Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.10.1909, Blaðsíða 1

Lögrétta - 27.10.1909, Blaðsíða 1
Aígreiðslu- og innheimtum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. Lau^avey 41. Talsimi 74. Ritstjóri! fORSTEINN GISLASON PingholtsStrati 17. Talsimi 17S. M ^O. Reykjavík 27. október 1909. IV. árg. I. O. O. F. 901029872 Forngripasafnið opið n—12 frá 15 jún.— 15. sept. Lækning ók. f læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (f Pólthússtr. 14) I. og 3. md. f mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io1/* —12 og 4-5. Islands banki opinn 10—272 og 5V2—7- Landsbankinn io'/a—2*/*• Bnkstj. við 12—1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. HAFNARSIR' 17 18 1920 21-22 • KOLAS 12- LÆKJAKT-1-2 • REYKJAVIK • Ishús og kælihús hefir undirritaðurkeypt og útbúið hjer í Kaupmannahöfn til geymslu og sölu á íslenskum aíurð- um, einkum rjiipum, linsöltuðu kjöti, rullupylsum, linsöltuðum fiski og síld; og eftir nýjárið einnig á nýjum fiski og nýju kjöti ísvörðu, kældu eða frosnu. Allar íslenskar vörur verða tek- nar til geymslu og sölu fyrir mjög lág umboðslaun, svosem saltfiskur, síld, saltkjöt, gærur, ull, dúnn o. s. frv. Ágæl sambönd við stórkaupmenn, smásala, hóleleigendur og prívat heimili hjer. Kaupmannahöfn, 25. Sept. 1909. H. Th. A. Thomsen. Lárus Fjeldsted, YftrrjettarmklafærslumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. 11—12 og 4—5. Bóka- og pappírsverslun Arinbj. Sveinbjarnarsonar Lniigaveg 41. Talsími 74. fffiensla. Undirrituð kennir stúlk- um söng og gnitarspil. Kristín Benediktsdóttir. Pósthússtræti 15. Til sölu mjög góð byggingarlóð á skemtileg- asta stað í bænum, rjett við tjörn ina. Skilmálar óvanalega góðir. Semja má við Steingr. Guðmundsson, Amtmannsst. 4- Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—II og 4—5. Talslmi 16. Thorefjelagssamningurinn og útgerðarm. ísaf. Einhver, sem kallar sig útgerðar- mann, befur í ísaf. 14. þ. m. lagt á stað til þess að hjálpa blaðinu til þess að verja Thoresamninginn, sem allmikið hefur verið ritað um í blöð- unutn, síðan almenningi loks gafst kostur á að kynna sjer hann, þótt íáir hafi hallast á þá sveifina, að leggja honum liðsyrði, enda munu samviskusamir menn ekki finna, að hann eigi þau skilið, og er því vert að íhuga, hve vel rökstutt hólið er hjá útgerðarmanninum. Utgerðarmaðurinn byrjar á því, að tilgreina ferðafjöldann, sem fáist, og tala um, hve haganlegar þær ferðir verði. En lítum á samninginn. Hverjar kröfur leyfir hann okkur að gera til þessara ferðaf Það er áskilið í samningnum, að Thorefjelagið fari 20 ferðir milli Kaupmannahafnar og íslands, en hvergi sjest það í honum, að neitt verði dregið af styrknum til fjelags- ins, þótt það láti nokkrar af þessum ferðum undir höfuð leggjast. Þar er aðeins tekið fram í 10. gr , að fje- lagið greiði IOOO kr. sekt og missi 2500 kr. af ársþóknuninni fyrir hverja ólokna strandferð, Hamborgarferð eða millilandaferð með kælirúmsskipi. En kælirúmsskipið á að fara minst 7 millilandaferðir. Ekki er neitt akvæði um, að það megi ekki vera kæli- rúmsskipið, sem íer Hamborgarferð- irnar, og er ekki ósennilegt, að jatn- sjeður maður og hr. Th. E. Tuliní- us sjái sjer hag í því, að sameina þetta og uppfylla þannig tvær skyld- ur í einni ferð. Hamborgarferðirnar eru fjórar, og þarf því kælirúmsskip- ið ekki að fara nema 3 ferðir milli Kaupmannahafnar og íslands. Og ekki þarf það að koma við í Leith á Bretlandi. Það hefur gleymst, að nokkur markaður væri þar fyrir nýtt kjöt, fisk og smjör. Thorefjelagið getur þannig að ó- sekju látið niður falla 17 af þessum 20 millilandaferðum. Ekki er þar illa um hnútana búið. Þessu næst er það, að ferðunum verður svo meistaralega niður raðað — ef þær verða farnar —, að „sam- göngur verða þvf nær vikulegar arið um kring". Lítum á I. gr. samningsins. Þar stendur: .....og sje þá millilanda- ferðunum hagað, svo sem frekast verður við komið, eýtir ferðaáætlun þess fjelags, sem fær danska póst- tillagið til millilandaferðanna". Eftir öðru orðalagi samningsins ligg- ur næst að halda, að þetta merki ekkert annað en það, að Thoreskip- in eigi eftirleiðis að fylgjast með skip- um Sam. gufuskipafjelagsins, eða elta þau, eins og hingað til. Enda er viðbúið, að ráðherra íslands verði aldrei sýnd ferðaáætlun Thorefjelags- ins fyr en hún er birt almenningi. Þar sem ekki er ætlast til, að hún sje samin í Kaupmannahöfn fyrri en 15. — 21. desember ár hvert, getur hún í fyrsta lagi komið hingað um áramótin, og má þá ekki draga al- menning eins lengi á því, að hann fái að sjá áætlunina, eins og nú var gert með samninginn, ef hann á að geta að nokkru notað janúar- og fe brúar-ferðirnar. Sam. gufuskipafjel. á að hafa sarn- ið sína áætlun IO. október, og virð- ist það vera hæfilegur tími. En því gátu ekki bæði fjelögin, sem eru bú- sett í Kaupmannahöfn, verið í sam- vinnu um að semja áætlanirnar, og svo sent þær samtímis? Ekki er hjer óklaufalega samiðl Þá ma ekki gleyma adalkjarna samningsins, sem ísafold og útgerð- armaðurinn eru hreyknust yfir. Út- gerðarniaðuriun segir, að kælirúmið í „Bothníu" sje ófullkomið (ónýtt), og mætti því búast við, að skýr á kvæði væru um kælirúmin í Thore- samningnum. En það er öðru nær en svo sje. Þar er til tekið, að þau eigi að vera hentug til að flytja í kjöt og fisk, en hvort þau eigi að taka meira eða minna — um það eru engin ákvæði. En í samningn- urn við Sam. gufuskipáfjel. er til tek- ið, að krefjast megi þess, að sett verði í „Ceres", eða annað jafngott skip í hennar stað, 5000—10,000 teningsfeta kælirúm gegn 5—7 þús- kr. þóknun á ári úr landsjóði. Hvergi er beldur tekið fram í Thoresamn- ingnum, að því fjelagi sje skylt að setja kælivjel í neitt af skipum sín- um. Er víst nóg til þess að full- nægja samningnum, að þau hafi lítil- fjörlegan ískassa, eins og tíðkast á fiskiskipum til þess að geyma og frysta beitu í, og virðist samningur- inn benda á, að ekki sje til annars ætlast, þar sem forðast er að nefna kælivjel á nafn í honum, og sjest þetta best á samanburði á Thore- samningnum og samningnum við Sam. gufuskipafjelagið. Thorefjelagssamningurin: „Fjelaginu er ekki skylt að nota kœlirkmið í millilandaskipunum nema sagt sje fyrirfram til kælirúmsflutuings fyrir minnst 50 kr. fyrsta árið og 100 kr. síðara árið". Sam. gufuskipafjel.samningurinn: „Fjelaginu er ekki skylt að nota kælivjelina nema sagt sje til fyrir- fram kælirúmsflutnings fyrir minst 50 kr. fyrsta árið og 100 kr. síðar". Ekki er að undra, þótt útgerðar- manninum finnist raðherra hafa ó- sleitulega snúið á Thorefjelagið í þessu samningsatriði. — Þremur sæmi- legum frystikössum verður vart kom- ið upp fyrir minna en 150 kr., 50 kr. hverjum I I ! Skipastærðina finst útgerðarmann- inum óþarft að taka neitt til um, af því að þau skip, sem Thorefjelagið nú á, sjeu hæfilega stór. En frá- leitt hefði það samt skaðað, að hafa einhver ákvæði um þetta. Því þó þau skip, sem Thorefjelagið nú á, verði látin byrja ferðirnar, þá hafa ekki öll skip þess fjelags orðið svo langlíf, að ekki geti hugsast, að eitt- hvert af þeim kynni að detta úrsög- unni á næstu 10 árum, og þáþyrfti að fá skip í þess stað. Og kæmi slíkt fyrir, erekkerteðlilegra, en að framkvæmda- stjóri Thorefjelegsins liti í samninginn og gætti að, hverjar kröfur væru til sín gerðar um skipið, sem hann nú þyrfti að útvega. Væri „Emanúel" gamli, sem lengst stóð uppi hjer á Batteríinu.ekki fyrirlöngu upp höggv- inn og brendur, þá fullnægði hann ölium okkar kröfum, því Thorefje- lagið er alls ekki skuldbundið til að hafa ^//wskip í förum milli landa; það mega vera hvaða dallar, sem vill og hve litlir sem vill, nema Ham- borgarskipin. Þau skulu taka minst 450 smál. af flutningi, og ^w/kskipa- ákvæðið nær að eins til strandbát- anna tveggja, því þeir mega ekki vera lakari en „Skálholt" og „Hól- ar". Þar er hámarkið, sem ráðherra hefur valið fyrir kröfum nútímans og næstu 10 ára. Bærilega er rjettur okkar hjer trygður. í sambandi við ákvæðið um skipa- stærðina finnur útgerðarmaður tæki- færi til að hnýta í fyrverandi ráð- herra, H. Hafstein, fyrir það, að lágmarkið fyrir stærð skipanna í samningnum við Sam. gufuskipafjel. 1908 er það, að þau taki minst 400 smálestir, og telur útgerðarmaður það arf frá fyrverandi stjórn, að núver- andi raðherra ákvað sama lágmark- ið. Jeg er fyllilega samdóma út- gerðarmanninum um það, að þetta er fjarstæða, enda var Björn ekki lengi að grípa hana á lofti og erfa hana. Ef fjarstæðurnar hefðu verið margar hjá fyrverandi stjórn, þá eru þær víst það einá, sem Björn er arf- þegi að. Eitt dæmi má nefna, auk þeirra mörgu, sem áður hafa verið tilgreind í blöðunum, um það, hve kröfuharð- ur ráðherra hefur verið við Thore- fjelagið. í samningnum við Sam. gufuskipafjel. stendur: „Hamli ís því, að skip komist út frá Kaup- mannahöfn á leið til íslands í ein- hverri ferð, sem um getur í 1. gr., fellur sú ferð niður og skal draga frá ársþóknuninni 2500 kr. fyrir hverja ferð, sem fyrir þá sök ekki er farin". En einskis missir Thorefjelagið í, þótt kælirúmsskip þess og önnur skip sjeu inni frosin og falli þannig niður nokkrar ferðir. Það er síst furða, þótt útgerðar- maður flokki það í 8 flokka, sem með Thorefjelagssamningnum er á unnið. Mjer virðist að það gæti rúmast í einum flokki, því það er að eins eitt, sem hefur náðst, og það er, að semja af sjer allan rjett, svo að við höfum aðeins trygt tilkall til ferða Sam. gufuskipafjel., og fyrir þær borgum við ekkert. En fyrir lítilfjörlegar strandferðir og einhverja náðarmola af millilandaferðum eigum við að borga 60,000 kr.-{-6,ooo kr. árlega. Að endingu skal þess getið, að jeg kasta ekki þungum steini á ráðherra okkar, Björn Jónsson, fyrir það, þó svo óheppilega hafi til tekist, að Thorefjelagssamningurinn er svona óhagkvæmur í okkar garð. Á því bera þeir siðferðislega ábyrgð, sem notað hafa sjer heilsubrest ha is til þess að fá hann til að undirskrifa annan eins samning. Kaupmaður. Hinn 5. ágúst staðfesti Taft for- seti hin nýju tollög Bandamanna og genga þau í gildi um miðnætti sam- dægurs. Þau eru nú jafnan kölluð Payne-tollög eftir formanni fjárlaga- nefndarinnar í fulltrúadeildinni, sem undirbjó og lagði hið upphaflega frumvarp til þessara laga fyrir deild- ina. En það gekk ekki þrautalaust að koma lögunum gegnum Congress, svo að þau að nokkru fullnægðu kröf- um, sem almenningur gerði tilþeirra, og efndu loforð þau, sem Repúbli- kanar gáfu í stefnuskrá sinni við síð- ustu kosningar. Forseti kallaði Congress saman 15. mars, og þremur dögum síðar var tolllagafrumvarpið lagt fyrir fulltrúa- deildina; 10. apríl afgreiddi deildin það til Senatsins, sem nú tók að fjalla um málið, og að lokum afgreiddi það lögin 8. júlí, en með átta hundruð breytingum á framvarpinu, eins og fulltrúadeildin hafði samþykt það. Allan þennan tíma hafði Taft ekk- ert látið frá sjer heyra, hvorki með nje móti gerðum Congress, og voru því inargar getur manna um afstöðu hans til málsins og hvort hann mundi staðfesta lögin, sem Congress sam- þykti, hvernig sem þau væru. Þessi aðterð Tafts var því riýstárlegri, sem fyrirrennari hans mundi hafa farið alt öðruvísi að. Roosevelt hefði undir líkum kringumstæðum sent boðskap á boðskap ofan til þingsins með stór- yrðum og mælgi mikilli og sagt þing- mönnum til syndanna og hvað þeir ættu að gera, og með því reynt að vinna hylli alþýðunnar og „auglýsa" sjalfan sig og skoðanir sínar. Taft ljet þingið fara sínu frarn, og þegar honum þótti tími til kominn, tók hann í taumana. Það var loforð Republikana, að tolllögin frá 1897 (Dingley-lögin) skyldu endurskoðuð og tollar lækk- aðir. Skömmu eftir kosningarnar kallaði fjármálanefnd fulltrúadeildar- innar fremstu menn verslunar og iðn- aðar fyrir sig og leitaði álits þeirra, hvað gera bæri, og hvort nauðsyn- legt væri að halda uppi tollverndun á hinum ýmsu greinum iðnaðarins. Tillögur þessara manna voru misjafn- ar, en flestar gengu þær í þá átt, að tollverndun væri nauðsynleg; þeir litu á málið frá sjónarmiði framleið- enda, en ekki almennings. Einn þeirra, er ljet álit sitt í ljósi fyrir nefndinni, var Andrew Carnegie, stál- kongurinn gamli. Hann kvaðst að- hyllast tollverndun, þegar hún væri nauðsynleg til að hjálpa á legg nýj- um iðnaðargreinum, en hann sagði hreint og beint, að stálgerð Banda- manna þyrfti engrar verndunar, og tollur á stáli væri því einungis til að gera stál óþarflega dýrt fyrir kaup- endurna. Frumvarp Payne’s fór fram á lækk- un tolla yfir höfuð á ýmsum mun- aðarvörum, afnám tolla á óunnu járni, húðum Og listaverkum yfir tutt- ugu ára gömlum; ennfremur fór frum- varpið fram á hækkandi erfðaskatt. Ymsar breytingar voru gerðar af fulltrúadeildinni og voru þær flestar til bóta, en þó þótti mönnum ekki svo langt farið í tolllækkun sem vera bæri. Þegar til Senatsins kasta kom, kvað við annan tón. Því ber ekki að neita, að Senatið, eins og það er nú, er fulltrúadeild auðvalds- ins, en ekki þjóðarinnar yfir höfuð. Senatórarnir, sem eru kosnir af lög- gjafarþingum ríkjanna, eru flestir rík- ir menn og eiga ekki sjaldan stöðu sína því að þakka. Fje þeirra er í ýmsum iðnaðarfyrirtækjum, eða stend- ur að meira eða minna leyti í sam bandi við þau, og því eru þeir jafn- aðarlegast hlyntir tollverndun, því að hún þykir oft þyngja pyngjuna hjá þeim, en ljetta pyngju almennings. |' Formaður fjárlaganefndarinnar í Sen- atinu er Nelson W. Aldrich frá Rhode Island, næst-minsta ríkinu meðal Bandaríkjanna. Hann er ósvikinn tollverndunarmaður. Þegar tollfrum- varpið var tekið þar til meðferðar, varð það brátt ljóst, að Aldrich rjeð þar öllu, og nálega allir repúblikönsku senatorarnir fylgdu honum ljúfir sem lömd, enda ljet hann á sjer skilja, að það væri móðgun gegn floknum að skjótast undan merkjum í þessu máli. Hann fjekk að vísu sínu framgengt, því að 45 greiddu atkvæði með frum- varpi hans, en 34 á móti, sem sje allir demókratarnir og tíu repúbli- kanskir senatórar, allir úr miðríkjun- um; hefur sú mótspyrna mjög aukið álit og fylgi þeirra tíu síðan þingi sleit. Breytingar þær, sem Senatið i gerði, voru þessar: Skattur á hluta- fjelögum (corporations) í stað erfða- skatts; skipun sjerstakrar tollmála- nefndar og sjerstaks dómstóls í toll- málum; afnám hástigs (maximum) og lástigs (minimum) tolla, sem fulltrúa- deildin fór fram á, og skyldi beitt gegn útlendum ríkjum til þess að gjalda líku líkt; en tollunum var skift í flokka eftir hækkun og lækkun, og þegar öllu var á botninn hvolft, varð árangurinn tollhækkun, en ekki toll- lækkun. Málið fór nú til nefndar úr báðum deildum Congressins og skyldi hún leita samkomulags og út- kljá málið. Nú var kominn júlí og sumarhiti mikill; voi u því flestir fúsir að fá þinginu lokið sem fyrst og halda heim. En þegar hjer var komið sögunni, tók Taft í taumana. Hann kallaði helstu nefndarmennina á sinn fund og leiddi þeim fyrir sjónir, að repú- blikanar yrðu að efna loforð sfn og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.