Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.01.1910, Blaðsíða 4

Lögrétta - 05.01.1910, Blaðsíða 4
8 L0GRJETTA rFeltjui’ landsímann 3. ársíjóröung 1909. Símskeyti innanlands : Almenn skeyti Veðurskeyti Símskeyti til útlanda: 4043 7i 1200 00 5243 7i (2872 »s) Almenn skeyti Veðurskeyti Símskeyti frá útlöndum Sfmasamtöl............. Talsímanotendagjald 3846 79 279 07 4125 86 (4008 74) 1806 78 (1892 28) Viðtengingargjöld og einkaleyfisgjald Aðrar tekjur......................... Kr. 11176 35 (8773 °7) — 11831 05 (8288 80) — 1985 10 (1039 87) — 445 00 ( 945 96) 98 55 Samtals kr. 25536 05 (19047 70) Tölurnar, sem f () standa, sýna 3. ársfjórðung 1908. Jeg get t. d. bent á mjög byggi- legt land, sem tilheyrir Laugarvatns- landareign í Laugardal. Sú jörð er það flæmi, að vel mætti byggja úr henni 10 jarðir, án þess ábúandinn misti nokkurs verulegs í, því víðáttan er svo mikil, að hann hefur engin tök á að nota nema lítinn hluta lands- ins. Til dæmis að taka eru Laugar- vatnsvellir, sem Geysisvegurinn liggur yfir, rennisljett vallendisflöt, alt að því 200 dagsláttur að stærð, sem svo er grasgefin, að þrátt fyrir mikinn átroðning af ferðamannahestum, ýmsu stóði og afrjettarf je, er þar vanalega hey meira en af hálfum teig. Á hverju vori flæðir leysingarvatn úr fjöllunum 1 kring yfir vellina, og mundu þeir því vafalaust spretta eins og meðal- tún, ef þeir að eins væru varðir fyrir skepnugangi. Vellirnir jafngilda að stærð hjer um bil 10 meðal-túnum. Auk þess eru þar aðrir vellir minni, mýrasund og valllendiskvosir og víð- áttumikið og kjarngott beitiland. Einnig er land þetta, eins og áður er um getið, í þjóðbraut, og upp- hleyptur vegur næstum alla leið úr Reykjavík, og akfær vegur spottinn, sem eftir er, svo að þetta land virð- ist öðrum óbygðum löndum fremur Iagað til bygðar. Mjer er kunnugt um, að land þetta fengist með þessu augnamiði, eða partar úr því, með mjög aðgengi- legum kjörum, og geta lysthafendur snúið sjer til ábúandans á Laugar- vatni, hr. hreppstjóra Böðvars Magn- ússonar, eftir frekari upplýsingum. í vor er í ráði að byrjað verði að byggja þar, og gæti það heldur verið hagræði fyrir aðra, sem vildu reyna gæfuna og um leið leggja eitthvað á sig fyrir velferð landsins. — Þótt jeg nú hafi lýst þessu dæmi, er það ekki svo að skilja, að tækifærin sjeu ekki fleiri og kannske sumstaðar betri. Jeg hef aðeins lýst þessu af því, að jeg var þar sjerstaklega kunnugur. Frh. Frá I’órunni Á. Björnsdóttur Ijósmóðir hefur Lögr. verið beðin um þetta: „Jeg vel leyfa mjer, heiðraði rit- stjóri, að gefa skýringar á því, sem stendur í 1. tölublaði Lögrjettu þ. á. þar sem skýrt er frá gjöfum frá mjer og til mín. Það er dálítill misskilningur. Jeg var búin að afhenda það lítilræði, sem jeg sendi Heilsuhælinu, áður en mig dreymdi um nokkurar gjafir til mín, og það, sem hinar velvirtu heið- urskonur gáfu mjer, var ekkert í peningum, heldur í vel völdum og sjerlega vönduðum munum, sem jeg tel víst að muni nema þrjú hundruð kr. virði. Mjer er ekki kunnugt, hvað margar konur áttu þátt í því, en á ávarpinu standa yfir 200 nöfn og í samsætinu voru 160, og þakka jeg hinum heiðruðu konum (ásamt fleir- um, sem sýndu mjer heiður á þeim degi) af insta hjartans grunni, þá miklu rausn og ógleymanlegu sæmd og kærleika, sem mjer var í tje lát- inn, og þar með allar þær áhyggjur og fyrirhöfn, sem það hefur haft í för með sjer. Guð launi þeim það öllum af miskunn sinni, þá þeim mest á liggur. Reykjavík, 3/i 1910. Pórunn Á. Björnsdóttir, (ljósmóðirj«. Úr kjördæmi ráðherra (Barða- strandarsýslu) er skrifað: »Mikið gengur enn á syðra hjá ykkur. — Er nú gamli Björn að fara með landið í hundana ? — Hjer urðu menn óttaslegnir þegar skeytið kom; töldu yfirvofandi og framkvæmdan fjárdrátt bankastjórnarinnar hið eina, sem rjettlætt gæti aðferð Björns. — Lánstrausti Iandsins væri ekki stofn- andi í voða fyrir nokkra formgalla hjá bankastjórninni. — Það eru ann- ars hættulegir tímar, sem við lifum á. En hvað á að gera? Er ekki eina ráðið, að þjóðin heimti „mandatið" af þinginu og biðji um nýjar kosn- ingar? — Er ekki full þörf á að taka þetta frá rótum? Eru ekki á- steeðumar veigamiklar og Ijósar? — Þingið hefur brugðist vonum þjóðar- innar í sjálfstæðismálinu, traðkað end- urskoðun stjórnarskrárinnar, svæft kvenfrelsismálið, sett í valdasessinn ómögulegan mann, sem brýtur fjár- lögin og jafnvel fleiri lög eins og honum býður við að horfa, og hefur stórlamað lánstraust landsins, mann, sem ekki vílar fyrir sjer að fórnu andlegu og efnalegu sjálfstæði lands- ins á altari flokkshatursins og ofstæk- innar, ef því er að skifta. Auk þessa reynir hann að setja brennimark óráðvendninnar á ein- hverja nýtustu syni fósturjarðarinnar. — Greinjan gegn stjórn og þingi vex hjer vestra unnvörpum siðan skeytið illræmda kom. Hjer nær- iendis heyri jeg nú engan leggja Birni liðsyrði nema eina áttræða kerlingu. O. tempora! O. mores!« Reykjavík. Nýársbikarinn. Sú breyting hef- ur orðið á þeirri gjöf, að Guðjón úrsmiður Sigurðsson gefur Grettis- mönnum bikarinn einn, og það enn stærri og vandaðri bikar, en til var tekinn í fyrstu. óðinn. Nóvemberblaðið flutti mynd af dr. Cook norðurfara; mynd af Guðm. Stefanssyni glímukappa með íslandsbeltið, sem hann vann síðastl. sumar; erfiljóð eftir H. Kr. Friðriksson yfirkennara, ort af Matth. Joch.; myndir af yngstu, ísl. skáld- unum: JóhanniSigurjónssyni frá Laxa- mýri og Jónasi Guðlaugssyni; fram- hald af grein um Jökuldal og þar í myndir af síra Einari Palssyni í Reyk- holti og síra Einari heitnum Þórðar- syni frá Skjöldólfsstöðum. Ennfrem- ur kvæði eftir Jónas Guðlaugsson og Hjálmar Stefánsson o. fl. Desemberblaðið flutti mynd af dr. JóniÞorkelssynilandsskjalaverði; grein um þýska skáldið Fouque; mynd af Sumarliða Guðmundssyni pósti; grein um húsmuni, eftir barón von Jaden, með myndum; niðurl. greinarinnar um Jökuldal með myndum af bænd- unum Jóni á Skeggjastöðum og Guð- mundi í Fossgerði, og svo af höf- undi greinarinnar Jóni Pálssyni. ísland erlendís. Síra Jón Bjarnason. Honum var haldið heiðurssamsæti 15. f. m. í minningu þess, að þá voru liðin 25 ár frá því að hann tókst á hend- ur þjónustu í fyrsta lútherska söfnuð- inum f Winnipeg. Ræðu fyrir heið- ursgestinum hjelt W. H. Paulson, en söfnuðurinn færði honum heiðursgjöf til minja, silfurveski í bókarformi og var á lokinu upphleypt mynd af fyrstu lúthersku kirkjunni í Winni- peg, en neðan við myndina grafið letur, er skýrði frá, til hvers gjöfln væri og frá hverjum. En inni í esk- inu var ávarp til síra Jóns frá söfn- uðinum. Um fjögur hundruð manna segir Lögberg að tekið hafi þátt f samsætinu. Síra J. B. hefur oft verið ávarp- aður f íslenskum blöðum hjer austan hafs nú á síðkastið, og að jafnaði ver en skyldi. Því hvað sem segja má um kirkjumálaþrætuna milli þeirra síra Friðriks Bergmanns, þá er það víst, að mikill er munur mann- anna: síra Jón skörulegur, hreinskil- inn og falslaus, en síra Friðrik hræsn- in og uppgerðin tóm. Þetta hvort- tveflgja er augljóst af hverri línu, sem þeir skrifa, enda er það erki- hræsnari ókkar Austur-íslendinga, sem hjer hefur verið aðalloftunga síra Friðriks. Ráðherra og binðinðið. Ráðherra sagði sig úr Templara- fjelaginu í gær, — óvíst þó enn, hvort hann fær að segja sig úr, í stað þess að verða rekinn, segja kunnugir. Þess er getið, sem gert er. í októbermánuði síðastl., nokkrum dögum áður en hreppaskil voru hald- in í Engihlíðarhreppi, gerði Árni bóndi á Geitaskarði það virðingar- verða verk, að hann safnaði að sjer því fje, er við Skagfirðingar áttum í nágrenni við hann; rak það svo niður á kvennaskólann á Blönduósi og slátraði því þar til fæðis handa kvennaskólafólkinu þar. Sendi sfðan skýrslu yfir þessar gerðir sínar til manns á Sauðarkróki, þar sem hann tekur fram lifandi vigt á hverri kind og setur verð á hvert pund í lifandi vigtinni, og sendir peninga með til þess að borga hverjum mark-eiganda eftir pundatölu. Einnig tekur hann það fram, að fjeð hafi verið næturstað- ið, svo að ekki var það bjargarskort- ur fyrir fjeð, sem knúði Árna til að gera þetta. Honum var líka full- ljóst, að fje okkar hefði komist til rjettra eigenda, af hreppaskilum, ef það hefði verið ódrepið, eins og raun varð á með þær fáu kindur hjer að norðan, sem ekki komust í hans hendur; þær komust með skilum til eigendanna. Fjallskilareglugerð Hún- vetninga er, eins og aðrar fjallskila- reglugerðir, til þess, að halda reglu á með fjallskil og fjárheimtur og tryggja samvinnu milli sveita í því, að hver fjáreigandi geti fengið sitt fje, þótt það gangi sveita eða sýslna á milli. Nú verður mörgum ósjálf- rátt á að spyrja: „Hvers vegna hef- ur Árni þessi slátrað fje okkar fyr- irvaralaust, áður en við gátum hirt það á hreppaskilum, eins og venja er? Gerir hann það í hagsmuna- skyni fyrir sjálfan sig eða kvenna- skólann? Eða gerir hann það til þess að sýna þjóðinni, að hann enn sem fyr ekki skeyti um, að halda lög eða reglur hennar, ef honum ræð- ur svo við að horfa? Eðu gerir hann þetta af eintómri heimskut Ef þessi aðferð Árna líðst aðfinn- ingalaust í þetta sinn, má búast við, að fleiri leiki sama bragðið og jafn- vel, að reglugerðir og lög landsins verði lítilsvirt af honum í fleiru en þessu. En til þess að koma í veg fyrir það, að stjórnendur sveitarinn- ar missi virðingu sína bæði út á við til annara sveita og inn á við hjá samsveitungum sínum og fyrir sjálf- um sjer, þurfa þeir, með tilstyrk sýslumannsins í Húnavatnssýslu, að sjá um, að Arni þessi fengi opin- bera áminningu fyrir þetta athæfi sitt, svo framarlega sem ekki ligg- ur þyngri hegning við að lögum. Skagfirðingur, einn af fjáreig- endunum. Trúlofuð eru Þorsteinn Skaftason ritstjóri á Seyðisfirði og frk. Þóra Matthíasdóttir Jockhumssonar skálds. Bæjarstjórnarkosning á Seyðis- flrði er nýfarin fram og hlutu kosn- ingu Kr. Kristjánsson læknir og frú Solveig Jónsdóttir, kona Jóns Stefáns- sonar áður pöntunarstjóra og dóttir Jóns alþm. frá Múla. Hlutafjeiagið Thomas Th. Sabroa&Co., Aarhus — Danmörku, býr til kolsýru-, kxli- og jrystivjelar, hefur lagt útbúnað til 600 flskflutningaskipa, flskfrysti- liúsa, flskgeymslustöðva, beitufrystihúsa, raótorflski- skipa, gufuskipa, íshúsa, mjólkurbúa og til ýmislegs annars. Fulltrúi fyrir ísland er: Sísli cSofinsQn konsúll í Vestraannaeyjum. Nýr kaffibætir. Allar góðar konur eru beðnar að reyna hinn nýja kafflbœtÍF, sem jeg læt búa til suður á Þýskalandi, úr hinum heilnæmustu og smekk- bestu efnum og er lögð stund á, að framleiða bestu VÖru, án tillits til kostnaðarins. Allir kaupmenn geta fengið kalfibætirinn hjá mjer, og er hann aðeins egta, ef mitt nafn stendur á hverjum pakka. Húsmæður, sem hafa reynt þennan ágæta kaffibætir, nota aldrei annan, Biðjið ætið um Jakobs Gtunnlög'ssonar kaffibætir, þar sem þjer verslið, og hættið ekki fyr en þjer hafið fengið hann. Virðingarfylst. Jakob Gunnlögsson. ANDERSEN I JENSEN Overgaden n. Vandet 15. Talsfml 1650. Kjöbenhavn. Desimal- búða- og- skála- vogir. ! s 1 !|FSápuliiísið, SápufÉin, Austurstr. 17. Laugav. 40. Til þvotta: Prima græn sápa, pundið á 14 au. Prima brún sápa, pd. á . . 19 — Ekta Lessive Lútarduft, pd. á 20 — Ektakemiskirsápuspænir.pd.á 35 — Prima Marserillesápa, pd. á . 25 — Prima Salmíakssápa, pd. á . 30 — K.villaja-Gfalde §ápa, burtnemur bletti, stk. á . . 20 au. Geldasápa (á litað tauý/^pd. á 35 — Handsápur: Stór jurtasápa (r,3 pd.) stk. á 15 au. Stór tjörusápa (*/3 pd.) stk. á 30 — Stór Karbólsápa («/3 pd.) stk. á 30 — Sclious Barnasápa, (ómissandi á börn), stk. á . 25 au. 3 stk. af ekta fjóíusápu á . 27 — Til bökunar: Florians Eggjaduft (jafngildi 6 eggja) á.............10 au. 3 skamtar Florians búðings- duft á.................27 — 10 au. Vanille-bökunarduft á 8 au. 5 » do. ... 4 - 3 stórar Vanillestengur á . .25 1 glas með ávaxtalit á . .10 — Möndlu-, sitrón- og vanille- dropar, af 2 stærðum, glas- ið á..............—30 — Fínasta Livornó-súkkat.pd.á 68 — Ilmefni: Stór flaska af Brillantine (í hárið) á................45 au. Ilmefni í lausri vigt, iogröm á 10 — Svartur, brúnn og gulur skó- áburður f stórum öskjum á 20 au. í minni do. á .... 12 — 3 dósirafjúnó áburði(ábox- calfskó) á............27 — Sápuhúsið, Austurstræti 17, Sápubúðin, Laugaveg 40, selur tómar, stórar grænsáputunnur frá...............kr. 1,50—2,00. h|f Sápuhúsið, Sápubúðin, Austurstræti 17. Laugaveg 40. ölýsingar tekur mvegis fyrir lægra verð Kq horfrun að (Bsaar dofíansan á Hotel ísland veitir tilsögn í fiJluspili. Sfty Auglýsingum i „Lög- rjettu“ tekur ritstjórinn við eða prentsmiðjan. Á þilskip. Stýrim. og nokkrir duglegir há- setar geta fengið skiprúm. Góð kjör. Fáið upplýsingar á Lauga* veg 34 B. [—4 A^ðalfiiiidUxi- íshússfjelagsins við Faxaflóa verður haldinn í Bárnbúð mánud. 17. þ. m., kl. 6 e. h. Ársreikningar verða framlagðir, einn verður kosinn í stjórn og tveir endurskoðunarmenn. Tr. Gnnnarssoii, KvöldmeHsn í dómkirkjunni á morgun, þrettánda dag jóla kl. 6. Sjera Friðrik Frið- riksson prjedikar. Jóhann Þorkelsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.