbal. Húsbruni varð 2. þ. m. á Stekkj- um í Hnífsdal, brann hús Helga Kristjánssonar formanns, lítið hús, vátrygt fyrir 2200 kr. Jökulgangan, sem frá var skýrt nýlega hjer í blaðinu, að 9 Þjóðverj- Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—II og 4—5. Talslmi 16. Til leigu óskast 1 her bergi rúmgott með eldhúsi. Uppl. Njálsgötu 42. Marg’arínið besta fæst hjá c7es S&imsan. ar hefðu lagt í, hepnaðist ver en ráð var fyrir gert. Þeir gengu allir yfir Langjökulsendann, en þá urðu 5 eftir, en 4 bjeldu lengra; fóru þó ekki nærri allan þann veg, sem þeir ætluðu, en hjeldu niður að Geysi. Eitthvað af farangri skildu þeir eftir í óbygðum og sendu síðan eftir hon- um, en hann fanst þá ekki, og situr þar enn. í fyrra dag íóru þeir hjeð- an heimleiðis með „Lauru“, allir ! nema einn; hann er enn austur í | sveitum. Hjeðan fóru tveir menn með hesta til að sækja þá austur, Magn- ús Gunnarsson og Konráð Konráðs- son stúdent. Dáinn er 20. þ. m. Þórður Jóns- son fyrv. hafnsögumaður í Ráða- gerði á Seltjarnarnesi, fæddur 20. júní 1850. Hann var merkur mað- ur og vel metinn, mikill á velli og karlmenskumaður. Fyrri kona hans var Þórunn dóttir Jóns Sigurðssonar í Mýrarhúsum, systir Jóns skipstjóra í Melshúsum, en síðar kvæntist hann Halldóru systur hennar. Hann á upp- komin börn frá fyrra hjónabandi. Þær gerðu 29. f. m. árás á enska þinghúsið og var Mrs. Panchurst foringi í þeirri atiögu. Lögreglan hafði þó áður fengið vitneskju um, hvað til stæði, og var boðið út eigi færri en 3000 lögregluþjónum til þess að taka á móti árásinni. Fjöl- mennið var gríðarmikið, er orustan varð, því manngrúinn streymdi að úr öllum áttum. Af konunum voru yfir hundrað teknar fastar fyrir of- beldi við lögregluliðið; þar á meðal Mrs. Panchurst. Gu.ll- falleg't Yerð: 3,00-3,80 I AUSTURSTRÆTI I ggfjir* Auglýsingum í „lóg- rjettu“ tekur ritstjórinn viö eða prentsmiðjan. Hafnarstræti 22, 1. „c?rospero“ fer fi'íí Reykjavík norður um land til iitl:tikIm langarðaginn 31. júlí, kl. 12 á háð. Viðkomustaðir hjer við land: Patreksfjörður, ísafjörður, Siglufjörður, Eyjafjörður, Raufarhöfn. Seyðisíjörður. Afgreiðsla í 1 í vflí.: tJimBur- og fiolavsrslunin „cH&yRjavífiu. 30. þ. mán. kaupir undir- ritaður hesta, 3—9 vctra. Hestarnir verða borg-aðir i pening'um út í hönd. Lágafelli, 21. júlí 1909. hefur aftur í þessari viku Rauður hestur, 6 vetra, aljárnað- ur, vakur, með mark: sýlt hægra, boð- fjaðrað aftan vinstra (getur verið að fjaðr- irnar sjeu mikið til grónar saman) tapað- ist úr heimahögum 7. þ. m. Hver sem kynni að verða var við ofan greindan hest, er beðinn að láta undirskrifaðan vita, Haugum í Stafholtstungum í Mýrasýslu. 25. júlí 1909. Sigurður Jónsson. ?sm~ Á Spitalastig nr. 9 og á Laugaveg 56 eru ibúð- ir til leigu frá. 1. okt. Semjið við ©. fBstlunó Bogi Þórðarson. Verslun sú, sem reltin lieíiir verið síðau 1005 uudir íirmanafninu „Sápuverslninn“, er ordin lilntaf'jelag;seign og er iVnni- tfðarnafn flrmains H 9 F Sápuhúsid4. H. Steensens Stjörnn-marsaring er ætíð best. Prentsmiðjan Gutenberg. 98 99 hjegómagjarn, að jeg heimti af nokkr- um manni, að það auknefni sje notað«. Kofabúi gat ekki annað en brosað að svari riddarans. »Jeg finn það vel, herra riddari, sagði hann, að þú ert vitur maður og vel að þjer, og jeg sje það líka, að þjer getst ekki vel að munkafæðu minni, enda munt þú vera öðru van- ur írá hirðlífinu og úr herbúðunum, þar sem menn lifa hvern dag í gleði og alls nægtum. En nú minnist jeg þess líka, að skógarvörðurinn skildi hjer eftir eitthvað af mat, þegar hann bað mið fyrir heyið seinast. Hann er kristilega sinnaður maður, og aldrei annað en blessuð gæðin og gjafmildin í minn garð. En jeg hef alveg gleymt þóim mat, af því að jeg hef haft ann- að nauðsynlegra um að hugsa, enda mun það hafa verið önnur fæða, en jeg er vanur við«. »Það þóttist jeg sjá undir eins og þú tókst af þjer hettuna, helgi klerkur, að hjer væri til betri matur í kofa þinum, en þú tókst fram«, sagði riddarinn. »Skógarvörðurinn þinn er víst vænsti maður, og er það íallegt af honum, að vilja ekki láta þig lifa við annað eins hrossafóður og við höfum nú hjer á borðinu. Nú skulum við undir eins líta eftir matargjöf skógarvarðarins«. Kofabúi leit á riddarann eins og hann væri i efa um, hvort óhætt væri að treysta honum. En í svip hansvar ekki hægt að lesa annað en hreinskilni og dirfsku, og brosið var svo falslaust, þótt það væri gletnislegt, að það laðaði hug húsbóndans að gestinum. Þeir litu nokkrum sinnum þegjandi hvor á annan. Svo gekk kofabúi þvert yíir gólfið og opnaði þar leynihlemm, sem falinn var með mikilli nákvæmni. Upp úr kjallara, sem þar var undir, kom hann með stóra brauðkollu í tin- skál og setti á borðið. Gesturinn spretti þegar á henni með rýtingi sínum og tók til snæðings. »Er langt síðan skógarvörðurinn kom hjer seinast?« spurði gesturinn. Það eru hjer um bil tveir mánuðir«, svaraði kofabúi. »Alt er merkilegt hjer á einbúasetri þínu, helgi klerkur«, sagði riddarinn, »því það heíði jeg svarið, að dýrið, sem þetta kjöt er af, hefði verið drepið nú í þessari viku«. Kofabúa varð hálfhverft við þetta, og líka var auðsjeð, að honum þótti nóg um það, hve stórhöggur gestur- inn var á rjettinum. En vegna þess, hve mikið hann hafði áður látið af sparneytni sinni, tók hann ekki þátt í máltíðinni með honum. »Jeg hef verið í Palestínu«, sagði ridd- arinn og hætti sem snöggvast að borða. »Jeg minnist þess nú, að þar er það siður, að húsbóndinn borði með gesti sínum, til þess að sýna honum, að fæðan, sem fram er borin, sje holl. Því fer fjarri, að jeg gruni jafnhelgan mann og þig um nokkuð misjafnt, en samt þætti mjer vænt um, ef þú vildir breyta eftir þessari Austurlandavenju«. »Til þess að eyða allri óþarfri grun- semd hjá þjer, herra riddari, þá skal jeg nú rjett í þetla sinn vikja frá þeirri reglu, sem jeg annars hef sett mjer«, svaraði kofahúi. í þá daga voru gallar ekki til, og stakk hann því fingrun- un ofan í brauðkolluna og tók til snæðings með gestinum. Nú var öllum yfirdrepskap lokið þeirra í milli. Það var eins og þeir keptust um, hver meira gæti í sig látið, og þótt riddarinn heíði án efa tastað miklu lengur, veitti þó munk- inum öllu hetur í þeirri viðureign. »Helgi klerkur«, sagði riddarinn, þeg- ar hann var orðinn mettur, »jeg þyrði að veðja hestinum mínum þarna móti einum dúkat um það, að skógarvörð- urinn hefur skilið hjer ettir vín, eða einhvern góðan drykk, hjá þessari hrauðkollu. Þú hefur auðvitað enga eftirtekt veitt því, en ef þú skygndist niður í kjallarann, þá tel jeg vist, að þú fyndir þar eitthvað gott að drekka«. Kofabúi brosti, gekk aftur að hlemn- um og tók upp úr kjallaranum leður- ílösku, á að giska sex potta ílát. Hann kom líka með hikara, sem gerðir voru úr uxahornum, en búnir með silfri. Nú reyndi hann alls ekki til að dylj- ast lengur. Hann fylti háða bikarana og sagði, eins og venja er hjá Engil- söxum: »Þjer til heilla,—herra Slæpingi riddari!« Svo tæmdi hann bikar sinn í einum teyg. »Drekk heill, helgi klerkur i Prests- húsum«, sagði riddarinn og tæmdi bikar sinn. »Helgi klerkur«, sagði hann aftur, þegar þeir höfðu tæmt báða bikarana; ekki get jeg að því gert, að mig furðar stórlega á því, að maður, sem er bygð- ur eins og þú og með jafngóðum smekk á vín og vistir, og jeg sje að þú hefur — skuli geta fundið upp á því, að fel- ast úti í eyðiskógi. Mjer sýnist þú fremur skapaður til þess að verja kast- ala og lifa við hlaðið borð af krásum og góðu víni, en að nærast hjer á þurrum baunum og þiggja gjaíir af skógarverðinum. Væri jeg í þínum sporum, þá mundi jeg ekki spara dýr konungsins hjer í skóginum. Jeg hef sjeð, að nóg er af þeim hjer í kring. Og hver mundi sakna þess, þótt einn og einn dýrkálfur hyrfi hingað inn í kapelluna?« »Þetta eru hættuleg orð, herra ridd- ari«, svaraði kofabúi. »Jeg er einsetu- maður, og er trúr hæði konunginum og lögunum. Ef jeg dræpi dýr kon- ungsins, ætti jeg vísa fangavist, og yrði jafnvel hengdur, ef munkaklefinn hlífði mjer ekki«. »Samt sem áður mundi jeg í þínum sporum hætta mjer út í tunglskininu, þegar skógarvörðurinn og þjónar hans sofa«, svaraði riddarinn. »0g milli þess sem jeg læsi hænir mínar, mundi jeg senda ör eftir einu ogeinuafkon- ungsdýrunum. Segðu mjer eins og ei', heilagi munkur, — heíur þú aldrei stytt þjer stundir með því?« »Heyrðu nú, Slœpingi, vinur minn«, svaraði kofahúi. »Þú heíur nú sjeð alt hjer í kofa mínum, sem þig varðar

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.