Lögrétta - 10.02.1910, Qupperneq 4
3Ö
L0GRJ ETT A.
Munid eftir
Matarverslun
Tóm.asar Jónssonar,
Bankastr. 10, Talsími 211,
sem ávalt hefur nægar byrgðir af
nýjum, íslenskum matvælum.
Skifiafundur
verður haldinn í þrotabúi Árna
Thorlaciusar þann n. þ. m. kl. 12
á hádegi í bæjarþingstofunni til að
ráðstafa eignum búsins m. m.
Bæjarfógetinn í Rvík 2. febr. 1910.
Vinum og vandamönnum tilkynnist að mín
ástkæra eiginkona Ólöf Guðmundsdóttir and-
aðist að heimili minu þann 3. febr. 1910.
Galtarholti i Skilmannahreppi.
Jón Þiðriksson.
1 hegningar húsinu
fæst: Kommóður, kúffort o. fl.
Ijin annáluðu
OLIUF0
m
buxur,
treyjur,
svuntur,
ermar,
sjóhattar,
með sama ódýra verðinu
og áður
eru komin aftur
í
U
Stórt uppboð
í Good-Templarahúsinu
þriðjudaginn 15. þ. m. kl. 11 árd.
Verða þar seld alskonar
Húsgögn,
þar á meðal 1 Piano.
Myndir, Rammalistar o. m. fl.
Munirnir eru til sýnis og sals nú
þegar í
Bankastræti nr. 7.
Sigurj. Ólafsson.
Talsími 58 Talsími 58
„Sitjið við þann eldinn sem best brennur"
Timbur- og kolaverslunin
selur fyrst um sinn kol heimflutt í bæjinn fyrir
kr. 3,20 - þrjdr krónur og tutlugu aura - kr. 3,20
hvert skippund. Verðið er enn pá lægra sje keyft til muna í einu.
„Hitinn er á við hálfa gjöf“
Talsími 58 Talsími 58
Forend de nye Varer kommer giver vi
15°!o afslag 5
af Viriterkaa bestoffer.
JEjiill Jacobsen.
Versl. „KAUPANGUR',
Lindargötu 41, Tatsími 241,
selur bestar vörur og ódýrastar,— Ávalt byrg af nauðsynja-
vörum. — Norðlenskt sauðakjöt, ísl. Smjör og Kæfa.
— Alt góðar. vörur með góðu verði. —
Yerkmannaskórnir sterku og ódýru, bráðum uppseldir.
Fóður-mjöl, margar teg. — hvergi jafn-ódýrt, ef mikið
er keypt.
Saltmeti, þorskur, bútungur, npsialtvelverkað.verðiðlágt.
Ávextir, hvergi eins góðir nje ódýrír.
Stubba-sipts, ljómandi fallegt, afargott, en ódýrt þó,
nýkomið.
Munið eftir, að betri kaup fást ekki annarstaðar en í versl.
,KAUPANGUR‘.
Ledig Plads.
En flink yngre, ugift Mand, med en god Haandskrift og som regner
godt, kan faa Plads hos mig i Kobenhavn til Efteraaret. Den Vedkom-
mende maa have noje Kendskab til alle Slags Manufakturvarer, hvormed
der handles i en Forretning paa Island — ogsaa Stoffer til Herregarderobe
— og være saavel det danske som det islanske Sprog mægtig, saaledes at
han om Sommeren kan deltage i Ekspeditionen paa Island og være her om
Efteraaret og Vinteren. Begynelseslon 1500 Kr. Udforlig og snarlig Hen-
vendelse paa Dansk og helst med Referencer til
Carl Heepfnep, Kvæsthusgade 5, Kobenliavn.
Aðalfundur
í hlufafjelaginu »GufubátsQelag
Faxaflóa« verður haldinn laugar-
daginn 26. þ. m. á »Hótel ísland«
hjer í bænum kl. 8 e. h. Endur-
skoðaðir reikningar fjelagsins
verða fram lagðir til úrskurðar
og tekin fyrir og rædd þau mál,
er lög fjelagsins ákveða, og önn-
ur mál, er upp verða borin.
Reykjavik 7. febrúar 1910.
Oddur Gíslason
p. t. formaður.
IbúO til leigu frá 14. maí, einnig loft-
herbergi, á Njálsgötu 3 2.
Munið É borp Lögrjettu.
2 herbergi, samstæð, fyrir skrif-
stofu, ekki austar en á Klapparstíg, ósk-
ast til leigu frá 14. maí. Upplýsingar
hjá Jóni Þorlákssyni verkfr.
Goodtemplar-loge for Skan-
dinaver agtes stiftet Söndag den 13.
Febrúar Eftermiddag Kl. 4 i Hotel Is-
land. Danske, Norske og Svenske, som
önsker at blive Medlemmer af Logen,
behager at henvende sig til Sigurður Ei-
ríksson, David Östlund eller Pjetur Gunn-
arsson, Hotel Island.
Matarverslunin
I hinkastræti ÍO
fjekk með s/s Ingólfi hið marg-eftir-
spurða Margarine 0,43 pd. Ost-
ar t. d. Myse — Södmælk — Gouda
— Roquefort — Sweitser — Gamel.
Hvítkál, Rauðkál, Rödbeder, Gulróf-
ur, Selleri, Piparrót, og einnig alls-
konar svltaðir ávextir t. d. Blomm-
er, Jordbær, Kirsebær, Tyttebær og
Hindbær. Reykt Flesk, Skinke, Pyl-
ser, og allskonar niðursoðin matvæli.
Tómas Jónsson.
Talsími 211. Talsími 211.
Atvinna. Tveir menn geta
fengið atvinnu við sjóróðra suður í
Höfnum næstk. vetrarvertíð. Upp-
lýsingar á Laugaveg 24.
Hambnrg
W. v. Essen & W. Jacoby.
(Eigandi Waldemar v. Essen. Stofnað 1869).
Vöruafgreiðsla. Skipaafgreiðsla. Vátrygging.
Meðmæli: Die Deutsohe Bank.
I. 0. G. T.
St. Verðanði nr. 9
heldur fund fimtud. 10. febr. kl. 8.
Höfuðböl
til kaups eða ábúðar.
Höfuðbólið IMiOhnis í Álftaneshreppi á Mýrum með
hjáleigunum Litlal>»e, Kothól og Selmóa 36,5
hundr, að dýrleika, eftir nýju mati, fæst til kaups eða
ábúðar í næstkomandi fardögum. Jörðinni fylgja 7 á-
sauðarkúgildi, stór og grasgefin tún, grasgefnar og greið-
íærar útheyisslægjur, út frá túninu; má heyja utantúns í
hverju meðalári yfir 1000 hesta og með litlum kostnaði
má með áveitu auka þær að stórum mun. Aðdrættir
allir eru mjög hægir, bæði á sjó og landi. Á jörðinni
er íbúðarhús úr timbri, alt klætt með pappa og járnvarið,
aðeins þriggja ára gamalt. Jörðin er mjög vel í sveit
komin og velmegun manna meðal.
Lysthafendur snúi sjer til undirritaðs.
Reykjavík, 3. febrúar 1910.
Thor Jensen.
síðd.
Fjelagar hennar fjölmenni.
Prentsmiðjan Gutenberg.
187
l8tí
hefði farist«, sagði svarti riddarinn.
Við skulum koma til kastalarústanna;
það getur verið, að við frjettum þar
eitthvað til hans«.
En rjett í þessu heyrðist hátt hróp
írá hóp af bogmönnum, sem stóð þar
skamt frá, og sögðu þeir, að nú kæmi
presturinn. En klerkur hrópaði á móti
með drynjandi rödd, sem allir þektu.
Eftir litla stund kom hann í augsýn.
»Gefið þið mjer rúm, piltar góðir!«
sagði hann, »því jeg kem hjer með
fanga, eins og þið sjáið. Hafið þið
hinir veitt betur?« Allir hlógu, en
munkurinn gekk ir.eð sigurvegarasvip
inn á sviðið framan við dómtrjeð, með
bryntröll í annari hendi, en band vafið
Um hina, og lá það upp um öxl hans.
En hinn endi bandsins var vafinn um
háls ísaks gamla frá Jórvík og teymdi
tnunkurinn hann á eftir sjer. Isak var
boginn,. óttasleginn og illa til reika.
»Þú hefur verið við vota messugjörð
í morgun, prestur minn!« sagði Hún-
bogi. »En hver er þessi maður, sem
þú teymir á eftir þjer?«
»Það er fangi, sem jeg hef tekið á
hermanna hátt, foringi góður«, svaraði
munkurinn, »Og þó hef jeg jafnframt
frelsað hann, eða er það ekki satt,
Gyðingur? Hef jeg ekki frelsað þig?
— Jeg hef setið yfir honum í alla nótt,
þiltar, tii þess að kenna honum Faðir-
Vor, og fleiri kristinna manna bænir«.
»Hjálpið þið mjer í guðs bænum
sem fyrst úr höndum þessa vitlausa
toanns — heilaga manns ætlaði jeg að
segja«, sagði ísak og bar sig illa.,
»Hvað er nú þetta, Gyðingur?« sagði
munkurinn, leit á ísak og byrsti sig.
»Jeg hef kent þjer rjetta trú, og ef þú
afneitar henni, verðurðu steiktur lif-
andi. Notaðu nú skynsemina og láttu
heyra, hvað þú hefur lært. Að minsta
kosti geturðu haft orðin eftir mjer:
Ave María! — —«
»Jeg vil ekkert guðlast hafa hjer, eða
ertu orðinn vitlaus, prestur?« sagði
Húnbogi. »Láttu okkur heldur heyra,
hvar þú hefur náð fanganum«.
»Jeg fann hann þar sem síst skyldi
ætla, þegar jeg var að leita að öðrum
betri vörum«, svaraði munkurinn. »Jeg
brá mjer niður í kjallarann til þess að
vita, hvort þar væri ekki eitthvað, sem
hægt væri að bjarga. Jeg rakst þar á
vintunnur og ætlaði að sækja menn til
þess að bjarga þeim með mjer, því
mjer fanst það vera synd, að láta svo
góðar vörur farast í eldinum. En þá
kom jeg auga á afdyr þar niðri og datt
undir eins í hug, að þarna inni væri
það besta geymt. Lykillinn stóð í
skránni. Jeg fór inn, en fann þar
ekkert annað en gamla, ryðgaða hlekki,
og svo þennan Gyðingshund, en hann
gafst þegar upp fyrir mjer skilmála-
laust og varð fangi minn. Svo opnaði
jeg víntunnu í fremri kjallaranum,
slökti í mjer mesta þorstann, gaf Gyð-
ingnum líka að drekka og ætlaði svo
út með hann. En þá hrundi niður
turn uppi yfir okkur og lokaði íyrir
göngin upp úr kjallaranum. Svo heyrð-
um við að meira og meira hrundi, og
mjer dalt ekki í hug, að við kæmumst
Hokkurn tíma lifandi upp. Jeg ætlaði
þá að vinna gott verk, áður en jeg
dæi, og fór að reyna að kristna Gyð-
inginn. Jeg sat við það alla nóttina,
að kenna honum bænir, og hjelt mjer
vakandi með því að dreypa á vínið
við og við, og það gerði hann líka.
Jeg hjelt, að mjer hefði teldst þetta,
því svo mikið lagði jeg á mig, að jeg
var orðinn hálf-ringlaður og út úr af
þreytu. Reir Guðbjartur og Viðbaldur
geta best um það borið, hvernig ástatt
var fyrir mjer, þegar þeir fundu mig«.
»Við getum borið um það«, sagði
Guðbjartur, »að þegar við höfðum rutt
frá kjallaradyrunum og komumst
þangað niður, þá var mikið borð orðið
á víntunnunni, sem þeir sátu við; Gyð-
ingurinn var nær dauða en lífi og
munkurinn alveg út úr«.
»Þið ljúgið því«, svaraði munkurinn.
»Það lækkaði mest í tunnunni, þegar
þið og fjelagar ykkar komuð ofan í
kjallarann. Jeg hugsaði mjer að koma
öllum vínföngunum að mestu leyti ó-
snertum hingað til foringja okkar, en
sjerstaklega ætlaði jeg honum þessa
tunnu, sem þið drukkuð úr. En við
skulum nú ekki vera að fást um þá
smámuni. Hitt er aðalatriðið, að mjer
tókst að snúa Gyðingnum á rjetta trú,
svo að hannn er nú orðinn nærri því
eins vel kristinn og jeg sjálfur«.
»Er það satt, Gyðingur?« spurði for-
inginn. »Ertu horfinn frá villutrú
þinni?«
»Það veit guð í himninum, að jeg
get ekki sannara orð talað en það, að
jeg hel ekki skilið eitt orð af öllu því,
sem þessi æruverði prestur hefur talað
við mig«, svaraði Gyðingurinn. »Mjer
leið illa þessa hræðilegu nótt, svo að
jeg hefði varla getað hlustað á, þótt
sjálfur Abraham hefði verið sendur til
mín, til þess að telja um fyrir mjer«.
»Þú lýgur þvi, Gyðingur!« sagði
munkurinn byrstur. Að minsta kosti
hlýtur þú að muna það, að þú lofaðir
hátíðlega, að gefa aleigu þína til njunka-
reglunnar, sem jeg sagði þjersvo margt
fallegt um«.
»Það þori jeg að fullyrða og leggja
við nafn drottins, að ekkert því likt
hefur komið yfir minar varir«, svaraði
Gyðingurinn. »Jeg er fátækur maður
og gamall, og líklega barnlaus nú orðið.
Verið þið miskunnsamir og lofið mjer
að fara hjeðan í friði«.
»Ef þú ætlar að taka aftur loforð, sem
þú hefur gefið heilagri kirkju, þá varð-
ar það hegningu«, sagði munkurinn,
hóf upp bryntröllið og ætlaði að slá
skaftinu á herðar Gyðingsins. En svarti
riddarinn bar þá hönd fyrir höggið og
við það sneri munkurinn reiðinni á
hann.
»Jeg skal kenna þjer, slæpingi sæll,
hvað það kostar, að gera sjer dælt við
mig hjer«, sagði hann. »Þú getur fengið
högg, sem ríður þjer að fullu, þótt þú
hafir livolft járnpottinum yfir höfuðið«.
»Vertu ekki reiður«, sagði riddarinn.
»Við erum vinir og fjelagar«.
»Það kannast jeg ekki við«, svaraði
munkurinn. »Jeg segi þjer það hreint
út, að þú ert ósvífinn afglapi, það