Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 19.04.1911, Side 4

Lögrétta - 19.04.1911, Side 4
76 ,L*0GRJ ETTA. Aöalfandnr Reikjavíkurdeild- arinnar hinn firri verður haldinn: laugardaginn 22. april næstk. kl. 5 siöd. i Goodtemplarahúsinu. Björn M. Ólsen, p. t. forseti. en það, sem á umbtiðunum hefur þetta skrásetta vörumerki: Mottlatau margar tegundir, 02 Skinnkantar, mjög ódýrt. Sturla jinsson. Stur/a Jónsson. Hjá undirritaðri fást enn fáein eintök af Lækningabók dr. Jónassens á 3 kr. og „Hjálp í viðlögum“ á 75 aura (niðursett verð). Þórunn Jónassen, Lækjarg. 8. Þá er fullnægt fyrsta skilyrðinu fyrir traustri og vandaðri steinbygg- ingu. Cementið er sent á hverja höfn kringum alt land beint frá verksmiðj- unni. Umboðsmaður á íslandi er verkfræð- ingur K. ZIMSEN, Reykjavík. Simnefnl: Ingeniðr. Talsimi 13. r: Norskir Danskir Svissneskir, bestir og ódýrastir í „Liverpool“. Sími 43. Pantið yður sjálfir Fataefni beint frá verksmiðjunni. Mikill sparnaður. Hver maður getur fengið sjer sent burðargjaldsfrítt gegn eftirkröfu 4 mtr. 130 cm. breitt svart, blátt, brúnt, grænt og grátt ágætlega litað fínullar-klæöi í fallegan og hald- góðan kjól eða útiföt (Spadserdragt) fyrir einar 10 kr. (2,50 pr. mtr.). Eða 3V4 mtr. 135 cm. breitt svart, dökkblátt og grádröfnótt iiýtiskn* ofnl í haldgóð og falleg karlmannsföt fyrir einar 14 kr. 50 aura. Sjeu vörurnar ekki eins og óskað er eftir, þá er tekið við þeim aftur. U tanáskr.: Aarhus Klædevæveri, Aarhus, Danmark. G6ð tbúð fyrir litla fjölskyldu er til leigu í nýju steinhúsi við Grundarstíg, 4 herbergi auk forstofu, eldhúss (skúrs), kjallarageymslu, þvotta- húss, þerrilofts, aðgangs að blóm- garði m. m. Húsaleiga 25 kr. á mánuði. Semja má við Guðmund Magnússon prentara. ©óóur Síslason yfirrjettarmálaflutningsmaður, Laufásveg 22. Venjul. heima kl. 11 —12 og 4— 5. Nýir kaupendur að XVII. árg. „Eímreiðarinnar“ geta fengiB I—XVI. árg. með 21 kr. afslætti hjá Sig. Jén8syni bókbindara. Reykjavík. Talstmi 209. Jurtapottar, bestir og ódýrastir, í „Liverpool“. Sími 43. 5 herbergi, eldhús og geymsla, til leigu frá 14. tnaf. Upplýsingar á Lindargötu 28. 2 herbergi og eldhús til leigu á Njálsgötu 32. Prentsmiðjan Gutenberg. Vinnukona dugleg og hreinleg getur fengið vist frá 14 maí n. k. hjá Fred- riksen (frá Mandal) Miðstræti 5. Litun. Dúka o. fl., sem húsmæð- urnar ætla að senda á iðnaðar- sýninguna í Reykjavík í sumar, er nauðsynlegt að senda fyrst til Klæðaverks miðjunnar á Akureyri, sem þæfir og litar allskonar dúka með mjög endingargóðum og fögrum litum, lósker og pressar. Fljót afgreiðsla. Vinnan fljótt og vel af hendi leyst. Fiður, margar tegundir nýkomnar, og selj- ast eins og vant er ódýrast hjá Jónatan Þorsteinssyni. JSlærfatriaður afarmiklar byrgðir nýkomnar. Óvenjutega ódýrar. Sturla Jónsson. Svuntu- og kjólaefni. Stærsta og ódýrasta úrval bæarins. Síuría cZónsson. Appelsínur Otrouur Epll. Hvítkál Rödbeder Laukur. Góðar KARTÖFLIJR danskar fæst í „Liverpool“. Sími 43. Verkmanna- — Stórt úrval nýkomið. — Síurla dónsson. cr nú komlö til Sveing Jónggonar. Með BAustra" komu nú um 80 — áttatíu — tegundir af hinu marg eftirspurða Betrekki, og verður til sýnis og sölu strax eftir hátíðina i TERPLARA81JIDI I, í húsi Jóns Sveinssonar (suður af dómkirkjunni). Gengið inn á horninu, sem liggur að vinnustofu Hróbjartar Pjeturssonar, er afgreiðir viðskifta- menn í fjærveru minni. Reykjavík 11. apríl 1911. Sveinn Jónsson. K1 æðayerksmiðjan á Akureyri. Frá I. maí næstkomandi tekur verksmiðjan á móti heima unnum dúk- um til þæfingar, litunar, lóskurðar og pressunar; ull og tuskum til kemb- ingar, spuna, tvinningar og vefnaðar í alls konar dúka, fyrir mjög sann- gjarna borgun. Verðlistar og sýnishorn verða send umboðsmönnum verksmiðjunnar víðsvegar um landið. Verksmiðjunni er stjórnað af æfðum „fagmanni", herra A. J. Bertelsen, sem veitt hefur forstöðu klæðaverksmiðjunni „Iðunn" í Reykjavík í 4 ár; og þar sem verksmiðjan hefur nú bætt við sig mörg- um vjelum af nýjustu gerð, getur hún fyllilega uppfylt allar þær kröfur, er heimtaðar verða af verksmiðjum í þeirri grein, bæði utan lands og innan. Áreiðanlegir umboðsmenn verða teknir úti um landið, ef þeir senda umsóknir sínar sem fyrst til verksmiðjunnar. Verksmiðjujjelagið á ýlkureyri £irait. 82 83 skammast yðar fyrir svikin. Ætt yðar hefur þjónað minni ætt um meir en hundrað ára og alt af búið á þessum sama stað; og endirinn á þessu skuli svo verða, að jeg stend yður hjer um hánótt að svívirðilegum svikráðum við migl« »Nei, alls ekki, herra barón, ekki við yður«. Þessi siðustu orð vóru töluð með kvenmans röddu og kona Barrymores sást í dyrunum, enn þá fölari á að líta og skelkaðri en maður henn- ar hafði verið. Hún var á nær- pilsinu einu og hafði fleygt herðaskýlu yfir sig, og öll hefði framkoma hennar nánast verið hlægileg, ef hræðslan, sem lýsti sjer á andliti hennar, hefði ekki vakið aðal-eftirtektina. »Við verðum að fara hjeðan alfarin, Elísa. Þetta varð þá endirinn á því öllu saman. Þú getur farið að tina til og koma niður þessu litla dóti, sem við eigum«, sagði Barrymore við hana. »Ó, Jón minn góður! Hef jeg þá steypt þjer í alt þetta ólán. Sökin er min, herra barón, og verður að bitna á mjer eingöngu. Hann hefur gert alt þetta mín vegna, af því að jeg bað hann svo innilega vel um það«. »Talið þjer þá! Hvernig vikur öllu þessu við?« »Auminginn hann bróðir minn er að deyja úr sulti og seyru úti á heið- inni. Við getum ekki látið hann vesl- ast upp fyrir augunum á okkur. Ljósið hjerna er merki þess, að matur sje á boðatólum handa honum, en ljósið þar úti frá á að sýna, hvert við eigum að fara með hann —?« »Bróðir yðar er, eftir þessu —-?« »Maðurinn,sem strauk úr dýflissunni á dögunum, herra barón, óbótamaður- inn Selden«. »Þetta er satt, sem konan mín segir, herra barón«, sagði Barrymore. »Jeg sagði yður að þetta væri ekki mitt leynd- armál og að jeg mætti ekki segja yður það. En nú haflð þjer heyrt, hvernig í öllu liggur. Ef það eiga að nefnast sam- tök eða öðru verra nafni, eru þau að minsta kosti ekki gerð á móti yður«. Þarna ijekst þá rjetta skýringin á leyniförum hans á nóttunni og ljósinu i glugganum. Við barón Hinrik störð- um báðir steinhissa á konu Barrymores. Gat það verið, að þessi grunnhygna en virðingarvex-ða kona gæti verið skil- getinn systir einhvers versta og al- ræmdasta bófans á öllu landinu? »Já, herra barón«, hjelt konan á fram; »eftirnafn mitt var Selden, áður en jeg giftist, og hann er bróðir minn, en talsvert yngri en jeg. Við höfðum öll mest eftirlæti á honum, er hann var barn, og við ljetum alt eftir hon- um, svo að hann komst á þá skoðun með aldrinum að hann gæti lifað og látið eins og hann vildi; heimurinn þótti honum sem væri eingöngu hans vegna til orðinn. Þegar aldur færðist yfir hann, fór hann að leggja lag sitt við misjaína menn og fjandinn fjekk meir og meir fastari tök A honum, svo að hann að lokum setti svivirðingar- blett á nafn okkar. Þetta lók svo á móður okkar, að hún beið bana af því. En hann viknaði ekkert við eða reyndi að bæta ráð sitt, en hlóð þvert á móti hverjum nýjum glæpnum á annan ofan, svo það er sannkölluð guðs mildi að hann er ekki tekinn af lifi fyrir löngu. En í mínum augum hefur hann þó alt af verið sami hrokkinhærði drenghnokkinn, semjeg var að gæta og leika við á æskuárun- um. Hann braust út úr dýflissunni, af því að hann vissi að jeg var hjerna og mundi ekki vilja synja honum að- stoðar. Hann kom því hingað eina nóttina, örmagna af þreytu og hálf- dauður úr hungri með lögregluna al- staðar á hælunum á sjer. Hvað átti jeg veslingur að taka til bragðs? Við veittum honum viðtökur, gáfum hon- um mat og sáum um hann. Þá kom- uð þjer lika hingað, herra barón! Bróðir minn hjelt þá að hann mundi verða óhultari um sig úti á heiðinni en alstaðar annarstaðar, þangað til fyrstu umbreytingarnar væru um garð gengnar. Hann hafðist því við þarna útfrá tyrst um sinn. En aðra hvora nótt reyndum við að ganga úr skugga um það, hvort hann væri þar enn, með þvi að bera ljósið út í gluggann. Ef við fengum svar, fór maðurinn minn út til hans með dálitið af brauði og kjöti. Við vonuðumst eftir á hverjum degi að hann væri farinn, en gátum ekki brugðist honum, á meðan hann hafðist þarna við. Þetta er heilagur sannleiki, svo sannarlega sem jeg vil vera kristin kona og vanda orð mín og gjörðir; og ef sökin á að bitna á nokkrum, þá á hún að lenda á mjer en ekki manninum minum, því að hann hefur gert þetta alt fyrir minn bænarstað og einskis manns annars«. Konan þagnaði nú og við gátum ekki efast um að hún myndi hafa sagt satt og rjett frá öllum málavöxtum. »Er þetta satt, Barrymore?« spurði þó barón Hinrik til að láta hann sanna sögu konu sinnar. »Já, herra barón, hvert orð er dag- satt«. »Það er vel farið. Jeg get ekki geiið yður sök á því að þjer hafið hlaupið undir bagga með konu yðar og veitt mannræflinum bjargir. Jeg tek orð mín aftur, sem jeg hef sagt. Farið nú inn til yðar og þá getum við talast meira við á morgun um þetta«. Þau fóru ofan og við litum aftur út um gluggann. Baróninn hafði tekið hann opinn og kalda kvöldgoluna lagði inn á okkur. Langt burtu í fjarska sást enn þá litli Ijósdepillinn guli. »Furðu gegnir að hann skuli áræða þetta«, sagði baróninn. »Ljósinu mun vera komið fyrir þann veg að það getur ekki sjest annars staðar að en lijeðan. »Það er nógu sennilegt. Hve langt burtu haldið þjer að það muni vera?« »Úti við klettabeltisröndina, sem skoran er í, að þvi er jeg ætla«. »Og þá ekki meira en eina röst eða tvær hjeðan?« »Nei, varla það einu sinni«.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.