Lögrétta - 11.12.1909, Síða 2
228
L 0 G R.I E T rl A.
Lögrjetta kemur út á hverjum mið-
vikudegi og auk pess aukablöð viö og við,-
minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg.-
á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí.
En hver er tilgangurinn með báflka-
skuldabrjefum Landsbankans?
Tilgangurinn með að veita Lands-
bankanum lagaheimild til að gefa út
bankaskuldabrjef með ábyrgð Land-
sjóðs þannig til komin, sem að ofan
er tekið fram, var sá, að reyna að
bæta úr peningaþrönginni hjer á landi
og fá erlent fje inn í landið. — Al-
. þingi 1907 sá þá ekki annað ráð
vænna til að auka starfsfje Lands-
bankans, og sjerstaklega draga að
bankanum fje frá útlöndum, en að
heimila honum útgáfu slíkra skulda-
brjefa, og til þess að gera þau sem
útgengilegust, lagði landsjóðnr fram
ábyrgð sína bœði fyrir öllum höf-
uðstól brjefanna og vöxtum af
þeim. Þetta gerði brjefin sjerstak-
lega verðmæt og Hkleg til sölu á er-
lendum markaði, svo framarlega sem
útlendingar hefðu nokkra trú á ábyrgð
landsjóðs.
Heimildin til útgáfu bankaskulda-
brjefa þessara er mjög mikils virði
fyrir Landsbankann, og þá ekki síður
fyrir landsmenn. Bankanum er gert
það mögulegt, að fá stórfje inn í
landið og verja því til hagkvæmra
útlána, og bankinn er ekki skyldur
að borga neitt af fje þessu fyr en að
5 árum liðnum; þá fyrst á hann að
leysa til sín V20 hluta á ári. Það
gerir hann með afborgunum frá lands-
mönnum af lánum þeim, sem and-
virði bankaskuldabrjefanna er varið
til, að sínu leyti eins og með banka-
vaxtábrjefin.
Bankinn er sem sje hvað banka-
skuldabrjefin snertir milliliður milli
landsmanna og útlendinga þeirra, er
brjefin eignast, en getur sjálfur haft
stóran hag af viðskiftum þessum
beinlínis og óbeinlínis.
Bankaskuldabrjefin hafa ekkertverð,
segir ísafold, fyr en búið er að
kaupa þau (0: bankinn búinn að
selja þau) og þá aukast skuldir
bankans sem þeim nemur.
Þetta - er að vissu leyti rjett, en
hjer er ekki nema hálfsögð sagan,
eins og hjer stendur á.
Skuldir bankans aukast að því
leyti til við sölu bankaskuldabrjef-
anna, að hann tekst á hendur að
leysa brjef þessi til sín aftur eftir
langan, tiltekinn tíma, svo sem fyr
er sagt. En um leið og bankinn
selur brjefin, eignast hann andvirði
þeirra og eykur þannig eignir sín-
ar um þá upphœð. Þetta gildir
jafnt hvort heldur sem bankinn brúk-
ar andvirðið til að borga með, eldri
skuldir eða ver því til útlána. Um
þetta þegir ísafold, þegar hún setur
upp dæmið í 81. tölublaði.
Bankaskuldabrjefin eru seld. Það
er á allra vitorði, enda hefur ísafold
haldið því allra blaða best á lofti,
að íslandsbanka hafi verið falin sala
á brjefum þessum á síðastl. vetri og
að bankastjóra Schou hafi tekist að
selja þau í utanför sinni fyrir mjög
gott verð. Þessa getur ísafold ekki
nú, eins og þó hefði vel mátt gera,
ef það hefði „passað í kramið". —
Bankaskuldabrjefin eru sem sje sögð
seld með þeim skilmála, að sú 1 ‘/2
milj. af brjefum þessum, sem ekki
er þegar borguð, skuli borgast í þrennu
lagi: 11. desbr. 1909, il.júníog 11.
desbr. 1910. Nú gæti svo hugsast,
að kaupandi brjefanna, eftir alt það,
sem nú er verið að prjedika, færi að
láta sjer detta í hug, hvort hann
hefði ekki verið hálf-gabbaður á kaup-
unum og hvort ekki myndu tiltök
að sleppa við kaupin á þvf, sem ó-
borgað er af brjefum þessum, sem
eftir kenningu sjálfs ráðherrablaðsins
væru »ekki verðbrjef, heldur að-
eins einhliða skuldbindingar(( bank-
ans eins, sem þannig væri ástatt
með, að varasjóður hans væri veð-
settur, ólöglega þó, og sem eigi hefði
verið stjórnað betur en svo, að margra
ára forstjórum hans hefði þurft að
vfkja frá, öllum í einu, með þeim
fagra vitnisburði, sem þeir hafa
fengið við frávíkninguna!
Þá spillir það heldur ekki til,
að ráðherrablaðið gefur í skyn að
verið geti, að leggja þurfi háan nef-
skatt á þjóðina tíl að gera landsjóði
unt að reisa bankann við. — Það er
svo sem til að gera það tryggara í
augum erlendrakaupenda bankavaxta-
brjefanna, hve mikils virði ábyrgð
landsjóðs sjel
Jeg geri ráð fyrir, að það vaki
ekki fyrir ráðherrablaðinu ísafold
með „skrifum" sínum um bankaskulda-
brjefin, að firra landsjóð, ef.til vill,
ábyrgð, sem gæti verið hættuleg
fyrir hann, ef Landsbankinn væri
svo á heljarþröminni, sem ísafold
prjedikar, beinlínis og óbeinlínis.
Jeg þykist vita, að ísafold detti
slíkt ekki í hug. En því er þá verið
að vekja upp þá drauga, sem ómögu-
legt getur verið að kveða niður
og geta riðið lánstrausti alls lands-
ins að fullu um langan, ókominn
tíma?
ísland má ekki við slíkum aðförum.
A.
sem burtrekstur hennar var
bygður á.
Niðurl.
Ákærurnar undir staflið 4—5—7
eru ósannaðir sleggjudómar um lán-
veitingar og skuldaheimtur Landsb.-
stjórnarinnar. —
Meðal annars er þar sagt að »sjálf-
skuldarábyrgðarlán hafi yfirleitt
verið mjög vanrœkt og ekki gengið
eftir þeim árum saman. Víxillán
og sjálfskuldarábyrgðarlán oft veitt
mönnum, sem allir vissu að ekki
áttu fyrir skuldum, og ekki hirt
um innheimtu fyr en komið var
í óefni, og einu sinni fleygt í mála-
fœrslumann í einni dembu 150,000
krónum«.
Að vanrækt hafi verið, að inn-
heimta árum saman, eru ósannindi
á hœðsta stigi. Það hefur verið í
16 ár föst regla bankastjórnarinnar,
að koma saman 3—4 sinnum á ári,
til þess, að fara yfir allar lánsbækur
bankans og víxla, og skrifa upp á
lista allar skuldir, sem ekki voru
greiddir á rjettum tíma, eða samið
um framlenging á. Þegar svo var búið
að semja þessa svokölluðu „svörtu
töflu" yfir fasteignalán, ábyrgðarlán
og víxla, sem í vanskilum voru, ljet
bankastjórnin skrifa skuldakröfu öll-
um þeim, sem í vanskilum voru.
Þeim, sem hvorki borguðu nje svör-
uðu, var svo skrifað í annað sinn,
ogþegar þeir ekki heldur borguðu nje
svöruðu þá, var skuldakrafan afhent
malafærslumanni. Þetta hefur verið föst
regla síðan jeg kom til bankans, og
svo geta aðrir dæmt, hvort það er
satt, að bankastjórnin yfirleitt árum
saman hafi vanrœkt að ganga eftir
skuldum.
Þau mörg hundruð manna, sem
hafa fengið skuldakröfur bankans,
munu fús til að sanna það, að ráð*
herra fer hjer með bein ósannindi,
sem verða að rógi, þegar hann símar
þau og auglýsir þau út um alt land
á bak við bankastjórnina. Jeg
vona, að sú verði reyndin, að
slfk ummæli og fleiri, sem B. J.
hefur sagt um bankastjórnina, falli
ekki niður bótalaust. Hann er bú-
inn að rita, auglýsa og síma; nú
á hann eftir að sanna.
Sem sýnishorn af trassaskap banka-
stjórnarinnar segir B. J. að hún hafi
látið afsagða víxla og ábyrgðarlán
drasla þangað til að hún hafi fleygt
»í einni dembu 150,000 kr.« skulda-
kröfum f málfærslumann. Hjer hlýtur
að vera átt við hr. Eggert Claessen,
því hann er sá eini málafærslumaður,
sem hefur haft til meðferðar skulda-
mál Landsbankans, síðan 1904, og
getur hann borið um það, að þetta
eru ósannindi, því honum hefur al-
drei verið afhent í einu lagi frá bank-
anum Ián (önnur en víxla) fyrir hærri
upphæð en 36 þús. kr. og þar af
voru 6 lánin 22 þús. kr., og aldrei af-
hentir víxlar í einu lagi fyrir hærri
upphæð en 28 þús. kr. og var þar
af einn víxillinn 11,500 kr. — Yfir
höfuð veit B. J. ekkert um störf
bankans, nema það, sem lapið er í
hann af mönnum, sem segja það helst,
sem hann vill heyra*. Af eigin sjón
og ransókn getur hann ekkert sagt
um bankann.
Þess vegna mun það vera dómur
allra sanngjarnra manna, að B. J.
mátti engan úrskurð leggja á málið,
fyr en hinum málspartinum — banka-
stjórninni — var gefinn kostur á, að
koma fram með sínar upplýsingar og
varnir. Svo hefði hver sá maður
gjört, sem vildi samviskusamlega og
hlutdrægnislaust beita valdi sínu, og
ekki misbrúka stöðu sína.
Oft hefur B. J. verið að lýsa í
ísafold af honum tilbúnu litla Rúss-
landi. En nú er hann að búa til
stóra Rússland. Öll aðferð hans í
bankamálinu lfkist stjórnarfarinu í
gamla Rússlandi, þegar það er sem
verst.
Fyrst eru fengnir menn til þess að
leita upp sakagiftir, og nokkrar
spinnur hann lfklega sjálfur upp;
annar málspartur ekki heyrður, engin
vitni eru fram leidd, engar löggildar
sannanir, — og svo er dómurinn feldur.
Aðför er gjörð að bankastjórunumeins
°g glæpamönnum, komið að þeim
óvörum og heimtað, að peningar
allir sjeu afhentir samstundis, og svo
er stjórnin öll rekin út. Þar næst er
kramsað ofan í peningakassa lands-
ins, til þess að taka þar borgun fyrir
að sfma ósannar sakagiftir út um
Iandið og til útlanda.
Sumir halda, að B. J. sje að reyna
að verða smáútgáfa af Rússakeis-
ara, eða Neró, ef hann fær að halda
völdum nógu lengi.
í 8 ákæruatriðum er ráðh. að rita
um, að »bankastjórnina vanti bráð-
nauðsynlegar bœkur, og sumar,
sem hún hafi, sjeu í mestu ó-
reiðm.
Engar af bankabókunum hefur B.
J. sjeð, og hefði ekki vit á þeim, þó
hann sæi þær. Jeg neita, að þetta
sje satt, en fjölyrði ekki um þetta
af því, að bráðlega er von á banka-
fróðum mönnum, sem hafa vit á bók-
færslu, svo rjettast er að bíða eftir
þeirra ummælum.
En um vöntun bráðnauðsynlegra
bóka, veit jeg ekki hvað B. J. meinar,
nema ef vera skyldi gjörðabók, sem
hann byrjaði á alþingi að gala um,
og hefur síðan í sumar og haust
skrifað bankastjórninni um 5—6 brjef.
En þessi gerðabók er hvergi fyrir-
skipuð og B. J. hefur ekki vald til
að skipa fyrir um hana, og auk þess
er þetta svo einskis vert atriði, að
jeg nenni ekki að skrifa um það.
Það er aðeins fyrir krakka aÁ kíta
um slíkt.
Jeg býst við, að sumum þyki jeg
vera nokkuð harðorður í greinum
mínum við mann í hárri stöðu, en
jeg er viss um, að „ísafold" hrósar
mjer fyrir það; hún er iðulega að
hæla sjálfri sjer fyrir það, að hún
taki í lurginn á höfðingjunum og
fari ekki í manngreinarálit. — Lögin
eiga að ganga jafnt yfir alla segir
hún. —
Já, bara að ísafold geti kent ráð-
herranum þessi fáu orð: — Lögin
eiga að ganga jafnt yfir alla. Því
sem stendur eru tvenn lög í land-
inu, önnur fyrir vinina, hin fyrir
óvinina.
Jeg er sannfærður um það, að ef
jeg hefði verið upphaflega Valtýing-
ur, og svo trúlega fylgt B. J. í gegn-
utn þykt og þunt í hans höfuð-
sóttarhringiðuhringlandi-stórpólitík,
eins og sumir þeir, sem nú standa
lfkir ljósahjálmum á háborði ráðherr-
ans, þá stæði nú í „Isafold" með
feitu letri, að engum banka á Norð-
urlöndum hefði undanfarin ár verið
stjórnað jafn vel og Landsbankanum,
— það er að segja, ef B. J. þættist
þurfa að brúka bankann og mig.
Sem ráðherra hefur B. J. ekki að-
eins gert landinu minkun með þessu
áhlaupi á bankann, ásamt fleiri stjórn-
arstörfum, og eyðilagt lánstraust bank-
ans um nokkur ár, heldur hefur hann
eyðilagt sjálfstjórnarmál landsins, sem
hann eitt í.inn ljest berjast fyrir.
Menn í útlöndum hljóta að segja:
„Hvernig á sú þjóð að geta stjórnað
sjer sjálf, sem ekki er meira þrosk-
uð en svo, að veljæ svona mann í
valdamestu, æðstu stöðu landsins, og
heldur blöð, sem forsvara yerk hans"?
Tryggvi (funnarsson.
Landsbankinn.
Gæslustjórar Landsbankans.
Ráöherraábyrgðin.
Þegar hr. Björn Jónsson vjek
gæslustjórum Landsbankans frá sýslan
sinni, þá var frávikningin endanleg.
Svo var hún birt í tilkynningunni
alræmdu, sem fest var hjer upp á
götunum 22. nóv. þ. á. Svo er
þessi illræmda ráðstöfun ráðherra
auglýst í Lögbirtingablaðinu 47. tbl.
þ. á. og í B-dei!d Stjórnartíðindanna
bl. 202. þ. á. Það er því Jenginn efi
á því, að hr. B. J. hefur ætlast til,
að frávikning þeirra væri ekki ein-
ungis til bráðabyrgða, heldur cnd-
anleg og ðafturtæk fyrir allan
tímann, þar til þingið getur kosið af
nýju gæslustjóra handa Landsbank-
anum.
Vjer skulum nú athuga lagaheim-
ild ráðherra til þessarar stjórnarráð-
stöfunar.
Samkvæmt lögum um stofnun
Landsbanka 18. sept. 1885, IV. kap.,
20, gr., gat landshöfðingi, en ráðherra
er nú að þessu í landshöfðingja stað,
vikið gæslustjórum Landsbankans frá
um stundarsakir. En í þeim lög-
um, sem nú gilda, I. nr. 12. 9. júlí
1909, I. gr. 2 mgr. er sagt, að
ráðherra geti vikið bankastjórum
frá um stundarsakir eða að fullu og
öllu. L. 1909 8. gr. nemur að öliu
úr gildi IV. kap. áðurnefndra laga
1885 og þar með heimildina til að
víkja gæslustjórum frá um stundar-
sakil'. En með því að lög 1909
ganga iyrst í gildi 1. jan. 1910, þá
hafði ráðherra að forminu til heim-
ild til að víkja gæslustjórum frá, eftir
1. 1885, um stundarsakir.
Það er þá enginn ágreiningur um
það, að frávikningin getur gilt til
nýárs næstkomandi. En svo er
spurningin, hvort ráðherra hafi ekki
hlaupið ónotalega á sig með því að
reka gæslustjóra frá að fullu og öllu,
með því * að ætlast til þess, að frá-
vikningin gilti líka eftir I. jan. 1910.
Ráðherra hefur sem sje — auk þess,
sem frávikningin er fullskýr í orða-
lagi sínu — ek.ki mótmælt því, að
þetta sje og hafi verið tilætlan sín.
Þar sem nú fyrnefnd 1. 1909 I.
gr. veitir ráðherra rjett til að víkja
bankastjórum frá um stundarsakir
eða að fullu og öllu, þá er spurning-
in sú, hvort gœslustjórarnir falli
undir þetta ákvæði. Þessu má ó-
hikað svara neitandi, því að orðið
»bankastjóri(( þýðir alstaðar í 1.
1909 þá forstjóra bankans cina,
sem ráðherra skipar, en alls ekki
gæslustjórana tvo, sem þingið velur.
Þetta skal nú sýnt og sannað.
L. nr. 12, 1909,- 1. gr. 1. mgr.
segir: »í stjórn bankans eru tveir
bankastjórar, er ráðherra skipar, og
tveir gœslustjórar, er kosnir sjeu
sinn af hvorri deild alþingis til 4 ára
í senn«, og 1. gr. 2. mgr. segir:
»Ráðherra getur vikið bankastjórum
frá um stundarsakir, öðrum eða báð-
um«. Þetta sýnir, að hjer getur
ekki verið átt við aðra en banka-
stjóra þá, er ráðherra skipar, en
alls ekki við gæslustjórana. 3. gr.
1. 1909 segir: „Bankastjórar ann-
ast daglég störf bankans, og stýrá
þeim með aðstoð gæslustjóraí£ og:
„Nákvæmari fyrirmæli um sambandið
milli bankastjóra sín í milli og
bankastjóra og gæslustjóra verða
ákveðin í reglugjörð, er ráðherra
setur". 4. gr. segir: »Bankastjórar
skulu undirskrifa, svo að skuldbindi
bankann" o. s. frv., en 4. gr. 2. og
3. liður sýna glögt, að hjer er að-
eins átt við þá forstjóra bankans
eina, sem ráðherra skipar, því að í
2. lið segir: „Fjehirðir bankans má
eigi greiða neina tjárhæð úr bank-
anum, sem samþykki bankastjórnar
þarf til, nema með samþykki boggja
bankastjóranna«, og 3. liður segir:
„Nú er annarhvor bankastjóra for-
fállaður, og undirskrifar þá annarhvor
gæslustjórinn í hans stað" og: »verði
ágreiningur milli bankastjóranna ...
sker atkvæði þess gæslustjórans úr,
er fyr var kosinn«, 5. gr.: »I5anka-
stjórar mega ekki hafa embættis-
störf á hendi nje aðra atvinnu". Nú
vita allir, að löggjafarvaldið sjálft
kaus á sama þingi, sem lögin urðu
til á, æðsta dómará landsins gæslu-
stjóra, svo að ekki þarf um það að
villast, að bankastjórar táknar hjer
líka forstjóra þá, er ráðherra skipar.
7. gr. I. 1909 er vafasömust. Þar
er bannað bankastjórum og sýsl-
unarmönnum bankans að vera
skuldskeyttum bankanum. Gæslu-
stjórar fal'a ekki undir orðið »sýsl-
unarmennv., því að þá væri það
haft í annari merkingu en í 4. gr.,
og ekki heldur undir bankastjóra,
því að þá væri það orð látið tákna
annað í þessari einu grein en alstaðar
annarstaðar í lögunum, því að það
þýðir jafnan forstjóra bankans, er
ráðherra skipar. En löggjafarvaldinu
er ekki ætlandi að hafa slíkt orð
í tvennri merkingu í sömu lögunum.
Það verður að gera ráð fyrir því, að
orðalagið sje rjett, sjálfu sjer sam-
kvæmt og vel athugað.
Þar sem nú ákvæðið í 1. 18. sept.
1885 20. gr„ um heimild ráðherra til
að víkja gæslustjórum frá um stund-
arsakir er afnumið með I. 12, 9. júlí
1909, 8. gr. og 2. gr. 1. 1909 útaf fyrir
sig ogsbr. við lög 1900 í heild sinni
sýnir það skýrt og ákveðið, að ráð-
herra hefur aðeins rjett til að víkja
þeim forstjórum bankans frá, er hann
sjálfur skipar, þá liggur það eftir 1,
jan. 1910 alveg fyrir utan valdsvið
hans að víkja gæslustjórum frá.
Þingið eitt getur gert það. Þeir geta
og sjálfir farið frá vegna forfalla.
Gæslustjórum er bæði rjett og skylt
að gæta bankans eftir nýárið. Ef
þeir gera ekki alt, sem í þeirra
valdi stendur, til þess að taka við
starfi sínu aftur með nýári, þá
hafa þeir brotið skyldur sínar
gagnvart þinginu. Þá værí bank-
inn gæslustjóralaus, en það er ó-
löglegt. Ráðherra brestur vald til
að skipa menn í stað þeirra. Ef
hann gerir það, sem honum er trú-
andi til, þá væri það óglögt. Hon-
um hefur ekki verið bent á þetta.
Hann er ólögfróður maður, og þótt
ekki væri annað, þá verður misræði
hans skiljanlegt afþví. Lögfræðing-
arnir í »ransóknarnefndinni« hefðu
unnið þarfara verk með því, að kenna
ráðherranum að lesa og skilja banka-
Iögin, en með hinni fáránlegu lúsaleit
sinni í bankanum og á bankastjórn-
inni fráviknu.
Björn Jónsson hefur gengið á rjett
þingsins með frávikningu sinni á
gæslustjórum bankans. Það er eðli-
legt, að þingið vildi ekki veita hon-
um heimild til þess að reka trúnaðar-
menn sína, gæslustjórana, frá starfa
þeim, er það hefur trúað þeim fyrir,
eftir geðþótta sínum, til þess að hann
fengi veitt gæðingu sínum þann bita.
Þar sem Björn Jónsson ráðherra
hefur brotið, eða að minsta kosti
ætlað sjer að brjóta 1. nr. 12, 1909,
(bankalögin) með því að svifta bank-
ann þeim mönnum, sem alþingi valdi
sem trúnaðarmenn sma — vísvitandi,
því að honum er skylt að þekkja
þessi lög, — þá hefur hann gert sig
sekan í athæfi, er yarðar við ifíið-
herraábyrgðarlög nr. 2, 4. mars 19*04,
sbr. 3. gr. b. 11. gr. segir: »Ráð-
lierra .... má krefja til ábyrgðar
fyrii: sjerhver störf, .... er hann
liefur orðið sekur um, ef málið er
svo vaxið, að hannhefur, annað-
hvort af áselnirigi eða stórkostlegu
hirðuleysi, farið í bága við stjórnar-
skipunarlög landsins eða önnur
lög þess.......og 3. gr. segir, að
ráðherra varði það ábyrgð,- ef hann
veldur-þvf, að brotið sje gegn lög-
um landsins »með því að fram-
kvœma eða valda því, að fram-
kvœmt sje nokkuð það, er fer í
bága við fyrirmœli lagannae.
Ef nokkuð er víst, þá er það það,
að ráðherra hefur brotið bankalögin
með oft nefndri stjórnarráðstöfun sinni.
Spurningin er aðeins þessi: Hvað
œtlar þingið að fyrirgefa honum
mikið?