Lögrétta - 07.09.1910, Síða 2
162
L 0 G R J E T TA.
Lögrjetta kemur út á hverjum miö-
vikudegi og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg*
á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí.
móti suðri. Þar er sjúklingum ætl-
að að liggja á legubekkjum til þess
að þeir geti andað að sjer hreinu
útilofti, og eru fjaðrabotnar í bekkj-
unum, en sjúklingarnir liggja þar
vafðir í teppum innan í stoppuðum
pokum, sem þar til eru gerðir og
ná þeim upp undir hendur, til þess
að verjast kulda.
Töluvert er enn eftir að laga til í
kring um hælið, og mun það drag-
ast til næsta sumars, að þar verði
alt fullgert.
Á sunnudaginn, þegar hælið var
sýnt, var rokhvast á suðaustan. En
kyrrara var þar upp frá en niður við
vogana og á veginum hingað til
Reykjavíkur.
Norðan undir hælinu var alveg
skjól, svo að ganga mátti þar í logni
ekki svo stuttan spotta meðfram hús-
inu og leguskála-álmunni. Það eru
154 álnir samtals. í norðanvindum
er þá eins skjól á jafnlöngu svæði
sunnan við hælið. Steinveggur mun
eiga að koma austur frá hælinu að
rafmagnshúsinu, og Iengist þá það
svæði, sem byggingin sjálf skýlir, um
góðan spöl.
Hornsteinn Heilsuhælisins var múr-
aður á annan í Hvítasunnu síðastl.
ár og er sagt frá því í Lögr. frá 2.
júní í fyrra. Þar er nákvæmlega
sögð saga hælisins og Heilsuhælis-
fjelagsins alt til þess tíma, og má
hjer vísa til þe»6. Síðan hefur hús-
ið verið í smíðum, og getur það ekki
heitið langur tími.
Bókmentaffelagsfundur.
Skrifað er frá Khöfn:
Aðalfundur í Hafnardeildinni var
boðaður 20. ágúst. Prófessor Þorv.
Thoroddsen er formaður deildarinnar.
Hann vill fyrir engan mun að deildin
sje flutt heim, og fylgja honum þeir
íslendingar, sem búsettir eru í Höfn.
En stúdentar eru með heimflutningi.
Út af þessu hefur kviknað sundrung
og illindi. Á þessum fundi lýsti for-
seti yfir því, að hann tæki ekki gild
atkvæði þeirra manna, sem stæðu í
skuld við fjelagið, þó ekki væri nema
fyrir umliðið ár (1909); einnig heimt-
aði hann, að allir skyldu skrifa nöfn
sín undir atkvæðaseðlana við em-
bættismannakosninguna. Einn af
þeim, sem skuldaði, vildi borga, svo
að hann fengi að kjósa, en því neit-
aði forseti; það væri of seint. Stú-
dentar töldu þetta alt lagabrot og
gengu flestir af fundi.
£ojtmennirnir.
Þeir fljúgast á í loftinu og veitir
ýmsum betur. í Danmörku fljúgast
þeir á, Cederström sænski og Svend-
sen danski. Svíinn hefur nú líka
flogið yfir Eyrarsund. Svendsen
hefur flogið yfir Limafjörð, en hann
er miklu mjórri en sundið. Ceder-
ström var nýlega á flugi talsvert á
annan tíma og hefur Svendsen ekki
enn getað haldið sjer alveg eins
lengi á lofti.
Þessir tveir eru þó smámenni á við
frönsku flugmennina. Þeir fljúga nú
hvernig sem viðrar yfir láð og lög.
Nýlega var efnt til langferðar um
Frakkland. 16 lögðu í loft, máttu
vitanlega tylla sjer niður á leiðinni;
2 komust alla leið. Leblanc heitir
sá, er sigurinn hlautk og verðlaunin,
100,000 franka. Um líkt leiti lögðu
aðrir í flugferð frá París til Lundúna.
Einn þeirra, Möisant að nafni, spán-
verji, komst yfir til Englans, en vjel-
in laskaðist áður en hann náði til
Lundúna og er hann ókominn þang-
að enn. Allir muna Bleriot, er fyrst-
ur flaug yfir Ermarsund; flugan hans
var tvívængjuð. Þessar tvívængjuðu
Bleriot-flugur reynast nú miklu bet-
ur en fervængjuðu flugurnar. Frakk-
ar eru öllum fremri í þessari list.
Því miður ber það enn oft við að
flugurnar vængbrotna eða gangvjelin
bilar, eða flugmaðurinn missir flugið
og kollsteypist. Stundum komast
þeir lífs af, en margir hrapa til bana.
Jafnaðarmenn sitja á alþjóða-
fundi í Khöfn.
Um það fundarhald er Lögr. skrifað:
„Fundurinn hófst í dag (28. ág.)
og er haldinn í Oddfellow-höllinni.
Þar eru komnir ýmsir heimsfrægir
menn, t. d. Keir Hardi frá Englandi
og Jaurés frá Frakklandi. Búist við
miklu tali og mörgum veislum, eins
og gerist á öllum alheimsfundum nú
á dögum, jafnt með körlum og kon-
um. Verkamenn, er vinna að flutn-
ingum á sjó og landi, háðu fund í
Höfn rjett á undan jafnaðarmönnum
og komu þangað fulltrúar úr öllum
r.kjum Norðurálfunnar. Þeim er al-
vara. Þeir una ekki kjörum sínum.
Þar var samþykt, að sjómenn skyldu
nú undirbúa kröfur um bætur á sín-
um kröfum. Ef þeim kröfum yrði
ekki sint, þá skyldu hásetar á flutn-
ingaskipum hlaupa frá verki allir í
senn um alla Norðurálfuna. Mönn-
um stendur ótti af þessari ráðagerð,
en vona að ekki komi til“.
j'íý jjármálanejnð.
5 manna nefnd skipuð til þess að
íhuga fjármál landsins.
Eftir tilmælum nokkurra alþingis-
manna af báðum þingflokkum, skip-
aði stjórnin síðastliðinn föstudag 5
manna nefnd „til þess að rannsaka
og íhuga peningamálefni landsins og
undirbúa fyrir næsta þing meðferð
þeirra þar, svo og til að láta í tje
skýrslur og Ieiðbeiningar þeim mönn-
um, er kynnu að vilja beina fram-
leiðslufjármagni inn í landið, og eins
að taka við málaleitunum þeirra
manna og fhuga þær".
í nefndina voru skipaðir: KI. Jóns-
son landritari, formaður, alþingis-
mennirnir Jón Magnússon bæjarfó-
geti og Magnús Blöndahl og mála-
flutningsmennirnir Eggert Claessen
og Sveinn Björnsson.
Bókmentafjel. í Khöfn.
Lögr. hefur verið send svohljóðandi
skýrsla um ársfund deildar hins ís-
lenska Bókmentafjelags í Khöfn 1910:
»Ársfundur deildarinnar var hald-
inn þann 20. ágústm. 1910. Á fundi
voru 15. Forseti skýrði frá fjárhag
deildarinnar og lagði fram endur-
skoðaðan reikning, er sýndi tekjur á
árinu alls 4976 kr. 26 aura, gjöld
4377 kr. 18 aura. Sjóður deildar-
innar var í árslok 23500. Reikning-
urinn var samþyktur umræðulaust. —
Forseti skýrði ennfremur frá, að fje-
lagið hefði sent krans á kistu Björn-
stjerne Björnsons. — Þá skýrði for-
seti frá bókaútgáfu fjelagsins. Reykja-
víkurdeildin hefði gefið út: Skírnir
84. árg. og Sýslumannaæfir Boga
Benediktssonar IV. b. 2. h. og ís-
lenskt fornbrjefasafn IX. 2; Hafnar-
deildin hefði gefið út Safn til sögu
íslands IV. 4, íslendingasögu eftir
B. Th. Melsted II. 4, og Lýsing ís-
lands eftir Þorv. Thoroddsen II. 2.
Næsta ár yrði hjer í deildinni ein-
göngu gefin út áður samþykt rit.
Reykjavíkurdeildin hefði í hyggju að
gefa út brjef Jóns Sigurðssonar, og
var samþykt, að Hafnardeildin borg-
aði alt að helmingi af útgáfukostn-
aðinum. — í stjórn voru endurkosnir
forseti prófessor Þorv. Thoroddsen,
fjehirðir Gfsli Brynjólfsson læknir,
skrifari Sigíús Blöndal undirbóka-
vörður við kgl. bókasafnið, og bóka-
vörður Pjetur Bogason læknir. í vara-
stjóm voru þeir endurkosnir: varafor-
seti mag. B. Th. Melsted, varafjehirðir
stórkaupmaður Þór. E. Tulinius, vara-
skrifari cand. jur. Stefán G, Stefáns-
son og varabókavörður Jón Einars-
son cand. polit. Endurskoðunarmenn
voru kosnir þeir Stefán Jónsson stud.
med. og Oddur Hermannsson stud.
jur. Að lokum voru 14 nýir fjelagar
teknir inn.
M fallatiÉi til iiik
Landhelgisvðrður. Eftir tilmæl-
um fiskimanna við sunnanverðan
Faxaflóa gerði sýslumaðurinn í Hafn-
arfirði samning við Matthías Þórðar-
son útgerðarmann í Sandgerði um
að halda úti mótorsnekkju, sem hann
á, til þess að gæta botnvörpunga,
sem gerst hafa nærgöngulir landhelg-
inni nú síðari hluta sumarsins. Matt-
hías hjelt þar vörð f 5 nætur og
sýndi það sig á þeim tíma, að mik-
ið gagn gæti af því orðið, ef slíkri
varðgæslu væri haldið áfram, því að
botnvörpuskipin bæði fældust úr
landhelgi og hjeldu sig utar meðan
varðtíminn stóð yfir. Varðsnekkjan
kostaði 40 kr. á sólarhring. Útvegs-
menn þar syðra, og eins sýslumað-
ur, hafa mikinn áhuga á, að þessari
varðgæslu verði haldið áfram eftir-
leiðis, sjerstaklega þegar „Fálkinn"
er fjarverandi, en stjórnarráðið kveðst
ekki hafa fje til þeirra hluta nú sem
stendur.
Byggingar í Borgarflrði. Þar er
bygt mikið í sumar og alt úr stein-
steypu. í Borgarnesi 4 íbúðarhús og
f sveitunum þar kring ein 5 eða 6,
auk skólahússins á Hvanneyri. Þessi
hús eru í Lundi í Lundareykjadal, á
Skáney og á Vilmundarstöðum í
Reykholtsdal, á Hvítárbakka og víð-
ar. Ólafur í Kalmanstungu byggir
stór peningshús og heyhlöðu, alt
samstætt, einnig úr steinsteypu, og
margir aðrir byggja fjenaðarhús úr
steinsteypu.
Þeir urðu fyrir því óhappi ein-
hverjir, að fá ónýtt sement. Einn
hafði steypt útveggi og varð að
rífa alt niður, því steypan hrundi öll
í sundur og varð á eftir eins og möl-
in, sem í hana hafði verið brúkuð.
Annar steypti neðri hæð úr þessu
ónýta sementi, en hjelt að steypan
mundi harðna, er frá liði, og steypti
ofan á úr betra sementi. En hann
varð að rífa neðri hæðina undan og
steypa undir hina úr betra efni.
Þetta ónýta sement kom frá Belgíu.
Af Yestfjörðum. »Vestri« segir
að betur hafi úr ræst þar í sumar
en á horfðist í vor. Hann telur lítil
brögð að því, að menn hafi mist þar
af fjenaði sínum, þótt hart væri.
Snemma í ágúst eru menn þar al-
ment að hirða túnin. Taðan sögð
lítil, en nýting hin besta. Spretta á
útengi f meðallagi. Heyskaparhorfur
þó yfirleitt mjög slæmar norðan við
Djúpið.
Fiskafli í meðallagi bæði á þilskip
og báta.
Grániifjelagið. Aðalfundur þess
var haldinn á Oddeyri 18. f. m. Fje-
lagið hafði stórtapað á þilskipaútgerð
1909. Engir vextir greiddir af hluta-
brjefum það ár.
Steinsteypuhús til íbúðar byggir
Árni bóndi á Geitaskarði í Langadal
nú í sumar, segir »Norðri«.
Skólahúsið á Hólum er verið að
reisa í sumar. Það er bygt úr stein-
steypu.
Málmleit. Enskir menn hafa verið
að Ieita að málmum austur í sýslum
og hafa gert samninga við nokkra
bændur þar um námugröft í jörðum
þeirra, segir Þjóðv.
Pi8tilflarðarlæknishjerað. Guðm.
Guðfinnsson, settur læknir í Axar-
fjarðarhjeraði, er einnig settur til að
þjóna Þistilfjarðarhjeraði.
Hvalur náðist á Bæjum á Snæ-
fjallaströnd nýlega, segir »Vestri«
frá 27. f. m. Hafði hvalurinn sjest
á floti skamt frá landi og verið róinn
upp í fjöruna.
Barnaskólinn á ísaflrði. Kenn-
arastöðuna þar hefur Guðjón Bald-
vinsson frá Böggvistöðum í Eyjafirði
fengið, segir »Vestri«.
Reykjavík.
Hannes Hafstein bankastjóri og
frú hans komu heim frá Akureyri
31. f. m., en hann hefur, sem kunn-
ugt er, verið fyrir útbúi íslandsbanka
um tíma.
Kjósendur hans kvöddu hann með
samsæti og hjelt hann þar ræðu, sem
»Gjallarhorn« hefur birt og Lögr. mun
síðar flytja.
Götuljósin nýju. Það var fyrst
kveykt á þeim um allan bæ 1. þ.m.
Miklu betur lýsa þau en gömlu Ijós-
kerin og eru þó eigi dýrari, hvert
um sig. En þau eru miklu fleiri en
áður, svo að gatnalýsingin verður í
heild sinni dýrari. En hún var eigi
viðunandi áður, svo að hjer er um
nauðsynlega framför að ræða.
Barnaskólinn. Sr. Bjarni Hjalte-
sted er ráðinn þar fastur kennari í
stað frk. Thoru Friðriksson, er sagt
hefur af sjer starfinu.
Enskur fjármálamaður, F. L.
Rawson, hefur dvalið hjer um tíma
og verður hjer fram til 16. þ. m.
Hann mun hafa í hyggju að útvega
enskt fje til fyrirtækja hjer, og var
erindi hans hingað, að kynna sjer,
að hve miklu leyti þetta mundi til-
tækilegt.
Nýr doktor. Helgi Jónsson grasa-
fræðingur fer til Khafnar 16. þ. m.
til þess að verja þar við háskólann
fyrir doktorsnafnbót ritgerð, sem hann
hefur samið um þaravöxt. »A!ga-
vegetationen« heitir ritið.
í sumar hefur Helgi verið við
grasarannsóknir á heiðunum milli
Borðarfjarðarhjeraðs og Norðurlands,
legið við Arnarvatn og ransakað
spildu frá bygð og alt upp til jökla.
Ceres kom frá útlöndum í gær
og með henni frk. Ingibjörg Bjarna-
son skólaforstöðukona, frk. Bergljót
Lárusdóttir, eftir veru f Khöfn í sum-
ar, frk. Sigríður Hermann, eftir lið-
lega ársdvöl í Edinborg, Guðjón
Baldvinsson, er verður barnaskóla-
kennari á ísafirði, og eitthvað af fs-
lensku fólki frá Amerfku, þar á með-
al barnfóstra til Björns ráðherra, að
sögn.
Gaman og alyara.
»Vjer erum postular nýja tfmans;
á fána vorum er umburðarlyndi.
Og ef þú fyllir ekki fiokk vorn,
þá rotum vjer þig«.
Mjer dettur stundum þýsk vfsa f
hug, sem hljóðar líkt þessu að efni
til, þegar jeg á orðakast við nýju
guðfræðina.
Hún er jafnaðarlega svo einstak-
lega umburðarlynd við þá, sem litlu
eða engu trúa, en á til heilan hóp af
stóryrðum um þá, sem trúa meiru
en hún sjálf.
Einu sinni fjekk jeg t. d. ágæt
meðmæli frá lector J. H. til eins af
leiðtogum heimatrúboðsins danska,
meðmæli, sem óbeinlínis hafa orðið
mjer til blessunar enn í dag og valda
því, að mjer verður alt af vel við
lektor J. H., hvernig sem við rífumst
einslega eða opinberlega. En þegar
jeg fjekk þessi meðmæli, var jeg ekki
annað en auðsveipur lærisveinn, sem
trúði, að það væri alt óhlutdræg vís-
indi, sem mjer hafði verið kent um
Gamla-testamentis-kritfk, og sá þá
enga ósamkvæmni í því, er sr. J. H.
varaði mig sterklega við „nýju skyn-
semisstefnunni", sem hann fann ekki
fátt til foráttu í trúvarnarfræði sinni þá.
Seinna fór þetta alt út um þúfnr;
jeg fór að efast um vísindalegt full-
gildi Gamla-testamentis-kritíkurinnar,
og vildi því síður steypa mjer með
sr. J. H. út í hringiðu nýju skyn
semisstefnunnar. En sfðan hef jeg
ekki orðið fyrir þessum marglofaða
bróðurkærleika og umburðarlyndi nýju
stefnunnar, — þegar einn eða tveir
menn eru fráteknir. — Hitt er sanni
nær, að hefðu hnútur og stóryrði
getað rotað mig, þá væri jeg ekki
framar á upprjettum fótum. Mjer hef-
ur fundist stundum sem sr. J. H.
skoði mig sem nokkurs konar upp-
hlaupsmann, að jeg skuli leyfa mjer
að hafa aðrar skoðanir en hann
sjálfur!
Þó kastaði nú fyrst tólfunum, er
jeg dirfðist að finna að verki presta-
skólakennaranna við biblítiþýðinguna.
Hugsa sjer annan eins gapaskap! —
Það skiftir minstu máli, þótt nokkrir
utanþjóðkirkjumenn væru að kvarta,
það mátti a!t af reyna að telja fólki
trú um, að það væri „ein sjerviskan
úr þessum sjerkreddumönnum", en
hitt var verra, er guðfræðingur, læri-
sveinn þeirra sjálfra, skyldi ekki geta
þagað; — auk þess var hann áður
sekur, því að hann var vfsastur til
að hafa átt þátt í „árásum Bjarma á
prestaskólann", eða með öðrum orð-
um stuðlað að því, að þar var skýrt
frá, hvaða fróðleikur prestaefnum væri
ætlaður um ýms meginatriði krist-
innar trúar. Sú „árás" hafði kom-
ið sjer meinilla, engar hlífar fyrir
hendi, og því þurfti að ná sjer niðri.
Það var engan veginn nóg, þótt hægt
væri, og reynt væri eftir föngum, að
hella úr reiðiskálunum yfir „upp-
hlaupsmanninn" í fárra manna við-
urvist, — það varð líka að varpa á
eftir honum bleki og prentsvertu „í
viðurvist þjóðarinnar". — Þótt stór-
yrðin væru lítill sómi, þeim er sendu,
var ekki horft f það, ef einhver óhrein-
indi gætu komið á mig.
Á biblfufjelagsfundinum reyndi sr.
J. H. að vefengja sögu mína og enda
sr. H. N. einnig, þótt f smáatriði
væri, sem hann varð að taka aftur;
— sr. J. H. tók vitanlega ekkert aft-
ur, enda var hann reiður, — hjeltjeg;
og sömuleiðis var lektor að tortryggja
frásögn mína í Lögrjettu 6. Júlí, ef
jeg man rjett, talaði þar um „vef"
minn og eitthvað fleira í þá átt. En
nú, þegar hún er komin á prent, þá
kveðst hann trúa henni og vera vel
ánægður með hana, af því að hún
sje svo „ófögur"! („þótt" er sjálfsagt
prentvilla). — Þetta sagði jeg honum
einnig á biblfufundinum, að hann
mundi trúa mjer, ef hann hlustaði
á mig óreiður.
Á „kærleiksmáli" nýju guðfræð-
innar er það „ófagurt", „myrkra-
verk", „rógmál" og Iíklega eitthvað
verra, að segja útgefendunum ensku
frá því, að biblíuþýðingin sje ein-
hliða og gölluð — eins og nýju guð-
gúðfræðinni sje ekki heimilt að hafa
biblíuna eins og h e n n i sýnist; hún
trúir hvort sem er ekki öðru af henni
en henni þóknast. — Það er auma
blindnin, að geta ekki sjeð annað
eins!!
En eins og allir(?) vita, eru guð-
fræðingar aldrei blindir, — og þvf
hlýtur mjer að ganga verra til, mun
sr. J. H. álykta, og segi þvf með
hógværð: »Hjeðan af er engum of-
verk að vita, hvernig manni er að
mæta, þar sem hr. S. er". Betra
væri nú samt fyrir sr. J. H., að skýra
þetta betur; orðin eru svo yfirgrips-
mikil, að einhverjir kynnu að taka
ofmikið eða, sem honum þætti senni-
lega verra, oflítið mark á þessum
dylgjum hans ella. — Til þess að
koma í veg fyrir, að nokkur hjeldi,
að lýsing hans væri hlutdræg, svo
sem f hefndarskyni, gæti hann aug-
lýst um leið, „að hann hefði fyrir-
gefið mjer ónotin", eins og hann ger-
ir í Lögrjettu 17. ágúst, þegar hann
er búinn að svala sjer ofurlítið á undan.
Jeg hlakka til að sjá, hvað lýs-
ingin verður sanngjörn og bróðurleg;
jeg sje hvort sem er á síðustu grein-
inni, að hann er hættur að tala um
málefnið.
Sigurbjörn Á Gislason.
ísaf. Ósannindastaglið, sem
þar hefur staðið nú í mörgum blöð-
um, minnir Lögr. á annað stagl, sem
þar stóð lengi fyrst eftir að núv.
ritstjóri tók við blaðinu. Það var þá
í hverju blaði ísaf. meira og minna
talað um »leppa«. En nú má ritstj.
ekki heyra lepp nefndan, ekki einu
sinni illepp eða baklepp; ætlar al-
veg ofan í jörðina af bligðun, segja
menn, ef hann heyrir það orð nefnt,
hvernig sem á því stendur.
Væntanlega fer nú ekki eins fyrir
honum og þá, að það orð, sem hon-
um er tamast nú, »vfsvitandi ósann-
indamaður«, verði áður en lýkur að
hrfsi á sjálfan hann.