Lögrétta - 24.08.1910, Side 4
156
L0GRJET1 A.
,Hölar‘
fara frá Kaupmannahöfn 0.
sept. til Austur- og Noröur-
landsins.
yi|greiðsla „Ijins sam. gu|uskipa|jelags“.
'AMKVÆMT ákvörðun íundar í heilsuhælisdeild Reykjavikur
15. þ. m. er hjer með skorað á alla Qelagsmenn, sem vilja greiða ije-
lagsgjöld sin, áður en ný stjórn verður kosin, svo og þá, er kynnu að
vilja láta gjaflr af hendi rakna til tjelagsins, að greiða það lil gjaldkera
yfirstjórnarinnar, hr. bankastjóra Sighvatar Bjarnasonar, eða, meðan
hann er fjarverandi, herra cand. juris H. Thorsteinson, en eigi til for-
manns deildarinnar hjer, hr. læknis Þórðar Thoroddsen.
Reykjavík, 20. ágúst 1910.
Kl. Jónsson.
0TT0 MBNSTEDs
dan$ka smjörliht er be^h
Biðjið um legundírnar
,Sóley’* „ Ingóífur " „ Hehla ” eða Jsafold'
Smjörlibið fœ$Y e\nungi$ frd:
Ofto Mönsled h/f. s
Kaupmannahöfn oð/fro5um
______i Panmörku.____
yrði ekki ofmikil fyrirferðar, þá finst
mjer, að það gæti komið betur niður.
Sjeu nokkur lýti á átgáfu bókar-
innar, þá eru það þau, að of mikið beii
á pappírnum auðum. Upphöf og
niðurlög gera ekkert gagn — tilvís-
anir einar gátu verið eins glöggar —
en eyða miklu rámi. Samkvæmni
eigi heldur í þessu tilliti, því að tví-
prentað er á öðrum stöðum hið sama,
og jafnvel prentað úr Sálmabókinni
það, sem söfnuði er þó ætlað að
syngja. Bókin hefði getað verið
hæfilega lítil með nægilega stóru og
breyttu letri, þótt hún hefði pistla og
guðspjöll. Jeg hef samkskonar kver
fyrir mjer sænskt, með ótrúlega miklu
letri og greinilegu. Allir vita, hve
Svíar eru snyrtinæmir í bókagerð.
Leturbreyting er með mestu sam-
kvæmni á allri efnisskipun bókar-
innar; tæplega eins, að mjer virðist
á lesköflunum. — — Og loksins
geðjast mjer vel að „hornótta letr-
inu“. Fyrst jeg tel mjer vansalaust,
að bera klæði auglýst í vöruskránni,
sem prentuð var með því, með helgi-
siðabókina í höndum og á helgum
stað, þá get jeg ekki fundið að því,
þótt sama letrið skreyti báðar.
Svo hefur nú þessi nefndin gengið
frá starfi sínu. Þökk sje henni, að
vjer eigum nú miklu betri helgisiða-
bók og handbók presta en áður.
Sjerhver vinur kirkju vorrar mun
óska af hjarta, að það með öðru
styrki þjóð vora í að finna, að hin
sanna guðsþjónusta er eigi fyrst og
fremst játning varanna, heldur andi
og líf í samfjelagi við Jesúm Krist,
og í dæmi hans, en að þá getur sá
andi eigi heldur verið án játningar.
— „Tungunni er tamast það, sem
hjartanu er kærast".
Og áfram skal halda. Eina nefnd-
ina ætti biskup að kveðja til starfa:
endurskoðunarnefnd kirkjusöngsins
vors og helgihaldssöngsins alls. Jeg á
mjer víst, að þar sje hægt að vinna
mikið kirkju vorri til uppbyggingar
og bókmentum vorum og þjóðerni
til prýði og sæmdar.
Máske meira um það síðar.
Ritað í júlímánuði.
Sigtryggur Guðlaugsson.
Brúnn heatur, mark: standfjöður
og biti framan hægra, hvarf í síðastl.
viku úr Skólavörðuholtinu við Reykja-
vlk. Finnandi geri svo vel að skila ann-
að hvort í Þingholtsstræti 3, Reykjavfk,
eða að Strýtu í Ölfusi.
Koddaver fundið o. fl. á göt-
unum. Áfgreiðslan vísar á.
af vænum dilkum
úr KjÓSÍllllÍ
hjá
Sláturjjel. Suðurlanðs.
Nýprentað :
St. G. Stephánsson: And-
vökur III. Ljóðmæli.
Jón Trausti: Heiðarbýlið III.
Fylgsnið.
Fæst hjá bóksölum.
Aðalumboðssala í bókaverslun
Arinbjarnar Sveinbjarnarsonar,
Laugaveg 41.
Riklingur
nýkominn til
J. Zimsen.
Tapast hefur 13. þ. m. milli Kópa-
vogs og Reykjavíkur böggull með svörtu
sumarsjali og reiðpilsi. Finnandi er beð-
inn að skila bögglinum í Ingólfsstræti 18.
Tapast hafa þrír kanarífuglar, einn
gulur og tveir flekkóttir. Finnandi er
beðinn að skila á Laufásveg nr. 6.
fæst daglega hjá
Siggeir íorjasyni.
Ágœt hagbelt f nánd við bæinn,
fyrir 12—15 hesta, fæst leigð yfir næsta
mánuð, sept. Semjið við Jón frá Vaðnesi.
jjrjej páls jyielsteðs.
Með því að í ráði er að gefnar
verði út endurminningar Páls sagna-
ritara Melsteðs og eitthvað fleira,
sem eftir hann liggur, svo sem úr-
val úr brjefum hans, leyfi jeg mjer
virðingarfylst að mælast til þess, að
þeir, sem kynnu að hafa í höndum
brjef frá Páli Melsteð eða einhver
skjöl eða skilríki, sem snerta æfi
hans, vildu gera svo vel að ljá mjer
þau til afnota.
Þeir, sem vilja verða við þessum
tilmælum mínum, eru beðnir um að
gera svo vel að senda mjer brjefin
til afnota, eða að gera mjer aðvart
um þau. Heimili mitt er: Kaup-
mannahöfn, Ole Suhrsgata 14.
St. í Reykjavík 20. ágúst 1910.
Bogi Th. Melsteð.
Sökum ýmsra óþæginda
af því að eiga samheiti við aðra, tek
jeg, Kristín Jónsdóttir straukona, upp
undirritað nafn.
Kristín J. Hagbarð.
Laugaveg 46. Reykjavík.
Prentsmiðjan Gutenberg.
Tveir hestar tapast.
Rauður foli 4 vetra, með hvíta stjörnu í
enni og lítið lauf á nös, með snúna hófa á
framfótum — og jarpskjóttur foli 3. vetra;
var ójárnaður á afturfæti, að öðru leyti al-
járnaðir, mark: heilhamrað hægra á báð-
um hestunum. Hvar sem þessir hestar
kynnu að sjást, eru menn vinsamlegast
beðnir að taka þá til hirðingar, og við
fyrsta tækifæri að koma þeim með góðri
ferð eða gera boð af þeim að Skógtjörn
á Álftanesi, mót sanngjarnri borgun.
Skógtjörn 22. ágúst 1910.
Magnús Jónsson
Skaptfellingur.
Til lelgu herbergi fyrir einhl. á
Bókhlöðustíg ii.
Tvö herbergi, fyrir einhleypa, til
leigu frá 1. okt. á Lindargötu 34. Einnig
trjesmíðaverkstæði.
Besta
selur
jes Zimsen.
Ilamburg
W. v. Essen & W. Jacoby.
(Eigandi Waldemar v. Essen. Stofnad 1869).
Vðruafgreiðsla. Skipaafgreiðsla. Vátrygging.
Meðmæli: Die Deutsohe Bank.
hafa hvergi annað eins feikna-úrval af
Spariíötiirn Ferdafötum.
Einkar hentug og Ijett eru Impregnerede HermannafÖt (Stormföt).
Herdapohar, ljettir og hentugir, frá 2,70—5,00.
TVJ3: Nýttl Nýttl Regnleggjahlífar , ljettar og mjög hent-
ugar, áreiðanlega vatnsheldar; verð: kr. 1,75—5,00.
Brauns verslun „Hamburg-11
Aðalstræti 9.
10 11
þeir þeystu allir i áttina, sem stúlkan
varð að hafa farið til þess að komast
heim til sín. Þá er þeir voru komnir
nokkurn kipp áleiðis, rákust þeir á
einn af varðsveinunum, sem vaka um
nætur yfir hjörðum sfnum á þessum
slóðum. En maðurinn var þá, eftir
því sem sagt er, svo óttasleginn, að
hann gat fyrst engu orði svarað, en
loksins höfðu þeir þó upp úr honum,
að hann hefði sjeð stúlku-aumingjann
og hundana á eftir henni.
»En jeg hef sjeð meira en það«,
bætti hann við. »Hugi Baskerville
reið hjer fram hjá á Brún sínum, en
á hælunum á honum rann hundur
þegjandi, ef hund skyldi kalla, svo
ógurleg ófreskja og voðaleg, að jeg
vildi óska þess af alhuga, að önnur
eins óvættur elti mig aldrei á minni
æfi«.
Stallbræðurnir blótuðu varðsveinin-
um og riðu áfram. En er þeir voru
komnir spölkorn, varð þeim svo hverft
við, að þeim rann kalt vatn milli
skinns og hörunds; brúni hesturinn
hans Huga hljóp á harða spretti fram
hjá þeim, allur i einu löðri, með taum-
ana niðri og tóman hnakkinn. Þá
drógu drykkjusvolarnir sig saman í
þjettan hnapp, því að ógurleg skelfing
kom á þá alla í einu. Þeir hjeldu þó
áfram ferðinni, en samt hefði hver
þeirra, ef aleinn hefði verið, snúið
óðara við hestinum og hleypt annan
veg. Þeir riðu svo hægt og hægt og
náðu loks hundunum, sem stóðu skjálf-
andi hver hjá öðrum efst uppi á lítilli
hæð á heiðinni. Sumir þeirra snaut-
uðu nú burt, en sumir stóðu í sömu
sporum og störðu með hárin út í loftið
og glentar glyrnurnar ofan í mjótt dal-
verpi og flöt, sem lá fyrir framan þá.
Riddararnir námu þá staðar, ólíkt
ódruknari en áður, er þeir lögðu á
stað, eins og nærri má geta. Flestir
þeirra vildu ekki fyrir nokkurn mun
fara lengra; en þrír þeirra áræddu að
ríða ofan i dalverpið, annaðhvort af
því, að þeir voru meiri ofurhugar en
hinír eða þá öllu druknari. Dalverpið
breikkaði smám saman, er ofan eftir
dró, og endaði á sljettri grund. Á
henni stóðu 2 af þessum stóru stein-
um eða björgum, sem menn hafa reist
þar fyrri á öldum og sjá má þar enn.
Bjart var um sljettuna alla af tungl-
skini, og á henni miðri lá veslings-
stúlkan dauð af þreytu og skelfingu.
Drykkjurútarnir urðu nú alveg högg-
dofa af sjón þeirri, sem fyrir þá bar.
Það var ekki svo mjög dána stúlkan
og lík Huga Baskervilles þar skamt
frá, sem skelfdi þá svo mjög, en eitt-
hvert skrímsl ógurlegt útlitum stóð hjá
líki Huga og myndaði sig til að bíta
það á barkann — stórt dýr, svart, í
hundsliki, en stærra þó og voðalegra
en nokkur hundur, sem nokkur mensk-
ur maður hefur nokkurn tima augum
litið. Meðan þeir námu staðar og
störðu á þessa sýn, reif dýrið upp
barkann á líki Huga Baskervilles, en
svo sneri það sjer við og rak framan
í riddarana þrjá glóandi augun og
glefsandi hvoptana, svo að mennirnir
æptu allir upp yfir sig af ógn og hryll-
ingu og þutu á stað hver sem betur
gat.
Á flóttanum út yfir heiðina rak hvert
skelfingarópið annað, og svo segir
sagan, að sömu nóttina hafi einn þeirra
beðið banann af þessari sjón, en hinir
tveir aldrei oi’ðið samir og áður.
Þannig er í fám orðum, synir minir,
frásagan um þennan hund, sem ávalt
síðan hefur verið óttaefni og kvala fyrir
ætt okkar. Jeg hef látið ykkur fá að
heyra hana, af því að það, sem við
vitum með vissu um þessi ósköp, er
þó ekki fult eins ógurlegt og skelfandi,
eins og það, sem bent er til og búast
má við. Ekki verður heldur á móti
því borið, að ýmsir af ættmönnum
vorum hafi beðið bráðan bana, hrylli-
legan, grimmilegan og dularfullan.
En við skulum leita líknar hjá for-
sjóninni, sem er svo ósegjanlega mild,
að hún lætur það ekki við gangast, sem
við erum í ritningunni látnir lesa, að
bölvun forfeðranna fylgi niðjum þeirra
í þriðja og Qórða lið. Þessari forsjón
fel jeg ykkur, synir mínir, og ræð
ykkur til að vera varkárir og forðast
heiðina, þegar er myrkt er orðið og
illar vætlir eru komnar þar í almætti
sitt.
»Þetta skrifa jeg, Hugi Baskerville,
til sona minna, Hróðgeirs og Jóns, en
legg um leið blátt bann fyrir að þeir
gefi systur sinni, Ellisif, nokkurn minsta
ávæning um þetta mál«.
Þegar er doktor Mortimer hafði lesið
alla þessa kynlegu frásögn á enda,
skaut hann gleraugunum upp á ennið
og starði á Sherlock Holmes.
Hann varpaði mæðilega öndinni og
henti vindlingsstúfnum sínum inn í
eldinn.
»Hvað sýnist yður um söguna?«
spurði hann.
»Hún er merkileg, eða finst yður
ekki það?«
»Já, fyrir þá, sem safna æfintýrum
og þjóðsögum«.
Doktor Martimer tók samanbrotið
dagblað upp úr vasa sínum.
»Það var nú rjett, herra Holmes, en
nú skal jeg lesa yður annað, sem er
ekki eins gamaldags. Þetta er »Devon-
sveitar dagblaðið« frá 14. júní þessa
árs. Þar er stutt grein, sem drepur á
alt það, sem enn er komið fram um
dauða baróns Karls Baskervilles, er
þá var látinn tyrir nokkrum dögum«.
Vinur minn hallaði sjer lítið eitt
áfram, og var sem lifnaði nokkuð yfir
honum.
Hinn þurkaði fyrst gleraugun og fór
svo að lesa:
»Hið skyndilega og óvænta andlát
baróns Karls Baskervilles hefur alstað-
ar vakið mikinn söknuð meðal manna
hjer um slóðir. Hann var fyrst og
fremst manna líklegastur til þingmanns
fyrir Mið-Devon-kjördæmið við næstu
kosningar. Hann hafði þennan stutta
tíma, sem hann bjó á barónssetrinu,
áunnið sjer hylli og aðdáun allra
þeirra, sem komust í kynni við hann,
fyrir einstakt örlæti og alla framkomu
aðra. Það er gleðilegt að sjá á þess-