Lögrétta - 07.09.1910, Page 1
Aígreiðslu- og innheimtum.:
ARINBJ. SVEINBJARNARSON.
Liaugavetí 41.
Talsimi 74.
LOGRJETTA
Ritstj ó ri
Rorsteinn gislason
Pingholtsstrtæi 17.
Talsími 178.
Reykjavík 7. september ÍOIO. V. árg-.
Stórtíðindi.
Verslunin Edinborg hefur keypt úrv alið af vefnaðarvörubirgðum hinnar góðkunnu
H. Tli. ,A_. Thomsens verslunar hjer í bænum. Yörurnar eru keyptar fyrir svo lágt verð, að verslunin Edinborg
stendur sig við að bjóða þær almenningi með afarmiklnm afslætti. Pær verða til sýnis á lilnni árleg’ii liaustsölu
verslunarinnar Edinborgar, sem byrjar 15. september næstk. og verður í stærri stýl en nokkru sinni áður.
II
Það er orðið alkunnugt, að hvergi fást betri kaup en á útsölum versl. Edinborgar.
Bíðið með kaup yðar til 15. sept.
I
Pj'er þurfið efífíi að Bíða
með (ílnavörukaup yðar, þegar önnur eins kostaboð eru fyrir hendi og nú, þar sem allskonar vörur, góðar og nýjar, eru seldar með
10{)|0 qfsíœííij ctuR gjqfvarés d ýmsum öérum vörum.
Mjunið eftir* einn, að vörurnar, sem afsláttur er gefinn af, eru allar undanteliniiifrarlaust nýjar og góðar og óleg-nar
vörur, sem endingarinnar vegna er óhætt að kaupa.
Bgill Jacobsen, vefnaðarvöruverslun, Reykjavík.
I. O. O. F. 91929.
Forngripasafnið opið á hvern virkan dagkl.
12—2.
Lækning ók. f læknask. þrd. og fsd. 12—1.
. Tannlækning ók. (f Pólthússtr. 14) 1. og 3.
md. í mán. 11—1.
Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io'/*
—12 og 4—5.
Islands banki opinn 10—2V2 og 5T/a—7.
Landsbankinn iot/2—2T/2. Bnkstj. við 12—1.
' Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. Id. f
mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
12—3 og 5—8.
HAFNARSTR' 1718 1920 21-22 "KOLAS 12' LÆKJART \ l
* REYKJAVIK •
Faxaflóagufubáturinn „Ingólfur"
fer til Borgarness 11., 14. ogi7. sept.
- - Keflavíkur og Garðs 9. og
30. sept.
- - Sandgerðis 20. sept.
Lárus Fjeldsted,
YflrrjettarmálafeerslumaOur.
Lækjargata 2.
Heima kl. 1 I —12 og 4—5.
og kitti er
best að
Bankastr. 14.
Talsími 128.
fllafnr PorsteinssDn
háls-, nef- og eyrna-læknir,
Vonarstræti I (Iðnskólinn).
Heima kl. 11—1 alla virka daga.
jtýjar kartöjlur
og
allskonar grænmeti
fæst á hverjum degi hjá
Petersen bústjóra í Viðey.
Heilsááö á Vífilsstöðum
fullgert.
Til ljóssins.
Þetta er mynd af minnisvarða Nielsar Finsens ljóslæknis, sem reistur
hefur verið utan við nýja Ríkissjúkrahúsið í Khöfn. Varðinn er gerður af
H. Tegner myndhoggvara og heitir: „Til ljóssins" („Mod Lyset"). Margir
myndhöggvarar gerðu uppkast að minnismerkinu, en uppkast H. T. var
dæmt best.
Guð, keisarinn og Prússar. Vil-
hjálmur keisari sagði nýlega í ræðu
í Königsberg að hann þættist hafa
konungstign sína frá guði en ekki
frá neinu þingi, þjóðfundi eða þjóð-
arvilja, taldi sig vera verkfæri í guðs
hendi og kvaðst ekki hirða um al-
menningsálit og allsherjarskoðanir,
heldur hafa það eitt fyrir augum, að
vinna fósturjörðunni gagn og efla
framfarir á friðsaman hátt.
Prússár eru vanir harðstjórn, en
þetta gengur fram af þeim. Öll
blöð finna að þessum ofmetnaði; er
búist við fundarhöldum og ýmiskon-
ar gauragangi.
Bruninn í Bryssel. í Bryssel
stendur mikil og voldug alheimssýn-
ing, sem var opnuð í vor. 15. ág.
kom upp eldur í sýningarhúsunum
og brunnu mörg þeirra til kaldra
kola. Enginn veit hvernig eldurinn
kviknaði. Tjónið er geypilegt, um
40 miljónir króna. Slökkviliðinu í
Bryssel er lýst svo, að manni finst
það hafa hlotið að læra hjá okkur,
kom of seint, kunni ekkert og gat
ekkert.
Þetta er Lögr. ritáð frá Khöfn, og
hefur því brunatjónið orðið töluvert
minna en áður var sagt í símskeyta-
fregnum hingað.
Tekið á móti sjúklingum.
Það var byrjað nú um síðastliðna
helgi að taka á móti sjúklingum í
Heilsuhælið á Vífilsstöðum. Einn sjúk-
lingur var kominn þangað á sunnu-
daginn, 5 fluttust þangað á mánu-
daginn. Umsóknir um sjúkravist á
hælinu voru þá komnar frá millli 20
og 30.
Á sunnudaginn var hælið sýnt
þeim, er þangað komu í þeim er-
indum að skoða það. Hafði það ver-
ið tilkynt áður, að svo yrði gert.
Læknir og formaður Heilsuhælisfje-
lagsins voru þá þar uppfrá.
Það er ánægjulegt að skoða Heilsu-
hælið á Vífilsstöðum; alt er þar svo
vel vandað, jafnt húsið sjálft sem út-
búnaður allur. Það er vafalaust að
öllu saman lögðu vandaðasta og full-
komnasta byggingin, sem til er á
landinu. Húsið er alt úr steini, vegg-
ir, Ioft og gólf, aðeins hurðir og
gluggakarmar úr trje, og svo risið
undir járnþakinu. Hitt er alt úr
steinsteypu.
Aðalhúsið er 64 álnir á lengd og
15 á breidd. En út úr báðum end-
um ganga til norðurs tvær álmur,
20 álna langar og 16 álna breiðar.
Milli þeirra gengur út þriðja álman
úr miðri byggingunni, 9 álna löng
og 15 álna breið. Þar er aðalinn-
gangurinn í húsið.
í stofubygðinni er gangur með
norðurhlið, en sunnanmegin er dag-
stofa sjúklinga og tvær borðstofur.
Ur dagstofunni eru dyr út að stór-
um svölum á vesturgafli hússins.
Við austurgafl er íbúð læknis og sjer-
stakur inngangur í hana. Þar er og
tilraunastofa læknis (laboratorium), en
við vesturgafl eru 2 sjúkrastofur, hvor
handa 6 sjúklingum.
í Miðbygð eru 10 einbýlisstofur.
í þær hefur Geir kaupmaður Zoega
gefið húsbúnað. Þá eru þar 4 sex-
rúmastofur og 2 þriggjarúmastofur og
svo íbúðarherbergi handa hjúkrunar-
konum. Gangur er þar með norð-
urhlið, eins og í stofubygð, og þar
klæðaskápar handa sjúklingum, einn
handa hverjum, og þvottaskálar með
vatnspípum. Karlmönnum er ætlað
að búa öðrumegin aðaluppgangs, en
kvenfólki hinumegin.
í efstu bygð eru 2 sexrúmastof-
ur, 4 þriggjarúmastofur og baðher-
bergi. Þar eru og 14 herbergi handa
starfsfólki sjúkrahælisins.
Þar fyrir ofan, undir þaki, eru
geymsluklefar og þerriloft.
í kjallaranum er miðstöðvarhita-
vjel, eldhús, stórt og fallegt, búr,
borðstofur verkafólks, þvottahús, þrír
baðklefar o. m. fl. Þar er hráka-
potturinn, sem svo er nefndur, stór
pottur, sem í eru soðnir hrákar sjúk-
linganna, en uppi í göngunum eru
postulínshylki, sem hrákunum er helt
í, og flytjast þeir svo af vatnsstraumi
þaðan og niður í pottinn í kjallar-
anum, en í honum er sjóðandi vatn
alla daga. Þegar hrákarnir hafa ver-
ið soðnir þar, eiga allar sóttkveykj-
ur í þeim að vera drepnar.
Salerni eru á öllum hæðum.
Húsið er alt lýst með rafmagni.
Sjerstakt hús hefur verið reist fyrir
rafmagnsvjelarnar Iftinn spöl fyrir
austan aðalhúsið. Við rúm hvers
sjúklings er lampi. Einnig er hring-
ingarhnappur við hvert rúm.
Vatnsbrunnur er spölkorn í austur
frá húsinu og er vatni dælt þaðan
með rafmagni upp í vatnsgeymi hátt
uppi í hlíðinni hinumegin við lægð-
ina sunnan og austan við Heilsu-
hælið. Þaðan er svo vatn leitt um
alt húsið. Er þar bæði heit og köld
vatnsleiðsla.
Loks er að minnast á leguskálann.
Það er 90 álna löng og rúml. 6
álna breið álma, sem liggur út frá
Vesturgafli hússins, með steingólfi og
steyptum steinvegg norðanmegin með
gluggum á og þaki yfir, en opin