Lögrétta - 07.06.1911, Blaðsíða 3
L0GRJETTA.
105
Dr. Iieinarcliaml, læknir og
yfirumsjónarmaður frönsku spítalanna
á íslandi, hefur beðið Lögrjettu að
faera Þorvaldi lækni Pálssyni á Horna-
firði innilegar þakkir fyrir læknis-
hjálp og alla umönnun og framúr-
skarandi alúð er hann sýndi frönsku
skipsbrotsmönnunum úr skipinu
»Madelaine«, sem særðir voru og
meiddir eítir að skipið fórst vegna
ísáreksturs út af Hornafirði.
ísland erlendis.
Emhættisprófi 1 lögnni við Kaup-
mannahafnar háskóla hefur Oddur
Hermannsson lokið 30. f. m. með
1. einkunn.
dór rafmagnsfræðingur Guðmundsson
mun annast um alla framkvæmd raf-
lýsingarinnar fyrir hönd Smith’s.
„Nelsonu er nýlega sagður hafa
komið inn á Seyðisfjörð með um
65,000. Sama er og sagt um togara
þann, er Þorsteinn í Bakkabúð stjórnar.
„Austri“ var á Sauðárkrók í gær-
morgun. Kemur líklega hingað með
morgninum.
Bjarni Jónsson frá Yogi hafði
ekki haldið færri en 7 fundi með
Dalamönnum á yfirreið sinni um
sýsluna, og getur ekki kallast mikið
eftir svo langan tíma. Hitt, sem
fyrir flaug, að hann hefði riðið heim
á hvert einasta kot í sýslunni og
útbýtt hagldabrauði, lakkrís og smá-
skildingum á bæði borð — það get-
ur vel verið gamansaga. En hitt er
aftur á móti talið víst, að þing-
menskuframboð hafi hann eftir skilið
þar vestra, — og ekki er á »Isaf.«
að heyra, að Bjarni muni verða
hrakólamaður í Dölunum í haust.
Settur læknir. Hinrik Erlends-
son læknir er settur til að gegna
hjeraðslæknisstörfum í Fljótsdalshjer-
aði, í stað Jónasar læknis Kristjáns-
sonar, er fengið hefur Sauðárkróks-
læknishjerað. Hinrik fer austur 10.
þ. m.
Lausn frá embætti hefur Axel
sýslumaður Tulinius á Eskifirði sótt
um vegna heilsubilunar. Er sagt, að
hann muni flytja sig til Reykjavík-
ur með haustinu.
Umsjónarmaður silfurbergsnám-
anna er Páll Torfason, kaupmaður
frá Flateyri, skipaður.
Ullarinatsmaður et nýlegu skip-
aður Sigurgeir Einarsson, verslunar-
maður í Reykjavík.
Kosningar til Stórstúkunnar, til
næstu 2 ára, fóru svo sem hjer segir:
Jón Pálsson stórtemplar, Indriði Ein-
arsson stórkanzlari, Einar Hjörleifs-
son stórvaratemplar, Guðrún Jónas-
son stórgæslumaður ungtemplara, Jón
Árnason stórritari, Halldór Jónsson
stórgjaldkeri, Haraldur Níelsson stór-
kapellán, Þórður Thoroddsen fyrv.
stórtemplar, og til bráðabirgða: Guð-
mundur Guðmundsson (skáld á ísa-
firði) stórgæslumaður kostiinga —
annars í ráði að leggja það starf
niður.
Raflýsingin á Esldflrði. Sá heitir
Paul Smith, landsímamaður, er það
verk hefur tekið að sjer. En Hall-
*
Reykj avík.
»Botnia« kom frá útlöndum síð-
astl. laugardag. Með henni kom frá
Englandi frú Margrjet Zoéga og
Harald Krabbe professor, faðir Þ.
Krabbe landsverkfræðings, í kynnis-
för; Ól. Árnarson, nokkrir enskir
ferðamenn og fáeinir Vestur-íslend-
ingar.
Dáin er hjer í bænum síðastl.
laugardag frú Leopoldina Friðriks-
son, ekkja Halldórs Kr. Friðriksson-
ar yfirkennara. Hún var fullra 85
ára að aldri, og hafði átt við heilsu-
leysi að búa síðustu missirin.
Af börnum þeirra eru á lífi: Mo-
rits, læknir í Vesturheimi, frú Sig-
ríður kona síra Janusar Jónssonar,
frú Anna, kona Halldórs Daníelsson-
ar yfirdómara og fröken Þóra.
Stýrimannaprófl hinu meira,
luku þessir 4 lærisveinar í stýri-
mannaskólanum 15. maí:
Jón O. V. Jónsson, Rvík 105 st.
Gísli Guðm.son, Dýraf. 91 —
Guðbj. Ólafsson, Patreksf. 91 —
Gísli Þorst.son, Garði . . 89 —
Hæsta einkun við þetta próf er
112 stig, en til þess að standast það
þarf 48 stig.
Þlingað til hefur enginn náð jafn-
hárri aðaleinkunn við þetta próf sem
Jón O. V. Jónsson nú.
Prófdómendur voru síra Eiríkur
Briem, H. Hafl. skipstj. og Magnús
Guðmundsson kand. jur.
Yeðrið undanfarna daga hefir ver-
ið úrkomusamt öðruhvoru, en þó
hlýindasamara en áður. í dag er
æskilegasta sumarblíða.
Aflabrögð. „Jón forseti" kom í
morgun með 70 þúsund.
Annar leigutogarinn kom í gær
hingað með 65 þús.
Bæjarstjórniii. Fundur 18. maí.
Byggingarnefndargerðir frá 13. þ. m.
lesnar og samþ.
Bæjarstjórn samþykkti við síðari um-
ræðu 12,000 kr. lántöku til holræsagerðar í
Tjarnargötu, Aðalstræti, Vallarstræti, Thor-
valdsensstræti, Veltusundi og Austurstræti,
—enda greiði húseigendur og lóðareigendur
við göturnar holræsagjald það, sem tilskilið
er í lagafrumvarpi því, er alþingi hefir ný-
lega. samþykkt.
Veganefndargerðir frá 15. þ. m. lesnar
og samþ. með þeirri viðbót við vatnssalernis-
leyfi Guðmundar Egilssonar — „eftir að
leyfi heilbrigðisnefndar er fengið, og þær
aðgerðir framkvæmdar á frárennsli til sjávar,
er Guðm. býðst til að gera, í samráði við
verkfræðing bæjárins11.
Fasteignarnefndargerðir frá 15. þ. m.
voru lesnar og samþykktar.
Formaður minnisvarðanefndar Jóns
SigurðsBonar skýrði frá, að nefndin
hefði nú ákveðið, að standmyndin skyldi
standa á Skólabrúnni, miðja vegu milli
menntaskólans og lækjarins.
Út af þessu lýsti bæjarstjórn yfir því, að
bún befði ekkert við það að athuga, að lík-
neskið verði sett á þennan stað, verði það
endanlega samþykkt af nefndinni.
Samþykkt að leggja vatnsæð frá
Bræðraborgai'stig að Skáholti og Brekku-
holtshúsunum. Sömuleiðisj samþykkt að
leggja vatnsæð að búsinu nr. 28 við Baróns-
stíg —, hvorttveggja eftir tillögum vatns-
nefndar.
tlrskurðað út af kærum um ellistyrkt-
arsjóðsskrá fyrir yfirstandandi ár (1911),
að af skránni skulifelldir Þorlákur Oddssen,
Bergstaðasti'. 48 og Leifur Jóhannsson,
Hverfisgötu 8.
Tilkynnt brjef frá W. Wurdemann,
dags. 8. þ. m., um endurbætur á gasstöð-
inni. Brjefinu vísað til gasnefndar.
Samþ. brunabótavirðing á húsi Jóns
Einarssonar, Nýlendugötu 16, kr. 4,543,00.
óskast til kaups. Upplýsingar í
Tiinbup og- Kolaversluniimi
„ReyKjavíK“.
pósfkorta-albúm,
mjög falleg og ódýr, eru komin
í verslun JÓilS Zocgtt.
Talsími 128. Bankastræti 14.
Tapast hefur steinn úr brjóst-
nælu. Skilist í Miðstræti io (niðri).
verður opnuð hjá
Varsíuninni <Björn dírisfjánsson
li. 8. þ. m. í sjerbúð í austurenda liússins.
Þar verður á boðstólum vandaðar og ódýrar tegundir
af pappír og ritföng-timL — það besta er hingað
hefir ílutst. —
Við vonum að heiðraðir viðskiftavinir okkar, líka í
þessum vörum, sýni okkur þann velvilja, að versla við
okkur, og geri okkur þá ánægju, að líta á vörur okkar, og
munið þjer sannfærast um, að við seljum ódýrast og
liöfum smekklegast valdar vörur.
Virðingarfylst.
Verslunin Jjörn Krisfjánsson
Mestu birgðir af vjelum og verkfær-
um til matreiðslu— og eldhúss-þarfa. Stálvörur
af fínustu og bestu tegundum. Verðskrá sendist eítir skriflegri beiðni.
C. Tli. Rom & Oo. Köbenliavn B.
Stúlkur þær, er ætla að sækja um
inntöku í Kvennaskólann í Reykjavík
næsta vetur, eru beðnar að snúa sjer
sem fyrst til undirritaðrar forstöðu-
konu skólans, og taka jafnframt fram,
hverrar undirbúningskenslu þær hafa
notið og í hvern bekk skólans þær
æskja upptöku. Umsóknir eru bind-
andi fyrir alt skólaárið frá 1. okt. til
14. maí.
Aðeins fermdar stúlkur og siðprúð-
ar geta fengið inntöku í skólann, og
skulu þær með umsókn sinni senda
bólusetningar- og heilbrigðis-vottorð.
Hússtjórnardeild skólans byrjar einn-
ig 1. okt. Námsskeiðin í þeirri deild
eru tvö, frá 1. okt. til 30. jan., og
frá 1. febr. til 1. júní ár hvert. Geta
12 stúlkur verið á hvoru námsskeiði.
Þær stúlkur, sem ætla að sækja um
heimavist í skólanum ættu að gera
það sem fyrst; gjaldið er 30 kr. á
mánuði, er greiðist fyrirfram hvern
mánuð.
Allar umsóknir um skólann sjeu
komnar til forstöðukonu skólans fyrir
lok júlímánaðar, og verður umsólrn-
um gvo svarað með póstum í ágúst-
mánuði. Æskilegast að alJar um-
sóknir sjeu skriflegar.
Inntökupróf fyrir nýjar námsmeyjar
fer fram í byrjun skólaársins 2.—4.
okt. þ. á.
Reykjavík, 31. mai 1911.
Ingibjörg' II. Bjarnason.
psstjórnarnámsskeiS.
Frá i. júlí n. k. til 15. ágúst er
ákveðið að halda 6 vikna námsskeið
í kvennaskólanum ef nægilega margir
nemendur gefa sig fram. Kenslan
fer fram á hverjum degi frá kl. 9
árdegis til kl. 5 síðd. Borgunin er
25 kr. fyrir allan tímann, og fá nem-
endurnir, auk kenslu, morgunverð og
miðdegisverð fyrir þá borgun.
Utanbæjarstúlkur geta búið í skól-
anum meðan á námsskeiðinu stendur,
ef þær æskja þess.
Frk. Soffía Jónsdóttir kennir á
þessu námsskeiði.
Þær sem vilja sinna þessu gefi
sig sem fyrst fram við forstöðukonu
skólans, er gefur nánari upplýsingar.
Rvk 6. júní 1911.
Ingibjörg H. Bjarnason.
Heima kl. 2—3 virka daga.
92 89
yður alt, sem jeg get, til launa. Jeg
hef komist að einu, herra barón, og
hefði ef til vill átt að hafa sagt yður
það fyrir löngu. En jeg komst ekki
að því fyr en löngu eftir, að yfirheyrsl-
urnar fóru fram. Jeg hef ekki held-
ur sagt það nokkrum raanni. Það
stendur í sambandi við dauða baróns-
ins sálaða«.
Yið spruttum upp báðir, baróninn
°g jeg- »Vitið þjer, hvernig dauði hans
varð?« sagði baróninn.
»Nei, það veit jeg ekki«, svaraði
Barrymore.
»En hvað þá?«
»Jeg veit, hvers vegna hann var úti
i göngunum, þegar þetta vildi til.
Ilann var þar að hitta kvenmann«.
»Að hitta kvenmann! Er það hugs-
anlegt?«
»Já, herra barón!«
»Og hvað hjet sú kona?«
»Nafnið get jeg ekki sagt yður. En
jeg get sagt yður upphafsstafina í því.
Þeir eru L. L.«.
»Hvernig vitiðþjerþað, Barrymore?«
»Frændi yðar fjekk brjef sama morg-
uninn, lierra barón. Annars fjekk hann
ljölda brjefa, því hann var ríkur maður
og vel þektur að örlæli og hjálplýsi.
Allir, sem einhvers þurftu með hjer í
nágrenninu, voru því vanir, að leita
til hans. En þennan morgun vildi
svo til, að ekki kom nema þelta eina
lirjef, og þess vegna veittijegþví nán-
ari athygli. Það var frá Coombe Tracey
og á utanáskriftinni var kvenhönd«.
»Nú, og svo — «
»Jeg' hugsaði auðvitað þá í svipinn
ekki frekara út í þetta, og hefði ekki
heldur gert það síðar, ef konan mín
hefði ekki orðið til þess, að minna
mig á það. Hún var fyrir nokkrum
vikum að gera hreint vinnuherbergi
harónsins sálaða. Alt til þess hafði
ekkert verið hreyft þar inni frá dauða
hans. 1 ofninum fann hún ösku af
hálfbrendu brjetl. Megnið af því var
ólæsilegt; að eins neðsti hlutinn hjekk
enn saman og þar mátti lesa skriftina,
þótt eigi væri hún orðin annað en
gráir stafir á svörtum grunni. Helst
leit út fyrir, að þetta væri eftirskrift,
skrifað neðan við sjálft brjefið. Orðin
voru svohljóðandi: »Jeg bið yður þess,
svo framarlega, sem þjer eruð lieið-
virður maður, að brenna þetta brjef, og
koma svo niður að hliðinu klukkan 10«.
Undir þessustóðu upphafsstafirnir L. L.«
Hafið þjer þessa brjef-ösku enn?«
spurði baróninn.
»Nei, herra barón«, svaraði Barry-
more. »Hún datt öll í sundur undir
eins og við henni var hreyft«.
»Hafði frændi minn oft fengið brjef,
sem utan á var skrifað með sömu
liönd?«
»Það get jeg ekki sagt, herra barón,
þvi jeg veitli brjefum hans aldrei nána
atliygli, og hefði ekki heldur gert það
í þetta sinn, ef brjefið hefði ekki komið
eilt sjer«.
»Og getið þjer enga hugmynd gert
yður um, hver þessi L. L. sje?«
»Nei, lierra barón, ekki fremur en
þjer sjálfur. En jeg held, að ef hægt
Fáein ágrip úr henni munu þó nægja
til þess að tengja saman þessa frá-
sögnina, sem áður er komin, við þá
viðburði, sem síðar verða í sögunni og
jeg man út í hörgul. Þá hef jeg fest
svo vel i minni, að jeg gleymi þeim
aldrei. Jeg hef þá frásögnina aftur
þar, sem við hættum að elta útilegu-
manninn og sáum hinn manninn á
klettabrúninni.
16. október. Leiðinlegt veður, dimm-
viðri allan daginn með sallarigningu.
Húsið er hulið þoku, sem læðist fram
og aftur, en stundum ljettir svo til, að
sjá má út á auðnirnar og ofan eítir
silfurglituðum ásunum. Grjótið blikar
í fjarlægðinni; er sólargeislarnir brotna
á því blautu og gljáandi. Þaðerdauf-
legt bæði inni og úti. Það liggur illa
á baróninum; hann er niðurdreginn
eftir allar geðshræringarnar síðastliöna
nótt. Mjer er líka þungt í skapi; það
er einhver óhugur í mjer, sem spáir
illu. Mjer finst einhver hætta vofa
yfir, en get ekki gert mjer grein fyrir,
hver lnin muni vera.
Og er það að undra, þótt þetta legg-
ist illa í mig? Gáið að öllu, sem fyrir
hefur komið, og alt virðist benda á
á, að kring um okkur sje ískyggilegt
á seiði. Fyrst er dauði Karls baróns,
er alveg kemur heim við það, sem
segir í ættarsögunni. Svo eru allar
sagnir hændafólksins hjer í kring um
þetta undarlega dýr, sem á að liafa
sjest hjer á lieiðinni. Tvisvar hef jeg
með eigin eyrum lieyrt þetta umtal-
aða hljóð, er líkist þvi mjög, að hund-
ar gelti og ýli í fjarska. Það er ótrú-
legt, eða, rjettara sagt, óhugsandi, að
hjer geti verið um nokkuð að að ræða,
sem standi utan við hin reglubundnu
lög náttúrunnar. Það er þó varla
hægt að hugsa sjer hundsvofu, sem
láti eftir sig sjáanleg og greinileg spor
og fylli loftið með hljóðum.
Vera má að Stapleton sje svo hjá-
trúarfullur, að hann trúi á þetta, og
eins Mortimer læknir. En jeg hef þó
að minsta kosti almenna, heilbrigða
skynsemi, og mig getur enginn fengið
til þess að trúa neinu slíku. Það væri
að gera sig jafnan að andlegum þroska
bændagörmunum lijerna í nágrenninu.
Þeir geta gert sig ánægða með þá skýr-
ingu, að hjer sje um einhvern dular-
heima-hund að ræða, með glóandi
eldaugum o. s. frv. En jeg get það
ekki.
Holmes mundi ekki ljá slíkum heila-
spuna eyru eitt augnablik, og jeg er
hingað sendur til þess að verða hon-
um að liði. En staðreynd er þó stað-
reynd, og nú lief jeg sjálfur tvisvar
heyrt ýlið og geltið úti á heiðinni.
Setjum 11 ú svo, að það sje rjett, að
einhver afarstór liundur hafist við
þarna úti á heiðinni — þá væri skýr-
ingin fengin. En hvar gæti sá hund-
ur dulist? Á hverju ætli hann að lifa?
Og hvernig ætti á því að standa, að
lians yrði aldrei vart um daga? Allir
verða að játa, að þessi eðlilega skýr-
ing yrði eigi síður ílókin en hinar.
En þótt hundinum sje nú alveg slept,
þá er samt margt kynlegt eftir, sem