Lögrétta - 21.09.1910, Blaðsíða 3
L0GRJETTA.
177
Lögrjetta kemur út á hverjum miö-
vikudegi og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. órg.
á fslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí.
cTtáéfíerra J<zr uían.
Kallaður?
Eða lil að segja af sjer ?
Ráðherra ællar utan með »Ster-
ling« 23. þ. m. Með honum kvað
ætla lil fylgdar Ólafur ritstjóri son-
ur lians, hvort sem fylgdarmenn-
irnir verða nú lleiri eða ekki, þeg-
ar til kemur. íJeir voru tveir í
fvrra og ekki (ilíklegt að einsverði
nú.
Menn eru hissa á þessu upp-
þoti, einkum af því að ráðherra
hefur verið sagður illa á sig kom-
inn nú undanfarandi, hefur eigi
komið út fyrir dyr vikum saman
fyr en í gær eða fyrradag og engu
getað sint, varla verið til viðtals
fyrir nokkurn mann, að sögn,
annan en þann, sem jafnan liggur
yfir honum, þegar hann er lasinn.
Og nú rífur hann sig á faítur
alt í einu, — og ætlar utan.
Sumir munu nú hugsa, að hann
sje að drifa sig á stað með stjórn-
árfrumvörpin; þau muni vera svo
mörg og merkileg, að hann þurfi
langan tíma ytra þeirra vegna áður
en þingið kemur saman.
En ekki er þetta ástæðan, því
það veit Lögr. með vissu, að ekki
eitt einasta stjórnarfrumvarp er
enn fullbúið, og að allur undir-
búningur þingmála frá ráðherr-
ans liendi er lítið sem ekkert á
veg kominn. Svo að ekki getur
þelta verið ástæðan til utanfarar-
innar,
Rað liggur nærri að gela þess
til, að hann liafi verið kallaður.
Nægai' væru að minsta kosti á-
stæður til þess, þótt svo væri.
Ivöllunin ælti þá að vera nokk-
urra vikna gömul og inniseturnar
undanfarandi stafandi af beyg og
kvíða hennar vegna. Líkt var á-
standið i fyrra um tíma áðnr en
hann lór utan.
Það kvis hefur gengið hjer um
bæinn undanfarandi, að ráðherra
væri i þann veginn að segja af
sjer embætti, og það fylgir með,
áð hann ætli að reyna að gera
Björn Kristjánsson bankastjóra að
eftirmanni sínum. I’að eru jafn-
vel málsmetandi menn í stjórnar-
llokknum, sem fullyrða, að þelta
ráðabrugg hafi verið að gerast
milli þeirra nafnanna.
Líklega er það þá ætlunin, að
þeir hafi sætaskifti; Björn Jóns-
son ætli að taka að sjer að sitja
niðri í Landsbankanu m einn eða tvo
tíma á dag, þegar heilsan leyfir,
og lieiía þar bankastjóri.
Þetla er þó tilgáta, en annað
ekki.
Hitt hefur ýmislegt við að styðj-
ast, íleira en Íijer er talið, að hann
muni vera að hugsa um, að fá að
gera nafna sinn að eftirmanni
sínum nú þegar.
Ekki er það að lasta, þótt B..T.
hyrfi úr ráðherrasætinu sem allra
fyrst, og nægar hefur hann ástæð-
urnar til þess að biðjast lausnar.
Það er vafalaust heppilegast, ekki
síst íyrir sjálfan hann, að fara frá
áður en þing kemur saman. Hitt
er mjög varhugavert, að hann fari
að slumrg við það sjálfur, eins
og á stendur, að sjá sjer fyrir eft-
irmanni. Það þarf ekki að ræða
um hæfileika B.K. i því sambandi.
Þetta er mjög varhugavert án þess
að spurningin um þá sje tekin
með í reikninginn.
Stjórnarskráin gerir ekki ráð
fyrir, hvernig fara eigi að, ef ráð-
herra fer frá milli þinga, nema
ef dauða hans beri að höndum.
En þá er það landritarinn, sem
við á að taka. Hjer er því um
að gera, ef ráðherrann ællar að
víkja sæti fyrir þing, að skapa
venju fyrir eftirkomandi tíma.
Varla þarf að eyða orðum að
þvi, að sýna fram á, að ráðherra,
sem konungur velur sjer í sam-
ráði við meiri hluta þings, hver
svo sem hann er, eigi ekki að
laka við embættinu með þeirri
hugsun, að losa sig við það, ef
til vill undir eins og þinginu er
slitið, en í þeirri von, að koma
þá að einhverjum kunningja sin-
um, sem hann annars veit fyrir-
fram, að ekki er til neins að bjóða
þinginu. Ef svo færi, að ráð-
arnir kæmust upp með slíkt, þá
gæti embættið gengið milli þinga
frá einum til annars innan einn-
ar kunningjaklíku, svo að þeir
gælu verið komnir allir, 5 eða 10,
eða hve margir sem vera vildi, á
ráðherraeftirlaun, þegar næsta
þing kæmi saman. Ef þeir svo
líka gætu neitað um þinghald,
eða frestað þinghaldi svo lengi
sem þeir þættust þurfa, eftir eigin
vild, þá gæti eftirlauna-ráðherra-
dorran orðið býsna löng.
Það virðist vera heppilegast og
eðlilegast, þegar svo stendur á,
að ráðherra þarf að losa sig við
embættið milli þinga, að hafa þá
reglu, að landritarinn taki þá við,
þangað til þing er kvatt saman,
eins og stjórnarskráin ætlast til
að hann geri, ef ráðherra deyr.
En að því er þetta mál snertir
sjerstaklega í sambandi við það
ástand, sem hjer er nú, þá yrði
að heimta það af hverjum, sem
skipaður yrði ráðherra og tæki
við af B. L, að lians fyrsta verk
yrði, að rjúfa þing og boða lil
nýrra kosninga, því eftir alt, sem
á hefur gengið í landinu siðan
B. .T. tók við ráðherraembættinu
og alt, sem yfir það hefur dunið
síðan, má óhætt fullyrða, að marg-
ir þeirra þingmanna, sem meiri
hluta mynduðu á síðasta þingi,
hafa ekki fylgi og traust þjóðar-
innar nú.
Annars mun þjóðin, eða að
minsta kosti mikill meiri hluti
hennar, vænta þess fastlega, að
enginn nýr ráðherra verði skip-
aður fvr en nýjar kosningar hafa
farið fram, og hið eðlilegasta virð-
ist vera, að konungur feli land-
ritara lil bráðabirgða að gegna
ráðherraembættinu, þangað lil
nýkosið alþing hefur komið sain-
an, ef B. .T. biðst nú lausnar, eins
og líklegt mætti virðast að hann
gerði.
loi Nka Amoríkulínaii. Þess
hefur áður verið getið hjer í blað-
inu, að Norðmenn væru að stofna
til beinna skipaferða milli Noregs og
Norður-Ameríku og, að hlutafje til
fyrirtækisins væri fengið bæði heima
í Noregi og hjá Norðmönnum vestra.
Nú hefur hlutafjelagið keypt fyrsta
skipið til þeirra ferða. Það er þýskt,
keypt af Hamborg-Ameríku-línunni,
og heitir „Keiser Friedrich", 12,500
tonn að stærð. Það er svo að segja
nýtt, en þýska fjelaginu kvað ekki
þykja það nægilega hraðskreytt. Það
kvað vera virt á 8 miljónir kr„ en
vera selt miklu lægra. Nafninu
breyta Norðmenn og kalla skipið
»Leif Eiríksson«.
Þetta er farþegaskip og mjög vel
útbúið. Ráðgert er, að fjelagið láti
þó ekki hjer staðar numið, en kaupi
fleiri, bæði farþegaskip og flutninga-
skip.
Þiiig'frestiinin. Skúli Thor-
oddsen ritar um hana í Þjóðv. 20.
þ. m. og leggur eindregið móti henni,
telur hana ilt fyrirdæmi fyrir síðari
tfma og aukaþingsáskoranir þing-
manna í sumar þar að auki sjerstök
mótmæli gegn henni nú.
Frá Siiður-Jótlamli. Þar er
lögreglan nú í sumar farin að ýfa
s>g gegn Dönum, með allskonar smá-
munasemi, eins og átti sjer stað fyr
á árum, en menn voru nú síðustu
árin farnir að hugsa, að eigi gæti
framar komið fyrir. Eitt dæmi var
nefnt nýlega hjer í blaðinu. En nú
segja dönsk blöð frá því, að farið
sje að banna þar danska liti, rautt
og hvítt, eins og gert var meðan
ósamlyndið var þar verst áður milli
Þjóðverja og Dana. Hattprjón hafði
lögreglan tekið af konu þar í einum
bænum af því að hann var með rauð-
um og hvítum röndum. í öðrum bæ
var ungur Suður-Jóti sektaður um 20
mörk fyrir það, að firmamerkið á
reiðhjólaklukkunni hans var danska
flaggið.
Enska íuftlið. Framhald af því
kemur í næsta blaði.
Útsalan hjá Th. Thor-
steinsson & Co. stendur yflr
þessa viku. 'IK
Æarnasfíólinn.
Börn, er ganga eiga í Barnaskóla Reykjavíkur næsta
vetur, mæli í skólanum eins og hjer segir:
Börn á aldrinum 10—14 ára, er gengið hafa í skólann
áður, fyr eða síðar, miðvikudaginn 28. þ. m. (sept.) kl. 10
f. hád.
Börn á aldrinnm 10—14 ára, er ekki hafa gengið i skól-
ann áður, fimtudaginn 29. þ. mán. kl. 10 í. hád.
Oll hörn yngri en 10 ára föstud. 30. þ. m. kl. 10 f. hád.
Pess er ennfremur óskað, að sagt verði þessa sömu
daga til allra þeirra barna, sem einhverra hluta vegna
ekki geta mætt í skólanum hina tilteknu daga.
cJfíorhn cJCansen.
^ Stærst og best urval af nýtísku ^
i fata og frakkaejnum,
kom mi með s/s Botnín í karlmannafataverslun
J c£fí. cTfíorstainsson S @o. ®
/H Hafnarstæti. ^
M
Brjef úr Vestmann-
eyjum.
Þegar s/s »Sterling« kom hjer frá
útlöndum 12. ágúst, að kvöldi dags,
kom heldur hreyfing á meðal Eyja-
búa, því að þjóðminningardag átti
að halda hjer næsta dag (13.), en
um borð í »Ster!ing« bjuggustmenn
við að hitta þann mann, sem að ein-
hverju gæti aukið gleði þess marg-
þráða dags. Og vonirnar brugðust
ekki, því að brytinn á »Sterling«
útrjetti sínar hendur í náð til að taka
á móti aurum sumra Eyjabúa. En
þessir »Templarar«, sem alstaðar eru
með nefið ofan í, fengu einhverja
nasasjón af þessu og kærðu bryta
þennan fyrir óleyfilega vínsölu. Við
það tækifæri urðu nokkrir Eyjabúar
(4) sekir um tollsvik og hlotnuðust
liinum sekasta 150 kr. útlát. En nú
þurfti að ná í brytann. Hann var
sigldur til Reykjavíkur og var því í
ráði að ná í hann á útleið. En
»Sterling« er hraðskreiður og eink-
um hjer við Eyjar, svo að stundum
festir ekki hönd — og naumast hug-
ur manns á honum. Svo fór í þetta
skiftið einnig. Pósturinn sljrsaðist
um borð, en hvernig svo sem belg-
róið var undir sýslumanni, náði hann
þó ekki í skipið. Hann komst þó
svo nálægt skipinu, að hann heyrði
samtal á þilfari. Reyndi hann þá að
hrópa, en engin raddfæri dugðu.
„Sterling" vildi út og varð ekki
stöðvaður; svo huldi myrkrið hann
og hann hvarf með brytann og
brennivínið, en sýslumaður varð heim
að hverfa. Svona gekk það til hjer
í Hjáleigunni í þetta skiftið. En
þegar »Sterling« kom nú aftur hjer
frá útlöndum síðast, þá náði sýslu-
maður í sökudólginn og sektaði hann
um 400 kr. Brytinn meðgekk frem-
ur greiðlega, en þótti hálfleitt, ef
þetta smáatvik: óleyfileg vínsala,
kæmist í blöðin. — Það er annars
leitt, hversu þessi óleyfilega vínsala
vill brenna við á þessum Thoreskip-
um. Skyldi engin leið vera að því
fyrir ráðamenn þeirrar útgerðar, að
stemma þann ós, sem engum hugs-
andi manni blandast hugur um, að
er til stór-ósóma fyrir hvert skip, að
leggja leiðir sínar um ? Ráðamenn
skipanna þyrftu að hafa betra eftir-
lit með þessum aurafýknu brytum,
ef ekki landsmanna vegna, þá sjálfs
sín vegna, sóma síns og heiðurs.
Botnvörpungar hafa verið sektaðir
hjer þrír. Tóku Eyjabúar sjálfir einn
af þeim (sá var enskur) hjer inni á
Víkinni og var hann sektaður um
1800 kr., auk þess afli og veiðar-
færi gert upptækt. Hann var bald-
inn að meðganga og hafa Eyjabúar
grun um, að hafa komist í kynni
við hann fyr. Líklega sama hetjan,
sem varði Birni settum sýslumanni
Þórðarsyni í fyrra uppgöngu. • - Hinir
2 voru þýskir, og tók danska varð-
skipið þá við Ingólfshöfða; fengu
1080 kr. sekt hvor og veiðarfæri og
afli upptækt.
Skeggi.
Fyrlr Kálfvirði
fást nú nokkur eintök af lanfla-
fræðis korinm (Atlösum).
Margt fleira með niðursettu verði,
til þess að rýma fyrir nýjlim vörum.
Asgr. Magnússon.
Pottar,
Katlar
oíj önnur búsdhöld
ódýrust lijá
cJqs SZimsen.
Lilið d hinar nýkomnu
Gler- oS
Leirvörur
í Juivorpool.
Urvalið mikið og verðið
langí undir þvi, er fdlk
.Kursus i 6uitarspili‘,
ásamt tilsögn í söng, veitir undirituð.
Kristín Benediktsdóttir,
Garðastræti. Hildibrandshús.
Kvöldskóli.
Undirritaður tekur 4—6 nemendur,
karla eða konur, til kenslu á kvöld-
in frá kl. 8—10, frá 1. okt. næstk.
Kendar allar algengar námsgreinar
og af tungumálum: íslenska, danska,
enska og þýska.
Kenslueyrir aðeins 25 anrnr á
nemandann um tímann.
Mig er að hitta heima kl. 2 —3
nvern dag á Laufásveg 27 (niðri),
Rvík 12. sept. 1910.
B. P. Gröndal.
01
Borgstaðastræti 3
verður settur fvrsfa vetrardag, 22.
okt. Þessar námsgreinar kendar:
íslenska, Danska, Enska, Þýska,
Reikningur, Tcikning, Handa-
vinna, Söngur. Saga, Náttúru-
saga, Landafr. (í fyrirlestrum).
Urvalskennarar í hverri náms-
grein.
Neniendiir geta tekið þátt í sjer-
stöknm námsgreinum.
o
Iíenslan fer fram á tímabilinu
frá kl. 4—10 e. m.
Umsækjendur gefi sig fram sem
allra fyrst, áður rúm þrýtnr.
Iie/ur vanist.
í ltergstaðastr. 3 heldur áíram
næstkomandi vetur með sama
fyrirkomulagi og að undanförnu.
Um undanþágu fyrir skólaskyld
börn þarf ekki að sækja i þennan
skóla (sbr. staðfestingu hans 31/b
1910).
Reykjavík, 21. sept. 1910.
Asgr. Magnússon.
Til viðtals kl. 2—3 og (i—9.
Jeg undirritaður hef i sumar
ferðast um England, Danmörku
og Þýskaland, meðfram i þeim
tilgangi, að kynna mjer verð og
gæði allskonar
skólaáhalda og ritfanga.
Árangurinn hefur orðið sá, að
nú get jeg boðið viðskiftamönn-
um minum miklum mun ódýrari
vörur en nokkru sinni undan-
farið. Verð og gæði þola alla
samkepni.
Virðingarfylst.
P. t. Hamborg 7. september 1910.
Ásgr. Magnússon,
kennari.
Ásgr. Magnússon,
Heima kl. 12—3 og (1—9.
Til lumia og saiusæta geta
nú fengist stærri og smærri her-
bergi, nýmáluð og í góðu standi,
í Báriihúsinu. Veitingin verður
opnuð 1. október.
Þeir, sem óska tilsögn í
Pianospili
hjá undirritaðri í vetur — nú eða
seinna, — eru heðnir að gefa sig
Iram sem fyrst.
Aima Oiristciucii,
Tjarnargötu 5.
Hamburg
W. v. Essen & W. Jncoby.
(Eigandi Waldemar v. Essen. Stofnað 1869).
Vöruafgreiðsla. Skipaafgreiðsla. Vátrygging.
Meðmæli: Die Deutsche Bank.
_______
Ágæt þrig^ja licrbcrgja
íbúA með eldhúsi er til leigu,
mjög ódvr. ITitstj. ávísar.