Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 15.06.1910, Side 1

Lögrétta - 15.06.1910, Side 1
Aígreiöslu- og innheimtum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON Ijaugaveö: 41. Talsimi 74. Ritstjóri ÞORSTEINN gislason Pingholtsstræti 17. Talsími 178. M 30 Reykjavík 15. júní 1910. \r. árg. I. O. O. F. 915279. Forngripasafnið opið á sunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd, og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. n—1. Landakotsspitali opinn f. sjúkravitj. io'/j —12 og 4-5. Islands banki opmn 10—2T/a og 5y*—7* Landsbankinn io'/j—2T/.. Bnkstj. við 12 1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. .Cv HThAThomsen- M/ 4* HAFNARSTR 17 1819-20 21-22-KOL&S I 2-LÆKJAKT1-2 • REYKJAVIK • Lárus Fjeldsted, YflrrJettarmálafærslumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 — 12 og 4—5. Rúðugler og kitti er best að kaupa hjá Bankastr. 14. Talsími 128. ytakajringskröjurnar. Alþingismennirnir Skúli Thor- oddsen, forseti sameinaðs þings, og Sigurður Sigurðsson, 2. þm. irnesinga, telja sjálfsagt, að rúð- iterra taki þær til greina. Hr. Skúli Thoroddsen ritar um aukaþingskröfuna í blað sitt »Þjóðv«, 9. þ. m. Hann segir þar, að þótt hann hafi leitt hjá sjer að eiga þátt í áskoruninni um aukaþing, eða hvetja til hennar í blaði sínu, virðist sjer þó »rjett og sjálfsagt, að ráðherrann bregðist vel við áskoruninni*, þar sem hún sje fram komin og verði við óskum meiri hluta þingsins, sem kunnugt sje orðið, að hafi »eigi all- lítinn þjóðarvilja við að styðjast«. »Teljum vjer víst, að það yrði þjóðinni mun betur að skapi en hitt, að virða áskorunina að vettugi«, segir hr. Sk. Th. Þar hefur þá ráðherrann fengið að vita hans vilja í málinu, og hafa þá allir forsetar þingsins æskt auka- þings. Sigurður Sigurðsson, 2. þm. Ár- nesinga, hefur áður lýst því yfir op- inberléga, að hann sje »aukaþings- haldi hlyntur«. Nú stóð svo á, þeg- ar forsetar þingsins sendu ráðherra áskoranir þingmanna, að Sigurður var á ferðalagi fyrir Búnaðarfjelag íslands austur í Rangárvallasýslu. Annars hefði hann vafalaust verið þar með. Hann kom heim nú fyrir helgina, en fór austur aftur í gær. Lögr. átti tal við hann um málið. Hann sagði, eins og Sk. Th., að hann teldi það rjett og sjálfsagt, að ráðherra ætti að verða við áskorun- inni um aukaþingshald, þar sem meiri hluti þingsins hefði æskt þess, »eða þá að rjúfa þingið«, bætti Sig- urður við. Þetta sagði hann, að Lögr. mætti birta eítir sjer um málið, og er ráð- herra víst ekki ókunnugt um þá skoðun hans. Ráðherra flýtti sjer að birta neitunarsvarið til forsetanna meðal annars af því, að hann vissi, að Sigurðar var þá von til bæjarins daginn eflir. Robort Kocll, hinn frægi þýski læknir og berklarannsóknari, er ný- lega dáinn. HL Carlsterjr Laprö Carlsberg Pilsner. r Ágætis vitnisburður alstaðar a. t Vestur-3slenDingar mótmæla aðförum stjórnarinnar hjer heima. Lögr. hefur verið send eftirfarandi fundargerð: Þann 30. marsmánaðar 1910 var fundur haldinn að Leslie Sask. til þess að ræða um stjórnmála-ástand íslands og sjerstaklega um framkomu núverandi ráðherra Björns Jónssonar í bankamálinu. Til fundarstjóra var kosinn dr. Sig. Júl. Jóhannesson og til skrifara Grím- ur Laxdal. Eftir að afstaða þessa máls hafði verið rædd og skýrð eftir fönguin fyrir fundarmönnum með tilvitnunum til laga frá 18. sept 1885 og 9. júlí 1909, sem hvorutveggja virðist benda til þess, að ráðherra í framkomu sinni gagnvart fyrverandi bankastjórn hafi gengið feti tramar en lög leyfa, var borin upp og samþykt í einu hljóði eftirfarandi Yfii’lýsing: Sökum þess að vjer viljum vera sannir íslendingar, þótt vjer búum fjarri ættjörðu vorri, og Sökum þess að oss hryggir alt það, sem þjóð vorri og landi voru er til hneykslis og vansæmdar, og Sökum þess að vjer lítum svo á, að Björn Jónsson, núverandi ráðherra íslands, hafi sýnt það og sannað, meðal annars með afskiftum sínum af Landsbankanum og framkomu sinni gagnvart fyrverandi bankastjórn, að hann sje alls ekki þeim vanda vaxinn, sem stöðu hans er samfara, vottum vjer hjer með innilega sam- hygð vora þeim mönnum á íslandi er krefjast þess, að þing verði kallað saman á komandi sumri og ráðherra- embættið fengið í hendur færari manni. Fundurinn ákvað að senda fundar- gerð þessa til birtingar í blöðunum Lögbergi og Heimskringlu í Winni- peg og Lögrjettu, Norðra og ísafold á íslandi. Fundargerð upplesin og samþykt. Fundi slitið. Leslie d. u. s. Sig. Júl. Jóhannessoti (fundarstjóri). Grímur Laxdal. Til suðurheiinskautsins. Skip Schotts kapteins, „Terra nova“, lagði á Stað frá Lundúnum í suðurheim- skautsförina 2. þ. m. Skipstjórinn heitir Evans. Scott kafteinn fór ekki með því, en heldur síðar á stað og nær því á leiðinni. Ráðgert er að leggja á stað frá nýja Zeelandi í desember í vetur. Hákon Noregskonungur. Þegar Hákon Noregskonungur var krýndur 1906, fóru fram almenn sam- skot meðal norsku þjóðarinnar til krýningargjafar handa honum. Inn komu 22 þús. kr. og það var afráð- ið að verja þeim til þess að reisa skemtibústað handa konungi og fjöl- skyldu hans. Húsið var reist á Voks- enkollen rjett hjá Kristjaníu; það stendur inni í skógi, en þó er ágæt útsýn þaðan yfir Kristjaníufjörðinn. 20 tunnur lands fylgja, alt skógi vaxinn listigarður. Húsið var ný- lega fullgert að öllum útbúnaði og var þá til sýnis fyrir almenning. Myndin, sem hjer fylgir, erafHá- koni konungi, tekin um það leyti, sem hann varð konungur. Kappg’líman um íslandsbeltið. Sigurjón Pjetursson vann. Kappglíman um íslandsbelti Grett- isfjelagsins fór fram, eins og til stóð, á sunnudaginn var í barnaskólaport- inu. Þar var pallur lagður í miðju porti handa glímumönnunum, en bekkjum raðað í kring. Áhorfendur voru fjöldamargir, eitthvað um 1000. Glíman byrjaði kl. 4 og stóð yfir hátt á annan klt. Logn var og sól- skin, en þó svalt veður. 9 menn tóku þátt í glímunni, Norðlending- arnir þrír, sem nefndir voru í síðasta blaði, en hinir allir hjeðan úr Reykja- vík. Einn maður hjeðan, sem skrif- að hafði sig til þátttöku, kom ekki. Dómendur voru Jón Jónsson alþm. frá Múla, Jónatan Þorsteinsson kaup- maður og Karl Sigurjónsson formað- ur Grettisfjelagsins. Hjer á eftir eru taldir vinningarn- ir, sem hver um sig fjekk: Sigurjón Pjetursson 8, Hallgr. Bene- diktsson 7, Guðm. Stefánsson 6, Kári Arngrímsson 5, Eiður Guðmundsson 4, Sigurður Sigurðsson 3, Jónas Snæ- björnsson 2, Sigvaldi Sveinbjörns- son 1, Jón Vigfusson o, Að lokinni glímunni lýsti formað- ur Grettisfjelagsins því yfir, að Sig- urjón Pjetursson hefði unnið íslands- beltið og væri nú besti glímumaður íslands. Spenti hann svo beltið á Sigurjón, og síðan var samkoinunni slitið með almennu lófaklappi. Ríkisðómurinn og ráðaneytaskiftin í Danmörku. Þess er áður getið hjer í blaðinu að Zahle beiddist lausnar fyrir ráða- neyti sitt fáum dögum eftir kosninga- ósigurinn. En konungur fjekk hann til að taka aftur lausnarbeiðnina og sitja þangað til þing kæmi saman. En þingið bíður úrslita ríkisdómsins, er eiga að verða komin fram í lok þessa mánaðar. Vitnaleiðslur og yfirheyrslur í rík- isdóminum stóðu sem hæst nú um mánaðamótin síðustu og eru ná- kvæmar skýrslur um þetta í síðustu blöðunum dönsku, sem hingað eru komin. Ekkert nýtt hafa þær þó leitt í ljós. Alt virðist benda á, að þeir Christensen og Berg verði báðir sýknaðir, að minsta kosti J. C. Christ- ensen, og er þá talið víst, að það verði hann, sem nýja ráðaneytið myndi. Konnaraháskólinn í Khöfn. Árskenslu í kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn hafa tveir ísl. kenn- arar fengið næsta ár: 1. kenslukona Anna Rosa Arasen frá Blönduósi, 400 kr. styrk og 40 kr. til bókakaupa. 2. kennari Lárus Bjarnason úr Hafnarfirði, í annað sinn 400 kr. styrk og 50 kr. til bókakaupa. Kenslu í sumar hefur fengið skóla- stjóri Ásgrímur Magnússon og 3 kr. styrk á dag meðan á kenslunni stend- ur og 100 kr. ferðastyrk, og Þuríður Jónsson frá Skúlastöðum, 2 kr. styrk á dag og 30 kr. ferðastyrk. í vetur hafa fjórir Islendingar haft ókeypis kenslu á kennaraháskólanum og hafa tveir þeirra, Lárus Bjarna- son og Elín Jónsdóttir, haft styrk úr ríkissjóði. Þess er eigi vanþörf, að benda ís- lenskum kennurum á, að á sumrin er eigi tími til að njóta kenslu nema í einni eða tveimur námsgreinum; fer það eftir því hver námsgreinin er. En það er enn einn af þjóðlöst- um íslendinga að þeir ætla að þeir geti lært alt eða mjög margt á fáum mánuðum eða einum vetri, en svo læra þeir ekkert til hhtar og eru því eftirbátar annara í öllum greinum. 13. Th. M. líoosevell i Englandi. 31. f. m. var Roosevelt sýndur sá sómi í Lundúnaborg, að hann var gerður þar að heiðursborgara. — Þetta gerðist með mikilli við- höfn í höllinni Guildhall. Roosevelt flutti þar ræðu og var aðalefni henn- ar um stjórn Breta á Egyftalandi. Sagði hann stjórnarástandið þar alt öðru vísi en vera ætti og minti Breta alvarlega á, að svo mætti ekki vera áfram. í því sambandi mintist hann á, hvernig hann hefði farið með Filippseyjar meðan hann var Bandaríkjaforseti, og þótti honum þar eigi ólíku saman að jafna. — Ræðan vakti gremju hjá mörgum og hefur mikið verið um hana skrif- að í ensku blöðunum. Mörg þeirra játa þó, að aðfinningar Roosevelts sjeu á rökum bygðar. Flug milla Frakklamls og EnglamU. Það er nú nálægt ári síðan Bleri- ot flaug milli Frakklands og Eng- lands og varð það heimsfrægur við- burður. En fluginu hefur stórlega farið fram á síðastliðnu ári. 21. f. m. flaug franskur maður yfir sundið, frá Frakklandi til Englands. Hann heitir Lessep, og var 35 mín- útur á leiðinni. Hann flaug í 500 metra hæð. 2. þ. m. flaug Englendingur, Rolls að nafni, suður yfir sundið, en lenti þar ekki, sneri við og flaug norður aftur. Hann fór á stað kl. 1/2 7 og var kominn heim aftur um kl. 8. Hann hafði Wrightsvjel og flaug í 1000 feta hæð. Þykir sú för mjög frækileg. Gudmundur G. BdrÖarson, bóndi á Kjörseyri, er kominn úr utanför sinni, kom með Sterling síð- ast og fór hjeðan úr bænum í dag norður að búi sínu. Hann dvaldi lengst af í Kaup- mannahöfn og kynti sjer þar nátt- úrugripasöfn og hlýddi á fyrirlestra í jarðfræði við háskólann. Þá fór hann og til Stokkhólms og dvaldi þar nokkurn tíma til þess að kynna sjer „Rigsmusæet", sem hefur að geyma eitthvert besta safn í heimi af skeljum frá norðlægum lönd- um, þar á meðal allmikið frá íslandi. Meðan Guðmundur dvaldi í Kaup- mannahöfn gaf hann út í ritum nátt- úrufræðisfjelagsins þar ritgerð um rannsóknir sínar hjer á landi undan- farin ár á sketdýraleyfum og öðrum fornum sævarmenjum. Munu rannsóknir þær hafa þótt allmerkilegar, því að í Stokkhólmi var hann beðinn að semja yfirlit yfir þessar rannsóknir sínar til birtingar í riti því, er gefið verður út í sam- bandi við alþjóðafund jarðfræðinga, sem halda á þar á þessu sumri og ræðir um breytingar þær, er orðið hafa á loftslagi og sjávarhita til og frá á jörðinni síðan við lok ísaldar. Um 40 jarðfræðingar í ýmsum löndum hafa verið fengnir til að rita um þetta efni í sambandi við fund- inn.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.