Lögrétta - 07.06.1911, Side 1
Afgreiðslu- og innheimtum.:
ARINBJ. SVEINBJARNARSON.
I.augareg 4,1.
Talsiuii 74.
LOGRJETTA
Ri t s t j ó r i:
ÞORSTEINN GÍSLASON
Pinglioltsstræti 17.
Talsími 17S.
M 27.
Reykjavík 7. jitní 1911.
VI. árg.
I. O. O. F. 92269.
Forngripasafnið opið Sd., þrd. og fimtud.
kl. 12—2.
Lækning ók. (læknask. þrd. og fsd. 12—1,
Tannlækning ók. (( Pólthússtr. 14) 1. og 3.
md. í mán. 11—1.
Landakotsspítali opinn f. sjókravitj. I0l/a
—12 og 4—5.
Islands banki opinn 10—2'/a og 5V2—7.
Landsbankinn 10T/2—21/*. Bnkstj. við 12—1.
Lagaskólinn ók. leiöbeining 1. og 3. ld. í
mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
12—3 og 5—8.
Lárus Fjeldsted.
YflrrjettarmálafœrslumaOuP.
Læbjargata 2.
Heima kl. 1 1 — 12 og 4-5.
Faxaflóagufnbáturinn „Ingólfur“
fer til Borgarness 1., 8. og 21. júní.
- - Garðs 3. júní.
- - Keflavíkur 23. júní.
- - Akra 24. júníA
68 ára afmseli konungs vors
H/F Völundur
selur húsgögn úr furu með því verði,
sem hjer segir:|
Ómálað. Málað.
Kommóður, ósamsettar, frá 12,00
— samsettar — 15,50
— — frá 19,00
Borð....................— 4,00 — 5,50
Buffet ... ... — 30,00 — 36,00
Servantar...............— 10,00 — 12,00
Fataskápar..............— 14,00 — 17,00
Rúmstæði................— 8,00 — 11,00
Bókahyllur, litaðar (hnot-
trje) 2,50.
Bókaskápar, amerískt
fyrirkomulag, úr eik,
hillan................— 8,00
úr mahogni, hillan . — 12,00
Ferðakoffort .... — 5,00 — 5,75
Eldhúströppur, sem
breyta má í stól . — 6,00
Skrifborð...............— 20,00 — 22,00
— með skápum — 3o>°° — 34>00
Búrskápar...............— 7,00
Borðstofustólar úr birki
6,00—6,50
Allskonar önnur húsgögn eru sm(ð-
uð eftir pöntun úr öllum algengum við-
artegundum.
Ennfremur eru til fyrirliggjandi:
HurOlr, mjög vandaðar, kvistlakkaðar
og grunnmálaðar, stærð:
30 X 1 °úr i1/.", kontrakildar á 7,50
3°3"Xi°3''- i*/«" - - 8,25
3°4"Xi°4"— i1/*" — - 8,50
3°5" X i°S"— i1/*" - - 8.75
3°6" Xi°6"— 1 V=" — * 9>°°
3°8” Xi°8"— 11/2" — - 9.5°
Utidyrahurðir:
3° 4"X2° úr 2" með kílst. parið á 21,50
3° 6"X2° — 2" — — _ - 22,00
3° 8"X2° - 2" _ _ _ . 22)50
3°I2"X2° — 2" — _ _ . 23,50
Okahurðir, venjulegar, stykkið . - 5,00
Talsvert af hurðum af ýmsum öðrum
stærðum en að ofan eru greindar eru
einnig til fyrirliggjandi. Sömuleiðis eru
ávalt til: Gerikti, Gólflistar, Loftlistar,
Kilstöð og ýmsar aðrar tegundir af list-
um. Allskonar karmaefni. Rúmfætur,
Rúmstólpar, Borðíætur, Komrnóðufætur,
Stigastólpar og ýmiskonar Pílárar. Margs-
konar rennism(ðar eru til fyrir hendi og
allskonar pantanir i þeirri grein fást
fljótt og vel af hendi leystar.
Komið og skoðið
það, sem er fyrirliggjandi 1 verksmiðju
ijelagsins við Klapparstíg.
Frlðrik VIII.
var á laugardaginn var. Og var þess minst hjer með almennum fánaveif-
um um allan bæ. — Um kvöldið fór fram á Hótel Reykjavík afarfjölmenn
minningarsamkoma í tilefni af þessu afmæli hans.
stærsta úrval bæjarins.
Sturla jónsson.
„Ijvalfjarati rnikla*1.
Svo nefnir „ísafold" grein, sem
upphaf er að, í síðasta blaði hennar
(3. þ. m.) og ræðir hún um embættis-
veitingar og sýslana Hannesar Haf-
steins. Fyrst er það auðvitað skip-
an stjórnarráðsembættanna, sem „ísa-
fold“ finnur að, og segir að feitustu
bitunum öllum hafi verið skift upp
milli heimastjórnarmanna. — Þetta
er rangt, því Eggert Briem var á-
kveðinn andstæðingur heimastjórnar-
innar, og þó var hann gerður að
skrifstofustjóra. — Jón Hermannsson
hefir aldrei tekið opinberann þátt í
stjórnmálum. Enginn ráðherra — nema
Björn Jónsson? hefði getað gengið
fram hjá Jóni Magnússyni, sem hafði
um mörg ár verið landritari og auk
þess slíkur hæfileikamaður, og óverj-
andi hefði verið með öllu, ef hann
hefði ekki verið gerður að skrif-
stofustjóra, án tillits til þess hvaða
flokki hann tilheyrði. — Svo kemur
auðvitað vandlætingin, að gera ekki
Indriða Einarsson að skrifstofustjóra;
þeir sem kunnugastir eru telja það
hafa verið vel ráðið af H. H. Það
eru ekki altaf einhlýt meðmæli, að
hafa haft einhver störf alllengi á
hendi, því þó þau hafi mátt heita
vansalaust af hendi leyst, þá er engin
ástæða til að halda, að enn vanda-
samari verk verði leyst svo af hendi,
að vel megi við una, og ekki síst
þegar tillit er tekið til þess, hvað
surnir menn eldast fljótt. Og mörg-
um er miklu sýnna um að vera
undir stjórn annara en að stjórna
sjálfir.
Þegar ræða er um hlutdrægni í
emhættisveitingum, þá verður að
taka fult tillit til þess um hverja er
að velja. En það gerir „ísafold"
ekki. H. H. veitti t. d. Einari Bene-
diktssyni Rangárvallasýslu, Guðlaugi
Guðmundssyni Eyjafjarðarsýslu og
Magnúsi Torfasyni ísafjarðarsýslu.
Ekki voru þeir heimastjórnarmenn.
Hverjir sóttu móti Björgvin Vigfús-
syni um Skaftafellssýslu, Páli V.
Bjarnasyni um Skagafjarðarsýslu og
Guðm. Björnssyni um Barðastrand-
arsýslu? Engir, sem með nokkurri
sanngirni var hægt að taka fram
yfir þá.
Porgrimi Pórðarsyni, þjóðræðis
garpi miklum, var veitt Keflavfkur-
læknishérað, þrátt fyrir það, þó 8 ára
eldri kanriídat, sem var heima-
stjórnarniaður, sækti á móti hon-
um. Voru þar hagsmunir heima-
stjórnarinnar hafðir fyrir augum?
Sigurður Thoroddsen, bróðirSkúla,
varð kennari við latínuskólann. Ekki
var hann heimastjórnarmaður. Ekki
fann „ísaf." eða Þjóðv. að þeirri
embættisveitingu. Og ekki mintust
þau á óánægju skólasveina með hann.
Pórð Pálsson, tengdason Björns
Jónssonar, flutti H. H. í miklu betra
Iæknishérað. Var það gert í flokks
hagsmunaskyni ?
„ísafold" finnur að því, að Stefán
Stefánsson var gerður að skólameist-
ara sjálian kosningai'riaginn!! Þvf
lík býsnl Eins og ekki megi veita
embætti „sjálfan kosningardaginn".
Ekki gat það verið gert til að auka
Stefáni fylgi í Skagafirði, því ef
Skagfirsku kjósendurnir hefðu tekið
eitthvert tillit til þess, að hafa skóla-
meistara fyrir þingmann sinn, þá hefði
það verið of seint að skipa hann
kosningardaginn. Hvern átti að taka
framyfir St. St.? Mann, sem búinn
var að vera kennari við þenna skóla
í rúm 20 ár.
Alþingi 1907 veitti Einari Arn-
órssyni styrk til að ransaka réttar-
sögu íslands. Hann var þá ritstjóri
„Fjallk." og því ekki heimastjórnar-
maður. Hvern átti að skipa annan
en hann sem kennara í rjettarsögu
við lagaskólann? „ísafold“ finnur
að því, að í skattamálanefndinni hafi
að eins verið einn stjórnarandstæð
ingur. Hún lætur þess ógetið, að
fjórir nefndarmennirnir voru kosnir
af alþingi með hlutfaltskosningu og
þá voru heimastjórnarmenn í svo
miklum meiri hluta, að þeir komu
að þremur mönnum. Átti Hannes
Hafstein að skipa aðra menn í nefnd-
ina en alþingi kaus?
Eða áttu heimastjórnarmenn að
kjósa í nefndina menn af andstöðu-
flokki sínum?
Ekki hafa þjóðræðishetjurnar gjört
það.
Hvað skyldi „ísafold" hafa sagt,
ef núverandi ráðherra hefði ekki
skipað þá Sig. Hjörleifsson og Magn-
ús Blöndahl í peningamálanefndina,
sem kosin var af alþingi?
Þannig er alt á eina bókina lært
hjá „ísafold".
En hvað hefir svo sjálfstæðisflokk-
urinn gert þennan tíma, sem hann
hefir setið við „kjötkatlana" ?
Hafa þeir kosið heimastjórnarmenn
í bankaráð íslandsbanka eða gæslu-
stjóra Landsbankans og endurskoð-
unarmenn hans?
Eru þeir Ari Jónsson, Magnús
Blöndahl og Sigurður Hjörleifsson
heimastjórnarmenn?
Eru þeir Vilhjálmur Briem og Bene-
dikt Sveinsson heimastjórnarmenn?
Nei! Peir eru ekki heimastjórnar-
menn.
»ísafold« veit ekki — vill ekki
vita? að Bjarna frá Vogi var vikið
frá kennarastöðu sinni eftir tillögum
stiftsyfirvaldanna) Hallgríms biskups
Sveinssonar. — Ög sú frávikning var
svo réttmæt, að hvorki treysti „ísaf."
né „Fjallk." að finna að henni, þar
tii „Þjóðv." fann púðrið og sagði að
hún væri af pólitískum rótum runnin.
Þá kom auðvitað »ísafold« og öll
halarófan á eftir óg hrópaði hástöf-
um: »Bjarni frá Vogi pólitískur
píslarvottur!«
Hvað gerði Björn Jónsson við
Landsbankastjórnina ?
Setti hana af.
Hvað gerði Björn Jónsson við tvo
umboðsmenn?
Setti þá af?
Voru það sjálfstæðismenn?
Neil Peir voru heimastjórnarmenn.
Hverja skipaði hann í staðinn?
Voru það heimastjórnarmenn?
Neil Pað voru sjálfstæðismenn.
Hverjir sóttu um bankastjóraem-
bættin við Landsbankann, auk þeirra
sem fengu?
Meðal annara tveir bankafróðir
menn, með ágætum meðmælum, ekki
6 ára gömul vottorð frá fyrv. bæj-
arfógetanum í Rvík eða orgelkaup-
manni í Kaupmannahöfn, heldur frá
yfirbankastjóra „ Landmandsbankens “
og bankastjórn „Þjóðbankans danska".
En þeir voru ekki af sauðahúsi Björns
Jónssonar og það réð baggamuninn.
En er það ekki hagur fyrir flokkinn
að hafa umráð yfir peningastofnun
landsins? Geta úthlutað trúrra þjóna
verðlaunum og hegnt þverbrotnum
syndurum.
Skipaði Björn Jónsson heimastjórn-
armenn í Landsbankaransóknarnefnd-
ina?
Neil Hann skipaði að eins »sjálf-
stæðismenns, er voru dyggir fylgis-
menn hans í hvívetna.
Var það heimastjórnarmaður, sem
greiddi atkvæði með því, að hann
fengi sjálfur 20,000 — tuttugn þiís-
und —krónur í tvö ár?
Nei. Pað gerði „sjálfstæðismað-
urinn" Bjarni Jónsson frá Vogi.
Voru ekki hagsmunir flokksins og
flokksmanna hafðir þar fyrir augum?
Hvaða forseti alþingis hefir brotið
þingsköpin til að útvega sjálfum
sjer bita?
Það hefur líklega verið heimastjórn-
armaður?
Óneil Pað var sjálfstæðismaður
og hvorki meiri nje minni hetja en
— Skúli Thóroddsen.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú setið
við kjötkatlana í 2 ár, og á þessum
tíma hafa 10 þingmenn, eða tæpur
helmingur flokksins fengið þessa
»bita«, annaðhvort frá þinginu eða
veitta af „höfðingja lýðsins", „afreks-
manninum" Birni Jónssyni, meðan
hann var að völdum:
x. Ari Jónsson fær í 3 ár rúm
5,000 kr. fyr að koma á einn fund
á ári í bankaráð íslandsbanka. Auk
þess er hann aðstoðarmaður f stjórn-
arráðinu með 1,500 kr. árslaunum.
2. Benedikt Sveinsson fær 750
kr. á ári fyrir endurskoðun Lands-
bankans.
3. Bjarni Jónsson frá Vogi hefur
fengið og fær til ársloka 1913 alls
um 50,000 — fiinnitíu þúsund —
krónur. Laglegur skildingur það.
4. Björn Jónsson tjekk 12,000
kr. ráðherrralaun í 2 ár, auk óvissra
tekna. Fær síðan 3,000 kr. eftir-
laun meðan lifir.
5. Björn Kristjánsson fær 6,000
kr. laun á ári sem bankastjóri Lands
bankans.
6. Björn Sigfússon fær um 750
kr. á ári sem umboðsmaður Þing-
eyrarklausturs. > s
7. Jón Porkelsson hefur fengið
styrk til að rita um ríkisréttindi ís-
lands.
8. Magnús Blöndahl fær um 5,000
kr. í þrjú ár fyrir að vera í banka-
ráði íslandsbanka. Auk þess græddi
hann 27,000 kr. á silfurbergssamn-
ingum. Hann er og skipaður í milli-
þinganefnd í peningamálum.
9. Sigurður Hjörteijsson fær um
5,000 kr. í þrjú ár fyrir að vera í
bankaráði íslandsbanka. Auk þess
er hann skipaður í milliþinganetnd í
peningamálum.
10. Skúli Thoroddsen fjekk 800
kr. fyrir endurskoðun Landsreikning-
anna 1908—1909 og fær 1200 kr.
fyrir endurskoðun þeirra 1910—1911.
Og 1200 kr. fjekk hann til Frakk-
landsferðar.
Er þetta ekki mikil liYalfjava?
Um liúsabyggingar.
Efiír Svein Jónsson.
I.
Nú er alþingi lokið. Margir eru
bitlingarnir, sumir þarfir og sumir
máske óþarfir. Jeg ætla ekki með
þessum línum að fara að gera upp
á milli þeirra, sem veittir voru. En
mig langar til að minnast á eina
styrkveitingu, sem feld var, styrk-
veitingu til Guðjóns Samúelssonar.
Hann er, eins og margir vita, að
læra húsagerðarfræði á Listaskólan-
um í Khöfn, og fær þar engan styrk,
eins og þeir, sem eru á háskólanum.
Jeg sje, að hann hefur sótt um 600
kr. styrk til alþingis, en hvort sá
styrkur hefur átt að miðast við 2 ár
eða aðeins 1 sjest ekki. Jeg var
ekki við staddur, þegar þetta var
rætt í efri deild, því miður, því jeg
hefði þó haft gaman af að heyra
ástæðurnar á móti þessum styrk í
sambandi við meðmæli ýmsra ann-
ara styrkveitinga. Jeg hugsa mjer,
að ástæðurnar á móti styrknum hafi
verið eitthvað á þá leið, að landið
þarfnist ekki byggingafróðra manna,
alt þar að lútandi sje í svo góðu
lagi, að það verði ekki bætt, eða að
húsabyggingamál sje hjegómamál,
sem alþingi varði ekki um.
En mjer finst nú alt annað.
Arið 1908 var virðingarverð húsa í
öllum bæjum og kaupstöðum á land-
inu 18,708 þús.; en fyrir 10 árum
voru þær, eða 1898, 6,460 þús.
Allir geta því sjeð, að hjer er ekki
um litla upphæð á ári að ræða, og
því ekki sama, hvernig tilhögunin er.
Tólf hundruð þúsundum króna á ári
hefur verið varið í húsabyggingar
síðastliðin 10 ár, og miklum hluta
af þessari upphæð varið fyrir efni,
sem keypt var frá útlöndum. Þegar
nú ein einasta beiðni um styrk í þá
átt, að læra að fullkomnast í bygg-
ingarfræði, fjekst ekki, og var þó
ekki nema 600 kr., þá verða menn
að lfta svo á, að þinginu virðist
landsbúspóstur þessi ekki styrks verð-
ur, eða byggingarnar hjer á landi svo
fullkomnar, að þar sje ekki um bót
að ræða. Þó virðist þinginu 1901
hafa fundist annað, því þá varði það
til byggingarannsókna talsverðri upp-
hæð, og hjelt því til 1903.
II.
Guðjón Samúelsson lærði trjesmíði
hjá föður sínum áður en hann sigldi,
og fjekk því í þeirri grein góðan
undirbúning, og hjer í mentaskólan-
um tók hann 4. bekkjar próf með
góðum vitnisburði, og vitnisburðir
hans frá Listaskólanum eru ágætir
og maðurinn reglumaður í alla staði.