Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 20.07.1910, Síða 4

Lögrétta - 20.07.1910, Síða 4
136 L0GRJETTA. Gufubáturinn „Ing'ólfur11 fer til 22. júlí. ia Ráðherra á ferðalagi. „Ráðgjafinn fer upp í Borgarfjörð á morgun og verður þar á ferðalagi um tíma", stóð í ísaf. 9. þ. m. En undanfarna daga hafði bóndinn á Grímsstöðum í Borgarfirði verið á reið um hjeraðið í hestaútvegun, kvaðst ætla norður í land, en vildi ekkert frekar segja um þá för. Ráðherra fór svo upp í Borgarnes með Flóabátnum, en þar tók Gríms- staðabóndinn við honum og reið með hann vestur í Dali og þaðan til Norðurlands. Síðast frjettist til hans norður á Hólum í Hjaltadal. Hafði hann gist á Breiðabólsstað í Vestur- hópi, hjá Hálfdáni presti og alþm., og stefnt þangað til sín Birni sínum á Kornsá. Sýnir sig í því meðal annars hin mikla alþýðuvinátta ráð- herra, að hann gistir á ferðum sín- um hjá embættismönnunum, til þess að gera ekki alþýðubændum átroðn- ing. Hann hafði á norðurleið heim- sótt Ólaf á Álfgeirsvöllum, og lík- lega hefur hann ekki riðið fram hjá Vatnsleysu án þess að gera vart við sig. En nú er sagt, að þessi ferð hans sje embættisferð; hann sje að líta eftir hjá sýslumönnunum. Sum- ir eru að segja, að hann muni litla þekkingu hafa til þess starfs, og líklega verða Heimastjórnarblöðinbor- in fyrir þeim „ósannindum". En til dæmis um það, hve sýnt honum er um þetta embættisstarf, má geta þess, að hann kvað ekki þurfa nema svo sem 10 mínútna stund til þess að vinna það, sem öðrum veitir ekki af heilum degi til. — í Borgarnesi tók hann með sjer í ferðalagið lækni Mýramanna og frú hans, en læknir- inn er tengdasonur hans. Artliur Sliattuck, píanóleik- arinn frægi, kom hingað með „Sterl- ing“ 13. þ. m. eins og til stóð. Þegar kveldið eftir skemti hann Reykvíkingum með Concert í Báru- búð. Er óhætt að fullyrða, að ís- lendingar hafa ekki fyr átt kost á að heyra svo góðan hljóðfæraslátt hjer á landi, því hr. Sh. er einn af hin- um fremstu núlifandi píanóleikurum. Söngskráin var efnismikil, i8núm- er, og smekklega valin, bæði eftir eldii og nýrri tónskáld. Af söng- skránni fyrra kveldið má helst nefna Rhapsodie (í Es-dur) eftir Brahms, Ballade (í As-dur) eftir Chopin, Valse de Concert eftir Moszkowsky. Annars virðist hr. Sh. jafnljett að leika alla músik, eldri og yngri, Ijetta og erfiða. Hjá honum fara saman meðfæddir hæfileikar, æfing og lið- leiki með afbrigðum. Á laugardaginn hjelt svo hr. Sh. annan Concert. Söngskráin var jafn- löng og engu miður valin, nokkur lög (Sindings) voru endurtekin frá fyrra kveldinu. Einna bestu lögin síðara kveldið voru Arabesque eftir Leschetisky, þar sem hr. Sh. hafði tækifæri til að sýna hinn frábæra fiinleik sinn, Præludium og Fuga eftir Brahms, og smálag eftir Liadov, Spiladósin, þar sem Sh. sýndi, hve ljett og fimlega hann getur tekið á nótunum. Annars er varla hægt að gera mikinn mun á lögunum, því öll voru þau snildarvel leikin. Eins og flestir tónsnillingar, spilaði hr. Sh. alt nótnalaust. Húsfyllir var bæði kvöldin. Á Sunnudaginn kl. 2 lagði svo hr. Sh. á stað hjeðan, landveg norður til Akureyrar, ásamt förunaut sínum, Rogers að nafni, sem er organisti frá Albany í Bandaríkjunum, og er Ögmundur kennari Sigurðsson fylgd- armaður þeirra. B. Finnland. Ríkisráðið rússneska hefur nú haft Finnlands-frumvarp dúmunnar til meðferðar. Sú frjett flaug um, að verið væri að breyta því þar í verulegum atriðum, en hún hefur ekki reynst rjett. Það var sam- þykt þar nú nýlega óbreytt. Rúmeníndrotningin, skáldkonan Carmen Sylva, liggur hættulega veik. Etatsráð Ferslev, sem var útgef- andi margra hægri blaða í Danmörku, þar á meðal »Nationaltíðinda«, er nýlega dáinn, stórauðugur maður. Gjafir og áheit til Heilsuhælis- fjelagsins: Safnað af ljósmæðrum í Olfushreppi . . . • . 126,67 Samskot úr Árneshreppi í Strandasýslu . . . . . 53.00 Húsfr. Steinunn Bjarnad. Rv. 5,00 N. N., áheit 1,00 Frá Vestmanneyjum . 5.00 N. N. 2,00; J. J. 2,00 4,00 L. G. Laxdal 5,00 Frú Ágústa Bjarnason 10,00 N. N 2,00 Kr. 211,67 í Ártíðaskrá hælisins voru í júní- mánuði skráðir 13 manns af 16 gef- endum; stærsta gjöf 30,00, alls á mánuðinum 111,50. Jón Rósenkranz. Ágætar, nýjar kartöflur í verslun c7ss SZimsan. Fyrirlestur um bindindi og bannlög heldur frú Yilhnr F. Craí’ts frá Washington í Iðnaðarmannahúsinu fimtudaginn 21. þ. m., kl. 8^/2 síð- degis. AIIíf velkomnir! Hambur^ W. v. Essen & W. Jacoby. (Eigandi Waldemar v. Essen. Stofnað 1869). Vöruafgreiðsla. Skipaafgreiðsla. Vátrygging. Meðmæli: Die Deutsche Bank. íslensk og útleiid FRÍMERKI eru keypt með hæsta verði af «J. %11-Ilaiiseii, Þingholtsstr. 28. Þakkarávarp. Hjartanlega þökk vil jeg hjer með færa hjónunum Helga járnsmið Magnússyni og konu hans, og sömuleiðis ljósmóður Þ. A. Björnsdóttur fyrir mikla og ástúðlega hjálpsemi við mig. Blessun guðs komi yfir þau, og alla aðra þá, sem hlyntu að mjer á ein- hvem hátt. Reykjavík 20. jnlí 1910. Hallfríður Guðmundsdóltir. Gjalddagi Lögr. var 1. Júlí. cJil sjómanna. Biðjið útgerðarmenn yðar um smjörliki frá „Kö> benhavns Margarinefabrik44, sem er búið til úr hreinu og ósviknu efni, lítið litað og hvítt eins og sauðasmjör. Fæst frá íorðabiiri verksmiðjunnar á Akureyri og beint frá verksmiðjunni. Áreiðanlegum kaupendum er geíinn gjaldfrestur, sje mikið keypt í einu. Jón Stefánsson, Akureyri. Hjei* með auglýsist. að jeg um áramótin 1910—1911 legg 6°/o rentu á allar útistandandi skuldir við verslun mína, nema öðruvísi hafi áður verið um samið. Bakkafirði 20. Júní 1910. Halldór Runólfsson. |~ Mestu birgðir af vjelum og verlilíerum til trjesmíða, bestu tegundir, sem til eru. Verð- skrár sendasl, ef um er beðið. C. Th. Xí oin «& Oo., Köbenhavn B. Útboð. Valnsnefnd Reykjavikur óskar eftir tilboðum um lagningu vatnsæðar frá Rauðarárstíg til Laugarnesspítala. Vegalengdin er ca. 1964 metrar, 4 þml. pípur eða 4 þml. og 3 þml. pípur, 4—6 brunahanar, einn 4 þml stopphani. Tilboð má gera með þrennu móti: 1. í skurðgröft, pípur og pípulagningu í einu lagi; alt efni og öll vinna i því fólgin. 2. í skurðgröft eingöngu, og fylling eftir á. 3. i pípur og pípulagningu út af fyrir sig. Óskað er eftir tilboði í tvennu lagi um pípurnar og lagn- ingu þeirra: a. 4 þml., öll lengdin = 1964 metrar. b. að eins 510 metr. íjögra þml. pipur, en 1454 metra þriggja þml. pípur. Ábyrgð verður heimtuð á pípunum fyrir skemdum í 6 mán- uði eftir að verkinu er lokið. — Á vei’kinu verður væntanlega byrjað seinni hluta september þ. á. Tilboð sendist til undimtaðs i seinasta lagi 14. ágúst. Til- boðin verða lesin upp á skrifstofu boi'garstjóra þ. 15. ágúst á há- degi. Nánari uppíýsingar fást hjá undirrituðum. (Heima kl. 3—4 e. h.). Reykjavík 20. júlí 1910. Sig. cTfíoroéésan. Prentsmiðjan Gutenberg. vextir væru tiíkyntir eins og lög mæltu fyrir. Bumbuslátturinn hófst á ný og kallai’i einn gekk fram á sviðið og hrópaði: »Hjer er kominn Bi’jánn riddari frá Bósagiljum og er við þvi búinn að berjast við hvern frjálsborinn riddara, sem taka vill að sjer að heyja við hann einvígi fyrir hönd Gyðinga- stúlkunnar Rebekku ísaksdóttui’, er fengið hefur leyfi til að velja sjer hólm- göngumann, þar sem hún sjálf eigi er fær um að berjast,— og hverjum manni, sem þetta einvigi teksl á hendur, heitir stórmeistari Mustei’isreglunnar,sem hjer er við staddui’, fullu jafni'jetti við mót- stöðumanninn á hólmgönguvellinum og, að fylgt skuli i öllu þeim reglum, er settar eru fyrir heiðarlegum bar- daga«. Pegar kallarinn hafði lokið máli sínu, voru bumburnar aftur barðar, en á eftir varð dauðaþögn, og slóð .svo nokkra stund. »Hingað er enginn kominn til þess að berjast fvrir £iúlkúna«, sagðí stór- meistarinn loks. Svo benti hann kall- aranum, að hann skyldi koma til sín, og mælti: »Fai’ðu til stúlkunnar og segðu henni, að við bíðum þangað til að sól sje komin yíir hádegisstað. En verði þá enn enginn kominn til þess að berjast fyrir hana, þá skuli hún búa sig undir dauðann«. Kallarinn flutti Rebekku þessí boð. Hún hneigði sig auðmjúklega, kross- lagði svo hendurna á brjóstinu og leit til himins. Svona sat hún um stund, en heyrði þá rödd Brjáns riddara rjett hjá sjer. Hann talaði lágt og með hvíslandi rómi, en samt hrökk hún við. »Rebekka«, sagði hann, »heyrirðu til mín?« »Jeg vil ekki heyra til þín, grimmi, samviskulausi maður!« svaraði Rebekka. »Farðu burtu! Þú færð mig ekki enn til þess að játa neinu, sem jeg hef áð- ur neitað. Þó jeg viti, að hjer sjeu alt í kring um mig óvinir, þá álít jeg þig verstan af þeim öllum. Farðu í guðs bænum undir eins burt frá mjer!« Haraldur sá, að Brjánn var farinn að tala við Rebekku, hjelt, að rjettast væri fyrir sig að trufla samtalið, og gekk til þeirra. »Hefur stúlkan játað á sig glæpinn?« sagði hann við Brján, »eða heldur hún enn fast við neitunina?« »Henni verður ekkert þokað«, svar- aði Brjánn. »Þá verður þú, bróðir góður, aftur að fara á þinn stað og híða þar«, sagði Haraldur. »Sólin nálgast nú hádegis- stað. Komdu Brjánn riddari, sómi reglu okkar og bráðum yfirmaður hennar!« Um leið og hann sagði þetta, lagði hann höndina á tauminn á hesti Brjáns, eins og hann ætlaði að teyma hann burtu. »Hræsnisfu!li níðingur!« sagði Brjánn og varð reiður. »Dirfist þú að taka um taumana á hesti mínum!« Siðan reif hann taumana af Haraldi og reið yfir i hinn endann á hólmgöngusvæðinu. »Það er enn skap i honum«, hvísl- aði Haraldur að Konráði, »ef hann er mátulega egndur. En það verður að gerast með gætni«. Nú voi’u tvær stundir liðnar frá þvi, er dómararnir komu á hólmgöngu- völlinn, og enn var enginn kominn þangað til þess að berjast fyrir Re- hekku. En þá sást til riddara úti á sljettunni og fór hann geyst og reið í áttina til mannfjöldans. Kváðu þá við óp til og frá: »Þarna kemur hólm- göngumaðurinn!« — og þegar riddarinn reið inn á sviðið, var honum tekið með fagnaðarópum. En þegar menn gáðu nánar að honum, kom alvöru- svipur á marga. Hestur hans var laf- móður og virtist helst vera uppgefinn af langri reið, og þótt riddarinn reyndi að bera sig vel, var það auðsjeð, að annaðhvort var hann veikur, eða þá mjög þreyttur«. Iiallarinn gekk til riddarans og bað hann að segja nafn sitt. Riddarinn svaraði djarflega, svo að allir máttu heyra: »Jeg er riddari og aðalsmaður og er hingað kominn með vopn og verjur til þess að heyja einvigi fyrir jungfrú Rebekku ísaksdóltur frá Jórvík og sanna með því, að dómur sá, sem feldur liefur verið yfir henni, sje rang- ur og að engu haíandi, og skora jeg hjer með á Brján riddara frá Bósa- giljum til einvígis og tel hann svikara, morðingja og lygara. Þessi orð min vil jeg sanna hjer á vigvellinum með þvi að leggja fram líf mitt gegn lífi hans i nafni guðs og hins heilaga Ge- orgs riddara«. »Þessi ókunni maður verður fyrst að sýna, að hann sje góður og frjáls- borinn riddari«,sagði Haraldur. »Must- erisreglan sendir ekki riddara sína í bardaga við nafnlausa menn«. »Nafn mitt er þektara en þitt, og ætt mín er þinni ætt miklu fremri«, svaraði nýkomni riddarinn og opnaði hjálmgrímu sína. »Jeg er ívar hljú- járn«. »Jeg berst ekki við þig nú«, sagði Brjánn riddari, og var rödd hans und- arlega dimm og hikandi. »Láttu fyrst sár þín gróa, og fáðu þjer belri hest. Þá má vera, að jeg telji það ómaksins vert að berja úr þjer drengjarostann«. »Ha, hæ! Brjánn riddari!« svaraði ívar. »Hefurðu nú gleymt þvi, að þú hefur tvívegis áður legið flatur fyrir þessari burtstöng? Manstu ekki eftír burtreiðunum við Akrakastala og síð- an við Ásbæ nú nýlega? Og manstu ekki eftir stóryrðunum, sem þú hafðir nýlega i höllinni á Rauðuskógum, og gullfestinni, sem þú lagðir fram gegn smáöskju frá mjer og átti að vera veð fyrir þvi, að þú skyldir berjast við Ivar hlújárn ogvinna aftursóma þinn! Nú lýsi jeg þig huglausan aumingja, ef þú berst ekki við mig þegar í stað«. Brjánn leit hikandi á Rebekku, en síðan með heiftartilliti á ívar hlújárn. »Engilsaxneski hundur!« sagði hann, »taktu hurtstöng þína og búðu þig und- ir dauðann, þvi hann verðskuldar þú!« »Leyfir slórmeistarinn mjer að berj- ast?« spurði ívar. »Jeg get ekki neitað þjer um það, ef þú krefst þess og stúlkan velur þig

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.