Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 05.08.1909, Síða 1

Lögrétta - 05.08.1909, Síða 1
Afgreiðslu- og innheimlum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON, Lauyaveií 41. Talsimi 74. LOGRJETTA Ritstj<Sri: f’ORSTEINN GISLASON Pingholtsstræti 17. Talsiini 178. M 38. Reykjavík 5. ágús 1 1909. IV. árg. Augnlækning ókeypis i. og 3. þrd. í mán- kl. 2—3 á pítalanum. Forngripasafnið opið 11—1 frá 15 júu. — 15. sept. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (( Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io’/s —12 og 4-5. _ Islands banki opinn 10—27» og 5T/a—7. Landsbankinn io'/i—2Vo. Bnkstj. við 12—1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. ( mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 1—3 5—8- Qy* HThA Thömsen- HAFNARS'iR'Ul® 1920 íl'íí‘I^OlÁSl'Z-LÆKJAKTI'2 • REYKJAVTK • Lárus Fjeldsted, YflprJettarmálafeerslumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. 10'/«—12’/2 og 4—5. Bóka* og pappírsverslun Arínbj. Sveinbjarnarsonar Laugareg 41. Talsími 74. Gleymska 3saj. Það verður ekki betur sjeð á ísaf. á laugardaginn var, en að hún hafi jafnvel búist við því alt til þess tíma, að Björn sinn kæmi heim með fleiri af lagafrumvörpum síðasta alþingis óstaðfest en sambandslagafrumvarp- ið eitt. Oðruvísi er ekki hægt að skilja það mikia gleiðbros, sem á henni er, þegar hún skýrir frá þessu, — eins og það væri eitthvert áður óheyrt afreksverk, sem ráðherra hefði unnið: að koma ekki heim aftur með lagafrumvörp þingsins óstaðfest — nema eitt. En síðan við fengum innlenda stjórn hefur það aldrei kornið fyrir, að lagafrumvarp frá alþingi hafi eigi hiotið staðfestingu — fyr en einmitt nú. Það er því langt frá, að hjer sje nokkrum nýjum sigri að hrósa f þessu efni. Hitt er annað mál, þótt ísafi sjálf hafi búist við, að ráðherra fengi verri útreið í þessu, en orðið hefur. En þetta lagafrumvarp frá þing- inu, sem enn er óstaðfest og menn vita, að ekki á að fá staðfestingu, það þykir ísaf. nú svo ijettvægt og lítilsvert, að hún setur með hlemmi- letri yfir grein sína um lagastaðfest- ingarnar: „Alt staðfest", þótt þetta vanti. Og þetta, sem vantar, er þó sjálft sambandslagafrumvarpið. Ráðherra kemur með það mál í óreiðu, sem þingið einmitt sjerstak- lega var kosið til að ráða fram úr og fá heppilega úrlausn á. Um þetta mál lofuðu þingmenn stjórnarflokks- ins kjósendum sínum öllu fögru fyrir kosningarnar. En nú hlýtur það að vera hverjum manni augljóst, að þar fóru þeir með blekkingar og tál. Það eru svo þungar sakir, sem á ráðherra og flokki hans hvíia fyrir meðferð- ina á þessu máli, að ráðherra ætti ekki að vera vært í valdasæti, eftir að öllum má vera ljóst, hvað undir hefur búið öllum afskiftum hans af því. ísaf. hefur um mörg undanfarin ár látið sem þetta mál væri aðaláhuga- mál sitt. En nú vill hún helst ekki lengur muna eftir, að það hafi nokk- urn tíma verið til. 0/1 tu. Símað var frá Khöfn 31. f. m.: Neergaard segir aj sjer. Ekki er enn frjett, hver eftirmað- urinn verði. Uppreisn á Spáni. Það er símað hingað frá Khöfn 31. f. m., að uppreisn sje á Spáni, en um tildrög til hennar vanta nán- ari fregnir. Pj óðhátíöin. Veðrið var ekki heppilegt til há- tíðahalds 1. og 2. þ. m. Báða dag- ana var sunnanvindur og þykt loft, og síðari daginn töluvert regn öðru hvoru. Á sunnudaginn, 1. þ. m., fór fram kapphlaup frá Árbæ til Austurvallar kl. 2, en síðan var sundskáli Ung- mennafjelagsins vígður, og er skýrt frá því á öðrum stað hjer í blaðinu. Um kvöldið voru knattleikar á Mel- unum. Á mánudaginn, 2. þ. m,, voru fyrst, eins og venja er til, kappreiðar á Melunum, en síðan verðlaunakapp- hlaup, stökk o. fl. Ur skrúðgöngu til hátíðasvæðisins, uppi á Landa- kotstúni, sem ráðgerð var kl, 11, varð ekkert vegna rigningar, og mjög fatt manna var þar fyrir kl. 12, er há- tíðin var sett og ræðuhöld áttu að byrja. Bjarni Jónsson frá Vogi setti hátíðina með nokkrum orðum, Kr. Jónsson dómstjóri mælti fyrir minni konungs, Indr. Einarsson fyrir minni íslands og Hjalti Sigurðsson versl- unarm. fyrir íslendingum erlendis. Kvæði var sungið fyrir íslands minni eftir Hannes S. Blöndal, en fyrir minni íslendinga erlendis eftir Guðm. Magnússon. Síðar um daginu fjölg- aði á hátíðasvæðinu, enda batnaði þá veðrið. Kl. 4 hjelt dr. Jón Þor- kelsson ræðu fyrir minni Reykjavíkur, en kvæði var sungið eftir Guðm. Magnússon. Dr. J. Þ. sagði frá ýmsu úr sögu bæjarins, en um verslunar- mál hans kvaðst hann verða fáorður, með því að hann hefði ekki mikla þekkingu á þeim efnum. „En hjerna stendur nú verslunarfulltrúinn okkar, hann Bjarni minn frá Vogi, skamt frá mjer", sagði hann, eða eitthvað á þessa leið", „og hann er þá vís að bæta úr því". Að þessu var mikið hlegið, því allir skildu háðið. Reykjavík. Jarðarfór Pórðar Jónssonar frá Ráðagerði fór fram síðastl. fimtudag. Yfir moldum hans voru sungin erfi- ljóð eftir Benedikt sái. Gröndal. Þórður hafði fyrir löngu beðið hann að semja sjer grafskrift og erfiljóð og hafði geymt hvorttveggja, en nú var það prentað og þvf útbýtt við jarðarförina, eins og venja er. Af því að þetta er svo einstakt eru erfi- ijóðin látin fylgja hjer: Með vöknaðri brá að vinar gröf en vonandi þó vjer stöndum, og andinn fer yfir ókunn höf að ókunnum sælu löndum — ' I r 1 Kartöflur \viar 1 I III I Laukur J J fæst hjá JES ZIMSEN. þar sjáum vjer hann við lífsins lind, nú leystan frá jarðar böndum. Vjer hlutum að láta margan mann, sem máttugum hlýddi dauða; en engan vjer hörmum meir en hann, °g hryggjumst við rúmið auða. En blessaða ástar-blæjan skín með blossana lífsins rauða. Þó mótlætis riði báran breið og bölið að særðu hjarta, þá sigraði ástin hrein og heið, með hjálpræðisljósið bjarta. Hann stóð eins og bjarg ( þraut og þrá, og það mun um aldir skarta. Vjer söknum nú horfins merkis-manns og minnumst nú þeirra daga, er mörgum var leyft að leita hans og leiðrjetta margan baga. Alt gengur á burt, þó gleymist ei, en geymist sem fögur saga. Og sofðu nú, þórður, vært og vel, með vinanna kvaddur tárum! Vjer munum, að ei þú hræddist hel í höfugum lífsins bárum; og sigur þú loks úr býtum barst, sem blessast af aldar árum. Nýja lestrarfjelagið. Því er altaf að vaxa fiskur um hrygg. Nú eru Ijelagsmenn orðnir yfir 80. Með haustinu er von á miklum bókabyrgð- um í viðbót við það, sem til er, og eru þar þó áður margar góðar bæk- ur. Nú er fjelagsbókasafnið flutt í Ásbyrgi, eins og sjá má á auglýs- ingu hjer í blaðinu. Finnur Jónsson prófessor frá Khöfn var hjer nokkra daga nú fyr- ir skömmu. Hann hafði þá verið í Ljárskógum vestra með D. Bruun og þeir ransakað þar hofstóftina, sem Sigurður Vigfússon fornfræðingur hefur áður lýst og gert mynd af, sem víða er prentuð. Ekki þótti þeim neinn fróðleik vera að fá af þeirri tóft og telja jafnvel óvíst, að hún sje leifar af hofi. En mjög gamla kirkjutóft grófu þeir upp þar í túninu og þótti hún merkileg. Finnur prófessor fór hjeðan iand- veg tii Akureyrar og ætlaði þaðan út. Prófessor B. M. Ólsen fór hjeð an með honum til Þingvalla og voru þeir þar að bera saman skoðanir sínar á ýmsu, sem fornöldina snertir, svo sem um það, hvar Lögberg hið forna hefði verið o. fl. Guðm. Björnsson landlæknir kom heim á laugardagskvöldið var 1 úr embættisferð sinni, sem áður hef- ur verið sagt frá hjer í blaðinu. Guðm. Magnússon læknir og frú 1 hans eru á ferð í Norðurlandi, hafa farið alt norður í Þingeyjarsýslu, en eru nú bráðum væntanleg heim aftur. Sæm. Bjarnhjeðinsson læknir er nýfarinn til útlanda og verður þar um tíma. I Fyrirlestur um G. Brandes. | Frk. Hulda Hansen kom á sunnu- daginn var úr för sinni til Geysis og lætur mjög vel yfir henni. Hún sá Geysi gjósa, en annars kvað hann vera mjög tregur til þess nú í sum- ar. Þaðan fór hún að Gullfossi, svo ofan að Þjórsárbrú og þá hingað til baka. Nú byrjar hún á fyrirlestr- um um Georg Brandes og heldur 1 þá fjóra, hinn fyrsta fimtudagskvöld- ið 5. þ. m., annan næsta laugardags- kvöld, hinn þriðja þriðjudagskvöldið þar eftir og hinn fjórða annað fimtu- dagskvöld hjer frá. Ef til vill talar hún síðar eitt kvöld um Tietgen. En hún ráðgerir að halda hjeðan heimleiðis 14. þ. m. Bsíinn er hjer 1. þ. m. Eiríkur Eiríksson húsamálari, bróðir Eyjólfs veggfóðrara, um fertugt. Hann hafði í misgripum sopið á eiturglasi, tann- pínumeðali, og varð honum það að bana á þriðja degi eftir. Kveöjuskeyti til I. Hafsteins fyrv. ráöherra. L’r miöi'i Vestur-Skaftu- fellssýsln. Fyrverandi ráðherra, Hannes Hafstein, Regkjavík. Vjer undir- ritaðir alþingiskjósendur i Vest- iir-Skaftafellssýslu sendum yð- ur miklar þakkir fyrir stórmerk og vel unnin störf í þarfir lands og þjóðar. Með heitri ósk og von um, að hamingju íslands mœtti sem allra fyrst lxlotnast, að njóta aftur yðar mikla dugnaðar og miklu hœfleika, sem fremsta leiðtoga íslensku þjóð- arinnar. Heill 0g heiður framvegis. Bjarni Einarsson, Jón Einarsson, Vigfús Gunnarsson, Ingibergur Ólafsson, Loftur Guðmundsson, Stefán Ingimundarson, Gísli Magnússon, Jón Bryojólfsson, Björn Runólfsson, Loftur Ólafsson, Auðun Þór- arinsson, Ingibergur Þorsteinsson, ísleifur Jónsson, Böðvar Þorláksson, Þorlákur Sverrisson, Bjarni Pálsson, Halldór Guð- mundsson, Björn Hávarðsson, Jón Eyjólfs- son, Eyjólfur Bjarnason, Asbjörn Jónsson, Erasmus Arnason, Sigurður Sigurðsson, Arni Jónsson, Páll Pálsson, Sigurður Árnason, Sigurður Jónsson, Þorsteinn Pálsson, Símon Jónsson, Markús Jónsson, Björn Eiríksson. BólislafJeg trú og tilorðning bifliunnar. Það, sem einkum hefur vakið efa- semdir og vantrú skynsamra manna, er mótsagnir hennar, eins og kunn- ugt er. Hún bíður hið sama og hún bannar, staðhæfir ýmist eða rengir, leyfir ýiuist eða afsegir, o. s. frv. Hún býður bardaga, víg og grimdar- verk, og það fyrir munn drottins, en bannar mann að vega, t. d. En þetta ætti engan mann að hneyksla. Biflían er mjög sundurlaus rit, og má sanna að elstu ritin, eða efni þeirra og kaflar, eru 1000 árum eldri en hin yngstu. Siðabót Lúthers er höfundur biflíuátrúnaðarins, bókstafs trúar vorrar og rjetttrúnaðar. Ekki fyr en á vorum dögum varð lögfest krafa þeirrar hreyfingar (o: Lúthers sjálfs) um hugsunar- og samvisku- frelsi. Á 16. öldinni varð þeirri kröfu ekki sint, og varð því siðabót- in að hætta á núðri leið, enda hætti þá og útbreiðsla hennar fyrir langa tíma. Þá hófst og sú deila, sem síð- an hefur staðið, og mótsögnin aldrei orðið berari og heitari en nú á vor- um dögum. Því ávalt að vilja miðla málutn, og láta hálfsannindi gilda eins og heil, það þolir ekki manns- ins andi þegar fram í sækir. Siðabótin gerði sem sje biflíuna að helgivaldi, í stað páfans. En páfinn var betra helgivald. Hann var maður og mátti umflýja mót setningar, og hann lifði og dó með tímanum og gat því betur fylgt honum og hans breytingum. En bókstafur biflíunnar stendur kyr. Reyndar ljetumótmælendurhana segja hvað sem þeir vildu. Þeir bjuggu til hina beygjanlegu texta. Einhvern tíma verður það einhver mesta ráð- gáta mannkynssögunnar, að mönn- um skyldi takast að sanna með þessu fornritasafni hjer um bil hvað sem vera skyldi. Frjalsa guðfræðin, þótt trúarlega skoðað sje nokkuð ó- ákveðin og sje nokkurskonar milli- bilsfræði milli ákveðinnar trúar og trúarleysis, hefur haft þá ómetanlegu þýðing, að hún hefur hlutdrægnislaust reynt til að ná fullri vissu um upp- runa og eðli hinna ýmsu rita biflí- unnar — reynt til að finna, hvað Kosta-boð: Daníel Daníelsson í Brautarholti selur með góðu verði reittan og ó- reittan nýjan lunda. Einnig saltað- an lunda. Á sama stað fæst vetrar- og haustganga fyrir hesta. fólgið væri í hverjum (exta, hvað sem allri guðfræði liði, skýringum og skáldlegum skoðunum liðinna tíma. Og afleiðingin virðist orðin sú, að biflían er jafnnytsamleg til upplýsingar og siðbitrunar sem áð- ur, en þýðing hennar sem helgivalds eða heilagrar iögbókar er horfin. Það sem einhver Gyðingur hefur ritað iyrir 2000 árum má ekki binda hugs- anir vorar nú. Og þetta mun því fremur virðast auðsætt, ef vjer sín- um einstök dæmi þess, hvernig rit hinna helgu bóka eru orðin til. Áður var venjan, að mynda og mála hina helgu höfunda, þar sem þeir voru að rita eftir „andans inn- blæstri", eins og miðla andatrúarinn- ar, sem ekki vita hvað hönd þeirra skrifar. En ekkert er auðveldara en að sjá, að slíkt nær engri átt um tiiorðning nokkurrar bókar, oger ekki heldur samhljóða guðspjöllunum (Jó- hannesar guðspjallar frá 2. öld og ekki kallað sannsögulegt). Lúkas getur sjálfur um, að hann hafi ásett sjer að gera það sama (0: að rita guðspjali) af því að margir hafi gert það á undan honum. Honum líka ekki þær bækur og vill hann bæta um, segist því hafa „vandlega spurst fyrir og síðan fært alt í letur". Hann veit, að hann ritar ekki eftir innblæstri anda, heldur eftir eiginni rann- sókn. Samkvæmt þessu varð og hans frásögn töluvert frábrugðin hin- um tveimur guðspjöllunum, er vjer þekkjum. En í raun rjettri má sjá, að vjer þekkjum einungis eitt, guðspjall Mark- úsar, af öllum þeim „mörgu ritum", sem Lúkas kvaðst hafa þekt. Páll postuli getur einnig um brjef, sem hann hafi ritað, en síðan hafa týnst. Safn Nýja testamentis ritanna virðist því mjög vera tilviljunum að þakka. Og þá má ekki því gleyma, að kirkj- an var ekki búin að ákveða, hverjar bækur skyldu mynda regluheild (kanón), eða teljast með N. testa- mentinu, fyr en um 400 e. Kr. Áð- ur taldist „heilög ritning" eingöngu Gamla testamentið. G. testamentið varð ekki fullbúið fyr en á 1. öld. e. Kr. Stóð á til- búning þess full 500 ár. Þó er hitt ennþá eftirtektaverðara, að bókum þess safns hafði sí og æ verið breytt — sí og æ verið aukið við þær eða úr þeim felt, alt í því skyni, að koma að vissum hugsjónum og kenningum. Þetta hafa menn átt mjög svo bágt með að skilja, og því er öll þörf á að athuga betur orsakirnar. Á miðri 8. öld. f. Kr. verðum vjer fyrst varir við spámenn Israelsmanna. Skoðanir þeirra eru svo frábrugðnar trú og siðum eldri tima, að hjer sting- ur í stúf, hvað snertii trúarþróun þjóðarinnar. Rit sumra þessara spá- manna (þ. e. kennara) eru til enn, því að einmitt þeir, sem síðar þóttu hafa spáð eða kent í þá átt, sem síðar kom fram, hafa verið í heiðri hafðir, en hinir, sem öðruvísi þóttu hafa spáð, vor kallaðir Jalsspámenn, þeir gleymdust, hvort sem þeir voru sannir guðsmenn eða ekki. En þótt mörg merkileg rit hafi þannig gengið í súginn, megum vjer vera mjög svo þakklátir fyrir þau spádómsrit, sem eftir urðu, og má óhætt telja hin bestu þeirra helgustu dýrgripi G. testam. Hvað þessir fornu guðsmenn meintu og kendu, fáum vjer víðast skilið, en aftur er oss mjög torvelt að skilja sögu og samanhengi ísia- elsfólks á undan spámönnunum. Hvers vegnaf Sakir tilbúnings og breytinga seinni tnanna, sem löguðu sögu hins umliðna tima eftir hug- myndum sinna tíma. Nöfn hinna fornu goða voru látin detta úr sög- unni, ncma sem skurðgoða, en nafn Jahve sett í þeirra stað. Otal hend- ur unnu að þessu bókmenntanýsmíði, uns trúarsagan frá því fyrir daga spamannanna var horfin, eða gersam- lega sniðin upp i bókum þjóðarinnar. (Niðurl.)

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.