Lögrétta

Issue

Lögrétta - 25.05.1910, Page 2

Lögrétta - 25.05.1910, Page 2
100 LííGRJETTa. Lðgrjetta kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á fslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. Friðarræða Roosevelts. Kristjaniu 7. maí 1910. Eitthvað á þessa leið hljóðaði ræða sú, sem Roosevelt hjelt hjer í Kristjaníu á dögunum, í tilefni af friðarlaunum Nóbelssjóðsins, sem honum höfðu verið veitt: »í*að er mjer mikil ánægja, að standa hjer í dag og þakka fyrir þann mikla heiður, sem mjer hef- ur verið sýndur með því að veita mjer friðarverðlaun Nóbels. Jeg mun altaf geyma gullmedalíu þá, sem var einn hluti verðlaunanna, og láta hana í hendur afkomenda minna sem göfugan arf. Fjárupphæð þeirri, sem hinn göf- ugi stofnandi þessaheimsfræga sjóðs hefur ákveðið að skuli vera einn hluti verðlaunanna, fanst mjer jeg ekki geta stungið í eiginn vasa, eftir því sem á stóð. Jeg álít það samt sem áður fullkomlega sann- gjarnt og sjálfsagt, að sá, sem verð- launin fær, verði fjárins aðnjótandi og noti það til eigin þarfa í flest- um tilfellum. En þótt jeg við það tækifæri, sem hjer um ræðir (jap- ansk-rússneska stríðið) kæmi ekki beinlínis fram sem forseti Banda- ríkjanna, þá á jeg þó forsetastöðu minni það að þakka, að jeg gat orðið friðnum að nokkru liði, og mjer virtist því, sem mjer væri fengið þetta fje í hendur til um- ráða í þarfir Bandaríkjanna. Jeg notaði það þess vegna til að stofna sjóð til eflingar iðnaðarfriði, með því jeg áleit það í fullu samræmi við tilgang hinnar heiðruðu Nóbels- nefndar. Því í hinni flóknu menningu nú- tímans er friður, bygður á sann- girni og rjettlæti, — sem er sá eini friður, sem verður er að berjast fyrir — jafn-nauðsynlegur fyrir iðn- aðarheiminn sem friðurinn ríkja á milli. Það er að minsta kosti jafn-nauðsynlegt, að koma í veg fyrir hina grimmilegu aurafíkn og ágirnd, sem á sjer stað meðal vissra auðmanna — og draga úr hinum viðbjóðslegu æsingum og ágengni, sem á sjer stað meðal nokkurs hluta verkalýðsins, eins og að vinna á móti hinni grimmilegu og óhollu hernaðarstefnu, sem hæðst er á baugi meðal þjóðanna. Við verðum að hafa það hug- fast, að aðalmarkmiðið er sann- girni og rjettlæti, bæði meðal hinna einstöku borgara og þjóðanna, sem skapar möguleika til að lifa lífmu á göfugri hátt í anda víðsýnis og umburðarlyndis, sem innbyrðis bræðrakend skapar. Friðurinn er í sjálfu sjer oftast nær hnoss, en hann er ekki hið æðsta hnoss, nema hann sje í þjón- ustu rjettlætisins; og hann er til ills eins, ef hann að eins er gríma fyrir hugleysi og leti, eða verkfæri í höndum á harðstjórn og kúgun. Vjer fyrirlítum og smáum ribb- aldann, slagsmálamanninn og harð- stjórann bæði í opinbera og ein- staklingslega stefnu, en vjer fyrir- lítum engu að síður raggeitina og munaðarbelginn. Sá er ekki verður að bera manns- nafn, sem vill ekki heldur berjast en búa við smán, og horfa á, að vandamönnum hans sje gert rangt til. Sú þjóð, sem glatar hreysti sinni og karlmensku, á ekki skilið að lifa, hvort sem það nú stafar af mannúðarlausri auðvaldseyði- leggingu, munaðarsýki og deyfð eða sjúkri sjálfsdýrkun. Þar að auki verðum við að muna, að orð hafa því að eins þýðingu, að þau skýri frá eða renni af rótum verknaðarins. Forsprakk- ar skelfingarstofnunarinnar (terror- istar) göspruðu um frið með hend- urnar roðnar i blóði saklausra, og Qölmargir harðstjórar hafa kallað það frið, ef þeim hefur tekist að bola niður heilbrigða og rjett- mæta uppreisn. Orðin verða að dæmast eftir verkum vorum. Þegar vjer berj- ums fyrir að koma einhverri göf- ugri hugsjón í framkvæmd, verð- um við að nota pólitiska aðferð, og getum við ekki náð öllu í einu, þá verðum við að ná því smám- saman og láta oss lynda að kom- ast eitthvað í áttina. Þegarjeg nú hef bent átakmörk baráttu vorrar, og þær sanngirnis- ástæður, sem taka verður tillit til, þá vona jeg, að jeg geti krafist þess með fullum rjetti, að orð mín sjeu tekin alvarlega, þegar jeg bendi á atriði, sem eftir minni meiningu geta haft stóra þýðingu fyrir heims- friðinn og stuðlað að því, að hann komist á. Jeg tala hjer eins og reyndur maður, og það, sem jeg ráðlegg nú, hef jeg sjálfur reynt að framkvæma, þegar jeg var fyrir- maður stórrar þjóðar, sem jeg bar mjög fyrir brjósti. Það mundi gleðja mig að sjá mína eigin þjóð gera það, sem jeg ræð nú öðrum þjóðum til að gera. Þær friðarframfarir, sem jeg á við, geta orðið á ýmsan hátt. Fyrst og fremst vil jeg nefna gerðar- samninga (voldgiftstraktater). Það eru auðvitað til þjóðir á svo lágu stigi, að siðaðar þjóðir geta ekki gert gerðarsamning við þær, að minsta kosti ekki fyr en vjer höfum náð lengra í að koma á stofn nokkurskonar alþjóða-lög- regluliði. En allar siðaðar þjóðir ættu að gera með sjer slíka gerðar- samninga. Mín skoðun er, að undir þessa gerðarsamninga geti öll þau atriði heyrt, sem líklegt er að geti orð- ið deiluatriði milli slíkra þjóða, svo framarlega sem samningarnir byggjast á fullkomnu samkomu- lagi hvers aðila um sig um, að virða landhelgi hins og fullkomið drottinveldi innan þess sviðs, og ennfremur á skýrum samningum um, að láta öll deiluatriði í gerð, — auðvitað að undanskildum þeim sjaldgæfu tilfellum, sem snerta bein- línis heiður og sæmd hverrar þjóð- ar. Slíkur samningur mun tryggja friðinn, nema í þeim tilfellum, ef annarhvor aðilinn brýtur samn- inginn að yfirlögðu ráði. Auðvit- að er engin trygging fengin gegn slíku samningsrofi, en yrðu marg- ir slíkir samningar gerðir, myndu þeir verða besta meðalið til að skapa heimsvenju, sem að lokum yrði svo sterk, að ráð yrðu fund- in til að hegna fyrir slík afbrot. í öðru lagi væri það stór fram- för, að afla friðarfundinum í Haag víðtækara verksviðs. Það hefur verið sagt, að hinn fyrsti friðarfundur i Haag hafi skráð nýtt Magna Charta handa þjóðun- um. Hann hefur sýnt oss hug- sjónartakmark.sem vjer óðumnálg- umst og vjer allir eigum að gera vort ýtrasta til að nálgast. Næsti fundur steig feti framar; og vjer skulum vona, að sá þriðji komist ennþá lengra. Stjórn Bandamanna hefur oftar en einu sinni reynt að benda á leiðir til að fullkomna gerðardóm þann, sem samþyktur var á seinni Haagfundinum, og efla gildi hans. Og það er innileg von mín, að stjórnir Evrópuþjóðanna, í sam- vinnu við stjórnirnar í Ameríku og Asíu, reyni fyrir alvöru að koma sjer saman um aðferð, sem tryggi gildi og þýðingu friðarfundarins. Sje mjer leyfilegt að gefa bend- ingu, þá vil jeg segja, að stjórn- málamenn þeir, sem vilja vinna að heimsfriðnum, hefðu gott af að kynna sjer stöðu þá, sem hæsti- rjettur hefur í Bandaríkjunum. Mjer virðist svo sem stjórnar- fyrirkomulag Bandaríkjanna, sjer- staklega að þvi er snertir hæsta- rjett og aðferðir þær, sem hafðar eru til að tryggja frið og góða sam- vinnu milli sambandsríkjanna, gefi góðar bendingar um það, hvernig friðardómstólarnir og Haagfundirnir geti orðið, og hvernig stofna megi nokkurskonar heimssamband til að tryggjaalþjóðafrið ogrjettlæti. Þaðer auðvitað í ýmsum atriðum ólíku saman að jafna, stjórnarfyrirkomu- lagi Bandaríkjanna og því, sem reynandi væri að koma til leiðar í Haag, en sú aðferð, sem hið ame- ríkanska stjórnarfyrirkomulag hef- ur viðtekið, til þess að koma í veg fyrir deilur milli ríkjannaog tryggja úrskurðarvald sambandsdómsins í hinum ýmsu tilfellum, er þess vel verð, að þeir, sem reyna að koma því sama á fyrir allar þjóðir í Haag, kynni sjer hana. í þriðja lagi verður sem allra fyrst að gera eitthvað til að koma í veg fyrir hinn vaxandi herbúnað, einkum flotaaukninguna, með al- þjóðasamningum. Ekkert einstakt ríki getur eða má gera þetta; því það er afar- óheppilegt frá sjónarmiði hins rjett- láta friðar, að ríki, sem í sann- leika trúir á friðinn, geri sig varn- arlaust gegn keppinaut, sem hvorki trúir á friðinn nje vill nokkuð fyr- ir hann vinna. En hafi stórþjóðirnar virkilegan og sannan vilja á að efla friðinn, munu þær fljótt sjá, að erfiðleik- arnir eru elcki svo afarmiklir á að koma á samkomulagi, sem kemur í veg fyrir hina örðugu og sívax- andi flotaaukningn. Þó ekki væri nema samkomulag um það, að tak- marka stærð herskipanna, þá hefði það haft afarmikla þýðingu fyrir nokkrum árum, og gæti haft það enn, — en það samkomulag, sem jeg á hjer við, verður þó að vera miklu víðtækara. Loks væri það hið allra ákjós- anlegasta, ef stórveldin, sein af al- hug vilja efla frið, mynduðu frið- arsamband, ekki einungis til að varðveita friðinn innbyrðis, heldur og til að gæta þess, að friðurinn sje ekki rofinn af öðrum, og það jafnvel með vopnum, ef á þarf að halda. Aðalagnúinn við friðarfundina í Haag er sá, að þá brestur alger- lega framkvæmdarvald eða lög- regluvald til að gæta þess, að á- kvæðum þeirra sje hlýtt. í öllum þjóðfjelögum livílir dóms- valdið á lögregluvaldi, eða vissunni um það, að allir vopnfærir menn í landinu eru reiðubúnir að gæta þess, að ákvæðum dómstólanna og löggjafarvaldsins sje hlýtt. í ungum og óþroskuðum þjóð- fjelögum, þar sem ofbeldið ræður, verður hver heiðvirður borgari að vernda sig sjálfan, og meðan ekk- ert annað er gert til að tryggja hon- um vernd, væri það bæði heimsku- legt og illa gert, að narra hann til að leggja niður vopnaburð, svo lengi sem ofbeldisseggirnir bera vopn í höndum. Hann á ekki að afsala sjer rjettinum til að verja sig sjálfan af eigin mætti fyr en þjóðfjelagið er komið í það skipu- lag, að það getur losað einstak- linginn við varnarskylduna. Þannig er því einnig varið með þjóðirnar. Hver einstök þjóð verður að vera reiðubúin að verja sig sjálfa, þang- að til tögregluvald er komið á í einhverju formi, sem hefur vilja og mátt til að hindra yfirgang meðal þjóðanna. Eins og nú stendur á, mundi helst vera hægt að mynda slíkt lögregluvald til vermdar heims- friðnum á þann liátt, að stórþjóð- irnar tækju sig saman um að vernda friðinn og rjúfa hann á engan hátt í eiginhagsmunaskyni. Fyrst ættu þessi samtök einungis að tryggja friðinn innan vissra tak- marka og með vissum skilyrðum. Og sá þjóðhöfðingi eða stjórnmála maður, sem gæti komið slíkum samtökum á, mundi geymast á spjöldum sögunnar um ókomnar aldir og hljóta þakklæti alls heims- ins«. Svo mörg voru orð Roosevelts. J. G. Kosningarnar í Danmörku, 8tjórnin fer frá. Kosningar fóru fram í Danmörku til Fólksþingsins 20. þ. m. Árang- urinn af þeim kosningum hlýtur að verða sá, að Zahle-stjórnin fari frá völdum. í Lögr. 4. þ. m. varskýrt frá, hvernig flokkaskiftingin var í þinginu, er það var rofið. Nú, eftir kosningarnar.er flokkaskiftingin þessi: Endurbótaflokkurinn hefur3Sþing- sæti, miðlunarmenn 21, hægrimenn 13, jafnaðarmenn 24 og radikali flokkurinn (stjórnarflokkurinn) 20. Stjórnarflokkarnir hafa þá alveg staðið í stað, hvorki fjölgað nje fækkað þeirra lið við kosningarnar, því jafnaðarmenn höfðu áður 24 og Zahlesflokkurinn 20. Innan hinna flokkanna þriggja, sem móti stjórninni börðust við kosning- arnar, hefur orðið sú breyting, að endurbótaflokkurinn (J. C. Christen- sens-flokkurinn) hefur bætt við sig 8 þingsætum, fjölgað úr 27 upp í 35, en hægrimönnum hefur fækkað um 8, úr 21 niður í 13. Miðlunarmönn- um (Neergaards-flokknum) hefur fækk- að um eitt sæti, úr 22 í 21. í einu kjördæmi, Færeyjum, hefur kosning ekki farið fram enn; fer fram nú eftir mánaðamótin. Flokka þeirra I. C. Christensens og Neergaards, endurbótaflokkinn og miðlunarmenn, má nú telja einn flokk, og virðist sjálfsagt, að sá flokkur taki nú aftur við völdum, en það er hinn gamli vinstrimannaflokkur. Hægrimenn munu og fremur styðja hann en núverandi stjórnarflokk, enda hefur verið kosningabandalag þar í milli. I. C. Christensen hefur mjög vaxið afl við þessar kosningar og ekki ólíklegt, að það verði hann, sem nú tekur við stjórnartaumunum, ef ríkisdómurinn gengur honum í vil, sem sjálfsagt má telja. í síðasta tbl. var skýrt frá því, að þingið mundi ekki verða kvatt sam- an fyr en í júlíbyrjun. Zale-ráða- neytið mun gegna stjórnarstörfum þangað til. Um kosningar í einstökum kjör- dæmum hefur þetta frjetst: S. Berg fyrv. ráðherra náði ekki kosningu; Weimann núv. verslunarráðherra ekki heldur. Einnig er fallinn Ove Rode, ritstjóri fyrir aðalmálgagni stjórnar- innar í Khöfn, „Politiken"; sömu- leiðis Schack kapteinn, sem manna mest hefur talað um íslensk mál í þinginu. OJsaveður á yiusturlanði 7.-8. maf. Fjárskaðar á Fljótsdalshjeraði. Laugardaginn 7. þ. m. kl. 4 síðdegis skall yfir á Fljótsdals- hjeraði og víðar um Austurland slíkt aftaka-stórhríðarveður, að menn muna þar varla annað verra, segir í brjefi að austan. Svo ilt var var veðrið og dimt, að ekki var ratandi milli húsa. Fje var víðast hvar úti, þótt litlir hagar væru komnir upp, og hrakti og fenti víða. Hefur þetta veður gert stórskaða þar eystra. Mest er tjónið talið á tveimur bæjum í Jökulsárhlíðinni, Sleð- brjót og Hallgeirsstöðum. ÁSleð- brjót fórst 150 fjár. Á Hallgeirs- stöðum lentu 180 kindur i fönn og hrakningi, en sagt að um 50 af þeim hafi þó náðst lifandi. Á Haugsstöðum á Jökuldal fórust 100 sauðir, og á Skeggjastöðum á Jökuldal um 60 fjár. Á fleiri bæjum á Dalnum og á Jökuldals- heiðinni mistu menn og fje, og eins innan til í Yopnafirðinum. En nánar fregnir hafa ekki bor- ist af því. Þetta var norðanbylur, og eru þeir oft afarharðir þar eystra, einkum í Jökulsárhlíðinni. Veðrið hjelst slitlaust 7. og 8. þ. m. Á undan haíði hlaðið niður sjó í logni. Roosevelt í paris. Roosevelt, fyrv. Bandaríkjaforseti, hjelt á Evrópuför sinni ræðu í vís- indafjelaginu í París, en ræðuefnið var aðallega það, hvernig borgari í þjóðveldi ætti að vera nýtur maður. Hann sagði meðal annars: »Látum þá, sem hafa háa andans mentun og djúpsetta þekkingu, halda því hnossi, og þá, sem ekki hafa það, kappkosta að ná því. En munum það vel, að eitt er til, sem meira á ríður. Líkaminn verður að vera heil- brigður og þó sálin öllu framar. En æðri samt, heldur en bæði Hkaminn og sálin, er „karakterinn", það er að skilja „samstæða" þeirra eiginleika, sem vjer eigum við, þegar vjer töl- um um einhvers manns þrek og þor, heiðarleik hans og mannkosti. Jeg er eindregið með æfing líkamans, en ávalt að því fyrirskildu, að vjer höf- um hugfast, að þróun h'kamsþróttar- ins er meðal, en ekki markmið. Auð- vitað álít jeg að gott uppeldi skuli öllum veita. En í uppeldinu verður mikið að vera, sem fer fram yfir bókvitið, ef uppeldið á að verasann- arlega gott. Vjer verðum allajafna að muna eftir því, að engin skarp- viska, engin listgáfa, alls ekki neitt getur bætt upp skortinn á mikilhæf- um, staðgóðum eiginleikum. Vald yfir sjálfum sjer, heilbrigð skynsemi, ábyrgðartilfinning, hugrekki og ein- beitni, það eru eiginleikar, sem þjóð á sjer til ágætis að hafa, og enginn á þessari ágætu og lærðu samkomu mun vilja bera á móti því, að þess- ir eiginleikar og dygðir eru öllu mannviti æðri. Slíkir vanalegir og hversdagslegir eiginleikar fela í sjer viljann og máttinn til að vinna, og, ef þörf krefur, til að berjast. Þeir eru líka skilyrði fyrir heilbrigðu afkvæmi. Maðurinn verður yfirleitt að geta unnið fyrir sjer. Til þess ætti að uppala hann, og honum ætti að lær- ast að skilja það, að staða hans í lífinu er fyrirlitleg, ef hann ekki get- ur unnið fyrir sjer, og að hann ann- ars kostar er ekki öfundsverður í hverri fjelagslegri stöðu, sem hann er, heldur lítilsvirðingar og smánar verð- ur“. Þessum orðum fór hann um stríðin: „Þar næst á nýtur borgari að vera bæði sterkur og hraustur; hann á að geta barist og þjónað ættjörðu sinni sem Jiðsmaður, ef þess er krafist. Það eru til góðviljaðir heimspeking- ar, sem prjedika móti órjettlæti stríð- anna. Þeir hafa rjett fyrir sjer í þvf, að þeir leggja alla áherslu á órjett- lætið. Stríð er hræðilegur hlutur, og ranglátt stríð er brot á móti mann- helginni. En það er þess kyns brot, af því það er ranglátt og órjettvíst, en ekki af því að það er stríð. Valið á ætfð að vera rjettlætinu í hag, hvort heldur um stríð eða frið erað ræða. Spurningin verður ekki þann- ig: Á að vera stríð eða friður? — heldur: Á hið rjetta að ráða? Á að fylgja rjettlætisins lögum? Og svar- ið af hálfu sterkrar og manndómlegr- ar þjóðar á að vera: Já — hvað svo sem það kostar. Öll heiðarleg viðleitni á ætíð að verk sú, að komast hjá ófriði, hvort sem um þjóðir eða ein- staklinga er að ræða. En enginn einstaklingur með sjálfsvirðingu, eng- in þjóð með sjálfsvirðingu, á að beygja sig fyrir órjettinum. Að endingu er nokkuð ennþá þýð- ingarmeira en dugnaður til vinnu og dugnaður til Iiðsmensku, ef á slíku þyrfti að halda, en það er að hafa sjer hugfast, að hin æðsta blessun fyrir hverja þjóð er það, að hún eigi sjer afkvæmi til að erfa landið. Svo var það á biblíuöldunum, og svo er það enn í dag. Sú stærsta bölvun allra bölvana er ófrjósemin eða viðkomu- leysið, og hin strangasta bölvuu allra bölvuna á að bitna á viðkomuleysi af ásettu ráði. Hið allra fremsta og mestvarðandi í hverri þjóðmenningu er það, að maður og kona sjeu faðir og móðir að heilbrigðum og efnileg- um börnum, svo að kynið aukist og margfaldist, en gangi ekki til þurð- ar. Sje um þetta svikist, vísvitandi og að yfirlögðu ráði, þá er þar með framið brot, sem náttúran, þegar fram líða stundir, hegnir harðara fyrir en nokkurt annað brot". Um jafnaðarmensku (sósialismus) sagði hann: „Það er ekki hægt að taka nógu sterklega fram hin ban- vænu áhrif, sem verða mundu af- leiðingin, ef farið væri að aðhyllast í framkvæmd öfgaleg fræðikerfi jafn- aðarmanna fyrir hvaða þjóðkyn sem væri. Þar með er þó ekki sagt, að vjer ekki til bóta gætum aðhylst sumar meginreglur, sem fram er hald- ið af mönnum, er svo vill til, að kalla sig jafnaðarmenn (sósialista); að þora ekki að gera það, væri veik- leikamerki*. Umjafnrjetti og bræðra- lag („egalité" og „fraternité") sagði hann: „Reynum að jafna upp á við, en vörumst vandlega það meinræði, sem miðar að því að jafna niður á við". Jarðarför Játvarðar VII. ISretakonugs fór fram 20. þ. m.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.