Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.01.1910, Blaðsíða 3

Lögrétta - 19.01.1910, Blaðsíða 3
L0GRJET1 A. 13 soppi og skálkaskjóli, lætur sig engu skifta, þótt hún sje gerð að undri og athlaegi í augum annara þjóða? Úr þessari spurningu verður bráð- lega leyst. Nú gefst henni kostur á að svara þessari spurningu í verkinu, skýrar og greinilegar en nokkru sinni áður. Vill þjóðin takast á hendur sið- ferðislega ábyrgð á atferli Björns Jónssonar ráðherra, eða viil hún það ekki? Hjer er enginn meðalvegur. Annaðhvort verða menn að hefjast handa, lýsa yfir vanþóknun sinni á þessu atferli og krefjast þess, að ráðherrann víki tafarlaust úr völdum, eða þeir gera sig siðferðislega sam- seka ráðherranum og samþykkja at- ferli hans með þögninni. Þjóðin er sá dómstóll, sem eigi aðcins á rjett á, að fella fullnaðardóm í þessu máli, heldur er það einnig siðferðisleg skylda hennar, bæði gagnvart sjálfri sjer, minningu feðra sinna og mæðra og framtíð sona sinna og dætra. Prentuð vantraustsyfirlýsing til ráð- herrans og jafníramt askorun um það, að víkja úr ráðherrasæti tafarlaust, verður send inn á hvert einasta heim- ili á landinu, til þess að hverjum einasta kjósanda gefist kostur á, fyr- irhafnarlaust, að gera borgaralega og siðferðislega skyldu sína, rita nafn sitt undir þann dóm yfir ráðherrann, sem lögmál allrar siðmenningar og rjettlætistilfinningar heimtar. Vera ma, að sumum verði á að spyrja: Hvað gagnar þetta? Tek- ur ráðherrann þessar áskoranir til greina? Ætli hann láti þær eigi eins og vind um eyrun þjóta og sitji í ráðherrasætinu eftir sem áður? Hvað snertir fyrstu spurninguna, þá er því þar til að svara, að hvort sem raðherra virðir vilja þjóðarinnar að vettugi eða ekki, þá getur hún nú aðeins á þennan eina hatt látið í ljósi, skýrt og skorinort, skoðun sína á atferli raðherrans gagnvart Lands- bankastjórninni, þvegið af sjer þá smán og svívirðingu, að slíkt sje með hennar vilja gert; því að ef hún lætur þetta viðgangast, án þess að láta í ljósi vanþóknun sína á því, þá verður henni ekki að ástæðu- lausu gefin sök á því, að ráðherr- ann hafi gert þetta í skjóli þjóðar- viljans. Ennþá er lángt þangað til þingkosningar eiga að fara fram. Eftir þeim má því eigi bíða. Tveimur seinni spurningunum er eigi unt að svara ennþá. En það hlýtur þjódrœdismönnum. að minsta kosti að koma mjög óvænt, ef þjóð- raðisráðherrann þeirra virðir vilja þjóðarinnar að vettugi. Fari svo, að hann sitji í ráðherrasætinu eftir sem áður, þótt mikill meiri hluti þjóðar- innar skori á hann að víkja þaðan, þá sýnir það að minsta kosti ber- lega, hversu einlægur hann hefut verið þjóðinni áður, þegar hann var að prjedika fyrir henni þjóðræðið og þóttist vera frömuður og foringi þeirrar kenningar, að „vilji þjóðar• innaru ætti öllu að ráða. Eða hafa menn gleymt bændafundinum sæla í Reykjavík og öllu ritsímafarganinu? Á því getur enginn efi leikið, að hver einasti minnihlutamaður á land- inu, undantekningarlaust, mun rita nafn sitt undir þessa áskorun. Hjer skal ekkert um það rætt, hvort minnihlutamenn muni verða rjettlát- ari dómarar í Landsbankamálinu en aðrir pólitiskir flokkar í landinu og að þess vegna megi fullyrða, að þeir riti allir undir áskorunina. En þeir hafa svo margar aðrar pólitiskar dauðasakir á hendur ráðherranum, að í þeirra augum verður þjóðinni eigi unnið þarfara verk en að koma hon um frá völdum. En hvernig mun meiri hlutinn snú- ast í þessu máli, þeir menn, sem stutt hafa að því beinlínis eða óbein- línis, að Björn Jónsson varð ráð- herra? Enginn heiðarlegur maður hefur leyfi til þess að óreyndu, að efast um, að þeir sjeu yfirleitt svo heiðarlegir og rjettsýnir menn, að þá hrylli við þeirri aðferð, er ráð- herrann hefur beitt gegn banka stjórninni, að þeir sjeu svo skyn samir og skilningsgóðir menn, að þeir sjái og finni, að öll þessi árás á bankastjórnina er að ósekju ger, og að fjárhag landsins og heiðri þjóðarinnar hefur með henni verið stofnað í hinn mesta liáska, og að þeir sjeu svo miklir fóðurlandsvinir, að þeir af heilum hug vilji og geri sitt ýtrasta til þess að bjarga þjóð- inni úr þessum heljargreipum harð- stjórnar og gerræðis. En hitt virðist mjer aftur á móti í fljótu bragði vera hugsanlegt, að þeim sje að einhverju leyti sárt um þennan mann, ekki sakir hans sjálfs, því það væri að meta manninn meira en heill og heiður þjóðarinnar, — og slíkt skal þeim eigi ætlað, heldur sakir einhverra þeirra málefna, sem þeim eru heilög og þeir telja Björn Jónsson færastan um að fylgja til sigurs. En hvaða málefni geta það verið? Látum oss athuga það lítið eitt. Þjer skilnaðarmenn! Berið þið það traust til Björns Jónssonar, að yðar málefni sje þá best borgið, að hann sje ráðherra? Er hann yðar stefnu slíkur máttarkraftur, að yðar bygging skaðist nokkuð við það, að honum sje í burtu kipt? Hefur hann eigi talið yðar málefni hjegómamál? Hefur hann gert nokkuð fyrir yðar málefni, sem geti komið yður til þess, að hika við að dæma hann rjettlátum dómi? Þjer sjálfstœðismenn eða konungs- sambandsmenn! Hvernig hefur Björn Jónsson reynst trausti yðar? Hann skríður fyrir Dönum í utanför sinni, og fullyrðir við þá, að vjer getum eigi án þeirra verið. Eftir að hann kom heim úr þessari för, vill hann ekkert við sambandslög yðar eiga. Og þegar hann gat eigi hindrað, að þingið samþykti þau, stingur hann þeim undir stól, og nú veit enginn, nema hann, hvað af þeim er orðið. Hefur hann ekki blátt áfram svikið yður í trygðum? Hefur hann gert nokkuð það fyrir yðar málefni, síðan hann varð raðherra, sem geti komið yður til þess að hika við þnð, að dæma hann rjettlátum dómi'i Þjer landvarnarmenn! Eru ekki orðin „f rlkisraði" enn þá f stjórnar- skranni? Hefur eigi Björn Jónsson latið flokk sinn gleypa yður með húð og hári og drepa í höndum yðar eina blaðið, sem þjer af veikum mætti reynduð að halda uppi? Hefurhann nokkuð það fyrir yðar málefni gert, sem geti hamlað yður frá því, að dæma hann rjettlátum dómi? Þjer sþarsemdarmenn! Hvernighef- ur Björn Jónsson reynst trausti yðar? Reyndi hann ekki af fremsta megni að koma þjóðinni út á eitt hið glæfra- legasta fjárhættuspil — Thore-skipa kaupin — sem nokkurn tíma hefur verið reynt að ginna þjóðina út í? Er ekki fje landsins ausið í póiitiska flokkbræður ráðherrans og fjárlög síðasta alþingis glæfralegri en nokkru sinni hefur áður verið? Hefur Björn Jónsson ekki blátt áfram svikið traust yðar í þessu efni? Hefur hann nokk- uð það fyrir yðar málefni gert, er geti komið . yður til þess, að hika við að dæma hann rjettlátum dómi? Þjer framsóknar eða framfara menn! Lengi reyndi Björn Jónsson að kenna flokk sinn við yður. Hverj- ar eru þær framfarir, sem hann hefur barist fyrir, síðan hann varð ráð- herra? Leitaðist hann eigi við að verða þröskuldur í vegi allra fram- faramála, sem stjórn Hannesar Haf- steins reyndi að koma í framkvæmd? Og hefur eigi síðasta þing felt flest öll framfaramál, er þar voru á dag- skrá, með fullkomnum vilja ráðherr- ans? Og þó jukust útgjöld landsins í stað þess að minka. Hefur hann nokkuð það fyrir yðar málefni gert, er geti komið yður til þess, að hika við að dsema hann rjettlátum dómi? Nei; Björn Jónsson ráðherra hefur brugðist yður öllum undantekningar- laust, öllum nema þeim einum, sem láta völd og eigin hagsmuni sitja fyrir öllu öðru, láta sjer alt annað í ljettu rúmi liggja, þeim einum, sem hann hefur efnt við loforð sín um bitlinga og önnur eiginhagsmuna laun. Vjer særum yður við alt, sem yður er heilagt, föðurlandsást yðar og heiður þjóðarinnar, föðurást yðar og sonarast, rjettlætistilfinningu, mannúð og drenglyndi! Látið það ekki sann- ast, að raðherrann geti beitt tak- markalausu gerræði gagnvart saklaus- um mönnutn, flekkað nafn þjóðarinn- ar og stofnað henni í voða, í skjóli meiri hluta hennar sjálfrar og með hennar samþykki. Reynist föðurlandi voru sannir og verðugir synir. Gunnar Óiafsson þm. Vestur-Skaft- fellinga tekur það eftir öðrum, að skrifa skammir í blaðið „ísafold"; finst líklega slíkt eiga þar vel heima, og byrjar hann ritsmíð sfna, eins og rithöfundum Laf. er títt, með því að leitast við að kasta skarni á sjer betri menn, þar sem þingm. tekur sig til að fóðra um hnútar þær, er hans auðmjúku skósveinar hafa ver- ið að senda að Jóni dbrm. Einars- syni f Hemru. Því næst snýr þu. sjer að ein- hverjum.erhann sjálfurnefnir „Trolla", en slíkt nýyrði hefur þm. líklega lært eftir að hann komst f tæri við ösku- dags-ráðgjafann. Gunnar Ólafsson segir, að maður þessi sje ekki svara verður, en eyðir samt tveimur dálkum í einu ísafoldar- blaðinu til að skamma hann. „Kaup skyldi „Trolli" hafa, en það fjekk hann aldrei", segir þm. G. Ó. hefur veiið merkilega tíðrætt um kaup og kaupsvik síðan hann bauð sig til þings á öndverðu sumri 1908, og er það að líkindum af því, að honum mun hafa lofað verið fögru kaupi af Birni Jónssyni, þegar hann (G. Ó.) bauð sig til þings, en er nú sennilega orðinn hræddur um efnd- irnar. Hugga skal jeg þingmanninn samt með því, að ef Björn Jónsson heldur völdum nokkuð lengur, þá slettir hann væntanl. einhverjum bita í Gunnar sinn Ólafsson, eins oghina. Ennfremur bregður þm. manoi þeim, sem hann er að hrakyrða, um fátækt, og telur hana honum til vansa. En til er einn sannur málsháttur, sem segir: „Betra er að lifa frjáls við nauð, en þræll við mikinn auð“; og þennan málshátt má ef til vill allvel heimfæra á þá þm. og þennan mót- stöðumann hans. Þingmaðurinn minnist á leiðarþing og segir þau óþörf, en þótt þetta sje nú ekki satt hjá honum, þá munu þeir, er þekkja þm., fyrirgefa honum, þótt hann bristi í þetta sinn hug til þess að halda leiðarþing. Um erindi Gunnars Ólafssonar á alþing er öðru máli að gegna; seg- ir hann það hafa verið það samaog annara „sjálfstæðismanna", en það er nú ekki satt, því ckki varð hann ráðgjafi eins og B. J. En hvað til sjálfstæðis horfir landi og lýð, munu aðrir vera færari að dæma, en þessi þm., þótt hann nefni það, eins og aðrir, rjett til málamynda. En þar sem „sparkið" í H. Hafstein var nefnt, getur þm. sjálfum sjer um kent, því svo oft sagði G. Ó., eftir að kjósendur hans urðu þeir ógæfu- menn, að kjósa hann á þing, að hann og þeir „sjálfstæðismennirnir" mundu gefa H. Hafstein „spark í rassinn". Er nú svo komið, að hann þykist ekki lengur af þeim ummælum? Slagorðum þm. um brýr á vötnin í V. Skaftafellsýslu mun enginnleggja mikið upp úr; það er auðvitað neyð- arúrræði hjá honum; menn búast við að efndirnar verði líkar og á loforð- um þeiin, er kunnugir segja, að þm. hafi gefið Fljótshverfingum, þegar hann var að braska við að komast á þing. Jafnrjettið hefði þingmaðurinn ekki átt að nefna á nafn sjálfs sín vegna, því sjaldan hefur V.-Sk.sýsla verið afskiftari í fjárframlögum, en á síð- asta þingi, því ekki er G Ö. að þakka fjárframlagið til Skaftárhrauns- vegarins. Það var fráfarandi stjórn, sem tók þá fjárveitingu upp á fjár- lagafrumvarp sitt, en það sjest hvergi, að G. Ó. hafi flutt það mál. Það var beldur ekki þm. að þakka, þó hann fengi ekki tækifæri til að sam- þykkja Thorefjelags-afglöpin með ráðgjafanum; þar rjeðu honum vitr- ari menn. Þá talar þm. æði mikið um heimsku og hefur honum ekki farið aftur í því, að sjá hana hjá öðrum, en hjá 178 179 hreysti, enda voru þeir vel vopnaðir, og tókst þeim hvað eftir annað að hrekja umsátursmenn frá til beggja hliða. Rebekka sat þar á hnakknefi i miðri þvögunni, í fangi annars serk- neska þrælsins, sem fylgdi Brjáni riddara. Honum hafði Brjánn íalið að reiða liana burtu, en sjálfur ljet hann sjer mjög ant um að verja hana og lagði sig i lífshættu til þess hvað eftir annað. Skjöldur hans virtist altaf vera yfir henni, og þó hleypti hann hesti sínum hvað eftir annað frá henni, hjó niður þá sem fremstir gengu af umsátursmönnum og eggjaði menn sína. En að vörmu spori var hestur hans aftur við hliðina á liesti Rebekku. Aðalsteinn sá þegar, hvernig á stóð, og hjelt að stúlkan, sem Brjánn gerði sjer svo mikið far um að verja, væri Róvena. Aðalsteinn var, eins og áður segir, latur og seinlátur, en engan veginn hugdeigur, þegar á herti. »Jeg frelsa hana og drep hann«, sagði hann undir eins. »Gáðu að þjer!« sagði Vambi og greip í hann. »Þetta er ekki Róvena. Sjáðu til, stúlkan er svarthærð. Jeg fylgi þjer ekki til þess, því jeg veit ekkert, hver stúlkan er. — Svo ertu herklæðalaus, með silkihúfu á höfð- inu«. Hann hjelt í kyrtil Aðalsteins nieðan hann sagði þetta, en Aðalsteinn vildi halda áfram. »Þegar menn vilja sjálfir drukna, verður þeim ekki bjargað«, sagði Vambi °g slepti takinu. »Deus vobiscum, Aðalsteinnl« Aðalsteinn hljóp þá út í kastala- garðinn og þreif upp kylfu, sem lá á steingólfmu við hliðina á föllnum manni. Um leið greip liann ofsareiði, svo að hann lamdi frá sjer til beggja handa og feldi þá þegar tvo menn, sem fyrstir urðu fyrir, en aðrir hrukku frá, og eftir litla stund stóð hann fáar álnir frá Brjáni riddara. Aðalsteinn grenj- aði til hans og bauð honum bardaga. »Snúðu við, musterisníðingur!« hróp- aði Aðalsteinn. »Sleptu stúlkunni, ræningi!« »Hundur!« svaraði Brjánn og gnísti tönnum, »jeg skal kenna þjer, hvað það kostar, að ávarpa svona riddara hins heilaga musteris!« Um leið og hann sagði þetta, sneri hann hesti sinum við til hálfs, hóf sig um leið upp i söðlinum, reiddi sverð sitt til höggs og miðaði á höfuð Aðalsteins. Aðalsteinn bsr kylfuna fyrir höggið, en sverðið sneið hana sundur rjett við handfangið og hann fjell flatur til jarðar. »Þannig skal hver fara, sem atyrðir riddara hins heilaga musteris«, mælti Brjánn. Hann sá, að fall Aðalsteins vakti sturlun i liði umsátursmanna, notaði sjer það og hrópaði með hárri raust: »Hver, sem vill forða lifinu, fylgi mjer!« Svo hleypti hann hesti sinum yfir brúna og gegnum mann- þröngina, en þeir, sem fyrir stóðu, hrukku til beggja hliða og íjekk eng- inn færi á honum. Á eftir honum lileyptu Serkir hans báðir og fimm eða sex af kastalasveinunum, er náð höfðu i hesta. Allir komust þeir út úr mann- hringnum, en örvajelið elti þá, eink- um Brján. Samt reið hann í einum spretti kringum kastalann og að út- virkinu, því liann hjelt, að verið gæti, að Breki hefði náð þvi. »Breki! Breki! Ertu þarna!« kall- aði hann og nam slaðar fyrir utan virkið. »Já, hjererjeg!« svaraði Breki. »En jeg er fangi«. »Get jeg frelsað þig?« spurði Brjánn. »Nei«, svaraði Breki. »Jeg hef gef- ist upp skilmálalaust og lagt við dreng- skap minn. Frelsaðu sjálfan þig, þvi nú er fálki laus; farðu burt úr Eng- landi! Meira þori jeg ekki að segja«. »Jæja, vertu hjer eftir, ef þú vilt«, svaraði Brjánn. »En mundu þoð, að jeg hef haldið loforð mitt. — Látum fálkana fljúga hvert þeir vilja. Jeg leita inn fyrir múra Musterisklausturs- ins, og þar er mjer óhætt«. — Að svo mæltu hleypti hann burt og fylgdar- sveinar hans með honum. Þeir af kastalamönnum, sem ekki höfðu náð hestum, urðu eftir í garð- inum og hjeldu þar vörninni áfram, fremur þó af þvi, að þeir töldu sjer enga von griða, en af hinu, að þeir gætu búist við, að þeim yrði undan- komu auðið. Eldurinn barst nú um allan kastalann. En gamla Úlfriður, sem fyrst hafði kveykt liann, kom fram uppi á turni einum og söng þar með skerandi rödd gamlan engilsax- neskan hersöng frá heiðni. Hárið var laust og flaksaðist kringum höfuðið, en i annari hendinni hjelt hún á spuna- teini og veifaði honum meðan hún söng. Bruninn stóð nú sem hæst. Log- arnir þyrluðust hátt í loft og sáust langt að úr hjeraðinu alt i kring. Turnarnir fjellu niður einn eftir annan með ógurlegu braki, og mennirnir, sem barist hötðu inni í kastalanum, flýðu út. Þeir fáu, sem eftir lifðu af kastalamönnum, flýðu út í skógana í kring, en sigurvegararnir söfnuðust saman i stóra liópa og störðu á brun- ann. Lengi sáu þeir Úlfriði gömlu standa uppi á turninum, baða út hand- leggjunum og veifa spunateininum, eins og það væri hún ein, sem rjeði yfir logunum. Að lokum fjell þó niður turninn, sem hún stóð á, og hún steyptist ofan í eldhafið. Allir, sem á horfðu, stóðu langa stund á eftir stein- þegjandi og gerðu krossmörk fvrir sjer. Svo rauf Húnbogi þögnina og brópaði: »Nú skulum við, bændur góðir, hrópa gleðióp! — Virki harð- stjórans er unnið! Nú skulum við flytja alt herfangið til dómtrjesins i Hjarthæðaskógi, því þar verður þvi skift í dagrenning á morgun«. XXXII. Fyrsta dagsbrúnin rann upp og bar birtu niður á sljetturnar inni í eiki- skóginum. Hindirnar komu út úr hrísinu með kálfa sina og gengu út á sljetturnar til beitar. Alt var vott af næturdögg. Utlagarnir, sem daginn áður höfðu

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.