Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 15.06.1910, Síða 3

Lögrétta - 15.06.1910, Síða 3
L0GRJET1 A. 115 Hús með liálfvirði. Litið íbúðarhús, með útsýni yfir fegursta hluta bæjarins, fæst keypt nú þegar. Niðri í því eru 3 herbergi og forstofa, á loftinu 2 herbergi, i kjallara eldhús og 2 björt og góð geymsluherbergi; áfast- ur við húsið er geymsluskúr. í kaupunum eru 418 □ álnir af um- girtri lóð. Hús þetta er nokkurra ára gamalt, en er nú svo endur- bætt úti og inni sem nýtt væri. Alt þetta selst aðeins fyrir 3600 — þrjú þúsund og sex hundruð — krónur, og má mestur hluti kaupverðs- ins greiðast á 10 ára tímabili, eða lítið meira árlega en borga þyrlti i leigu at eigninni. Þeir, sem því vilja fá sjer litla, en snotra húseign á góðum stað, ættu ekki að láta þetta tækifæri ónotað. Um kaupin semur Jóh. Jóhannesson. Laugaveg 19. „Rex" og „Favorile11 eru af bestu, nýjustu og fullkomnustu gerð, en þó afar-ódýrar. Fást að eins lijá c7&s oEimsen. (hegðunar-)frelsis, að hann eigi að fá að ráða því sjálfur, íhlutunar- laust af hálfu annara. í stuttu máli: oss íinst bannlög- in vera brot á mótt þeirri grund- vallarreglu: að í öllum athöfnum manns, er einvörðungu snerta sjálf- an hann, eigi sjálfstæði, athafna- frelsi, hegðunarfrelsi hans að vera alveg takmarkalaust. Jeg hygg að þetta hljóti að vera hugsunin og meiningin í frelsis- skerðingar-kenningum andbann- inga, og grundvöllurinn undir óbeit þeirra á bannlögunum. (Frh.). Etatsráð Gllickstadt dáinn. í gærkvöld er símað frá Khöfn að etatsráð Gluckstadt, bankastj. Landmandsbankans og einhver mest metni fjármálamaður Dana, sje dáinn. Hann var orðinn gam- all maður. Loddaraakapur ráðherrans. Ráðherra hefur nýlega látið birta í mál gögnum sínum báðum hjer 1 Reykjavík brjef, sem honum á að hafa verið sent 7. þ. m. með tilkynningu uin, að hann verði drepinn innan 9 nátta, ef hann verði ekki við aukaþings-áskoruninni, eða lýsi þvl að minsta kosti yfir, að þing eigi að koma saman á rjettum tíma. —Lögr. gerir nú ráð fyrir, að það sje satt, að hann hafi fengið brjefið, þótt hitt geti auðvitað eins vel verið, að alt sje tilbúningur úr sjálfum honum. — En birting brjefsins sýnir svo auðvirðilegan loddara-hugsunarhátt og lýsir svo vel smekkleysi og hjegómaskap þessa skrípatrúðs, sem við höfum hjer í ráðherrasætinu, að það eitt gerir málið þess vert, að á það sje minst. ísaf. er látin geta þess, að brjefið hafi flýtt fyrir neitunarsvari ráðherra til forsetanna, og á það að vera til merkis um hugdirfsku trúðsins! — Það eru til drengjahertygi hjer til og frá í búðunum. Vill ekki einhver góðkunningi ráðherrans skjóta því að honum, að hann láti landið kaupa eitthvað af þeim handa sjer og gangi svo í þeim hjer um göturnar? Lögr. telur víst, að með því gerði hann „stormandi lukku". Svo mætti kaupa einhverja til þess að ráðast á hann, en gera honum aðvart um það fyrst, svo að hann sje vel við búinn; láta svo hina flýja og falla, þegar hann reiðir sverðið. Svo mætti skrifa um það marga dálka, hvílíkur kappi karlinn væri. Annar Gunnar á Hlíðarenda, eða eitthvað því líkt, gæti verið fyrirsögnin.— Vilduþeir ekki reyna þetta? Geta má þess, að Guðjón Einarsson prentari fjekk samskonar brjef og ráð- herrann, en hefur ekki látið birta það í blöðunum. Til að hughreysta Björn, ef hann skyldi nú ekki vera alveg eins stæltur og blöð hans láta, mætti líka geta þess, að Hannes Hafstein fjekk mörg sams- konar brjef og þetta meðan hann var ráðherra, og lifir þó enn. Frí IMim til fiskimiða. Flóa-áveitan. Talbitzer verk- fræðingur, sem unnið hefur að Flóa-áveitumælingunum, er nú kominn hingað enn og heldur á- fram verki sinu þar eystra. Hann fór austur á leið í gær og með honum Sig. Sigursson ráðanautur. »Suðurland« á nýtt blað að heita, sem fer að koma út á Eyr- arbakka í sumar. Ritstj. verður Oddur Oddsson gullsmiður. Prent- smiðja Jóns Helgasonar, sem áð- ur var í Hafnarfirði um tíma, er nú flutt á Eyrarbakka. Grindavíkurprestaball var 7. þ. m. veitt guðfræðiskandídal Brynjólfi Magnússyni samkv. kosningu safn- aðar. Ræktunarfjel. Norðurlands held- ur aðalfund sinn 23. og 24. þ. m. á Breiðumýri. Skattaniálanefndin kom nýlega saman á Akureyri og starfar þar um tíma. Formaður hennar er Kl. Jóns- son landritari. Hinir eru: Guðl. Guð- mundsson bæjarfógeti, Ól. Briem og Pjetur Jónsson á Gautlöndum. Fimti maður, Ág. Flygenring, gat ekki farið norður. PÓ8tafgr.maður í Stykkisliólmi er W. Th. Möller, áður póstþjónn þar, orðinn frá 8. þ. m. Eiðaskólinn. Þar er nú ráðinn skólastjóri Methúsalem Stefánsson bú- fræðiskandídat. Gufuskipið »Egill« sokkið. Eitt af skipum Wathnesfjelagsins, »EgiIl«, sem lengi hefur verið í förum milli Norðurlands, Austur- lands og Noregs, sökk nýlega við Stavangur i Noregi. Hafði verið þar til viðgerðar. „Uller“ sokkinn. Guluskipið »Uller«, sem lengi heíur verið í för- um milli íslands og Noregs, og var í fyrra strandferðaskip við Austurlandið, sökk nýskeð fram undan Stöðvarfirði. Skipshöfnin bjargaðist til lands á bátnum. Skipströnd. Þrjú frakknesk seglskip rak á land í ofsaveðrinu 8. f. m. á Fáskrúðsfirði. Tvö þeirra voru fiskiveiðaskip, »Dan- iel« frá Dunkerque og »Moette« frá Paimpol, en eitt var flutnings- skip, »Frivol« frá Paimpol. Talið víst, að »Daniel« yrði strand, en óvíst um hin. Einn maður druknaði. Trúlofuð eru Jón Björnsson kaup- maður hjer í Rvík og Jakobína Guð- mundsdóttir frá Grjótnesi á Sljettu. Mannl blöskrar að sjá ráð- herra enn einu sinni bara það á borð fyrir Reykvíkinga, að nær 1200 kjósend- ur hafi mótmælt aukaþingi hjer í vet- ur, þar sem enginn annar — ekki einn af hans mönnum heldur því tram í alvöru, að þangað hafi kom- ið fleiri en í hæsta lagi 600, og er því ómögulegt að hafa þá tölu hærri, nema að tví- og þrítelja hvern ein- stakling. Svo mikið er víst, að jeg vissi til þess, að 2 stjórnarand- stæðingar buðu 2 stjórnarmönnum, að afloknum fundunum í vetur, IOO krónur, ef þeir gætu talið fram fleiri en 600 kjósendur, sem hefðu komið á Iðnaðarmannahússfundina og greitt aukaþingi mótatkvæði; en þeir gengu ekki að því; þeir vissu, að þeir gátu það ekki; — þeir kunnu að skamm- ast sín og hættu að halda fram fjar- stæðunni — þögnuðu eins og rakkar. En ráðherrann — hann heldur áfram! Honum verður ekki flökurt af því, þeim gamlal Það liggur við, að það sje fyrir- gefanlegt, að hann símaði þennan stóra-sannleik til „þjóðar við Eyrar- sund", því hann hefur ætíð sagt, að „alt mætti segja dönsku mömmu" — en að bera slíkt á borð fyrir Reyk- víkinga, sem allir vita, hve ósvífin ósannindi þetta eru, það sæmir eng- um, nema núverandi ráðherra og ísa- fold. Menn eru reyndar hættir að kippa sjer upp við annað eins og þetta úr þeirri átt, og finst að vísa Gríms heit. Thomsens: „og segi einhver: „Sól er björt" svarthöíði gellur: „hún er svört", eiga vel heima við hann. Eða þá 1. ástæða hans fyrir neit- un aukaþings í brjefi til íorsetanna. Að sjá hann bera það fram, að hann „líti svo á, sem það sje lítt verj- andi, að fara að baka þjóðinni þann mikla kostnað, sem af aukaþingi leiðir". Hann treystir sjer ekki til að verja það! Ætli meiri hluti þings- ins hjálpaði honum ekki til þess — sá meiri hluti, sem hafði skorað á hann til þess ? — En hann treystir sjer líklega til að verja hitt, að hann hefur án lagaheimildar tekið af land- sjóði fleiri þúsundir, jafnvel tugi þúsunda til að stinga að ýmsum vin- um sínum og vandamönnum. Það býst hann við að geta varið! G1 ú m u r. Eftirmæli. 17. febr. þ. á. ljest að Kirkjuvogi í Höfnum Magnús Jónsson prests Torfasonar á Felli í Mýrdal. Systkin Magnúsar heit., er enn eru á lífi, eru þær frú Ragnhildur Sverrisson, sýslu- mannsekkja, Finnur bóndi á Kjörseyri nyrðra og Ingibjörg. — Magnús var fæddur á Fiókastöðum í Fljótshlíð 6. nóv. 1830. Með foreldrum sfnum flutt- ist hann að Stóruvöllum 1 Landssveit og 1846 að Felli. Þar dó faðir hans árið 1848; var þá Magnús kominn í lærða skólann en hætti námi eftir nokk- ur ár. Árið 1850 fluttist hann með móður sinni og systkinum að Laugar- dalshólum í Laugardal, og var þar oft- ast til 1856, að hann fluttist í Hafnirn- ar og kvæntist 1857 Ingigerði Ketils- dóttur Jónssonar óðalsbónda í Kotvogi. Þau Magnús og Ingigerður bjuggu nokk- ur ár á Hvalsnesi og víðar, en hafa dvalið lengst í Kirkjuvogi. Mörg síð- ustu árin var Magnús blindur og þau hjón þrotin að heilsu; hefur sonur þeirra Ketill Erlendur, ásamt konu sinni, ann- ast þau ágætlega í ellinni. Magnús sál. var skynsamur og fróður maður, vel skáldmæltur og listaskrifari. Hann var mjög ósíngjarn, er sumir not- uðu sjer, eins og gengur. Brjóstgæði og gestrisni þeirra hjóna, oft um megn, er mörgum kunn. Magnús var um nokkur ár formaður í Höfnum og Mið- nesi og um tíma barnakennari í Höfn- um, var hann vinsæll og vel lútinn af hjúum, hásetum, lærlingum og öllum, er honum voru samtíða, því hann var sjerlega viðkynnisgóður. Sjónleysi og annað mótlæti bar hann með þreki og þolinmæði og gladdist við von góðra umskiíta. Kunnugur. 236 233 út í eina af veggskorðunum. Inni í kapellunni logaði á tveimur kyndlum og sló frá þeim rauðleitum bjarma á múrveggina í kring. Steinaltari var þar inni. Frammi fyrir þvi stóðu líkbörur og lágu sex prestar á hnjánum við þær, þrír hvoru megin, og áttu þeir að þylja þar bænir. Hafði móðir Aðalsteins leigt til þessa munka írá klaustri Jörundar helga. Allir munk- arnir frá klaustrinu voru nú staddir á Stóruborg og skiftust á um það, að vera hjá líkinu, sex og sex í einu. ívar gekk með þeim Siðriki og Rik- harði inn í líkstofuna. Siðríkur var mjög alvarlegur. Hann benti gestum sinum á líkkistuna. Þeir signdu sig allir og höfðu yfir stutta bæn fyrir sálu hins framliðna. Að því búnu benti Siðríkur gestum sínum enn, að þeir skyldu koma með sjer, gekk svo hægt yfir steingólfið og opnaði dyrnar á litlu bænaherbergi, sem lá á hlið við kapelluna og var, eins og liún, holað út í múrvegginn. Það var hjer um bil átta fet á hvern veg, sneri mót vestri og fjekk ljós að utan. Þetta var þegar síðustu kvöld- sólargeislarnir voru að kveðja, en nú lýstu þeir upp herbergið. Þar sat inni öldruð kona, göfugleg á svip og enn fríð í andliti. Hún var svartklædd, í síðum kyrtli og með dökka sorgar- blæju yfir sjer. En hörundsliturinn var bjartur og hárið ljóst, mikið og fagurt. Höfðu æfiárin hvorki rænt það enn lit nje þykt. lvonan var hrygg á svip. Á steinborði framan við hana stóð fílabeinskross og hjá honum lá sálmabók með myndum og i skraut- bindi með gullspennum. Siðríkur nam staðar i dyrunum og gaf gestunum tækifæri til þess að virða húsfreyjuna fyrir sjer. Síðan ávarpaði hann hana og mælíi: »Hingað eru komnir göíugir gestir, Aðalheiður, til þess að taka þátt í sorg þinni. Þetta er riddarinn, sem best barðist til þess að frelsa líf hans, sem við nú syrgjum«. »Jeg þakka honum innilega, þótt það væri himinsins vilji, að jeg skyldi samt sem áður missa son minn«, svaraði frúin. »Jeg þakka honum og förunaut hans einnig fyrir þá velvild, að þeir koma hingað til þess að vitja móður Aðalsteins i sorg hennar. En þjer fel jeg það, frændi, að sjá fyrir því, að þá skorti hjer ekkert, sem þetta sorgarinnar heimkynni getur i tje látið«. Gestirnir hneigðu sig og gengu siðan út úr herberginu ásamt Siðriki. Þaðan fór hann með þá upp vindu- stiga, og komu þeir svo inn í sal, sem var litlu minni en hringsalurinn, sem þeim liafði fyrst vei ið tylgt inn i. Þessi salur tók yfir turninn í næstu bygð fyrir ofan. Áður en Siðríkur opnaði dyrnar, heyrðu þeir út óm af sorgar- lagi. En inni í salnum sátu um tult- ugu konur, eldri og yngri, og voru það göfugustu konur Engilsaxa þaðan úr nágrenninu. Fjórar ungar stúlkur sungu, en Róvena slýrði söngnum. Róvena þekti þegar riddarann, sem hafði frelsað hann á Hrafnabjörgum, og heilsaði honum með mikilli kurt- slendur á. Og mjer finst að konung- ur, sem sjálfur er á veiðiferðum úti um skóga, geti ekki tekið það illa upp, þótt aðrir felli þar nokkur dýr til matar handa sjálfum honum«. »Ef konungurinn vill í annað sinn heiðra einn af samkomustöðum mín- um hjer i skóginum með nærveru sinni, þá skal hvorki vanta þar fæðu, öl nje vín«, svaraði Hrói höttur. Síðan gekk hann á undan inn í skóg- inn, en konungur á eftir og var hinn kátasti. Ríkharði konungi þótti án efa meira til þess koma, að hata náð þarna í fjelagsskap hins nafnkunna skógar- mannaforingja, heldur en að sitja dýra og skrautlega hirðveislu með aðals- mönnum og höfðingjum ríkisins. Þess konar æfintýri voru yndi hans, og aldrei var hann glaðari en þegar hann var nýsloppinn úr einhverri lífshætt- unni. Fyrirliðinn nam staðar undir stóru eikitrje, og þangað safnaðist allur flokk- urinn. Máltíð var þar búin út í mesta flýti handa konungi Englands, en út- lagarnir skipuður sjer hringinn í kring. Þeir voru nú hirð hans og lífvörður. En þegar drykkjarkerin fóru að ganga ört frá manni til manns, þá hvart hæverskan, sem hafði gripið alla undir eins og þeir vissu, að það var kon- ungurinn, sem þeir höfðu þar hjá sjer. Nú sungu þeir og spauguðu. Sögur um gömul afreksverk voru sagðar, og loks fór svo, að þeir gleymdu alveg að konungurinn sæti þar hjá þeim og hrósuðu sjer al þvi, hvernig þeir hefðu í það og það skiftið farið í kring um lögin, og þóttist þá hver sá bestur, er mest hafði brotið. Konungurinn hló, drakk og spaugaði, eins og hann væri innan um jafningja sina. Hróa sýnd- ist þó ráðlegast, að slíta þessu gamni áður en það færi of langt, enda þótt- ist hann gela ráðið það af svip ívars, að honum þætti nóg um. Hrói laut að ívari og hvíslaði að honum: »Þótt okkur sje bæði ánægja og sómi að návist konungs okkar, þá vildi jeg þó ekki að hann gleymdi hjer tímanum, ef nærvera hans væri nauðsynleg á öðrum stað, en vel mætti vera, að svo væri«. ívari þótti vænt um þetta og sam- sinti því, að konungur mundi eigi mega eyða tíma sínum þar lengur. Hrói lagði þá ráð á, hvernig minna skyldi konung á þetta. »Jeg sendi einn af mönnum mínum út í skóginn«, sagði hann, »og læt hann blása þar Nor- mannablástur. Þá vænti jeg að þeir hætti drykkjunni«. ívar íjelst á þetta, ekki síst er Hrói bætti því við, að best væri að segja konungi hreinskilnislega frá öllu á eftir í þeirri von, að hann tæki því þá vel. Svo var maðurinn sendur með horn út í skóginn. Undir eins og blástur- inn heyrðist, þustu allir á fætur. Kon- ungurinn þeytti frá sjer drykkjarkrús- inni og tók i mesta ílýti á sig það, sem hann hafði lagt trá sjer af her- tygjum sinum. Hrói skimaði i allar áttir. Svo var konungi sagt eins og var.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.