Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 04.06.1910, Side 2

Lögrétta - 04.06.1910, Side 2
108 L0GRJET1 A. Lögrjetta kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk pess aukablöö við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. mundssyni á Marðarnúpi, föður Guð- mundar landlæknis. Bændur hafa jafnan ýmugust á sprenglærðum búfræðingum, sem öllu vilja umturna, og er það sfst að undra; en þennan mann munu þeir ekki þurfa að óttast; hann lætur lítið yfir sjer. „Það er minst fengið, þó prófi sje lokið", segir hann, „og jeg ætla ekki að flana að neinu". Þetta er góðs viti. Og svo talar hann fs- lensku, eins og hann hafi aldrei farið út úr sveitinni. Það er líka góðs viti. Er líklegt að hann verði nýtur maður. Hann fer hjeðan á „Austra" 10. þ. m. norður um land á búfjársýn- ingar þar. Kunnugur. ýííflutningsbanniD. Eftir Halldór Jónsson. III. Kórvilla andbanninga. (Frh.). Með því að »ástæðan« til að drekka áfengi er ekki manninum meðsköpuð, heldur er biíin til af á/engn'snautninni sjálfri, eins og dagleg reynsla og öll vísindi stað- festa, þá á áfengisbölið, hið and- lega og líkamlega tjón, sem áfengið veldur, hvergi annarstaðar rót sína en í »brennivínsflöskunni«, alveg eins og berklaveikisbölið á hvergi annarstaðar rót sína en í berklun- um (bakteríum þeim, sem með eitrunarverkunum sínum í líkama mannsins búa til berklaveikina). Vjer þurfum að gæta þess, að starfsemi allra lifandi kvikinda hefir tvent í för með sjer: 1. að framleiða nýtt lif, ný samskonar lifandi kvikindi, og 2. að framleiða óholl og eitruð efni fyrir lifið sjálft. Ef vjer lokum lifandi kvikindi inni í loftþjettu rúmi, þá »kafnar« það, deyr innan viss tíma. Það skeður ekki eingöngu af þeirri orsök, að lífsloftið í rúminu tæmist, eyðist, heldur einnig og ekki síður vegna þess, að út úr hinu lifandi kvikindi sjálfu koma ýms efni, sem eitra lífsloftið í rúminu. Ef vjer geymum lifandi smá- fiska í vatni í litlu íláti, þá drep- ast þeir þar innan skamst tíma, ef ekki er skift um vatn á þeim. Or- sakirnar til þess eru ekki eingöngu þær, að þeir hafi eytt lífsloftinu í vatninu svo rækilega, að þeirkafni af skorti á lífslofti, heldur einnig þær, að út úr smáfiskunum sjálf- um koma ýms efni, sem eitra vatnið og hjálpa til að drepa þá. Að lifandi kvikindin, gerlarnir, sem framleiða áfengið, drepast í vínberjaleginum eftir fáa sólar- hringa, stafar heldur ekki eingöngu af því, að þau hafi etið upp til agna öll hin lífrænu efni í leginum, heldur einnig (jafnvel fremur) af því, að þau hafa sjálf framleitt, til- búið í leginum, svo mikið af eitri (áfengi), að þetta eitur drepur þau sjálf. Áfengið er og eitthvert hentugast drápsmeðal alls lifs, alls lifandi, alls hins lífræna. Af þeim ástæð- um er það, að náttúrufræðingar nota það til að geyma í því líf- ræna hluti. Áfengið steindrepur hverja einustu sellu í Hfrænu hlut- unum, svo að þeir haldast óbreyttir og öll rotnunarkvikindi deyja, er í þá kunna að hafa komist, en önn- ur ný komast ekki að vegna á- fengisins. Af þessum verkunum áfengisins er það bert, að það er ekki rjett að segja, eins og hr. M. E. segir: »Áfengið er ekkert annað en dauð- ur hlutur«, því að það er miklu meira. Það er drepandi hlutur; hlutur, sem sviftir alt lifandi öll- um lifrœnum eiginleikum, þrengir sjer inn í og gegn um alt lífrænt, drepur það og sviftir möguleg- leikanum til alls lífs. Áfengið er lífsins gröf, bókstaf- lega talað. Af þessum verkunum áfengisins, lamandi og drepandi áhrifum þess á alt líf og alt lífrænt, leiðir það, að það er rangt, að setja áfengið á bekk með nokkrum öðrum hlut, sem gengur frjálsum kaupum og sölu meðal manna. Fyrir því er það með öllu óhæfi- legt til drgkkjar. Það getur verið gagnlegt sem lœkntsigf, eins og íleiri eiturtegundir, því náskyldar, en þá á það heima við hlið þeirra í hyllum apótekanna. Og að sjálfsögðu á það að geta fengist til verklegra afnota án veru- legra tálmana. Ef andbanningum væri það Ijóst, að öll áhrif áfengis á hverja ein- ustu sellu í líkama mannsins eru skaðleg áhrif, lamandi og drepandi áhrif á starfsemi þeirra, og þar af leiðandi á andlega krafta þá, sem á leyndardómsfullan hált standa í sambandi við líf og starfsemi sell- anna í taugakerfi mannsins, hvort sem þeir kraftar heita skyn, tilfinn- ing eða vilji, — þá sæu þeir einnig, hvílík fráleit fjarstœða það er í raun rjettri, að nota áfengi sem hress- andi drykk eða skemtandi drykk. Það er fyrst á hinum síðustu 40—50 árunum, að visindamenn- irnir hafa alvarlega ransakað eðli og áhrif áfengisins, og komisl að fastri niðurstöðu í því efni. Þeir, sem ekki þekkja þessa niðurstöðu, en hafa í skoðunum sínum dagað uppi um eða fyrir 1860, þeir skilja ekki áfengismálið rjett. Jeg hygg að það hljóti að vera vanþekking á þessari vísindalega sönnuðu niðurstöðu, semveldur því, að nokkrir andbanningar eru til í landi hjer, nokkrirsemvilja viðhalda hinum gömlu, skaðlegu drykkju- siðum. Jeg get ckki ímyndað mjer, að nokkur, sem fengið hefur glögga hugmynd um skaðsemi áfengisins, sjerstaklega á andlega krafta manns- ins, geti verið svo tilfmningalaus fyrir hinni margvíslegu sorg og eymd, sem hann sjer og veit að stafar frá drykkjusiðunum, að hann ekki vilji rjetta hjálpandi hönd til að Ijetta bölinu af meðborgurum sínum, — 1 öllu falli leggi ekki steina í veginn fyrir þeim, er vinna að útrýmingu drykkjusiðanna, nje beiti kröftum sínum á móti þeirri starfsemi. (Frh.). Ráðherrann og harðinðin. Kafli úr brjefi, rituðu snoraraa í síðastl. mánuði. Áhrifin eða afleiðingarnar af stjórn raðherra vors eru nú orðin deginum Ijósari. Landsbankinn er sem dauð stofn- un. Lánstrausti hans er stórspilt og ráðherrabankastjórnin fullyrðir, að hann geti lítið sem ekkert lánað. Hann verður naumast með rjettu kall- aður banki lengur, ef ekkiskipast betur til um stjórn hans framvegis en hing- að til hefur átt sjer stað síðan 22. nóv. Stjórn hans líkist einna helst stjórn á dánarbúi, sem er undir skift- um, en notað er sem framfærslustofn- un meðan a skiítum stendur. Það er nú komið fram, sem al- menningur sá þegar fyrir 22. nóv., að Landsbankinn mundi bíða stórhnekki við ráðsmensku ráðherra og allar ó- frægðarsögurnar um bankann. Og það er enn fremur komið fram, sem þjóðina tekur sárast og mestu máli skiftir, að áliti lands og þjóðar og lánstrausti landsmanna hefur ver- ið hnekt svo mjög af ráðherra, að því verður ekki með orðum lýst nje það tölum talið. Arið 1906 var hart vor og engu vægara, ef ekki sumstaðar jafnvel harðara en þetta vor, en sakaði ekki. Veturinn eftir (1906—07) var fjen- aður snemma tekinn á gjöf eins og nú síðastliðinn vetur. Sá vetur var því gjafifeldur eins og þessi vetur og heyfengur manna var hvergi nærri nægur, en það kom þá alls ekki að sök, því að bændur brugðu þá skjót- lega við og öfluðu sjer fóðurbætis. Norðlendingar pöntuðu þá með sím- skeyti kraftfóður ytra frá og fengu sjerstakt skip í febrúar 1907 hlaðið fóðurbirgðum að mestu. Kendu menn þá vott menningar- og framfara í búskapnum, að almenn- ingur hafði lært þau ráð, sem til þess eru að forðast skepnufelli, ef heyfeng- ur er ekki nægilegur, og þóttust menn þá þess fullvissir, að framar yrði ekki horfellir hjer á landi. Þau harmkvæli litu menn svo á, að þau gætu talist leyfar liðinna tíma, eins og reyndin hefur orðið annar- staðar, þar sem bændur lifa á útbeit- arfjenaði og þeir einu sinni hafa kom- ist upp á að nota kraftfóður til þess að lcoma í veg fyrir skepnufellir eins og t. d. á Skotlandi. En hvað skeður, Björn Jónsson verður ráðherra og á einum degi (22. nóv.) tekst honum að loka þeirri , leið, sem bær.dum varð að standa opin til þess að þeir gætu notið sín menningu sinni samboðið og hagnýtt sjer lærdóm og þekking síðustu ára, að afla nú kraftfóðurs, en leiðin er lánsíraustið. Ástæður manna hjer á landi eru ekki öðruvísi en annarstaðar að því leyti, að mönnum veitir erfitt að bjarga sjer eftir að þeir hafa mist tiltrú annara og lánstraust sitt. Og því fremur veitir mönnum það erfið- ara hjer á landi sem hjer þarf að leggja mikið í kostnað, iarðabætur, húsagerð o. fl. o. fl., til þess að hafa við góð kjör að búa og geta aukið framleiðsluna. Tíl Landsbankans hefur mönnum síðan 22. nóv. sjaldnast orðið leitað um lán og önnur þvíiík viðskifti til annars en að fá nei. Lánstraust landsmanna hefur þorrið mjög erlendis, og tiltrú manna á meðal minkað, en tortrygni aukist, svo að bændur, jafnt stórir sem smáir, sjá engin ráð til þess að afla kraftfóðurs, því að þegar lánstraustið er frá þeim tekið, eru þeir sviftir getunni til þess að útvega sjer kraft- fóður. Til þess að geta það verða bændur að fá lán til hausts, sem þeirri upphæð nemur, er kraftfóðrið kostar. Bændur eru ekki búnir að gleyma kraftfóðurkaupunum 1907 og þeir vita nú gerr en þá, að þótt kraft- fóðrið, víðast hvar, sje í sjálfu sjer dýrara en heyið, þá margborgar það sig að kaupa kraftfóður til heydrýg- inda heldur en að missa skepnurnar úr hor eða verða að skera af heyj- um á áliðnum vetri, eða þegar komið er fram á vor. En bændum eru þessar bjargir bannaðar að þessu sinni, því að ráð- herra hefur svo stórspilt lánstrausti landsmanna og áliti þjóðarinnar jafnt inn á við sem út á við. Það heyrist varla talað um kraft- fóðurkaup, sem heldur ekki er að furða, því til hvers væri það nema einskis? Hvað hjálpa orðin ein þegar skilyrðin tyrir framkvæmdinni vantar. Afleiðingarnar af stjórnarráðstöf- unum ráðherrans eru sýnilega fyrir landbúskapinn skepnufellir og lamba- dauði, ef forsjónin ræður ekki fram úr því betur en á horfist. En hverjar skyldu nú afleiðing- arnar fyrir aðrar atvinnugreinar vera orðnar eða eiga eftir að verða? Lánstraustið er fjöregg þjóðanna og fæstar mundu þær þjóðir, sem staðist gætu aðra eins árás á álit sitt og lánstraust án hörmunga fyrir landsmenn í heild sinni og gjald- þrota margra manna, sem að öðrum kosti yrði komist hjá. Lánstraustið er lffæð viðskiftalífs- ins og atvinnugreinanna, og ráðherr- ann sjálfur, vor innlenda stjórn, hef- ur orðið til þess að skera á lífæðina. Námaslys varð snemma í síð- astl. mánuði skamt frá bænum Birmingham í Alabama í Ameríku. Það var í kolanámu, hafði kvikn- að í þar niðri í einum göngunuin og sló loga upp um opið, en jafn- framt varð ákafleg sprenging þar niðri. Maður, sem stóð nokkra faðma frá námuopinu, fanst dauð- ur. Talið er, að um 300 manns hafi farist þarna. Heilsuhælið á Yifilsstöðum þarf 7 vinnukonur frá 20. júlí næstk. Pær stúlkur, sem um þau störf vilja sækja, snúi sjer til fröken Valgerðar Steinsen, Veltusundi 1. II »•- A. O. Larsen kaupmaður frá Esbjerg kemur hingað til Reykjavíkur með »Botniu« 16. júlí nk. og dvelur hjer nokkra daga tii þess að semja við þá, sem senda vilja íslenskar vörur í umboðssölu til Danmerkur. Á leið hingað kemur hann við á Seyðisfirði, Vopnafirði, Húsavík, Akureyri, Sauðarkróki, Biönduósi og ísafirði, sjerstaklega með því augnamiði, að sláturfjelög- in norðlensku gætu haft gagn af ferð hans og samið við hann. Steinolíumótorinn „SKANDÍ A“ er bestur mótor í fiskibáta, sterkur, einbrotinn og Ijettur, en þó ódýr eftir gæðum. Búinn til í Lysekil mek. verkstaðs A/s í Svíaríki, sem er stærsta mótora- og báta-verksmiðja á Norðurlöndum. Af- bragðs fiskibátar úr trje og stáli. Öll tilboð og upplýsingar gefur einkasalinn fyrir ísland og Færeyjar: JAKOB GUNNL0GSSON, KÖBENHAVN K. Frá fjaOatindum til lliiia. Telpa óskast nú þegar til að gæta barna. Einar Arnórsson, Laufásveg 14. Börn drukna. Það hörmulega slys vildi til á Þorbrandsstöðum í Vopnafirði 17. f. m., að 3 börn bóndans þar, Þórðar Þórðarsonar, druknaði í krapablá skamt frá bæn- um. Börnin voru öll á líkum aldri, hið elsta á II. eða 12. ári. Hafís. Þær frjettiru eru nú sagðar frá Vestfjörðum, að mikill ís sje út undan Önundarfirði. „Snorria heitir bátur, sem Ellev- sen hefur nýlega látið smíða til hvalveiða hjer við land. Vegagerð. Árni Zakaríasson vega- gerðamaðnr fór hjeðan nú í vikunni með „Austra" áleiðis til Húsavíkur, og með honum margt af verkamönn- um. Þeir halda í sumar áfram með Reykjadalsbrautina, og var hún í fyrra sumar komin inn fyrir Laxá. Húsbruni. í gær brann íbúð- arhúsið á Stórhofi á Rangárvöll- um, mikið hús og vandað, er Ein- ar tyrv. sýslum. Benediktsson bygði, er hann bjó þar. Jörðina á nú Guðm. þorbjarnarson frá Hvoli i Mýrdal og býr hann á báðum jörðunum Hofi og Hvoli. í gær kl. 6 siðd. varð eldsins fyrst vart af Guðm. Þorbjarnarsyni, og eptir tvo tíma var húsiðbrunnið, og varð aðeins bjargað ýmsum útbygging- um. Mestu af húsgögnum og áhöld um bjargað að mestu. Eldurinn hefur kviknað frá skorsteininum. Húsið var vátryggtiNordisk Brand- forsikring, umboðsmaður Albert bankabókari Þórðarson. Reykjavík. Bæjarstjórnin. Aukafundur 12. maí. Frumvarp til fundarskapa rætt og samþykt. Framhaldsfundur 13. maí. Samþ. að leyfa Garðari kaupm. Gíslasyni bryggjugerð fram undan Kaupangi með ýmsum skilyrðum, er bæjar- stjórn setti. Kosnir til að íhuga útsvarskærur: Þ. J. Thoroddsen, L. H. Bjarnason og Arinbj. Sveinbjarnarson. Þessar brunabótav. samþ.: Hús Jóh. Jóhannessonar á Laugav. 19 3024 kr.; Sigurbj. Þorkdssonar á Njálsg. 44: 3785 kr.; Samúels Jóns- sonar á Skólav.st. 35 : 16,529 kr.; Th. Thorsteinsons a Kirkjusandi: 2,466 kr. Fundur 19. maí. Út af erindi frá kaupmönnum um, að losna við vatns- skatt af verslunarhúsum, samþ. bæj- arstjórnsvohljóðandi yfirlýsing: „Bæj- arstjórnin telur gjaldsins vera krafist eins og ætlast var til samkv. reglu- ■ gerðinni, en lofar jafnframt að taka þetta atriði til sjerstakrar athugunar, þegar reglugerðin verður endursamin um næstu áramót. Vatnsskattur baðhússins ákveðinn 150 kr. á ári. Samþ. brunabótav. á húsi Guðm. Einarssonar á Framnesvegi: 3,997 kr. Fundur 2. júní. Borgarstjóra gef- ið umboð til 100 þús. kr. lántöku. Samþ. að veita í þetta sinn 4OO kr. til barnaskóla Ásgr. Magnússonar. Samþ. að lána söngstofu barna- skólans væntanlegum söngmenta- skóla, er O Johansen, Sigf. Einars- son og frú hans ráðgera að koma hjer upp. Sigg. Torfasyni kaupmanni veitt slátrunarleyfi með sömu skilmálum og síðastl. ár. Erindi frá O. Kjögx og Filippsen, bróður Filippsens framkvæmdarstjóra Steinolíufjelagsins, um heimild til rafmagnsstöðvarreksturs með krafti úr Elliðaárfossum var vísað til gas- nefndar. Þessar brunahótav. samþ.: Hús Sig. Kristjánssonar í Bankastr.: 3018 kr.; J. Thorsteinssons á Grímsstöð- um: 2,589 kr.; erfingja frú M. Lár- usdóttur: 4.°78 kr-; J°h. Lárussonar á Skólav.st. 41 : 4364 kr.; Hj. Þor- steinssonar á Frakkast.: 3,483 kr. Heilsuhælið. Þar er ráðin ráðs- kona frk. Valgerður Steinsen og yfirhjúkrunarkona Karen Christensen frá Khöfn. Sýning Ástu Árnadóttur málara verður endurtekin í Iðnskólanum á sunnudaginn kemur og mánudaginn. Frk. Ásta fer til Khafnar með „Botniu" 11. þ. m. Norskur prófessor, Ólsen að nafni, frá háskólanum í Kristjaníu, er hjer nú staddur og verður hjer á landi um tíma í sumar til þess að kynnast íslensku máli. Dr. Norman-Hansen, danskur læknir og rithöfundur, kom hingað í síðastl. vik, ásamt dóttur sinni, og ætlar að ferðast hjer um land eitt- hvað í sumar. Hann var á Grænlandi sfðastl. sum- ar og varð dr. Cook samferða það- an til Danmerkur í haust sem leið. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.