Lögrétta - 21.06.1911, Side 3
L 0 G R J E T TA.
117
úr hjartaslagi Guðjón Baldvinsson
kand. phil., kennari við barnaskól-
ann á ísafirði.
Mishermi er það í „Visi“ i gær,
sem segir um foringjana a Fálkan-
um og háskólasetninguna. Það er
rjett, að skriiuð voru spjöld til þeirra,
eins og margra annara, og þeim þar
með boðið að vera við athöfnina.
En þau komust ekki til þeirra í tæka
tfð og voru svo látin í póstkassa.
En er brjef voru borin um næst úr
póstkössunum, var Fálkinn farinn.
— »Vísir« hyggur, að þeir hafi feng-
ið boðsbrjefin og farið út þess vegna,
en það er misskilningur.
Íslandsglíman fór fram á föstu-
dagskvöld, eins og til stóð. Sigur-
jón Pjetursson vann nú beltið í ann-
að sinn, feldi alla. Haraldur Einars-
son, glímumaðurinn að austan, meidd-
ist í fæti, svo að hann varð að ganga
frá. Hafði hann verið feldur bæði
af Hallgr. Benediktssyni o. fl. En
lfklega hefur fótarmeiðslið bagað
hann, einnig áður en hann hætti.
Heimspekispróf tóku hjer þessir
stúdentar síðastl. föstudag : Halldór
Hansen, Helgi Skúlason, Jón Ás-
björnsson, Jón Jóhannesson, Sig.
Sigurðsson og Þorst. Þorsteinsson —
allir með eink. dáv. nema S. S.,
er fjekk dáv. -f-.
Enginn fangi er nú í hegningar-
húsinu. Hinn síðast útskrifaðist það-
an 16. þ. m, daginn fyrir afmæli
Jóns Sigurðssonar.
HJÓnaband. 17. þ. m. voru gefin
saman í hjónaband hjer í bænumL.
H. Muller verslunarstjóri og frk.
Marie f. Bertelsen.
Frá útlöndum eru nýlega komin
Pjetur Halldórsson bóksali ásamt
unnustu sinni, frk. Ólöfu Björnsdótt-
ur, og systur, frk. Hólmfríði Hall-
dórsdóttur, er dvallð hefur erlendis
um hrfð, — um tíma hjá K. Kuchler
f Þýskalandi.
r
á víéavangi.
Nú skal eigi nefna
norðanált í ljóði,
engum klökkva-óði
út um sveitir stefna;
en úr sólskins-sjóði
söngva til skal efna.
Gengur vor að verki:
vaxnir straumar geisa,
fönn til fjalla leysa,
fella vetrar merki.
Græn er gnúpum peysa
gjörð — sem hempa klerki.
Yfir völl og voga
veltur ljóssins alda, —
vorið brýst til valda.
Virðast skuggar loga,
er þeir undan halda
eins og fætur toga.
Hjer er enginn hljómur
heftur vissu stefi;
enginn kennir kvefi
hversu hás sje rómur. —
Söng með sínu neti
svanur, spói, lómur.
Úti’ á viðavangi
veltist jeg i blómum,
snortinn geisla-gómum,
gripinn vorsins fangi.
Drapst þú mig úr drómum,
dagur bjarti, langi.
Jakob Thorarensen.
Ísaíold.
Tileinkað Karli í Koti.
ísafold er frjetlaflest —
fer með skreyttar sagnii' rnest. —
ísafold er blaða best,
en — bara »negativt« það sjest.
Hindurvitni og hræsnis-pesl
hefur ísa fóstrað best.
Andrúmsloptið er þar versl,
setn ísafold er lesin mest.
Sverrir.
jtfálajerlin.
Á öðrum stað lijer í blaðinu er
getið um endalyktir hinna svo-
nefndu »Kássumála«, sem Björn
Jónsson hratt á stað í fyrrasumar.
Það var ekkert smáræðis verk, að
skrifa varnir i allri þeirri mála-
kássu. Ritslj. Lögr. ljet prenta
inngang fyrir vörninni í hverju
einstöku máli, og fer hann hjer á
eftir:
„Mál þetta er eitt meðal margra
tuga samskonar mála, er stefnandi
hefur höfðað gegn þeim blaðamönn-
um hjer í landinu, sem honum þyk-
ir hafa of nánar gætur á stjórnar-
farinu, sem íslendingar eiga nú við
að búa, og er það bersýnilega til-
gangur hans með öllum þessum mál-
um, að sljóvga það eftirlit og hetta
málfrelsi blaðanna með hjálp þeirra
ófrjálslegu og löngu úreltu laga-
ákvæða, sem enn gilda hjer á landi
um þessi efni. Hann mun sjá, sem
er, að efhonum tækist að múlbinda
blöðin, svo að ekkert yrði um stjórn-
arathafnir hans sagt annað en það,
sem hann vill vera láta, þá ætti
hann hægra með það eftir en áður,
að beita valdinu 1 öllum efnum eftir
eigin geðþótta og leiða almenning
eftir vild sinni. En það er hver-
vetna um hinn mentaða heim talin
skylda góðra blaða, að gæta hags-
muna og rjettar bæði almennings og
einstakra manna gagnvart þeim, sem
með völdin fara. Þessi eftirlitsskylda
og það álit, sem blöðin hafa aflað
sjer með því, að gegna henni, gefur
þeim rjettindi, sem viðurkend eru í
öllum menningarlöndum, til þess að
tala hiklaust og afdráttarlaust máli
þeirra, sem þeim finst vera rangind-
um beittir, hvort heldur eru heilar
þjóðir, heilar stjettir manna eða ein-
stakir menn. Mundi það hafa hinar
verstu afleiðingar, ef hægt væri að
hefta þessa starfsemi blaðanna.
En svo er á það að líta, hvernig
verið hafi framkoma þeirrar stjórnar,
sem hjer fer nú með völd og vill
beita gömlum og úreltum lagaákvæð-
um til þess að sljóvga skyldueftirlit
blaðanna með gerðum sínum. Hún
hefur verið, að allra skynberandi
og óhlutdrægra manna dómi, hin
versta stjórn og aumlegasta í alla
staði.
Það mál, sem verið hefur íslend-
ingum hið mesta áhugamál og þeir
hafa barist fyrir í fulla tvo manns-
aldra, hefur stefnandi svæft og eyði-
lagt. Þetta mál er „Sambandsmálið",
og er hann þar í sök, sem seint eða
aldrei verður fyrirgefin. Hann kom
svo fram í Danmörku um það leyti,
sem hann tók hjer við völdum, að
jeg tel ísland hafa beðið álitshnekki
við þá framkomu, sem langan tíma
muni þurfa til að bæta.
Fjárstjórn landsins hefur farið hon-
um og flokki hans afarilla úr hendi.
Fylgismenn hans hafa fengið að
óþörfu stórfje úr landsjóði. Fjárlög
landsins hefur hann brotið, borgað
út fje og samið um úthorgun á fje,
sem eigi er heimilað í fjárlögunum.
Hann hefur ráðist á peningastofn-
un landsins og gert henni lítt bætan-
legan hnekki með ráðlagi sínu, rekið
frá henni þjóðfrægan ágætismann og
sett aftuir fyrir hana gæðing sinn, en
óhæfan mann til starfsins. Ennfrem-
ur rekið frá henni þingkosna gæslu-
stjóra hennar og skipað starf þeirra
öðrum, móti lögum landsins. Dómar
hafa gengið um þessar gerðir hans,
en hann hefur ekki hlýtt dómsvald-
inu.
A opinberum málfundum hjer í
bænum hefur hann borið fram ósann-
indi í mikilsverðu máli, er rekin hafa
verið ofan í hann sem einber upp-
spuni, og það tel jeg óhæfilegt af
manni í hans stöðu.
En svo mætti lengi fram telja og
út í eiustök atriði fer jeg ekki. En
maður, sem svo hegðar sje í valda-
sessi, getur ekki verið laus við að-
finningar, svo lengi seiu niálfrelsi er
1 landinu,
Yfiirleitt er það sarníæring mín,
að eigi sje unt að finna hjer nokk-
urn mann, sem jafnilla sje til þess
fallinu og stefnandi að gegna því
emba:tti, sem hann hefur nú á hendi,
cTunéur i c^ram
laugarginn 24. þ. m. kl. 81/?
í Templarahúsinu. Alþingis-
kjósendur eru beðnir að fjöl-
ineiina.
Stjórnin.
og að það sje mjög til ógagns þjóð-
inni á marga lund, ef hann á að
sitja í því áfram. Þetta hef jeg leit-
ast við að sýna lesendum blaðs míns
og talið nijer skylt að gera það".
„Vjer erum fátæk þjóð, íslending-
ar — þess vegna megum vjer ekki
banna aðflutning á dýrri og skað-
legri vöru'*.
Jóni á Seli þótti það einnig hyggi-
lega gert, að kaupa tóman óþarfa
fyrir 50 kr. svo að hann gæti fengið
20 kr. afslátt á reikningi sínum, —
en kaupmaðurinn hló.
„Margir einstaklingar eru alveg
gjaldþrota eða því sem næst — þess
vegna verður að halda aðflutningi
átengis sem lengst".
„Jú, jú; Bakkus karlinn hefur löng-
um bjargað mönnum frá gjaldþroti,
tða hitt þó heldur".
Landsjóður er í þröng, stjórn og
skattamálanefnd hefur ekki verið sýnt
um að efla hann sem skyldi, og
flokkadrættir og persónurígur veldur
því, að ómögulegt er að koma
neinni arðvænlegri stórbreytingu á
tolllöggjöf landsins, að þessu sinni. —
Þess vegna verður að styðjast við
áfengistollinn enn um hríð".
Aumt er að lenda í höndum okr-
ara og vera svo blindur að halda, að
það sje gróðavegur; en hver er verri
okrari en Bakkus, sem segir: „Láttu
mig fá 5 kr. og þá skal landsjóður
fá tvær hjá mjer".*)
En sje landið svo illa statt, að
það geti ekki fengið peninga, nema
landsmenn borgi 150%, þá er best
að segja það sem fyrst til sveitar.
Stjórnspekingarnir sumir byggja
gróðavon landsjóðs á, að meira verði
drukið, ef aðflutningsbanninu er
frestað.
En reynslan sýnir, að meiri áfengis-
drykkju fylgir
fleiri tár kvenna og barna,
fleiri dánar vonir roskinna foreldra,
fleiri vængbrotin ungmenni,
fleiri hreppsómagar,
fleiri slys,
fleiri glæpir.
Skyldi nokkur dirfast að telja það
meinlaust eða jafnvel gróða fyrir
landið, að efla ógæfu margra lands-
mannaf
„Embættismennirnir borga, og skila
á þennan hátt launum sínum aftur í
landsjóð", — segja and banningar í al-
þýðuhóp. En þó svo væri að einhverju
leyti, fer þó minst af áfenginu í
landssjóð og hver getur reiknað
„tekjuhallann" af t. d. hverjum drykk-
feldum lækni eða presti; mismuninn
á tjóninu, sem þeir gera nú, og gagn-
inu, sem þeir gætu gert ellaf
„Útlendingar drekka og borga",
segja margir. Óvíst mun vera, hvað
mikið er tollað af drykkjum útlend-
inga í aðaldrykkjuskaparstöðum þeirra
hjer á landi, en þó það væri alt
lögum samkvæmt, er það æði öfug
gestrisni og auðvirðilegur hugsunar-
háttur að hugsa sem svo: „Þaðgerir
ekkert til, þótt vj r fjeflettum er-
lenda aðkomumenn og seljum þeim
vörur, sem þeir hafa tjón af. Fari
þeir á hreppinn eða í hundana, ef
þeim sýnist, sama er mjer; þeir eru
útlendingar".
Skiljanlegt er, að illræmdir strand-
ræningjar hugsi svipað þessu, en
gestrisnir’ íslendingar ættu að fyrir-
verða sig fyrir að hlusta á annað
eins, hvað þá sjálfir að flytja þær
kenningar.
Hugsum oss, að vjer værum sjálfir
útlendingar, eða ættum nákomna
vandamenn ytra,—mundum vjer kjósa,
að breytt væri við oss eða þá svip-
að því, sem sumir vor á meðal virð-
ast helst kjósa að breyta við erlenda
mennf — —
Fegurra væri, ef prestarnir á þingi
legðu sig í framkróka til að eyða
hatri og óþörfum flokkadrætti, held
ur en hitt, að nokkur þeirra styddi
þau örþrifaráð, að efla áfengisbölið í
„hagnaðarskyni fyrir landið”.
5. G.
*) Árið 1908 fluttust til íslands áfengir
drykkir fyrir rúmar 554 þúsund kr.;
sama ár fjekk landsjóður í áfengistoll
193 þúsundir rúmar. Mismunurinn: 361
þús. kr., hefur naumast aukið gjaldþol
landsmanna.
Taurúlla
stór, til sölu fyrir hálfvirði hjá
Jóli. Jóhmmessyni,
Laugaveg 19.
Áskorun.
Við undirritaðar konur í Reykjavík höfum ásett
okkur að bindast fyrir það, að heiðra minningu fyrver-
andi ráðherra H. Hafsteins fyrir happasæl afskifti hans
af kvenrjettindamálinu, með því að efna til samskota
meðal kvenna til að stol'na minningarsjóð, er beri nafn
hans, og verði vöxtum sjóðsins á sínum tíma varið til
þess að styrkja fátækar stúlkur, sem stunda nám við há-
skóla Islands. Æskilegast væri, að samskotin yrðu sem
almennust með litlu lillagi frá hverjum og að þeim yrði
hraðað, svo að hægt væri að stofnsetja sjóðinn á 50. af-
mæli H. Hafsteins, sem er 4. Des. næstkomandi vetur.
Reykjavik, 7. Júní 1911.
Frú Agúsla Sigfúsdóttir, Frú Álfheiður Briem, Frú Ásta Hallgrímsson,
Amtmannsstíg 2. Tjarnargötu 24. Templarasundi 3.
Frk. Bergljót Lárusdóttir, Frk. Elín Stephensen,
Þingholtsstræti 16. Viðey.
Ráðskona Guðbjörg Guðmundsdótlir, Frú Guðborg Eggertsdóltir,
Kolasundi 1. Grettisgötu 46.
Frú Guðrún Björnsdóttir, Frk. Guðrún Daníelsdóttir,
Þingholtsstræti 16. Þingholtsstræti 9.
Frú Guðrún Jónsdóltir, Frú Guðrún Sigurðardóttir,
Bergstaðastræti 2. Grundarstíg 15.
Frú Helga Edilons, Frú IJelga Ólafsson, Frú Helga Torfason,
Vesturgötu 48. Laugaveg 2. Laugaveg 13.
Frk. Hólmfríður Gísladótlir, Frú Ingibjörg Cl. Porláksson,
Vonarstræti 3. Tjarnargötu 18.
Mad. Ingiríður Brynjólfsdóttir, Frk. Ingunn Bergmann,
Þingholtsstræti 28. Vonarstræti 3.
Frú Ingveldur Thordersen, Frú Jakobína Thomsen,
Þingholtsstræti 19. Miðstræti 8 A.
Frk. Krisiín Aradóttir, Frú Kristín Böðuarsson,
Pósthússtr. 14 A. Þingholtsstræti 19.
Frú Kristín Y. Jakobsson, Frk. Kristrún Hallgrímsson,
Bólstaðahlíð. Templarasundi 3.
Frk. Laufey Vilhjálmsdóttir, Frú Lilja Kristjánsdóttir,
Rauðará. Laugaveg 37 A.
Frú Lilja Ólafsdótlir, Frk. Lovísa Ágústsdótlir, Frú Margrét Jensen,
Laugaveg 25. Grettisgötu 1. Fríkirkjuveg 11.
Frú Margrét (ÓlsenJ Magnúsdóttir, Frk. Martha Stephensen,
Skólavörðustíg 31. Viðey.
Frú Milly Sigurðsson, Frú Oklavía Smith, Frú Sigríður Bjarnason,
Suðurgötu 12. Miðstræti 7. Laufásveg 35.
Frú Sigríður Jakobsdóttir, Frú Sigríður Pórarinsson,
Laugaveg 41. Laufásveg 34.
Frk. Sigurbjörg Porláksdóttir, Frú Stefanía Copland,
Pósthússtræti 17. Skólastrræti 4.
Frú Slefanía Guðmundsdóttir, Frú Valgerður Jónsdóltir,
Laugaveg 11. Laufásveg 5.
Frú Valgerður Ólafsdótlir, Frú Pórunn Pálsdóttir,
Smiðjustígf 12. Þingholtsstræti 17.
Samskotunum veita móttöku :
Bankastjórafrú igústa Sigfúsdóttir, Frú Ásta Hallgrímsson,
Frú Helga Torfasou, Frú Margrjet (ólsen) Magnúsdóttir,
Frú Milly Sigurðsson.
Frí fjalláta til iirti
Mannslát. 2. þ. m. andaðist að
heimili s/nu, Syðrihaga í Miklaholts-
hreppi, Kristján Jónasson, bróðir
Jónasar Jónassonar lögregluþjóns hjer
í bænum, — mjög vandaður maður.
Prestur í Grundarþinguni er
síra Þorsteinn Briem skipaður, áður
aðstoðarprestur í Görðum.
Prófastur er nýlega skipaður í
Mýraprófastsdæmi síra Magnús And-
rjesson á Gilsbakka, og hefur hann
verið það áður, en nú síðast um hríð
síra Jóhann í Stafholti.
Stórbruni. Mánudagskvöldið 12.
þ. m. brunnu til kaldra kola öll
verslunarhús og íbúðarhús Guðmund-
ar kaupm. Jónassonar í Skarðsstöð.
Alt var sagt vátrygt fyrir 34 þús.
kr., í fjelaginu „Palatine", sem þeir
0. Johnson & Kaaber eru umboðs-
menn fyrir.
l'fáriiúni í húseign og vöium
British N.-W. Syndicate hafa þeir M.
Blöndahl alþm. og H. Zoéga kaup-
maður nýlega látið gera. Einnig
hafa þeir höfðað mál gegn fjelaginu
út af viðskiftum, sem þeir hafa átt
við það.
Málaferlin. Nú er þeim loks-
ins lokið öllum málaferlunum, sem
afsetti ráðherrann okkar, Björn
Jónsson, hratt á stað fyrir tæpu
ári, sællar minningar. Þeim lauk
síðastlitinn íimtudag með því, að
dæmt var í 20 málum, sem síra
Eiríkur Briem höfðaði gegn ísaf.,
og var blaðið sýknað í tveimur,
en dæmt í 18, samtals i 405 kr.
sektir og 270 kr. málskostað.
Alls bætast þar við málgagn B.
J. 675 kr., og er það þá orðið
langhæst allra blaðanna í sektun-
um, eins og auðvitað mátti vera
hverjum algáðum manni þegar í
upphaíi, að verða mundi áður lyki.
ísland erlendis.
Heimspekispróf við háskólann í
Khöfn hafa nýlega tekið: Helgi
Guðmundsson, Laufey Valdimars-
dóttir, Sigtr. Eiríksson, Skúli Skúla-
son, Stgr. Jónsson og Þórður Þor-
grímsson.
Prófessor Þorvaldur Thorodd-
sen. Honum hefur verið boðið á
alþjóðalund lögfræðinga og jarð-
fræðinga, scm halda á í Rómaborg
í sumar, og hann beðinn að halda
þar fyrirlestur. Hefur honum verið
falið að vera um leið fulltrúi Kaup-
mannahafnarháskóla á fundinum.