Lögrétta - 19.04.1911, Blaðsíða 3
L0GRJETTA.
75
Frá landssímaimiri.
Starfrælisla landssímans ÍOIO.
T e kj ur:
Símskeyti innanlands
— til útlanda
— frá útlöndum
Símasamtöl ............
23511,85
12706,00
5159,55
—r- Aframhaldsgjald
Talsímanotendagjald, einkaleyflsgjald o. fl.
Aðrar tekjur ............................
Kr. 41377,40 50538,85
Kr. 91916,24
1 . 4628,33
Kr. 87287,92
n 10684,93
n 3795,46
Tekjur alls Kr. 101768,31
Gjöld:
Laun starfsmanna (hjer eru meðtalin laun lands-
símastjórans, þóknun til landsstöðva,
laun tilsendiboða o. fl.............. 31539,90
Viðhald símanna ............................. 10552,08
Eyðublöð, prentunarkostnaður, ritföng o. fl... 3519,54
Önnur gjöld ................................ 10,463,57 — 56129,09
Tekjuafgangur kr. 45639,22
, JÍ
m
Til fermingarinnar
hef jeg nú fengið clnstakleg-a stört úrval af
Fermingrarfötum i öllum stærðum, með ýmsu
verði og eftir nýjustu sniðum.
Fataefni. hvítt, blátt og svart cheviot, einn-
ig blátt og svart kamgarn, mjög sterkt og gott í
fermingarföt; verð 1,50—3,00.
Enn er dálítið eftir af þeim vörulelfum, sem
seljast fyrir hálfvirði og þar undir,
mjög vel hæfilegt í fermingarföt, telpukápur,
drengjafralika og í reiðíöt.
Handa telpum: Náttkjólar. skyrtur,
buxur og pils.
Einnig mikið úrval af kápum, í nýjustu
sniðum og eftir nýjustu tísku.
Höfuðsjöl og slæður úr silki frá 0,75 og 1,85.
Hattar, hálstau, nærföt í stærsta úrvali.
cJirauns 'ffarslun ^iXamGorg1.
Aðalstrætl O.
ví, sA.
mSfmí
til gagns eða sæmdar en nokkrum
manni mun áður hafa til hugar
komið að hún gæti orðið, svo að
nú liggja fyrir alþingi fjölmennar á-
skoranir frá kjósendafundum til og
frá um land, um að fella þessa fjár-
veitingu niður, „samkvæmt fenginni
reynslu". Ein af þessum áskorunum
er úr kjördæmi viðskiftaráðanautsins
sjálfs, Dalasýslu, samþykt þar á fjöl-
sóttum kjósendafundi með öllum
atkv. gegn 2.
Samt sem áður hefur þetta, sem
að ofan er prenlað, komist inn í
fjárlögin í neðri deild; auðvitað þó
ekki á annan hátt en með „hrossa-
kaupum".
„Upp með það sem er satt og
rjett“ er fyrirsögn á grein í 22.
tölubl. ísafoldar. Þegar jeg las þetta,
þótti mjer „skörin fara upp í bekk-
inn“, að sjá þessi orð ( ísafold, og
býst jeg við að fleiri en mig furði
á því, að slfk orð skuli standa í því
bl'aði, sem árum saman hefur skrið-
ið áfram á ósannindum.
Hefði fyrirsögn greinarinnar verið
svo: niður með það, sem er satt og
rjett, þá hefði hún verið greininni
samboðnari. Þar er sama tuggan
sem áður um gömlu bankastjórnina
og Landsbankann, sem er margsinn-
is búið að hrekja og margsannað
að ósatt sje. Og þar er sama tugg-
an, að smjaðra fyrir alþýðunni og
tilraunin, að reyna að gera embættis-
menn landsins tortiyggilega í augum
hennar, sem er eitt af fyrirlitlegustu
verkum ísafoldar. T. d. stendur í
áminstri grein: „Já vaknaðu íslensk
alþýða! — Þú matt eigi þola það
lengnr*), að embættis- og höfðingja-
valdið liti á þig eins og búfje, hross,
naut og sauði, sem það eigi hvert
bein f, og megi nota til sinna þarfa
eftir vild".
Hjer er sagt að íslensk alþýða
megi eigi þola lengur o. sv. frv. —
Þar með er sagt, að embættisvaldið
hafi undanýarin ár álitið íslenska al-
þýðu ekki rjetthærri nje skynugri en
kýr og kindur, og hafi brúkað al-
þýðumenn eins og skynlausar skepn-
ur. Vilja nú nokkrir óbrjálaðir
flokksmenn blaðsins kannast við, að
þetta sje sattf Er það ekki sam-
viskulítil bíræfni og sjalfshroki, að
leyfa sjer að setja í fyrirsögnina fyrir
svona grein, „Upp með það, sem er
satt og rjett".
Ekki svarar endirinn til upphafs-
*) auðkent af höf.
ins fremur en annað í greininni, því
hann er ósannur. Ritstjórinn B. J.
hefur sýnilega sjálfur skrifað greinina,
þótt hann eigni hana öðrum, mark-
ið hans er ætíð aúðþekt í hvaða
óskilarjett sem það kemur.
í upphafinu byrjar greinin vel, en
endar illa.
Ja-ja, hún er þó skárri en stjórn-
störfin hans, því þau bæði byrjuðu
illa og enduðu illa. Og likt var alt
sem þar var á milli.
Ekki-embœttistnaður.
Jón Trausti. Nýlega hefur
danska blaðið „Riget" flutt þrjár af
smærri sögum Jóns Trausta í þýð-
ingu eftir frú Helgu Gad, er áður
hafði snarað „Höllu" á dönsku.
Þessar sögur eru: „Tvær systur",
„Strandið á Kolli" og „Sigurbjörn
sleSflja“- Þær hafa komið út í
sunnudagsblöðunum, er mest flytja
skemtandi og fræðandi efni.
Frá FraKklandl eru nú bráð-
um væntanlegir hingað 3 verkfræð-
ingar til þess að rannsaka Sogsfoss-
ana og fleira hjer austanfjalls, sem
Frökkum leikur hugur á að eignast.
Straumferja Helga kennara
Valtý^sonar var skoðuð af nokkrum
þingmönnum nú f síðastl. viku, eða
lítil eftirlíking af henni, á Hrauns-
holtslæk. Helgi skrifar „Lögr.", að
bráðlega sýni hann stærri bát á Ell-
iðaánum.
Reykj avík.
Dáinn er hjer í bænum 13 þ. m.
Sveinn Sigfússon kaupmaður, eftir
langa sjúkdómslegu Hann veiktist
fyrir jól ( vetur og hefur legið síðan
þungt haldinn. Nanar verður hans
minst síðar hjer f blaðinu.
Alþing. Þar var þingfrí frá því
á þriðjudagskvöld fyrir paska og þar
til í gær. Sira Eggert Palsson á
Breiðabólstað fór heim til sín um
páskana Hinir þingmennirnir allir
munu hafa verið hjer í bænum. Al-
þing hefur verið lengt til mánaða-
móta og er þar nú mikið að gera,
fjöldi mala ræddur á hverjum þing-
fundi.
Hörknreðnr hefur verið um alt
land nú nær viku tíma, eftir öll góð-
viðrin, sem á undan höfðu gengið.
Umskiftin voru á föstudaginn langa.
Þá gekk í norðanveður, sem haldist
hefur hjer síðan, með alt að 6 stiga
kulda, en í Norðurlandi hefur kuldinn
verið meiri, alt að 14 st. á Gríms-
stöðum, einn morguninn. Stundum
hefur snjóað nyrðra, og í fjöll hjer
syðra hefur einnig snjóað. Enn f
dag er hvass stormur hjer á norðan,
en kuldi minni en áður, 2 stig f
morgun.
Fyrir þetta áfelli var farið að grænka
á jörð.
Til leig’u
1—2 stofur frá 14. maf með hús-
gögnutn, mót suðri, við Bergstaða-
stfg 3-
Ásgr. Hlagnnsson.
Þingvísa. Lögr. hefur verið
sendur fjöldinn allur af þingvísum,
sem sumar munu síðar koma í blað-
inu. Ein er þessi, ort skömmu eftir
þingsetningu í vetur og kölluð „Vetr-
arþing":
„Ekki er nú alt með feldu
í henni Reykjavík;
höfðingjar landsins í húminu
læðast
með höfuðin niður á bringum
og eru allir í þingum
við ........- pólitík.
Eggert Claessen
yfirrjettarmálaflutntngsmaður.
PÓ8thú8Strætl 17. Venjulega heltna kl. 10—11
og 4—5. Talsími 16.
Húfur,
mikið úrval nýkomið.
Sturla Jónsson.
Mikið af allskonar
Veggjappir
nýkomlð til
Jóiataiis Porsteinssonar.
SiMlútar
stórt úrval.
Sturla Jónsson.
Kaujendur LÖGRJETTU,
sem skulda fyrir blaðið,
einkum þeir, sem skulda
fyrir fleiri árganga, eru á-
mintir um að borga. Inn-
heimtumaður er Arinbj. Svein-
bjarnarson bókbindari, Lauga-
veg 41, Reykjavík.
yy Auglýsinyum i „Lög-
rjettu“ tekur ritstjórinn við
eða prentsmiðjan.
»Já, mjög langt getur það ekki verið,
úr því að Barrymore gat sent honum
mat út þangað. Og nú liggur þessi
fantur þarna og glápir út i myrkrið á
bak við glætuna. Jeg vil fara út,
Watson, og taka manninn fastan«.
Sama hugsun hafði flogið mjer i
hug. Það var ekki svo að skilja, að
Barrymore hefði trúað okkur fyrir
leyndarmáli sínu. Við höfðum neytt
hann til að gera okkur það uppskátt.
Maðurinn var hættuseggur mannfje-
laginu, gjörspiltur bófi, sem ekki var
bót mælandi á nokkurn hátt og enga
minstu vorkunn átti skilið. Við gerð-
um ekki annað en beina skyldu okk-
aL ef við sættum þessu færi og kæm-
um honum aftur á þann stað, þar sem
hann hafði verið hneptur inni áður,
°g gæti ekki gert neitt ílt af sjer fram-
ar. Hann var svo illur og ofsafenginn
að eðlisfari, að aðrir mundi eflaust
gjalda þess, ef við ljetum hann úr
greipum okkar ganga í þetta skifti.
Honum var í lófa lagið að ráðast á
þau Stapleton-systkin, hvaða nótt sem
vera skyldi, og ræna þau eða myrða.
Pessi síðustu orð min gerðu það að
verkum, að barón Hinrik hvatti mjög
til fararinnar.
samferða«, svaraði jeg.
æ 1 hraðbyssuna yðar og smeygið
yður í bótana. Við verðum að flýta
okkur, eins og við getUm. Maðurinn
kann að slökkva ljósið og þjóta burtu«.
Fimm mínútum seinna vorum við
komnir út og farnir á stað. Við hlup-
um í gegnum myrkva viðarrunna og
heyrðum ekki annað en haustvindinn
þjóta um limar trjánna og laufin hrynja
undan honum til jarðar. Næturloftið
var rakt og óholt fyrir óþef af rotnum
jurtum. Tunglið óð í skýjum og glytti
í það endur og sinnum. Þjettir skýja-
bólstrar þyrluðust allt um kring, enda
var farið nokkuð að rigna, er við kom-
umst út á heiðina. Ljósið sást altaf
á sama stað fyrir framan okkur.
»Hafið þjer vopn á yður?« spurði jeg
»Jeg er með marghleypu«.
»Við verðum að reyna að komast
fast að honum. Það er sagt að hann
svífist ekki neins. Og flatt upp á hann
verðum við að koma og ná tökum á
honum, áður en hann getur komið
vörn fyrir sig«.
»Hvað skyldi Holmes segja um
þetta?« spurði baróninn. »Hvað var
það, sem hann sagði um tíma myrkr-
anna, er allar illar vættir væru í al-
mætti sínu?«
Þá heyrðum við alt i einu, eins og
svarað væri þessar spurningu, hræði-
legu hljóðin, sem höfðu áður kvinið
um eyru mjer úti við Grimpen-foræð-
in miklu. Nú var eins og þau bær-
ist einhvers staðar að utan af auðnum.
Þau fylgdu vindstefnunni gegnum næt-
urkyrðina, í fyrstu dimm hljóð og
langdregin, sem hækkuðu smám sam-
an meir og meir og urðu loks að óg-
urlegu ýlfri; en lækkuðu svo, er stund
leið, og enduðu á nýstandi eymdar-
spangóli. Þau heyrðust hvað eftir ann-
að, svo að undir tók öllum úr áttum
i kringum okkur og alt fanst leika á
»Ekki neitt, herra barón«.
Fátið var svo mikið á honum og
hræðslan, að hann ætlaði ekki að geta
komið upp einu orði og ljósið hristist
í hendinni á honum.
»Það var ekki annað en glugginn
þarna. Jeg fer hverja nótt um húsið
til að líta eftir að öllu sje lokað vel
og vandlega«.
»Og eins á þriðja loíti?«
»Já, herra barón, jeg lít eftir öllum
gluggunum«.
»Jeg skal nú segja yður sögu, lierra
Barrymore. Við höfum einsett okkur
að hafa sannleikann upp úr yður, og
mun því ráðlegast fyrir yður að gera
það afdráttarlaust og eítir bestu vitund.
Hvað voruð þjer að gera úti við glugg-
ann?«
Hann horfði á okkur og var auð-
sjáanlega i standandi vandræðum
staddur, fórnaði höndum og ætlaði ekki
að koma upp nokkru orði.
»Jeg gerði ekkert ilt af mjer, herra
barón», sagði hann loksins. »Jeg hjelt
einungis á ljóstýru úti við gluggann?
»En hvers vegna gerðuð þjer það?«
»Þjer megið ekki spyrja mig um það,
herra barón, ekki spyrja mig um neitt
í þá átt. Jeg sver og sárt við legg að
þetta er leyndarmál, sem mjer kemur
ekkert við. Ef það væri eitthvað, sem
snerti mig sjálfan, skyldi jeg óðara
se8.ía yður alt, sem sem jeg vissi?
Alt í einu datt mjer ráð í hug og
jeg tók ljósið úr glugganum, þar sem
hann hafði látið það.
»Hann hefur lálið það þarna til að
81
gefa einhverja visbendíng með þvi«,
sagði jeg. »Við skulum reyna, hvort
við fáum ekki svar«.
»Jeg fór með ljósið á sama hátt og
jeg hafði sjeð hann gera og starði út
í náttmyrkrið. Jeg gat með naumind-
um greint dökku trjástóðin og yfirborð
heiðanna, sem var þó nokkuru skýrara.
Tunglið óð í skýjum og bar í þessu
flóka fyrir það. Jeg hrópaði ósjálfrátt
upp yfir mig af gleði. Lítið gulleitt
ljós skein í gegnum myrkrið og varp-
aði geislum mitt á gluggagrindina, sem
við stóðum við.
»Sjáum til! þarna er merkið!« sagði
jeg-
»Nei, nei, það er öðru nær. Þetta er
missýningog ekkert annað. Þjermegið
trúa mjer til þess«, tók Barrymore
fram i.
»Sveiflið þjer tjósinu þvers yfir glugg-
ann, Watson«, sagði barón Hinrik.
»Átti jeg ekki á von! Hitt ljósið var
hreyft á sama hátt og okkar. Þorið
þjer enn þá að bera á móti þvi að
þetta sje vísbending? Segið okkur
eins og er. Hvaða samtök eru þetta
og hver er með yður í þessu?«
Maðurinn varð alt í einu ósvifmn
og óskammfeilinn á að líta og svaraði
hranalega:
»Það kemur mjer við, en yður alls
ekki. Jeg segi yður ekkert um það«.
»Ekki nema það þól En þjer getið
þá farið tafarlaust úr minni þjónustu®.
»Það má vel vera. Jeg fer þá ekki
leyfislaust«.
»Nei. Þjer getið fai’ið og ættuð að