Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 02.03.1910, Qupperneq 1

Lögrétta - 02.03.1910, Qupperneq 1
Aígreiðslu- og innheimlum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON I -auyavejí 41. Talsími 74. M 13. Reykjavík 3. mars 1910. V. Reykjavík — Hamborg — Kaupmannnahöfn. Thomsens verslun breytist og endurnýast einlægt eftir kröí'- um timans og þörfum viðskiftamannanna. Nú er þörf á góðum viðskiftum við útlönd, ogverslunin hef- ur því fengið sjer útibú hjer í Hamborg, með íslenskum skrifstofu- 'stjóra, til innkaupa og útsölu fyrir íslenska kaupmenn, og ennfrem- ur frystihús og stórsöludeild í Höfn til að greiða fvrir sölu á islensk- um vörum. Hafnardeildinni hefur tekist í haust að selja íslenskt saltkjöt á 73 kr. tunnuna í stórsölu, um sama levti og verð var alment 48 kr., og aðrar vörur eftir sama hlutfalli. Yerslunin hefur fengið umboðssölu fyrir mjög margar verk- smiðjur, og vill láta stjettarbræður sína njóta góðs af beinum við- skiftum við framleiðendurna. Hamburg 36, Adlerhof, 6. febr. 1910. H. Th. A. Thomsen. Sjömenti! Rið fáið hvergi betri eða ódýrari Rúmteppi en hjá HF 3Clœíaverksmi9jnnni ,39nnn‘, Rvík. """"... .. Stórveður og skipatjón. Mörg skip slitna upp á Reykjavíkurhöfn. Sunnudagskvöldið 17. f. m. tók að hvessa á austan og gerði rokveður hið mesta um nóttina. Þítt var og úrkomulaust. Fiskiskipaflotinn var nýkominn úr vetrarlegu og lá á höfninni til út- búnaðar. Ekkert af skipunum var lagt á stað, en sum albúin til útferðar. Töluvert fleiri skip átti að gera út þetta ár en síðastliðið ár. Það voru ill tíðindi, sem hver sagði öðrum hjer í bænum á mánudags- morguninn: að ýms af fiskiskipunum hefðu slitnað upp og lægju þau strönduð til og frá úti um Sel- tjarnarnes. Hrikalegt var að líta út yfir höfnina, sjógangur ógurlegur, og skipin streittust þar á móti, flest komin í hnapp vestantil á höfninni og mörg mjög nærri Efferseyjar- grandanum, en um hann steyptist hvítt brimlöðrið alla leið frá eynni til lands. Eitt skipið byltist í brim- garðinum skamt vestur af Effersey. Um manntjón voru menn í fyrstu hræddir, en brátt frjettist þó, að það mundi ekkert hafa orðið. En storm- urinn hjelst allan mánudaginn. Um fjöruna gengu menn út á grandann milli Efferseyjar og lands, og var þaðan bjargað mönnum úr skipinu, sem þar lá. Veðrinu slotaði lyrst á mánudagskvöld. Alt þangað til mátti stöðugt búast við að ný og ný skip slitnuðu upp. En um skipatjónið er þetta að segja: Fyrsta skipið slitnaði upp kl. 2 nm nóttina. Það var „Margrjet“, eign Th. Thorsteinsons kaupmanns. Sikpsmenn komu upp fokku og náðu laudi á Eiðsgranda. Þetta skip var albúið til útsiglingar, með 200 tn. af salti. Það kvað vera óbrotið, en eitthvað laskað líkiega. Um kl. 3 slitnuðu 3 skip upp: „Hafsteinn", eign Jóns Ólafssonar skipstjóra, Magnúsar Magnússonar o. fl., „Skarphjeðinn", eign P. J. Thor- steinsons verslunar og „Egill", eign Stapafjelagsins. Á „Hafsteini" varð komið við fokku og hann náði landi á Stórasels- töngum. Kjölurinn kvað vera skemdur en annað ekki, og skipinu hætt. Á „Skarphjeðni" varð einnig komið við fokku og náði hann landi á Eiðs- granda. Þlann er svo gott sem ó- skemdur. Á honum var bæði yfir- maður og nægur mannafli um borð. Á „Agli" voru aðeins 2 menn um borð, unglingar, og komust þeir í annað skip. „Egill" lenti upp í Pálsbæjarvör og kvað vera mikið brotinn. Kl. nál 4 um nóttina slitnaði upp „Guðrún Sofifía", eign Th. Thorstein- sons kaupmanns. Skipshöfnin komst í annað skip, en skipið rak á land við Bollagarða og kvað vera mikið skemt. „Harald", eign Kristins Magnús- sonar fiskimatsmanns á ísafirði, og „Keflavík", eign Duusverslunar, rak einnig vestur af höfninni, „Harald" vestur á Selsvík, en þar fengu akk- erin hald og lá skipið þar óskemt af sjer rokið. „Keflavik" rak vest- ur fyrir Efierseyjargrandann; stóð hún þar föst, eins og áður segir. í morgun náðist hún og var dregin inn á höfn, líklega lítið skemd. Skipin á höfninni rákust hvert á annað, mistu sum akkeri og urðu fyrir ýmsum smærri skemdum, svo sem „Victoria", „Ragnheiður", „Langanes", „Sljettanes", „Hafiari", „Sigurfari" og „Grjeta". Fjöldi skipa misti báta og hefur þá rekið, alla brotna, úti á Seltjarn- arnesi. Eiríkur Briem prestaskólakennari. I. O. O. F. 912258V* I. Forngripasafnið opið á sunnud., þriðiud. og fimtud. kl. 12—2. y Lækning ók. f læknask. þrd. og fsd. 12—x. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 2. md. f mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. fijúkravitj. lo’/2 , —12 og 4—5. Islands banki opinn 10—2V2 og 5V2—7. Landsbankinn 10^/2—2*/»'. Bnkstj. við 12—1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 2. ld. í rnán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Lárus Fjeldsted. Yflrrjettarmálafœrslumaður. Lækjargíitfi 2. Heima k!. 11—12 og 4—5. Utan úr heimi. Leópold Belgíukonungur Vjelarbát stóran, eign E. Strands, rak upp hjá Slippnum og eyðilagð- ist hann alveg. 6nfnskipi9 „flóra“. Um ferðir þess yfirstandandi ár er Lögr. skrifað: „Björgvinar gufuskipafjelagið,sem í tvö ár hefur haldið uppi ferðum milli Noregs, Færeyja og íslands, ætlar einnig á komandi sumri 1910 að halda þessum ferðum áfram með nálega sömu áætlun og síðastliðið ár. G/s „Flóra", sem á fyrri ferð- um hefur áunnið sjer vinsældir sem farþegaskip, verður einnig á þessu sumri notað í þessar ferðir. Eins og mönnum mun vera í minni, hrepti „Flóra" á síðustu ferð sinni f. á. ofveður, sem hún þoldi í 4 daga, norðvestur af Islandi, og lask- i aðist hún talsvert utanborðs. Er skipið kom heim til Björgvinar, var þegar tekið að gera að því, og ger- samleg viðgerð á skipinu hefur farið fram nú í vetur, nýr ketill settur í stað hins gamla og rafljós lagt um alt skipið, svo að það hefur nú aftur íslandsferðir sínar sem fullkomið hrað- fara fyrsta fiokks farþegaskip. Auk þess er „Flóra" sterkt og ágætt sjó- skip, ölium kostum búin sem besta farþegaskip. Sem stendur er „Flóra" í farþega- siglingu milli Bergen og Rotterdarn á Hollandi. Áætlunin ber það með sjer, að skipið mun, er það hefur komið við á Seyðisfirði og farið norður um land, koma til Reykjavíkur hinn 13. júní. júlí, ágúst, september og októ- ber, og fara frá Reykjavík norður um land 16. nefndra mánaða. Ferða- áætlunin er yfirleitt mjög haganlega gerð, þannig að viðkomur á hinar ákveðnu hafnir eru nákvæmlega sömu mánaðardagar í hverjum mánuði, og því engin ástæða til að villast á * með þar til heyrandi tilvitnunum, sem svo oft hefur átt sjer stað með á- ætlanir þær, sem menn hafa átt að venjast hjer á landi. Á fyrri ferðum sínum við ísland hefur „Flóra" áunn- ið sjer það hrós, að varla nokkurt | skip hafi komið svo stundvíslega á ferðum sínum meðfram hinum löngu, illviðrasömu ströndum íslands, eins og einmitt „Fióra". Telja má það lofsamlegt, að Björg- vinar-gufuskipafjelagið eftir 2 ára ferðir, sem víst er um að fjeiagið hefur tapað á, skuli ennþá halda áfram ferðunum. Þess væri að óska — frekar vegr.a landslýðs sjálfs, en vegna fjelagsins I — að lánast mætti að halda áfram | þessum ferðum til gagns og gleði j öilum íslendingum". Snjójlöðiö í ijnifsðal. Frá því er nákvæmlega skýrt í „Vestra" frá 19. f. m. Það var 19 manns, sem í flóðinu fórst, en einn af þeim, sem náðst höfðu lifandi, dó af meiðslum, Vig- fús að nafni Ólafsson. 2 lík voru ófundin. I síðasta blaði var talið, að farist [ hefði Tómas Kristjánsson með konu og fjórum börnum. Þetta er ekki rjett. Tómas fórst og eitt af börn- um hans, en konan náðist lifandi og þrjú börnin. „Konan hjelt á ung- barni og hlífði því, svo að það var nálega ómeitt, en hún sjálf meiddist ; svo mjög og Vigfús sonur hennar, ' að tvísýnt er talið um líf þeirra beggja", segir „Vestri". Rangnefnd- ir eru í síðasta blaði þessir menn af þeim, sem fórust: I.árus Eyvinds- son fyrir Lárus Auðunsson. Það var faðir 10 ára stúlkubarnsins, Guð- bjargar, sem fórst á leið til skólans. Daníel Sigfússon er í síðasta blaði nefndur drengurinn annar, sem fórst á leið til skólans, en á að ver?. Daníel Jósefsson, frá Vífilsmýruni ( önundarfirði. Þorlákur Þorsteinsson hjet maðurinn, sem fórst með konu sinni og þremur börnum, miðaldra maður, ea Magnús Samúelsson sá, er fórst með konu og einu barni. Að öðru leyti eru nöfnin rjett í síð- asta blaði. Flóðið fjell kl. 8 og 45 mín. árd. 18. f. m. Það kom úr snjóhengju í Búðarhyrnu svokallaðri, fjell ofan gil, seni Búðargil heitir, en breyddist út, er því slepti, svo að það tók yfir nálega 150 faðma breitt svæði. Búð- arbærinn lenti í flóðinu miðju og eyðilagðist því nær alveg. Þó bjarg- aðist fólkið, sem í bænum var, en flest meira eða minna meitt. Tvær sjóbúðir, sem stóðu niður við ströndina, eyðilögðust alveg, en í þeim bjó það fólk, sem áður er upp talið, að farist hafi. Auk þess- ara íbúðarhúsa tók flóðið fjós í Búð, sem í voru fjórir gripir, en þeir náðust þó lifandi. Enn fremur tók flóðið salthús og bátaskýli, sem í voru fjórir bátar, og brotnuðu 3 af þeim í spón. Fjórir hjallar lentu í flóðinu og tvær heyhlöður, og sóp- aðist alt burtu. Hræddir eru menn þó um, að enn geti orðið meira um að vera þarna. „Mikill hluti hengjunnar situr enn í brúninni og vofir yfir þorpinu", segir „Vestri". Ur mörgum húsum, sem hættast standa fyrir nýju snjó- flóði, hefur fólkið flutt sig. Þar á meðal eru tvær verslunarbúðir. Hnífsdalur er allstórt þorp í fal- legri vík. sem blasir viðþegarinn er siglt til ísafjarðarkaupstaðar. Á nýársdag 1673 segir „Vestri", eftir annálum Magnúsar sýslumanns Magnússonar, að snjóflóð hafi fallið þarna í sama stað og eytt þá bæ- inn í Búð, eins og nú, og tekið hjalla við sjóinn. En menn fórust þá ekki. Samskot eru byrjuð til að bæta tjónið. _____ er dáinn ekki alls fyrir löngu, eins Og frá hefuUverið skýrt hjer í blað- inu. Eftir hann tók við ríkinu bróð- ursonur hans og nefnist Albert I. Hann er sotiur Filipps greifa af Flandern og er 34 ár.a að aldri. Það er mjög vel af honum látið. Mynd- in hjer sýnir hann og drotningu hans. Hún heitir Elisabeth og er dóttir Carls hertoga af Bajern. Þau kon- ungshjónin eru bæði hneigð til bók- menta og vísinda. Hann hefur feng- ist við þjóðmegunarfræði, en hún við skáldskap, og hefur samið leik- rit, sem sýnt hefur verið í Brússel. Hjer fer á eftir mynd af föður hennar. Carl hertogi af Bajern var nafnfrægur augnlæknir og and aðist nú í vetur, skömmu fyrir ára mótin, sjötugur að aldri.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.