Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.04.1911, Blaðsíða 3

Lögrétta - 26.04.1911, Blaðsíða 3
L0GRJETTA. 79 Árni Eiríksson hefur fengið feiknamikið úrval af Nýjum vefnaðarvörum. þeim, sem hefur fundið upp þessa skröksögu. Hvað konungsstyrkinn snertir, þá skal jeg geta þess, að það var búið að stryka hann út við kon- ungaskiftin og hann verður víst aldrei oftar veittur. Náðargjöfin svokall- aða hefur haldist frá einveldistíma; þá átti konungur sjálfur ríkissjóð og veitti sjálfur vísindalega styrki, en nú eru allar slíkar kvaðir á konungs- búinu lagðar niður fyrir löngu eða komnar yfir á ríkissjóð, því konung- ur tekur laun úr ríkissjóði og hefur enga skyldu á að veita fje til al- menningsþarfa af konungsmötunni; styrkurinn til Bókmentafjelagsins er hinn eini styrkur af því tægi, sem enn hefur haldist, mest fyrir velvild Rorenstand’s leyndarráðs. Þá hef jeg nú getið þess í grein G. Sv., sem eru hreinar álygar, en annars er hún öll ein samanhang- andi rógburðarvella, sem ómögulegt er að eltast við að leiðrjetta, enda getur hún engin áhrif baft á skyn- samt fólk, en um hina stendur mjer á sama. Á greininni er hinn sami kindarsvipur eins og á mörgum öðr- um ritsmíðum höfundarins, greinin byrjar t. d. með öfundar-andvarpi yfir því, að jeg muni hafa nóg að jeta, og lítilmenskan lýsir sjer í ýmsu öðru, sem óþarfi er að greina. G. Sv. getur þess, að jeg hafi gert „ósvífnar árásir" á Jón frá Kaldaðarnesi sak- lausan, en gleymir því, að hinn sami J. S. slóst upp á mig að fyrra bragði með hroka og meiðyrðum, kallaði mig samviskulausan með mörgum öðrum illum orðum. Það sýnir meðal annars, hversu óþroskaðir drengir þessir landvarnar-stúdentar eru, að þeir þykjast hafa leyfi til að svívirða alla þá í blöðunum að ósekju, sem hafa aðrar skoðanir á landsmálum, en emja svo og veina aumkunarlega, þegar eitthvað er tekið ofan í lurg- inn á þeim sjálfum. Yfirleitt hafa fslenskir stúdentar ekki átt lítinn þátt í því, að innleiða þann ungæð- isbrag í íslensk blöð og íslenska pólitík, sem útlendingar brosa mest að, Og svo eru sumir hinir eldri menn farnir að apa eftir unglingunum, því hver verður að yfirbjóða annan; það er því ekki alveg ástæðulaust þó ís- lensk stórpólitík frá útlendu sjónar- miði horfi við eins og skrípaleikur. Áður en ísland komst í símasam- band við umheiminn, gat íslenskt ungviði svona í kyrþey leikið sjer að pólitiskum axarsköftum, en nú er hvert smáræði símað út um lönd og birtu leggur inn í hvert skúmaskot. Tvítugir stúdentar rita nú stórpóli- tiska leiðara í blöðin með miklum rembingi, símskeytunum rignir frá stúdentaijelögunum, þau eru að re- solvera og úrskurða um velferðar- mál þjóðarinnar, þykjast tala í þjóð- arinnar nafni og gera allskonar hvelli. Alþýðan er þó ekki lengur spurð um neitt, hún á bara að borga öll prójektin. Slíkt væri óhugsandi í öðr- um löndum, mundi þykja altof hlægi- legt; stúdentapólitik er erlendis aldr- ei nefnd nema með háðbrosi og axla- lyftingum. Það er ilt að hugsa til þess, að efnilegir ungir menn, sem margt gagn gætu gert hver í sínum verkahring, skuli vera að eyða tíma sínum í þýðingarlausu pólitisku vafstri. Ekki lætur Gísli sjer nægja að rægja mig, heldur rægir hann lfka alla íslendinga, sem búsettir eru í Kaupmannahöfn, í einum hóp og teynir að telja mönnum trú um, að þeir sjeu í alla staði óþjóðlegir. Það h'ýtur því að vera „innræti" þessara manna, sem G. Sv. þekkir svo vel, því táir þeirra munu hafa látið í ljósi skoðanir sínar í íslenskri pólitík og fæstir þeirra munu tala jafn-bjagaða íslensku eins og sumir landvarnar- stúdentar. Hvað sjálfan mig snertir þá hef jeg aldrei fengist við íslenská pólitík og hef jafnan verið utan flokka, svo G. Sv. getur ckki vitað neitt með sönnu um mínar pólitisku skoð- anir. Hann grunar þó auðsjáanlega, að jeg muni hafa ýmugust á skoð- unum hinna íslensku skilnaðargosa og í því efni er spá hans rjett. Jeg ætla því að gleðja G. Sv. með því að segja honum afdráttarlaust skoðun mína á skilnaðarmálinu. Skilnaðarstefnan er að mínu áliti hin mesta flónska, sem hlyti að leiða til þess, að íslendingar mistu frelsi sitt og Kklega þjóðernið líka, þegar framliðu stundir. Skilnaðarmasið er líka mest notað til þess að æsa ófróða unglinga, sem ekkert þekkja veröidina, eins og hún er, en sjá alt í þeim frelsisbjarma fornaldarinnar, sem skáldin hafa skapað, en aldrei hefui verið til. Sumir eru að ögra Dönum með þessu, en það er tilgangslítið, því allmargir Danir yrðu víst guðsfegnir, ef þeir losuðust við ísland. Þó það nú tækist að gera ísland að sjerstöku kotríki, þá mundi veg- ur þess ekki vaxa, slíkt hjegóma- sjálfstæði á ekkert skylt við sannarlegt þjóðfrelsi og yrði íslendingum senni- lega bæði til minkunar og skaða. ísland mundi einangrast út úr veröldinni og yrði aldrei annað í augum stór- þjóðanna en vesælt þrotaflak, sem enginn þyrfti að taka tillit til, 80 þúsundir manna á afskektri ey þýða ekki mikið á hinum pólitiska heimsmarkaði. Þjóðin yrði altaf upp á aðra komin og mundi mæta mis- jöfnum kjörum; það er alkunnugt, að smáþjóðir um allan heim verða að sætta sig við úrskurði stórveld- anna, hvort sem þeim líkar vel eða miður. Deilur við ofurvald mundu fljótt spretta upp af fiskiveiðunum, og hver ætti þá að skakka leikinn ') íslendingar yrðu að leita lána hjá stórþjóðunum og fengju þau til lengd- ar aðeins með afarkostum, tekjur landsjóðs kæmust undir útlenda um- sjónarmenn og alt það, sem eigulegt væri í landinu, undir erlent auðvald, slíkt hafa ríkari og voldugri þjóðir orðið að sætta sig við, þegar skuld- irnar hafa orðið miklar. Hvar ætti að fá fje til að borga allan þjóð- veldishjegómann og svo herskipaflot- ann, þó það væri ekki nema þessir 2 eða 3 vopnaðir „trollarar", eins og stungið hefur verið upp á, þá yrðu þeir þungir á landsjóði. En sú virð- ing, sem aðrar þjóðir mundu bera fyrir slíkum herskipaflotall Einn einasti enskur bryndreki (dreadnought) kostar 30—40 miljónir króna eða 4 eða 5 sinnum meira fje en allar jarðeignir á íslandi. Eða þá sendi- herrarnirl og konsúlarnir! ætli þeir yrðu ekki viðlíka glæsilegir og troll- ararnir og viðlíka mikils metnir. Það yrði ekki hjá því komist að draga af vegabótafje, skólum og mentastofn- unum til þess að halda uppi þessu tildri. íslendingar yrðu einhvers- staðar að leita verndar, og hún gæti orðið dýrkeypt. Hið pólitiska ástand hinna síðustu ára er líka dáfallegt sýnishorn af is- lensku þjóðveldi eins og það að öll- um líkindum mundi verða. Ætli þeir mættu ekki herða sig alþýðumenn- irnir íslensku að slá og róa, ef þeir ættu að hafa við, að fylla ginið á öllum þjóðmálaskúmunum, sem þá væru að berjast um völdin og land- sjóðinn. Fjárvandræði og stjórnar- óstand hlytu að leiða til þess, aðís- lendingum yrði ráðstafað undir aðra þjóð í verndarnafni, þó þeir kynnu að hafa sjálfstæði í orði kveðnu; þá gætu skuldaviðjur og atvinnukepni við stærri verndarþjóð (t. d. Norð- menn eða Englendinga) staðið þeim fyrir öllum þrifum. 1) Sumir eru að gaspra með dómstól- inn f Haag, en það yrði dýrt að hlaupa þangað með hvert smáræði, þegar hver gerðardómur kostar 60—70 þús. kr. að minsta kosti, og svo er ekki heldur altaf víst, hvort andstæðingarnir vildu sinna þvf. Enginn skilnaðarmaður hefur enn fært ástæður fyrir því eða sýnt fram á, að íslendingar ekki geti blómg- ast og þroskast undir þeim kjörum, sem þeir hafa nú sem sjálfstæður liður af stærra ríki með skyldu þjóð- erni og mikilli menningu. ísland er alveg nýlega búið að fá fult stjórn- frelsi; því má þjóðin ekki hafa frið og ró til að þroskast og blómgast? Á að nota hana sem reynsluríu fyrir óþroskaðar hugmyndir, það er mik- ill ábyrgðarhluti. Þarf endilega að kasta nýfæddu barni fyrir sjávar- hamra til þess að vita, hvort það geti synt, það getur hugsast að því skoli lifandi í land, en mestar líkur eru til að það drukni. Svo mikið kann jeg í landafræði, að jeg veit, að íslendingar sem stendur eru ein hin frjálsasta þjóð í heimi, en þeir eiga örðugt með að skilja það og meta, því ekkert er til samanburðar og svo hefur þjóðin aldrei lagt líf og blóð í sölurnar fyr- ir frelsi ættjarðarinnar eins og flest- ar aðrar þjóðir. Það er því sár- grætilegt að sjá menn eyða fje og framförum þjóðarinnar með því að æsa sig út í einhverja óvissu og blása upp sápukúlur, sem ekki eru annað en hismi og hjegómi. 8. aprfl 1911. Porv. Thoroddsen. Irótlir og ítirótlaiðkanir. 11. Ætíð nálgast með degi hverjum sú stund, er íþróttamótið hefst í sumar, „íþróttamótíslendinga 1911". Það á ekki að verða tómur hjegómi. Jeg fyrir mitt leyti trúi því og treysti, að svo verði ekki, heldur verði það fyrirmynd allra fþróttamóta, er hjer hafa verið haldin á þessu landi. En því að eins verður það vel skemti- legt, að utan af Iandi komi tjöldi fþróttamanna, að hingað sópist hraust- ir og tápmiklir menn, sem hafa afl og þor til þess að koma fram á kappleikamót þjóðarinnar í fyrsta sinn, sem hún kallar alla unga og hrausta syni og dætur fram á leik- sviðið. Fram, þið ungu menn, ó- ragir! Fram til þess að etja afli hver við annan, fram til þess að synda, hlaupa, ganga, og gjöra alt, sem þið óskið og treystið ykkur til. Hjer er ekkert að óttast. Ef þið hafið hug og dug, þá látið engar grýlur aftra. Hveir veit nema þið, sem nú hugsið ykkur að sitja heima, getið skapað hámarkið, ef vantraust á sjálfum ykk- ur hamlar ekki. Jeg bíð rólegur eftir fþróttamótinu 17. júní. Jeg heyri fyrirfram fóta- tak skrúðgöngunnar, og það berg- málar um allan íþróttavöllinn: fegurð — hreysti — þróttur! Það er þetta takmark, sem liggur til grundvallar á öllum okkar fþrótta- mótum: að stæla og efla Kkamskraft allra ungra manna. Þetta fyrsta í- þróttamót Iandsins á að sýna, að landsmenn sjeu vaknaðir af dvala þekkingarleysisins, og vaknaðir fyrir fult og alt af dvala letinnar, og komi nú fram úr fylgsnum dalanna sækj- andi sigursveig fþróttamótsins. Fegursti sjóndeildarhringurinn sjest í fjarska, og vjer lftum þar stóran hop ungra svanna koma með sigur- fánann blaktandi í fyrsta sinn af als- herjarmóti veraldarinnar; hugsið ykk- ur háa takmarkið; að því skal vinna, og þótt langt sje í land, er það ekki ókleift, og vjer vonum og vjer trúum og vjer treystum öllum góð- um og hraustum mönnum að hlúa heldur að fþróttavísinum, sem nú er að vaxa upp á meðal vor, heldur en að kyrkja hann. Látið huga ykkar vaka yfir hreyst- inni í ykkur sjálfum. Þá Ieysist sú gata, er þið sjáið marga góða menn ganga, er þið öfundið og jafnvel hatið í staðinn fyrir að virða, því lífi ykkar, ungu menn, getið þið stjórnað sjálfir, og það er ykkur engin vorkunn að lifa því lífi, er holl- ast er og best, þótt fyrirhöfnin sje mikil, — þjáning að eins á líkama augnablik, sem er ekki neins virði á móti gleðinni og sælunni, þegar tak- markinu er náð. Þú ungi maður, 20 ára að aldri, sem jeg sje hjer á götunum á hverj- um degi hvítan í framan, f frakka, með loðna skó á fótunum, með skinn- húfu og vetlinga, — öfundar þú ekki jafnaldra þína, sem fara í sjóinn í hvaða veðri sem er, ganga aldrei í frakka, eru aldrei kvefaðir og þurfa varla að láta leggja í ofn í herbergi sínu á vetrum? Þessir menn leggja dálítið á líkami sína og fá það marg endurgoldið — þeir harna og verða stæltari við utanaðkomandi áhrifum, og ekki eins móttækilegir fyrir alt eins og þinn veiki og innþornaði skrokkur. Hugsaðu þjer þær mörgu, góðu gleðistundir, sem þú gætir haft, en ferð algjörlega á mis við, því þetta stutta líf vort er gleði, ef heils- an er góð, en sorg og eymd, efhún bilar. Allir játa, að þetta sje satt. En hvað eru þeir margir af tjöldan- um, sem gjöra eitthvað fyrir heils- una, fyrir lífið og fyrir sæluna, sem getur kastast yfir lífsferil mannsins, ef hann er heilbrigður. Og til þess þarf maður að eins að rjetta út hönd- ina, og breyta frístundunum í gleði- stundir, kasta frá sjer ölglasinu og drekka saklaust vatnið eða mjólk, hverfa úr drykkju-holunum fullum af tóbaksreyk og óheilindum, út í hreina og heilnæma loftið, fara í sjóinn og baða sig, láta sólargeislana herða og hreinsa húðina, gjöra hana brúna og þykka, í staðinn fyrir að flestir hafa það hálf moldað, eða að minsta kosti svo veikt, að það tekur á móti nærri hvaða sjúkdómi sem er. Kæru ungu vinir og vinkonur! Látum það vera æðsta takmark vort að gera þjóð vora hrausta og heil- brigða, verum máttur og megin allr- ar hreysti, verum líf og sál fþrótt- anna, og við skulum rækja þá skyldu vef, vera vel vakandi yfir kröftunum, sem ekki þekkjast enn þá, og brýna nauðsynina fyrir þeim, tæma veitinga- húsin, kafiihúsin og göturnar, en fylla sundskálann og íþróttavöllinn, þegar hann kemur. Stefnir. t Helga Ólafsdóttir ekkja á Þingeyrum. Miðvikudaginn 15. febr. 1911 and- aðist á Þingeyrum, hjá syni sínum, Þorsteini Lfndal, merkiskonan Helga Ölafsdóttir ekkja eftir hinn góðkunna bændahöfðingja í Borgarfirði, Saló- mon sál. Sigurðsson hreppstjóra í Síðumúla. Helga sál. var fædd á Grund f Vesturhópi 13. ágúst 1824. For- eldrar hennar voru Ólafur Guðmunds- son bóndi þar og kona hans Helga Jónsdóttir prests Þorvarðssonar á Breiðabólsstað í Vesturhópi. Var hún systir þeirra bræðra sírajóns Reykja- líns prests að Þönglabakka, síra Frið- riks prests að Stað á Reykjanesi, síra Þorvarðs prests að Prestbakka á Síðu og síra Ingjalds prests að Nesi í Suður-Þingeyjarsýslu, er allir voru merkir kennimenn í sinni tíð. Helga sáluga misti föður sinn á unga aldri, en móðir hennar giftist aftur síra Gísla Gfslasyni presti að Staðarbakka, og fluttist hún með honum og móður sinni suður að Gilsbakka vorið 1859. Þá um haustið giftist hún Salómon Sigurðssyni, ættuðum af Vatnsnesi nyrðra, og dó hann fjórum árum á undan konu sinni. Þau hjón, Salómon og Helga, Þjuggu mestan sinn búskáp í Sfðu- múla í Hvítársíðu. Og sáust þess þar skjótt merki, að þau voru bæði mjög samvalin í öllu því, sem prýða mátti heimili þeirra og gera það að sannri fyrirmynd í sveitinni og þótt víðar væri leitað. Hafði Salómon sál. alt það er til þurfti að vera hinn fremsti í bændaflokki hjeraðsins, vit, hyggindi, stilling, hagsýni, stjórnsemi, hvort heldur kom til heimilisumsýslu eða sveitarstjórnarmála. Var hann hreppstjóri sveitar sinnar og mjög sóttur til ráða, þá er vanda bar að höndum. Og alt hið sama mátti á sinn hátt segja um konu hans. Hún var afburða-dugleg til búsýslu og sannkölluð hetja í mannraunum öll- um, en þó bljúg og hrein sem barn, viðkvæm og innileg sem móðir öll- um, sem til hennar leituðu hjalpar. Var hún trúkona af Iffi og sál, ein- læg og heit í því sem öðru, og komu ávextir þess á hinn fegursta hátt fram í öllu hennar lffi. Helga sal. var mjög vel að sjer til munns oghanda, eftir því sem þá var títt, enda var Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutnlngsmaður. PósthÚ88træti 17. Venjulega heima kl. 10—II og 4—5. Tal8imi 16. heimili hennar hið snyrtilegasta hvar sem augað leit. Uppeldi barna sinna vönduðu þau hjón sem mest þau máttu og veittu þeim góða mentun, þó þau eigi væru send að heiman til skólanáms. Lifa börn þeirra bæði: Helga kona Runólfs Þórðarsonar organista í Hafnarfirði og Þorsteinn Líndal bóndi á Þingeyrum nyrðra. Þau hjón fluttu með Þoráteini syni sínum til Hafnarfjarðar ipoóogand- aðist Salómon sál. þá um haustið, sbr. æfiminningu í „Lögr. sama ár. Eftir dauða Salómons þverruðu mjög kraftar og heilsa Helgu sál., og var hún mjög hrum orðin, er hún fjórum árum seinna fluttist með syni sínum norður að Þingeyrum, og var hún rúmföst jafnan eftir það. M. P. Fjárlögin í efri deild. Þar er komið fram nefndarálit með mikl- um breytingartillögum. Útgjaldakafl- inn hækkar um fullar 30 þús. kr. Nefndin vill ekki veita styrk til aukalæknis í Bolungarvík, en skylda aukalæknir ísfirðinga til þess að sitja þar. Stjórn Heilsuhælisins á Vífilsstöð- um hefur farið fram á við nefndina, að styrkur til hælisins yrði hækkað- ur í 25 þús. kr., að landssjóður á- byrgist 120 þús. kr. viðbótarlán handa hælinu og, að því verði af- hent jörðin Vífilsstaðir til æfinlegrar eignar og umráða. Nefndin leggur á móti styrkhækkuninni og ábyrgð- inni, en segir, að stjórnin geti selt Heilsuhælinu jörðina, og þá sjálfsagt, að landsjóður láti jarðarverðið ganga til þess. Eftir tillögum Iandlæknis leggur nefndin til, að veittur verði 3000 kr. styrkur hv. á. til þess að byggja sjúkraskýli á föstum læknissetrum. Til Borgarfjarðarbrautar veitist 20 þús. kr. síðara árið. Til Reykjadals- brautar 15 þús. f. á., 5 þús. s. á. Til Steinsteypubrúar á Öxará 1500 kr. Fjárveiting til þjóðvegar í Skafta- fellssýslu og milli Hjarðarholts og Ljárskóga falli burt, en til Hvamms- tangavegar færist hún niður ( 1000 kr. og til Keflavíkurvegar í 10 þús. kr. Nefndin vill ekki binda styrk til gufuskipaferða við víst nafn eða á- kveðinn samning (ekki við Thore- fjelagið). Faxaflóabátsstyrkurinn hækkaður upp í 14 þús. kr. Nefndin vill veita síra Jónasi Jónas- syni kennara á Akureyri 400 kr. launaviðbót. Hún vill styrkja kvenna- skólann í Reykjavík ríflega, en fella styrk til Blönduóss-skólans og lækka við Flensborgar-skólann um 1000 kr. Styrk til Jóns Ófeigssonar færir hún niður í 500 kr. og til Þorst. Erlings- sonar í 1000 kr., en hækkar Guðm. Magnússon upp í 1200 kr. og Leik- fjelag Rvíkur í 2000 kr. Hannesi Þorsteinssyni alþm. vill hún veita 2500 kr. árl. til þess að semja æfisögur lærðramanna (slenskra á sfðari öldum og Sig. Guðmunds- syni kand. mag. 600 kr. til þess að vinna að undirbúningi bókmentasögu íslands. Til að byggja leikfimishús við bændaskolann a Hvanneyri og á Hólum vill nefndin veita 6000 kr. Hlutatjel. „Klæðaverksmiðjan Ið- un“ vill nefndin veita 6000 kr. styrk, en ekki lán úr Iandssjóði, er fjelagið hafði beðið um. Meiri hluti nefndarinnar kveðst geta fallist á, að tjárveitingin til „við- skiftaráðanauta" standi í fjárlögun- um, en alls eigi að hún sje bundin við nafn þess manns, sem nú er viðski ftaráðanautur, eða nokkurt ann- að ákveðið nafn. Árekstur á sjó. Fyrir nokkr- um dögum rakst botnvörpungurinn „Dannebrog" á franska fiskiskútu hjer úti fyrir og braut hana svo að hún sökk } egar, en skipsmönnum var bjargað af botnvörpuskipinu og þeir fluttir hingað inn til bæjarins. í skútinni hafði verið mikið af fiski.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.