Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.01.1910, Blaðsíða 3

Lögrétta - 05.01.1910, Blaðsíða 3
L0GRJET1 A. 7 er ekki von að vel fari. En hversu lengi skyldu íslendingar þola hina samviskulausu meðferð ráðherr- ans á landsfje og lítilsvirðingu á hagsmunum þjóðarinnar? X. Xappsunð á nýársðag. Nýársbikar „Grettis“. Menn ættu að muna eftir sund- skálafjelaginu »Grettir«. Það var stofnað í fyrra vetur. Það hefur reist sundskála við Skerjafjörð. Hann var vígður í sumar sem leið, á þjóðhá- tíðinni. Þeir fjelagar hafa nú afráðið að þreyta íramvegis kappsund í sjónum á hverjum nýársdegi. Og þeim hef- ur verið gefinn vandaður silfurbikar til að keppa um. Núna á nýársdag keptu þeir í fyrsta sinni um bikarinn. Keppinautarnir urðufimm: Benedikt W. Guðjónsson, Guðm. Kr. Guðmundsson, Sigurjón Sigurðsson, Sigurjón Pjetursson og Stefán Ólafsson frá Fúlutjörn. Þeir eru allir harðgerðir menn og köldu vanir, enda vottaði ekki fyrir hrolli í þeim, þegar þeir komu af sundinu. Veður var rosalegt, útsynningur með jeljagangi, hitinn í loftinu o° og alveg eins í sjónum. Þeir vörpuðu sjer út af bæjar- b’yffgjunm og svámu að trjebryggju, sem skotið var út í sjóinn; bilið á milli bryggjanna var 50 stikur (rúm- ir 25 faðmar). Stefán Ólafsson varð langfljótast- ur og hlaut því bikarinn fyrstur manna. Hann svam þessar 50 stik- ur á 48 sekúndum, og er það rösk- lega gert í úfnum sjó og köldum. 1898 svam enskur maður 100 stik- ur á 60V5 sekúndu og mun það vera eins dæmi, en hann svam í lygn- um sjó. Dómnefnd skipuðu þeir Guðm. Björnsson, Ólafur Rósenkranz og Hallgr. Benediktsson. Margt manna hafði safnast að sjónum til að horfa á sundið. Þegar því var lokið og sundmenn- irnir álklæddir (í vöruhúsi Edinborg- ar-verslunar) gekk landlæknir með þeim til dyra, ávarpaði áhorfendur og afhenti Stefáni Ólafssyni bikarinn. Ræða G. Björnssonar. Áhorfendurl Þið hafið horft á nýárs-kappsund nokkurra ungra manna út Sundskála- fjelaginu Grettir. Þeirr. Grettismönnum hefur verið gefinn mikill og vandaður silfurbikar með þeim ummælum, að hann skuli vera sigurlaun þess, er sigur ber úr býtum í kappsundi á nýársdag. Jeg kann gefendunum, Guðjóni Sigurðs- syni úrsmið og Ungmennafjelagi Reykjavíkur, bestu þökk fyrir gjöfina. Bikarinn heitir „Nýársbikar Grettis". Og Grettismenn hafa strengt þess heit, að þreyta jafnan framvegis kappsund um þennan bikar á sjálf- an nýársdag, hvernig sem blæs og frýs; það eitt er til skilið, að sjór sje auður við land. Sá, er sigurinn hlýtur, fær bikar- inn að launum og nafn sitt skráð á hann; hann er skyldur að varðveita bikarinn vandlega, má ekki lóga hon- um, selja hann nje veðsetja; hann skal láta bikarinn af hendi við þann, er næst ber af öðrum í nýárskapp- sundi. Sá einn fær bikarinn til efa- lausrar eignar, sem verður öllum öðr- um fremri á þremur nýárskappsund- um f röð. Þið vitið, að þeir fjelagar, Grettis- menn, hafa reist sundskála við Skerja- fjörð, til gagns og gleði fyrir alla bæj- arbúa. Fjelagið er bláfátækt, og það hafði gert sjer von um, að því mundi á- skotnast einhverjar nýársgjafir frá þeim, er hingað sæktu, ef það rjetti út hendina. En landslög leyfa það ekki,1) að lagt sje á helgidögum f aðrar kistur en guðskistuna; í dag erhelgurdag- ur og á morgun er líka heilagt, en á mánudaginn er rúmheilagt og þá verður Grettiskistan opin, og alla virka daga úr því. Hún er hjá for- 1) Bæjarfógeti hafði bannað, að safna samskvtum mrðal áhorfenda. manni fjelagsins, Sigurjóni Pjeturs- syni, og það er ekki botnhylur f henni; ef einhver kynni að eiga leið þar fram hjá með eyri f vasanum, væri vel gert að líta inn. Þegar jeg var ungur og fór utan, fyrir rúmum 20 árum, til að leita mjer frægðar og frama, þá lagðijeg hjer út sundin með þeim hug, að koma helst aldrei aftur. Jeg kunni þá ekki að meta föður- land mitt, lærði það ekki fyr en fjöllin hurfu mjer sjónum og heim- þráin vaknaði. Þetta ræktarleysi var ekki mín sök, heldur þjóðarinnar; hún hafði getið mig og alið mig upp, ug jeg var ekki vitund verri, en hin börnin hennar. Því var svo hattað í þann tíma, á ísarunum, að kjarkur manna var á þrotum, ástin á landinn kulnuð og trú þjóðarinnar á mátt sinn og meg- in komin mitt í milli heims og helju. Ungir menn og hraustir flýðu land- ið, hver á fætur öðrum, vestur um haf. Hreppsnefndirnar sendu fátækar fjölskyldur, stórhópa af kornungum börnum, sömu leið, út úr landinu, til þess að ljetta sveitaþyngslin. Þjóðin bar út börnin sín. Et ötulir smástrákar voru spurðir: „Hvað ætlar þú að gera, þegar þú ert orðinn stór?" þá var svarið oft þetta: „Je ædl a faða ti Ameðigu". Þeir fóru ekki allir til Amerfku. Þeir eru hjer flestir enn og nú full- þroska. En þegar þeim þykir eitthvað að, sem þeir kalla óáran eða óstjórn, þá rís margur þeirra upp að nýju og segir: „Nú þoli jeg ekki þessi höft lengur, þessa kúgun, þetta harð- æri; nú fer jeg til Amerfku". Og vitið þið hvað þetta er kallað ? Þetta hefur verið kallað vottur um manndómshug. Þessari vanvirðu, þessum ósóma, þessari þjóðarsmán hefur upp aftur og aftur verið hrósað hástöfum af nafnkunnum mönnum. Að flýja landið, strjúka úr því, svíkja það, þegar þjóðin á bágt — það hefur verið kölluð manndáð hjer á Fróni. Svo djúpt höfum við sokkið. Sleppum þessum þungu hugsunum. Allir dagar eiga kvöld — og allar nætur morgun. Alt jafnar sig. Lítið á þennan bikar. (Ræðumnður lyfti hátt bikarnum). Þið haldið víst að hann sje alveg tómur, en hann er fullur, fullur upp á barma, — af ást og rækt við land- ið, af heitum óskum ungra hreysti- manna um það, að verða landinu til gagns og þjóðinni til sóma, aldrei að flýja, hvorki eld nje ís, óstjórn eða kúgun, heldur eflast við hverja þraut. Og þú, sem barst sigurinn úr být- um í sundþrautinni — þjer sel jeg nú í hendur Nýarsbikar Grettis, með einlægri hamingjuósk. Það er þinn frami, að þú færð fyrstur manna þennan frægðargrip til varðveislu og nafn þitt skráð á hann upp við efstu brún. Varðveittu gripinn vel og mundu, að þjer ber að fara með hann eftir fyrirmælum fóstbræðra þinna. í þeirra nafni, fyrir hönd Grettis- manna, þakka jeg öllum komuna, og segi, eins og góðskáldið kvað: Gleðilegt nýár, menn og fljóð. Sólbjart ár yfir fögur fjöll; frjóvsamt ár yfir blómsturvöll. Yndisár yfir ey og sker; arð og gagn yfir fiskiver. Frelsisár yfir fræ í jörð; farsælt ár yfir búmannshjörð. Læknisár yfir lýðamein; líknarár yfir sorg og vein. Heilsukraft yfir hvern einn arm; hamingjurót í sjerhvern barm. Bjóðum svo öll fósturjörðinni gleði- Iegt nýár með margföldu fagnaðar- Ópi. (Nlfalt húrra). Sveinn og Thore. 10 þús. kr. kvað Sveinn ráðherrason nýlega hafa veitt móttöku frá Thorefjelaginu. Það var sagt í vetur sem leið, að hann ætti að fá 20 þús., ef hann gæti selt landssjóði skip fjelagsins. En ýmsir þingmenn spiltu þar fyrir honum, enda kvað hann um eitt skeið hafa verið fastráðinn í, að höfða skaðabótamál á móti þinginu fyrir vikið. Lögr. sjer ekki betur en að 1 horetjelagrð m«gi vera enn ánægðara með 660 þús. kr. samn- inginn, sem Sveinn hefur án efa átt góðan þatt í, að faðir hans gerði við fjelagið, heldur en hitt, þótt hægt hefði verið að koma út skip- unum, svo að hún álítur, að Sveinn eigi fulla heimting á umtöluðum launum óskertum, þótt salan brigð ist, enda er það næsta ólíkt alkunn- um höfðingsskap hr. Th. E. Tulini- usar, að fara nú að klfpa af kaupi Sveins, jafnmikið og þeir feðgar hafa fyrir fjelagið unnið. b. Tiltrúin til ráðherrans. Merkilegt er það, hve ■nauðalítil trú er lögð á orð og gjörðir ráð- herrans íslenska, B. J., og hve sára- litil áhrif hvorttveggja hefur, þar sem til þekkist. Hann hleypur til í vor og skipar ransóknarnefnd á Landsbankann, sem er að öllu leyti eign hins opinbera. Allur heimurinn veit, að enginn fullvita raðherra hefur nokkurn tíma gert slíka ráðstöfun, nema hann hafi áður fengið sanna vitneskju um, að hlutaðeigandi banki væri á heljar- þröminni, eða fyrir þvf, að í honum væri framið eitthvað glæpsamlegt. Og flestir íslendingar og umheim- urinn lfka hjelt í vor í maímánuði, að B. J. væri fullvita. Og þó verður enginn hræddur við Landsbankann þá. Sárafáir taka út úr honum peninga sína, og þeir, sem það gera, gera það ekki af ótta við bankans hag, heldur af óhug gegn raðstöfun B. J. Og heldur ekki bólar neitt á því, að erlendir bankar og erlendir við- skiftamenn Landsbankans verði nokk- urn skapaðan hlut hræddir við bank* ann, þrátt fyrir þessa stórkostlegu ráðherra-ráðstöfun. Og alveg sama verður ofan á, þegar hann hleypur til 22. nóvem- ber í haust og setur af alla banka- stjórnina, rekur frá embættismann, er starfað hefur í embætti sínu í 16 ár, og tvo þingkjörna fulltrúa lög- gjafarþingsins — án málshöfðunar gegn þeim, og án dóms. Allur heimurinn veit, að enginn fullvita ráðherra hefur nokkurn tíma gert slika ráðstöfun, nje mundi leyfa sjer, að gera slíka ráðstöfun, nema hann hafi áður fengið sanna vit- neskju um, að þeir hafi framið eitt- hvað glæpsamlegt, eða stofnun sú, er þeir stjórna, sje komin a heljarþröm- ina fyrir þeirra tilverknað. íslendingar flestir taka nauðalítið mark á þessu. Þeim dettur ekki í lifandi hug, að þessir 3 menn sjeu glæpamenn, og þeim dettur heldur ekki í hug, að bankinn sje á heljar- þröminni. Einstaka maður að sönnu verður hræddur, hyggur aðfarir ráð- herra sjeu sprotnar af slæmu ástandi bankans og hleypurí aðbjarga fje sínu. Nokkrir aðrir taka út fje sitt af þeim ástæðum, að þeir vilja ekki eiga fje í þeirri stofnun, sem er undirorpin geðþótta svona ráðherra. En allur almenningur er rólegur; skoðar allan gauragang ráðherra markleysu eina, — einungis persónu- lega árás á þrjá heiðursmenn. Og erlendis standa menn agndofa yfir aðförunum og vita ekki almenni- lega, hvað hugsa skal. Þó lítur helst út fyrir, af erltndum blöðum og frjett- um, að þar sjeu menn, eins og í vor, að komast að þeirri niðurstöðu, að þetta nýjasta frumhlaup ráðherr- ans sje einber markleysa, — í besta falli persónuleg pólitík — aí óskap- lega æstum manni. En ætli ekki býsna margir menn utanlands og innan fari nú, ennþá fremur en í vor í maímánuði, að efast um það, að ráðherra B. J. sje fullvita? Og vart mundu slíkar efasemdir minka, ef menn vissu það, að þessi ísl. ráð herra situr við það daginn út og dag- inn inn, og jafnvel næturnar með, að rubba upp skammagreinum í mál- gagn sitt, — gerir sama sem ekkert annað fyrir landsjóðslaun sín, yfir 1000 kr. á mánuði, — og bölsótast auk auk þess í n álgagni sínu yfir því, að nokkur skuli vera svo vitlaus, að taka svo vtikið mark á hamfönim hans gegn Landsbankanum, að hann skuli verða hræddur og taka fje sitt út þaðan. Dásamleg er samkvæmni ráðherr- ans, — eða tiltrúin, sem hann ætl- ast til, að menn beri til orða hans og athafna! íslensk ræningjasaga. t næstliðnum nóvemberm. komu hjer, eins og oft ber við, ferðamenn að austan. Varð þá tilrætt um rán og þjófnað. Höfðu þeir að segja frá, að raðist hefði verið á mann á veg- inum frá Rvík til Hafnarfjarðar. Ræninginn biður hinn að gefa sjer i nefið og ætlar hann að gera það, en í sömu svipan er hann sleginn í rot. Koma þá 2 menn utan að inn á veginn, en áður en meira væri að gert komu samferðamenn þess, sem sleginn var, og hlupu hinir þá út í myrkrið. Varð ekki af tilræði meira en þetta, og sá, sem sleginn var, raknaði við. Sagan segir, að hann hafi um daginn tekið 80 kr. út úr bankanum og hafi ræningjarnir sjálf- sagt ætlað að ná þeim. Þótti þess- um ferðamönnum sem ekki væri hættulaust, nú orðið, að vera á ferð, er dimt væri orðið, fyrir þá, sem einir væru eða táplitlir. Þeir höfðu og aðra sögu mikið alvarlegri að segja, þar sem viðkomandi er mikils- metinn nefndarmaður, en hann átti undankomu sína hestinum að þakka. Sú saga gerðist rjett hjá Geithálsi á veginum til Kolviðarhóls. Þar spruttu 3 menn upp og gengu í veg fyrir ferðamanninn; var einn þeirra nokk- uð á undan og bað hann þann, sem um veginn fór, að stöðva hest sinn og tala við sig. En með því hon- um þótti maðurinn ekki árennilegur og vissi sig ekki eiga neitt erindi við hann, og svo voru 2 gildvaxnir menn þegar á hælunum á honum, stansaði hann ekkert, en hjelt afram; greikk- ar hinn þá sporið og spyr ferða- manninn — sem hann nú þskti — því hann vilji ekki tala við sig, hvað honum liggi svo mikið á? Kveðst hinn þá ekkert eiga vantalað við hann, slær f hestinn og heldur sprett- inum upp fyrir svo kallaða Rauðu- brú Þannig skildi með þeim. Kem ur hann svo að Lögbergi, og segir bóndinn þar mjer, að hann hafi ekki borið mikið mál í þessa fyrirsát, en óskaði samfylgdar’ upp á Kolviðar- hól eða í hið minsta upp fyrir Vötn, en af því enginn var þá staddur þar, er austur ætlaði, tók hann það fyrir, heldur en að fara einn laus-ríðandi, að bíða eftir vagnmönnum, sem von var þangað úr Rvík um kvöldið. Það þótti honum óhultara, enda er hann greindur maður. Þann dag, er þetta bar við um kvöldið, voru þeir Elliði sonur minn og Gunnar vinnumaður minn að ná upp grjóti inni í girð- ingunni fyrir neðan götuna á hálsin- um hjerna hjá bænum, og er kvölda tók kom Eggert á Hólmi til þeirra; settust þeir þar á þúfurnar og tóku tal saman. Sjá þeir þá, að maður kemur ríðandi eftir veginum frá Rvík. En með því að þá var nýfrjettur út- rekstur Landsbankastjórnarinnar og Gunnar þekti hinn ríðandi mann, þótti þeim fýsilegt að hafa tal af honum og fa ljósar sagnir. Standa þeir því upp og gengur Eggert fremstur, en þeir fengu engar frjettir, því samtahð fór eins og áður greinir. Jeg skrifa þessa sögu nú af því, að þegar þessir 3 nefndu menn eru fyr- ir löngu dauðir og hetjan frá Ey- vindarmúla gengin fyrir ætternis- stapa, getur þetta orðið dálagleg „íslensk ræningjasaga". Geithálsi í desember 1909. Guðm. Magnússon. yið byggja lattðið. Eftir Indriða. Ilbreið. I. Athugaverðir eru nú tímarnir. At- vinnuleysi og peningaleysi kveður nú við úr öllum áttum. Hópum satnan ganga menn iðjulausir og allslausir, og svo hart kreppa að vandræðin, að menn jafnvel taka til þess óyndis- úrræðis, að fremja gripdeildir, til þess annaðhvort að hafa einn málsverð fyrir sig og sína, eða fá fleiri daga skjól og fæði á landsjóðs kostnað í betruna'rhúsinu, Áður fyrri voru þetta afleiðingar harðinda og fiskileysis, eldgosa eða annara landplága, en nú er engu þessu til að dreifa. Einmuna góð- æri, mildir vetrar og grasgefin sumur hafa gist land vort undanfarna tíð, og fiskafli ekki verið lakari en í meðallagi. En hvað er þá, sem veldur? Sannarlega væri ástæða til að heitasta umræðuspursmálið væri þetta. En fjarri fer. að svo sje. Jeg hef verið að skygnast í blöðunum eftir grein um þetta efni undanfarið, en öldungis árangurslaust. Þau hafa^ oftast öðru að sinna. Slíkir tímar eru þó voðalegir og stórhættulegir fyrir ekki þroskaðra þjóðfjelag en vort. í fyrsta lagi horfa hjer þau vandræði við, að hungursneyð getur dunið yfir þá minst varir, t. d. í kaup- stöðum, sem ótímabær ofvöxtur hefur hlaupið í og fólk hefur streymt óeðlilega mikið að, sem svo, þegar lánsstofnanirnar eru tæmdar, ekki horfir annað við en atvinnuleysi og eymd. í öðru lagi, þegar svo er komið, er við búið, að sveitarþyngsli vaxi afskaplega, svo þar af stafi önnur vandræðin. Þarf hjer því vel á verði að standa, að ekki hlaupi nú þeir, sem geta, af þessu fólki af landi burt, eða fari á sveitina. Nú höfum vjer tækifæri til að sýna þroska vorn, þann er vjer höfum svo mjög gumað af. Það er algild regla í heiminum, að þær þjóðir, sem eru lífinu vaxnar, finni jafnan ný ráð við nýjum vand- ræðum. Meðan vjer eigum alt þetta geisiflæmi af óræktuðu landi, og ekki þó fleira fólki milli að miðla, ættu góð ráð ekki að vera dýr. Og ef nauð skapar nú ekki nýja dáð og neyðin framaskeið, — ef ekki þessi óheillakreppa, sem þjóðin liefur ratað í, kennir henni að þekkja sinn vitj- unartíma, kennir henni að standa vakandi á verði og ekki sóa efnum sínum og lánstrausti í óeðlilegt, auð- laust bruðl, — ef hún nú ekki snýr sjer með rjettum tökum að þeim at- vinnuveginum, sem farsælastur er og, þegar á alt er litið, best borgar sig, jarðræktinni,— þá á hún enga framtíð fyrir höndum. Nú er tími fyrir alla sanna ættjarðarvini að vinna öllum árum að hennar mesta vel- ferðarmáli; nú má líka glögg- lega sýna, að landbúnaðurinn stend- ur sig fullkomlega á við aðra at- vinnuvegi landsins og að sjávarferðir sveitabænda hafa í flestum tilfellum verið harla fljótráðnar og misráðnar. Vil jeg þó ekki þar með segja nokk- urt ógnunarorð í garð sjávarútveg- - inum, þótt hann hins vegar sje áhættu- meiri og kostpaðarmeiri en landbún- aðurinn og því örðugri og óvissari fyrir efnalitla menn. En til þess að velmegun landsins sje að fullu borgið, þurfa báðir þessir aðalatvinnuvegir landsins að vera í góðu lagi og vinna saman að sameiginlegri velferð allrar þjóðarinnar. II. „Landið er fagurt og frítt“, segir f kvæðinu góðkunna, og enginn mundi dirfast að neita, að það satt væri; en vjer getum með alveg eins miklum rjetti sagt: „Landið er grös- ugt °g g°tt, | og gróður í dalanna skauti, | búsæld, ef betur er gáð [ að björg, sem í moldinni dylst“. Vjer þurfum hvorki gulls nje kola með til þessað láta oss lfða hjer vel(þótt það vitanlega ekki spilti til, í viðbót), því vjer höfum fulla reynslu fyrir því, að íslenska moldin borgar það, sem kostað er til að yrkja hana. Ef vjer plægjum jarðveginn, berum í hann aburð og sáumíhann, eðaþekjum hann með grasrót, þá getum vjer aflað oss allra vorra lífsnauðsynja með vel til- vinnanlegu móti, og meðan landið er svona óyrkt, þá eru tækifærin á hverri þúfu. Flestar jarðir á landinu geta tekið við og borgað mikið meiri vinnu, en nú er til þeirra kostað; en auk þess eru víða gróðursæl bygðarlönd alls- endis ónotuð. Þannig fer óhemju auður árlega ónotaður, en margur vinnufús og vinnufær maður sveltur með fjölskyldu sinni fyrir atvinnu- skort. Jeg er viss um, að allir, sem út í þetta hugsa, sjá, hvað það er öfugt og óeðlilegt, og mjög hlýtur þjóðfjelagsfyrirkomulaginu 1 landinu að vera abótavant, fyrst þetta gctur átt sjar stað.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.