Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 06.04.1910, Blaðsíða 2

Lögrétta - 06.04.1910, Blaðsíða 2
66 L0GRJETTA Lögrjetta kemur út á hverjum miö- vikudegi og auk þess aukablöð við og viö, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. Fyrst eftir að Albertí fór í fang- elsið, hafði hann lagt af. En að síðustu hafði hann fullkomlega náð sjer aftur, og er jafnvel sagt, að þegar rannsókninni lauk muni hann hafa verið enn þyngri en þegar hann fór inn í fangelsið. Hann hefur haft bestu matarlyst og sofið vel. Systir hans, frk. Sophie Alberti, hefur stöð- ugt sent honum miðdegisverð. Að öðru leyti hefur hann lifað við venju- lega fangafæðu. Eitt franskt blað hefur honum verið leyft að halda í fangelsinu, „Le Matin". Heiinsókn- ir hefur hann nær engar haft, enda sjálfur kosið, að vera laus við þær. Svianðlitaður ráðherra. „íslenski ráðherrann hefur tvö and- lit. Það, sem snýr að Danmörku, er eintómt bros. En það, sem snýr að íslendingum, segirviðþá: þið skuluð láta ykkur einu gilda, hvað jeg segi þeim þarna í Danmörku!" Svo sagði Schack kapteinn f Fólksþinginu danska 18. f. m. Þar næst skorar hann á stjórnina, að kalla B. J. til Danmerkur og láta hann standa þar til reikn- ingsskapar fyrir orð sín hjer, en það eru ummæli ráðherra okkar um botn- vörpusektirnar á flokksfundum stjórn* armanna 6. — 8. febr., þegar hann brá fyrir sig ósannindunum alræmdu. Þeir J. C. Christensen og Zahle yfir- ráðherra lýstu þá og yfir því í þing- inu, að frásögn B. J. um leynisamn- ing milli H. Hafsteins og dönsku stjórnarinnar um botnvörpusektirnar væri tilhæfulaus, eins og áður segir í símfregn frá Khöfn til Lögr. „Samn- ingurinn var lagður fyrir íslenska alþingið og er samþyktur af því“, sagði J. C. Christensen. Hvort kallað hefur verið á B. J. til Danmerkur, veit Lögr. ekki. En þegar síðustu skip fóru, lagðist hann í rúmið, en Sveinn sonur hans fór út. Þingeyingar mótmæia stjórninni, Krefjast aukaþings. Síðastl. laugardag var fundur haldinn á Ljósavatni í Suðurþing- eyjarsýslu til þess að ræða um fram- ferði landstjórnarinnar í banka- málinu o. íl. og um aukaþings- kröfur. Það var fulltrúafundur og voru þeir 31, sem fundinn sóttu, kosnir með hlutfallskosningum í hreppunum. Aukaþingskrafa var samþykt þar með 27 atkv. gegn 4. Annars hetur Lögr. ekki fengið nánar fregnir af fundinum. Menelik Abessyníukeisari dáinn. Hann hefur legið veikur nú undan- farandi alllengi, en er nú sagður dá- inn, 66 ára gamall, og hefur verið við völd rúm 20 ár. Hann náði völdum með uppreisn, er hann gerði gegn fyrirrennara sínum, og drap Menelik hann. Nokkrum árum eftir að Menelik tók við völdum, átti hann í ófriði við ítali. Þótti honum þeir of ágengir heima fyrir hjá sjer, hrakti þá af sjer og bar hærra hlut í þeim viðskiftum. Hann var talinn dug- andi stjórnari að ýmsu leyti, en við- sjáll maður og grimmur. Meðan Menelik var sjúkur, hafði keisaradrotningin Taitu gripið stjórn- artaumana; en það varð óvinsælt, svo að við óeirðum lá, og hafa stjórnarráð- stafanir hennar verið ónyttar og hún hrakin burt úr keisarahöllinni, en höfðingjar landsins hafa svarið nýj- um keisara hollustueiða. A fmælisvísur til Jóns Ólafssonar. Þeim, sem hár sín lýsa lætur lífsins meinhægt „grín“, mundi sýnast svartar nætur sextíu árin þín. Víða fórstu’ á hálum hellum, hljópst þó vel þitt skeið. Fanst þjer ei á sumum svellum svalt á þinni leið? Margir að þjer glottu Glámar, gláptu á þín kjör. Ennþá geta gaspur-Sámar gelt að'þinni för. Snemma í þjer Heklu-hjarta heyrði ísland slá og frelsis-ástar-blysið bjarta brenna hjá þjer sá. Yndislega orðadjarfur alla varstu tíð, og á mörgu þingi þarfur, það er kunnugt lýð. Þó að garmar æ þig elti, er það vissa bein: að hærra öllu hundagelti hefur Sagan ein. Hún mun þakka þjer af hjarta þitt hið langa stríð, — snjalla hljóma, hugsjón bjarta, harðleg orð og þýð. Jalcob Thorarensen. Jarðræktarfjelag Reykjavíkur. Aðalfundur þess haldinn 30 f. m. Nokkrum utantjelagsmönnum var boð- ið á fundinn til að hlýða á erindi Einars Helgasonar garðyrkjumanns, er hann flutti þar um kartöflurækt; urðu um það talsverðar umræður. Einar hvatti menn til að mynda smá-fjelög í þeim tilgangi að taka land til kartöfluræktar, annað hvort í landi bæjarins eða hjer í grend. Besta kartöfluland hjer nærlendis taldi hann vera fram á Seltjarnar- nesi, ennfremur hjer í nálægum eyj- um og upp í Mosfellssveit. Áburð- arspursmálið væri það fyrsta, er at- huga bæri, er velja skyldi land í þessu augnamiði. í sundurliðaðri á- ætlun, er Einar gerði um arðsvon at kartöflurækt gerði hann hreinan á- góða af hektara 365 kr.; hafði hann þá dregið frá verði uppskerunnar borgun fyrir alla vinnu við ræktun- ina. Þegar vjer færum að venjast kartöflurækt í stórum stíl, mundi kostnaðurinn við hana verða miklu minni en hann er nú, enda þyrfti svo að verða, og sú hækkun kostn- aðarins mundi nema miklu meiru en sú lækkun á kartöfluverðinu, er lík- lega mundi leiði af aukinni fram- leiðslu. Væntanlega kemur fyrirlest- urinn á prent innan skams. Jarðræktarfjelagið er aftur að færa sig í aukana með jarðabætur. Dags- verk fjelagsmanna voru á 18. hundr- að árið sem leið, en árið 1908 voru þau nær því helmingi færri. ísland erlendís. Dáinn er 3. f. m. Gunnsteinn Eyj- ólfsson, íslenskur bóndi og póstaf- greiðslumaður í Nýja-íslandi í Canada, sem kunnur er af ýmsu, er hann rit- aði í blöð og tímarit Vestur-íslend- inga, og ekki slst fyrir nokkrar lag- legar smásögur, er hann samdi. Einnig fjekst hann við sönglagagerð, og eru nokkur lög til prentuð eftir hann. Hafði hann verið sjerlega vel að sjer í söngfræði. Gunnsteinn fluttist á barnsaldri hjeðan að heiman og vestur, en var fæddur á Unaósi f Fljótsdalshjeraði 1. apríl 1866. Foreldrar hans voru Eyjólfur Magnússon og Vilborg Jóns- dóttir, og er hún enn á lífi. Gunn- steinn lætur eftir sig ekkju, Guðfinnu Eirfksdóttur, og 9 börn. Brjef úr Stykkishólmi, St.hólmi 26. mars 1910. Kæra Lögrjettal Nú er vetur svo liðinn, að hægt erað sjá nokkurn veginn yfir hann. Óhætt er að segja, að vorið þarf að vera gott, ef menn hjer í næstu sveitum eigi missa af skepnum sínum, sumir hverjir. Það vantar annan Jósef Jakobs- son til þess að fara um landið og að- vara landslýðinn, Oft hefur mjer ógnað, hvað bændur ( nágrenni kauptúnanna eyða tímanum á sumrin með kaupstað- arferðum. Og það er gefið, að það eru þó aðeins þeir, sem fátækastir eru. Hin- ir þykjast eigi mega missa neina stund frá heyvinnunni. — Hjer 1 Hólminum hefur verið kyrlátt í vetur. Lítill dauði, en talsverðar fæðingar. Hjer er fjöldinn allur af börnum og því mikil þörf á fræðslu barna. En hún er hjer ekki á- vaxtarsöm. Það er ekki skólunum að kenna, nema þá að sumu leyti; að því leyti, sem skólinn ætti að hafa áhrif á heimili barnanna. Heimili barnanna eru hryggilega snauð af andiegum áhrifum. Snauð af öllu því, sem börnin hefja upp til menningar og hugsjóna. Börnin læra ekkert heima, nema siðleysi og fíflaskap. Þau börn, sem eru undanskil- in þessum áhrifum, eru frá alt öðrum heimilum, og þau eru of fá. Börn frá slíkum heimilum læra alstaðar og á hvaða skóla sem er. Menn eru svo fljótir til að kenna kennurunum um, ef börnin ekki læra svo og svo mikið hjá þeim, en gæta ekkert að því, að áhrif heimilanna er aðalskilyrðið. Og börnin vitna um heimilin. — Hjer er verkefni framtíðarinnar. Hjer vantar unglingaskóla, sem tæki við af barnaskólanum. Þá mundu ung- ir menn hjer fá tækifæri til að hvarfla frá búðarstöðum og göturandi á vet- urna og læra það, að berjast fyrir ein- hverri hugsjón. — Hjer er gott bóka- safn, en fjöldinn allur les alt það Ije- legasta — vill ekki annað. Eldhúsróm- anar guðvelkomnir. Hjer eru mörg fjelög í bænum og sum með fallegum nöfnum. En það eru llka stundum aðeins nöfnin. Sjómannafje- lagið „Ægir“ er virðulegt fjelag, en of sjaldan fundir í því. Það hjelt mjög lag- lega skemtun í vetur. — Kvenfjelagið „Hringurinn" er sfarfandi fjelag og mjög virðulegt. Kvenþjóðin hjer gerir karl- mönnunum mikla skömm. — Þá er glímutjelagið „Þór“, sterkt eins oe nafn- ið, líflegt og sfstarfandi. Kappglíma ný- afstaðin. Það hefur minnispening handa kappa sínum, allmerkilegan, sem Hildi- mundur Björnsson hlaut. Næstur hon- um stóð Reinhold Richter og var lengi tvísýnt hvor hafa mundi. — Tvær stúk- ur eru hjer með fallegum nöfnum. Sú yngri hefur ekki int hlutverk sitt vel af hendi í vetur og lítur helst út fyrir, að hin eldri verði að syngja yfir henni út- faiarsálminn — ef hún hefur þá rænu til þess. Stúkullfið er of dauft og þyrfti St.st. íslands að líta eftir því — því ekki vantar róðurinn á móti af hálfu þeirra manna, sem eru andvígir bannlögunum. Mig minnir, að í einhverju Reykja- víkurblaðinu væri getið um stofnun „Framfarafjelags St.hólms". Það fjelag reið hart úr hlaði og leit út fyrir, að það mundi hafa góð áhrif á bæjarlífið. En eftir 1 ár fór stjórnin að fá ónot fyrir, að hún ekki sinti því sem best, og svo fór, að ný stjórn var kosin og varð ung- ur og fjörugur maður formaður þess. Síðan er liðinn langur tími og, hefur aldrei síðan verið fundur haldinn og er fjelagið því annaðtveggja steinsofandi eða steindautt. Sumir segja, að stjórn þess sje að leika »Sjö sofendur". Leikin hafa verið hjer í vetur nokkur smástykki, þar á meðal »Öskudagurinn«, og „Piparsveinninn". Piparsveininn ljek Reinhold Richter með sanri list. Jeg man ekki eftir að jeg hafi sjeð hjer eins vel leikið. Auk þeirra fjelaga, sem um hefurver- ið getið, eru hjer ýms fleiri fjel., sem jeg get varla nefnt, því þau eru svo sjaldan nefnd, t. d. Heilsuhælisfjelag, Jarðyrkju- fjel. o. s. frv. En eins og skyldleikinn hefur slæm áhrif á kynið, eins hefur hann það á fjelögin, sje hann of mikill. Það er eins og manni geti dottið það í hug með tilliti til „Framfarafjelagsins- ins“ og st. „Viljinn", og svo „Heilsuh.- fjel." og „Jarðræktarfjel.". Pólitiskt líf er hjer dauft. Engir fund- ir haldnir og menn vita varla, hverjum flokki þeir tilheyra. Menn fara eigi af stað hjer, fyr en á n. stundu og þá með æði og látum, svo hugsunin verður þá eftir því.-------- B. B. Jarðstjarnan Mars. Arrhenius prófessor í Stokkhólmi, sá sem Nóbelsverðlaunin fjekk ný- lega, hefur komið fram með nýja kenningu um „skurðina" á Mars. „Skurðirnir" eru ljósar rákir, er stjörnu- fræðingar sjá í kfkirum og Iiggja í beltum um hnöttinn. Þær tilgátur hafa verið uppi, að þetta væri verk skyni gæddra vera á Mars, og áttu þá Marsbúar, eftir því, að vera komnir langt á undan jarðarbúum í verkleg- um framförum og umbótum á hnetti sínum. Svo föst var þessi trú hjá sumum, að þeir voru farnir að hugsa um að komast í samband við Mars- búa með einhvers konar táknmáli. En nú kennir Arrhenius, að þetta sjeu stórkostlegar sprungur í hnött- inn, fram komnar af ýmsum ást^pð- um, en meðal annars af því, að hnatt- skorpan sje að þykna. Þessar sprung- ur fyllast svo ijósari efnum, sem breyta lit, þegar þau vökna, því rákirnar eru breytilegar. Hann held- ur því fram, að ekkert þroskað líf geti átt sjer stað á Mars vegna kulda. Aldrei geti þar verið minna fróst um nætur en 8 stig. Ingóllshvolsverslun hefur aldrei verið eins fjölskrúðug og nú. Geir Thorsteinsson, sonur Th. Thorsteins- sons kaupmanns, er nýlega kominn heim úr ferð um Frakkland, Þýska- land, England, Skotland og Dan- mörku og hefur á þeim ferðum keypt fjölbreyttar vörur til verslunarinnar á Ingólfshvoli og til klæðskerastof- unnar í Hafnarstræti. nijög góðar, verð: kr. 1,40—1,90—2,40, nýkomnar í Austurstræti 1, Ásg'. G. Gnmilaiigsson A Co. ftist i verslun Sturlu Sónssonar. Einnmna íisldafii er nú hjer fyrir Suðurlandi. Nýlega eru komnir inn hingað 3 ísl. botnvörpungarnir, allir hlaðnir af fiski, „Snorri Sturluson" með 36 þús., „íslendingur", með 25 þús. og „Freyr", einnig fullhlaðinn. Af Suðurnesjum er sagt, að þar sje fult af fiski. í einni vör þar höfðu komið á land 10 þús. á einu kvöldi. Sama er sagt af Eyrarbakka og Stokkseyri og úr Þorlákshöfn. Fisk- ur er einnig sagður kominn hingað inn á Sviðið. Mikill fjöldi útlendra fiskiveiða- skipa kvað nú vera hjer við land, enskra, þýskra og franskra. 60 kvað hafa legið í einu við Vestmannaeyjar nú nýlega. Enskiir bomvörpungur íerst. Brotinn af öðrum frönskum. í fyrrinótt kl. U/2 vildi það til hjer sunnan við landið, norðvestur af Vestmannaeyjum, að franskur botnvörpungur, »Nordkaper« að nafni, rakst á enskan botnvörp- ung, »Jessie Wetherly« frá Aberdeen, og braut hann svo, að hann sökk eftir litla stund. »Jessie Wetherly« hafði verið með botnvörpu í eftir- dragi, en hinn laus. Englending- arnir komust allir í báta sína og voru svo teknir upp á franska skipið. Það kom inn hingað með þá í gær. í dag stendur yfir rjett- arhald út af árekstrinum, en því er ekki lokið nú. Reykj avík. Björn Sigurðsson bankastjóri hefur um tíma legið mjög veikur. Ný prentsmiðja. Hr. D. Östlund hefur nú sett hjer niður nýja prent- smiðju, en eldri prentsmiðja hans eyðilagðist í brunanum hjer í vetur. Hann hefur keypt af Th. E. Thulin- iusi Dagfaraprentsmiðjuna frá Eski- firði, og er byrjað að prenta hjá honum nú þessa dagana. Nýtt nótna- letur fær hann innan skams. Kittillm eru æfinlega góðar hjá c7qs Sjimsan. Hjólk frá Gunnsteini í Skild- inganesi er ekki seld lengur i Tjarnargötu 4. Flestar tegundir af fást nú í Timbur- og kolaversluninni „Reykjavík“. Sömuleiðis iiuiuii-. utanhúss- og ínilliveg'gtjapapiii. ÞAKJÁKW kemur í ])essum mánuði, ijeill jarmnr af TIMBRI kemur snemma í Maí og sömuleiðis nokkuð með tveim næstu ferðum Wathnes-skipa. bestar hjá c7qs SZimsen. kemur @ í stað s D11 næstu ferð norðan um land samkvæmt áætlun. En vænt- anl. í Rvík 16. þ. m. Pakkalitrnir margþráðu eru nú komnir til Jes Zimsen. Stigar, ómissandi eign fyrir hvert hús, t. d. ef bruna ber að höndum, fást i Timbur- og Kolaverslunin „REYKJA1ÍK“. Fyrirlestra, kristilegar ræður og sambænir verða í »Sílóam« við Berg- staðastíg hvern miðvikudag og föstudag kl. ö1/^ e. m. fyrst um sinn. Hjörtur Friðriksson hjúkrunarmaður talar á föstu- daginn kemur um lífgjafann mikla. Allir velkomnir! Sigurbjörn Á. Oíslason. Skilið reg'nfraKkanum, sein tekinn var úr forstofu í Ingólfsstræti IO, efri hæð, — ella verður lögregl- unni gert aðvart um hverjir gengu um húsið á þeim tíma sem hann hvarf. Eigandiim.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.