Lögrétta - 12.01.1910, Síða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.:
ARINBJ. SVEINBJÁRNARSON
■ I.augavey: 41«
Talsimi 74.
- ’ tUtstJ&ri
F’ORSTEINN gislason
Pinghóltsstræti 17.
Talsími 178.
Ur4I
M 3.
Reykjayík 13. janúar 1910.
V. árg.
I. O. O. F. 9111472 I.
Forngripasafniðopið á sunnud., þriðjud. og
fimtud. kL 12—2.
Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1.
Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3.
md. í mán. 11—1.
Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io'/a
—12 og 4—5.
Islands banki opinn 10—27. og 57»—7-
Landsbankinn io1/*—2^/a. Bnkstj. við 12—1.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í
mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
12—3 og 5—8.
HA-FN ARSTR-17-1819 20 21-22 • KOIAS 12- LÆKJART-1-2
• REYKJAVIK •
íslenskt smjör, ágætt,
Hangikjöt,
Kæfa,
Saltfiskur,
Riklingur,
Islenskt fiður.
Sauðskinn.
P akkhfisðeiðin i
m
11
U
Lárus Fjeldsted,
TflrrJettarmálafærslumaOur.
Lækjargata 2.
Heima kl. 1 1—12 og 4—5.
t
'P
íyrv. (líinistjóri í iaiidsyfírdóroiniiiii,
Hann andaðist að kvöldi 7. þ. m.
á heimili sínu hjer í Reykjavík, 75
ára gamail, eftir langvarandi van-
heilsu, og var hann, einkum síðasta
missirið, oft þungt haldinn.
L. E. Sveinbjörnsson var fæddur
31. ágúst 1834 og var ættfærður
sonur Þórðar dómstjóra Sveinbjarnar-
sonar í Nesi, ágæts manns, og hjá
honum ólst hann upp; útskrifaðist úr
Reykjavíkurskóla 1855; sigldi síðan
til Khafnar til að stunda lög við há-
skólann. En er hann var nýkominn
þangað, andaðist faðir hans (20. febr.
1856) og varð hann þá að vinna
fyrir sjer að miklu leyti sjálfur.
Nokkru eftir andlát föður síns varð
hann kennari elsta sonar hins nafn-
kunna baróns Blixen-Finecke; við
þetta starf var hann 2—3 ár. Má
af líkindum ráða, að lítið hefur hann
getað gert að laganáminu meðan
hann dvaldi sem kennari hjá baróni
þessum, eða var á ferðalagi með
syni hans. En af því má marka,
hve mikið álit hefur verið á þessum
unga íslendingi, að hann var tekinn
rúmlega tvftugur til þess að kenna
og ala upp elsta son slíks höfðingja
sem Blixen-Finecke var (hann var þá
kvæntur seinni konu sinni Augústu
prinsessu af Hessen, systur Louise
drotningar). L. E. Sveinbjörnsson
tók síðan próf í lögum árið 1863.
Hann var settur sýslumaður í Árnes-
sýslu 1866—68, en fjekk veitingu
fyrir Þingeyjarsýslu 11. okt. 1867.
Þjóðhátfðarsumarið, 1874, varð hann
bæjarfógeti í Reykjavík og sýslu-
maður í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Þeim embættum báðum þjónaði hann
til fardaga 1878. Þá varð hann með-
dómandi í landsyfirdóminum, og í
þeim dómi sat hann rjetta þrjá ára-
tugi. Dómstjóri varð hann 1. maí
1889 og gegndi því embætti nær 19
ár, en sagði því af sjer 30. mars
1908, og var heilsa hans þá mjög
tekin að bila.
Kona L. E. Sveinbjörnssonar var
Jörgina dóttir hins þjóðkunna merkis-
manns Guðmundar verslunarstjóra
Thorgrímsens á Eyrarbakka og lifir
hún mann sinn, en hefur nú síðustu
missirin verið í Danmörku. Börn
þeirra eru: Guðmundur, aðstoðar-
maður á 1. skrifstofu í ísl. stjórnar-
ráðinu, Ásta, gift Magnúsi Einars-
syni dýralækni, og Jón lögfræðingur
f Khöfn. Eldri dóttir þeirra, Kistín,
gift Magnúsi Jónssyni núv. sýslu-
manni í Hafnarfirði, andaðist 1908.
Æfiágrip þetta er að mestu tekið
eftir grein, sem Jón bæjarfógeti
Magnússon ritaði með mynd af L.
E. Sveinbjörnson í „Óðinn" fyrir 4
árum. Opinberri starfsemi og fram-
komu L. E. Sv. er þar svo Iýst:
„Eins og gerist í smáum þjóðfjelög-
um, er hjer einatt hlaðiðýmsum annar-
legum störfum á þá menn, er skara
þykja fram úr. L. E. Sveinbjörns-
son hefur þvf haft ýmsum opinber-
um störfum að gegna, auk embætta
sinna. Þannig var hann skipaður
framkvæmdarstjóri Landsbankans, er
bankinn var settur á stofn 1886, og
því starfi gegndi hann þangað til
1893. Það getur varla orðið um
það deilt, að það hafi verið mjög
hyggilega ráðið, er þáverandi yfir-
dómari L.E.Sveinbjörnsson var valinn
til þess að koma bankanum af stað.
Þá voru landsmenn ekki einungis ó-
kunnugir öllum bankastofnunum og
notkun þeirra, heldur kunnu jafn-
vel lítt með peninga að fara eða þá
að meta. Það þurfti því bæði hygg-
inn mann og gætinn til þess að
standa fyrir hinni fyrstu bankastofn-
un hjer, er hún var að fara af stað.
Á alþingi sat hann sem konungkjör-
inn þingmaður á árunum frá 1885 —
1897, en fyrir þingið i899 varhann
ekki endurkosinn af stjórninni, af því
að henni þótti hann ekki nógu auð-
sveipur sjer í stjórnarskrármálinu.
Á þingi voru tillögur hans ávalt mik-
ils metnar, og jafnan var hann þar
talinn í fremstu röð. í bæjarstjórn
Reykjavíkur sat hann í mörg ár, eft-
ir að hann var orðinn yfirdómari, og
síðan var hann lengi í niðurjöfnun-
arnefnd, formaður.
Af ritstörfum liggur eftir hann
Formálabókin, sem hann samdi í fje-
lagi við Magnús landshöfðingja Step-
hensen. Bók þessi er mikið rit og
gott, þegar tekið er tillit til þess,
að elcki var við að styðjast lögfræð-
islegar ritgerðir um einstök efni,
hvað þá systematiskar lögfræðisbæk-
ur, og ber Formálabókin jafnt vott
um lögfræðislegan skarpleik höf-
undanna sem um kunnáttu þeirra í
íslenskum lögum.
L. E. Sveinbjörnsson hefur ekki
einungis verið fyrirmynd annara sem
embættismaður, heldur hefur hann
jafnan haft og sýnt mikinn áhuga á
verklegum framförum í Iandinu, bæði
meðan hann var þingmaður og banka-
stjóri, og endrarnær. Undir stjórn
hans gaf bankinn af varasjóði spari-
sjóðs Reykjavíkur 6000 kr. Búnað-
arfjelagi Suðuramtsins til sandgræðslu
f Rangárvallasýslu. Hann var einn
af forgöngumönnum að stofnun sfld-
arveiðafjelags við Faxaflóa og Fje-
lagsbakaríisins í Reykjavík, og þótt
hið fyrnefnda fyrirtæki yrði ekki arð-
berandi, þá hefur það síðar sýnt sig,
að rjett var í rauninni stefnt. Með
þessu og ýmsu öðra hefur hann sýnt
það, að hann sá og skildi snemma
stefnu nútímans að því er snertir
fjelagsskap til meiri háttar fram-
kvæmda. — Hann hefur lítt leitað
eftir hvlli manna, heldur gengið braut
sína beint áfram, og farið að því,
sem hann hefur álitið rjettast og
sannast og helst að lögum, enda
nýtur hann almennings lofs fyrir ó-
hlutdrægni í dómarastörfum".
L. E. Sveinbjörnsson var fríður
maður sýnum, hár og vel vaxinn og
hinn tígulegasti á velli. — Hann
var kommandör af 1. fl. dannebrogs-
orðunnar.
fyrirlitning á lögunum
eða jáviska?
í nýju bankalögunum frá 9. júlí
f. á. er ákveðið, að bankastjórarnir
við Landsbankann megi ekki hafa á
hendi neina aðra atvinnu; og þótt
teygja muni mega ákvæði þetta
nokkuð, þá er þó að minsta kosti
vafalaust með öllu, að bankastjór-
arnir mega ekki reka verslun nje
láta reka verslun undir sínu nafni
(firma).
Herra Björn Kristjánsson, sem ráð-
herra dubbaði upp í bankastjóra við
Landsbankann 1. okt. f. á.,— þremur
mánuðum áður en lögin, sem stofn-
setja hið nýja bankastjóraembætti,
voru gengin í gildi(l), sbr. Stjt. 1909
B, bls. 202 — hefur, eins og kunn-
ugt er, rekið allmikla verslun hjer í
bæ undir sínu nafni, og er sú sama
verslun rekin enn fram á þennan dag
í sama formi, undir sama nafni ó-
breyttu að öllu leyti, og er þó hr.
Björn Kristjánsson frá nýári sestur í
bankastjórastarfið fyrir fult og alt,
auk þess sem hann gegndi banka-
stjórastöðu undir gömlu lögunum frá
því ráðherra rak lögmætu banka-
stjórana þar úr stóli. Hvernig er nú
þetta fóðrað ?
Hr. Björn Kristjánsson hefur að
vísu sjeð, að eitthvað varð hann að
láta það heita, til þess að brjóta ekki
opinbsrlega beint í bág við banka-
lögin, og þess vegna hefur hann, að
minsta kosti í orði kveðnu, afhent
syni sínum verslunina. Hins vegar
hefur honum síst dulist, hve afar-
mikla þýðingu það hlýtur að hafa
fyrir lánstraust verslunarinnar og álit
hjá ókunnugum, að hún beri natn
aðalburgeissins í framkvæmdarstjórn
þess banka, sem er eins nátengd- I
ur landsjóði íslands og stjórn og
Landsbankinn er, enda má og vera,
að hann hafi enn aðrar ástæður, er
geri honum hentugt, að halda nafni
sínu óbreyttu á versluninni. Um það
skal hjer eigi frekari getum leitt, en
víst er um það, að hjer hefur hon-
um þótt undir því komið, „að vera
sem allra vitrastur", eins og nafni
hans í Mörk sagði. Þess vegna gerir
hann þá málamiðlun, um leið og
hann tilkynnir, að hann sje genginn
úr firmanu „Björn Kristjánsson", að
hann gefi samþykki sitt til þess, að
firmað, sem nú sje algerlega eign
sonar hans, vhcildi áfram undir
sama nafni«. Þetta má lesa í Lög-
birtingablaðinu 16. desember f. á.
Með öðrum orðunv, Bankastjóri Björn
Kristjánsson er smoginn úr firmanu
Björn Kristjánsson og á ekkert í
versluninni Björn Kristjánsson; en
samt notar verslunin bankastjóra-
nafnið Björn Kristjánsson, eins og
það væri herra Björn Kristjánsson
einn, hann og enginn annar, sem
ræki þá verslun, sem hann að lög-
um ekki má reka, þann dag í dag.
Þetta kann að virðast nógu snið-
ugt; en það hefur einn ágalla. Það
er skýlaust lagabrot, eins skýlaust og
hitt brotið hefði verið, að halda versl-
uninni áfram jafnframt bankastjóra-
starfinu, alveg umsvifalaust og opin-
berlega. Samkvæmt 13. grein í lög-
um um verslunarskrár, firmu og pró-
kúruumboð frá 13. nóv. 1903 er sem
sje óheimilt, þegar atvinna, sem einn
maður eða fjelag með ótakmarkaðri
ábyrgð hefur rekið, er afsöluð ein-
stökum manni, að semja svo um, að
halda megi firmanafninu óbreyttu,
nema þannig, að það sje aukið við-
auka, er sýni, að eigendaskifti hafi
orðið (í dönsku þýðingunni: „Tillæg,
som antyder Efterfölgerskabet").
Auk þess sem þetta snildarbragð
hr. Björns Kristjánssonar rekur sig
á það, sem er ein aðalástæða fyrir
því að banna bankastjórunum annan
atvinnurekstur, rekur það sig á bein
fyrirmæli þeirra laga, sem hann, eftir
stöðu þeirri, sem hann er í settur,
ætti að vera manna kunnugastur.
Hvort sem hjer er að ræða um
vanþekkingu eða jafnframt eitthvað
annað, má þetta ekki líðast lengur.
Nafn Landsbankastjórans má ekki
lengur notast sem agn eða ábyrgðar-
skírteini fyrir þessa einu verslun,
þvert ofan í lögin.
Annaðhvort verður að sleppá leist-
anum, eða halda honum alveg.
P.
til þess að heyra og santifærast um,
hve goðborið hljóðfæri fiðlan er 1 ,
höndum manns, sem kann að fara
með hana. Hún á þá „uppreisn"
skilið, eftir jafn blygðunarlausa með-
ferð, sem hún hefur orðið að þola
hjer á landi fram á þennan dag.
Sigfús Einarsson.
1
jV C.:
Fimm þingmönnum sínum hefur
ráðh. náð undir svo hljóðandi
skjal, sem sent var út í Iaumi og
er prentað, líklega í prentsmiðju ísaf.,
ólöglega, með því að prentsmiðju-
nafnið vantar á miðann:
„Privat.
Oscar Johansen.
Hann ætlar að láta til sín heyra í
Iðnó, á þriðjudaginn kemur.
Skyldi nú nokkur hlýða þeirri
messu ?
Svo slælega hafa menn sótt söng-
skemtanir þær, sem haldnar hafa
verið í bænum undanfarin ár, að ekki
er vanvirðulaust fyrir bæjarbúa, svo
undarlega fíknir sem þeir eru í aðr-
ar skemtanir, vel flestar, eins — og
ekki síður — þær allra — allra auð-
virðilegustu.
Svo mikil brögð eru að þessu, að
söngfólk bæjarins fer að verða ófáan-
legt til að efna til opinberra sam-
söngva annara en þeirra, sem haldnir
eru fyrir útlenda ferðamenn að
sumarlagi.
Sorglegt, ef sú yrði reyndin í
höfuð-menningarstað landsins.
Það, sem gefur mjer von um, að
menn kunni að fjölmenna á sam-
söng Johansens, er það, að öllum er
nýnæmi á sæmilegu fiðluspili. Því
er nú ver, liggur mjer við að segja,
að hann er sjálfur í sjón eins og fólk
flest, en hvorki Hottintotti nje Negri,
því að ef svo væri, þá þyrfti ekki
að hóa fóiki saman.
En söngvinum — og þeir eru til
hjer, sem betur fer — vildi jeg sagt
hafa, að Johansen þessi er listamað-r
ur góður og gildur. Það er ekkert
„humbug", sem hann er með á boð-
stólum. Hve víðfaðma list hans er,
læt jeg ósagt að svo komnu. Það
gefst mönnum færi á að heyra á
þriðjudagskvöldið kemur. Því að
svo mun verða til stilt, að um það
megi þá dæma með nokkrum rök-
um. Aðalhlutverkið kvað verða Kon-
cert eftir Ch. Bériot, Romance eftír
Joh. Svendsen, kunn um víða ver-
öld. Margt vitanlega þar að auki.'
Jeg hef eigi heyrt Johansen spila
annað en smálög, en það helur hann
gert svo, að jeg trúi því illa, að
hann heykist, þó að á reyni betijr
og hann færist meira í fahg.
Jeg tel það happastund fyrir okl^-
ur íslendinga, er hann rjeðst hingalð
tii lands, því að jeg er í engum vaífa
um það, að hann getur orðið söng-
list vorri að stórmiklu liði, ef v(ð
hrekjum hann ekki aftur um hæl me|ð
kulda og tómlæti.
Komið ungum drengjum og stúlk-
um til hans og biðjið hann að kenija
þeim á fiðlu, sem til þess eru begt
hæf. Áður vantaði kennarann. Nú
er hann kominn.
En verjið fyrst einni kvöldstund
Vara þarf alla góða drengi og
sanna sjálfstæðismenn við lævíslegri
tilraun, er nú er verið að gera til
þess að æsa menn upp og ginna þá
til að rita undir vantraustsyfirlýsingu
til ráðherrans og fráfararáskorun út
af bankastjórnarskiftunum 22. f. mán.
— ginna menn til að kveða upp á-
fellisdóm að lítt kunnum málavöxt-
um eða alveg rangfærðum. Bíðum
allir nefndarálitsins frá bankarann-
sóknarnefndinni; það kemur mjög
bráðlega.
Rvk, 6. des. ’o9.
Ari Jónssön, Benedikt Sveinsson,
alþm. alþm.
Bj. Kristjánsspn, Hannes Porsteinsson,
alþm. alþm.
Magnús Blöndahl,
alþm."
.„• ... - ■' . 4. ..^
Svona var H. þ. bundinn, þegar
kjósendur hans skoruðu á hann í
vetur, að segja afstöðu sína til máls-
ins hiklaust, en hann þorði í hvor-
ugan fótinn að stíga.
Nú er meira en mánuður liðinn
síðan þetta skjal var undirskrifað og
skýrslan, sem ráðherra lætur þing-
mennina lofa „mjög bráðlega", er
ókomin enn.
Alla þingmenn meiri hluta flokks-
ins, sem búsettir eru hjer í Rvík,
hefur ráðherra ekki getað fengið
undir þetta laumuskjal, Þeir Si sem
undir því standa, eru bitlingaskjóð-
urnar, sem hann gengur með undir
handarkrikanum og er altaf að smá-
stinga einhverju ofan í.
Ffá fjalMindum til fistiil
Sjálfsmorð. Ölafur bóndi 1 Norð*
urkoti í Grímsnesi fyrirfór sjer ný-
lega, fanst rjett utan við bæjárdyr
sínar skorinn á háls. Hann hafði
verið mjög heilsulítill síðástí. sumar,
Tveir menn drnknnðu seint í
síðastl. mánuði, úr Hafnarfirði, Jón
Vigfússon og Einar Pjetursson, báð-
ir kvæntir. Höfðu verið á fugla-
veiðum.
Slysfarir. Björn bóndi á Brekku
í Biskupstungum var nýlega á ferð
heim til sín frá Eyrarbakka og var
með tvo hesta til reiðar. Hann reið
út í vök annaðhvort á Hvítá eða
Stóru-Laxá, misti þar niður báða
hestana og náði þeim ekki aftur, en
komst af meiddur og dasaður.
; : Ti:-i
Annað slys er einnigsagtað aust-
an. Maður að naíni Gunnsteinn, í
Kringlu, stökk ofan af húsvegg og
hafði prik fyrir sjer. Það stakst upp
í munn hans, er niður kom, og gekk
endinn út um aðra kinnina..