Lögrétta - 01.02.1911, Side 1
Aígreiðslu- og innheiintum.:
ARINBJ. SVEINBJARNARSON.
Lautfftvetí 41.
Talsími 74.
Ri ts tj ó ri:
ÞORSTEINN GÍSLASON
Pingholtsstræti 17.
Tivlsimi 132.
M
Reykjnvík
1. íebrúar 1011.
VI. árg.
Kappglíma
um
Ármannsskjöldínn
fer fram í Iðnaðarmannahúsinu í kvöld og taka
11 glímumenn þátt í henni. Nú hefur Sigurjón
Pjetursson skjöldinn, vann hann 1. febr. síðastl. ár
af Hallgrími Benediktssyni, er fyrstur hlaut hann og
hjelt honum í tvö ár.
Hjer á myndinni ber Sigurjón Ármannsskjöld-
inn á brjóstinu, en á borðinu hjá honum stendur
Brauns-bikarinn, sem hann vann fyrir skautahlaup
siðastl. vetur og er mjög fallegur gripur. Þriðja
verðlaunagripinn hlaut Sigurjón síðastl. vor: íslands-
belti Grettistjelagsins á Akureyri.
Nú er kappið um það, hvort hann fái haldið Ár-
mannsskildinum í kvöld.
Sigurjón situr hjer eins og sigurvegari öðru
megin. En hinumegin er Hallgrímur Benediktsson,
harðlegur og snarplegur á að sjá og i alt búinn.
Nú er að sjá, hver skjöldinn ber á glímumót-
inu í kvöld.
Hallgrímur Benediktsson.
Sigurjón Pjetursson.
Þingmálafundir í Reykjavík
24.—27. jjinúnr 1011.
íjeimastjórnarmcmi sigra í Slium ðeilumálum.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
Lý§t óánægju yflp meöforð stjórnarHokksiiis á sam-
bandsmálinu.
Iíralist breytinga á stjórnarskránni á næsta þingi.
Krafigt af alþingri leiörjetfingar á Icigleysum stjórn-
arinnar i Landsbankamálinu.
Thorehneykslið einróma fordæmt.
lýst vantrausti á ráölierra og kratist þingransóknar-
nefndar samkv. 22. gr. stj.skr. til þess að ransaka sakir
þær, sem á liann hafa verið bornar.
Samþykt að fella niður fjárvcitingu til viðskiftaráðanauts.
Kefiavíkur-vitieysan kveðin niður.
Með síðasta tbl. Lögr. íylgdi ná-
kvæm skýrsla um fyrsta fundinn.
Hann var haldinn í Iðnaðarmanna-
húsinu, en hinir þrír í Báruhúsinu.
Fundarstjóri fyrsta fundarins var
Borgþór Jósefsson bæargjaidkeri kos-
inn með 165 atkv. (sr. Ól. Ólafsson
fjekk 115) og skrifarar Ágúst Bjarna-
son kennari og Brynjólfur Björnsson
tannlæknir. Á öðrum fundinum var
Halldór Daníelsson yfirdómari kosinn
fundarstjóri með 150 atkv. (Hannes
Hafliðason skipstjóri fjekk 130) og
skrifarar Halldór Jónsson bankagjald-
keri og Grímúlfur Ólafsson bæjarfó-
getaskrifari. Á þriðja fundinum var
Magnús Einarsson dýraiæknir kos-
inn fundarstjóri í e. hlj. og skrifarar
Jón Sigurðsson fullmektugur bæar-
fógetans og Karl Nikulásson verslun-
arstjóri. Á fjórða fundinn var fund-
arstjóri kosinn Sigurður Jónsson
kennari með 163 atkv. (Þorvarður
Þorvarðsson prentsmiðjustjóri fjekk
157) og skrifarar Richard Torfason
bankaritari og Þorsteinn Gíslason rit-
stjóri.
Tillögurnar, sem fram voru born-
r á fyrsta fundinum og prentaðar
ru í fylgibiaðinu með síðasta tbl.
ar
er
r a iyrsta fundinum og prenraoai
‘u í fylgibiaðinu með síðasta tbl.
IJÖgr., voru síðan bornar upp á öll-
um fundunum. Fáum einum tillög-
um var við bætt, eða þá gerðar ó-
verulegar breytingar á einstaka til-
lögu. Skal þessa getið í skýrslunni,
sem hjer fer á eftir, 0g svo at-
kvæðagreiðslu um allar tiliögurnar á
öllum fundunum. En lesendur hafi
til hliðsjónar skýrsluna frá i. fun(j.
inum.
1. Sjálfstæðismálið (sambands-
málið).
Um tillögu þingmannanna (a.) frá
1. fundinum fjellu atkvæði þannig (I.
táknar fyrsta fnd., II. annan fnd., III.
þriðja índ. og IV. fjórða fund):
a. I. feld 153 : 129, II. samþ.
160 : 145, III. feld 165 : 140, IV.
feld 184 : 183. Alls með till. 612
atkv., en 647 móti. Till. því feld.
Heimastjórnarmeirihiuti 35 atkv.
Um tillögu Heimastjórnarmanna
(b.) frá 1. fundinum: „Fundurinn
lýsir óánægju sinui yflr meðferð
stjórnarinnar og þingmeirihlutans á
sambandsmálinu", fjellu atkv. þannig:
b. I. samþ. 153 : 129, II. feld
160 : 145, III. samþ. 171 : 139,
IV. feld 170 : 163. Alls með till.
632 atkv., en 598 á móti. Till. því
samþykt.
Heimastjórnarmeirihluti 34 atkv.
Aths. Á 1. og 2. fundinum var
eigi leitað mótatkvæða um tillögurn-
ar öðruvísi en með atkv.gr. um hina
andstæðu tillögu. En á 3. og 4.
fundi var leitað mótatkvæða um hverja
einstaka tillögu.
c. Tillaga frá stjórnarliða á III.
fundi: „Fundurinn lýsir óánægju sinni
ýflr framkomu Heimastjórnarmanna
í sambandsmálinu". Feld 185 : 135
atkv.
d. Tillaga frá, Þórði Thoroddsen á
IV. fundi: „Fundurinn lýsir trausti
á þingmönnum í sambandsmálinu".
Feld 179 : 171 atkv.
2. Stjórnarskrármálið.
Þingmannatillagan (a.), er tekin var
aftur á 1. fundinum, var ekki fram-
ar borin upp, en tillaga Heimastjórn-
armanna, er samþ. var á 1. fundi,
gerð að sameiginlegri tillögu og var
hún samþykt í e. hlj. á öllum fund-
unum svohljóðandi: „Fundurinn skor-
ar áalþingiaðsamþykkja á næstaþingi
frumvarp tillaga umbreytingarástjórn-
arskránni, er feli í sjer afnám konung-
kjörinna þingmanna og afnám til-
vitnana í stöðulögin og fleiri breyt-
ingar, er nauðsynlegar kynnu að
þykja".
3. Bankamál.
1. liður þingmannatillögunnar (a.)
frá 1. fnd. var samþyktur með sam-
hlj. atkv. á öllum fundunum; 2. lið-
ur var feldur aftan af á 3. fnd. með
nokkrum atkv.mun, en samþ. á hin-
um fundunum. Um tillögu Heima-
stjórnarmanna: „Fundurinn skorar
á alþingi að rannsaka gerðir stjórn-
innar og lagfæra þær lögum sam-
kvæmt", var atkv.gr. þannig:
I. Samþykt 185 : 1, II. samþykt
í einu hlj. með svolátandi breytingu:
„og leiðrjetti þær, ef þær eru ekki
lögum samkvæmar*, III. [samþykt
(óbreytt frá 1. fnd.) með miklum hluta
atkv. gegn 7, IV. samþ. (óbr. frá 1.
og 3. fnd.) í e. hlj.
Atks. Einir 8 menn af kjósendum
Reykjavíkur hafa þá greitt atkv. ein-
dregið með stjórninni í bankamálinu.
Björn Kristjánsson bankastjóri talaði
hennar máli á 1. fundinum og hann
á eina atkv., sem þar er greitt gegn
þeim 185, sem fylgdu Heimastjórnar-
tillögunni. — Þeir, sem komu fram
breytingartill. á 2. fundinum, vildu
mýkja ósigurinn fyrir stjórnina, en
trystu sjer ekki lengra en þetta.
Sigurinn er í bankamálinu svo full-
kominn, sem mest má verða.
Á siðasta fundi bar Tr. Gunnars-
son fram svohljóðandi tillögu í sam-
bandi við bankamálið:
„Fundurinn skorar á aiþingi, að gera
ráðstafanir til, að menn geti sótt ráð-
herra fyrirhinum almennu dómstólum
landsins, ef þeir álíta að hann hafl
gert sig sekan í persónulegum meið-
yrðum jeða röngum sakargiftum í em-
bættisskjali gagnvart þeim".
Var hún samþ. með öllum atkv.
gegn 2.
4. Sanigönguinál.
Allar till. frá 1. fundi samþ. á öll-
um fundunum með samhlj. atkv.
Tillaga Heimastjórnarmanna var þar
svohljóðandi:
„Fundurinn skorar á alþingi að
hlutast til um að skilyrðum fjárl.
1909 fyrir fjárveiting til gufuskipa-
ferða verði fullnægt framvegis og
ferðum hagað eftir þörfum lands-
manna“.
Aths. Með einróma samþykt þess-
arar tillögu er dómur kveðinn upp
af kjósendum Reykjavíkur yflr Thore-
hneykslinu. Þingm. Rvíkur tóku
hana upp i sínar tillögur á 3. fnd.,
en annars var hún sjerstakl. upp
borin.
5. Fánamálið.
Tillaga þingm., sem samþ. varál.
fnd., var einnig sarr.þ. á 2. fnd., en
i hennar stað:
Á III. fundi samþ.: „Fundurinn
væntir þess, að Alþingi semjilögum
íslenskt flagg“.
Á IV. fundi var tillagan frá I. f.
samþ. með þeirri breytingu, að í stað-
inn fyrir „hinn íslenski fáni“ kom
„íslenskur fáni“.
6. Konungkjörnir þingnienn.
Um tillögu þingm. fór á öllum
fundunum eins og á 1. fundinum,
að henni var vísað frá með skírskot-
un til 14. gr. stjórnarskrárinnar og
með þessu atkv.magni:
I. 128 samhlj. atkv., II. 89 : 61,
III. í einu hlj., IV. í einu hlj.
7. Dóinsmál.
Tillaga L. H. Bjarnasonar frá 1.
fundi samþ. á öllum fundunum með
samhlj. atkv.; tekin upp af þing-
mönnum.
8. Kirkjnniál.
Tillögur:
a. Frá þingmönnum : „Funduriun
vill láta gera rækilega gangskör að
því að framkvæma aðskilnað ríkisog
kirkju og skorar á þingmennina að
fylgja því máli fast fram“.
b. Viðauhatillaya: Að sjálfsögðu
falli allar eignir, sem nú eru í vörsl-
um kirkjunnar, til landssjóðs.
c. Tillaga: Engum manni er skylt
að vera í neinu trúfjelngi eða gjalda
því skyldur af föstum eignum sín-
um nje launum.
a. Samþ. á I. fundi með öllum
atkv. gegn 2, II. með öiium þorra
atkv., III. með samhij. atkv., IV.
með öllum atkv. gegn 4.
b. Tekin aftur á I. f.; á II. f. var
tillagan samþ. með þeirri breytingu,
að í stað „þær eignir" komi: „opin-
berar eignir".
Viðaukatill. IH. f. samþ. í e. hlj.:
eftir landsjóðs: „að svo miklu leyti
sem þær eru ekki einkaeign einstak-
linga eða safnaða".
c. Tekin aftur á I. f., en samþ.
í e. hlj. á III. f. og IV. f.
9. Rannsóknarnefnd á ráðhcrra.
„Fundurinn telur rjett, að þing-
ið setji rannsóknarnefnd samkv. 22.
gr. stj.skr. til að rannsaka sakir þær,
er bornar hafa verið á Björn Jóns-
son ráðherra, svo að hið sanna megi
koma í ljós“.
Samþ. á öllum fundunum með svo-
hljóðandi atkv.greiðslu:
I. 143 : 8, II. með þorra atkv.,
III. með öllum greiddum atkv. gegn
4, IV. 192 : 87.
10. Eftirlaunamál.
Till. þingm. frá 1. fundi samþ. í
einu hlj. á öllum fundunum.
II. Fjármál.
Á I., III. og IV. fundi smþ.:
„Fundurinn væntir þess, að þing
og stjórn leitist við að útvega lánsfje
með hentugri kjörum en vjer höfum
nú, en auki því að eins lántöknr
landsins að brýna nauðsyn beri til“.
Á II. f. samþ. með 130 gegn 109.
„Fundurinn væntir þess, að þing
og stjórn leytist við að losa fjármálvor
sem mest við Danmörku og útvega
annarstaðar lánsfje með hentugri kjör-
um en vjer höfum nú, en auki því
að eins lántökur landsins, að brýna
nauðsyn beri til“.
Tillaga þingm., sem aðeins náði
samþ. á 2. fundinum, var þrætumál
á öllum fundunum vegna orðanna,
sem úr henni eru feld í till. Heima-
stjórnarmanna, sem samþ. var á hin-
um fundunum þremur. Atkv.gr. um
breytingu á þingm.till., eða úrfelling
úr henni, var þessi:
I. Breytingin samþ. með 135 : 5,
II. feld með 130 : 109, III. samþ.
með 190 : 20, IV. samþ. með 149 :
119.
Tillaga á 2. fundi: „Fundurinn
skorar á alþingi, að gera þær einar
ráðstafanir til þess að auka útláns-
fje í landinu, er ekki baki land-
sjóði auknar ábyrgðir" feld með 129
atkv. gegn 109.
12. Hafnarmálið.
Tillaga borgarstjóra frá 1. fundi
samþ. í einu hlj. á öllum fundunum.
13. Yerslunarlöggjöf.
Tillaga frá 1. fundi samþ. í einu
hlj. á öllum fundunum.
14. Fiskiveiðaniál.
Till. frá 1. fundi samþ. í einu hlj.
á öllum fundunum, með svohlj. við-
bót á IV. fundi frá Pjetri Zóphónias-
syni: „. . . enda hafi alþingi tryggi-
legt eftirlit með því, hvernig fjenu
er varið, og svo verði og um Bún-
aðarfjelag íslands framvegis".
15. Botnvörpunganiál.
Um tillöguna frá 1. fundi varð atkv.-
gr. þannig:
I. Feld með 97 : 19, II. samþ. með
þorra atkv., III. samþ. með 99 : 54,
IV. samþ. með miklum atkv.fjölda
gegn 25.
16. Sóknargjöld.
Tillaga frá 1. fundi falin þingm.
til athugunar af öllum fundunum.