Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.01.1910, Blaðsíða 2

Lögrétta - 12.01.1910, Blaðsíða 2
16 L0GRJETTA Lögrjetta kemar út i hverjum mið- \tkudegl og ank þess aukablöð við og slð, mlnit 60 blöð alt á ári. Verð: 4 kr. árg* á falandl, erlendia 5 kr. Gjalddagt 1. júlL Eftir Jón Þorláksson. V. Vatnsheldir reggir. t kaflanum hjer á undan var þess geti?, hvernig farið er að verja jarð- rakanum uppgöngu í veggina; jietta er samt ekki nóg til þess að fyrir- byggja raka í húsinu; til þess út- heimtist fyrst og fremst að veggirnir sjálfir sjeu svo vatnsheldir, að regn- vatn komist ekki inn í gegnum þá. Steypan sjálf, aðaiefni veggjanna, sem lýst er í III. kafla, er ekki vatns- held; hún drekkur í sig vatn, verður alveg vatnsósa í votviðrum, ef hún er ekki varin, og getur þá ekki hjá því farið, að bleytunnar (rakans) verði vart innan á veggjunum, ef ekki er að gert. Ráðin til þess að varna þessum raka inn í húsin eru þau, annað- hvort að gera ytra borð veggjanna vatnshelt, eða innra borð þeirra. Ef veggirnir eru gerðir vatnsheldir að utan, svo að bleytan komist ekki inn í þá, þá er það auðvitað hið besta; en á því eru taslverðir örð- ugleikar, svo að menn neyðsst oft til þess að setja einnig vatnshelt lag innan á veggina, sem varnar því, að sá raki, sem kann að komast inn í vegginn, komist inn úr honum. Einfaldir steypuveggir eru gerðir vatnsheldir að utan, með því að draga fyrst á þá sementshúð, þ. e. */2 til 1 þml. þykka húð úr sementsstein- lími 1 : 2 (tveir hlutar sands móti I hluta sements). Skán þessi er sljett- uð utan, og er hún f sjálfu sjer miklu betur vatnsheld en steypan undir, en þó ekki nægilega vatnsheld, Til þess að fá hana nægilega vatnshelda, þarf að lokum að bera á hana einhvern vatnsheldan áburð. Eru til margs- konar áburðir og aðferðir til þess, og hefur fæst af því verið reynt hjer á landi; mjer vitanlega er það aðeins tvent, sem reynt hefur verið hjer með góðum árangri; annað er steináburður þýskur, sem testalín nefnist; það eru tveir vökvar, sem bornir eru á vegg- inn hvor á eftir öðrum; þegar þeir mætast inni í yfirborðinu, þá stein- renna þeir eða mynda eins konar steinefni irtni í holum yfirborðsins, sem þjettir yfirborðið og varnar vatn- inu inngöngu. Þeir, sem hafa brúkað áburð þennan, hafa látið vel af hon- um, en full reynsla er ekki fengin ennþá um endingu hans. Hann breytir lítið útliti steypunnar, gefur henni að- eins ljósleitan blæ. Það er áríðandi, að yfirborðið sje sem þjettast áður en áburðurinn er borinn á, og er gott að kústa vegginn svo sem tvisvar með sementsvatni í því skyni. Hitt efnið, sem notað hefur verið til þess að gera ytra borð veggjanna vatnshelt, er olíumálun. Það er sink- hvíta, hrærð út í fernisolíu, og má setja þar litarduft saman við, ef menn vilja hafa annan lit en hvítan; en síðan málað yfirborðið með þessu að minsta kosti tvisvar. Ekki má olíumála sementshúðina fyr en hún er orðin svo sem ársgömul, bæði vegna þess, að bleytan, sem situr í steypunni frá því veggurinn var steyptur, verður að fá að þorna fyrst, og svo vegna þess, að sementið jetur af sjer olíulitinn meðan það er ný- Iegt. Olíumálunin þornar og spring- ur með tímanum, og þarf því að endurnjíja hana öðru hvoru. Ymsa áburði aðra mætti nefna, sem ekki hafa verið reyndir hjer á landi svo jeg viti, svo sem t. d. kalk (óleskjað kalk, brendar skeljar) Ieskjað í undan- renningu; sá áburður á að vera nokk- urn veginn vatnsheldur; þolir miklu betur vætu en venjuleg kalk-ástroka, úr kalki og vatni. Hvergi leitar vatnið eins inn í veggina og undir gluggum öllum, í gluggatóftunum. Þess vegna þarf að verja yfirborðið þar sjerstaklega vel, og eru hafðir til þess fótbekkir (sólbekkir); þeir eru stundum gerðir úr þjettri steypu, en það er tæpast nógu gott, þurfa helst að vera úr alveg vatnsheldu efni; má r.ota til þess járnþynnur, en þær eru ekki áferðarfallegar; best er að hafa fót- bekki úr góðum enskum skifum; þær eru ekki svo dýrar, að neinn þutfi að fæla. Asfalt það, sem áður var nefnt, er ágætlega vatnshelt efni, en ekki munu menn vilja smyrja húsveggi með því að utan útlitsins vegna. Ekki mega menn hcldur ætla sjer að smyrja steypuvegg utan með asfalti og hylja það svo með sementsskán að utan; skánin dettur þá af vegna frostanna. Aftur á móti er ágætt að smyrja as- falti á milli gluggakistu og veggjar, til þess að raki frá gluggakistunni komist ekki í vegginn. Ýmsum, sem þannig hafa varið veggi sína að utan, hefur reynst það nægi- legt, að minsta kosti fyrstu árin, til þess að varna raka utan frá inn í gegnum veggina, en þess verður vel að gæta, að þetta er einkum í þurviðrasömum plássum. Jeg vil ráð- leggja öllum að gera veggi sfna líka vatnshelda að innan, og er ekki um annað að ræða þar, en að bera á þá brætt asfalt, eða blöndu þá af soðinni koltjöru og kalki, sem áður var getið. Þetta er gert þannig: þegar búið er að taka steypumótin frá veggjunum, eru þeir sljettaðir nokkurn veginn að innan með því að kasta steinlími í ójöfnurnar og jafna yfir með kústi. Síðan er asfaltið brætt í potti (eða tjaran og kalkið) og borið á heitt, og þess gætt vand- lega, að hvergi verði göt á. Ef as- faltlagið er ekki götótt, þá er það áreiðanlega alveg vatnshelt, og kemst þvf engin væta utan að inn í gegn- um það. Þarf þá ekki að koma að sök, þótt einhver dálítil bleyta kom- ist utan að inn í vegginn; hún kem- ur ekki fram inni í húsinu fyrir því. Auðvitað vilja menn ekki hafa í- búðarhúsaveggi svarta sem bik að innan fremur enn að utan, enda þart þess ekki. Innan á asfalthúðina má festa sementsskán, ef menn vilja. Það er algengt byggingarlag í út- löndum, að bera asfalt innan á vegg- inn, húða þvínæst innan á asfaltið með kalk- eða sementsblöndu og fín- um sandi; þegar þetta er orðið þurt, er límt þar á lag af óvönduðum pappír (gömlum dagblöðum) og inn- an á það er aftur lfmdur mislitur veggjapappír. Þetta hefur líka verið gert á einu húsi hjer í Reykjavík (K. Zimsens ingeniörs) og gefist þar einkar vel. Reynslan hefur sýnt það, að steinlfmshúð bindur sig nógu vel við asfaltið til þess að tolla innan- húss, en ekki utanhúss. Þessi ráð til samans, að asfaltbera veggina innan og að húða þá og mála, eða strjúka með steináburði ut- an, eru alveg óyggjandi til þess að gera veggina vatnshelda. Samt get- ur komið fram raki innan á slíkum veggjum; en hann stafar þá ekki af vætu utanfrá, heldur af því, að innra borð veggjarins kólnar of mikið, svo að rakagufa úr herbergjunum safnast að þvf, með öðrum orðum af þvf, að veggurinn er ekki nógu hlýr, ekki nógu skjólgóður, og verður vikið að því aftur í næsta kafla. JI5 byggja lanðið. Eftir Indriða Ilbreið. (Niðurl.). III. „Sú kemur tíð, að sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga". í þessu erindi felst björt og fögur framtíðarhugsjón, sem þarf einmitt að verða framtíðarhugsjón þjóðarinnar okkar; en til þess að sú hugsjón rætist, þarf margt að breytast til batnaðar frá því, sem nú er. Nú sem stendur eru búin ekki stærri en svo, að þau bera ekki mikið fleira fólk, en við þau vinna, og efnahagur fæstra bænda því vaxinn, að halda marga verkamenn fyrir fæði og kaup Það, sem því hjer þarf með, er, að að almenningur hafi greiðan aðgang að jarðnæði, svo að sem flestir fái umráð yfir landi. Ennþa er þetta ekki í svo góðu lagi, sem vera ætti, svo aðgengilegt sje fyrir jarðnæðis- lausa verkamenn að ná sjer í blett til ræktunar. Bætur á þessu geta ekki orðið annara verk en þings og stjórnar, og verða menn því nú að sæta því, sem er, enda er það ekki þeim örðugleikum bundið, að ekki sje hægt fram úr að ráða fyrir fram- takssama menn. En þá vilja menn eðlilega spyrja, hvaðan þeir eigi að fá byrjunar- kostnaðinn. Það er von, að mönn- um vaxi það í augum, og að eigna- lausir fjölskyldumenn, sem margan tíma árs verða að líða bjargarskort, sjái ekki marga vegi til slíkra stór- ræða. En einhvern veginn fara þeir þó að lifa, og á sumrin fá þeir vana- lega umráð yfir þó nokkrum pen- ingum, og ef þeir færu nógu hyggi- lega að, ættu þeir að geta komið sjer þannig fyrir, að þeir gætu keypt sjer skepnur fyrir sumarkaupið sítt og sett þær á. Það mundi verða þeim miklu farsælli vetrarforði, en þó þeir eyddu þvf í einhverju kaup- túninu. Einna tilfinnanlegasti ókostur lands- ins er byggingarefnisskorturinn, og sennilega verður það einna örðugasti hjallinn fyrir nýbyggjarana. Að vísj höfum vjer grjótið víðast við hend- ina, en það er ekki fullnægjandi eitt saman, eins og kunnugt er. Að vfsu eru torfbyggingarnar gömlu sjalfsagt ódýrastar tii bráðabirgða, en þær eru ekki til frambúðar. í þessu mega menn þó ekki gera mjög miklar kröfur, því takmark nýbyggjaranna verður að vera það, að verða efna- lega sjálfstæðir, og verða þeir því að gjalda varhuga við öllum arðlausum kostnaði, og í öllu slíku aðeins fylgja bráðustu nauðsyn. Að sníða sjer í hvívetna stakk eftir vexti, en ekki reisa sjer hurðarás um öxl, er æfin- lega heppilegast. Hjer er sú vand- ræðaskoðun orðin rfkjandi, að sætta sig ekki við neitt annað en að ber- ast sem mest á í híbýlaprýði og öll- um ytri velmegunartaknum, þótt alt það sje bygt á veikum grundvelli, lánstraustinu, enda hefur sá remb- ingur nú orðið mörgum dýr, og ættu vítin þau að verða öðrum að varn- aði. Samkvæmt hlutverki sínu ætti þing og stjórn að styrkja nýbyggjara með hagkvæmum lánskjörum af almanna- fje til húsabóta, því yfir þá örðug- leika verður naumast öðruvísi komist, og sennilega yrði auðvelt að fá þann styrk, ef almenn hreyfing vaknaði í þessa átt. Fjárveitingar og Iagaboð hafa ekki mikla þýðingu, ef þau eru ekki bygð á hreyfingu, sem vakir með þjóðinni, og það hefur þingið margsinnis reynt, bæði í þessu og öðru. IV. »— Reistu sjer bygðir og bú í blómguðu dalanna skauti, ukust að (þrótt og frægð, undu svo glaðir við sitt«. Vjer þurfum að Iæra að sætta oss við hlutskifti vort, Iæra að sætta oss við þau hfsþægindi, sem vjer getum veitt oss í landi voru, án þess að sækja til annara. Fyrri en það verður, getum vjer ekki staðið einir, orðið fyllilega sjálfstæð þjóð. Vjer þurfum að auka framleiðsluna og gera hana fjölbreyttari. Vjer þurf- um að rækta allar þær nytja-jurtir, sem bera arð í íslenskri mold, og á hverju einasta sveitaheimili ætti nægi- legur ársforði að vera framleiddur af þeim. Á þann hátt mætti spara kornkaup og önnur aðflutt matvöru- kaup að miklum mun. Aðalgallinn á búskap vorum er, hvað vjer kaup- um mikið af útlendri vöru, því að á þann hátt færum vjer peningana út úr landinu. Oss er vel auðið, að ráða bót á því tjóni, sem vjer þann- ig bökum oss, að miklum mun, því að engin neyð er að íifa á vel fram- reiddum íslenskum mat, og það þótt væri eingöngu. Vjer ættum að stofna fjelög, sem hefðu þann tilgang, að hafa eingöngu eða næstum því ein- göngu íslenskar matvörur til matar. Það gæti orðið til þess, að almenn- ingur veitti meiri athygli þessu vel- ferðarmali þjóðarinnar. Vjer þurf- um að hafa bjargfasta trú á, að landið okkar eigi bjarta og daðríka framtíð fyrir höndum, og vjer þurf* um að vera þess fullvissir, að þafram tíð er oss auðið að veita þvi, ef vjer allir með einum huga gerum alt, sem vjer getum. Vjer ^þurfum að setja oss það. takmark, að rækta upp alt það land, sem borgar sig að rækta, og það svo, að vjer höfum ræktuð og girt heimalönd í bygð fyrir hesta og kýr; aðeins fjöllin og það land, sem svo hátt liggur, að ekki borgar sig að rækta það, höf- um vjer fyrir sumarbeit handa sauð- fje og stóðhrossum. Þótt þetta eigi langt í land, og virðist sjálísagt mörgum í fljótu bragði fjarstæða ein, getum vjer öruggir treyst því, að það sje mögulegt, ef það getur orðið samgróið álit og trú þjóðar- innar. Þvf, þegar þjóðin vaknar til meðvitundar um sitt sanna máttar- gildi ogsín sönnu framtíðarlífsskilyrði, og ekki lætur værugirnina aftra sjer frá að afla þess auðs, sem landið á falinn í skauti sínu, sjer til hagnýt- ingar, með ráðdeild og skynse '.ii, með öllu því áræði og erfiði, sem til þess útheimst, þá getur hún átt bjart- ari framtíð fyrir höndum, en ef til vill nokkurn hefur ennþá dreymt um, því »Þámun sá guð,sem veitti frægð tii forna, fósturjörð vora reisa endurborna; þá munu bætast harmasár þess horfna, hugsjónir rætast—þá mun aftur morgna«. Frjettabrjef. Úr R a n gá r v a 11 asý s I u 31. des. (Arið, sem er að kveðja — Tiðarfar — Verslun — Heilsufar— Breytingar—Fje- lagslíf — Búnaðarsamband Suðurlands — Búnaðarfjelag íslands. —) Þegar á alt er litið, má teljaþetta ár, sem nú er að kveðja, yfirleitt gott ár. Veturinn frá nýári var ágætur, voraði snemma og heybirgðir alstað- ar nógar. Grasspretta með allra besta móti, og því byrjað að slá 1—2 vik- um fyr en v; nalega. Heyskapur al- ment góður, þótt miklar tafir yrðu vfða af vætu meira og minna f ágúst- mánuði, en það hjálpaði öllum, hve snemma var farið að slá. Haustið hefur verið snjóa og frostasamt, snjó- aði strax með október, sem er óvana- lega snemt hjer, og sfðan hefur snjó- að öðru hvoru, en gert góðar hlák- ur á milli; snörp frost hafa einnig verið með köflum, mest 19—29. þ. m„ frá 10—18 st. Verslun hefur verið betri þetta ár en síðastl. ár, ull og hross f mun hærra verði, smjör og slaturfje í fullkomlega eins háu verði, sem er að þakka hinum þörfu nytsemdar- stofnunum, rjómabúunum og slátur- fjel.tginu, er svo áþreifanlega sýna oss gildi og árangur góðs fjelags- skapar. Engir markverðir viðburðir hafa skeð hjer þetta ár. Heilsufar manna yfirleitt gott og manndauði lítill síðan kfghóstanum Ijetti, en hann gerði töluvert vart við sig fyrstu vikur ársins. Fólksstraumur sá, er tekinnvarað streyma hjeðan úr sýslunni til Reykja- víkur og annara sjavarþorpa, virðist nú alveg hættur, því nú heyrist ekki, að neinn ætli að hreyfa sig til slíkra breytinga, enda er víst, að margir þeirra, er hjeðan fluttu, óska sig komna hingað aftur, og ætti það að vera viðvörun fyrir þá, sem í sveitum eru, að hlaupa ekki eftir hinum fölsku gullflugum, sem verið er að fleygja í lausu lofti, heldur ætti það að sannfæra þá um það gildi, festu og farsæld, er landbúnaðurinn hefur fram yfir flesta aðra atvinnu- vegi og vera þeim sterk hvöt til þess, að starfa meira að framför og full- komnun hans, svo hann verði þeim ennþá sterkari og ábyggilegri atvinnu- vegur, því það getur hann orðið, ef honum er sa sómi sýndur, er hann verðskuldar. Fjelagslíf og mannfundir eru að aukast hjer, því auk hinna almennu skemtisamfunda, er unga fólkið og ungmennafjelögin hafa sameinað sig um, um þessi björtu jól,— og vonandi er, að verði fyrirrennari einhvers verulegs og verkl«gs fjelagsskapar, er oss vantar hjer, sem víðar annar- staðar, svo tilfinnanlega — eru hjer að aukast samfundir manna til að ræða ahugamal sín, fjelags- og framfara- mál. Að tilhlutun Búnaðarsambands Suð- urlands — er Búnaðarfjelag íslands hefur styrkt svo rausnarlega — hefur herra búfræðingur Jón Jónatanssonar verið hjer á ferð og haldið mjög skýra, Ieiðbeinandi og vekjandi fyrir* lestra í hverjum hreppi í Árnes-, Rangárvalla- og V.-Skaptafellssýslum. Það er víst, að fátt er eins vel lagað, eins og þannig lagaðir fyrir- lestrar, til að vekja og glæða hugs- unarhátt og verklegan áhuga manna á milli, — fyrirlestrar, sem fluttir eru af jafn-mikilli þekkingu, áhuga °g fjöri, samfara eigin reynslu í þeim efnum. Að tilhlutun sambandsins ferðað- ist hr. búfr. J. Jónatansson í sumar um áðurnefndar sýslur og gerði til- raunir með sláttuvjelar, og leiðbeindi mönnum í þeim efnum. Af þeim ferðum hans varð meiri árangur en flestir bjuggust við. Því tiiraunirnar gengu yfirleitt mjög vel, svo vel, að nú eru margir að panta sjer sláttu- vjelar, er munu stórum Ijetta at bændum, er búa á sljettlendis-engja- jörðum, hinu dýra kaupamannahaldi, er hefur verið svo tilfinnanlegt nú á síðkastið. Búnaðarsamband Suðurlands hefur á þessu fyrsta starfsári sínu sýnt, að það hefur hug á að koma einhverju verulegu til leiðar. En um leið og vjer minnumst þess með þakklæti og vonum, að það sýni það framvegis, má ekki gleyma því, hvaðan það hefur aðalstarfskrafta sína, sem eru frá Búnaðarfjelagi íslands, er hefur hjer sem oftar sýnt, hversu mikinn áhuga það hefur á að lyfta landbún- aði vorum á það þroskastig, sem sam- boðið er atorkusamri menningarþjóð. En því miður er svo að sjá, sem bændurnir sjálfir fylgi ekki þessari áhugasömu nytsemdurstofnun eins vel og vera ætti, að ná þessu háleita takmarki. En þó svo sje, má þó fuilyrða, að til eru margir, er með þakklæti og hlýjum huga minnast þess mikla áhuga og starfandi vilja, er Búnaðarfjelagið hefur sýnt og sýnir í því að reisa landbúnað vorn úr þeim rústum, er hann hefur svo lengi legið i, og vonandi kemur sú tíð, að það sjái verulegan árangur starfsemi sinnar. VII. Dáinn er á gamlárskvöld.þ. 31, f. m., á Akranesi Þoivaldur Björn Böðvarsson, eftir langa legu, úr berkla- veiki. Hann var fæddur 18. nóvem* ber 1887, og var sonur hinna góð- kunnu hjóna Böðvars kaupmanns Þor- valdssonar og frú Helgu Guðbrands- dóttur Sturlaugssonar frá Hvftadal. Björn sál. ólst upp í foreldra húsum þar til hann var 16 ára að aldri. Þá fluttist hann til Keflavíkur og dvaldi þar við verslun H. P. Duus í eitt ár, og síðan til Rvfkur og var þar við sömu verslun í tvö ár. í septembermánuði 1907 fór hann til Kaupmannahafnar, til að leita sjer frekari mentunar við verslunarskóla þar. En — því miður — naut hann ekki þeirrar mentunar nema um tæplega mánaðar skeið, því þ. 25. okt. tók hann mislinga- sótt, og upp úr henni fjekk hann þann sjúkdóm, sem varð honum að banameini. Hann lá lengi á spítöl- um erlendis, fyrst á Eyrarsundsspítala, síðan á Silkiborgarheilsuhæli, enda var ekkert til sparað af foreldranna halfu, að hann fengi heilsuna aftur. Um miðjan febrúar 1909 kom hann heim aftur, og var þá að dómi lækna alitinn heilbrigður. Þessi bati reynd- ist þó ekki nema um skamma stund. Þratt fyrir það, þótt haldið væri allri heilsuhælisvarúð, sem unt er að koma við í heimahúsum, og framúrskarandi góða aðhlynningu, varð hann að Þggja rúmfastur mestan hluta arsins. Nokkru fyrir jól greip hann brað brjósthimnubólga, sem ýfði upp sjúk- dóm hans, og varð honum að bana. Allan þann tíma, sem hann var heima, naut hann aðdáanlegrar hjúkrunar ástkærrar móður sinnar, sem hann aldrei matti sjá af alt til síðustu stundar.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.