Lögrétta - 04.05.1910, Síða 3
L0GR.!ET'1A.
83
Dómurinn.
Um landsyfirrjettardóminn í banka-
málinu, sem prentaður var i síðasta
tbl. Lögr. ásamt dómsástæðunum,
segir annað blað, sem stendur utan-
við flokkadeilurnar („Ingólfur1'):
„í hverju siðuðu landi mundi slíkur
dómur sem þessi vera talinn rothögg
á stjórn þá, sem dæmd væri. Að
æðsti dómur landsins dæmir eina stjórn-
arathöfn lögleysu frá upphafi til enda,
ætti að vera henni nægilegt tilefni
til að láta lausa stjórnartaumana.
Ekki síst þegar svo er ástatt sem
hjer, að ómögulegt er að bregða
dómnum um minstu hlutdrægni, þar
sem ráðherra sjálfur (annar málsaðil-
inn) hefur skipað einn dómarann og
sá dómari er í hverju einstöku atriði
— smáu sero stóru — sammála með-
dómendum sínum".
En hvernig tekur nú ráðherrann
dóminum?
Frá honum kemur fram grein í
ísaf., sem hann mun sjálfur hafa
skrifað, með svo frekum rangfærsl-
um á dómsástæðunum, að ísaf. hefur
jafnvel ekki sjeð sjer annað fært, en
að flytja leiðrjettingu við hana. Þó
er í kafla af dómsástæðunum, sem
prentaður er jafnframt greininni, skot-
ið inn orðinu „eigi" á einum stað,
sem hefur þar þau áhrif, að rang-
hermið í greininni yrði rjett, ef orðið
ætti þar að standa. Þetta innskot er
svo leiðrjett í smágrein aftar í blaðinu,
sem fáir taka líklega eftir.
í grein ísaf. segir, að yfirdómur-
inn byggi á „alt öðrum ástæðum en
gert sje í fógetaúrskurðinum". Þetta
er lokleysa og ranghermi. Fógetinn
skýrði frávikninguna þannig, að undir-
skilið væri, þótt ekkert væri fram
tekið um það i frávikningarskjalinu,
að hún væri aðeins „um stundar-
sakir", og ályktaði þá svo, að hún
gæti eigi náð nema til áramóta, því
að eftir bankalögunum nýju, sem þá
komu í gildi, hefði ráðherra ekkert
vald til frávikningarinnar. Nú var
því haldið fram í málfærslunni við
yfirdóminn fyrir hönd ráðherra, að
frávikningin 22. nóv. hefði verið
fullnaðarfrávikning, og á því byggir
yfirdómurinn, er hann dæmir frá-
vikninguna 22. nóv. algerða lögleysu.
Yfirrjettardómurinn byggir á upplýs-
ing, sem fram er komin frá raðherra
eftir að fógetaúrskurðurinn er upp
kveðinn.
Margir hafa brosað að því, að ráð-
herra láti son sinn halda því fram
fyrir yfirdómi, að hann, ráðherrann,
hafi vald til að víkja frá til fullnaðar
öllum embættismönnum landsins, að
fráskildum nokkru dómurum. Ef
lögfræðingar raðherra, eða einhverjir
aðrir, hafa getað talið honum trú
um aðra eins fjarstæðu og þetta, þá
geta þeir líka talið honum trú um
hverja vitleysu sem er og látið hann
dansa fyrir sig eftir henni,
Heldur en ekki broslegt er það
líka, að sjá í sama blaði ísaf., sem
flytur dóm Landsyfirdómsins, grein
með stórri fyrirsögn svohljóðandi:
„Frávikning gæslustjóranna lögmæt",
Og svo er það ræðubrot eftir síra
Arnór Þorláksson á Hesti, sem undir
fyrirsögninni stendurl
Sýslufundur Árnes-
inga.
Af Eyrarbakka er skrifað :
»Sýslunefndarfundur var haldinn hjer
12.—16. f. m. Voru þar mörg mál
rædd. Eitthvert mesta nauðsynjamál-
ið var þnð, að nefnd var sett til
að gangast fyrir því, að gerður verði
undirbúningur til að koma upp góðu
sjúkraskýli fyrir Arness- og Rangárvalla-
sýslur á hentugum stað, helst við eða
nálægt Þjórsárbrú. Þetta sprettur ekki
af óánægju með læknana hjer. Það er
einmitt líklegt, að þeir beitist sem best
fyrir þessu máli þegar til kemur. Má
nærri geta, hve tilfinnanlegt er fyrir þá
að koma á veturna til sjúklinga, sem
gera þarf t. d. holskurð á. Til þess
þarf nú að komast til Reykjavlkur, en
fjallvegurinn oftast á vetrum ófær veik-
um. SHkt kemur oft fyrir og seinast f
vetur. Að Rangárvallasýsla skerist úr,
sem sumir óttast, er ólíklegt. Skafta-
fellssýsla á örðugra tildráttar. Annað
heilbrigðismál var ósk um, að sett verði
ein hundalækningalög fyrir alt landið.
En mest af öllu ríður á, að skerpa
hirðusemi manna í því, að láta hunda
ekki ná sullum. í samgöngumálum voru
það nýmæli, að beðið var um útmæl-
ing símaleiða um uppsveitir og að þjón-
ustutími við landssímastöð á Eyrarbakka
yrði lengdur vegna ferðamanna. Brúar-
vörð við ÖUusárbrúna var oddvita falið
að ráða. Beðið var um, að afhending
brúa og flutningabrauta fari fram með
úttektargjörð, því upplýst var, að flutn-
ingabrautarkaflinn, sem nú var afhent-
ur, hefði áður fengið galla. Voru kosn-
ir menn til að leita samninga við lands-
verkfræðing um bætur á þeim. Ósann-
gjarnt þykir, að sýslan annist viðhald
Ölfusárbrúar og brautarinnar þaðan að
Övanalega lágt verð
á húsgögnum í Bankastræti 7,
P
Ui
5Ö
KO
ö a
«8 e
+*
,08 U
S ®
œ »
svo sem:
Rúmstæðum, fleiri tegundum,
Servöntum, fl. teg.,
Kommóðum, fl. teg.,
Borðum, fl. teg.,
Stólum, sjerst. skrifborðstólum,
Skrifborðum, fl. teg.
Klæðaskápum,
Bókaskápum, ameríkst lag,
Bókahyllum.
Allskonar liúsgögn eru smíðuð eftir pöntun.
Nýkomnir Raminalistar, margar tegundir.
Ódýr og góð innramming.
Sigurjón Ólafsson.
Þjórsárbrú. Þann kafla nota aðeins 3
hreppar sýslunnar, en utanhjeraðsmenn
mikið. Fáist ekki breyting á því, var
til vara beðið um heimildarlög til að
tolla Ölfusárbrúna. Beðið var um, að
lán Grfmsnesshrepps hins forna til Sogs-
brúar yrði gefið eftir, og að flýtt yrði
með fjáraukalögum fyrir því, að Gríms-
nessbrautarbrúin á Brúará komist sem
allra fyrst á. Til umsjónar var flutn-
ingabrautinni skift í kafla og hver kafli
falinn kosnum manni. Um áfangastaði
áleit nefndin rjettast, að hver ferðamað-
ur fyrir sig semdi við þann, er best
hagaði. Utbýtt var til vegabóta kr.
2,871,60, en óefað hrekkur það ekki.
Merkilegasta búnaðarmálið má telja,
að óskað var, að sett yrðu lög um ár-
lega böðun alls sauðfjár á landinu.
Menn gera það ekki sjálfkrafa, þó flest-
ir viti, að það borgar sig á ullinni.
Frjálst ætti baðefni að vera og reynsl-
an að sýna, hvað best gefst. Ekki þótti
ráðlegt að lögboðin yrðu sýslu- og
hreppa-mörk á sauðfje •, hagnaðurinn við
betri fjárskil hjeraða milli mundi ekki
geta bætt upp óþægindin, sem af ná-
merkingum leiddi í þjettbýlum sveitum.
Sendar voru stjórnarráðinu tillögur um
meðferð á skógum. Þar er mest vanda-
spursmál um beitina, því hjer eru
margar jarðir, sem ekkert beitiland eiga,
nema skógland, og verða alveg óbyggi-
legar, ef ekki má nota það. Þrátt fyrir
beitina hafa skógar þroskast að mun
sfðan kolagerð hætti. En síðan eru
þeir líka arðlausir ábúendum', en gera
stórskaða á ullinni. Fjenu væri varnað
að fara í skóginn, væri það mögulegt.
Mun ofætlun að ætla stjórnarráðinu að
ráða vel fram úr þessu. Samþykt var
gerð um silungsveiði í Þingvallavatni.
Þar er meðal annars bönnuð stanga-
veiði á grynningum, til þess að vernda
ungviðið. Sandvíkurhreppi var leyfð
lántaka til að stofna rjómabú. Til
ýmsra þarfafyrirtækja var styrkur veittur
eða tekin ábyrgð á lánum gegn gagn-
ábyrgð hlutaðeigandi hreppa. Þar til
má nefna nýbýlisjörð á Laugarvatns-
völlum. Gísli í Nesi og Guðmundur í
Skipholti sóttu um heiðurslaun úr Styikt-
arsjóði Kristjáns 9. Veitti nefndin báð-
um meðmæli. Einnig 9 bændum til
verðlauna úr Ræktunarsjóði. Þorfinni
í Tryggvaskála til verslunarleyfis. Og
tjórum ekkjum og einu barni sjódrukn-
aðra, sem sóttu um styrk af Hjálmars-
sjóði. — Útsvarskærur komn 3, ein þó
ofseint til þess, að henni mætti sinna
að lögum. Útsvörum hinna tveggja
kærenda þóttist nefndin ekki geta breytt
svo, að sanngjarnlegra yrði. Gnúpverja-
og Skeiðahreppum var leyft að afhenda
nauðsynlegar landspildum til starfrækslu
fossanna, ef til þess kemur.
f þetta sinn verður að jafna 6,000 kr.
á sýslubúa. Var þó lagt 3 kr. sýslu-
vegagjald á hvem verkfæran mann.
Upphæð gjaldanna er kr. 10,674,96.
Ótaldar eru kosningar til búnaðar-
þings og til ýmislegs annars, svo og
skýrslur og reikningar 0. fl., sem oflangt
yrði að greina og fáir mundu lesa.
Minningaspjöld Heilsu-
liælimíiiN, sem landlæknir getur
um i grein á öðrum stað hjer í
blaðinu,eru falleg og vel til þess
fallin, að liengjast í ramma upp
á veggi i stofum, eins og nú er
alsiða að gera i sveitum við graf-
skriftir og eftirmæli. En minn-
ingaspjöldin eru miklu smekklegra
veggskraut en hitt.
K.irkju]>fófnaður hefur ný-
lega verið framinn í Moskva í
Rússlandi; stolið munum, sem
virtir eru á eina miljón króna.
sem hvarvetna eru álitnar þær full-
komnustu og bestu, eru komnar
aftur til
versl. B. I. Bjamason.
Pröf
yfir öllum börnum á skólaskyldum
aldri, er notað hafa heimakenslu á
liðnum vetri, verður haldið í barna-
skólanum þriðjudaginn þ. 10. þ. m.
Þann dag kl. 8 f. hád. verða því
öll þessi börn að koma til prófs-
ins ásamt kennurum þeirra. Eí
út af er brugðið, varðar það sekt-
um eftir fræðslulögunum.
Reykjavík */b 1910.
F. h. skólanefndarinnar.
Pdll Einarsson.
í Reykjavík er laus. Árslaun 800
krónur. Veitist frá 1. júní næst-
komandi. Umsóknarfrestur til 20.
þ. m. Umsóknir, stýlaðar til bæj-
arstjórnar, sendast bæjarfógeta.
Bæjarfógetinn í Reykjavík,
4. maí 1910.
Jón Magnusson.
5kiftafuridir
verða haldnir í bæjarþingstofunni
hjer mánudaginn 9. þ. m. kl. 12 á
hádegi til að ráðstafa eignum
þrotabúa verslunarinnar Bakka-
búðar, Bjarna Jónssonar og Þor-
steins Þorsteinssonar.
Bæjarfógetinn i Reykjavík,
4. maí 1910.
Jón Magnússon.
Til leigu smærri og stærri íbúð-
ir hjá Siggeiri Torfasyni kaup-
nianni.
3 herbergi og eldliús til leigu
14. maí á Hverfisgötu 26.
Til leigu 1 stofa og svefnher-
bergi áfast við hana. Forstofuinn-
gangur. Ritstjóri vísar á.
220 21?
hann þegar á búningi þeirra, að þeir
voru Gyðingar. Þegar hann kom
nær, þekti hann þá báða. Annar
var ísak, fyrverandi húsbóndi hans,
en hinn var Natan Gyðingaprestur,
sem áður er um talað. Þeir hötðu
frjett, að stórmeistarinn hefði kvatt til
samkomu í klaustrinu til þessaðdæma
þar galdrakonu og voru nú á leið
þangað, en þorðu þó varla að tara
nær klaustrinu en þeir voru nú komnir.
»Jeg er bæði hryggur og hræddur«,
sagði lsak við förunaut sinn. »Þessar
galdraásakanir eru oft notaðar til þess
að koma fram illverkum við fólk af
okkar trúflokki«.
»Vertu óhræddur«, svaraði Natan.
»Þú ert rikur, og það, sem þessir ó-
guðlegu menn gangast fyrir, er pen-
ingar. Alt er hægt að kaupa af þeim.
— En þarna kemur maður á mótiokk-
ur, haltur veslingur, sem jeg kannast
við. Hann á liklega erindi við mig.
Heyrðu kunningi«, sagði hann og sneri
sjer til Áka, »jeg skal lita á þig, en
ölmusu gef jeg ekki hjer úti á almanna-
vegi«.
Meðan hann sagði þetta hafði Áki
tekið upp blaðmiðann frá Rebekku og
rjett hann að Isak. ísak leit íljótlega
á miðann og varð svo mikið um, að
hann rak upp hljóð og fjell meðvit-
undarlaus niður af hestinum.
»Hvað er þetta!« sagði Natan, tlýtti
sjer af baki og fór að stumra yfir fje-
laga sinum. Hann reyndi nokkra
stund að vekja hjá honum meðvitund-
ina, en það tókst ekki. Fór hann þá
ofan í vasa sinn, kom með bíld og
ætlaði að taka honum blóð. En þá
vaknaði ísak alt í einu.
»Veslingsbarnið mitt«, sagði hann.
»Ef þú verður rifin svona frá mjer,
þá formæli jeg guði og dey!«
Natan varð hissa. »Hvernig getur
þú,sanntrúaður Gyðingur,talað svona!«
sagði hann. »Jeg vona, að dóttir þín
sje enn á lífi«.
»Hún er enn á lífi«, svaraði fsak.
»En hún er i hættu, engu minni en
Daníel í ljónagröfinni. Blessað barnið
mitt! Rebekka! Rebekka! Hvernig
á jeg að frelsa þig?«
»Lestu blaðið«, sagði Natan. »Hver
veit nema við getum enn fundið ráð
til þess að frelsa hana«.
»Lestu það fyrir mig«, svaraði ísak.
»Jeg sje ekki stafaskil fyrir tárum«.
Natan las þá brjefið upp á hebresku.
Það hljóðaði svo:
»Faðir minn! Jeg er dæmd til dauða
fyrir sök, sem jeg alls ekkert þekki til
— það er: fyrir galdra. Ef hægt er að
finna mann, sem berjast vill fyrir mig,
samkvæmt lögum Nasareanna, á víg-
vellinum hjá Musterishlöðuklaustri á
þriðja degi frá þvi í dag að telja, þá
er það, hvort jeg frelsast frá dauða,
undir því komið, að guð gefi honum
þar kraft til sigurs. Einn bardagamað-
ur veit jeg að mundi gangatil einvígis
fyrir mig, en það er ívar Siðríksson,
sem kallaður er ívar hlújárn. En ef
til vill er hann enn ekki orðinn svo
frískur, að hann geti borið vopn og
hertýgi. Samt skaltu senda boð til
klaustrum okkar og þar skalt þú hafa
nægan tíma til þess að hreinsast af
syndum þínum í bæn og iðrun. Gerðu
þetta. Þú munt aldrei sjá eftir þvi.
Pví ættir þú að vera að ganga i dauð-
ann fyrir lög Móse?«
»Það eru lög feðra minna«, svaraði
Rebekka. »Þau lög voru gefin þeiin
í stormi og þrumum á fjallinu Sínaí.
Ef þið eruð kristnir, þá trúið þið því
ekki síður en við. Þið segið, að þau
hafi verið alturkölluð. En það hafa
mínir kennarar aldrei kent mjer«.
»Látið þá«, sagði stórmeistarinn,
»þessa þrályndu vantrúarkonu —«.
En Rebekka tók fram í fyrir honum
og sagði með auðmjúkum málróm:
»Fyrirgefðu, stórmeistari, að jeg trufla
tal þitt. En jeg er kvenmaður og óvön
því, að halda uppi varnarræðu fyrir
trú mína. Jeg get aftur á móti dáið
fyrir hana, ef það er guðs vilji. Jeg
bið um svar upp á kröfu mina um
hólmgönguna«.
»Fáið mjer handska hennar«, sagði
stórmeisfarinn. Svo skoðaði hann
handskann og velti honum fyrir sjer um
stund. »Þetta er sannarlega lítið og
ljettmætt veð fyrir stórri sök. Littu
nú á, Rebekka. Svo litill og ljettur
sem þessi handski þinn er á móti
okkar þungu stálhöndskum, svo er
vörn þin ljettvæg gegn sökum þeim,
sem regla okkar hefur á hendur þjer,
því það er hún, sem þú býður bar-
daga«.
»Legðu sakleysi mitt á vogarskálina
með handska minum, og þá mun hann
verða þyngri en stálhandskar ykkar«,
svaraði Rebekka.
»Er það þá alvara þín, að játa ekki
sök þína og lialda fast við hólmgöngu-
kröfuna?« spurði stórmeistarinn.
»Jeg held fast við hana, gölugi herra«,
svaraði Rebekka.
»Látum það þá svo vera i guðs nafni«,
sagði stórmeistarinn, »og gefi drottinn,
að það komi fram, hvað rjett er í þessu
máli«.
»Amen« kvað við frá öllurn mann-
söfnuðinum.
Svo tók stórmeistarinn enn til máls.
»Bræður mínir«, sagði hann, »þið vitið,
að við helðum getað neitað þessari
konu um, að hún fengi mál sitt út-
kljáð með hólmgöngu. Hún er van-
trúuð, hún er Gyðingastúlka, það er
satt- en samt her þess að gæta, að hún
er ein síns liðs og varnarlaus. Og þar
sem hún hefur skotið sjer undir eitt
ákvæði i lögum okkar, þá látum hana
i guðs nafni fá mál sitt útkljáð sam-
kvæmt þvi. Auk þess sem við erum
andlegrar stjettar menn, erum við líka
riddarar og hermenn, svo að það er
ekki sæmilegt, að við færumst undan
útboði. Málinu er þá svo komið nú,
að stúlkan Rebekka ísaksdóltir frá Jór-
vík, sem sökuð er um að hafa beitt
galdrabrögðum gegn einum af riddur-
um hinnar heilögu Musterisreglu, hefur
boðist til að sanna sakleysi sitt með
einvigi. — Æruverðu bræður! Hvern
bendið þið nú á til þess að taka við
handska hennar og vera stríðsmann
okkar á vigvellinum?«