Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.06.1910, Blaðsíða 3

Lögrétta - 29.06.1910, Blaðsíða 3
L0GRJET1 A. 123 Skýrsla frá Kvennaskólanum í Reykjavík veturinn 1909—1910. Síðastliðið haust fluttist kvennaskólinn í hið nýja og vandaða hús við Fríkirkju- veg, er skólinn hefur leigt til 5 ára. Skólinn gat ekki byrjað starf sitt fyr en 7. okt., sökum þess að ýms áhöld og húsgögn voru ekki tilbúin i. okt. Við setningu skólans voru námsmeyj- ar alls 98. Höfðu 24 þeirra verið áður á skólanum, en allar hinar voru ný- meyjar. 12 fóru í hússtjórnardeildina, en hinum 86 var skift niður í bekkina að afloknu inntökuprófi — eftir kunn- áttu þeirra. Af námsmeyjum þessum voru 43 úr Reykjavík, 7 úr Gullbr.- og Kjósarsýslu, 9 úr Borgarfjarðar- og Mýrasýslu, 4 úr Snæfellsnessýslu, 1 úr Dalasýslu, 3 úr Barðastrandarsýslu, 1 úr ísafjarðarsýslu, 1 úr Strandasýslu, 2 úr Skagafjarðar- sýslu, 3 úr Eyjafjarðarsýslu, 14 úr Múla- sýslum, 3 úr V.-Skaftafellssýslu, 2 úr Rangárvallasýslu, 5 úr Arnessýslu. Kennslunni í bekkjunum var hagað líkt og að undanförnu. Kennarar við skólann síðastl. ár voru þessir: frk. Bergljót Lárusdóttir, frk. Fríða Proppé, frk. Guðrún Guðjónsen, Helgi Jónsson cand. mag., frk. Ingi- björg H. Bjarnason, frú Jórunn Sig- hvatsdóttir, Jón Ófeigsson kand. mag., frk. Lára 1. Lárusdóttir, síra Lárus Bene- diktsson, írú Oddrún Sveinsdóttir, frk. Ragnhildur Pjetursdóttir, frk. Soffía Daníelsson, frk. Sigríður Arnadóttir, frú Sigríður Bjarnason, frk. Sigríður Thor- arensen, frk. Sigrún Bergmenn, Sigfús Einarsson söngkennari, Sigurbjörn A. Gíslason kand. theol., frú Þuríður Lange, Þórarinn Þorláksson málari. Vikustundir námsgreinanna. Námsgreinar J—1 O* H-1 cr M cr HH < cr Sam- tals. íslenska 4 3 3 3 13 Danska 3 3 3 3 12 Enska 2 3 3 8 Þýska 2 2 Reikningur 3 3 3 3 12 Saga 2 3 3 3 11 Landafræði 2 2 2 2 8 Náttúrufr. 2 2 4 Heilsufr. I 1 1 1 4 Hjúkrunarfr. I 1 1 1 4 Söngfræði I 1 1 j 4 Söngur 2 2 2 2 2 allirbekkir Teiknun 2 2 2 3 9 Skrift I 1 i 1 4 Baldjering 2 2 Ljereftasaum 6 4 4 4 18 Hvíttbróderi 3 3 2 2 IO Utsaum 2 2 Fatasaum 6 6 12 Krossaum J 1 37 37 37 37I142 stundir. Lesið og kent á skólaárinu 1909— 1910: ís»lens»l<a: 1. b.: Lesið: Ritreglur Valdim. Asmundssonar. Lesbók II. 1 stíll á viku. — II. b.: Sömu ritreglur og í I. b. Rjettritun með upplestri, end- ursögn o. fl. Lesbók II., 60 bls. 1 stíll á viku. — III. b.: Sömu ritreglur og í I. og II. b., allar. Skólaljóðin lesin og skýrð og laerð nokkur k/æði. 1 stfll á viku, endursagnir o. ff. — IV. b.: Sýnis- bók Boga Th. Melsteð á víð og dreif, fyrst skáldsagnakaflarnir, síðar aðrir kaflar ýmislegs efnis. Efnið skýrt og endursagt. íslensk málfræði eftir jónas Jónasson lögð til grundvallar við mál- fræðiskensluna. 1 stfll á viku, endur- sagnir og ritgerðir. Dauíska: 1. b.: Lesið og endur- lesið frá byrjun og út að bls. 99 í kenslu- bók Þorl. H. Bjarnasonar og Bjarna Jónssonar. Sömuleiðis alt málfræðis- ágripið í sömu bók. 1 stíll á viku.— II. b.: Lesið og endurlesið frá bls 1 til 136 í kenslubók Stgr. 'I'horsteinssons. Lært málfræðiságripið framan við bók- ina. 1 stíll á viku. — III. b.: M. Mat- zen: Ny dansk Læsebog no. 5. Lesið og endurlesið frá bls t til bls 156. Nokk- ur kvæði lærð utan að. Lesin stuttmál- fræði eftir Kr. Mikkelsen. Endursagðar sögurnar. 1 stfll á viku. — IV. b.: Ager- skov og E. Rördam: Dansk Literatur eftir 1800 á víð og dreif frá bls. 12— 344, alls 110 bls. Lærð nokkur kvæði. Lesin sama málfræði-og í 3. b. 1 stíll á viku, þýðingar og endursagnir. Lníilui: II. b.: G.T. Zoega: Ensku- námsbók. Lesið frá 1.—41. kafla og fáeinar smásögur í sömu bók. Skrifað- ir 10 stílar. —III. b.: G. T. Zoöga: Ensku- námsbók. Lesiðlrá3i.—61. kafla. Einn- ig lesnir og endursagðir allir kaflarnir í 3. hefti af »Royal Readers«. 1 stíll á viku.— IV. b.: K. Brekke: »Engelsk Læsebog íor Mellemklasserne«. I.esið 160 bls. Stutt málfræðis-ágrip. 1 stlll á viku venjul. I*ýslca: IV. b.: Lesiu kenslubók í þýsku eftir Jón Öreigsson, T. kaflinu allur endurlesinn og 30 sögur úr III. kafla bókarinnar. Málfræðisæfingar í hverri kenslustund og endursagnir síð- ari hluta vetrar. 7 stílar. Landafr.: I. b : Morten Hansen: Landafræði handa alþýðu. Öll bókin lærð ; tvílesin Evrópa, Asía og Afrfka.— II. b.: Karl Finnbogas.: Landafr. handa börnum og unglingum. Tvflesin: Evrópa, Asfa og Afríka, alls 104 bls. — IIÍ. b.: Karl Finnbogason: Landafræði handa börn- um og unglingum. Öll bókin; munn- lega aukið við hingað og þangað. — IV. b.: C. C. Christensen: Geografi for Mellemskolen I. og II. Del. Báðirpart- ar lesnir. Við kensluna alstaðar við höfð góð landabrjef. Náttúrufr.: III. b.: Bjarni Sæ- mundsson: Ágrip af náttúrufræði handa barnaskólum. 1—99 bls. Bókin notuð til stuðnings; fræðslan mest munnleg.— IV. b.: J. E. Boas: Lille Naturhistorie. Dýrafræðin kend eftir bókinni; grasa- fræðin kend munnleg. Sýndar lifandi jurtir í októbermánuði, en annars góðar náttúrufræðislegar myndir og hlutir. Heilsuír.: I. b.: A.Utne: Heilsu- fræði handa alþýðu. — II. b.: Samabók lesin og endurlesin. — III. b.: Sama bók talsvert munnlegt að auki. — IV. b: Samabók: talsverðu munnlegu aukið við. Hjúkrunarír.: Ein stund á viku í hverjum bekk. Ágrip af því helsta, sem fyrir kemur við hjúkrun sjúkra. Ymis- Ieg meiðsli, beinbrot o. fl.; meðferð á sjúklingum þar til næst 1 læknir. Náms- meyjarnar látnar æfa sig verklega f öll- um þeim handtökum, sem hægt var að sýna við kensluna. Síig-a: I.b.: BogiTh.Melsteð: íslend- ingasaga. Öllbókinlærð og endurlesin.— II. b.: Bogi Th. Melsteð: íslendingas. Öll bókin. Mannkynssaga Þorl. H. Bjarna- son frá byrjun á bls. 95. — III. b.: Bogi Th. Melsteð : Islendingasaga. Öll bókin. Mannkynssaga Þorl. H. Bjarnason frá byrjun; mestöll lesin. — IV. b.: M. S. Gjerlöff: Historisk Lærebog, I. Del. Les- in og endurlesin. Ennfremur lesið og endurlesið hið merkasta úr Historisk Lærebog for Mellemskolen, II. Del, eftir sama höfund. Keikuing'ur: I. b.: Lesnar 4 höf- uðgreinar í heilum tölum og brotum og einfaldur hlutfallsreikningur. Reiknings- bók síra Eiríks Briems notuð við kensl- una. — II. b.: Sömu aðferðir ogíl. bekk hraðlesnar, og vandiesinn sarosettur hlut- fallsreikningur eftir reikningsbók síra Jónasar Jónassonar. — III. b.: Brothrað- lesin, en vandlesinn einfaldur og sam- settur hlutfallsreikningur, vaxtavextir og almennar líkingar með einni eða tveim- ur óþektum stærðum. Reikningsbók sr. Jónasar Jónassonar og Mellemskolens Regnebog, II. Del ved J. Pedersen og P. Rötting. Kbh. 1908, voru notaðar við kensluna. — IV. b,: Lesið hið sama og í III. bekk, og ennfremur ágrip af flatar- málsfræði, Sömu bækur notaðar og í 3. bekk. Skriflegar æfingar voru gerð- ar í hverjum bekk, oftast tvisvar í viku, ýmist heima eða í tímunum. I. b.: Jónas Helgason: Söngfræði fyrir byrjendur. Öll bókin, nema um nótnanöfn í F-lyklinum og um »molla«. — II. b.: Sama bók, lært hið sama. — III. b.: Sama bók og í I. og II. b. Öll bókin lærð, og byrjunaratriði hljómfræðinnar. — IV. b.: Lært hið sama og í III. bekk. Söngwv: Þríraddaðar söngiðkanir tvisvar á viku. Allir bekkir saman. Ski-ift: I.—II. b.: Skrifað í 2. eða 3. hefti af forskriftarbókum Jóns Þórar- inssonar og M. Hansen. — III.—IV. b.: Allar námsmeyjar í 4. b. og flestar í 3. b. skrifuðu í forskriftarlausar bækur. Teikuuu: I. b.: Flestar námsmeyj- ar í þeiro bekk höfðu aldrei borið við að teikna áður, var því byrjað á flatar- myndum og stúlkurnar æfðar í hlutfalls- mælingum. — II. b.: Stóð þar líkt á með námsmeyjarnar eins og í I. b.; var þvf byrjað á sömu myndum og nemendur æfðir í hlutfallsmælingum. — III. b.: Fæstar námsmeyjar í þeirn bekk höfðu teiknað nokkuð áður, var því aðeins teiknað eftir flatarmyndum og nemend- ur æfðir í hlutfallsmælingum. — IV. b.: Nemendur voru misjafnlega undir búnir, sumar höfðu ekkert teiknað áður og teiknuðu því eftir flatarmyndum. Þær, er lengst voru komnar, teiknuðu síðari hluta | vetrar einnig nokkuð eftir vírgrindum | og hlutum, og í sambandi við það var bent á grundvallaratriði »perspektivfræð- | innar«. Fatasauuiur: I. b.: Ailarnáms- nieyjar í beknum látnar sanma sams- konar flíkur í senn — peysuföt. —- Auk þess drengjafatnað þær, sem lengst voru komnar. — 11. b.: Sama fyrirkomu- lag á kenslunni og i I. bekk. — Ljereltasaumur: 1. b.: All- ar námsmeyjar í beknum saumað flík- ur eftir sama sniði. Saumuð 1 skyrta í handsaum. Eítir nýjár látnar sauma Ijereltasaum á saumavjel, og kent að nota nýjustu áhöld, sem setja má á hverja saumavjel og flýtir það mjög fyrir saumnum og fegrar hann. — II. b.: Sama fyrirkomulag og í I. b. við kensluna. — III. b.: Sama fyrir- komulag við kensluna og í I. og II. bekk. (Handbróderað lista á skyrturnar fram yfir hinar). — IV. b.: Saumað 1 höndunum sýnishorn af allskonar ljer- eftum. Að öðru leyti var kenslunni hagað eins og f I., II. og III. bekk. All- ar hafa stúlkurnar merkt vandaða stafi í flíkur þær, er þær saumuðu. — Náms- meyjar í bekkjunum hafa alls saumað og lokið við 74 skyrtur, 74 nátt- kjóla og 7 milliboli í I. b., þar sem Ijereftasaumstímarnir voru flestir. I fata- saum hafa verið saumuð 43 peysuföt og svuntur, auk þess nokkuð af drengja- fatnaði. 15:il<l«xí-iii<i’; III. b.: Flestar bal- derað belti eða upphlutsborða. IIvítt bróderí: I. og II. b.: Saumað f hvftt, flatsaum og tungur. Allar hafa lokið við 1 stykki í skólan- um, en auk þess haft heimavinnu undir umsjón kennarans, og lokið við hana. — III. b.: Saumað enskt og franskt bróderí, og auk þess allar saum- að eitt stykki í »Hardangersaum« sem heimavinnu, undir umsjón kennarans. — IV. b.: Sama fyrirkomulag við kensl- una og í III. b., en aukið við kross- saum; allar lokið við eitt stk. Prjón: I.—II. b.: Prjón var kent í desember og janúar eins og undan- farin ár, en aðeins i I. og II. b., 3 stundir á viku í hvorum bekk, og þá feldir úr nokkrir tímar 1 útsaum og ljereftssaum. Stúlkurnar prjónuðu sokka, húfur og fingravetlinga. Frú Margrjet Siemsen kendi eins og undanfarin ár. Veínaöardeildiii: Vefnaðar- deild sú, sem áður hefur verið við skól- ann, var lögð niður fyrst um sinn; ekki fje fyrir hendi til að reka hana þetta yfirstandandi fjárhagstímabil. — Tilfinnanleg vöntun var það, að geta ekki veitt nemendum skólans leikfimis- kenslu; en skólinn átti aðeins kost á tveim stundum á viku 1 leikflmishúsi barnaskólans, og sá sjer ekki fært, að nota það tilboð, þar eð lítill hluti af námsmeyjum skólans hefði á þann hátt átt kost á leikfimi. Iliitssst jöruardleiltliii: Hús- stjórnardeildin tók aftur til starfa síðastl. haust, og er tekin hjer upp skýrsla frá frk. Ragnhildi Pjetursdóttur, sem kendi í deildinni og veitti henni forstöðu: Kenslan stóð alls yfir 8 mánuði, og voru námsskeiðin tvö. Stóð hið fyrra frá byrjun októbermánaðar til janúarloka, hið sfðara frá byrjun febrúar til maí- loka. Gert ráð fyrir að tólf nemendur geti komist að í hvert sinn. Tilgangur kenslunnar var sá, að kenna nemendum að búa til góðan og hollan mat úr fs- lenskum afurðum og hagnýta þær sem best; að þvo þvotta, rulla og strjúka lín, ræsta herbergi, svo sem borðstofu, daglega stofu og svefnherbergi; einnig hjeldu stúlkur hreinu búri, eldhúsi, þvotta- húsi, geymsluklefa o. fl. Kenslan var bæði bókleg og verkleg. Fór verklega kenslan fram með skýringum, meðan stúlkur voru óvanar; seinna voru þær látnar vinna sem mest upp á eigin spýtur. Hafði hver stúlka sitt veik að gera, sem hún svo annaðist í viku; skiftu þá stúlkur um starfa; á þennan hátt fengu stúlkur nýjan starfa á hverri viku í sex vikur. — Bóklega kenslan fór aðallega fram f fyrirlestrum um efni og samsetningu hinna ýmsu fæðutegunda og meðferð þeirra. Einkum var lögð áhersla á þær tegundir, sem daglega eru notaðar og íslenskar eru. Til stuðnings lásu nemendur bókina: »Matur og drykkur«. Frk. Sígrun Bergmann kendi hjúkrunarfræði eina klukkustund í viku. Á fyrra námsskeiðinu voru 12 nemend- ur, en því miður gátu þeir ekki allir komið þegar í byrjun námsskeiðsins. Er það mikill skaði, bæði fyrir þær, sem koma strax í byrjun, og þá ekki sfður fyrir þær, sem seinna koma. — Sfðara námsskeiðið sóttu 8 stúlkur; tvær þeirra komu ekki fyr en í byrjun marsmán- aðar. Alls nutu því kenslu í hússtjórn- ardeildinni 20 stúlkur: 3 stúlkur úr Reykjavík, 5 úr Árnessýslu, 1 úr Skafta- fellssýslu, 4 úr N.-Múlasýslu, 1 úr Dala- sýslu, 5 úr Mýra- og Borgatfjarðarsýslu, 1 úr Kjósar og Gutlbringusýslu. — Allar bjuggu stúlkurnar í skólanum, og höfðu þar heimili sitt meðan á námsskeiðinu stóð, hvort sem þær voru úr Reykjavík eða úr sveit. Verðlaun voru veitt tveim- ur stúlkum, sinni af hvoru námsskeiði. Fyrirkomulug i siiólanum. I skólanum eru 30 heimavistir, og eru 12 þeirra ætlaðar hússtjórnarnemendum, en 18 öðrum námsmeyjum. Gegn 30 kr. borgun á mánuði fá námsmeyjar á skólanum fæði, húsnæði, ljós og hita; sjerstaka stofu hafa þær þar og, sem þær geta verið í á fiístundum sínum.— Heimastúlkum galsl kostur á að vera úti ákveðinn tíma á degi hverjum, en eftir kl. 8 á kvöldin máttu þær ekki vera úti án leyfis forstöðukonunnar. Stúlkurnar ræstu sjáltar til skiftis svefn- herbergi sfn, og ein af heimavistar- stúlkunum hafði umsjón yfir heimavist- um. í vetur hjuggu 22 stúlkur á skól- anum. Heilsufar var gott á meðal þeirra, þrátt fyrir megna kvefveiki, er gekk í vetur. — Skólahúsið er opnað á hverj- um morgni kl. 8“/« Á öllum virkum dögum eiga nemendur að vera komnir f skólann 15 mínútum fyrir kl. 9. Þá er hringt til morgunsöngs. Öllum náms- meyjum er skylt að vera við morgun- söng. Kenslustundir byrja þegar eftir morgunsöng. Þegar hringt er til inn- göngu, eiga nemendur tafarlanst að ganga stillilega inn í sinn bekk og setj- ast í sæti sín, og má enginn nemandi ganga út úr bekk sfnum í kenslustund. — I hverjum bekk er ein stúlka skipuð til að hafa umsjón með beknum, og annast hún að alt sje í góðri reglu og aðstoðar kennarann f þvf, að bera myndir, kort og önnur áhöld, til og frá á undan og eftir tímanum. Sömuleiðis hefurein stúlka aðalumsjón úti við. Frákl. 10,40’ —11,15’ er hlje á kenslunni, og skulu nemendur nota þann tíma til morgun- verðar. Allir nemendar eru skyldugir að eiga eðá hafa til afnota allar þær bækur, sern hafðar eru við kensluna í þeim bekk, er þær sitja í. Bækur sínar og ritföng ber þeirn að hafa til taks í byrjun hverrar kenslustundar, og skal það alt vera merkt fullu nafni eigandans. — Nemendur mega ekkert skemma, sem skólinn á; en geri einhver sig seka í því, þá skal hún bæta fullurn skaða- bótum. Sjerhver námsmær, er ekki áður hefur sent bóluattesti og heilbrigðis- vottorð, afhendi forstöðukonu þau, er hún kemur til upptöku á skólann. Ef einhver námsmær hefur næman sjúk- dóm, segir læknir skólans fyrir, hvernig með skuli fara. Hr. læknaskólakennari Guðm. Magnússon sýndi skólanum þá velvild, áður en skólinn byrjaði sfðastl. haust, að athuga og mæla upp skóla- stofur og heimavistarherbergi, og úr- skurða, hversu margar stúlkur mættu vera í hverju herbergi, og hefur fyrir- mælum hans verið vandlega fylgt. Lækn- ir skólans hefur hann og verið síðastl. ár, og væntir skólinn að njóta hjálpar hans framvegis. Vorpróf var haldið frá 4. til 13. maf. Prófdómendur við vorprófið voru kenn- arar skólans hver hjá öðrum; en fyrir hönd skólanefndarinnar: Björn Bjarna- son dr. phíl., Magnús Jónsson stud. thol., Þorsteinn Erlingsson skáld og Árni Thorsteinson kand. phil. I hannyrðum voru prófdómendur : frúrnar Soffía Clae- sen og Soffia Hjaltesteð. 76 stúlkur gengu undir vorpróf. 10 urðu að hætta fyrir próf sökum veikinda. Styrk úr landsjóði fengu efnilegar og fátækar stúlkur úr sveit, er fullnægðu skilyrðum þeim, er sett eru fyrir styrkveitingu þessari. »Thomsensverðlaun«, fyrir bestu hannyrðir á skólanum f vetur, hlaut Sig- ríður Kristinsdóttir frá Útskálum, náms- mey í 3. b. Verðlaun úr sama sjóði fyrir vel unnin innanhússtörf voru f ár veitt 2 nemendum í hússtjórnardeild skólans, Áslaugu Lárusdóttur og Ásgerði Halldórsdóttur. Tvær fátækar náms- meyjar úr Reykjavík fengu dálítinn styrk úr »Systrasjóði kvennaskólanst. Með frjálsum samskotum námsmeyja ognokkr- um gjöfum frá öðrum var stofnaður dá- lftill sjúkrasjóður handa nemendum skól- ans. Upphæðin, um 42 kr., var lögð á vöxtu. Rvík 20. júní 1910. Ingibjörg H. Bjarnason. yíðjlulningsbannið. Eftir Halldór Jónsson. IV. Baráttan. (Frh.). Af þvi að það er svo kunnugt af ritgerðum hr. M. E., er gefur sig út fyrir frumherja andbanninga, að hann heldur fasl frain undan- þágulausu banni gegn innflutningi sauðfjár, ekki aðeins af þeim á- stæðum, að fyrirbyggja innflutn- ing Qársjúkdóma, heldur einnig til þess að fyrirbyggja, að fjáreigendur geti með kynblöndun gert sjer eína- tjón, eittlivert hugsanlegt peninga- tjón. — Af þessu virðist auðsætt, að ekki munu allir andbanningar hafa þá skoðun yfirleitt og í öllutn greinum, að löggjafarvaldið megi ekki »setja lagabann um það, er aðeins varðar hegður einstaklings- ins«. Jeg verð að halda því frain, að andbanningar megi til að viður- kenna það, að jafnsnart sem hegð- un einstaklingsins er skaðvœn hög- um annara manna, þá nái vald- hringur löggjafarinnar út yfir hana. Meira að segja, að þeir hljóti einnig að viðurkenna, að livenær sem öðrum einstaklingi eða ahrienn- ingi er bakað sýnilegl tjón eða sýnileg hœtta við tjóni, þá hverli tilfellið undan umdæmi frjálsræðis- ins og inn undir umdæmi hegð- anreglna og laga. (St. Mill.: Um frelsið. Rvík 1886, bls. 150—163). Og ennfremur: »Fremji maðui; nokkurt það verk, sem öðrum er til tjóns eða meinsemdar, þá er það sjálfsögð ástœða til að hegna hon- um, annaðhvort með lagarefsingu, eða, þar sem ekki er óliult að beita þess konar refsingum, þá með al- inennum misþokka« (bls. 21). í stuttu máli: jeg verð að búast við því, að andbanningar yfirleitt hljóti að viðurkenna, að enginn eigi heimting á því, að hafa »per- sónulegt frelsi« til að gera öðrum tjón, baka öðrum böl, andlegt nje líkamlegt, og fyrir þvi eigi hver ein- staklingur og almenningur heimt- ing á því, að löggjöf og lögreglur verndi »persónulegt frelsi« hans fyrir misþyrmingnm og yfirgangi, tjóni og hættum, eigi aðeins af hálfu þjófa, bófa og vitfirringa, heldur einnig af hálfu þeirra, er fremja það af taumlausri eigin- girni eða hættulegri óvarkárni og vanþekkingu. Og, eins og allir vita, eru dæmin óteljandi upp á það, bæði hjá oss og um allan heirn, að stjórnendur og löggjafur álíta þessa vernd sjálf- sagða skyldu sína, — að vernda frelsi hinna mörgu gegn harðvítugu eða skaðlegu eða hætlulegu sjálf- rœði hinna einstöku. Almenningsheillin er meira verð en heill hins einstaka, og tilgang- ur allrar löggjafar er: sem mesta heill og liamingju fyrir sem flesta. Af því að hver einstakur er bund- inn svo óteljandi böndum við al- menning, þá leiðir þar af, að lieill liins einstaka getur í raun rjettri ekki riðið í bága við heill almenn- ings. En aftur á móti kemur »per- sónulegt frelsi« eða sjálfræði ein- staklingsins oft og títt í bága við »persónulegt frelsi« hinna mörgu og heill almennings, og þá verður sjálfræði einstaklingsins að vikja fyrir »persónufrelsi« hinna mörg og heill almennings. Ekkert orð er eins misbrúkað og orðið »frelsi«. En þó tekur út yfir, þegar nienn heimta að fá að drekka brennivín (áfengi) í nafni »persónulegsfrelsis«, því að ekkert er til í heiminum, sem oftar og fremur svi/tir mann y>persónulegu frelsi«, heldur en brennivín. Það erþóóneitanlega ekki »frelsi«, að hafa leyfl til að svi/ta sjálfan sig frelsinu. 6. »Að bannlögin verði niðurdrep á allri heilbrigðri bindindisstarf- semi, þar sem þjóðinni með þeiin er ekki kent, heldur nauðgað til þess að afneita áfenginu«. Hvað ætli það sje, sem andbann- ingar kalla »heilbrigða bindindis- starfsemi?« Líklega það, að strila við að bjarga »ræflunum« upp úr áfengis- díkinu, sem áfengisvinirnir með drykkjusiðum sínum og margskon- ar brennivínsástaratferli hafa hrund- ið ofan í dikið —, en hlaupa svo sjálfir burtu, skamma þá og svi- virða, hlæja að þeim og fyrirlíla þá, en ætlast til að hreppurinn taki að sjer fjölskyldu þeirra, örmagna konu og heilsulaus börn, en spítal- inn eða heilsuhælið eða fangelsið sjálfa »ræflana«. Þessi »heilbrigða bindindisstarf- semi« ætlast bannvinir til að verði gersamlega »niðurdrepin«, þá er bannlögin hafa fengið að sýna blessunarrík áhrif sín í 1 —2 ára- tugi. En sú bindindisstarfsemi, að frœða menn um skaðvæhleg áhrif áfengisins á sál og líkama manns- ins, að kenna mönnum að skoða það eins og hverja aðra cilurteg-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.