Lögrétta - 27.07.1910, Blaðsíða 2
138
L0GRJET1 A.
Lögrjetta kemur út á hverjum mið-
vikudegi og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blðð als á ári. Verð: 4 kr. árg.
á fslandl, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli.
framhalðsálil
um skattamál Islands
frá nelnd þeirri, er skipuð var
með konungsúrskurði 2. des.
1907 til þess að endurskoða
skattalög landsins.
Þá er skattamálanefndin, á fundi
19. ág. 1908, afgreiddi tillögur sínar
til stjórnarráðsins, geymdi nefndin
sjer rjett til að taka þær til nánari
athugunar og endurskoðunar eftir
þeim bendingum frá þjóð og þingi,
er síðar kynnu að koma fram. Sam-
kvæmt þessu hefur formaður nefnd-
arinnar, landritari Klemens Jónsson,
með brjefi dags. IO. maí 1910, kvatt
nefndarmenn til að mæta á fundi á
Akureyri 10. júní s. á. — Á tiltekn-
um tíma komu þar auk formanns
að eins tveir nefndarmenn, bæjarfógeti
Guðlaugur Guðmundsson og umboðs-
Ólafur Briem. Umboðsmaður Pjetur
Jónsson mætti ekki fyr en 20. júní
sakir sjúkleika, en kaupmaður Ágúst
Flygenring gat ekki komið á fund-
inn sökum annríkis við atvinnustörf.
Auk endurskoðunar á fyrri tillögum
nefndarinnar, er það einnig verkefni
fundarins, að benda á ráð til þess,
að bæta landsjóði þann tekjumissi,
er hann hlýtur að verða fyrir, þá er
lög þau um aðflutningsbann á áfengi,
er samþykt voru á síðasta þingi,
koma til framkvæmda.
Eftir fundinn í ágúst 1908 var á-
litsskjal nefndarinnar ásamt lagafrum-
vörpum og öðrum fylgiskjölum prent-
að og því útbýtt í alla hreppa á
landinu. Þar að auki tóku blöðin
upp ýms helstu nýmæli í tillögum
nefndarinnar. En fram að þessum
tíma hefur verið næsta lítið rætt eða
ritað um málið. Að undanteknum
nokkrum deilugreinum um sóknar-
gjöld, minnist nefndin ekki nema
tveggja blaðagreina, er önnur birtist
í „Lögrjetti" og hin í „Austra". En
í hvorugri var málið tekið til ræki-
legrar meðferðar, heldur aðeins laus-
lega drepið á einstök atriði. Á þing-
málafundum, er síðan hafa verið
haldnir, hefur skattamálinu ekki held-
ur verið hreyft að neinu ráði. Á al-
þingi 1909 var 7 manna nefnd í
neðri deild falið, að taka það til
íhugunar. En sú nefnd ljet ekki upp
neitt álit, enda var eigi aítlast til, að
neitt af frumvörpum skattamálanefnd-
arinnar yrði borið upp á því þingi
til samþyktar. Samt sem áður var
eitt af tjeðum frumvörpum, um sókn-
argjöld, tekið til meðferðar af þing-
inu og samþykt með nokkrum breyt-
ingum. En með því að frumvarp
þetta var einn liður í samstæðu
skattakerfi, var það með þessu lagi,
þvert á móti tilætlun nefndarinnar,
slitið út úr rjettu sambandi, er það
var lögleitt eitt út af fyrir sig.
Að vísu er nefndin ekki í neinum
vafa um, að tillögur hennar í ýms-
um greinum standi til bóta, enda eru
sumar þeirra þess eðlis, að ekki fæst
full vissa um, hvernig þær gefist í
framkvæmdinni, fyr en reynslan leiðir
það í ljós. Eigi að síður verður
nefndin að halda fast við þá aðal-
stefnu, er liggur til grundvallar fyrir
tiliögum hennar, og hefur að svo
komnu ekki fundið ástæðu til að
breyta þeim í verulegum atriðum.
Um einstakar smærri breytingar þykir
hjer ekki þörf að fjölyrða. Þó skal
það sjerstaklega tekið fram, að nefnd-
in telur rjett, að við væntanlega end-
urskoðun tolllaganna verði tekinupp
í þau óáfeng ávaxtavín með 50 aura
tolli af hverjum potti eða 3 pelum.
Að því er snertir tekjuþurð land-
sjóðs við missi áfengistollsins sam-
kvæmt bannlögunum, getur nefndin
ekki ieitt hjá sjer að láta í ljósi þá
skoðun, að frá fjárhagslegu sjónar-
miði sje ekki hægt að rjettlæta það
tiltæki, að samþykkja Iög, er hafa í
för með sjer jafnmikla skerðingu á
tekjum landsjóðs, án þess jafnframt
að finna og koma sjer saman um
hagkvæma Ieið til að fylla skarðið.
Reyndar gæti hugsast, að eitthvað
mætti spara í sumum útgjaldaliðum
fjárlaganna, og í því efni hefur sjer-
staklega verið bent á framlög til
gufuskipaferða og bátaferða. En svo
einkennilega vill til, að einmitt sá
liður er í síðustu fjárlögum fullum
þriðjungi hærri en eftir áætlun skatta-
málanefndarinnar. Og þar að auki
er meiri hluti þess tillags föstum
samningi bundinn um allmörg ár.
Ennfremur er þess að gæta, að þótt
eitthvað megi spara á einstökum lið-
um, t. d. til nýrra símalagninga, hinna
svonefndu bitlinga o. fl., er á hinn
bóginn hætt við, að örðugt verði að
komast hjá hækkun á öðrum liðum.
Og má í því efni meðal annars benda
á síðustu fjárlög, þar sem aðalupp-
hæð útgjaldanna er talsvert hærri
en áætlun sú, er nefndin lagði til
grundvallar í tillögum sínum.
Samkvæmt tollreikningum fyrir
árið 1909 er upphæð áfengistollsins
kr. 181761,68, og í fjárlögunum fyrir
árin 1910 og 1911 er hann áætlaður
190 þús. kr. á ári, að frádregnum
innleimtulaunum. Þar við bætast
leyfisbrjefagjöld og árgjöld af versl-
un og veitingu áfengra drykkja, sem
í fjárlögunum eru áætluð 12^/a þús.
kr. En aftur á móti ber að taka til-
lit til þess, að eftirleiðis helst óskert-
ur tollur á áfengislausu öli og áfengi,
sem eftir 2. gr. bannlaganna er heim-
ilt að flytja til landsins. Toll af
síðastnefndum vörutegundum er að
vísu örðugt að áætla nákvæmlega,
og er hjer því slept, að nefna nokkra
ákveðna upphæð. En þegar á alt
er litið, má gera ráð fyrir, að ár-
legur tekjumissir af áfengistolli nemi
alt að 200 þús. kr. Til samanburðar
skal þess getið, að í álitsskjali nefnd-
arinnar frá 1908 bls. 25 er gert ráð
fyrir, að tekjumissirinn verði ekki
minni en 100 þús. kr. á ári. En sú
áætlun var bygð á því, að þótt að-
flutningsbann gegn áfengi yrði leitt
í lcg, mundi það ekki verða fyr en
að lengri tíma liðnum, þegar búið
væri að vinna ennþá meira að út-
breiðslu bindindis og þar af leiðandi
takmörkun áfengiskaupa. Til þess
að bæta upp þann stórkostlega tekju-
halla, er hjer ræðir um, sjer nefndin
ekkert annað tiltækilegra ráð, en að
leggja aukið gjald á verslun lands-
ins, eða með öðrum orðum á að-
flutta vöru, og er þar einkum um
þrjá vegi að velja.
Ein leiðin er sú, að taka upp farm-
gjald af aðfluttum vörum á líkan
hátt og gert var ráð fyrir í frum-
varpi því, er borið var upp á síð-
asta þingi. Eftir tjeðu frumvarpi
átti gjaldið að miðast annaðhvort við
þyngd eða rúmmál, eftir því, hvernig
varan væri talin í farmskrá eða
hleðsluskírteini. En um þessi atriði
vantar enn sem komið er ábyggileg-
ar skýrslur, svo að alls ekki er unt
að gera neina sennilega áætlun um
tekjuupphæð af • gjaldi þessu, nje
heldur að fá fullkomið yfirlit yfir,
hvernig það mundi koma niður á
einstakar vörur. Þar að auki gæti
gjaldið með áður greindu fyrirkomu-
lagi komið misjafnt niður á sömu
vörutegundir, og það jafnvel stund-
um af handahófi, þar sem sumar
þeirra, t. d. vefnaðarvörur, eru í
farmskrám skipa ýmist taldar eftir
vigt eða máli. Ennfremur er á það
að líta, að þegar eingöngu væri mið-
að við vigt eða mál, án tillits til,
hver varan er, hlyti gjaldið iðulega
að standa í öfugu hlutfalli við verð-
mæti varanna. Af þessum ástæðum
getur nefndin ekki ráðið til þess, að
umrætt gjald verði lögleitt sem upp-
bót tyrir áfengistoll.
Önnur leiðin er sú, að lögtaka al-
ment verslunargjald, eða verðtoll á
aðfluttum vörum, sem um er rætt í
álitsskjali nefndarinnar frá 1908 bls.
28—29. Auk þeirra ókosta við gjald
þetta, sem þar eru taldir, má nefna
þann, að ef það- er miðað við inn-
kaupsverð, yrði afleiðingin sú, að
kaupmaður, sem náð hefur sjerstökum
happakaupurtt, eða flytti inn Ijelegar
vörur, er hann hefði keypt lágu
verði, en seldi með mikilli fram-
færslu, greiddi tiltölulega lægra gjald
en sá, er seldi vandaðri og dýrari
vörur með miuni ágóða. En sje
aftur á móti miðað við útsöluverð,
er ennþá minni trygging fyrir rjettu
framtali og örðugra að hafa neitt
verulegt eftirlit með því, auk þess
sem þá væri loku fyrir skotið, að
lagt yrði veðband á hinar gjaldskyldu
vörur til tryggingar fyrir greiðslu
gjaldsins. Að öllu samtöldu verður
meiri hluti nefndarinnar, þrátt fyrir
marga kosti, er meðmælendur versl-
unargjaldsins með góðum rökum telja
því til gildis, að halda fast við þá
skoðun, að gjald þetta mundi í fram-
kvæmdinni verða miklum annmörk-
um bundið, og er því mjög svo hik-
andi við, að mæla með því, að það
verðí leitt í lög.
Þá er þriðja leiðin, sú, að hækka
toll á kaffi og sykri. Árið 1909 er
samkvæmt tollreikningum aðflutt:
a. af kaffi og kaffibæti 1007314 pund.
7 aurar af pd. gera kr. 70511,98
b. af sykri og sírópi
3956461 pund.
31/-’ eyrir af pa. gerir — 138476,14
Samtals kr. 208988,12
Þar frá dragast inn-
heimtulaun.........— 4179,76
Eftir kr. 204808,36
Þegar á aðra hlið þess er gætt, að
líkindieru til, að kaffinautnvaxi umleið
og áfengisnautn minkar eða hverfur,
en á hinn bóginn má búast við, að
jafnmikil tollhækkun, sem hjer er um
að ræða, dragi úr kaupum, að minsta
kosti í bráð, mun láta nærri, að til
þess að jafnast á við tekjumissi af
áfengistolli, þyrfti kaffitollur að hækka
um 7 aura á pundi, eða úr 13 upp
í 20 aura á óbrendu kaffi og kaffi-
bæti, og úr 18 upp í 25 aura á
brendu kaffi, en sykurtollur um 3V2
eyri á pundi, eða úr 61/? eyri upp í
10 aura. Slík tollhækkun hlyti yfir-
leitt að verða mjög tilfinnanleg, og
einkum verður hún að teljast var-
hugaverð sökum þess, að hún kemur
tiltölulega þyngst niður á þeim, sem
síst skyldi, fátækum fjölskyldum og
þurrabúðarfólki í kaupstöðum og
sjávarþorpum, sem jafnaðarlega á við
þröng kjör að búa. Á hinn bóginn
hefur tjeð tollhækkun þann mikla
kost, að hún mundi veita vissar
tekjur, án þess að valda neinum örð-
ugleikum við innheimtu, og af þeirri
aðalástæðu verður meiri hluti nefnd-
arinnar að hallast að því, að þetta
sje eftir atvikum tiltækilegasta ráðið
til að tryggja landsjóði nauðsynlegan
tekjuauka.
Jeg Pjetur Jónsson get ekki fylgst
með samncfndarmönnum mínum í
því, að hækkun sú á kaffi og sykur-
tolli, sem að framan er bent á, sje
tiltækilegri en alment verslunargjald,
2°/o af aðfluttum vörum öllum. Jeg
er hræddur um, að boginn sje þegar
fullspentur tneð toll á öltúm' mun-
aðarvörum, sem nokkur vinningur er
að tolla. Og af óbeinum sköttum
teljeg þá hundraðsgjald á aðfluttum
vörum tiltækilegast, þrátt fyrir ann-
marka þess allmikla. Kysi jeg helst,
að það væri miðað við útsöluverð
vara. En jeg sje, að hitt er þó auð-
veldara og aðgengilegra f framkvæmd,
að miða það við svokallað factúru-
verð varanna, þ. e. innkaupsverð á-
samt flutningsgjaldi og kostnaði er-
lendis. Mætti svo til haga, að öll-
um jafnaði, að factúrur yfir vörurnar
í sambandi við farmskrá væru sönn-
unargögn, sem á mætti byggja, og
væri ætíð skylt, að leggja þau fram
ásamt vottorði móttakanda upp á
æru og samvisku um verðhæð þeirra
vara, er hann hafði fengið.
Áður en þessu máli verður ráðið
til lykta, telur nefndin rjett, að borið
sje undir atkvæði alþingiskjósenda,
hvern gjaldmáta þeir helst vilji að-
hyllast, hvort heldur umrædda hækk-
un á kaffi- og sykur-tolli eða versl-
unargjald, er leggist jafnt á allar að-
fluttar vörur og nemi 2°/o af inn-
kaupsverði varanna að viðbættu flutn-
ingsgjaldi og erlendum kostnaði. Það
er því eindregin tillaga nefndarinnar,
að á næsta alþingi verði samþykt
ályktun um, að slík almenn atkvæða-
greiðsla skuli fram fara. Ennfremur
telur nefnc’in sjálfsagt, að framkvæmd
bannlaganna verði frestað, þangað
til þeirri atkvæðagreiðslu er lokið, og
að öðru leyti sjeð fyrir því, að lands-
mönnum verði ekki fyrir þeirra sök
íþyngt með ofþungum skattálögum,
eða fjárhag landsjóðs stofnað f voða.
Tillögur nefndarinnar, gjörðabók
og skjöl þau, er hún hefur haft til
afnota, var formanni falið á hendur
að afgreiða til stjórnarráðsins, og er
þá störfum nefndarinnar lokið.
Akureyri 21. júní 1910.
Kl. Jónsson, Ólafur Briem,
Guðl. Guðmundsson, Pjelur Jónsson.
Quousque tanðem—?
„Hversu lengi ætlar þú, Catilina,
að níðast á þolinmæði vorrif" Það
er næsta eðlilegt, að íslendingar er-
lendis, þegar þeir heyra frjettirnar að
heiman, taki sjer í munn þessi orð
Cicerós gamla. íslendingar eru nú
orðnir svo settir, að þeir verða að
bera kinnroða fyrir stjórn ættjarðar
sinnar, alveg eins og heiðvirðir Ven-
ezúelabúar urðu að gera, meðan
Castró sat þar að völdum. Castró
sölsaði undir sig fjármálin, misbauð
dómsvaldinu, lagði höft á Iöggjafar-
valdið með því að beita gegn því
hervaldi og valdinu, er hann hafði
sem forseti lýðveldisins; loks óving-
aðist hann við útlendar þjóðir, og er
þær reyndu ao rjetta hlut þegna
sinna þar í landi, skaut Castró máli
sínu til þjóðarinnar með því að hræða
hana með útlendum yfirráðum, kitla
þjóðarhrokann og æsa lýðinn. Loks
ofbauð landsbúum; Castró hröklað-
ist úr landi og situr nú í útlegð.
Flest má ilt um Castró segja, en
hann hefur persónulegt hugrekki og
er ekki lífhræddur.
Það eru grundvallarskilyrði fyrir
frelsi, velmegun og þrifum hvers
þjóðfjelags, að hinar þrjár greinar
landstjórnarinnar sjeu virtar og þær
gæti verkahrings síns.
Dómstólarnir hafa komist að þeirri
niðurstöðu, að ráðherrann hafi mis-
beitt framkvæmdarvaldi sínu í banka-
málinu. Það eitt, að gera fjármál
landsins tortryggileg, mundi í hverju
siðuðu landi skoðað glæpi næst, og
ekki síst, þegar það er gert af fram-
kvæmdarvaldinu sjálfu, án góðra og
gildra ástæðna. Að landið hefur
hefur ennþá ekki beðið tjón af því,
sem gerst hefur í bankamálinu, er
ekki ráðherranum að þakka, heldur
heilbrigðri skynsemi manna bæði ut-
an lands oginnan; þeir skilja, hvern-
ig í öllu liggur. Eitt merkt útlent
blað mintist nýlega á íslands banka
og gat þess, að ekki mætti blanda
honum við „þann af forlögunum og
ráðherra Islands hart leikna Lands-
banka“. Og ekki eru öll kurl enn
komin til grafar. Hinn síðasti banka-
reikningur er víst einstakur jafnt í
útlendri sem innlendri bankasögu.
En hvað lengi vilja fslendingar
láta gera gys að sjer?
í „Hof- og Statskalænderen" fyrir
það herrans ár 1910 stendur, að ráð-
herra íslands samkvæmt stöðu sinni
sje forseti landsyfirrjettarins. Á því
sama herrans ári gerir blað það, sem
þessi sami forseti á, móðgandi árás
á þessa stofnun, að því er virðist
með þeim tilgangi, að gera hana
tortryggilega í augum landsmanna,
og meira að segja, þessi sami for-
seti er af tnörgum grunaður um, að
eiga þátt í sjálfri greininni. Jeg hef
ekki sjeð, að hann opinberlega hafi
neitað þeim aðdróttunum, þótt rit-
stjórn blaðsins fyrir sáttanefnd hafi
orðið að kingja hcnni, af því að
hún „vissi ekki til, að greinin væri
á neinum rökum bygðl“ Aumur er
sá fugl, sem í sitt eigið hreiður drít-
ur, segir málshátturinn, og er hjer
eitt hið alvarlegasta dæmi þeirrar
ónáttúru; hjer er tilraun gerð af mál-
gagni stjórnarinnar til að rýra álit dóms-
valdsins, og þar með veikja virðing-
una fyrir lögum og rjettvísi í Iand-
inu. Djúpt er fallið, þó eigi dýpra
sökkvi. En slíka niðurlægingu getur
engin siðuð þjóð þolað.
Hið þjóðkjörna löggjafarvald hefur
kralist aukaþings til að athuga banka-
málið. í stað þess að fara að ósk-
um meiri hluta þingmanna, hefur ráð-
herra beitt valdi því, sem lögin sjálf-
sagt heimila, og neitað að kalla sam-
an aukaþing. En þó hefur hann
ekki þrek sannfæringar og góðrar
samvisku til að standa á eigin fót-
um við neitun sína. Til þess eitt-
hvað að klóra yíir þessa neitun, cr
stjórnarblaðið að flytja traustsvott-
orð til hans hingað og þangað af
landinu frá einhverjum óþektum
mönnum. Hvað má sín álit og óskir
Guðmundar í Svínanesi, Runólfs í
Mykjunési, Sigurðar í Pulu o. fl. um
aukaþing, þegar hinir löglegu þing-
menn krefjast þess? Þeir og aðrir
kjósendur hafa einungis atkvæði um
það mál fyrir milligöngu þingmanna
sinna, en ef ráðgjafinn vill meta meira
óskir þessara manna en þingmanna,
þá er honum innan handar að rjúfa
þingið. Nei, það vill hann ekki,
hann þorir það ekki. En hann þver-
skallast, það þorir hann í bráð, því
að honum þykir frestur á illu best-
ur, — að standa reikningsskap ráðs-
mensku sinnar.
Langt er þetta syndaregistur ráð-
herrans og ekki mikilmannlegt. En
þó er ekki alt talið. Blöðin, þrátt
fyrir mikla galla og marga, eru þó
í landi með þingræði einskonar
gæslustjórar (það orð er nú svo tungu-
tamt) á gerðum og athöfnum stjórn-
arinnar. Ráðherranum er ekki vel
við gæslustjóra, eins og þjóðkunn-
ugt er orðið, og nú vill hann einn-
ig ráða þessa af dögum; honum þyk-
ir þeir hafa gætt of vel gerða hans.
Ef orðinu hallar, þýtur hann í hegn-
ingarlögin og flýr á náðir þess dóms-
valds, sem blað hans hefur reynt að
sverta og gera tortryggilegt. En
þessa gæslustjóra getur hann ekki
sett af, nema hann afnemi stjórnar-
skrá og prentfrelsi. En það hvorki
þorir nje getur Björn frá Djúpadal.
Sú þjóð, sem þennan ráðherra hef-
ur, þykist vilja verða fyllilega sjálf-
stæð og vill fá samkend annara
þjóða í sjálfstæðisbaráttu sinni; send-
ir hún því, eða ráðherrann fyrir hana,
erindreka, dularklæddan þó, til út-
landa í mynd (auðvitað hrygðar-
mynd) „Dauðastundar“-skáldsins írá
Vogi. Þessi „utanríkisráðherra" virð-
ist líkur þeim, sem heima sítur og
sendi hann — fjc er jafnan fóstra
líkt —, því að nú berast raddir úr
ýmsum áttum um það, að hann
reynist aumasti gasprari, sem ekki
geri annað en gorta af frægð fram-
liðinna forfeðra; síðustu fregnir segja
hann sitja hjá Dönum við Eyrar-
sund, tilað „drepatímann" þarupp á
landsins kostnað; Danir láti sem
þeir heyri hann eigi nje sjái — af
vorkunnsemi við landann.
Og halda menn svo, að vegurinn
til sjálfsforræðis liggi gegnum þenna
djúpa dal og dauðans skugga?
Peregrinus.
„Svarta höndiu“. Svo er nefnt
bófafjelag eitt alræmt í New York.
Nýlega heimtaði það 8000 dl. af
ítölskum lækni þar í borginni, en
fjekk ekki. Þá var stolið 4 ára göml-
um syni læknisins. Bifreið nam stað-
ar skamt frá heimili drengsins, þar
sem hann var að leika sjer með fleiri
börnum; út úr henni stigu tveir mcnn,
gengu til drengsins, tóku hann og
óku burt með hann. Lögreglunni
var auðvitað skýrt frá hvarfinu og
hún hóf Ieit eftir barninu. Læknir-
inn vildi nú borga það, sem af hon-
um hafði verið heimtað, ef hann
fengi barnið aftur, en því fylgdi nú
nýtt skilyrði frá »Svörtu höndinni",
það, að hann sæi um, að lögreglan
skifti sjer ekki framar af málinu. Svo
fjekk hann tilkynningu um, að barnið
væri dautt og jafnframt hótun um,
að yngra barn hans, 7 mánaða gam-
alt, skyldi fara sömu leið, ef hann
ljeti ekki peningana. Fjelagið kvað
ætla, að læknir þessi eigi einhvern
þátt í því, að formaður þess var
handsamaður fyrir nokkru á Sikiley.
Loftskeyti. Norskur maður, Hov-
land að nafni, kapteinn í sjóltðinu
norska, kvað hafa gert merkilega
uppgötvun, sem snertir loftskeyta-
sendingar og miðar að því, að eigi
náist skeytin á önnur verkfæri en
þau, sem ætlað er að taka við þcim,
Hann er nú að sýna uppgötvunina
til og frá í stórborgunum og kvað
hún reynast vel.