Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 25.01.1911, Side 4

Lögrétta - 25.01.1911, Side 4
16 LOGRJETTa. 1. PingmálafuDdurinn. Þótt þingmenn bæjarins hafi orðið eftirminnilega undir á þingmálafund- inum, þá er það síst því að kenna, að þeir hafi ekki beitt því harðfylgi gegn minni hlutanum, sem þeir frek- ast gátu komist fram með. Þeir ueituðu minnihlutanum um alla samvinnu við undirbúning fund- anna og um alt eftirlit þar. Og þó tók út yfir alt í byrjun fundarins. Fyrst var beðið eftir 1. þm. Reyk- víkinga til kl. nær 9. Þegar hann loks kom, ætlaði hann að gera sr. Ól. Ólafsson að fundarstjóra án at- kvæðagr. En L. H. Bjarnason laga- skólastj. mótmælti því og stakk upp á Borgþóri Jósefssyni bæjargjaldkera. Dr. J. Þ. neitaði að bera það undir atkvæði, hvern fundarstjóra skyldi hafa, en hinn þingm., M. Bl., tók þá í taumana og bar það upp, enda vildi ekki heldur sr. Ól. Ól. taka fundar- stjórnina að sjer eftir kosningu dr. J. Þ. eins. Var svo Borgþór kosinn. Svo var dagskrá þingm. breytt og fært fram á henni bankamálið og samgöngumálið. Bjarni fiá Vogi var á fundinum, þótt 'hann sje ekki á kjörskrá, og hefði því ekki rjett til að vera þar. Hann ætlaði að tala um fyrsta mál- ið, samb.málið. E. Claessen benti á, að það væri þvert ofan í yfirlýsingu þingm., að aðrir töluðu á fundinum en kjósendur, sem sókn ættu þangað, en kvaðst þó ekkert hafa á móti því, að B. J. væri gefið málfrelsi. Sama sagði L. H. B. og vildu þeir, að þá fengju ailir alþingismenn beggja flokk- anna að koma á alla fundina og tala þar. En þessu vildu þingm. ekki lofa, en skutu því til fundarins, hvort hann vildi heyra til B. J. eða ekki. Fundurinn neitaði því síðan með at- kvæðagreiðslu. Nákvæm skýrsla um það, sem á fundinum gerðist, fylgir á sjerstöku blaði þessu tölubl. Lögr. Þingmálafundir. Þingmennbæj- arins hafa boðað til þingmálafunda og skift bænum í 4 deildir eftir stafrofsröð. Fyrsti fundurinn var í gærkvöld, annar er í kvöld, þriðji annaðkvöld og fjórði á föstudags- kvöld. Fyrsta kvöldið er fyrir þá, sem eiga í nafni sínu upphafsstafina A— F og O—Ó., næst er G—H., þá í— N. og loks P—Ö. sem skulda fyrir blaðið, einkum þeir, sem skulda fyrir fleiri árganga, eru á- mintir um að borga. Inn- heimtumaður er Arinbj. Svein- bjarnarson bókbindari, Lauga- veg 41, Reykjavík. Þeim var útbýtt io. f. m. Bókmentaverðlaunin fjekk, eins og Lögr. hefur getið um, þýska sagna skáldið Paul Heyse. Hann er nú 8i árs. LæknisfræJisverðlaunin fjekk pró- fessor við hiskólann f Heidelberg á Þýskalandi Hann er fæddur 1853 og er fyrir löngu orðinn frægur maður, einkum fyrir ransóknir á eggjahvítuefni, Efnafræðisverðlaunin fjekk pró- fe'sor við háskólann í Göttingen á Þý.-kalandi Otto Wallach. Hann er fæddur 1847, hefur lengi verið prófessor vg sarnið fjölda rita. Eðlisfræðisverðlaunin fjekk pró- fessor við háskólann í Amsterdam, Johannes Diderik van der Waals, og hefur Lögr. enga mynd fengið af honum, því sagt er, þótt fágætt sje, að hann vilji með engu móti láta taka mynd af sjer. Hann er 73 ara og á að baki sjer langt vísindastarf. Friðarmálaverðlaunin, er norska stórþingið veitir, voru veitt alþjoða- friðarmálaskrifsto'unni í Bern. Hún er stofnuð af dönskum manni Fr. Bajer og var hann formaður hennar í mörg ár, til 1907. Ágætur bátasegldúkur ný- kominn. Síippfjalagié. Þingmálafundurinn í gær. Skýrsla um hann fylgir þessn tölubl. Lögr. Lesið hana! Skilagpein. Áheit og gjafir til Fríkirkjunnar 1910. 9. april. Áheit frá ónefndum í Rvík.............Kr. 5,00 17. maí. Áheit frá E. S. . — 5,00 19. maí. — — ónefnd- um sjómanni... — 2,00 28. maí. Áheit frá Gísla . Jónssyni .... — 5,50 29. júní. Gjöf frá Ól. Magn- ússyni — 4,00 12. sept. Gjöf frá G. Ó. . — 5,00 23. nóv. — — D. Þ. . — 1,80 28. nóv. Áheit frá Bj. . Hannessyni . . . — 2,00 Kr. 30,30 Reykjavík, 25. jan. 1911. Arinbj. Sveinbjarnarson. Þakkarorð. Öllum þeim, sem á einhvern hátt sýndu okkur hluttekningu i veikindum og við dauða drengsins okkar, og heiðruðu útför hans með návist sinni, færum við innilegt hjartans þakklæti. Ennfremur þökkum við öllum heiðr- uðum bæjarbúum, sem á svo mikinn og marg- víslegan hátt hafa Ijett undir þá byrði, er drottni þóknaðist að leggja á þennan blinda aumingja og okkur foreldra hans. Grettisgötu 31. Reykjavík. f’órlaug Pálsdóttir, Jón Jónsson. fyrir dómkirkjusöfnuðinn í Reykja- vík verður haldinn laugardaginn 28. janúar 1911 kl. 8 siðd. í húsi K. F. U. M. við Amtmannsstíg. Dagskrá: 1. Sóknargjaldalögin frá síðasta al- þingi. 2. Kirkjusöngurinn. 3. Onnur mál, er upp verða borin á fundinum. Rvík 13. janúar 1911. SóU narnefndin. Hjúkrunarnemi. Hraust, greind, ung stúlka getur komist að á Laugarnesspítala til að læra hjúkr- un. Læknir spftalans gefur nauð- synlegar upplýsingar. Fortepiano tekur undirritaður að sjer að stilla. Brynjólfur Porláksson. Styrkur úr minningarsjóði Sigríðar Thorodd- sen verður fátækum veikum stúlku- börnum í Reykjavík veittur. Um- sækjendur sendi beiðni og læknis- vottorð til forstöðunefndar Thorvald- sensfjelagsins fyrir 15. febr. næst- komandi. llansen baltara, Laugaveg 6, vantar dreng í bakarfið. Aðalfundur í hlutafjeiaginu »Baðhás Reykja- víkur* verður haldinn í Báruhúsinu uppi föstudaginn 27. þ. m. kl. 5 e. hádegi. Stjórnin mun skýra frá hag fje- lagsins og leggja fram reikning til úrskurðar. Tekin ákvörðun um skift- ing ársarðsins. Kosin stjórn og end- urskoðendur. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, er upp verða borin. Reykjavík, 10. janúar 1911. Eggert Claessen, p. t. formaður. Listarnir yfir samskotin hjer í bænum (Rvík) til minnisvarða Jóns Sigurðssonar og kvittanir fyrir innlagt samskota- fje í bankana eiga að afhendast for- manni samskotanefndarinnar Tryggva Guimapssyiii. jörí nálœgt Reykjavík er til sölu, getur verið að tala um skifti á húsi í Reykjavík. Lysthaf endur snúi sjer til ©rísla Ujörns- sonar, Grettisgötn 8. Kaupbætir „Lögrjettu". Þau einstöku vildarkjör gefur nú „Lögrjetta" skuldlausum kaup- endum sfnum, sem borgað hafa 3 sfðustu árganga blaðsins, að þeir fá i kaupbæti bók, sem kostar kr. 3,00. Það er íslensk þýðing af frægri skáldsögu: Oliver Twist eftir Ch. Dickens. Þetta tilboð stendur til næstkomandi febrúarloka. Allir kaupendur, sem þá eru skuldlausir við blaðið og hafa borgað 3 síðustu árganga þess, fá þennan kaupbæti meðan upplagið endist. Bókin, sem boðin er, er í vandaðri útgáfu. Frá 1. júní 1911 verður laus staðan sem hjúkrunar og for- stöðukona sjúkrahússins í ísafirði. Laun 600 kr. árlega, 2 herbergi til íbúðar og 1 herbergi fyrir vinnukonur. Forstöðukona sjer um húsþrif öll og þvotta, hefur á hendi sjúkrahjúkrum, lætur sjúkling- um i tje fæði, ljós og hita fyrir ákveðið endurgjald, en launar sjálf vinnukonum. Nánari upplýsingar hjá sjúkrahúsnefnd ísaijarðar. Umsóknir með vottorðum um hjúkrunarnám og meðmælum lækna sjeu komnar til sjúkraneindar íyrir 15. apríl 1911 .| ísafjörður 20. des. 1910. í umboði sjúkrahúsnefndar. D. Sch. Thorsteinsson. Tækifæriskaup! Undirritaður hefur til sölu 22 HK jDan^-motorvjel í ágætu standi. Motorvjel þessi, sem er einkar hentug í þilskip, selst fyrir hálfvirði. Lysthafendur eru beðnir að snúa sjer til hr. skipasmiðs Bjarna Þorkelssonar í Reykjavík, sem gefur allar nánari upplýsingar. Btykkishólmi í janúar 1911. 3 Sœm. Halldórsson. Lífsábyrg-ðarstofnun ríkisins. Hjer með auglýsist, að eftir fráfall fyrv. landlæknis J. Jónassens hefur ekkju hans, frú Þórunni Jónassen, verið fengið í hendur umboð í Reykja- vík fyrir lífsábyrgðarstofnun ríkisins. Stjórn lífsábyrgðarstofnunarinnar, hinn 3. des. 1910. O. A. Hothe. J. ó. lliuiHeu. 0TT0 HBNSTED danska smjörlihi er be^K Biðjið um legundímar JSóley * - Ingóífur " « Hehia " eda Jsafold* Smjðrlihið fce$Y einungis fra : Ofto Mönsted h/f. / Kaupmömnahöfn o3/fro5um i Oanmörku. • svr Pantið yður sjálfir Fataefni - beint frá verksmiðjunni. Mikill sparnaður. Hver maður getur fengið sjer sent burðargjaldsfrítt gegn eftirkröfu 4 mtr. 130 cm. breitt svart, blátt, brúnt, grænt og grátt ágætlega litað fi'nullar-hlæði í fallegan og hald- góðan kjól eða útiföt (Spadserdragt) fyrir einar 10 kr. (2,50 pr. mtr.). Eða 3‘A mtr. 135 cm. breitt svart, dökkblátt og grádröfnótt nýdgku. efni í haldgóð og falleg karlmannsföt fyrir einar 14 kr. 50 aura. Sjeu vörurnar ekki eins og óskað er eftir, þá er tekið við þeim aftur. Utanáskr.: Aarhus Klædevæveri, Aarhus, Danmark. 3-4 herbergja íbúð, í eða nálægt miðbænum, óskast frá 14. maí. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu Gutenberg. Stúlka óskast nú þegar. Kr. Biering Petcrscn. Suðurgötu 10. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.