Lögrétta - 15.09.1909, Blaðsíða 2
174
L0GRJETTA.
opnaðist í morg’un kl. 9.
Um leið og við
bjóðum alla velkomna,
biðjum við ykkur að at-
hug-a, að
búðin verður ekki opnuð
fyr en kl. 9 að morgni
þessa viku út.
þorskseiðum (á i. og 2. ári) á þess-
um svæðum, en í fyrra á fjörðum
Vesturlandsins; bæði er það, að
minna vex þar upp af þorski á grunn-
sævinu sem víðast er þar mikið
langar leiðir út frá löndum, og svo
er miklu verra að koma þar við þeim
veiðarfærum, er best ná í þau seiði,
ýmist sökum aðgrynnis og stórgrýt-
is við strendurnar, eða sökum þess,
að botninn er víða mjög þaragróinn
og grýttur. Þó varð víðast vart við
eitthvað af þeim. Inni við Hvamms-
fjarðarbotn og jafnvel langt inni í
Borgarfirði, fyrir innan Seleyri, í sjó,
sem var svo vatnsblandaður, að nærri
mátti drekka hann, var töluvert af
þeim. Miklu meira var um ufsa-
seiðin („varaseiði"); þau eru í miklum
meirihluta á öllu svæðinu, eins og
kunnugt er í Reykjavík, þar sem
varla ber við að sjáist þorskseiði
við bryggjurnar. Um ýsuseiði var
fátt, en hrognkelsaseiði alstaðar.
Af fiskaseiðum uppi um sjó —
seiðum, sem ekki voru komin í botn
— var fátt. Á Breiðafirði var strjál-
ingur af þorsk-, kola- og loðnuseiðurn,
en í Faxaflóa varaðeinsfátteittafkola-
og loðnuseiðum, því að þorskfiskaseiðin
voru þegar seint í júlí öll komin í botn.
Af sfldarseiðum frá hrygningunni, sem
fór fram í júlí í utanverðum Faxa-
flóa, fanst ekki neitt, enda þótt leit-
að væri langt út í flóa; þau hafa
líklega borist vestur fyrir Snæfellsnes.
Víða er á þessu svæði margt af
uppvaxandi skarkola („ rauðsprettu")
og sandkola, svo sem á Kollafirði
(Reykjavík — Eiðsvík), en einkum er
mjög mikið af þeim í Borgarfirðinum.
Hefur áður verið veitt þar töluvert í
lagnet í Borgarnesi. En nú kom
það í Ijós, að þar er urmull af smá-
um miðlungs-skarkola og sandkola um
allan fjörðinn, bæði með löndum og
og úti í álunum. Lifir hann þar á
smákræklingi (en af kræklingi er urm-
ull þar f álunum), marflóm og smá-
ormum. Mætti með litlum kostnaði
veiða mikið af kola þar með kola-
vörpu (snurievaad), t. d. við Seleyri,
ef það væri reynt. Fengust þar í
tveim dráttum upp að eyrinni, með
6o faðma strengjum, 155 skarkolar,
flestir 25—34 cm. langir,
Mesti urmull var víðast á svæðinu
af ungri síld (smárri miðlungssíld,
kópsíld og síldarseiðum), bæði langt
úti um sjó og inni á fjörðum, t. d.
Hvamsfirði, Straumfirði, Borgarfirði
og Hvalfirði. Var hún ýmist tekin
með háf í fuglagerjum eða fengin í
botnvörpuna og landdráttarvörpuna.
Mætti hjer eins og víðar veiða mikið
af henni til að reykja og leggja nið-
ur í olíu. — Með þessari síld varð
ekki vart við stærri fiska, svo sem
þorska, enda er langt frá ætíð svo,
að þorskur sje með síld, þó að menn
búist oft við því. — Af sandsíli var
líka mikil mergð víða, oft innan um
síldina. Mátti oft sjá fuglager, þar
sem lundinn hafði rekið sílið eða
síldina saman í hnapp upp að yfir-
borði, og „hjó og lagði á báðar
hendur" neðan að, en krían og svart-
bakurinn ofan að. Það er mörg mál-
tíðin af smáfiskunUsótt í sjóinn dag-
lega, alt sumarið, af hinum atorku-
sama aragrúa hinna fiðruðu íbúa
allra þeirra mörgu eyja og hólma,
er liggja á Breiðafirði og Faxaflóa
— og svo fuglabjarganna.
í þörunum er víða mikið af kampa-
lampa ; (svo nefna fiskimenn( krabba-
dýr þau hin ,smáu,’ er oft má finna
íjnþorskmögum, °S margir kannast
við undir danska nafninu „rejer"). En
sjerstaklega var mikið af þeim, og þeir
stærri en annarstaðar, við eyrina hjá
Hrafnabjörgum á Hvalfjarðarströnd.
En þar voru ekki aðrir til þess að
hagnýta sjer þær en marhnúturinn.
Má af þessu sjá, að alls eigi
er svo lítið um uppvaxandi fisk af
ýmsu tægi á þessum svæðum, og
sumt af því mætti hagnýta sjer mikið,
ef menn vildu leggja stund á það,
eða hefðu tök á því, og sumt jafn-
vel veitt að mun, eins og smáufsinn
í Reykjavík. Þegar svo bætist við
mikið af hrognkelsum og töluvert af
silungi og laxi, er sveima með lönd-
um og eru veiddir sumstaðar, eins
t. d. við Innrahólm, þar sem í sum-
ar var veitt mikið af laxi í sjó, sýnir
það sig, að þessi svæði eru alls eigi
ómerkileg fyrir fiskiveiðar vorar, þó
að lítið sje aflað þar nú á dögum,
að hrognkelsunum einum undanskild-
um.
Á sjókortinu er sýnt 100 faðma
dýpi á litlum bletti í Hvalfirði innan-
verðum (Hvamsdjúpi). En sumarið
1904 var leitað að þessu mikla djúpi
á „Thor", en þrátt fyrir 40 kannanir
fundust hvergi meira en 60 metrar
(32 faðmar) og meira dýpi fanst þar
heldur ekki í þetta sínn, en í Galta-
víkurdjúpi, utan til í firðinum, fund-
ust 95 metrar (50 faðm.). í Faxa-
flóa er svo mikið dýpi annars ekki að
finna, fyrri en langt úti í flóa. Til
samanburðar má geta þess að á
Breiðasundi fyrir innan Stykkishólm
er 36 faðma dýpi, og í Hvamsfirði
og Kolgrafafirði 27 faðm. mest. Víð-
ast annarstaðar á rannsóknarsvæðinu
er dýpið minna en 20 faðmar.
Thorefjelagið. Ný skip.
Afgreiðsla fjelagsins hjer hefur
sent Lögr. svo hljóðandi fregn:
Gufuskipafjelagið „Thore" hefur
nýlega gert samning við Helsingör
skipasmíðastöð um smíði á 2 gufu-
skipum til strandferða við ísland.
Stærð skipanna á að vera: lengd 160
fet, breidd 26V2 fet, botn tvöfald-
ur. Skipin verða bæði eins, út-
búin með kælirúmi. FyrstaJfarrými
á að rúma 36 farþega (Köjepladser)
og annað farrými 42 farþega (Köje-
pladser).
Skipin eiga að hafa 10 mílna
hraða.
1 iikiÉr og peningaverð
Eftir Halldór Jónsson.
(Frh.). -----
Síðan jeg ritaði fyrri hluta þessarar
greinar hef jeg komist að því, að
sjálfur Garðar Gíslason hefur haldið
sjerstakan mann síðan í vor til að
krefja inn útistandandi skuldir sínar
hjer á landi, og þessi maður hefur
eftir beinum fyrirmælum Garðars
gert þær kröfur til skuldunautanna,
að þeir borgi hvert pund sterling í
skuldunum (eða reikningunum) með
18 kr. 23 aur. Þetta sannar eftir-
fylgjandi vottorð:
Að gefnu tilefni votta jeg undirritaður,
sem hef verið í sumar í þjónustu hjá þeim
herrum Garðari Gíslasyni &iHay, að fyr-
ir mig hefur verið) lagt af G. Gíslasyni að
reikna pund sterling á kr. 18,23, 2°/°° á-
vísunargjald og 6% dráttarvexti af öllum
útistandandi skuldum hjá kaupm.
Reykjavík ”/9 '09
Ásgímur Magmísson.
Þannig leggur þá Garðar Gísla-
son sjáifur „sjerstakan toll á peninga-
veltuna við önnur lönd", eins og
hann brígslar bönkunum um að þeir
geri. Hann fer ekki sjálfur eftir 18,
18 aura verðlagi dönsku bankanna,
og heldur ekki eftir verðlagi íslensku
bankanna, sem nú er 18,18—18,20.
Ó nei, hann kinnokar sjer ekki við,
að reikna sjer, þegar hann er að
krefja viðskiftamenn sína „ 5 aura at
18 kr. fram yfir erlent ákvæðisverð
punds sterlings", fyrir heila sumar-
ið, hvað sem verðlagi íslensku bank-
anna líður. Hann er sjálfur ekkert
að hugsa um erlendaj ákvæðisverðið
— sem hann heimtar að íslensku
bankarnir fylgi — heldur leggur sinn
„5 aura toll“ á, eins og hann sjálf-
ur orðar það.
„Það er gaman að Garðari".
Hann er heldur ekki óskemtileg-
ur, þegar hann „fór að hugsa á
heimleiðinni" og datt í hug „mikl-
ar tekjur (lands-) bankans" út afinn-
heimtu tje, er væri „fleiri miljónir".
Ef hann kann að lesa bankareikn-
inginn síðasta (1908), sem prentaður
er í Stjórnartíðindunum, þá getur
hann sjeð, að þar er tekjuliður, sem
heitir: 17. .Innheimt [fje fyrir aðra
104,981—61", en ekki „fleiri mil-
jónir". Auk þess innheimti bankinn
fyrir ieikning Landmandsbankans
það ár, og færði inn í hans reikning,
nær 212 þús. kr. Þetta verður sam-
tals tæpl. V3 úr miljón, en ekki
„fleiri miljónir".
„Fáir ljúga meira en helming",
segir málshátturinn.
Og kunni Garðar að lesa og skilji
það, sem hann les — svona nokkurn
veginn, þá byggir hann ekki á því,
sem hann les og skilur, þegar hann
„fer að hugsa". í þessum nýnefnda
bankareikningi (1908) et til tekjuliður,
sein heitir: 23. Ýmsartekjur 29.091,65.
Kaupmaður ættij þó að hafa svo
mikla nasasjón af reikningsskilum og
reikningsfærslu, að honum ætti að
geta dottið það í hug — úr því að
hann „fór að hugsa" — að í þessum
tekjulið væru fólgnar meðal annars
tekjur bankans af innheimtu fje.
Flestum heiðvirðum kaupmönnum og
heiðvirðum mönnum yfirleitt mundi
langtum fyr detta það í hug, að
tekjur af innheimtu fje væru þarna
með taldar, heldur en þeir færu að
drótta því að embættismönnum bank-
ans og stjórn hans, að þeir geri ranga
reikninga. En langir mundu banka-
reikningarnir verða, ef prenta ætti
hvern tekjulið og gjaldalið þeirra
sundurliðaða í alla sína smáliði til
upplýsingar fyrir tortrygna menn,
sem eru svo innrættir, að þeir ætla
öðrum fjárdrátt og fölsun reikninga.
Þessi eini tekjuliður mundi þá þurfa
að sundurliðast í mörg þúsund smá-
liði, og þó mundi altaf vera hægt að
tortryggja af þeim, sem svo væru
gerðir.
Jeg ætla að láta nægja þetta svar
til Garðars Gíslasonar og vísa að
öðru leyti til vottorðs þess, er prent-
að er hjer á eftir. Með því eru full-
komlega kveðnar niður aðdróttanir
Garðars.
Þótt jeg tæri að reka kaffiverslun,
mundi mjer fara líkt og smjörbúun-
um íslensku: jeg mundi ekki nota
hann fyrir umboðsmann; enda gæti
hann varla búist við því af mjer, úr
því að hann hyggur að jeg kunni
svo vel að verðleggja kaffi.
Annars virðist það ekki lýsa neitt
einskærri göfugmensku hjá stjórn
þess volduga fjelags, er hefur Ingólf
fyrir málgagn sitt, og telja mun í
flokki sínum allmarga af mentuðustu
og virðingarinestu mönnum hjer í
Reykjav/k, að láta nota málgagn sitt
til að flytja og útbreiða órökstuddar
aðdróttanir um óheiðarlegt athæfi hjá
einni mikilvægustu stofnun landsins,
ýfa með því upp sár, er henni var
óverðskuldað veitt á síðastliðnu vori,
en hafa það svo sjer til afsökunar,
að sjálfsagt sje að gefa Garðari rúm
fyrir ritverk sín (hvernig sem þau
eru), með því að hann auglýsi svo
mikið í málgagni þeirra.
* *
„Að gefnu tilefni vottum við undirritað-
ir, að það sjest ljóslega af bókum Lands-
bankans, að til bankans rennur alt pad fje,
er greitt er fyrir innheimtur. Sjerstaklega
skal tekið fram, að 100 £ víxill sá, er ræð-
ir um í 30. tölubl. „Ingólfs" þ. á., undir
fyrirsögninni „Dýrt pund“, var samkvæmt
bókum bankans innleystur með 1825 kr.,
og er öll sú (upphæð færð bankanum til
inntektar.
Reykjavík 13. september 1909.
Karl Einarsson. Indr. Einarsson.
jMkrar spurningar.
Hvernig er það með veiki ráðherr-
ans? Hefur hann ekki verið lengi
veikur og er honum ekki altaf að
versna? Var hann ekki þegar orð-
inn veikur, þegar hann var útnefnd-
ur? Var það ekki merki upp á veik-
indi, sú tvöfeldni.’jsem þá kom fram
hjá honum, — þetta, að þykjast vera
sá einskærasti Danavinur, aldrei hafa
annað en elskað þá og virt, altaf hafa
viljað besta samkomulag við þá,
þekkja enga skilnaðarstefnu á íslandi,
en segja svo fullum fetum í öðru
orðinu, að hann og hans flokkur vilji
ekkert samband við Dani, bara sam-
band við kónung þeirra (konungs-
samband)? Og er það ekki veikinda-
legt þetta, að breiða úTfyrir dönskum
blaðamönnuin allan sinn innri mann,
eins og hann er í því augnabliki, en
reyna svo' til að jeta það^altofan í sig,
eða taka það aftur í næsta augna-
bliki eða daginn eftir — þegar hug-
arástandið er orðið annað? Eða þá
eftir heimkomuna í apríl. Voru það
ekki veikindi, sem þjáðu hann svo,
að hann gat sama sem engan þátt
tekið í störfum þingsins eftir heim-
komuna '1 sem ráðherra ? Hann sást
varla í sæti sínu í þingdeildunum.
Var hann ekki sem máttlítill sjúk-
lingur leiddur útíþað. 'að skipa hina
marg-umtöluðu banka-rannsóknar-
nefnd, sem hann varð í þinginu að
auglýsa sem meinlausa og marklausa?
Var það ekki sjúklings-hræðsla við
það, að taka fasta ákvörðun, sem
var þess valdandi, að hann segir ekki
bankastjóranum upp fyrri en um leið
og hann fór um borð? Var hann
ekki sem máttlítill sjúklingur klemd-
ur til að skipa Bjarna frá Vogi versl-
unarráðunaut, klemdur af frekjufull-
um, pólitiskum ráðunautum á bak
við tjöldin? Var hann ekkisvoyfir-
kominn af sjúkdómnum, þegar hann
sigldi í júlí með alþingislögin, að
hann treystist ekki til að hafa minna
en 2 „privat-sekretera" með sjer? Og
er það ekki satt, sem sagt er, að hann
hafi þá sjálfur viljað biðjast lausnar,
en ekki fengið það fyrir „vinum" sín-
um, er ekki þóttust þá vera búnir að
hafa þau not af honum, sem þeir
ætluðu sjer að bafa? Var hann ekki
svo þungt haldinn, þegar hann þá
kom til Khafnar, að læknar skipuðu
honum að fara strax út í Gildeleje,
tala ekki neitt, lesa ekki neitt, reyna
að hugsa ekki neitt, en reyna að
hvílast og taka sjóböð? Ogerhann
ekki sami sjúklingurinn enn, þegar
hann kemur nú heim? Er hann ekki
lítt mönnum sinnandi og helst út af
fyrir sig? Tekur hann nokkurn þátt
í ráðherrastörfum í stjórnarráðsbygg-
ingunni, þegar hann kemur heim? Er
hann ekki svo kjarklítill og úrræða-
laus, að hann lætur smala saman á
privatfund allskonar pólitiskum rusl-
aralýð til að leggja sjer ráð í ein-
földu framkvæmdar-máli? Er hann
ekki svo' hræddur við hina pólitisku
vini sína, að hann þorir ekkert að
gera á annan hátt en þeir helst óska
og best fellur í þeirra hag? Og
er hann svo ekki nú á ný nauðbeygð-
ur til að leita einverunnar uppi í
Kjós, þar sem Björn Kristjánsson sit-
ur yfir honum eins og yfirsetukona,
eða sem sjúkravörður eða sem fanga-
vörður? — Liggur það ekki í aug-
um uppi, að hugsunin og dómgreind-
in geta varla verið heilbrigðar, þeg-
ar líkaminn, taugakerfið, er orðið svo
sjúkt, að læknar skipa honum burt
úr hávaðanum út í sem allra mesta
einveru? Er ekki til ofmikils ætl-
ast, að heimta það, að svona sjúk-
ur maður geti tekið vel yfirvegað-
ar ákvarðanir? Er það að undra,
þótt svona veikur reyr bogni fyrir
áhrifum vina sinna og vandamanna,
og sje leiddur út í framkvæmdir eða
tilraunir til framkvæmda, sem geta
verið meira þeim í hag, en landina
í heild sinni? Gerir ekki sjúkdóm-
urinn ógn skiljanlega framkomu hans
í Tuliníusarmálinu? Gerir ekki sjúk-
dómurinn skiljanlega fljótfærnina í
lántökunni með svona slæmum kjör-
um ? Yfir höfuð: er ekki taugasjúk-
dómurinn, sem útlit er fyrir að píni
hann og kvelji, þess valdandi, að
hann geti ekki á nokkurn hátt notið
fullra krafta og heilbrigðrar hugsun-
ar? Er það ekki ónærgætni og íhug-
unarleysi, að dæma hart um ákvarð-
anir og framkvæmdir svona sjúks
manns? Og getur bann borið full-
komlega ábyrgð á þeim? Mjer mun
verða svarað, að samkvæmt stjórn-
arskránni beri hann ábyrgð á allri
stjórnarathöfninni. Rjett mun það,
að þar stendur svo; hann ber laga-
legu ábyrgðina. En getur sárveikur
maður borið ábyrgð gerða sinna?
Þið, sem eruð nánustu vinir og
vandamenn ráðherrans, þessa sjúka
manns, munið eftir því, að það getur
verið glæpsamlegt, ef þið reynið að
nota ykkur sjúkdóm hans til þess að láta
hann fara meira eftir gagnsemi ykkar
en gagnsemi þessa lands. Munið eftir
því, að siðferðislega ábyrgðin hvílir
þá á ykkur, þótt lagaábyrgðin hvíli
á hinum sjúka manni. Þið megið
ekki inisbrúka traust það og tiltrú,
sem hann ef til vill ber til ykkar,
þið megið ekki misbrúka það vald,
sem þið ef til vill hafið nú yfir hon-
um vegna sjúkdóms hans. Munið
eftir því, að þjóðin öll gerir þær
kröfur til æsta valdsmanns síns, að
hann hafi eingöngu fyrir augum
heill og velferð landsins, og bæði
hún og hann eiga heimtingu á því,
að hann fái að framkvæma störf
sín og gera sínar ákvarðanir af fús-
um og frjálsum vilja og í samráði
við þá embættismenn, sem lögum
samkvæmt eiga að veita honum að-
stoð og vera með honum í ráðum.
Hann einn ber lagaábyrgðina, en ekki
þið, á honum skella öldurnar, en ekki
á ykkur. Þið drýgið siðferðislegt
afbrot með því að hanga á honum