Lögrétta - 27.07.1910, Blaðsíða 3
L0GRJETTA.
139
ytð/lutningsbamiið.
Svar til Halldórs Jónssonar
eftir
Ágúst Bjarnason.
III.
Kóryillan.
Þá komum við að þessum for-
kostulega kafla, er H.J. nefnir „Kór-
villu andbanninga", en er náttúrlega
ein ósiitin heljar-kórvilla sjálts hans.
Kostulegri verður kafli þessi fyrir
það, að þar íklæðist H. J. hertýgj-
um „vísindamensku" sinnar til þess
að sanna — hvað? — Já, honum
gremst það mikillega við oss and-
banninga, að við skulum halda þeim
djeskolla fram — sem auðvitað er
deginum ljósara! — að drykkjuhvöt-
in sje undirrót áfengisbölsins. Hon-
um er meinilla við þetta. Hann vill,
til þess að rjettlæta útrýmingu áfeng-
isins og fá hæfilega undirstöðu undir
bannlögin, halda því fram, að áfeng-
ið sjálft sje undirrót áfengisbölsins,
en til þess þarí hann eiginlega að
sanna, að áfengið sje lifandi sótt-
kveykja, er sæki á menn og í, og að
fýsnin, freistingin, sje þess alls ekki
valdandi, að menn drekka.
£n öll þessi „vísindamenska" Hall-
dórs er hákómisk, hvort heldur hann
leikur líffræðinginn eða sálarfræðing-
inn. Hún minnir helst á manninn,
sem ætlaði að fara að smíða exi, en
smíðaði — tóm axarsköft!
En hlustum nú með hæfilegri „and-
akt" á þessi Halldórs-vísindi og hinar
ægilegu sannanir hans.
Fyrst líkir H. J. áfenginu við
berklagerla og dregur margar sam-
lfkingar út úr því, rjett eins og áfeng-
ið væri lifandi sóttkveykja, er sækti
á menn og sýkti þá. Þó telur hann
áfengið það verra en gerlana, að
þeir svifti menn þó ekki vitinu, nje
heldur, eins og áfengið — „reki í sak-
lausa menn hnífa, nje hvolfi bátum
undir saklausum mönnum og drekki
þeim o. s. frv". — Það má vera meiri
kynjaveran, þetta kvika áfengi Hall-
dórs, er aðhefst svo furðulega hluti!
En H. J. er sjaldnast stöðugur á
vísindarásinni, og í næstu greininni
fara að renna á hann tvær grímur
út af því, að hann hefur heyrt gár-
ungana skopast að þvf, að áfengið
væri nú orðið að—lifandiveru! En
H. deyr ekki ráðalaus, og fer hann
nú að reyna að klóra yfir fyrri grein-
ina og — eins og hans er venja —-
skella skuldinni á aumingja andbann-
ingana. Og hvernig haldið þið svo,
að hann komist út úr klípunni? Jú,
með því að segja, að skoðanabræð-
ur þeirra — Forngrikkir! — hafi gert
vínið að — guðinum Bakkus! Þess
vcgna telur hann það „ógnar mein-
bægni" við sig, að meina sjer að
halda því fram, að áfengið sje — sótt-
kveykja.
Ljómandi væri nú gaman, efhægt
væri að búa til mynd af reglulegum
berklagerli og hinni ímynduðu veru
Bakkusi, hvoru við hliðina á öðru,
svo að menn gætu sjeð, hversu lík-
ingar og rökfylgi H. J. er sláandi!
En höfum oss nú hæga, því að
nú hvessir H. J. raustina og ætlar að
láta skríða til skarar: — „í öðru lagi
skal vekja alvarlegt athygli andbann-
inga á því“, segir hann af miklum
móð, — „að verkanir sumra þeirra
(þ. e. gerlanna) eru ætíð skaðsam-
legar. Og af því að áfengið hefur
ætíð skaðsamlegar verkanir ... þá er
þar með fenginn . .. grundvöllurinn
undir bannlögunum". í næstu grein
upplýsir H. J. þó, að áfengið geti
verið „gagnlegt sem læknislyf", og
er þá búinn að gleyma þeirri stað-
hæfing sinni, að verkanir þess sjeu
„ætíð skaðsamlegar". — Samkvæmn-
in alt af söm og jöfn!
En sleppum því og lítum á rök-
semdina. Vjer andbanningar viður-
urkennum fúslega, að vínið geti ver-
ið „skaðsamlegt", sje þess neytt í
ríkum mæli og að staðaldri; en
sje þess neytt í hófi, sjáum
vjer ekki, að það hafi neinar
skaðlegar verkanir. Þess vegna er
grundvöllurinn undir bannlögunum
ekki fenginn með þessari staðhæf-
ingu H. J.
En hlustum nú á manninn áfram,
því að nú fer hann að lýsa áfengis-
mynduninni til þess að sanna, að
það sje „eiturvökvi" og gerir hann
þetta náttúrlega mjög svo fagurlega
og hávísindalega(!) — „Alt áfengi er
baEteríuvökvi —- ef til vill saurindi
úr bakteríum". Þær — „lifa hátt (í
vínberjaleginum) í fáeina sólarhringa,
„æxlast" og tímgast, háma í sig syk-
urinn, gera þar „öll sín stykki" og
gera vínviðarlöginn svo eitraðan, að
þau sjálf — Iifandi kvikindin, deyja
í honum. En þá er lögurinn orðinn
svo breyttur, að hann þá inniheldur
óteljandi skrokka af dauðum bakterí-
um og mikið áfengi. Þessi súpa heit-
ir: hinn Ijúffengi goðadrykkur, ekta,
ósvikið, áfengt þrúguvín".
Jeg er nú ekki mjög mikið inni í
gerlafræðinni, nje gerun áfengra
drykkja, en svo mikið veit jeg þó,
að þessi „saurinda-súpa" Halldórs er
helst til mikill skáldskapur.
Gerlarnir eru einfrumaðar jurtir, er
hafa í sjer gerðarefni, er hingað til
hafa ekki verið talin ncin saurindi,
cn þau hleypa gerun í vökvann.
Ekki „æxlast" heldur jurtir þessar
nje tímgast, heldur skjóta þær frjó-
öngum, er síðan losna við jurtina og
verða að sjálfstæðum verum. Ekki
heldur gera þær „öll sín stykki" í
vökvann, því að engin eru þarfagöng-
in, hvað þá heldur meir, en gerðar-
vökvinn síast út um líkama þeirra.
Það eitt er rjett hjá H., að gerða-
svepparnir þola ekki mikið af gerð-
arefni þessu utan að sjer og deyja
því. En það sannar alls ekki, að
vökvinn sje eitraður fyrir aðrar lif-
andi verur, eins ogsjá má af því, að
ein tegund gerðarsveppa getur tekið
við af annari og lifað „hátt", eins og
H. segir, þangað til hennar vessar
drepa hana. Gerðarsvepparnir deyja
eingöngu af því, að gerðarefnið, með
því að koma aftur utan að og inn í
líkamann, teppir og tekur loks alveg
fyrir efnabreytinguna í líkama þeirra.
„Skrokkarnir", sem H. kallar, eða
gerðin er sluð frá eða sest á botn-
inn, svo að eftir verður hreinn og
tær geraður jurtasafi. Svona segja
nú vísindin óhlutdrægt frá áfengis-
mynduninni.
En H. J. hefur sjálfsagt ætlað að
skapa viðbjóð hjá mönnum á víninu,
og er það ekki nema vorkunn góð-
templara, sem er horfinn frá sinni
fyrri „villu". En — röksemdin er
alt um það mjög svo bág. Því að
ætti áfengið að vera eitrað af þvi,
að áfengisgerlarnir deyja í því, þá
ætti t. d. brauðið, sem maður borð-
ar dagsdaglega, að vera eitrað, því
að nákvæmlega sama gerunin fer
fram við brauðgerðina, og ekki vill
H. þó banna mönnum brauðið með
lögum. En — þar jetur hann þó
„skrokkana" með! Svona er sam-
kvæmnin og rökfylgið í templara-
vísindunum.
En H. gefst nú ekki upp við svo
búið; hann vill nú meira að segja
gera það líklegt, að áfengið stökkvi
á menn, og ef það ekki geti það
fullkomlega, þá ýti bófarnir — and-
banningarnir! — undir með eftirdæmi
sínu og fortölum til þess að hjálpa
því ofan í náungann. Því að það er
„gersamlega rangt", segir H., að
hvöt mannsins sjálfs sje því valdandi.
Áfengishvötin er sem sje ekki mann-
inum meðfædd, ergo — hefur áfeng-
ið búið hana til. Þetta viðurkenna
líka allir líffræðingar“,segir Halldór.
Onei, Halldór minn; ekki þeir líf-
fræðingar, sem kunna að hugsa rjett
og vita eitthvað meir en þetta í sál-
arfræði. Fýsninn yfirleitt, t. d. fýsn-
in til að viðhalda lífinu, fýsniníþað,
sem þykir gott og ljúffengt, er mann-
inurn meðsköpuð. En svo eru það
skynjanir manns í lífinu og ílanganir
þær, sem af þeim spretta, er móta
fýsnina og gera hana smámsáman að
sjerstökum hvötum. Fýsnin eða freist-
ingin til þess að drekka er þannig í
fyrstu ekki annað en freistnin til þess
að njóta þess, er þykir gott og ljúf-
fengt. En svo æsir stöðug áfengis-
nautn fýsn þessa, beinir henni í sjer-
staka átt og fyrir vanann og áhrif
áfengisins á líkamsvefinn getur hún
orðið að drykkjumannsástríðu. Það
er því augljóst, að fýsnin er adal-
orsök áfengisástríðunnar eins og allra
annara mannlegra hvata, og að not-
kun áfengisins, en ekki áfengið sjálft,
er það, sem gerir hana að sjerstakri
hvöt.
En með þessu komum við loks að
því, sem eiginlega er deiluefnið í
þessum kafla. Andbanningar segja,
að ílöngunin, fýsnin og notkun áfeng-
isins sje undirrót áfengisbölsins; en,
H. J. og líklegast nokkrir templarar
meðhonum.halda því fram, að áfengið
sjálft sje undirrót þess.
Vilji maður nú reyna að skilja,
hvað þeir meina með þessu, þá halda
þeir þessu líklegast fram af þvf, að
líffræðingarnir segja, að áfengið, eins
og önnur narkótisk efni, hafi þau
áhrif á Iíkamsvefina, að ástríðan æs-
ist æ meir og meir við sífelda not-
kun. Og þetta er rjett. En hugs-
anrjett afleiðing af því er, að áfeng-
ið sje í hæsta lagi meðverkandi or-
s'ök til þess að auka áfengisbölið.
Aðalorsökin verður auðvitað: fýsnin
sjálf og sífeld notkun áfengisins, því
— ef enginn freistaðist til eða fýst-
ist í að drekka, þá væri auðvitað
ekkert áfengisböl til, enda þótt heim-
urinn væri annars fullur af áfengi.
En þessi augljósi sannleikur styrk-
ir svo aftur málstað vorn andbann-
inga, að alt sje undir því komið að
draga úr sjálfri fýsninni til áfengis-
ins og eyða henni helst alveg. En
beinasti vegurinn til þess hyggjum
vjer að sje fræðslan um skaðsemi
ofdrykkjunnar og frjáls bindindissam-
tök. Aftur á móti halda bannmenn
því fram, að bannleiðin sje öruggust.
En að vorri hyggju er hún hvorki
örugg, nje heldur tekur hún fyrir
fýsnina í áfengið, heldur eykur hún
jafnvel freistinguna og spillir sið-
ferði manna, Þar skiljast með oss
leiðir og þar hefst baráttan.
____________ (Frh.).
Reykjavlk.
Bæjarstjórnin. Fundur 21. júlí.
Lesið upp brjef frá meðlimum Sjúkra-
hússfjelags Reykjavíkur, sem nú eru
á lífi, dr. J. Jónassen fyrv. landlækni,
M. Stephensen fyrv. landshöfðingja
og B. M. Ólsen prófessor, þar sem
þeir bjóða bæjarstjórninni að taka
við sem gjöf frá fjelaginu öllum
eignum þess, en þær telja þeir nú
vera 21,324 kr., en með skilyrðum,
sem talin eru upp í brjefinu, þar á
meðal því, að samþykt sje skipulags-
skrá, er fylgdi brjefinu, og farið eftir
henni í öllum greinum. Bæjarstjórnin
kaus í nefnd til að athuga málið og
gera tillögur um það: Jón Jensson,
Kl. Jónsson og H. Jónsson.
Runólfi Pjeturssyni lögregluþjóni
veittur 60 kr. styrkur til einkennis-
búnings.
Samþ. brunabótav. á húsi Hjálm-
týs Sigurðssonar við Lækjargötu
1860 kr.
Formaður vakti athygli á því, að
maður sá, er fengið hefur Eífersey
leigða í ár til slægna, hafi leigt hana
öðrum til beitar fyrir hross. Svohlj.
ályktun var samþykt: „Fundurinn
skorar á borgarstjóra að rannsaka
tafarlaust, hvort skilmálar fyrir leigu
Efferseyjar heimili hrossabeit þá, er
þar hefur átt sjer stað, og koma í
veg fyrir, að eyjan verði notuð til
skemda af leigjendunum, eins og nú
undanfarna daga.
Heiðursfjelagi hefur vjelameistar-
inn á „Botníu", Th. Jensen, verið
gerður nýlega í vjelfræðingaíjelaginu
hjer í Reykjavík, í þakklætis og við-
urkenningarskyni fyrir góðvild hans
í garð fjelagsins og ýmiskonar störf
til styrktar og hags fyrir það.
Hjónaband. Síðastl. föstudag gift-
ust hjer f bænum Magnús Pjetursson
læknir Strandamanna og frk. Þor-
björg Sighvatsdóttir bankastjóra.
»Ingólfar« bilar. 23. þ. m. lagði
Flóabáturinn „Ingólfur" á stað í
skemtiför hjeðan til Vestmannaeyja
með nál. 40 manns, en vjeíin bilaði
skamt frá Keflavík, svo að förin varð
ekki lengri. Þangað sótti björgunar-
skipið „Geir" „Ingólf" og dró hann
inn hingað á höfnina, en bilunin var
smávægileg og var fljótlega bætt.
Landritari kom heim frá skatta-
málanefndarfundinum snemma í síð-
astl. viku.
Frá. lítlöndnm eru nýkomin Einar
Benediktsson fyrv. sýslum. og frú
hans og M. Blöndahl alþm.
ekki enskur þegn. Annars mundi eins
hafa farið fyrir þjer. Bæði Haraldur
og Filippus bróðir hans í Malarási
verða litlátnir áður en þessi vika er
á enda«.
»Jeg mótmæli þeim dómi«, sagði
stórmeislarinn.
»Það gagnar ekki, stórmeistari«, svar-
aði konungur. »Líttu upp, og þáget-
urðu sjeð, að konungsfáni Englands
blaktir nú yfir klausturturni þínum í
slað Musterisreglu-merkisins. Farðu
varlega, Lúkas stórmeistari, því allur
mótþrói er árangurslaus. Nú er hönd
þín i gini ljónsins«.
»Jeg ber sakir á þig í Róm fyrir of-
beldi gegn reglu okkar«, sagði stór-
meistarinn. Slíkl verður aldrei þol-
aðl — Góðir bræður, syngið nú sálm-
inn: Quare fremuerunt gentes. Ridd-
arar, sveinar og þjónar hins helga
musteris, fylgið allir merki reglunnar!«
Að svo niæltu gal' stórmeistarinn
merki til burtfarar án þess að biða
svars. Hljóðfæraflokkur musterisridd-
aranna ljek auslurlenskt hergöngulag,
og svo riðu þeir burtu, en ljetu hest-
ana ganga eins hægt og þeim var frant-
ast unt, til þess að sýna, að það væri
boð stórmeistarans, sem þeir hlýddu,
er þeir viku burt af vellinum, en ekki
hitt, að þeir óttuðust ofureflið, sem i
móti var.
Rebekka sá ekki nje heyrði nema
lítið af því, sem fram íór. Umskiftin
voru svo snögg, að hún gat varla átt-
uð sig á þeim. En nú var faðir henn-
ar kominn, og þá rankaði hún við sjer.
»Við skulum koma, elsku dóttir miil,
og íleygja okkur tyi’ir fætur unga
mannsins, sem hefur frelsað þig«, sagði
hann.
»Nei, nei!« svaraði Rebekka; »jeg
get ekki talað við hann eins og nú
stendur. Við skulum heldur fara burt
hjeðan undir eins«.
Höíuðathygli áhorfendanna hafði alt
tii þessa hvílt á Rebekku. En eftir
komu svarta riddarans snerist hún að
honum. »Lengi lifi Ríkharður ljóns-
hjarta!« var kallað af óteljandi tung-
um. »Niður mcð musterisriddarana!«
»Hvað er að frjetta frá Jórvík, jarl
minn góðurV« sagði ívar hlújárn við
Hinrik jarl. »Bíða uppreisnarmenn-
irnir okkar þar?«
»Nei, þeir hafa hjaðnað niður eins og
lausamjöll íyrir sól og eru nú komnir
sinn i hverja áttina«, svaraði jarlinn.
»Jóhann prins kom sjálfur til okkar með
frjettir af þvi, að allur sá leikur væri
úti«.
»Sá argi og óþakkláti svikari!« sagði
ívar. »Ljet ekki Ríkharður kasta hon-
um í fangelsi ?«
»Jú, auðvitað«, svaraði jarlinn. »En
það var nú samt öðru nær. Hann
tók á móti honum eins og þeir hefðu
hitsl á veiðiför, benti á riddarasveitina,
sem með okkur var og sagði: »Þú
getur sjeð, bróðir sæll, að jeg er ekki
alveg liðlaus. Það er nú best fyrir
þig, að fara til móður okkar, færa
henni kveðju og halda þig hjá henni
þangað til æsingarnar fara að sefast««.
»Var þetta alt, sem milli þeirra
2:
fór?« spUi'ði ívar. »Það er sannmæli,
að Ríkharður egnir menn til mótstöðu
við sig með meinleysinu!«
»Já, það er rjett«, svaraði jarlinn,
»eins og hitt, að sá maður virðist leita
dauðans, sem leggur út i einvigi hættu-
lega sár«.
Þetta spaugsyrði fyrirgef jeg þjer,
jarl«, sagði ívar. »En sá er þó mun-
urinn, að jeg hætti aðeins mínu lifi,
en Ríkharður leikur sjer með heill
rikisins«.
»Þeir,sem lítið skeyta um heill sjálfra
sín, hugsa sjaldnast mikið um heill
annara«, svaraði jariinn. »En nú skul-
um við flýta okkur til kastalans, því
Ríkharður ætlar að hegna sumum af
þeim, sem átt hafa þátt i samsærinu
gegn lionum, þótt hann hafi fyrirgcfið
aðalleiðtoganum«.
»En það var þó gott, að konungur-
iun skyldi reynast svo aðgætinn, að
hafa þig og þetta fylgdarlið með sjer
hingað«, sagði ívar.
Jarlinn brosti og hristi höfuðið.
»Dettur þjer í hug, að hann hafi beð-
ið mig að koma hingað með sjer?«
sagði hann. »Jeg var á leið til Jór-
vikur með þennan flokk, þvi jeg hafði
hevrt, að Jóhann prins væri að safna
að sjer mönnum. Svo rakst jeg á
Ríkharð konung af tilviljun. Hann
var á leið hingað og ætlaði að berjast
hjer í dag fyrir gyðingastúlkuna. Jeg
slóst þá i för með honum með flokk
minn«.
»En hverjum ætlar hann að hegna?«
spurði ívar.
1
Hinrik jarl gekk með honum tií
hliðar og lalaði við hann í hljóði um ‘
stund.
En af handriti, sem söguritarinn
hefur til eftirsjónar og skýrir frá rjett-
arransóknunum út af þessum málum,
virðist það ljóst, að Breki riddari haíi
komist yfir til Frakklands og gengið í
þjónustu Filippusar konungs. Þar á
móti voru þeir Filippus i Malarási og
Haraldur bróðir hans báðir liflátnir,
en Valdimar Orrason, sem var aðal-
maðurinn i sæmsærinu, var gerður úl-
lægur. Jóhann prins, sem all var fyr-
ir gert, fjekk ekki svo mikið sem of-
anígjöf hjá bróðir sínum fyrir þá hlut-
deild, sem hann átti í öllu saman.
Svo mildur maður og sáttfús var Rík-
harður konungur ljónshjarta.
Enginn harmaði forlög þeirra Mal-
arásbræðra og þóttn þeir fullkomlega
hafa verðskuldað dauðahegningu, því
þeir voru bæði undirförulir menn og
grimmir og höfðu sýnt mörgum manni
ofbeldi og ofstopa.
Skömmu eftir einvigið hjá Hlöðu-
klaustri var Siðríkur í Rauðuskógum
kallaður til hirðar Rikharðs konungs.
Konungur sat þá i Jórvik til þess að
koma aftur kvrð á í hjeruðum þar í
kring, því Jóhann prins átti þar aðal-
styrk sinn. Siðríkur tók kölluninni
íálega, en þó fór hann. Sannleikurinn
var sá, að allar vonir voru dánar hjá
honum um það, að hann mundi fá
endurreist ríki Engilsaxa, eftir að Rík-
harður konungur var heim kominn.
Við borgarastríðið, sem Jóhann prins