Lögrétta - 19.04.1911, Page 1
Aígreiðslu- og innlieimlum.í
ARINBJ. SVEINBJARNARSON.
Lauifaveu
Talsimi 74.
M ÍO.
Reykjavík ÍO. apríl 1911.
VI. árg^.
Sýningarnefndin vill vekja athygli allra rí þvi, að óð-
um styltist timinn til sýningarinnar, og þurfa menn að
hraða sjer með að senda muni þrí, sem þeir œtla að
sýna, annaðhvort til einhvers af oss undirriluðum eða
eftirtaldra aðstoðarmanna okkar:
Stykkishólmi: Hjálmar Sigurðsson kaupm.
Ólafsvik: Guðm. Einarsson prestur.
Ilorijarnesi: Magnns Þorbjarnarson söðlasm.
Akranesi: Ólafur Finsen lœknir.
Keflavik: Sigurður Þorkell verslunarstj.
Eyrarhakka: Guðm. Guðmundsson verslunarstj.
Veslmannaeyjum: Gísli Lrírusson.
Vik: Halldór Jónsson kaupm.
íðnaðarmannaljelögin i kaupstöðum landsins annast
um móltöku og sendingu munanna i sinurn umdœmum.
W*F" jffll'r mnnir verða að vera komnir
hingað til Reykjavíkur seinast 1. júni.
<Jcn cTCalléórsson, cTá’. cfóraGGe,
Skólavörðustíg 4. Tjarnargötu.
cSónaían Þorsteinsson,
Laugaveg 31.
cJKaítRías Þóróarson, Qarl cfíarfels,
Laugaveg 31. Laugaveg 7.
cJíatrín cfflagnusson,
Ingólfsstræti 9.
%3}agnReióur tJCqfstein, Suórún cfíriem,
Tjarnargötu Tjarnargötu 28.
I. O. O. F. 924219.
Forngripasafnið opið Sd., þrd. og fimtud.
kl. 12—2.
Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—I.
Tannlækning ók. (I Pólthósstr. 14) I. og 3.
md. í mán. 11—1.
Landakotsspítali opinn f. sjókravitj. io‘/»
—12 og 4-5.
Islands banki opinn 10—21/. og 51/.—7.
Landsbankinn 10*/.—21/.. Bnkstj. við 12—1.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. (
mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
12—3 og 5—8.
Lárus Fjeldsted'
YflrrJ©ttarm41«f»r»lum«0ur.
Lækjargata 2.
Helma kl. I 1-12 og 4-5.
Faxaflóa^ufabáturinn „lngólfur“
fer til Borgarness 28. apríl.
- - Hafna 24. apríl.
Diímst Msgðgi
H/F Völundup
selur húsgögn úr furu með því verði,
sem hjer segir:
Ómálað. Málað.
Kommóður, ósamsettar, frá 12,00
— samsettar — 15,50
— — frá 19,00
Borð.................— 4,00 — 5,50
Bufifet..............— 30,00 — 36,00
Servantar............— 10,00 — 12,00
Fataskápar...........— 14,00 — 17,00
Rúmstæði.............— 8,00 — 11,00
Bókahyllur, litaðar (hnot-
trje) 2,50.
Bókaskápar, amerískt
fyrirkomulBg, úr eik,
hillan............— 8,00
úr mahogni, hillan . — 12,00
Ferðakoffort .... — 5,00 — 5,75
Eldhúströppur, sem
breyta má í stól . — 6,00
Skrifborð ..... — 20,00 — 22,00
— með skápum — 30,00 — 34,00
Búrskápar............— 7,00
Borðstofustólar úr birki
6,00—6,50
Allskonar önnur húsgögn eru smlð-
uð eftir pöntun úr öllum algengum við-
artegundum.
Ennfremur eru til fyrirliggjandi:
HurOIr, mjög vandaðar, kvistlakkaðar
og grunnmálaðar, stærð:
3° X i°úr i1/,", kontrakildar á 7,50
3°3"Xi°3"— 1 V«" — - 8,25
3°4"Xi°4"— iV»" — - 8,50
3°5" X i°5"— i'A" — - 8,75
3°6"Xi°6"- i1/*" — - 9.00
3°8"Xi°8"— ii/a" — - 9.5°
Útidyrahurðir:
3° 4"X2° úr 2" með kílst. parið á 21,50
3° 6"X2° — 2" — — — - 22,00
3° 8"X2° — 2" — — — - 22,50
3°i2"X2° — 2" — — — - 23,50
Okahurðir, venjulegar, stykkið . - 5,00
Talsvert af hurðum af ýmsum öðrum
stærðum en að ofan eru greindar eru
einnig til fyrirliggjandi. Sömuleiðis eru
ávalt til: Gerikti, Gólflistar, Loftlistar,
Kilstöð og ýmsar aðrar tegundir af list-
um. Allskonar karmaefni. Rúmfætur,
Rúmstólpar, Borðlætur, Konunóðufætur,
Stigastólpar og ýmiskonar Pílárar. Margs-
konar rennismíðar eru til fyrir hendi og
allskonar pantanir í þeirri grein fást
fljótt og vel af hendi leystar.
Komið og skoðið
það, sem er fyrirliggjandi f verksmiðju
tjelagsins við KlappsiPStíg.
(sportjakkar),
stórt úrval nýkomið.
Sturla 3ónsson.
Aðalfundur
hlutafjelagsins Lögrjetta verður hald-
inn á Hótel ísland laugardaginn 22.
apríl kl. 8V2 síðd.
Árfðandi að hluthafar mæti.
Nfjóniin.
Frumvarp þetta kom frarn á síð-
asta þingi í mjög svo sakleysis-
legri mynd og var þvf þá aðallega
haldið fram af flutningsmönnum þess,
að þá langaði til að reyna, hvort
þessi hugmynd þeirra yrði ekki holl
og góð leið til að afla landsjóði fjár.
En þeir gátu þess þó um leið, að þetta
væru slíkar finnbrækur fyrir land-
sjóðinn, að úr þeim mætti ausa í
hann ótakmörkuðum tekjum. Sem
betur fór, var þingið þá svo fram-
sýnt, að hafna því, að ganga inn á
þessa greiðu en ranglátu braut til
að afla landsjóði fjár, og treystu þá
flestir því, að frumvarp þetta væri
þar með úr sögunni; en svo hefur
ekki reynst, því nú er það komið
fyrir þingið í nýrri og verri mynd en
áður, og þótt fyr hafi verið allmikið
ritað um agnúa þá, sem farmgjalds-
hugmyndinni fylgja, þá langar mig
til að leggja þar nokkur orð f belg.
Við hverskonar toll-álag er auð-
vitað margs að gæta, og vart verða
þau tolllög nokkurn tíma búin til,
er ekkert megi finna að, en fjögur
aðalskilyrði verða þó að takast til
greina við allar toll-álögur og set jeg
þau hjer:
1. Að tollurinn komi sem sann-
gjarnast niður á landsmenn, að fá-
tæklingum sje sem minst íþyngt og
að þeir, sem betur eru efnum búnir,
borgi sinn skerf.
2. Að sæmileg trygging sje fyrir
því, að ekki verði farið í kring um
lögin og þau brotin.
3. Að sá, sem eiginlrga borgar
tollinn, þurfi ekki að borga hann
margfaldan vegna þess, að þeir, sem
upphaflega hafa greitt hann, taki afar-
há ómakslaun og vexti af fje því,
er þeir hafa lagt út.
4. Að útlendingar, sem á ein-
hvern hátt nota sjer hlunnindi lands-
ins, beri einnig byrðina með lands-
mönnum.
Hvernig fullnægir nú þetta farm-
gjaldslagafrumvarp þessum skilyrð
um, og hvernig hin núgildandi toll-
lög?
Við að líta á 8. flokkinn f farm-
gjaldsfrumvarpi því, sem fyrir liggur,
virðist þar í fljótu bragði gætt hags-
muna fátæklinganna með því að sleppa
farmgjaldi af öllum korntegundum,
svo ekki sje hægt að segja, að brauð-
ið, sem þeir borði, sje tollað, en aft-
ur á móti er í 4. grein lagður 1 kr.
tollur á hver 100 pd. af skipsbrauði,
skonroki og kexi, og f 2. flokki 25
aurar á hver 100 pd. af smjörlíki eða
annari feiti ofan á brauðið; þetta er
fyrir fátæka sjómenn, en ekki sveita-
bóndann — sem fær verðlaun fyrir
að selja útlendingum smjörið sitt. —
Aftur á móti er ekki sýnilegt, að
fátækari hluti þjóðarinnar vinni mik-
ið við það, þó ekki sje greitt neitt
farmgjald af tilbúnum bókum prent-
uðum, gólfplötum úr leir og steini,
jarni óunnu f klumpum og tígulstein-
um allskonar. Það mundi koma lítið
við hann, þó hæfilegt farmgjald væri á
þessum vörutegundum, og sumt af
þeim er þannig lagað, að hægt væri
að veita mönnum atvinnu við að
búa þær til í landinu. Tómar tunn-
ur og tunnustafir eru líka undan-
skilin farmgjaldi. Er það af því
að mest af þeim flytja þeir Norð-
menn hingað, sem stunda hjer síld-
veiðar?
Þrátt fyrir þetta skal þó ekki mikið
átalið, að sleppa farmgjaldi á þeim
vörutegundum, sem taldar eru upp
8. flokki, en svo koma aðrar vöru-
tegundir, sem þar eru ótaldar, en í
framkvæmdinni munu komast undir
þann flokk, af þeirri ástæðu, að þær
verða fluttar sem /ÓJíbögglar og þá
ekki tilgreindur á farmskrá skipanna,
sem er eina sönnunargagnið fyrirþví,
hverjir og hvað eigi að greiða í
farmgjald. Hjer skulu nefndar að-
eins nokkrar af þeim vörutegundum,
t. d. silkidúkar, slipsi, svuntudúkar
úr ull, kjólaleggingar, hanskar, silki-
hattar, gull- og silfur-gripir, svo sem
úr, armbönd og festar, fínustu klæði
og kamgarnsfataefni, dansskór og
annar fínni skófatnaður o fl. o. fl.
Af þessum vörutegundum verður ekk-
ert farmgjald greitt og kemur það
sjer víst afarvel fyrir fátæklingana, að
þeim er ekki íþyngt, þegar þeir
kaupa þessar vörutegundir!
Við samanburð á hinum flokkun-
um virðist samræmið vera líkt, lítill
greinarmunur gerður á þörfu og ó-
þörfu, og skal hjer bent á nokkur
dæmi.
Af gipsi, línsterkju og spegilgleri
er greitt tífalt minna farmgjald en
af krít, köðlum, seglgarni, færum og
netum.
Af ávaxtavínum, gosdrykkjum,
hampgjörðum, legsteinum, linoleum-
dúk og vaxdúk er greitt helmingi
minna farmgjald en af akkerum og
akkerisfestum, smíðajárni, sjóklæðum
og þakjárni, en áttfalt minna en af
klossum og sjóstígvjelum.
í fjórða flokki eru hárnálar og
títuprjónar undir sama númeri og
gaddavír, girðingarefni og skipa-
saumur, og í fimta flokki, dýrasta
flokknum, er seglastriga, hessian og
baggings (til fiskumbúða), blásteini
og vitrioli skipað á bekki með glys-
varningi. Ótal fleiri dæmi mætti
tína til, sem sýna að flokkaskipunin
er að eins af handahófi og út í blá-
inn; en það, sem gengur eins og
rauður þráður í gegnum þessa flokka-
skipun, er það, að ávalt er þess gætt,
að nægilega sje lagt á þær vörur,
er útgerðarmenn og sjómenn þurfa
að kaupa mikið af til að geta stund-
að atvinnu sína, fiskiveiðarnar, en
landbændur þurfa Iítið af að kaupa,
og rjett til dæmis mætti benda á,
að af „sekkjum utan um ull" (á víst
að vera undir ull) er farmgjaldið 25
au. af 100 pd., en 2 kr. af 100 pd.
af fiskumbúðum.
Af framanskráðu vona jeg að mönn-
um verði ljóst hvernig 1. skilyrðinu
er fullnægt, og vík jeg mjer því að
öðru skilyrðinu, nfl. tryggingunni
fyrir því, að ekki verði farið í kring
um þessi lög og þau brotin.
Eina tryggingin fyrir því eiga
farmskrárnar að vera; en það virð-
ist draga mikið úr þeirri tryggingu,
þegar sami maðurinn og saina versl-
unarfirmaið sendir og tekur á móti
vörunum, ef til vill með sínum eigin
skipum, og sjálft semur þessar farm-
skrár, og þetta getur þráfaldlega
komið fyrir, en það eru auðvitað
ekki smákaupmennirnir, sem það geta,
og þó að stærri kaupmennirnir sjeu
allir sæmdarmenn, virðist ekki ástæða
til að opna þeim svona víðar dyr til
að standa betur að vígi en þeirra
smáu keppinautar. Auðvitað heimila
lög þessi lögreglustjórum að krefjast
æru- og samvisku vottorðs af þeim
mönnum, er þeir halda að hafi fengið
gjaldskyldar vörur frá útlöndum, en
þess er ekki krafist, að þeir geri það,
og þeir, sem vitanlega hafa fengið
vörur, þurfa ekkert vottorð að gefa
um, hvort þeir hafi ekki fengið annað
eða meira en á farmskrá stóð.
Þá skal lítið eitt minnast á þriðja
skilyrðið.
Það hefur ávalt verið talinn aðal-
agnúinn á öllum tolltekjum, að með
þeim væru gjaldendurnir látnir borga
til muna meira gjald sem toll heldur
en það, sem rynni f ríkissjóðina (hjer í
landsjóð), því kaupmenn skoðuðu
tollinn sem aukið innkaupsverð vör-
unnar og legðu svo á hana hærra
hundraðsgjald, bæði fyrir vöxtum,
verslunarkostnaði, vanskilum o. fl.,
og er þetta rjettmæt ástæða og mun
það vera venja kaupmanna víðast,
þó þess gæti lítið hjer, að þessari
reglu sje fylgt. Tollvörurnar hjer,
kaffi og sykur, og jafnvel tóbak, hafa
eftir að tollur var lagður á þessar
vörutegundir oft verið seldar með
svo litlum hagnaði, að undrum sætir;
um engar vörutegundir verið jafnmikil
samkepni milli kaupmanna, og má
þvf heita, að kaupmenn lijer hafi
endurgjaldslaust innheimt tollana af
þessum vörutegundum; en eftir því
sem vörutegundunum fjölgar, sem
gjald er greitt af í landsjóð, má bú-
ast við, að þeir fari að sjá að sjer í
þessu efni og vilji fá eitthvað fyrir
ómök sín. En það þurfa fleiri að
*eSgja á fyrir þessu aukagjaldi en
kaupmennirnir, þegar gjöld eru lögð
á þær vörutegundir, sem nauðsyn-
legar eru til framleiðslunnar. Utgerð-
armaðurinn, sem kaupa verður vör-
urnar dýrari hjá kaupmönnum vegna
farmgjaldsins, verður að taka það
aftur af hásetunum, og ef hann gerir
út bát, mun hann helst ná því með
því, að taka einum dauðum hlut
meira af bátnum, eða ef hann gerir
út þilskip, þá að lækka kaup háset-
anna eða á annan hátt að kreppa
kjör þeirra. Getur þá vel farið svo,
að hásetar borgi þannig óbeinlínis
margfaldan þann toll, sem í land-
sjóðinn rennur.
Fjórða atriðinu, að útlendingar,
sem hjer stunda veiðar við land, beri
að nokkru leyti byrðina, er að engu
leyti fullnægt með þessu frumvarpi,
því yfirleitt kaupa þeir hjer mjög
lítið af vörum, nema helst kolum,
og af þeim er ekkert farmgjald greitt
— sem líka er að mörgu leyti rjett-
mætt að ekki greiðist. —
Það lítur líka svo út, sem þingið
vilji ekki um of íþyngja þeim út-
lendingum, er hjer stunda fiskiveiðar,
þar sem þeir hafa þau forrjettindi
fram yfir oss íslendinga sjálfa, að
þeim líðst að ferma hvert skipið á
fætur öðru hjer á höfninni og öðr-
um höfnum með saltfiski, öfluðum hjer
við strendur landsins, án þess að
greiða af honum útflutningsgjald.
Gæti það ekki orðið tekjugrein
fyrir landið, að leggja hæfilega hátt
útflutningsgjald á óverkaðan saltfisk,
sem flyttist frá íslenskum höfnum,
og ætli það væru ekki eins hollar
tekjulindir eins og þetta blessað
farmgjaldslagaftumvarp, sem jeg vona,
að guð og gifta landsins forði að
nokkurn tíma verði að lögum í líkri
mynd og það nú hefur.
Smælingi.
12 farþegar í flugvjel. 25. f. m.
vann flugmaðurinn Sommer, í Frakk-
landi, þá þraut, sem enginn hefur
unnið á undan honum, að hann
flaug 800 metra með 12 farþega.
Vjel hans hefur 70 hesta afl og er
smíðuð eftir fyrirsögn sjálfs hans.