Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.02.1911, Blaðsíða 2

Lögrétta - 01.02.1911, Blaðsíða 2
18 L0GRJETTA. t Jóu Póröarson kaupmaöur. Hann hvarf í gærkvöld, nál. kl. 8, og fanst í morgun örendur í flæðarmáli norðan og vestan við Arnarhól. Jón heitinn Þórðarson var góður maður og merkismaður, og er skaði orðinn í fráfalli hans. Nánar verður hjer í blaðinu. hans síðar eetið Fimm ára afmæli Verkmannafjelagsins „Dagsbrún“ 28. janúar 1911. Hjer skal orðtakið það: Fylgjumst einhuga að! Gerum öflug og haldtraust vor samfjelagsbönd. Þó hver einn megni smátt, þó hver einn lyfti lágt, þá á lýðfjöldinn samtaka máttuga hönd. Eins og fljót ryðji ís, svo er framrásin vís, þegar fjöldinn vill samtaka bæta sinn hag. Það er framsóknarstrið fyrir land vort og lýð. Þá vex ljósbrúnin óðum, sem færir oss dag. Okkar verkmannastjett, hún skal vinna sjer rjett, gerast voldug af manndáð á komandi tíð. Þar skal bræðralag kent, lika’ að máttur sje ment. Að því marki skal stefnt af þeim vinnandi lýð. Hjer var byrjað vort stríð fyrir batnandi tíð, eyðing böls, sem að sköpuðu fortiðar völd: Hann, sem vann, þoldi nauð, og hann vantaði brauð. Þeirri villu skal brundið trá liðinni öld. Syngjum starfmu hrós! En vort leiðandi Ijós, það sje landinu’ að gagna’, er vjer heimtum vorn rjett, efla samtaksins magn, sýna samhugans gagn. Þá er sigurinn vís. Þá er máttug vor stjett. P. G. Lðgrjetta kemur út i hverjum mið' vikudegi og auk þess aukablöð við og við, mlnst 60 blðð als á iri. Verð: 4 kr. irg. i fslandi, erlendis S kr. Gjalddagi 1. júli. 17. Kosning lækna. Tillaga frá 1. fundi falin þingm. til athugunar af öllum fundunum. 18. Kosning borgarstjóra. Tillaga frá 1. fundi samþ. í einu hlj. á öllum fundunum. ViðaukatilL frá Jóni Laxdal samþ. á III. f.: „Kosning borgarstjóra skal fram fara á sama hátt og kosning í bæarstjórn að öðru leyti en því, að aðeins skal nota einn lista, þar sem tilgreind eru nöfn allra umsækjenda. Er sá rjett kjörinn borgarstjóri, sem hlýtur flest atkvæði.". 19. Járnbrantir. Tiliaga 1. fundar samþ. með þess- ari atkv.greiðslu: I. Öllum atkv. gegn 2, II. i einu hlj., III. með öllum þorra atkv., IV. með öllum greiddum atkv. gegn 11. 20. Vantraust á ráðherra. Tillaga frá 1. fundi svohljóðandi: „Fundurinn lýsir vantrausti á ráð- herra“, samþykt á 1., 8. og 4. fundi með þessum atkvæðamun: I. samþ. með 118 : 21, III. samþ. meðl47 : 14, IV.samþ. með 147 : 121. Á 2. fundinum var með skírskotun til samþyktarinnar um ransóknar- nefndarskipun á ráðherra samkv. 22. gr. stjórnarskrárinnar samþykt að taka málið út af dagskrá. Sama til- laga var á 4. fundinum feld með 145 atkv. gegn 123. 21. Um viðskiftaráðunantinn. „Eftir fenginni reynslu telur fund- urinn rjett, að fella niður fjárveit- ingu til viðskiftaráðunauta". Samþ. á I. f.: 123 : 12; II. f.: 123 : 104; III. f.: 133 : 85; ekki borið upp á IV. f. sökum þess, hversu áliðið var. Samþ. 379 : 201. Á III. fundi bar Bjarni Jónsson frá Vogi fram svohlj. till.: „Fundurinn skorar á alþingi að veita ekki minna en 15 — 20,000 kr. til viðskiftaráðunauta, og sje því fje varið til launa og ferðakostnaðar fyr- ir einn eða tvo viðskiftaráðunauta og skrifstofufje fyrir þá og vibskiftafull- trúa, er hann eða þeir skuli fá sjer í helstu viðskiftalöndum vorum". Feld með 130 gegn 84. 22. Tollmál: „Fundururinn tjáir sig mótfallinn faktúrutolli og farmgjaldi". Samþ. á I. f.: 108 : 1; II. f.: öll- um gegn 4; III.: öllum gegn 14; á IV.: samþ: í e. hlj. 23. Fólksllntningur á mótor- bátnm: Á III. og IV. f. samþ. svohlj. till.: „Fundurinn skorar á þingmenn kjördæmisins, að hlutast til um, að alþingi semji iög um fólksflutninga á mótorbátum og opnum bátum, er takmarki tölu farþega og að öðru leyti tryggi lif manna og heilsu á slíkum ferðum. 24. Pegnskyldnvinna. Á IV. fundi var með öllum greiddum atkv. gegn 3 samþ. tillaga frá Þórði Breiðfjörð um, að fresta þegnskyldulögunum, ef þau kæmu fyrir næsta þing. 24. Fjölgun alþm. í Reykjavík. Á IV. fundi var í einu hljóði samþykt tillaga frá Pjetri Zóphónías- syni um, að skora á þingmennina að fylgja því fast fram á næsta þingi, að Reykvíkingar fái 5 alþingismenn. Til viðbótar skýrslu síðasta tölubl. af i. fundinum skal enn þetta tekið fram: Af hendi þingmanna hafði dr. J. Þork. forgönguna á 2 fyrri fundun- um, en M. Bl. á 2 hinum síðari. Atkvæðateljarar voru á öllum fund- unum tilnefndir jafnmargir frá hvor- um flokki um sig. A 2. fundinum töluðu af hálfu Heimastj.m.: G. Björnsson landlæknir, Hannes Haf- stein bankastj., Gísli Þorbjarnarson búfr. og Gunnlaugur Pjetursson fyrv. bæjarfulltrúi. En afhálfu stjórnarm.: auk þingmannanna, Bjarni Jónsson alþm. frá Vogi og Gísli Sveinsson lögfr., báðir aðfengnir utan kjósenda- deildarinnar og hvorugur með kosn- ingarrjetti hjer. Á 3. fundi töluðu af hálfu Heimastj.m.: alþm. Jón Ól- afsson og Jón frá Múla, Jón Þorláks- son verkfr. og Jón Laxdal skrifstofu- stj. En af hálfu stjórnarmanna, auk þingm.,IngvarSigurðssonstd.ogJakob Möller bnkr. Jóh. Kristjánsson ættfr. mæltimeð vantraustsyfirlýsingu til ráð- herra. Indr. Einarsson skrifst.stj. mót- mælti fjármálatillögu þingm. og Bjarni frá Vogi fjekk, eftir till. frá Heima- stj.m., málfrelsi til varnar viðskifta- ráðanautnum. Á 4. fundinum töluðu frá hálfu Heimastj.m : Knud Zimsen verkfr., P. Zóphóníasson ritstj , Þorst. Gíslason ritstj. og Þorv. Þorvarðsson prentsmiðjustjóri. En frá hinna hálfu, auk þingm, Þorst. Erlingsson skáld, Sv. Björnsson málaflm., Þórður Sveins- son læknir og Þork. Klements vjela- fræðingur. Þegar þess er gætt, að Heimastj,- menn áttu miklu erfiðari aðstöðu en hinir, að fundahúsið, allur undirbún- ingur fundahaldanna og alt eftirlit með þeim var eingöngu í stjórnar- manna höndum, og, að þeir notuðu sjer alt þetta svo freklega sem fram- ast mátti verða, — þá verður sigur Heimastjórnarflokksins enn glæsilegri. Það var auglýst, að aðgöngumið- ar að fundunum yrðu ekki úti látnir lengur en til 7 á kvöldin, og þetta var rækilega haldið að því er Heima- stjórnarmenn snerti. Þeim var vísað frá, ef þeir komu eftir að klukkuvís- irinn gekk yfir hið ákveðna mínútu- stryk. En þá var á hverju kvöldi sendur út hópur manna með að- göngumiða til þeirra, er þingm. vissu vera sína menn og eigi höfðu sótt sjer miða um daginn. Brjef fylgdu þá með til sumra, með hvatningar- orðum um það, að þeir skyldu sækja fundinn. Einnig hleyptu stjórnar- menn inn í húsið, sjer til stuðnings, mönnum, sem ekki höfðu rjett til að vera þar, og fullyrða kunnugir, að nokkur brögð hafi verið að þessu á öllum fundunum. En um þetta og þvf um líkt er þó ekki vert að halda þrætum uppi eftir á, úr því að það hafði engin veruleg áhrif á úrslitin. Hitt er víst, að kjósendur, sem stjórn- armenn hafa talið sjer fylgjandi og hvatt til fundarsókna, hafa greitt at- kv. móti stjórninni í bankamálinu, Thoremálinu og fleiri deilumálum, en með vantrausti á ráðherra. í öllum þessum málum er atkv.magn stjórn- arandstæðinga svo yfirgnæfandi. Það er aðeins f sambandsmálinu einu, sem stjórnarmenn virðast enn eiga hjer nokkurt kjósendafylgi, og því fylgi er þó náð á þann hátt, að þeir bera upp tvískinnungstillögu, er þeir ým- ist skýra fyrir kjósendum sem skiln- aðartillögu, persónusambandstillögu eða kyrstöðutillögu. »,Já, en nú getur maður játað það<(. — »Ekki skil jeg f því, hvað þið getið verið gleiðir þarna á fregn- miðanum«, sagði Heimastjórnarmaður við annan af þingmönnum okkar á laugardaginn var, og átti þar við fregnmiðann um »dýru drengina«. »Núf«, sagði þingmaðurinn og var snöggur í svari, — »kallarðu það ekki gott, að fá yfir 600 atkv. með hreinni skilnaðartillögu?« »Skilnaðartillögu?« át hinn eftir. »Þið neituðuð því hver í kapp við annan á fundunum, að það væri skiln- aðartillaga«. »Já, sagði þingm., lagði undir flatt og brosti; »en nú getur maður játað það«. M. Blöndal og viðskifta- ráðunauturinn. Á þing málafundi þeim, erjegvar á hjer hinn 27. þ. m., gat jeg þess við umræðurnar um viðskiftaráða- nautinn, að jafnvel flokksmenn Bjarna Jónssonar frá Vogi, á þingi, hefðu talið það órgustu fjarstœðu að hon- um yrði veitt staðan, og til sönnun- ar því gat jeg nokkurra ummæla háttv. 2. þm. Reykvíkinga, er mig minti, að jeg hefði sjeð í Þingtfðind- unum, eftir hann, um þetta atriði. Þingm. (M. Bl.) hefur víst ekki munað betur en að hann hafi strykað vel og vandlega óll þau ummæli, er hann hafði á þingi um þetta efni, út úr ræðu sinni, áður en hún var prent- uð; að minsta kosti andmælti hann því mjög svo kröftulega á fundinum, að hann hefði sagt nokkuð slíkt á þingi. Til þess nú að háttv. kjósendur, sem á fundinum voru, geti fullvissað sig um, hvor okkur hafði rjettara fyrir sjer, og hversu þingm. er sam- viskusamur í þessu efni, skal jeg leyfa mjer að tilfæra hjer orðrjetta klausu eftir þm. (M. Bl.) eins og hún var prentuð í Þingtíðindunum, B II. bls. 1347; hún hljóðar svo: „En jeg skal þó geta þess, að í „Lögrjettu"........stendur það, að háttv. þm. Dalam. (B. J.) eigi að verða verslunarráðanautur í útlönd- um. Jeg hafði nú búist við, að rit- stjórn þess blaðs vœri vandari að virðingu sinni en svo, að hún Ijeti blaðið hlaupa með jafn-staðlaust fleipur.*) Svo mörg eru þessi orð prentuð í Þingt., en fullyrt er það af mönn- um, sem hlustuðu á ræðuna, að orð- in hafi bæði verið fleiri og kröftugri, °g þykjast sumir muna, að þm. hafi brúkað orðið „svívirðing- í sambandi við þetta. Hvers vegna háttv. þm. hefur haft þessi ummæli, er óþarft að skýra nánar fyrir kjósendum. En úr því að þm. sjálfur varð til þess, að jeg fer að rifja þetta upp fyrir honum, þá ætla jeg að bæta við öðrum um- mælum um sama efni, er höfð eru eftir honum af öðrum háttv. þingm. — Þessi þm. segist hafa átt tal við M. Bl. f þingsalnum og sagt við hann, að heyrst hafi, að B. J. frá Vogi ætti að verða viðskiftaráðanaut- ur, og hafi þá M. Bl. svarað því þannig: „Þetta er tilbúningur úrHeima- stjórnaruiönnum, og sagt ráðherran- u.n til skammar". Það er nú hægra fyrir þm., að lýsa þetta ósannindi, en hitt, af því engir vottar munu hafa verið við, en þm., sem leifði mjer að hafa þetta eftir sjer, er reiðubúinn að standa við það, og segist þá geta bætt við ýmsum öðrum ummælum sama þm. (M. Bl.) um veitingu á verslunar- ráðanautsstöðunni, ef óskað verði eftir. Vona jeg að þm. og háttv. kjós- endur láti sjer þetta nægja sem sönn- un fyrir því, að jeg fór með rjett mál á fundinum. Rvík 29. jan. 1911. Jón Laxdal. *) Leturbr. gerð af mjer. J. L. Skriftamál ráSherra. Hann birtir í ísaf. 3 brjef, sem hann hefnr ritað flokksmönnuni sínnm nm þingfrestunina, sam- bandsmálið 0. fl. Fyrsta brjefið er skrifað í Hobro á Jótlandi á Þorláksmessu í vetur. Þar í eru þau mótmæli hans gegn Keflavíkurvitleysunni, sem á var minst f síðasta tbl. Lögr. Annað brjefið er ritað hjer í Rvík 20. f. m. og segir frá burtför hans frá Khöfn og för suður og vestur um lönd. Hið þriðja er dags. hjer í Rvík 24. f. m.; er það lengst og merkilegast og mun vera svar til þingflokksmanna hans hjer í bænum upp á tilraunir þeirra til þess að fá hann til þess að leggja niður völd áður en þing kemur sam- an. Það brjef er prentað hjer orð- rjelt, nema hvað úr er feldur einn kafli alllangur, er ræðir um afskifti ráðherra af viðskiftaráðunautnum, en frá þeim er áður skýrt í Lögr. og ekkert nýtt fram dregið í þvf máli í brjefi ráðherrans. Brjefið er svo hljóðandi: „Háttv. flokksbróðir! Jeg hef heyrt nokkra heiðvirða stjórnmálamenn vora halda því fram, að ráð hefði verið af mjer að halda fastara fram í haust pingfrestuninni (til vors 1911) en jeg muni hafa gert, jafnvel leggja við embætti mitt. Og mundi þá, segja þeir, hafa verið und- an látið. En lítt mun þeim hinum sömu kunnugt vera, hve fast eða laust jeg hef haldið henni fram, og því síður mun vera á þeirra færi um það að dæma til nokkurrar hlítar, eða mjer framar, hvern árangur borið hefði hið allra ítrasta kapp af minni hendi til fylgis því máli, — semsje: bein embættislausnarbeiðni að öðrum kosti, — hvort heldur veiting þing- frestunarinnar eða þá lausnarbeiðn- innar, ásamt þar með fylgjandi skip- un annars manns í ráðherrasessinn. Þeir œtiu raunar að fara nærri um það, að sje þjóð við Eyrarsund nokk- urt mál áhugamál, það er til íslenskra stjórnmála kemur um þessar mundir, þá er það skammlífi meiri hlutans á alþingi, sem nú er eða var 1909, þingflokksins, sem þeir eru fulltrúa um, eftir skrifum og skeytum hjeðan, að búi yfir eindregnum skilnaðarlaun- ráðum, með minni forustu í pukri, af ótvíræðu falsi og fláttskap mínum. Og mun þá hverjum manni liggja f augum uppi, hvort hægt er að á- byrgjast, að eftirmaður minn mundi tekinn úr áminstum meiri hluta áfram, er þar syðra vilja allir menn feigan, en ekki úr minni hlutanum, sem á þar hinu mesta ástríki að fagna fyrir frammistöðuna 1908 andspænis „upp- kastinu" þá, og andstygð hans á allri »LösriveIse“, er þeir (Danir) stand- ast eigi reiðari en ef nefnda heyra á nafn, at lítilmögnum, er eigi engan skapaðan hlut undir sjer, en ætli sjer þá dul, að láta sjer þrítugfalt mátt- ugri þjóð (og betur þó) gugna fyrir. En 4 mánuðir til þings, hins reglu- lega þingtíma, og sama sem engin tök að komast í snatri fyrir vilja meiri hlutans um eftirmann minn, svo sem samgöngum hagar hjer á landi, þótt hlýða hefði þótt eftir hon- um að fara, ekki meiri líkur en til þess voru þo eftir þessum bókum. Og loks hins vegar engin fyrirstaða að láta minnihlutamann taka við völdum, með því að það má nú orðið gera með sjálfs hans ur.dirskrift einni með konungi. En ekki nein ægileg hætta á of tæpu fylgi við hann, er á þing kæmi, ekki færri en reynast munu hjer á landi sem annarstaðar fylgispakir heilræðinu um að fága þá eik, sem undir skal búa, og ekki færri en trúað munu hafa sunnan hafs þv/, sem fullyrt var þar af minni hlutans hálfu eftir kosningasigur vorn þá (1908): að þá til orðinn meiri hluti lyddi ekki saman á öðru en fjandskapnum við fyrirrennara minn og valdagræðgi í ráðherraefnum vors flokks, sem fara mundi allur í mola, er að því kæmi að koma sjer saman um nýjan ráðherra. — Eða þá (er sú spá brást mót öllum vonum), ef hlunnindagráðugir flokksmenn hefðu minna upp úr krafsinu hjá hinum nýja valdhafa handa sjer og sínum en þeir þættust eiga skilið eða við hefðu búist, sem er kunnugra en frá þurfi að segja, að vera þykir einna algengast flokkssundrungarefni. En það eitt ærinn ábati á því að koma að, þótt ekki væri nema í svip að kalla má, ráðherra úr minni hlutanum, að þá var ráð fengið til að skipa aftur menn í konungkjörnu sætin úr sama flokki, minni hlutanum, og það til 6 ára, til andróðurs meiri hlutanum í ónnur full 6 ár. Og væntanlega honum til algerðs falls, áður lyki. Því var það, hvernig sem á er litið, sýnilegur hagur flokknum, að jeg tók það ráð, sem jeg gerði: að leggja ekki stöðu mína við fram- gangi þingfrestunarinnar, — of miklu spilað úr hendi sjer með því. — „Jeg hef orðið þess var, að einhverj- um flokksmönnum þyki jeg hafa ekki rekið nógu vasklega og djarflega er- indi meiri hlutans í satnbandsmálinu. Skilst mjer þeir kenna mjer um, að frumvarpinu alþingis 1909 hefur verið að engu sint á ríkisþingi Dana, frem- ur en aldrei hefði til orðið. En mjer er nú ekki vel skiljanlegt, hverjum ráðum jeg hefði átt að beita til að knýja Dani til að haga sjer öðru vísi, hvort t. d. skilnaðarhótuninni, sem þeir gera ella ekkert nema esp- ast við, eða hverju. Eða hvort þessir menn ætlast til, að jeg hefði fengið kong til að skipa hinum dönsku ráð- herrum sínum að leggja sambands- lagafrumvarp vort (alþingis 1909) fyrir ríkisþingið. Af sjálfsdáðum voru þeir og eru alveg ófáanlegir til þess. Þeir svara því máli svo, sem aðrir danskir stjórnmálamenn: Uppkasts- tilboðið frá vorri hálfu, Dana, 1908, var svo ríft í yðar garð, íslendinga, að ekki er nokkurt viðlit lengra að

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.