Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 20.07.1910, Qupperneq 2

Lögrétta - 20.07.1910, Qupperneq 2
134 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöö við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. „gláa bökin“ o. fl. Eftir því sem samgöngur hafa auk- ist meðal manna og þjóða og þar af leiðandi persónuleg og bókmentaleg viðkynning manna orðið meiri, því meiri for vitni hefur mönnum leikið á, °8 jafnvel borið nauðsyn til, að vita dálítið meira hver um annán eh að þekkja andlitið eða nafnið eitt eða ritin, án þess að vita annað um höfundana sjálfa. Til þess að full- nægja þessari forvitni eða kröfu, var gefið út á ensku á fyrri hluta síð- ustu aldar rit, sem hjet „Men of the Time", og cru til af því margar út- gáfur*). Arið 1858 gaf Vapereau út bók sína um rithöfunda nútímans, og svipaða bók gaf út síðar Angeló de Gubernatis, prófessor við háskólann í Róm. En þessar bækur höfðu ein- ungis nöfn þeirra, sem skærastskinu á himni bókmentanna, enda úreltust þær fljótt, eins og allar bækur af því tægi gera, og þær fullnægðu ein- ungis að nokkru leyti eftirspurninni. Enskur forleggjari varð fyrstur til að gefa út bók með æfiágripi helstu samlanda sinna, bæði rithöfunda og annara; hún heitir „Who’s vvho", er ársrit og í því formi, sem hún nú hef- ur, er hún um 25 ára gömul; þár er og veitt upptaka frægum útlendingum. Ámeríkumenn hafa nú líka samskonar rit „Who’s who in Ameríka". Auð- vitað hafa Þjóðverjar ekki viljað verða eftirbátar og hafa nú tvö rit: „Wer ist es?“ (það nær yfir útlendinga líka, en er hroðvirknislegt bæði að efni og frágangi), og „Deutsches Zeitgenossen-Lexikon"; eldra ársrit eiga þeir líka, þar sem „Kúrschner’s Literatur-Kalender" er. Nýlega hafa Frakkar („Qui étes-vous?") og ítalir („Chi é?“) farið að gefa út líkar bæk- ur; Ioks hafa nú Danir fylgt dæmi stórþjóðanna og hjá þeim kom út í ár: „Kraks Blaa Bog. Trc Tu- sinde nulevende danske Mænd og KvindersLevnedslöb indtil Aar 1910". Það gefur að skilja, að þessar bæk- ur eru hinar nytsömustu og hand- hægustu handbækur, ekki einungis fyrir lærða mcnn og bókmentavini, hcldur Iíka fyrir cmbættismenn og atvinnurekendur. Þær telja nefnilega ekki einungis rithöfunda, heldur líka alla æðri embættismenn, pólitíkara, fjármálamenn og yfir höfuð alla „re- presentatíva" menn þjóðanna. Nyt- sömust oss íslendingum er auðvitað bók dr. Krak’s; hún hefur líka nöfn margra íslendinga, eins og vera ber, því að henni er ætlað að ná yfir alt danska ríkið. Henni cr eðlilega í ýmsu ábótavant, eins og öllum þess- konar bókum í fyrslu útgáfu; það eru sjálfsagt margir taldir þar, sem lítil nauðsyn var að geta, og öðrum slept, sem hefði átt að nefna, en þetta mun alt lagast smámsaman í næstu útgáfum. Einna óviðkunnanlegast þykir mjer að sjá, að fyrir skírnar- nöfn manna standa oft einungis upp- hafsstafirnir; nöfn eiga altaf að vcra gefin í slíkum bókum full og óskamm- stöfuð. Sfst mundu menn hafa rent grun f, að þessi veslings bláa bók yrði pólitiskt deiluefni heima á íslandi. „Þjóðólfur" hefur með fcitu letri ráð- ist á hinn núverandi ráðhérra fyrir það, að hann hafi látið setja nafn sitt í þessa bók og þannig telja sig danskan mann; en ráðherrann hefur látið málgagnið sitt æðsta neita því þverlega, að þctta sje með hans vilja gert, það sje þvert á móti gert í banni hans. Bæði eru nú skærin góð. í titlinum stendur „danske Mænd og Kvinder", en þar er lýsingarorðið auðvitað í hinni víð- ari merkingu, sem takandi yfir alt danska ríkið, og Islendingar heyra þó til þess ennþá ? Og það eru meira að segja menn í bókinni, sem alls ekki eru danskir, en standa í *) Jeg held að einungis tveggja ís- lendinga hafi verið getið í þessu riti, nfl. Jóns bókavarðar Arnasonar og Guð- brandar Vigfússonar. nánu sambandi við danska ríkið, svo sem sendiherrar Svía og Norðmanna í Khöfn; ekki hefur heyrst enn, að dr. Hagerup, sendiherrann norski, hafi fylst heilagri grcmju, eins og Isa- foldar-Björn, ög mótmælt. Það mætti æra óstöðugan, ef skilja ætti ís- lcndinga og Dani alstaðar að; í Bricka’s „Dansk Biografisk Lexikon" eru þeir taldir saman eftir stafrofs- röð og Norðmenn fram að 1814; það hafa menn hingað til látið sjer lynda. En svo er nú komið á landi voru, að pólitík er blandað í alt og menn gera úlfalda úr mýflugunni; þar af leiðir, að þegar til pólitiskra stórræða kemur, sjá menn ekki skóg- inn fyrir tómum trjám, eins og sýndi sig við síðustu alþingiskosningar. Það mætti ef till vill minna ís- lendinga á það, að ef Danir tækju þá ekki upp í höfunda- og nafna- skrár sínar, þá gerðu það engir og þeirra væri að engu eða litlu getið, því að ekki hafa þeir haft rænu eða efni á því sjálfir, að gefa út slíkar bækur, svo að í nokkru lagi sje. Hvar fá menn betri upplýsingar um íslenska höfunda og bækur en í Er- slev’s „Forfatter-Lexikon" og „Dansk Bogfortegnelse" ? feg hef á öðrum stað látið þá skoðun í ljós, að æski- legt væri, að íslendingar ættu sjer- stakar höfunda- og bókaskrár, þar sem bókmentir þeirra eru greinan- legar frá þeim dönsku og þeir tala annað mál. En þar fyrir er ekkert því til fyrirstöðu, að þeir sjeu líka taldir með öðrum höfundum danska ríkisins. Þess er lítil þörf, að gefa út á ís- lensku líka bók yfir íslenska menn eina eins og dr. Krak hefur gefið út yfir danska ríkið; íslenska þjóðfjelagið er svo lítið, að þar þekkir svo að segja hver annan. Hins vegar væri ekki óþarft, að gefa út íslenska höfunda- skrá á einhverju útbreiddu útlensku máli t. d. ensku; það gæti vakið athygli á því, að við eigum nýjar bókmentir, en svo er um flesta útlend- inga, að þeir vita lítið um það. Síð- astliðið sumar lagði jeg drög til þess að gefa út á ensku skrá yfir núlif- andi íslenska höfunda, í líkingu við aðrar útlendar skrár af því tægi; sendi jeg því fyrirspurnir til þeirraj sem jeg hafði í hyggju að setja á þá skrá; óskaði jeg þess, að svörin væru til mín komin fyrir 1. nóvem- ber 1909. Þegar sá dagur rann upp, höfðu ekki 50°/« svarað; seinna bætt- ust þó allmargir við, en til þessa dags hafa ekki svarað meira en rúm 62%. Af þessum ástæðum gat jeg ekki gefið út rit þetta í ár, því að mig vantaði ýms atriði (datá), sem jeg gat ekki fengið nema höfundarn- ir svöruðu mjer. Auðvitað átti jeg ekki kost á að gefa út slíka bók nema með löngu millibili, og því vildi jeg ekki eiga undir því, að villur væru nokkrar að mun í henni. Það er hægra við að gera, þegar um árs- vit er að ræða. Menn hafa verið betri við dr. Krak en mig, því að svo segir hann sjálfur í formálanum, að um 96V0 af fyrirspurnum hans hafi verið svarað. Og svo kemur það upp úr kafinu, að sumir þeirra, sem að sjálfsögðu höfðu tíma, vilja og föðurlandsást til að „prótestera" við dr. Krak, þeir höfðu ekkert af þessu til að svara fyrirspurnum mín- um! Jeg nota þetta tækifæri til þess að þakka þeim, sem sendu mjer svör upp á fyrirspurnir mínar, um leið og jeg skýri þeim frá því, hvers vegna skráin ekki kom út, eins og til var ætlast. Ef til vill lesa einhverjir gleymnir menn þessar línur og ranka við sjer, og það yrði máske til þess, að jeg gæti gefið út skrá rnína áð- ur mjög langt um líður. ' p. t. Kaupmannahöfn 2. júlí 1910. Halldór Herrnannsson. Frá Færeyjuiii. Kosningarn- ar til Þjóðþingsins danska fóru þar svo, að Effersö var kosinn með mikl- um atkvæðamun. Mótmaður hans var J. Patursson í Kirkjubæ. Hann er foringi „Sjálfstjórnarflokks" Eyja- búa. í Khafnarblaðinu „Pólitiken" frá 3. þ. m. er grein frá Patursson og mótmælír hann því þar fastlega, að flokkur sinn berjist leynt eða ljóst fyrir skilnaði frá Danmörku, eins og hann segir að haldið sje fram í ýmsum dörtskum blöðum. Hann leggur til, að ásakanir þessar sjeu teknar til mcðferðar í færeyska lög- þinginu og danska stjórnin sendi þangað fulltrúa sinn til þess að vera við þær umræður og kynna sjer málið til hlítar,- Verið er nú að mynda nýtt dansk- færeyskt verslunarfjelag, sem á að heita „Föroya Handel og Industri Partafelag". yiðjlntningsbannit. Svar til Halldórs Jónssonar eftir Ágúst Bjarnason. I. Kæri ritstjóri! Mig Iangaði til að biðja þig fyrir svar upp á greinar Halldórs Jónssonar, sem nú hafa staðið undanfarið í „Lögrjettu". Mjer virðast greinar þessar svo villandi og skekkja svo málstað vor andbanninga, að nauðsyn beri til að svara þeim þegar og í sama blaði. Jeg hefði þó aldrei snert á penna til þess að krukka í greinar þessar, et jeg hefði ekki verið beðinn um það af flokksbræðrum mínum og ef niðurlag þeirra hefði ekki verið svo villandi eins og raun varð á. Jeg mun halda mjer við skiftingu höf. á efninu, ekki af því, að hún sje hugsanrjett, heldur til hægðar- auka, svo að menn geti borið saman greinarnar og sjeð, að jeg segi rjett frá. 1. grein sína nefnir höf. Staglið, og er það spámannlegt orð, sem ó- sjálfrátt hefur hrotið af vörum hans um hans eigin ritsmíð, en ekkert, sem svara þarfnast í henni að öðru leyti. 2. greinina nefnir hann: Tak- mark Templara, 3. gr.: Kóruillu andbanninga, 4. gr.: Baráttuna og 5. gr.: Sjálfur leið þú sjálfan þig. Skal jeg nú, þótt það sje langt verk og leiðinlegt, reyna að rekja hugsanirnar í 4 síðustu greinunum og sýna mönnum gildi þeirra. II. Takniark templara. Höf. byrjar á því, að birta stefnu- skrá amerískra bannmanna. Jeg skal ekki segja neitt niðrandi um stefnu- skrá þessa, því að mjer er svo farið, að jeg tel hverjum manni heiinilt að berjast fyrir því, er hann telur gott og gilt, sje það gert af viti og drengskap. Og ekki kemur mjer til hugar að fara með hana eins og H. J. fer með stefnuskrá vor andbann- inga, þótt jeg auðvitað gæti það með því að fara eins hlutdrægnislega að eins og hann, leggja skakka merk- ingu í orðin, sleppa úr þeim og skjóta inn eftir vild og gera and- stæðingum mínum upp hinar lægstu og lúalegustu hvatir. Það sje fjarri mjer. Þó get jeg ómögulega fallist á, að þessi stefnuskrá Templara sje vel og viturlega samin, eins og H. J. vill halda fram. Málið á henni er ekki gott, og er það líklegast þýðandan- um að kenna. Upptuggur koma fyrir í henni og henni er svo rugl- ingslega skipað niður, að H. J. verð- ur að hafa sig allan við að fá heila brú í hana. Til þess verður hann að taka fyrst 6. atr., þá 4., þá 2. °g 3- °g l°ks S- atriðið. En til hvers er nú H. J. að birta þessa stefnuskrá? Það er mergurinn málsins. Hann er að gera það til þess að reyna að sanna, að Magnús Einarsson dýralæknir hafi rangt fyrir sjer, þar sem hann heldur því fram, að takmark templara sje algert bjndindi. En það er auðvitað hár- rjett hjá Magnúsi. Enda er H. J. svo óheppinn, að staðfesta þetta með eigin orðum símim. Þar sem hann er að skýra stefnoskrána, telur hann nefnilega fyrst upp, hvað templurum samkvæmt henni ber að gera og það er: að útbreiða bindindi og bindindisfi æðslu, starfa síðan að sölu- banni og loks láta þjóðirnar heimta algerð bannlög. Síðan bætir H. við: „Þá er takmarkinu: algerdri afneit- un allra áfengisvökva til drykkjar, náð". En 5 línum neðar segir hann þó: „Nei, takmarkið er langtum yfirgripsmeira" o. s. frv. Svona er samkvæmnin hjá þessum háttv. höf. Hann kemst í beina mót- sögn við sjálfan sig svo að segja í sömu andránni, og þetta endurtekur sig hvað eftir annað af því, að mað- urinn kann sýnilega ekki að hugsa, en hleypur altaf úr einu í annað og heldur aldrei hugtökunum föstum. Þarna hefði honum þó átt að vera innanhandar að sjá rjett, þar sem hann er búinn að skýra frá tak- markinu og telja upp leiðarnar að þessu takmarki. En svo blandar hann öllu saman aftur í einn hræri- graut og segir, að takmarkið sje miklu yfirgripsmeira, tekur nefnilega leiðarnar með, eins og t. d. bann- leiðina, og gerir hana að takmarki! En með þessu lagi má sanna allan skramban. Rjett skilið er takmark Templara skv. stefnuskránni: algerð afneilun áfengis til drykkjar. En leiðarnar að því takmarki eru: bindindisfrceðsla, útbreiðsla biudindis, s'ólubann og loks algert aðfiutningsbann. Þetta verð- ur ekki hrakið. Rjett skilið er takmark vor and- banninga: hófsemi, en af því, að vjer teljum ofnautn áfengis skaðlega og vitum, að hún getur orðið að þjóðarböli, viljum vjer vinna á móti henni með því að draga úr eða laka jafnvelalveg fyrir drykkjufýsnmanna. En einu rjettu leiðarnar að því tak- marki hyggjum vjer, að sjeu hinar tvær fyrri leiðir templara : bindindis- frœðsla og frjáls bindindissamt'ók. Aftur á móti hyggjum vjer að hinar tvær síðari leiðar: s'olubann og algerð bannl'óg, sjeu mannfrelsinu ósam- boðnar og muni hafa óheillavænleg- ar áfleiðingar. Tvær fyrri leiðarnar eru því bannmenn og andbanningar sammála um, en um tvær síðari leið- arnar stendur baráttan. Þetta verð- ur víst ekki hrakið. En af þessu Ieiðir,að það er óhyggi- legt af Templurum yfirleitt, að fara með andbanninga eins og stækustu fjandmenn sína, þar sem þeir vilja ekki ieggja stein í götu þeirra og vilja jafnvel vera samherja þeirra um það, er þeir telja aðalatriðið: bar- áttuna gegn ofdrykkjunni, þótt þeir ekki geti fallist á að beita til þess nauðung og banni. (Frh.). Kriteyjarmálið. Alt er óútkljáð um það enn sem komið er. Stórveldin ætla að halda ICrítey tast undir yfirráð Tyrkja, en hefta það, að Tyrkir ráði á Grikki. Alt er því í sama horfinu og verið hefur. En Tyrkir hafa lagt niður verslunarviðskifti við Grikki og er það sagt Grikkjum lítt þolanlegt, enda hafa þeir leitað til ríkja þeirra, sem halda hönd yfir Krítey, til þess að þau komi í veg fyrir þetta. Heima í Krítey aukast vandræðin. Foringjar Kríteyinga sjá nú, að þeim tjáir ekki að þreyta leikinn lengur. En nú ráða þeir ekki við hreyfing- una. Venezelos, sem hefur verið að- alforingi Kríteyinga og allra manna ákafastur í því, að æsa upp bæði þá og Grikki, reynir nú hvað hann get- ur til þess að miðla málum og fá landa sína til þess að una úrskurði verndarríkjanna, en þeir eru erfiðir viðfangs og vilja ekkert eftir gefaaf kröfum sínum: að Krítey sje alger- lega leyst frá Tyrklandi og samein- uð Grikklandi. Þeir áköfustu vilja velja sjer stjórn, eftir sínu höfði, og láta hana framkvæma þetta, hvað sem allir aðrir segi. Herskip vernd- arrfkjanna eru viðbúin að skerast í leikinn, ef á þarf að halda. Þau liggja í Sudaflóa, og á lítilli ey mitt í flóanum blaktir tyrkneska hálfmána- flaggið hjá flöggum þeirra. Á ráð- herrafundi, sem nýlega var haldinn í Aþenu, til þess að ræða Kríteyjar- málið, varð það ofan á, að gríska stjórnin yrði að taka alvarlega í taumana gegn Kríteyingum, ef þeir beygðu sig ekki fyrir úrskurði vernd- arríkjanna, og, að skorað skyldi á þá í nafni Kríteyjar og allra Grikkja, að hlýta þeim úrskurði, en stofna ekki til frekari vandræða. Zorba, hermálaráðherra Grikkja, hefur beðist lausnar, að því er út lítur fyrir vegna missættis við Georg konung. Hann hafði ráðið konungi til þess, að koma með leynd heim til Aþenu, er hann kom úr Englands- förinni, án efa til þess að gefa hon- um í skyn, að hann væri þangað óvelkominn. En konungur hafði það að engu, og reyndin varð sú, að honum var tekið með miklum fögn- uði. Konungur hafði eigi viljað sjá Zorba við móttökuna og Zorba eigi viljað þiggja veislu hjá honum rjett á eftir, eins og hinir ráðherrarnir. Reykjavík. Prof. W. H. Scliofleld kennari í samanburðarmálfræði við Harvard háskóla í Cambridge Mass. var einn farþega með Sterling hingað ásamt konu sinni og sifjaliði. Þau lögðu á stað austur í sýslur á föstudaginn var, fyrst og fremst til Geysis og Þingvalla, en þá ætlar Prof. Schofi- eld að rannsaka helstu sögustaði á Suðurlandi, og um Borgarfjörð og verða á því ferðalagi 3—4 vikur. Prof. Schofield hefur lagt mikla stund á Norðurlandamálin, norsku, dönsku og sænsku, en þó sjerstaklega nor- rænu eða íslensku. Fór hann í því skyni til Kristjaníu og nam hjá Bugge. Hann hefur nú um nokkur ár kent íslensku við Harvard og hefur að- sóknin að fyrirlestrum hans stöðugt aukist. Síðastliðið ár stunduðg 16 íslensku þar. Hjeðan fara þau aftur með Oce- ana um miðjan næsta mánuð. Bæjarstjórnin. Fundur 16. júní. Leikfjelagi Reykjavíknr veittar 500 kr. úr bæjarsjóði. Runólfi Pjeturssyni veitt lögreglu- þjónsstaða frá 1. júlí þ. á. Ut af erindi frá íþróttafjelögum bæjarins var samþ. svohljóðandi til- laga: „Bæjarstjórnin vill veita fje- lögunum 180X90 metra svæði á Melunum og vill taka styrkbeiðni fjelaganna til góðgjarnrar athugunar — leggi fjelögin fram uppdrátt og sundurliðaða kostnaðaráætlun um alla tilhögun á íþróttasvæðinu". Samþ. svohljóðandi yfirlýsing: „Bæjarstjórnin ályktar, að leggja skuli Iokræsi um Tjarnargötu, Aðal- stræti og í lækinn, þegar er áætlun verkfræðings er fengin og hún er samþ. af bæjarstjórn", Samþ. að alla bekki barnaskólans skuli lýsa með 4 gaslömpum hvern, og skólann að öðru Ieyti eftir þvf, sem nauðsynlegt er, og skólanefnd falið að gera samninga um þetta". Þessar brunabótavirðingar samþ.: á húsi Jónatans Þorsteinssonar við Vatnsstíg 9746 kr.; frú Elínar Sveins- son við Vesturg. 19831; Sigurðar Jónssonar á Laufásv. 1450; Matth. Matthíassonar og D. Östlunds við Austurstr. 15,292 og Jóh. Jóhannes- sonar við Laufásveg 2272 kr. Samþ. svohlj. tillaga: „Bæjarstjórn krefst þess, að bæjarverkfræðingur- inn taki nú þegar aðstoðarmann, er bæjarstjórn tekur gildan; að hann sem allra fyrst fullkomni og afhendi áætlunina yfir holræsi í Miðbænum og Vesturbænum og ákveður, að greiða honum ekki nein laun úr bæjarsjóði fyrst um sinn". Fundur 7. Júlí. Kosinn fundar- stjóri á bæjarstjórnarfundum í for- föllum borgarstjóra Halldór Jónsson. Borgarstjóra heimilað, að fá frí frá embætti sínu um mánaðartíma frá miðjum þessum mánuði. Kosnir í nefnd til þess að gera frumvarp til efnahagsreiknings fyrir Reykjavíkurkaupstað: L. H. Bjarna- son, H. Jónsson og Kr. Ó. Þor- grímsson. Svohlj. tillaga samþ.: „Bæjar- stjórnin felst á aðgerðir borgarstjóra út af hinu nýja broti Brillouins kon* súls á byggingarsamþyktinni og fel* i

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.