Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.08.1909, Blaðsíða 3

Lögrétta - 05.08.1909, Blaðsíða 3
L0GRJETTA. 151 Laxárbrúin. í ýmsum blöðum hefur nýlega stað- ið, að jeg hafi áaetiað að brúin á Laxá í Hornafirði mundi kosta io þús. krónur, eins og veitt var til brú- argerðarinnar á sfðasta þingi. Þetta langar mig til að biðja Lögr. að leið- rjetta. Brúarstæðið var óákveðið og ómælt þangað til nú 1 janúarmánuði, og áætlun um kostnað við brúar- gerðina hef jeg ekki lokið við enn- þá, en svo mikið má fullyrða, að hún kostar ekki nærri 10 þús. kr. Ástæðan til þess, aðjeg hafði ekki til mælingu af brúarstæðinu fyrir síðasta þing, var sú, að þótt jeg að vísu áliti, að á þessa bæri að brúa á sínum tíma, í sambandi við lagningu akfærs þjóðvegar frá Hólum að Bjarnarnesi, þá áleit jeg, að marg- ar aðrar akvegabætur ættu að ganga fyrir, og bjóst því ekki \ið að þurfa að láta í tje áætlun um brúargerð á Laxá handa síðasta þingi. Upphæð- ina í fjárlögunum hefur þingm. Austur- Skaftfellinga tiltekið af handahófi, og hefur hún orðin rífleg. Brúin verður járnstangabrú, 24 metrar (rúml. 38 al.) að lengd, smíðuð í vinnuhúsi landsjóðsvegagerðanna í Reykjavík. Jón Þorláksson. í málefnum kaupstaða og hreppsfje- laga. 14. Um námsskeið verslunarmanna. 15. Um girðingar. 16. Um friðun silungs í vötnum. 17. Um undanþágu frá lögum nr. 18. 8. júlí 1902 um breyting á lög- um 6. apríl 1898 um bann gegn botnvörpuveiðum. 18. Um breyting á lögum nr. 34, 16. nóv. 1907 um skipun læknishjer- aða o. fl. 19. Um breyting á lögum nr. 34, 16. nóv. 1907 um skipun læknishjer- aða o. fl. 20. Um breyting á lögum nr. 3, 4. febr. 1898 um aðgreining holds- veikra frá öðrum mönnum og flutn- ing þeirra á opinberan spítala. 21. Um viðauka við lög nr. 80, 22. nóv. 1907. 22. Um löggilding verslunarstaða. 23. Um verslunarbækur. 24. Um breyting á lögum um inn- heimtu og meðferð á kirknafje 22. maí Í890. 25. Um löggilding Dalvíkur. 26. Um sóknargjöld. Þá eru öll lög síðasta alþingis stað- fest, að sambandslögunum undan- skildum. Mór. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. PósthÚ8Stræti 17. Venjulega heima kl. 10—II og 4—5. Talslmi 16. mál. Ef nú væri hægt að hagnýta mómýrarnar til eldsneytis, og þann- ig minka innflutning á kolum, væri með þvf stigið stórt framfaraspor og mikið fje sparað. Til þess að kom- ast að raun um, hvort þetta sje framkværnanlegt, hefur nú Canada- stjórnin sett á stofn móverksmiðju í Ottawa, í því augnamiði, að gera ýmsar tilraunis, er leiða megi þetta í ljós. Aðalorsökin til þess, að mistekist hefur hingað til að gera móinn að verslunarvöru í Canada, hefur átt rót sína í þekkingarleysi á mótegundun- um af hálfu þeirra manna, er við þetta starf hafa fengist. Reynslan hefur sýnt, að á ýmsum stöðum hef- ur mórinn verið óhætur til notkunar, en ekki hefur verið hirt um að rann- saka þetta neitt til hlýtar, áður en byrjað hefur verið, og endirinn het- ur svo orðið sá, eins og eðlilegt er, að tyrirtækið hefur misheppnast. Slík óhöpp hafa jafnan haft töluvert pen- ingatjón í för með sjer, og hafa auk þess orðið orsök í því, að vekja hjá mönnum vantraust á því, að hægt væri að gera sjer neitt gagn úr tnó- mýrunum. Af þessum ástæðum er það, að þessi iðnaðargrein er f svo mikilli niðurlægingu nú sem stendur. En á Þýskalandi, þar sem lítið er um kol, hafa menn sjerstaklega beint athygli sinni að því, að reyna að hagnýta sjer sem best þær tegundir eldsneytis, sem til eru í landinu. Slæmar kolategundir og mór er not- að þar til þess að framleiða gas. Á ýmsum stöðum þar eru aflstöðv- ar til framleiðslu rafmagns, sem ein- göngu nota mó til elasneytis. Canadastjórnin ætlar nú að hag- nýta sjer þær aðferðir, sem best hafa gefist á Þýskalandi og í Svíþjóð, og hefur því sett á stofn tilraunastöð þá, sem að framan er getið. Aðalmark- mið hennar er, að komast að raun um verðmæti og notagildi inóteg- undanna og leiðbeina mönnum í þá átt. í ýmsum ríkjum Norðurálfunn- ar eiga menn nú kost á styrk af op- inberu fje til þess að afla sjer áhalda og vjela til að vinna með mómýrarnar. í Svfþjóð hefur meira að segja sjer- stök fjárupphæð verið veitt í því augnamiði að styrkja þennan iðnað, og nemur hún 3,500,000 krónum“. £aga$tað|estingar. 30. júlf staðfesti konungur þessi lög: 1. Um stofnun háskóla. 2. Um laun háskólakennara. 3. Um brt. á 26. gr. 1. lið í lög- um nr. 46, 16. nóy. 1907 um laun sóknarpresta. 4. Um meðferð skóga og kjarrs og friðun á lingi o. fl. 5. Um stofnun vátryggingarfjelags fyrir fiskiskip. 6. Námulög. 7. Um breyting á ákvæðum laga 19. febr. 1886 að því er kemur til lýsinga (birtingar) á undan borgara- legu hjónabandi. 8. Um aðflutningsbann á áfengi. 9. Um lífsábyrgð fyrir sjómenn á íslenskum þilskipum. 10. Um breyting á lögum um fræðslu barna 22. nóv. 1907. 11. Um tvo vígslubiskupa. 12. Um skipun læknishjeraða o. fl. 13. Um kosningarrjett og kjörgengi í einu af hinum merkari blöðum í Canada, blaðinu »Free Press", sem gefið er út í Winnipeg, stóð, hinn 11. júlf þ. á., grein sú, er vjer birt- um útdrátt úr hjer á eftir. Á ís- landi er gnægð af mómýrum, og mætti eflaust hagnýta þær betur en hingað til hefur verið gert. Gæti grein þessi máske orðið til þess að leiða athygli manna að þessu máli. Greinin er svohljóðandi: „Ymsar tilraunir hafa verið gerð- ar til þess að hagnýta sjer mómýr- arnar í grend við Winnipeg, og all- miklu fje hefur verið til þeirra kost- að. En þó árangurinn hafi hingað til enginn orðið, gera menn sjer samt góðar vonir um, að þessar mómýrar muni geta orðið það forðabúr, er úr fáist ódýrara eldsneyti en nú er kost- ur á. Kol og viður er hvorttveggja dýr vara í Manitoba. Kolin kosta 10^/2 dollar „tonnið" og viðurinn 6—8 dollara vagnhlassið. Fólksfjöldinn eykst og skógarnir minka árlega í Manitoba. Eldsneyt- isbirgðirnar eru því þýðingarmikið Lítil athugasemd. Mætti jeg, herrra ritstjóri, fá að gjöra dálitla athugasemd við grein yðar um prestaskólann í síðasta tbl. Lögrjettu. Þjer segið þar út af veit- ingu fyrra kennaraembættisins í vet- ur: „Það hafa þeir báðir, biskup og lektor, kannast við . . . . að eft- ir reglugerðinni um skólann frá 15. ág. 1895 verði fremur að líta á þetta eins og fyrv. ráðherra gerði, sbr. 2. gr. reglugerðarinnar". Það, sem hjer er undirstrykað af mjer, hefi jeg aldrei kannast við, og get ekki við það kannast. Hitt kannast jeg við, að svo megi líta á, sem fyrv. ráðherra hefur gert, sjerstaklega, ef ekki er haft neitt tillit til II. gr. reglugerðarinnar, en einblínt á 3. gr. (ekki 2. gr.) hennar, þ. e. sú grein- in metin meira, sem þegir með öllu um sjerstöðu síðari kennarans, en hin, sem gerir nokkurn veginn auðsælega ráð fyrir henni. Hvað snertir óánægju mína með ráðstöfun þá, sem nú hefur verið gerð með síðara kennaraembættið, þá vildi jeg mega taka það fram, að sú óánægja mín nær ekki til manns- ins, sein settur hefur verið f embætt- ið. Ur því nauðsyn þótti beratilað fela embættið í bili manni, sem hafði annað embætti á hendi jafnframt, gat valið á manninum ekki betra verið. En þá nauðsyn get jeg ekki viðurkent, þar sem hæfir menn voru í boði til að taka embættið að sjer, og hlýt yfir höfuð að álíta það óheppilegt fyrir hvaða mentastofnun sem er, að starfsmönnum hennar sje beinlínis ætlað að vinna verk sín þar sem hjáverkastörf. Jón Helgason. og 2. ágúst. I. Mílukapphlaup (frá Árbæ á Austurvöll): I. Helgi Árnason (28 mín.). 2 Sigurjón Pjetursson (28 m. 5 sek.) 3. Jóel Ingvarsson (28 m. 10 sek.) 4. Einar Pjetursson (28 m. 15 s.). II. Þúsund metra hlaup : 1. Sigurjón Pjetursson (3 mín. 3 s.). 2. Guðm. Sigurjónsson (3 m. 8 s.). 3. Magnús Tómasson (3 m. 10 s ). III. 100 metra hlaup: 1. Helgi Jónasson (12^/2 sek.). 2. Sigurjón Pjetursson (13V4 s.). 3. Guðm, Sigurjónsson (14 s,). IV. Hástökk: 1. Kristinn Pjetursson. 2. Jón Halldórsson. 3. Hallgr. Benediktsson. V. Langstökk: 1. Kristinn Pjetursson. 2. Teódór Árnason. 3. Guðbr. Magnússon. VI. Sund, 100 metra: 1. fl.: 1. Sigtryggur Eirfksson. 2. Stefán ólafsson. 3. Benedikt Guðjónsson. 2. fl.: 1. Einar Guðjónsson. 3. fl.: 1. Tómas Hallgrímsson. Sund, 500 metra: 1. Sigtryggur Eiríksson. 2. Stefán Ólafsson. 3. Benedikt Guðjónsson. VII. Glímur: 2. fl : 1. Kristinn Pjetursson. 2. Guðbrandur Magnússon. 3. Guðm. Sigurjónsson. 1. fl.: 1. Sigurjón Pjetursson. 2. Hallgr. Benediktsson. 3. Pjetur Gunnlaugsson. VIII. Veðreiðar: Stökk, 120 faðmar: 1. Guðm. Jónsson (21 sek.). 2. Beinteinn Thorlacius (2U/2 s.) 3. Guðm. Gíslason (22 sek.). Skeið, ioofaðmar: 1. Beinteinn Thorlacius (20V2 s.). 2. Bogi Þórðarson (24 s.). 3. Benóný Benónýsson (26 s.). Tölt, 120 faðmar: 1. Helgi Jónsson (46V2 s.), 2. Th. Thorsteinsson (48 s.). Verðlaunin voru minnispeningar úr silfri og fylgdu þeim prentuð brjef, mjög skrautieg, sem skýrafrá, fyrir hvað verðlaunin sjeu unnin. Fríi íjaltiÉDi til fistimiiii Kolin á Vesturlandi. Á Heina- bergi á Skarðströnd er nú sagt að kol sjeu fundin. Það er sama Iagið og við Nýp, sem talað var um fyrir nokkru. Oddur Gíslason málaflutn- ingsmaður er nýkominn að vestan 102 103 Sko gullinn lokk, sem fellur frjáls sem foss um hennar bjarta háls! Til minnis um paö fagra fljóð rann fremsta Serkjakappans blóð. Þú fagra mey, þú fljóða val! Hvert frægðarverk mitt helgað skal þjer einni. — Dyrnar opna fljótt, því úti’ er kalt og dimt af nótt. Mín kinn er brend af Sýrlands sól, en svalt er hjer og fátt um skjól. Lát feimni hefta ástina’ ei, en opna dyrnar, fagra mey!« Meðan riddarinn söng þetta, bar kofa- búi sig líkt og heldri leikdómendur gera nú á dögum, þegar þeir hlusta á nýj- an söngleik. Hann hallaðist aftur á bak í stólnum með hálfluktum aug- um, lagði ýmist höndurnar í kjöltu sjer og spenti greipar, eða hann sló þeim út og veifaði þeim eftir tónfall- inu. Einu sinni eða tvisvar greip hann fram í og söng með, er honum fanst rödd riddarans eigi ná svo hátt sem hann vildi. Þegar söngnum var lokið, hrósaði einbúinn með sterkum áherslu- orðum bæði kvæðinu og söngnum. »En samt finst mjer keimur þarna afþunglyndinuí Normannasöngunum«, sagði hann, »enda hafa nú landar mínir verið nógu lengi saman við þá til þess, að þeir eru farnir að draga dám af þvi. En hvers vegna fór riddarinn að heiman? Og hvers gat hann fremur vænst en þess, að unnusta hans væri tekin sam- an við annan mann, er hann loks kom heim, og að þá yrði ekki þessi kvöld- söngur hans úti fyrir dyrum hennar meira metinn en spangól kattarins úti á þakrennunni? En samt drekk jeg nú með þjer, herra riddari, og drekk til heilla öllum tryggum elskendum. — En jeg er hræddur um að þú sjert ekki einn af þeim«, sagði hann og horfði á riddarann, er nú tók til vatns- krukkunnar og helti úr henni í vín- bikar sinn. »Sagðirðu mjer ekki, að þetta vatn væri úr lind hins heilaga Dunslans?« spurði riddarinn. »Jú, þaðan er það«, svaraði kofabúi, »og mörg hundruð manna hefur hann skírt i þvi, en jeg hef aldrei heyrt, að hann hafi drukkið það. Hinn heilagi Dunstan þekti eigi siður en aðrir for- rjettindi glaðlyndra förumunka«. Að svo mæltu greip hann hörpuna og skemti gesti sinum með kvæði því, sem hjer fer á eftir, og söng hann það með gömlu, engilsaxnesku lagi. Föriimiiiikiirinii. Þú leita skalt, kunningi, árangurs án frá Asíuströndum og vestur á Spán, og flnna’ ekki annan svo alsælan mann sem umferðamunkinn, þótt skólaus sje hann. Hann riddarann drambláta öfundar ei, sem æðir í stríð fyrir hárlokk af mey og liggur svo fölur á foldinni nár, — pvi förumunk þreyta ekki ástir nje sár. Og einvaldur margur sjer kufl okkar kaus, er kórónu skilaði’ hann hamingjulaus. En segðu mjer: Hver mundi förumunk fá til að farga’ af sjer hettunni’ og kórónu ná? Þvi hvar sem liann gangandi um foldina ter í förumunkstötrum, þar skattland hans er. Hvert heimili er opið, ef hann ber þar að, hjá háum og lágum, á sjerhverjum stað. Ög borðið er lilaðið, menn bjóða’honum, þá hið besta er fram sett, sem heimilið á. í sætið næst eldinum settur er hann, því sómi’ er að hýsa þann rjettláta mann. Hann kvíða þarf engu; þóttkomi’ hann um nótt, er kveyktur upp eldur og vinið er sótt. Og kvenfólkið góða, það kemur til hans með kodda og sængur, þess heilaga manns. Og lifi því hettan og heiðrist sem best, og hræðslan við djöfulinn vaxi sem mest. Og munkunum einum sje lífið alt ljett, sem lærðu að nota gæði þess rjett. »Þetta er sannarlega vel sungið og með miklum krafti«, sagði riddarinn, »og mikið lof berð þú á stjelt þína, helgi klerkur. En úr því að þú mint- ist á djöfulinn, dettur mjer í hug að spyrja, hvort þú sjert ekki hræddur við að hann heimsæki þig, þegar þú styttir þjer dægrin með einhverjum óklerklegum skemtunum?« »óklerklegum!« át kofabúi eftir. »Að leggja meira á sig en nauðsyn krefur, það fyrirlit jeg. En jeg gegni þjónustu minni hjer við kapelluna dyggilega, held tvær messur daglega, kvölds og morguns, og svo bænagjörðir þar að auki á ýmsum timum —«. »Að tunglskinsnóttunum undantekn- um, þegar gott færi er til villidýra- veiða«, sagði riddarinn. »Að undanteknum undantekningun- um«, svaraði einbúinn, »þvi það kendi gamli ábótinn okkar mjer, að jeg skyldi segja, ef nærgöngull leikmaður legði fyrir mig álíka spurningu og þú nú«. »Rjett, helgi faðir«, sagði riddarinn. »En það er sagt, að djöfullinn hafi einmitt gát á þessuúi uildantekninguhl, Þú veist, að hann gengur um eins og grenjándi ljón«. »Látum hann grenja hjer, ef hann þorir«, svaraði einbúinn. »Jeg hef aldrei óttast nokkurn mann, og djöf- ulinn hræðist jeg ekki heldur, nje púka hans. En þjer að segja, vinur minn, þá tala jeg annars aldrei um þessi efni fyr en eftir dagrenning«. Hann breytti nú umræðuefni, og sátu þeir enn lengi, ræddust við með mik- illi gleði og skiftust á mörgum söng- um. En alt í einu var gleði þeirra trufluð með þvi, að barið var fast á kofadyrnar. En frá ástæðunum, sem til þess lágu, skal síðar skýrt. XVIII. Þegar Siðríkur Engilsaxi sá son sinn hníga máttlausan niður á leiksviðinu hjá Ásbæ, flaug honum fyrst í hug að skipa mönnum sínum að taka hann til sín og hjúkra honum. En orðin dóu á vörum hans. Hann gat ekki fengið af sjer, að láta allan manngrúann, sem þarna var saman kominn, vera vitni að því, að hann tæki aftur við syni sinum, er hann hafði áður rekið frá sjer og gert arflausan. Þó bað hann Ásvald, svein sinn, að hafa auga á honum og flytja liann til Ásbæjar, þegar mannfjöldinn væri kominn burtu. En aðrir höfðu þó orðið fyrri til þessa en Ásvaldur. Þegar mannfjöldinn var horfinn frá leiksviðinu, var riddarann har hvergi að finna. Ásvaldur sá blóðblettinn, þar sem

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.