Lögrétta - 10.11.1909, Blaðsíða 3
L0GRJETTA.
207
vindillinn
í bænum er »E1 Carancho«;
fæst aöeins í Tóbaksversl-
un R. P. Leví, Austurstr. 4.
svo vel, að Björn gerði landinu ekk-
ert tjón þann tíma, sem hann var á
Hálsi. Ef hægt væri að finna fleiri
menn, sem færir væru um að gæta
hans svo, að hann gerði engar vit-
leysur, þá væri vel gefandi fyrir það
stórbýli á hverjum mánuði.
Líklega fer enginn að fetta fingur
út í það, þótt ráðherra hafi með
þessari sölu brotið þjóðjarðasölulög-
in. Það er löggiltur verslunarstaður
þarna á Hálsi, en þær jarðir, sem
svo er ástatt um, má ekki selja
nema með sjerstökum lögum. Fái
hann átölulaust að brjóta fjárlögin
fyrir útlent gróðafjelag og Hka fyrir
Bjarna frá Vogi, þá verður víst ekki
farið að amast við því, þó hann hafi
brotið þjóðjarðasölulögin fyrir ann-
an eins sæmdarmann og Þórð gamla
á Hálsi.
Smjörvarslunin
Laugayeg 22, Talsími 284,
Selur: Margarine frá 43 a. pd.,
Svínafeiti, Plöntufeiti,
Smjör og Egg, afaródýr.
Smjörverslunin kaupir einnig íslenskt
Smjör og Egg fyrir peninga strax.
Talsími 284.
Hjörtur A. Fjeldsted.
ÍJthlutun landsjódsstyrks
til barnafrœðslu 1908—9.
1. Til kaupstaðaskóla: Reykja-
vík 3184 kr., ísafjörður 893 kr., Ak-
ureyri 732 kr., Hafnarfjörður 671 kr.,
Seyðisfjörður 520 kr.
2. Til fastra skóla utan kaupstaða :
Víkur-Eyrarskóli 365 kr., Litla-
Hvams og Deildarár 360 kr., Vest-
mannaeyjar 600 kr., Eyrarbakki 600
kr., Grindavík 350 kr., Hafnir 200
kr., Miðnesskóli 330 kr., Garður og
Leira 500 kr., Keflavík með Njarð-
vík 420 kr., Vatnsleysuströnd 400 kr.,
Álftanes 385 kr., Seltjarnarnes 400
kr., Skipaskagi 585 kr., Borgarhrepp-
ur 310 kr., Ólafsvík 480 kr., Hellu-
sandur 340 kr., Stykkishólmur 450
kr., Patreksfjörður 325 kr., Bíldu-
dalur 360 kr., Þingeyri 440 kr., Núp-
ur í Dýrafirði 325 kr., Hóll í Bolung-
arvík 500 kr., Hnífsdalur 365 kr.,
Suðureyri 250 kr., Súðavík 350 kr.,
Blönduós 255 kr., Sauðárkrókur 455
kr., Óslandshlíð 255 kr., Siglufjörð-
ur 360 kr., Ólafsfjörður 425 kr.,
Hrfsey 200 kr., Grímsey 220 kr.,
Húsavík 475 kr., Vopnafjörðar 355
kr., Eskifjörður 400 kr., Djupivogur
290 kr., Búðaskóli 380 kr., Látra-
skóli 3SOkr., Hesteyrarskóli 255 kr.,
Flateyri 335 kr.
Frá [játiÉi til iiila.
Póstafgreiðslumenn eru nýskip-
aðir: í Reykjavík Ole P. Blöndal,
áður póstskrifari, í stað Guðna Eyj-
ólfssonar; á Blönduósi Böðvar Þor- ,
láksson skrifari, f stað Gísla ísleifs-
sonar sýslumanns; í Keflavík ólafur
J. . A. Ólafsson verslunarmaður; á”
Vopnafirði Einar Runólfsson síma-
stjóri.
Um skipun póstafgreiðslumannsins
í Keflavík hefur Lögr. heyrt það, að
hún sje gerð þvert ofan í tillögur
póstmeistara, en maðurinn, sem skip-
aður er, er unglingur, sonur Arn-
bjarnar Ólafssonar, undirtyllu stjórn-
armanna við kosningar þar suður á
nesinu.
Blaðið »Vestri« er selt hlutafje-
lagi á ísafirði. Stjórnmálastefna þess
verður framvegis hin sama og áður.
Slysið í Yík í Mýrdal. Menn-
irnir tveir, sem druknuðu af vjelar-
bátnum, sem sleit þar upp í síðastl.
mánuði, hjetu Sigurgeir Jónsson og
Magnús Ásgeirsson, báðir úr Vest-
mannaeyjum.
Reykjavík.
Kvikmyndasýningarnar í Báru-
búð hafa verið vel sóttar, enda eru
myndirnar góðar.
Ásgrímur Jónsson málari er
kominn hingað til bæjarins og dvel-
ur hjer í vetur.
Bókaþjófnaður hefur nýlega orðið
uppvís hjer í bænum og maður verið
tekinn fastur fyrir hann. Hann hafði
stolið nýjum bókum og sett þær á
uppboð.
Punt er svar ráðherra (eða lepps-
ins) í ísaf. á laugardaginn upp á grein-
ina f síðasta blaði Lögr. „Görnul
gremja". Það er auðheyrt, að hann
vill helst eyða öllu umtali um það
mál.
»Yesta« kom hingað í nótt frá
Stykkishólmi og fer áleiðis út í kvöld,
en atti að fara 4. þ. m. Hún beið
»Skalholts« á norðurleið f Stykkis-
hólmi allan þann tíma, 8 daga, átti
að taka úr því vörur og kom hing-
að með farþega þess og póst. »Skál-
holt« hafði síðan farið inn á Breiða-
flóa og er það orðið löngu á eftir
áætlun, átti að koma hingað 28. f. m.
"VIÐ undirritaðir tann-
læknar í Reykjavík gerum
kunnugt, að við tökum kr.
80,00 fyrir að búa til heila
tanngarða (þar í innifalinn
tann-útdráttur, án »deyfing-
ar«. Hafi aðrir en við dreg-
ið út tannirnar, er verðið
kr. 70,00).
V. Bernhöft. Br. Björnsson.
dunéur í „c&ram"
laugardag 13. þ. m. í Góðtempl-
arahúsinu kl. 8V2 síðd. Umræðu-
efni: Fjárhagur landsjóðs.
Svört silkisvunta tapaðist f
gærkvöld á leið frá Laufásveg 4, eftir
Lækjargötu og upp á Laugaveg. Skilist
á Laufásv. 4.
Peningar fundnir. Rjettur eig-
andi vitji í Tóbaksverslunina, Austurstr. 4.
Pakkarúyarp.
Þau höfðingshjónin Sigurður Ólafsson
sýslumaður í Kaldaðarnesi og kona hans
önnuðust með ástúð og stakri umhyggju
Pálma sál. Erlendsson í hans löngu og
ströngu banalegu á heimili þeirra og gerðu
útför hans veglega, án þess að þiggja
nokkurt endurgjald fyrir allan þann kostn-
að. Fyrir þenna dæmafáa drengslcap og
göfuglyndi þökkum við með hrærðu hjarta
þessum ágætis hjónum, um leið og við
vottum þeim ölium þakklæti okkar, er á
einn eða annan hátt auðsýndu hinum látna
ástvin okkar velvild í veikindum hans.
Drottinn launi þeim öllum af ríkdómi
náðar sinnar fyrir mannkærleika þeirra.
Kona og b'órn hins látna.
MONIÐ EFTIR
Ágætir SkautaF (einir) til sölu.
Tækifæriskaup. Ritstj. ávísar.
Nýkomíð stærsta úrval
K.aplmanns-
Kaingarns*
Ungllnga-
Forwiingar-
l>rong|a-
Föt
allar stærðir frá 16 tr.
svört og misl. — 27—40 -
M 9,50-35 -
trá 14-25 -
allar stæröir frá 3,50 —15 -
'VetrarfraKkar «k Vetrarjakkar.
PSHÝTT! NÝTT! Stormjakkar handa konum og
körlum til að nota við iþróltir, veiðifarir og íerðalög,
vatnsheldir, vindheldir, ljettir og þægilegir. ómissandi
læknum, sýlsumönnum, verkfræðingum og öðrum, er
rnikið þurfa að ferðast eða vera úti.
lírjiims verslun „Hamborg“,
Talsíini 41. Aðalstræti O.
Alveg er það
18)
jdæmalaust,
hve ódýrt er
= á útsolunni =
h j á
Jónatan Lorsteinssyni.
Slíkt er alveg óþekt hjer áður.
Par geta menn fengið uppbúin rúmin fyrir
ótrúlega lágt verð.
Stenður að eins þessa viku. “gse.
Hraðið ykkur meðan úr nógu er að velja.
Pað verður ekki aftur tekið,
ef þjer komið of seint.
156 ji53
»Hann deyr ekki, faðir minn«, svar-
aði Rebekka og losaði sig. »Hann deyr
ekki, ef við tökum hann. En ef hann
er látinn liggja þarna lengi, þá deyr
hann, og við erum þá sök í þvi, bæði
fyrir guði og mönnum«.
»Já«, sagði ísak. »Migtekur það sárt,
að sjá hann liggja þarna dauðvona, og
jeg veit, að vel má vera, að þú getir
læknað hann. Gerðu eins og þjer sýn-
ist; þu ert góð stúlka«.
ótti ísaks gamla við það, að láta
Rebekku ríða með sjer til Ásbæjar, var
ekki ástæðulaus. Á leiðinni þangað
sá Brjánn frá Bósagiljum hana fyrst,
og hefur þegar verið skýrt frá afleið-
ingunum.
Þegar komið var með burðarstólinn
heim til þeirra ísaks og Rebekku, ljet
hún bera hann inn í herbergi þeirra,
ransakaði sjálf sár ívars og batt um
það.
Rebekka var vel upp alin. ísalc hafði
látið kenna henni allar þær fræðigreinir,
sem mest vort metnar hjá Gyðingum,
þar á meðal lækningafræðina, og hafði
Rebekka fengið tilsögn í henni hjá
gamalli konu, sem var dóttir nafnfrægs
lækuis. Lækniskunnáttan var á þeim
dögum talin mjög leyndardómsfull, og
var það kunnugra mál, að Rebekka
hefði numið ýmislegt af gömlu kon-
unni, sem hún hefði engum öðrum
kent, því hún hafði haft mjög miklar
mætur á Rebekku.
ívar hlújárn var meðvitundarlaus af
blóðmissinum, þegar komið var með
hann heim til þeirra ísaks og Rebekku.
Þegar Rebekka hafði bundið um sárið,
ljet hún föður sinn vita, að lífi gests-
ins væri ekki hætta búin, ef rjett væri
með hann farið, og sagði, að hann
mundi án efa geta farið með þeim til
Jórvikur næsta dag. ísak tók þeim
frjettum fálega. Hann hafði ekki ætl-
að, að flytja sjúklinginn heim með
sjer, heldur að koma honum fyrir í
Ásbæ, fá mann til þess að annast hann,
meðan hann væri sjúkur, og borga
kostnaðinn. Þessu mótmælti Rebekka
og færði fram ýmsar ástæður. Tvær
af þeim þótti föður liennar einkum
ihugunar verðar. Önnur var sú, að
hnn mætti ekki fá öðrum í hendur
flöskuna með lyfi þvi, sem hún not-
aði, því þá kæmist upp, hvernig það
væri búið til. Hin var sú, að særði
riddarinn hetði mikla hylli Ríkharðs
konungs ljónshjarta, en þar sem ísak
hefði nú lánað Jóhanni prinsi fje til
þess, að rísa móti Rikharði, þá mundi
vera gott, ef konungur kæmi heim, að
eiga verndarmann, sem mætti sín mik-
ils hjá honum.
»Þetta er rjett athugað, Rebekka«,
sagði ísak og fjelst á hennar mál.
fvar riddari fjekk ekki meðvitundina
aftur fyr en seint um kvöldið. Hann
hafði sofið órólega, en vaknaði þá.
Hugsanir hans voru í fyrstu mjög á
reiki, eins og gerist, þegar menn vakna
eftir meðvitundarleysi. Hann mundi
i fyrstu ekkert eftir tildrögunum til
þess, að hann hnje niður á leiksviðinu,
og mjög óljóst ettir hinu öllu, sem
gerst hafði fyr um daginn. Alt var
Lngíisaxnesku fangarnir vbru nú
leiddir burt, en rjett á eftir var komið
inn í herbergið með munkinn. Hann
virtist vera hræddur og utan við sig.
»Heilaga guðs móðir«, sagði hann
og leit til riddaranna, »loks er jeg þá
óhultur og kominn undir þak kristinna
manna«.
»Já, óhultur ertu«, svaraði Breki.
»Og um kristindóminn hjerna er það
að segja, að þarna stendur þú nú
frammi fyrir hinum ágæta riddara
Reginvaldi uxaskalla, sem alkunnur er
fyrir hatur á Gyðingum, og þarna er
Brjánn musterisriddari frá Bósagiljum,
sem hefur valið sjer það lífsstarf, að
afhöfða Serki«.
»Þið eruð vinir og fjelagar hins á-
gæta guðs vinar, Ýmis ábóta frá Jörfa«,
sagði munkurinn, án þess að skeyta
um hæðnistóninn i svari Breka. »Ykkur
er skylt að hjálpa honum, bæði vegna
riddaraheitis ykkar og svo af kristi-
legum bróðurkærleika«.
Munkurinn hjelt langa guðíræðistölu,
blandaða með latneskum klausum.
»Segðu okkur formálalaust, prestur
minn, hvað komið hefur fyrir Ými
ábóta«, sagði Brjánn og greip fram í
fyrir munkinum. »Hefur hann verið
handtekinn, og hverjir hafa gert það?«
»Hann hefur verið handtekinn af
þeim herjans þjónum, sem hafast við
hjer í skógunum«, svaraði ir.unkurinn.
»Ekkert skeyta þeir um, þótt þeir
brjóti ritningarinnar helgu boð, því
þar stendur: »Legg ekki hönd á drott-
ins smurða og ger ekki spámÓnnuM
mínum neitt ilt«.
»Svona eru þessir prestar«, sagði
Reginvaldur; »altaf eru þeir upp á aðra
komnir. í stað þess að veita okkur
lið, þarfnast nú ábótinn frá Jörfa
hjálpar frá okkur. En dragðu okkur
ekki lengur á erindi þínu, prestur, en
segðu undir eins, hvers ábótinn væntir
af okkur«.
»Með þínu góða leyfi skal jeg þá
gera það«, svaraði munkurinn. »Þessir
herjans þjónar rjeðu á ábótann og
lögðu hönd á hann, þvert ofan í bann
heilagrar ritningar, eins og jeg hef áð-
ur sagt. Þeir rændu farangur hans
og tóku frá honum tvö hundruð mörlc
í hreinu gulli, en þar að auki heimta
þeir af honum háan lausnareyri. Nú
biður ábótinn ykkur að frelsa sig',
annað hvort með því að borga fyrir
sig gjaldið, eða þá með vopnum«.
»Fjandinn sjálfur hjálpi honum í
minn stað«, sagði Reginvaldur. »Hann
hefur líklega drukkið fullmikið í morg-
un. En hefur húsbóndi þinn, munkur
sæll, nokkru sinni hevrt þess getið, að
aðalsmenn Normanna hjer á Englandi
hafi lagt fram fje í lausnareyri fyrir
klerka, sem eru tíu sinnum ríkari en
þeir sjálfir? En með vopnum getum
við ekki frelsað hann. Við erum hjer
inniluktir af óvinum, sem eru tíu sinn-
um fjölmennari en við,- og^getum bú-
ist við áhlaupi á hverri stundu«.
»Jeg ætlaði einmitt (Tíka, að; segja
ykkur frá því, ef þið hefðuðgefið mjer