Lögrétta - 21.06.1911, Qupperneq 1
Afgreiöslu- og innheimtum.:
ARINBJ. SVEINBJARNARSON.
L.»ut£»vet£ 41.
Talsími 74.
Rits tj ó ri:
t’ORSTEINN GÍSLASON
Pingholtsstræti 17.
Talsimi 178.
M 30.
Reykjavík 31. jttní 1911.
VI. árg^.
Vorvísur
á lOOára afmæli Jóns Sigurðssonar.
Sjá roðann á hnjúkunum háu !
nú hlýnar um strönd og dal,
nú hirtir í býlunum lágu,
nú bráðna fannir í jöklasal.
Allar elfur vaxa
og öldum kvikum hossa.
Þar sindrar á sægengna laxa,
er sækja’ í bratta fossa.
Fjallató og gerði gróa,
grund og flói skifta lit.
Út um sjóinn sólblik glóa,
syngur ló í bjarkaþyt.
Hjer sumrar svo seint á stundum!
Þótt sólin hækki sinn gang
þá spretta’ ekki laufin í lundum
nje lifna blómin um foldarvang,
því næturfrost og nepjur
oft nýgræðinginn fella —
sem hugans kul og krepjur
oft kjark og vonir hrella.
Alt í einu geislar geysast,
Guð vors lands þá skerst í leik,
þeyrinn hlýnar, þokur leysast,
þróast blóm og laufgast eik.
Nú skrýðist í skrúðklæði landið
og skartar sem best það má.
Alt loftið er Ijóðum hlandið
og ljósálfar dansa grundunum á.
Gleymt er gömlum meinum
og gleymt er vetrar stríði.
Menn muna eftir einum,
sem aldrei fyrnist lýði.
Þó að áföll ýmis konar
ella sundri og veiki þrótt —
minning hans: Jóns Sigurðssonar
saínar allri frónskri drótt.
Sjá! óskmögur íslands var borinn
á íslands vorgróðrar stund,
hans von er í blænum á vorin,
hans vilji’ og starf er í gróandi lund.
Hann kom, er þrautin þunga
stóð þjóðlífs fyrir vori,
hann varð þess vorið unga
með vöxt í hverju spori.
Hundraðasta vor hans vekur
vonir nú um Islands bygð,
nepjusúld og sundrung hrekur,
safnar lýð í dáð og trvgð.
H. H.
Upphaf íþróttamótsins.
Ræða Þörhalls biskups Bjarnarsonar.
Sæmd er mjer það og gleði að verða við óskum for-
stöðunefndarinnar að mæla nokkur orð áður en íþróda-
mótið byrjar í dag, þetta hið fyrsta íþróttamót landsins,
sem leiða mun mörg á eftir sjer.
Svo vel er mjer við þennan nýgræðing í þjóðarakr-
inum, og fjelagsskapinn, sem gengist hefur fyrir þessu
móli. En sá fjelagsskapur er Ungmennafjelag íslands.
Vjer íslendingar þurfum meiri Iíkamshreysti, meira
þolgæði til hvers kyns vinnu, handar og anda; ineira fjör,
örara, heitara blóð í æðarnar; meiri fegurð, Ijettari burði.
Þegar þingmannahópurinn islenski var í Danmörku
fyrir fimm árum síðan, voru íþróttamótin, sem hann sá,
eitt hið fegursta og minnisstæðasta í förinni. Og Danir
töldu þau einmitt einhverja farsællegustu nýjungina í
þjóðlífi sinu.
Varla varði menn þá að svo lljótt mundi verða kost-
ur á að sjá slík iþróttamót lijer á landi. Nú gefur hjer
að líta stóran og fríðan hóp meyja og sveina. Minnir
hópurinn á æskulýðinn frá lýðháskólunum dönsku, erjeg
sá í þingmannaförinni. Nema hvað hjer er blái liturinn
með þeim hvíta.
Jeg var við stofnun háskóla íslands í dag. Jeg gekk
út af þeim fundi með hlýjum vonum og innilegum árnað-
aróskum. Háskólinn okkar fær sama afinælisdag og Jón
Sigurðsson, og það fá líka íþróttamót æskulýðsins íslenska.
Og þar sem þau eru. sje jeg í anda risa annan háskóla
hinnar íslensku þjóðar. Sá skóli nær til enn miklu fleiri,
eu hinn eiginlegi háskóli getur beint náð til, styrkjandi
°8 örvandi, fegrandi og göfgandi. Hvíli blessun guðs
Líkneski Jóns Sigurðssonar.
yfir hvorumtveggja skólanum, og verði mikil og fögur
minning þeirra á ókominni tíð, á þessum minningardegi
hinnar íslensku þjóðar.
Má jeg bregða upp fyrir ykkur, æskumenn, ofurlítilli
mynd úr grísku skáldsögunni, sem lifir á öllum tungum
siðaðra þjóða meðan lieimur byggist:
Ódýsseifur er kominn heim úr hrakningum sínum
og með honum er hinn vaski sonur hans Telemaklcus.
En Laertes gamli faðir Odýsseifs veit ekki af komu son-
ar síns og þekkir hann ekki. Gamli maðurinn er dapur
og hrumur. Hann er einmana að bisa við trjen í garð-
inum sínum í bættum kyrtli. Loks getur Ódýsseifur komið
með svo glöggar jarteiknir að gamli maðurinn kannast við
bann, og þeir fallast í faðma feðgarnir. Þá rjettir Laertes
úr bakinu og gengur heiin til bæjar.
Og þjónustumærin laugaði nú hinn hugumstóra öld-
ung, og smurði hann viðsmjöri, og lagði síðan yfir hann
fagra yfirhöfn. Og Atena gekk til hans og styrkti limi
hans, og gerði hann meiri vexti en áður og þreknari á
velli að sjá. Og nú var hann orðinn líkur í sjón hinum
ódauðlegu guðum.
Og ekki var til setunnar boðið. Óvinir stefna að
garði til að hefna biðlanna, sem Ódýsseifur hafði lagt að
velli í höll sinni. Allir hervæðast og eins Laertes gamli,
grár fyrir hærum. Þeir feðgar Ódýsseifur og Telemakkus
eggja hvor annan til framgöngu. Og þá verður Laertes
gamla að orði:
»Góðu guðir! Hvílíkur dagur er þetta fyrir mig!
Mig gleður það stórurn, að sonur minn og sonarsonur
keppa um hreysti sín í milli«.
Heil til mótsins, á heilla og gleðidegi, ungu meyjar
og ungu sveinar, að keppa um hreysti ykkar í milli, hreysti
likama og sálar.
Aukist það kapp með íslenskri þjóð!
Afhjúpun andlitsmyndar
Jóns Sigurðssonar í hátíðasal Mentaskólans.
Þú salur! þar nú sitjum vjer,
þin saga’ er frá þeim degi ger,
í þjer er vígðist þing;
því fyrr en skóla lið þú leist,
þú leist hjer þing vort endurreist;
þess hetju að sjá þjer heíur veist,
sem hóf hjer vopnin sling.
Hjer stóð hann, hetjan frækn og fríð,
svo frjáls, á undan sinni tíð,
hann benti’ á nýja braut,
og geisli skein at ársól inn
á enni hjart og rjóða kinn,
er brýndi’ hann hugmóð bræðra’ og sinn,
að bila hvergi’ í þraut.
Þú skóla salur, salur þings,
með sætum þjóðfulltrúa-hrings
á undanfarnri öld!
hjer þings var skóli’ í þínum rann,
og þjóðmæringur kenna vann,
vor þingmeistari — heiðrum hann
vort hinsta fram á kvöld.
Og því er myndin snillings sett,
vor salur, á þinn vegginn rjett:
hún mitt sje meðal vor!
en andinn þess hins ítra manns
hjer yfir svífi börnum lands,
í skóla stöð, á staðnum hans,
sem steig hjer frægðar spor!
Stgr. Th.
Fyrir minni Jóns Sigurðssonar
á hundraðasta afmæli hans 17. júní 1911.
Af álfunnar stórmennum einn verður hann
og ættlands síns fegurstu sonum;
það stendur svo skinandi mergð um þann mann
af minningum okkar og vonum.
Svo fekk hann þann kraft og þá foringjalund,
að fræknlegri höfum vjer orðið um stund
og stækkað við hliðina’ á honum.
Það reis uþp sú manndáð i þjóðinni um þig,
sem þóttist of rík til að snikja;
oss hnykti þá við, er hún vopnaði sig
og varð ekki keypt til að svíkja.
Og þvi er það ástfólgnust hátíðin hjer,
er hundraðasta’ afmælið skín yfir þjer
og flokknum, sem vildi ekki víkja.
Það brann þeim úr augum, svo okkur varð heitt
hjá öfunum feigum og hárum;
þeir sögðu’ oss af fundinum fimmtíu’ og eitt
og fóru með orðin með tárum.
Og fornaldartign yfir foringjann brá,
og fagurt var Island og vonirnar þá,
og blessað það nafn, sem við bárum.
Og skörð ljest þú eftir i eggjunum þeim,
sem oss hafa sárastar skorið,
og sjálfur af landvarnarhólminum heim
þú hefur vort dýrasta borið.
Með þvi eggjar móðir vor mannsefnin sin:
hvert miðsumar ber hún fram hertýgin þín
og spyr oss um þróttinn og þorið.
Og þökk fyrir tuttugu’ og þriggja ára strið.
Af þjer verður hróðugust öldin.
Yið það urðu óðulin okkar svo fríð,
er ofbeldið misti þar gjöldin;
Og þó að það eigni sjer feðranna Frón,
í friðaðri jörð verða beinin þín, Jón,
svo lengi sem landið á skjöldinn.
P. E.
Niðurlagsorð
úr ritgerð Kl. Jónssonar Iandritara í Skirni um stjórn-
málastarfsemi Jóns Sigurðssonar.
Jón Sigurðsson elskaði ættjörðu sína heitt og inni-
lega, og hann beitti þeim miklu gáfum, sem hann var
gæddur, til þess að verja rjettindi hennar, og útvega henni
frelsi og efla framfarir liennar; hann hafði miklav öfmikla,
trú á framfarahug landsmanna; hann bjóst því við, að
þeir mundu vilja leggja mikið í sölurnar eins og sjálfur
hann, en það brást honum; hann þekti ekki landa sína
nógu vel, af því hann ól svo að segja allan aldur sinn í
Danmörku, og þó hann annaðhvort ár skrypjúJhingað til
landsins, þá komst hann eigi í kynni við alþýðu og hugs-
unarhátt hennar. Þetta var honum bæði styrkur og ó-
hagur; styrkur að því leyti til, að ef hann hefði þekt
hugsunarháttinn, sjerstaklega live tregir menn eru til nokk-
urra Qárútláta til almennra þarfa og seinir til allrar nú-
breytni, þá hefði vel mátt svo fara, að hann hefði gefist
upp að bardaganum hálfnuðum, en þetta var honum
ókunnugt um, eins og sjá má víða í brjefum hans, þar
sem hann er að hvetja menn til samtaka og samskota;
óhagurinn var auðvitað hins vegar ljós, því ókunnugleiki
hans gat leitt hann til þess að treysta alþýðu alt of vel,
eins og líka kom á daginn bæði í fjárhags- og fjárkláða-
málinu.
Öllú lífi sinu varði Jón Sigurðsson til þess að efla
hag, heill og frama fósturjarðarinnar, ekki einungis sem
stjórnmálamaður, heldur líka sem vísindamaður, en það
er þó einkum með tilliti til hins fyrnefnda starfa, að hann
hefur verið með rjettu kallaður »sverð«. og »skjöldur« ís-
lands, og því nafni mun hann halda, svo lengi sem ís-
lenskt þjóðerni er til.