Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.08.1909, Blaðsíða 2

Lögrétta - 05.08.1909, Blaðsíða 2
150 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur út á hverjum miö- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á ísiandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. SuÉkílinn við Skeriaí Srð u y í g ð u r. Sundskálinn, sem Ungmennafjelag Reykjavíkur hefur gengist fyrir að koma upp við Skerjafjörðinn, rjett suður af Skildinganessmelunum, skamt austan við Garðana, en vestan við Skildinganes, var vígður I. þ. m. og var vígsla hans einn þátturinn í þjóð- hátíðarhaldinu hjer í ár. Fjöldi manna var viðstaddur vígsluna, og fór hún vel fram að öllu leyti. Fyrst voru sungin þrjú fremstu erindin í kvæði Guðm. Magnússonar, sem hjer fer á eftir, en síðan flutti H. Hafstein bankastjóri ræðu þá, sem hjer er prentuð. Þá voru sungin þrjú síðari erindi kvæðisins. Að því búnu kom hópur ungra manna úr skálanum, steypti sjer á sund fram af skála- bryggjunni, og syntu þeir þar um víkina litla stund. Eftir það hófst kappsund, og fór það eins og sýnt er í verðlaunaskýrslunni á öðrum stað hjer f blaðinu. Skemti mannsöfnuð- urinn sjer vel við að horfa á sundið. Sögu sundskálastofnunarinnar og lýsingu á skálanum er að finna í vígsluræði H. H. hjer á eftir. Ræða H. Hafsteins bankastjóra. Háttvirta samkomal Stjórn sundskálafjelagsins „Grettii “ hefur falið mjer að segja nokkur orð til að lýsa vígslu hins nýja sund- skála, sem nú stendur hjer fullger, og í dag verður opnaður til almenn- ingsafnota, á þann veg, að sund- flokkur Ungmennafjelegs Reykjavík- ur, ásamt fleiri syndum mönnum þreytir fynita sundleikinn hjeðan í augsýn þess mannfjölda, sem hjer er saman kominn. Síðan getur hver sem vill átt kost á því, að fá sjer hjer heilnæmt og hressandi bað í söltum sjó. Þörfin á slíkum sundskála eða bað- húsi við sjóinn í nánd við Reykja- vík, hefur lengi vakað fyrir ýmsum. Menn hafa skrafað og skeggrætt um, hvað það væri ilt og óþolandi að hafa ekkert slíkt, sjerstaklega þeir, sem hafa verið nýkomnir heim frá öðrum löndum, en úr fratnkvæmdun- um hefur orðið minna, rjettara sagt, alls ekkert, þangað til Ungmennaýje- lag Reykjavíkur tók málið í sína hönd. Á fundi sínum í nóvember- mánuði síðastliðið haust ákvað það að reyna að koma sundskála-hug- myndinni það áleiðis, að skálinn yrði kominn upp nú í sumar. Og það hefur haldið orð. Ungmennafjelagið hefur að öllu leyti gengist fyrir bygging sundskál- ans, og sjálft lagt fram ríflega 1/3 byggingarkostnaðarins og þar fyrir utan landið undir skálann og veginn að honum. Byggingarstæðið, hálf dagslátta lands, var Ungmennafjelag- inu látið í tje ókeypis af eigendum Skildinganess, og einnig fjekk fje- lagið endurgjaldslaust að leggja veg- inn gegnum túnið á Þormóðsstöðum hjá Þórarni bónda Arnórssyni. Tæpa 2/3 hluta byggingarkostnaðarins fjekk fjelagið með hlutabrjefasölu meðal bæjarbúa, og er sundskálinn því nú eign hlutafjelags, sem Ungm.fjelag Rvíkur á mestan hlutann í og nefn- ist „Sundfjelagið Grettir". í stjórn þess eru: formaður Jón Þ. Sivertsen, gjaldkeri Sigurjón Pjetursson og auk þeirra Guðm. landlæknir Björnsson, Ólafur Rósenkranz leikfimiskennari og Símon Pjetursson trjesmiður. Skálinn er 18 áln. á lengd og álm- urnar auk þess iolj og 1 O/4 álnar; breiddin þrjár álnir. í honum eru 14 klefar; 12 þeirra eru ætlaðir til afnota 2 eða 3 mönnum í senn, ef þörf gerist, en tveir þeirra eru nægi- lega stórir og rúmgóðir fyrir 5—6 menn hvor. Kostað hefur skálinn 1500 krónur, Bryggjan er 100 álna löng og hefur kostað 30® kr. Hún er ennekkial- veg fullger, að því leyti, að eftir er að leggja hana með mottum, sem gert mun verða sem fyrst. Vegna þess, hve útgrynni er hjer afarmikið, þyrfti bryggjan að vera lengri, ef vel væri, og verður reynt að bæta úr því seinna, ef þörf krefur. Vegurinn er 90 faðmar á lengd, og hafa fjelagsmenn úr Ungmenna- fjelaginu unnið að honum í frfstund- um sínum á kvöldin eftir vcnjuleg- an vinnutíma. Hann er því afar- ódýr, það því fremur sem ýmsir góð- ir menn hafa reynst þeim vel með lán á hestum og vögnum. Trjesmiðirnir Páll Óskar Lárusson og Guðmundur Hallsson hafa smíð- að skálann. Umsjónarmaður við liann er ráðinn Páll sundkennari Erlingsson; upp í kostnaðinn við rekstur skalans er ætl- ast til að komi aðgöngucyrir fyrir notkun hans, 10 aurar í hvert sinn fyrir fullorðna og 5 aurar fyrir börrí, með töluverðum afslætti, ef kc\ ptir eru mánaðarmiðar eða suniarinið..r. Ef tekjur nema ekki útgjöldum, tnun verða reynt að afla þess, er á vantar, á annan hátt. Þannig er þá þetta fyrirtæki á stofn komið. Hið gleðilegasta við þessa lengi eftirþráðu sundskálastofnun er það tákn tímanna, að það eru æskutnenn- irnir, ungmennin, sem hjer beitast fyrir það, að koma verklegu ýyrir- tœki í framkvœmd. Það hefur ekki vantað að undanförnu, jafnvel alt síð- an að farið var verulega að vinna að endurreisn íslands, að æskulýðurinn legði orð í belg; ungir menn og ungra manna fjelög hafa dyggilega tekið þátt í og jafnvel gengið á undan í ritsmíðum, eggjunum, aðfinslum, kröf- um og skáldskap um feðrantia frægð og framtíðarvonir, yfir höfuð í því, sem gert er með pennanum eða munninum. En að æskumennirnir spenni sig fyrir vagn framkvœmd- anna og taki verklegan þátt í því, að koma hugsjónunum út í lífið, það er tiltölulega nýtt hjer, og það stend- ur í þessu tilfelli í allra nánasta sam- bandi við þann nýgræðing í þjóðlífi voru, sem allra mest má styrkja von- ina um framtíð íslands og íslendinga, hinn vaxándi áhuga æskumannanna á líkamlegum íþróttum, fimleikum og hverskonar kappi í líkamlegri at- gerfi. Allir verða með þakklátum hug að játa, að það er bæði mikið og gott verk, sem unnið hefur verið í þjóð- lífi íslands undanfarna áratugi, alt síðan Jónas Hallgrímsson og Jón Sig- urðsson, hver á sinn hátt, ljetu gjalla lúðurinn, sem enn ómar í eyrum vor- um, til endurvakningar fornu frelsi, tungu og þjóðerni, en hins vegar dylst það ekki, að endurvakningin hefur orðið nokkuð einhliða, helst til mikið bókfræðileg og hugræn, horfandi aftur á bak og fram í tím- ann, en miður rjett fram fyrir fæt- urna á sjer. Hið verklega og lík- amlega hefur orðið á hakanum. Menn hafa reynt að líkja eftir forfeðrunum í ýmsu, í málafylgi, í lögskýringum, í kveðskap og orðfæri. En að í- þróttum þeirra og líkamsatgjörfi höf- um við að eins dáðst, síður likt eftir því. Oss hefur þótt gott til þess að vita, að vera eftirkomendur svo vaskra manna, og látið þar við lenda. Fyrst landi vor, Gunnar á Hlíðar- enda, gat hlaupið hæð sína alvopn- aður og Skarphjeðinn stokkið I2áln- ir yfir Markarfljót milli höfuðísa, þá þurftum við ekki að hafa fyrir því að vinna þá frægðina landinu til handa. Fyrst Kjartan samlandi vor Ólafsson synti svo vel, að hann gat kaffært Ólaf konung Tryggvason sjálfan, þá gerði minna til, þó við sykkjum eins og steinar rjett við fjöruna. Það bar á okkur sundfrægðarljóma frá fornöldinni samt. Endurminningadraumurinn hefur kom- ið í staðinn fyrir veruleikann og borið oss ofurliði. Á sama hátt hafa framtíðardraumarnir og stórpóli- tíkin oft borið ofurliði nútímans nauð- synjastörf til efnalegs sjalfstæðis og verklegrar viðreisnar. Meðan hinar og þessar hugsjónakreddur og kenn- ingar hafa þróast og fest rætur meira eða minna, hefur landið hald- ið áfram að blasa upp og skógarnir að upprætast. Þjóðlíf vort hefur ’ að þessu leyti verið misvaxið, líkt eins og unglingur með of stórt höfuð, og of lítinn líkama. Slíkt er aldrei holt, enda verður þess ekki dulist, að á síðari tímum hefur brytt á ýmsum þjóðfjelagskvillum, öfgasýki í einu og öðru, sem getur leitt til mikillar hættu. Ur þessum misvexti á hinn nývaknaði áhugi æskumannanna á iþróttum og lík- amsæfingum að bæta. Langt frá því að rýra hugsjónirnar, hið andlega og stórhuga, á þetta einmitt að stuðla að því, að byggja upp hinn nauðsynlega grundvöll undir það, skapa hin nauð- synlegu skilyrði fyrir sterkri framþró- un. Eins oglíkamsæfingarnarherðaog styrkja líkama einstaklingsins, eins á sú stefna að styrkja og efla þjóðina í heild sinni, svo að, einnig að því er þjóðlffið snertir, verði heilbrigð sál í heilbrigðum líkama, og eftirfarandi kynslóð verði betri, sterkari, vitrari og atkastameiri, heldur en sú, sem nú lifir. Þetta tekur auðvitað tíma. En þegar frá byrjun má læra margt af líkamsíþróttinni, sem væri hollur lærdómur fyrir vort opinbera líf. Hver sá, sem keppir við aðra í löngu hlaupi, sundi eða glímu, kemst brátt að raun um það, að kapp er best með forsjá. Hann lærir það fljótt, að sá sem vill sigra, hann má ekki oftaka sig á neinu gönuskeiði eða ofraun, heldur verður hann að fara jafnt og beint og eiga nokkuð eftir alla leið að markinu. Hann Mannflutningar á flóabátum og strandferðabátum hjer við land. Hr. Edílon Grímsson hefur í tveim síðustu blöðum Lögrjettu skrifað langt mál um Faxaflóabátinn „Ingólf"; þessar greinar eiga að vera svar til mín. Jeg hef átalið, að lífi manna sje stofnað í voða á mannflutningabátum við strendur landsins og á flóabátun- um og á mótorbátum, sem keppa við „Ingólf" um mannflutninga á Faxa- flóa; jeg hef lagt sjerstaklega áherslu á það, að lífsháskinn stafi af ofhleðslu, björgunartæki sjeu oft einatt ófull- nægjandi, þegar óvenju margir far- þegar sjeu með þessum bátum o. s. frv. Hr. Edílon Grímsson játar, að það sje lífshálski, að ofhlaða mótorbátana með fólki; hann neitar því ekki, að „Hólar“ hafi stundum farið ofhlaðnir af fólki frá Austfjörðum til Reykja- víkur; en hann kannast ekki við, að neitt sje athugavert við mannflutn- inga með „Ingólfi" á Faxaflóa. Það mun nú liggja nærri, að álykta sem svo, að úr því að ofhiaða megi aðra báta með fólki, svo voði standi af, þá megi líka ofbjóða „Ingólfi", enda þó að Edílon Grímsson „hafi haft afskifti af útvegun hans og til- högun“. sannfærist um, að gætni og hóf- semi í hvívetna, glögg skynjan á ástandinu, sem er, snarræði til þess að grípa tækifærið og þrek og þol til að fylgja sjer, er einasti vísi vegurinn til sigurs, og lærir því að meta hvern unninn sigur eftir því, hvernig hann er fenginn. En um fram alt — hann lærir, að leikurinn á að vera það, sem Englendingar nefna fair. Hann á að vera heiðarlegur, undirhyggjulaus, háður í einlægni, þannig, að keppinautarnir, andstæð- ingarnir, geti tekist í hendur bæði fyrir og eftir glímuna. Það ættu allir ætíð að muna. Það sem því gleður mig ailra mest, þegar jeg lít þennan nýbygða sund- skála, — sem jeg vona að verði sem flestum til sem mestrar ánægju, holl- ustu og heilsubótar, — það er það samband, sem hann stendur í við hið vaknandi sportslíf hjá hinni ungu og uppvaxandi kynslóð, og á Ung- mennafjelag Reykjavíkur hinar mestu þakkir skilið fyrir þann sýnilegavott um framkvæmd og dáð, er þessi nýja stefna vekur. Jeg vil óska þess og vona, að þessi skáli verði almenn- ingi að þeim notum, sem til er ætl- ast, og frumkvöðlum og frömuðum verksins til þess sóma, sem þeir eiga skilið. Að svo mæltu lýsi jeg því yfir f umboði stjórnarnefndar sundfjelags- ins Grettis, að sundskálinn er opn- aður til afnota. Lengra svar þarf ekki upp á hinar löngu greinar um Faxaflóabátinn. En þefta mál er ekki útrætt fyrir það. Það væri mikil og hættulegur mis- skilningur, ef menn færu að trúa því, að annarstaðar í heiminum væri ekk- ert eftirlit haft með því, hve margir farþegar mættu vera með hverju skipi. Það gæti orðið til þess, að ókunn- ugir teldu það hótfyndni eina, að tala um slíkt hjá oss. Þvert á móti. Um þetta er einmitt nauðsyn- legt að ræða, því að hjer stöndum vjer langt að baki annara siðaðra þjóða. Þær eiga lög um það, hver skip mega flytja farpega, og hver ekki; þar er og fast ákveðið, hve margir farpegar megi vera með hverju skipi, og hvert skip skyldað til að hafa báta og önnur björgunarfœri („Flyde- grejer) fyrir alla, sem á skipinu eru. Slík lög þurfum vjer og að eign- ast. Meðan vjer eigum þau ekki, er mjög hætt við, að það geti komið fyrir hvenær sem vera skal, að stór slys hljótist af. Það er sannfæring mín, að undir eins yrði hlaupið upp til handa og fóta, að hrynda af stað löggjöf um þetta, ef verulegt slys bæri að hönd- um, slys, sem kenna mætti fyrir- hyggjuleysi í ofhleðslu. En væri ekki betra að byrgja brunninn áður en barnið dettur í hannf Ivvæði Gnðmundar Magnússonar. Lag: Sjá, hin ungborna tíð. Nú er hæli vort bygt, nú er hreystinni trygt yfir höfuð sjer þak gegnum æskunnar stríð. Það ber gullaldarbrag, sem vjer gerum í dag, og vjer gefum þjer ávöxtinn, komandi tíð. Það bar feðranna orð yfir stórhöf og storð, hversu strauminn þeir ljeku og brimfallsins rót. Sjerhver konungleg þraut lagði blóm þeim á braut, jafnvel björnum á sundi þeir lögðust á móT. Nú skal frægðaröld ný renna skini um ský, nú skal skuggunum hnekt voru dáðleysi frá. Hjer skal djarflega teflt, hjer skal atgervið eflt, hjer skal ættlera-svipurinn skolast af brá. Sjá, hjer býður hann hönd, leggur band inn í strönd, þessi blikandi leikvöllur, kvikandi, tær. Dröfn, þitt vinfengi’ er valt, fang þitt karlmensku-kalt, en þín kesknis-bros laða, svo eggjandi skær. Þar sem fólkið er hraust, er það hugarvílslaust, þar á heimurinn gnægð, þar er hvervetna byr. Því er búð þessi reist, þetta bandalag treyst, að sú blessunaröld megi koma því fyr. Heill þjer framgjarna sveitl Krýni frægð þennan reit, þar sem frumherja-vígið þú reisir á strönd. Marga hamingjuspá er í hylling að sjá, eins og heiðbjartan jökul við sædjúpsins rönd. Er of snemt að fara að tala um þetta nú? Á að bíða þangað til nokkur hundruð manna hverfa á svip- stundu í sjóinn. „Hólar“ heyri jeg sagt að stund- um hafi flutt í haustferðum sínum c. 500 manns frá Austfjörðum til Reykjavíkur, eða Faxaflóa. Þetta hefur slampast af. En hvernig hefði nú farið, ef skipið heíði fengið óvið- ráðanlegt veður fyrir sunnan land, og orðið fyrir margra daga — eða jafnvel vikna — hrakningi? Ætli það hefðu ekki orðið slæmir dagar, meðal annars sakir vistaskorts og vatns- skorts, þó að öllum yrði að lokum bjargað til lands? Faxaflóabáturinn „Ingólfur" hef jeg heyrt sagt að flutt hafi alt að 300 manns í einni ferð til Borgarness. Báturinn er ekki svo stór, að líklegt sje, að það sje tryggilegt, að hlaða hann svo mörgum mönnum, ef nokk- uð yrði að veðri. Og björgunarbáta og björgunarhringi hefur hann vart fyrir svo marga menn. En það mundi honum gert að skyldu, að hafa ein- hver björgunarfæri fyrir alla farþega, ef lög væru til um slíkt. „Varanger", flóabát Bteiðafjarðar, hef jeg sjeð fara með fjölda nianns frá Stykkishólmi og renna upp á sker í logni og albjörtu veðri. Slíkt get- ur viljað til, þó að duglegir og gætnir menn eigi í hlut. Og hvað varð nú þar til bjargar? Það, að hann hafði af tilviljun stórt róðrarskip í eftirdragi, sem hann var að flytja þar hafna milli. Hver, sem ferðast með opin augu, verður að sjá, að það er ekki van- þörf að hafa vit fyrir fólkinu. Það er ekki mikið sagt með því, þó að sagt sje, að ekki sje hættulegra að fara með „Ingólfi" til Borgarness, heldur en „að fara í misjöfnu veðri út í skip á Reykjavíkurhöfn". Ein- mitt á höfnum við ísland hafa menn oft í hugsunarleysi stofnað lífi sínu og annara í voða — og einmitt með því, að ofhlaða báta með fólki. Hjer í Reykjavík hafa nokkrir menn atvinnu af því, að flytja farþega milli skips og lands; þeir geta haft freist- ingu til þess að taka of marga í bát- inn sinn fyrir ávinnings sakir. Væru þetta lögskipaðir ferjubátar til mann- flutninga, væri og sjálfsagt að setja takmörk fyrir því, hve marga farþega hver bátur mætti taka í hverri ferð. Þó að ekki væri á annað að líta en það, hve dýrt mannslífið er, þá er það víst, að vjer höfum ekki efni á að spila í „lotteríi" með það meira en nauðsyn er á. Landsjóður leggur talsvert fje til strandferðabáta og flóabáta, einkum vegna mannflutninganna. Getur nokkrum manni blandast hugur um, að það sje rjettmæt krafa til stjórnar og þings, að ije þetta sje ekki veitt án alls tillits með því, hvernig þessir mannflutningar eru leystir af hendi? Er ekki sjálf- sagt að setja með lögum svo tryggi- leg ákvæði sem kostur er á fyrir því, að fjenu verði ekki varið til þess að drekkja ferðafólki, heldur að mann- lífinu sje sem best borgið að verða má? Svo langt erum vjer komnir, að vjer höfum sett sæmilegar og þarfar lagaákvarðanir um útflutning hrossa, um fiutning hrossa á sjó, svo að þeim sje ekki bráður bani búinn af fyrir- liyggju'eysi þeirra, sem með eiga að fara. Hrossakaupmönnunum hefur sjálfsagt verið fremur illa við þau lög. En þau eru alt að einu þörf og mannúðleg. Gera má og ráð fyrir, að einhverj- um útgerðarmönnum strandferðabáta og flóabáta hjer við land kunni að þykja óþarfi, að löggjafarvaldið skifti sjer af því, hve marga menn þeir flytja á skipum sfnum; en jeg ætla nú samt sem áður að láta það verða mitt seinasta orð í bráð- ina um þetta mál, að skora á landstjórnina að undirbúa til nœsta þings lög, er trgggi svo sem auðið er líf manna á farþegaskipum með ströndum fram og á flóabátum, í líkingu við það, sem gert er með öðrum siðuðum þjóðum. Jón Pórarinsson.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.