Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.09.1909, Blaðsíða 4

Lögrétta - 22.09.1909, Blaðsíða 4
180 L0GRJETT A. Alls konar veiðaríæri. Hjer með leyfi jeg mjer að tilkynna háttvirtum útgerðarmönnum nær Og fjær, bæði þeim, sem gera út þiiskip og opna báta, að jeg hef nú fengið sýnishorn af ýmsum veiðarfærum, t. d. þorskanetagarn, fleiri tegundir, Manilla, Línur, Öngla o. fl., og geta nú útgerðarmenn fengið góð og ódýr veiðarfæri með því að panta þau hjá mjer. Jeg hef mörg undanfarin ár selt þorskanetagarn og önnur veiðarfæri á Suðurnesjum, og hafa þau reynst mjög vel. Neðanritað vottorð, sem er gefið af mestu fiskimönnum við Faxaflóa, sýnir, að þetta er áreiðanlegt. Sýnishorn hef jeg til sýnis á „Hótel ísland", inngangur í Aðalstræti, og er mig þar að hitta daglega kl. ii f. h., til 2 e. h. og 4—7 e. h. Utgerðarmenn! Þegar þið komið til Reykjavíkur, þá gerið svo vel að líta á sýnishornin, og munuð þjer þá sannfærast um, að þjer fáið hvergi betri kaup á veiðarfærum. Reykjavík, 21 sept. 1909. Ólafur * Virðingarfylst. r Asbjarnarson. * Sýnishorn þau af þorskanetagarni, sem herra Ólafur Ásbjarnarson hefur í dag sýnt okkur, eru eftir okk- ar áliti mjög vönduð, bæði að efni og vinnu. Gildleikinn á tegundunum nr. 10., nr. 11 og nr. 8 er að okkar áliti heppilegastur í þorskanet. Við höfum í mörg undanfarin ár keypt þorskanetagarn, Manilla og línur af hr. Ólafi Ásbjarnarsyni og reynst það ágætlega. Keflavík, 24. maí 1909. Sigurður Erlendson formaður { Kefiavík. Jón Ólafsson útvegsb. í Keflavík. Bjarni Jónsson útvegsb. á Vatnsnesi. Helgi Árnason útvegsb. í Hrúðurnesi. Friðrik Gunnlaugsson útvegsb. ( Kirkjuvogi. Bjarni Ólafsson útvegsb. ( Keflavík. Guðni Jónsson útvegsb. á Vatnsnesi. Árni Geir Þóroddson Keflavík. Þórður Pjetursson útvegsb. í Oddgeirsbæ, Rvík. Ásm. Árnason Hábae, Vogum. Andrjes Pjetursson Nýjabæ Vogum. Sigurbjörn Sveinsson. Vesturgötu 37. UatsöMúsið, Hverfisgötu 2 B, selur eins og áður gott fæði ódýrara en annarstaðar. Flytur i. október á Hverfis- götu 4, hús Jóns Hermannssonar úrsmiðs. Nokkrar stúlkur geta fengið húsnæði á sama stað. —48 Þökk til samverkafólks míns í »Ið- unni«, sem nýlega rjetti mjer hjálp 1 veikindum mínum. Reykjavlk 19. sept. 1909. Steinunn Gudmundsdóttir. Matthías Einarsson lœknir er fluttur á Laugaveg 30 A. Talsími 139. Heima 1—2 siðdegis. Skósmiður, reglusamur og vandvirkur, getur fengið atvinnu nú þegar. Ritstj. vísar á. Sófi, lítið brúkaður, til sölu með góðu verði í Njálgsgötu 40 B. H. Steensens Stjörnn-iariarine er ætíð best. Umsóknir um styrk úr alþýðustyrktarsjóði sendist borgarstjóra fyrir lok sept- embermánaðar. Pött þið vissuð það ektíi áður, þá vitið þið það nú, að JNlorræria olíu £ steiriolíu hlutafj elag'ið selur fínustu og viðurkendustu lýsingar-steinolíu, fínustu, hreinlegustu og drýgstu mótor-steinolíu og bestu og hagfeldustu mótora- og vjela-olíur. skulu reyna! Allir skulu sannfærastl biðja um finustu lýsingar-steinoliu „€lectra“, finnstn mótor-steinoliu „Jlopa I“, 06 vjelaolia »g mötorsylinðerolíu w Norræna olíu- og steinoliu hlutafjelagirui. Vestervoldgade 102. Kobenhavn jj. NBI Aðeins til útsölumanna. Talsími 58. Taisími 58. selur g’óð kol heimflutt fyrir afarlág’t verð — einkum í stærri kaupum. Talsími 58. Talsími 58. Stúlka óskast í vetrarvist nú þegar, gott kaup. Uppl. í verslun Á. Árnasonar, Hverfisgötu 3. 45 gry Auglýsingum í „lög- rjettu“ tekur ritstjórinn við eða prentsmiðjan. Prentsmiðjan Gutenberg. 130 131 »Er ekki hægt að fá hjálp? Er ekki hægt að komast undan?« spurði Re- bekka. »Jeg skal launa þjer ríkulega, ef þú getur bjargað mjer«. »Láttu þjer ekki detta það í hug«, svaraði nornin; »hjeðan er enginn veg- ur, nema til grafarinnar, — og þú átt enn langt, langt líf eftir«. Kerling leit á Rebekku og hristi höfuðið. »En huggun er það«, sagði hún, »að vita aðra einsjóhamingjusama og illa stadda og sjálfa sig. Vertu nú sæl, stúlka mín! Forlögum þínum verður ekki raskað, því hjer átt þú við menn, sem hvorki þekkja samvisku nje meðaumk- un. Vertu nú sæl. Þráðurinn minn er nú spunninn til enda — en þín vinna er að byrja«. »Vertu hjer kyr! Farðu ekki frá mjer, í guðanna bænum!« sagði Re- bekka. »Þó þú gerir ekki annað en að svívirða mig og hæða mig, þá finst mjer samt vernd i því, að hafa þig hjá mjer«. »Þótt María mey sjálf væri hjerinni hjá þjer, þá væri þjer engin vernd í því«, svaraði kerling. »En þarna stend- ur hún«, sagði hún og benti á illa skorið trjelíkneski af Maríu mey; »vittu nú til, hvort hún getur nokkra hjálp veitt þjer«. Um leið og hún sagði þetta, gekk hún út og Ijek háðslegt glott um and- litið, sem gerði það enn ljótara en það var áður. Hún læsti dyrunum á eftir sjer og Rebekka heyrði hana staulast ofan stigann og bölva við hvert fótmál. Rebekku var þarna enn meiri hsetta búin en Róvenu. Þar sem hún var Gyðingastúlka, voru engin likindi til að henni yrði sýnd nokkur kurteisi nje vægð. En hún var betur við því búin, að taka öllu mótlæti, heldur en Róvena. Hún hafði sterkan vilja og góða greind, og þótt hún væri alin upp við auð og alls nægtir heima og þekti af eiginni reynslu litið annað af heim- inum en heimkynni auðkýfinga Gyð- inga, þá hafði hún haft opin augu fyrir þeim hættum, sem sífelt vofðu yfir þeim og auðæfum þeirra. Nú sá hún, að hjer yrði hún að taka á öll- um þeim kjarki, sem hún ætti til, og hættan skerpti skilning hennar. Hún fór að ransaka herbergið, en sú ransókn gaf henni enga von um flótta, og enginn staður var þar heldur öðrum betri til varnar. Leynidyr fann hún hvergi. Dyrnar, sem hún hafði komið inn um, voru einu dyrnar, og þar var leiðin inn í kastalann. Ann- ars virtist herbergið ná yfir alla turn- breiddina. Enginn slagbrandur nje lás var fyrir dyrunum að innan. Einn gluggi var á herberginu og framan við hann lítil, flöt sjett. Rebekka leit þar út, í von um, að klifra mætti þaðan eitthvað í burtu, en sá, að svo var ekki. Um annað var þá ekki að gera, en að bíða þarna og sjá hverju fram færi. Hún bað fyrir sjer og reyndi að vera sem rólegust. Svo heyrði hún fótatak’ niðri í stig- anum og skalf þá og skifti litum. Dyrnar voru opnaðar hægt og hár maður kom inn, klæddur eins og stjjja- mennirnir, sem rjeðust á þau í skóg- inum. Hann ljet hurðina aftur á eítir sjer. Andlit hans sá Rebekka ekki, því að hann ljet húfuna slúta fram yfir það að ofan, en hjelt kápu sinni fyrir því að neðan. Svona nam hann staðar trammi fyrir fanganum, og var eins og hann hefði eitthvað í hyggju, sem hann hikaði þó við að framkvæma. Rebekka varð því fyrri til. Hún tók af sjer tvö dýrindis armhönd og háls- festi og rjetti honum, því af klæðnað- inum rjeði hún, að hann mundi kom- inn þangað til þess að ræna hana. »Þigðu þetta, vinurminn«, sagði hún, »og vertu svo í guðs nafni miskunn- samur við mig og föður minn gamla. Þessir skrautgripir eru mikils virði, en miklu meira mundi hann þó gefa þjer, ef við fengjum undir eins að komast burtu hjeðan«. »Inndæla Palestínu-stúlka«, sagði maðurinn; »þessar perlur eru fallegar, en fegurri eru tennur þínar; gimstein- arnir eru glitrandi, en augu þín eru feg- urri, — og jeg hef unnið það heiti, að meta ætíð fegurðina meira en auðlegð- ina«. »Neitaðu ekki boði mínu, því það er sjálfum þjer í hag«, sagði Rebekka; »taktu við lausnargjaldinu og vertu miskunnsamur. Fyrir gull getur þú keypt þjer skemtanir, en fyrir hitt, að fara illa með okkur, færðu samvisku- bit og ekkert annað. Faðir minn gefur þjer fyrir frelsi okkar svo mikið fje, að þú getur með því komist i góða stöðu í borgaralegu fjelagi; þú getur þá hætt við þann atvinnuveg, sem neyðin hefur ef til vill þröngvað þjer til að velja, og bætt fyrir fyrri syndir þinar«. »Þetta er vel mælt og skynsamlega«, svaraði maðurinn og talaði nú frönsku, en Rebekka hafði ávarpað hann á engilsaxnesku. »En má jeg segja þjer þá sögu, inndæla lilja frá Austurlanda dölum, að faðir þinn er nú í hönd- unum á voldugum gullgerðarmanni. Sá æruverði öldungur, ísak frá Jór- vik, er nú kominn í deigluna hans, og þar verður hrætt út úr lionum svo mikið af gulli, sem unt er, án þess að jeg hjálpi þar nokkuð til. En þitt lausnargjald áttu að greiða með ást og fegurð. Jeg tek ekki við þvi í ann- ari mynt«. »Þú ert þá ekki ræningi«, sagði Re- bekka, og talaði frönsku eins og hann. »Enginn ræningi hefði neitað því boði, sem jeg hef boðið þjer, og enginn ræn- ingi hjer í landinu talar það mál, sem sem þú hefur talað. Þú ert ekki ræn- ingi, heldur Normaður, ef til vill aðals- maður. Breyttu þá líka eins og aðals- manni sæmir og kastaðu af þjer þessu ræningjagervi«. »Þú getur rjett til«, svaraði Brjánn frá Bósagiljum og ljet kápuna falla frá andliti sínu. »Þú sjálf ert engin al- geng Gyðingastúlka heldur; þrátt fyrir æskuna og fegurðina ertu norn frá Endor. Það er satt, jeg er enginn út- lagi, fagra Sarons rós. Jeg er maður, sem heldur vildi skreyta háls þinn og brjóst perlum og gimsteinum, en ræna því skrauti frá þ]»r.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.