Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.04.1911, Blaðsíða 2

Lögrétta - 26.04.1911, Blaðsíða 2
78 L 0 G R J E T TA. Lögrjetta kemur út á hverjum mið- viicudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á ísiandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. StjórnarskrármáliS í efri deild. Frá stjórnarskrárnefnd efri deildar er komið nefndarálit og breytingar- tillögur ekki fáar. Nefndin er öll sammála um, að fjölga ráðherrum, en L. H. Bjarnason og Jósef Björnsson vilja ekki ákveða fjölgunina í stjórnarskránni, heldur aðeins heimila hana þar. Um afnám konungkjörinna þing- manna er nefndin öll á eitt sátt, og eins hitt, að efri deild verði þannig skipuð, að „þar sje jafnan nægilegt íhaldsafl til þess að hamla upp á móti snöggum og oft miður athug- uðtim hreyfingum, er upp kunna af koma og æsa hugi manna meir en holt er fyrir þjóðina“. I rýmkun kosningarrjettarins vill nefndin ekki fara eins langt og neðri deild, vill ekki veita vinnuhjúum kosningarrjett og kjörgengi, telur, að „hjer sje um algerða bylting að ræða, bylting, sem engin nauðsyn rekur til og engin þjóð mun hafa sjeð sjer fært að lögleiða" og fara hjer á eftir helstu ástæðurnar, sem hún færir fram í móti: „Verði þetta ákvæði lögleitt ásamt kosningarrjetti og kjörgengi sjálf- stæðra kvenna, þá er kjósendum landsins og kjörgengum mönnum fjölgað alt í einu um meira en helm- ing. Þeir kjósendur, sem hingað til hafa borið mestar byrðar í landsins þarfir og telja má að eftir stöðu sinni liafi einna mestan landsmálaþroska, svo sem bændastjettin og aðrir at- vinnurekendur landsins, eru með þess- um ákvæðum settir í algerðan minni hluta í öllum löggjafarmálum þjóð- arinnar, en valdið fengið í hendur þeim hluta hennar, sem í heild sinni Hefur haft minst tæki og minstar hvatir til að geta farið með það þjóðinni til gagns. Auk þess sam- rýmast þessi rjettindi lítt rjettindum og skyldum húsbænda og hjúa inn- byrðis, svo að hjúum verður í mörg- um tilfellum ekki auðið að neyta þeirra. Það má að vísu segja, að lausamenn og lausukonur, sem kosn- ingarrjett og kjörgengi eiga að fá eftir frumvarpi þessu, sjeu ekki fær- ari til að nota þessi rjettindi en vinnu- hjúin, en þess ber þó að gæta, að lausamennirnir hafa þegar fengið þessi rjettindi, og svo er hjer aðeins um það að ræða, að veita lausakon- um jafnrjetti við þá. Þótt því nefnd- in kannist við, að lausamannastjettin sje yfirleitt ekki færari eða þrosk- aðri til að fara með þennan rjett, þá telur hún þó varhugavert að taka hann aftur af lausamönnum með lög- um. Hins vegar vili hún reyna að setja skorður við því, að ólöglegir lausamenn og lausukonur, sem ekki mun vera allfátt af hjer á landi, fái þennan rjett". Nefndin vill binda kjörgengi til al- þingis við 5 ára dvöl á íslandi í stað i árs í frv. n. d. Meiri hluti hennar leggur til, að að breytt sje samkomutíma þingsins og hann settur 17. júní. Titla- og orðubannið vill nefndin fella úr frv„ nema Jósef Björnsson. Jósef Björnsson og Sig. Hjörleifs- son bera fram breytingartillögur um fyrirkomulag efri deildar, vilja hafa har 14 þingmenn af 40, 10 kosna með hlutfallskosningum um land alt, en 4 kosna af neðri deild. Þingrof nái ekki til þeirra 10, sem kosnir eru með hlutfallskosningum. Þeir vilja og láta bera stjórnarskrárbreyt- ingar undir atkv. kjósenda um alt land framvegis. Framhald x. umr. er í dag. »Mofre l>ame de la ffler« heitir nýtt frakkneskt spítalaskip, sem komið er hingað til lands, gert út af kaþólsku líknarfjelagi í París. pkmentajjelagsjunDur í Reykjavílc. Fyrri ársfundur Reykjavíkurdeildar- innar var haldinn í Templarahúsinu síðastl. laugardag og var allvel sóttur. Forseti ijelagsins, B. M. Ólsen prófessor, mintist fyrst dáinna fjelags- manna, og meðal þeirra sjerstaklega Alex. Baumgartens, hins þýska rit- höfundar, er skrifað hefur ágæta bók um ísland, sem víða er þekt; Hjör- leifs prófasts Einarssonar og Gunn- steins Eyjólfssonar, ísl. rithöfundar í Ameríku. Þá las fjehirðir, Halldór Jónsson bankagjaldkeri, upp endurskoðaðan reikning yfir tekjur og gjöld fjelags- ins síðastl. ár. Höfðu skuldir inn- heimtst betur en áður. Annar end- urskoðandinn, Hannes alþm. Þor- steinsson, fór síðan nokkrum orðum um fjárhag (jelagsins, taldi meðal annars ritstjóralaunin við Skírni ó- þarflega há og óskaði, að fjelags- stjórnin tæki til íhugunar, hvort ekki væri hægt að færa þau að mun niður. Ritstjóralaunin eru 600 kr„ eða 25 kr. fyrir hverja örk. Þá talaði forseti um heimflutnings- málið og rakti sögu þess. Kvaðst hann hafa farið utan á síðastl. hausti meðfram til þess, að reyna að koma á samkomulagi um það mál. Hefði Hafnardeildin kosið 6 manna nefnd til þess að fjalla um málið og væri innan skams væntanlegt frumvarp til breytinga á fjelagslögunum, er fæli í sjer sameining beggja deilda með heimili f Reykjavík. Þetta frumvarp kæmi frá Hafnardeildinni, undirbúið af nefndinni. í nefndinni hafa verið m. a. Bogi Th. Melsteð sagnfræð- ingur, Finnur Jónsson prófessor og Sigf. Blöndal bókavörður. Sagði for- seti, að frumvarp þetta mundi verða lagt fyrir júlí-fund Reykjavíkurdeild- arinnar. Fundurinn samþykti, eftir uppástungu frá forseta, að vísa þessu frumvarpi til nefndar þeirrar, er áður hafði verið kosin til þess að koma með tillögur í heimflutningsmálinu. Þá skýrði forseti frá, hvað til stæði að Bm.fjel. gerði til þess að minnast Jóns Sigurðssonar á aldarafmæli hans. Utgáfa brjefa hans væri nú vel á veg komin, en bók sú mundi verða eigi litlu lengri en upphaflega hefði verið ráðgert, alt að 40 örkum í stað 30. Væri vafasamt, að athugasemdum og registri yrði lokið fyrir 17. júní, en að öðru leyti gæti útgáfunni þá verið lokið. L. H. Bjarnason laga- skólastjóri kvaðst fyrir hvern mun vilja að bókin væri til 17. júní og sagði þá forseti, að aths. og registur gæti komið á eftir í sjerstöku hefti, ef eigi yrði tilbúið á rjettum degi. Af Skírni kvað forseti eiga að koma út tvöfalt hefti 17. júní og alt um Jón Sigurðsson; því ættu að fylgja ýmsar myndir. Hugsað hefði og verið um viðbúnað til hátíðisviðhafn- ar frá fjelagsins hálfu þennan dag. Næst skýrði forseti frá því, að Bm.fjel. hefði verið boðið, að senda fulltrúa til 100 ára afmælishátíðar háskólans í Kristjaníu, er haldið verð- ur 5.-6. sept þ. á. Las hann upp boðsbrjefið og svo þakklætissvar stjórnar Bm.fjel., hvorttveggja á lat- ínu. Hann kvað fulltrúa Bm.fjel. mundu verða eina fulltrúann hjeðan af landi á háskólahátíðinni. Hafði þess verið óskað, að tilkynt yrði bráðlega, hver fulltrúinn yrði, svo að kosningu hans mátti ekki draga til júlífundar. Var stungið upp á forseta fjelagsins, B. M. Ólsen prófessor, til fararinnar, og sú kosning samþykt f einu hljóði. Þá las forseti brjef frá forstöðu- nefnd iooo ára minningarhátíðar Normandís, sem halda á í vor í Rouen, og var fjelagsstjórninni þar skýrt frá fyrirkomulagi hátíðar- haldsins. Þá urðu nokkrar umræðar um há- skólamálið og var það Matth. Þórð- arson fornmenjavörður, sem hreyfði því, og bar hann íram tillögu um áskorun til alþingis þess efnis, að há- skólinn yrði settur á stofn 17. júní þ. á. Fjehirðir fjelagsins, Halldór Jónsson bankagjk., bar fram aðra til- lögu sama efnis, en öðru vísi orðaða, og fjelst M. Þ. á hana, en hún er svo hljóðandi: „Fundurinn lætur í ljósi, að mjög æskilegt væri, að alþing, er nú er starfandi, sjái sjer fært að veita fje til þess, að háskóli íslands taki til starfa á nú á þessu ári, IOO ára af- mæli Jóns Sigurðssonar". Tillaga þessi var samþykt með 57 atkv. gegn 3. En ýmsir voru farnir af fundinum áður en sú atkv.gr. fór fram. 60 nýir menn voru teknir í fje- lagið, flestir búsettir úti um land. 90 ára afmæli. 12. f. m. hjelt Luitpold púns af Bayern 90 ára afmæli sitt. Það var haldið með mikilli viðhöfn, enda hef- ur hann verið stjórnandinn þar nú um mörg ár fyrir frænda sinn Ottó, sem borið hefur konungsnafn, en verið veikur á geði. Baimlögin. Frestunarfrumvarp síra Sigurðar Stefánssonar var til 1. umr. í neðri deild í fyrra dag. Um- ræður urðu miklar og vildu sumir skipa nefnd í málið, en það var felt með 13 atkv. gegn 12. Síðan var málið felt frá 2. umræðu með 15 atkv. gegn 10. Sumir bannmenn deildarinnar mæltu með eins ársfrestun; svo gerðubæði síra Eggert Pálsson ogjón Ólafsson. Síra E. P. tók skýrt fram, að sökin, er gerði frestun rjettmæta, Iægi hjá fyrv. ráðherra, Birni Jónssyni, sem hefði algerlega vanrækt þá skyldu, er síðasta þing lagði honum á herð- ar, að finna tekjustofn fyrir land- sjóðinn í stað áfengistollsins. Aðal- andmælandi frestunarinnar var síra Björn Þorláksson. Júlísúlan í París, Það var sagt í vetur sem leið, að Júlísúlan fræga í París væri að því komin að falla. En ekki hefur þó frekara um það heyrst síðan. Mynd- in, sem hjer fylgir, sýnir hana. Hún er mjög fallegt minnismerki úr bronce, reist til minnis um fallna föðurlands- vini, þar sem hið alræmda Bastille- fangelsi fyr stóð. Súlan er 150 fet á hæð og efst á henni er líkneski frelsisgyðjunnar. Sexæringur Jerst. 5 menn drukna. í gærdag, kl. milli 1 og 2, hvolfdi sexæring af Miðnesi á uppsiglingu úr róðri, hlöðnum af fiski. 8 menn voru á bátnum og komust allir á kjöl. En eftir hálfa kl.stund voru aðeins 2 eftir á kjölnum og 1 á „bóli". Bar þá þar að enskan tog- ara, frá Boston, og bjargaði hann þeim þremur og flutti þá inn hingað til Reykjavíkur. Þeir voru: Ásgeir Daníelsson og Magnús Hákonarson frá Nýlendu á Miðnesi, og Magnús Guðmundsson frá Syðralangholti í Árnessýslu. En þeir 5, sem fórust, voru: Jón Jónsson frá Nýlendu á Miðnesi, formaður bátsins; Páll Pálsson frá Nýjabæ á Miðnesi; Guðbrandur Sveinsson frá Tungu í Hörðudal; Benedikt Guðmundsson frá Lang- stöðum í Flóa; Þorvarður Bjarnason frá Sandaseli í Meðallandi. Jón frá Nýlendu var kvæntur maður, hinir ókvæntir. KvenrjettinDamálið. Frumvarp það, sem Hannes Haf- stein flutti í neðri deild um rjettindi kvenna til aðgangs að mentastofn- unum og embættum, er nú afgreitt frá þinginu sem lög. í efri deild var aðeins gerð á því lítils háttar orða- breyting á einum stað, en fyrir hana fór það aftur til neðri deildar. Mælti þá dr. J. Þorkelsson af miklum ákafa gegn því, og vildi hann o. fl. þá setja það í nefnd þar í deildinni. En af því varð þó ekki, og var það svo samþykt með niiklum mun atkv. Meðal þeirra, sem atkv. greiddu á móti, var fyrv. ráðherra Björn Jónsson. Frumvarpið er í heild sinni svo- hljóðandi: 1. gr. Konur eiga sama rjett eins og karlar til að njóta kenslu og ljúka fullnaðarprófi í öllum mentastofnunum landsins. 2. gr. Konur eiga sama rjett eins og karlar til hlutdeildar í styrktarfje því, sem veitt er af opinberum sjóð- um námsmönnum við æðri og óæðri mentastofnanir landsins. 3. gr. Til allra embætta hafa kon- ur sama rjett og karlar, enda hafa þær og í öllum greinum, er að em- bættisrekstri lúta, sömu skyldur og karlar. 4. gr. Með lögum þessum fellur úr gildi tilskipun 4. desbr. 1886 um rjett kvenna til að ganga undir próf hins lærða skóla í Reykjavík, presta- skólans og Iæknaskólans, og til þess að njóta kenslu í þessum síðasttöldu skólum. Brestur í Sjálfstæðis- flokknum enn. Formaðurinn segir sig úr I101111111. Það gerðist í fyrra kvöld, að for- maður þingflokks Sjalfstæðismanna, síra Sigurður Stefánsson í Vigur, sagði sig úr honum. Þeir eru þá fjórir þingmennirnir, sem úr flokknum hafa farið síðan þing hófst; fyrst Jón á Haukagili, þá Kr. Jónsson ráðherra, þá Hannes Þor- steinsson forseti og nú síra Sigurður, formaður þingflokksins. Eftir er þá 21 þingmaður, sem hangir þar að nafninu enn. En fleiri en einn og fleiri en tveir með megnri ólund þó. Um tilefnið til úrsagnarinnar skal hjer ekki talað. Þó er ýmislegt um það rætt. En það er sannast að segja, að sr. S. St. er of merkur maður og mikilhæfur til þess að eiga heima í öðrum eins flokki. Rópr op skilnaðarskraf Gísla Sveinssonar. Þó mjer sje það mjög á móti skapi að svara rógburðargreinum Gísla Sveinssonar í Lögr. 1. og 15. mars, þá neyðist jeg þó til að gera það til þess að reka ofan í hann bein ósannindi, sem hann ber blákalt fram án þess að blygðast sín. Um heimflutningsmálið þarf jeg ekki að fjölyrða, því alt það, sem Gísli segir, er upptugga af hinum sömu staðhæfingum og rangfærslum, sem hann sífelt hefur verið að stagl- ast á hin seinni ár; það hef jeg alt marghrakið áður. í þeim efnum er ekki til neins að reyna að sannfæra Gísla; heimflutningurinn er orðinn pólitiskt átrúnaðarmál í huga hans og í pólitík standa allar spítur þvers í höfði þessa manns. Gfsli Sveinsson er kreddufastur „chauvinisti" og tel jeg honum það ekki til ámælis, því það er sjúkdómur, sem grípur marga tilfinningamenn á gelgjuskeiði, en sh'lka menn bíta engar röksemdir. í grein minni um „heimflutnings- rifrildið“ hef jeg ef til vill beinstnokk- uð óþyrmilega að Gfsla fyrir frammi- stöðu hans í heimfluntingsmálinu og jeg bjóst því við skammargrein úr þeirri átt. Jeg átti von á merglaus- um málæðispistli með staðhæfingum og stóryrðum, aðdróttunum og útúr- snúningum, en jeg hafði ekki búist við, að G. Sv. væri svo óvandaður, að grípa til þeirra örþrifaráða í sann- ana stað, að sverta og rægja and- stæðinga sína með tilhæfulausu slúðri °g lygasögum. Saga sú, sem G.Sv. segir um Skúla og mig, er reyndar svo lygileg, að óiiklegt er, að nokk- ur trúi henni, en þess má þó geta, að hún er illkvitnisleg og rangsnúin hártogun úr orðum mag. Boga Mel- steð. Skúli hefur aldrei sagt það, sem þar er skráð, og jeg hef aldrei haft það eftir honum og þá eðlilega ekki Bogi heldur eftir mjer. Höf. hefur þótst góður, að hafa þarna þrjá í höggi og rægja Skúla, Boga og mig alla í einu; það er ótrúleg bí- ræfni að hnoða saman slíkum til- búningi. Þá segir Gísli Sv„ að jeg „afneiti þjóðerni mínu og kalli mig Dana“; þetta veit hann sjalfur mjög vel að eru ósannindi ein og álygar, ein- göngu smíðaðar til þess að reyna að sverta mig í augum almennings á íslandi. íslenskir skjalarar eru sífelt að bregða þeim, sem hafa aðrar skoð- anir á stjórnmálum, um ættjarðar- leysi og Danaást. Þeir ættu að fara að leggja niður þetta bitlausa og ryðgaða ragmenskuvopn, með því hafa þeir árangurslaust reynt að vega flesta merka Islendinga, sem í 2 eða 3 mannsaldra hafa tekið einhvern þátt í opinberum málum; jafnveljón Sigurðsson fjekk mörg höggin af sömu sleggjunni, þegar hann ekki gat fylgt æsingamönnum f fjárkláðamáli og persónusambandi (á þingvallafundi 1873), og svo ortu þeir níð um hann. Þegar Jón Jensson yfirdómari, sem í fyrstu var einn hinn mesti stuðnings- maður Landvarnarmanna, dirfðist i sumum atriðum að víkja fráskoðunum þeirra, var hann í Fjallkonunni strax kallaður „danskur íslendingur".1) Þriðja skröksagan er um heim- sóknir mínar til konungs til ham- ingjuóska fyrir Bókmentafjelagið. Jeg hef als einu sinni gengið fyrir kon- ung fyrir fjelagsins hönd og var hann þá nýlega kominn til tíkis; jeg fór samkvæmt skyldu minni til þess að þakka honum fyrir 400 kr. styrk, er hann hafði veitt fjelaginu úr eigin sjóði. í fyrri daga var það siður forseta Bókmentafjelagsins að ganga fyrir konung til hamingjuóska á ný- ári; það gerði Jón Sigurðsson altaf á hverju ári og oftast lika á fæðingar- dag konungs, en þessi siður hefur síðar lagst niður. Einhver óljós end- urminning um þetta hefur vakað fyrir 1) Það er annars mjög einkennilegt, að æsinga- og öfgamenn, sem voru mestir andstæðingar Jóns Sigurðssonar í stjórn- málum meðan hann lifði og voru honum oft óþægileg fótakefli, eru nú búnir að stela honum látnum og veifa honum jafnan í kringum sig.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.