Lögrétta - 21.06.1911, Qupperneq 2
116
L0GRJETTA.
Lögrjetta kemur út á hverjum miö-
viicudegi og auk þess aukablöð viö og við,
minst 60 biöð als á ári. Verð: 4 kr. árg.
á fslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli.
Stórstúkuþing Zemplara.
Það er nú nýlega afstaðið á Seyðis-
firði og stóð frá 27. maí til 2. júní.
Það var 14. þing Stórstúkunnar og
um leið 25 ára afmæli hennar.
Þingið var fámennara en venja
hefur verið til, vegna þess að mörg-
um þótti örðugt að sækja það til
Seyðisfjarðar. Fulltrúar voru í byrj-
un 27, en einn varð að hverfa frá
snemma á þinginu. Meira en helm-
ingur fulltrúanna var hjeðan frá
Reykjavík.
Halldór Jónsson bankafjehirðir, sem
var stórkanslari stórstúkunnar, gegndi
stórtemplarstörfum á þinginu í stað
Þórðar Thoroddsens, er ekki kom á
þingið.
Þingið hófst með guðsþjónustu í
Vestdalseyrarkirkju og flutti síra Fr.
Friðriksson, er var með Templurum
hjeðan að sunnan, þar snjalla ræðu.
Þetta er hið helsta, sem gerðist á
þinginu:
Gjöld í þarfir Reglunnar voru
hækkuð nokkuð frá því, sem áður
var, en jafnframt færð niður að mun
laun flestra embættismanna stórstúk-
unnar.
Ýms ákvæði voru samþykt um út-
breiðslu Reglunnar og Sigurður Ei-
ríksson ráðinn Regluboði áfram, 6
mánuði á ári. En auk hans skulu
vera 2 aðrir Regluboðar, er fram-
kvæmdarnefnd Stórstúkunnar ræður.
Ritfærir menn skulu til þess fengnir,
að skrifa um bindindi og bannlög í
útbreiddustu blöð landsins, einkum
fyrir þingkosningar.
Blaðið „Templar" skal gefið út í
sömu stærð og áður, og verður rit-
stjórinn hinn sami ogáður, Jón Arna-
son prentari, sem nú er ritari stór-
stúkunnar.
Ráðgert var, að leita samvinnu við
bindindisfjelög landsins og ungmenna-
fjelög landsins og samþykt, að fara
fram á það við kenslumálastjórnina,
að bindindisfræðsla verði látin fara
fram í öllum skólum.
Fjárhagsáætlun var samþykt fyrir
stórstúkusjóðinn fyrir næstu tvö ár.
Tekjur áætlaðar 10,300 kr.
Töluverðar breytingar voru gerðar
á aukalögum Reglunnar, þar á meðal
það, að leggja niður embætti stór-
gæslumanns kosninga, en setja í hans
stað 3 manna nefnd. Þó var nú
kosinn maður í þetta embætti, er
gegnir því þangað til hin nýju auka-
lög verða staðfest af hástúkunni.
Þessir voru kosnir í framkvæmdar-
nefnd stórstúkunnar til tveggja næstu
ára:
Jón Pálsson bankaritari stórtemplar,
Indr. Einarsson skrifstofustjóri stór-
kanslari, Jón Árnason prentari stór-
ritari, Halldór Jónsson bankafjehirðir
stórgjaldkeri, frú Guðrún Jónasson
stórgæslurnaður ungtemplara og Ein-
ar Hjörleifsson skald stórvaratemplar.
Einnig á að sjalfsögðu fyrv. stór-
templar, Þórður J. Thoroddsen, sæti
í framkvæmdarnefndinni.
Tveir embættismenn, er áður hafa
setið í framkvæmdarnefnd, stórgæslu-
maðurkosninga og stórkapellán, verða
þar nú ekki lengur.
I gæslunefnd kosninga voru kosn-
ir: Þorvarður Þorvarðsson prent-
smiðjustjóri, Árni Eiríksson kaup-
maður og frk. Sigurborg Jónsdóttir.
Ákveðið var, að næsta stórstúku-
þing skyldi haldið á Isafirði.
Veislu hjeldu Templarar á Seyðis-
firði rjett fyrir þinglokin til minn-
ingar um 25 ára afmæli stórstúk-
unnar, og talaði Halldór Jónasson
kennari fyrir því. Boðnir voru í
samsætið Jóh. Jóhannesson bæjar-
fógeti og Þorst. Skaftason ritstjóri og
frúr þeirra, og talaði bæjarfógeti fyrir
minni Templarareglunnar. Halldór
Jónsson bankafjehirðir mælti fyrir
minni Seyðisf jarðar. Þorsteinn Skafta-
son ritstjóri talaði einnig og þakkaði
Reglunni starf hennar. Jón Árnason
prentari talaði um útbreiðslu Regl-
unnar um heiminn. Nýtt kvæði var
sungið, eftir Guðmund Guðmundsson
skáld á ísafirði, en hann var einn af
fulltrúum Templara á þinginu.
Útbreiðslufund hjeldu Templarar á
Seyðisfirði áður en þingið hófst, og
fluttu þar ræður Halldór Jónsson
bankafjehirðir, Sig. Hjörleifsson rit-
stjóri, Einar Hjörleifsson skáld og
Indr. Einarsson skrifstofustjóri.
Frá Seyðisfirði fóru Templarar
norður um iand með „Austra", og
var það hin skemtilegasta för, þvf
veður var hið besta alla leiðina. Við-
komustaðir voru Akureyri, Sauðar-
krókur og Isafjörður. Á Akureyri
og ísafirði var viðtöku-fagnaður í
samkotnuhúsum Templara á þeim
stöðum.
A S. yðisfirði voru 'viðtökurnar
góðar og öll dvölin þar. Það er al-
gert ranghermi, er annað hefur verið
urn það sagt hjer syðra.
Tuttng'u og flmm ára afmællshátíð
Stórxtúliu íslands.
Sejðisflrdi 31. maí 1911.
Fyrir liðnum ijórðung aldar
fyrsta sinn með vfgslusöng
góðu heilli hátt vjer lyftum
hraustir vorri merkisstöng, —
sterk á Islands stuðlabergi
stendur hún með tignarbrag,
þar sem guð og góðar vættir
gæta hennar enn í dag.
Það er ekki’ að eðli’ og skapi
Islendings, að beygja knje.
Oss er hvergi ljúft að láta
land og ráð og leilög vje.
Inn í landið! Inn ( landið
yfirsýn um reglu-mál!
Það var sigurorð, sem öllum
inst og heitast brann í sál.
Sýnið mjer, hver sigur frægri
síðsta aldar fjórðung vann,
hærra komst að háu marki
held’ur en einmitt Stórstúkan!
Reglu vorrar hjarta, og höfuð, —
hún er sú, er framkvæmd ber
starfsins þess, sem örlög Islands
ugglaust ber í skauti sjer.
Eitt er víst, að öivænt getur
engin þjóð um forlög vor,
ef í framtíð eins og fortíð
áfram göngum heillaspor, —
Stígum fastar, göngum greiðar
gæfubraut hins frjálsa manns!
Landið alt af nýju nemum, —
námalandið kærleikans !
Það er ísland. — Ef vjer gröfum
iðnir, þolnir, nógu djúpt,
trú og von skal braut oss brjóta,
bergið gera kleift og gljúpt.
Nóg er gull í hverju hjarta,
hittum vjer á lindir þær,
þar sem kærleiks-æðin undir
aldarfargi vanans slær.
En — vjer stöndum eins og Móses
uppi' á Nebó, góðir menn!
Skín í ljóma fyrir framan
fyrirheitna landið enn.
Þar skal vorum börnum búin
blessun, friður, hvíld og skjól; —
verjum til þess allri æfi,
að þau fái meiri sól!
* * *
Þökk sje öllum þeim, er stóðu
þjettast, fastast merki hjá!
Friður með þeim sje, er sofa
sæmdarverki dánir frá! —
Heill sje þeim, er hæst og djarfast
hefja sigurfána þann,
sem vort líf og lán býr undir!
Lifi’ og eflist Stórstúkan!
Guðm. Guðmundsson.
Töframaðurimi. Dr. Leo
Montagny, sem frá var sagt í næst-
síðasta tbl., hefur nú liaft hjer sýn-
ingar á hverju kvöldi síðan 17. þ.
m. og altaf fyrir fullu liúsi. Hann
leikur listir sínar vel, sýnir mörg
brögð, sem gaman er að og vert
er að sjá. Meðal annars leikur
hann eftir brögð andatrúarmiðl-
anna, lætur anda sína skrifa á
töflu og svara spurningum, sýnir
borðdans og lætur fjötra sig inni
í miðitsklefa, en leysir sig og sýnir
sig svo í myrkrinu áhorfendunum
eins og holdgaðan anda. En liann
skýrir svo alt á eðlilegan hátt fyrir
áhorfendunum, segir þeim, að alt
sjeu brögð og blekkingar hjá sjer, en
missýningar þeirra megin. Þar
skilur hann á við andamiðlana,
sem vilja telja öðruin trú uin, að
dánir menn leiki þau brögð, sem
þeir sjálfir leika. Dr. L. M. geng-
ur sjálfur um meðal áhorfenda
sinna eftir sýningarnar, sýnir þeim
andaslæðurnar og segir þeim frá,
hvernig þær sjeu gerðar lýsandi í
myrkri. Sömuleiðis skýrir hann
frá þvi um mörg önnur algengustu
brögð andatrúarmiðlanna, hvernig
þau sjeu leikin, og telur þau öll
tómar blekkingar og loddaraskap.
Ættu forkólfar andatrúarinnar
hjer í bænum ekki að láta hjá líða,
að sjá brögð þessa manns og heyra
dóma hans um andasýningarnar
og »miðilsgáfuna«, sem svo marg-
oft hefur verið lofuð i blöðum
þeirra. Því miður er Indriði ekki
hjer við nú, til þess að reyna sig
við dr. L. M.
Ef þessi maður hefði verið hjer
fyrir 3—4 árum, þegar andatrúar-
vitleysan var hjer á sem hæstu
stigi, eins og ísaf. og Fjk. bera
vitni um, þá hefði verið líf í tusk-
unum.
jlíinnisvarði
Jöns Sigurðssonar.
Samskotin frá Vestur-íslending-
um eru nú komin hingað, rúm 10
þús. kr. Hjer heima hefur safn-
ast ríflega annað eins.
Tvær afsteypur eiga að verða
teknar af myndinni, og sendist
önnur Vestur-íslendingum.
Minnisvarðanefndin hefur nú á-
kveðið, að setja líkneskið á blett-
inn framan við stjórnarráðshúsið,
en þó eigi fyrir miðju húsi, heldur
sunnan við veginn. Sagt er, að
líkneski Kristjáns konungs níunda
eigi svo að koma norðan við veg-
inn, á móti.
Kappsundið 19. júní.
Dómararnir detta í sjóinn.
Það var háð hjá Sundskálanum
við Skerjafjörð. Veðrið var gott,
logn og ládeyða.
Fyrst var þreytt 150 stika sund,
ætlað drengjum yngri en 18 ára.
Sundmenn. Sundflýtir.
Erlingur Pálsson . . . 2',24"
Sigurður Magnússon 2',55"
Friðrik Á. Jóhannessen 3',19"
Þá kom 200 stika sund.
Erlingur Pálsson . . . 4',2 V.'
Sigurjón Sigurðsson . . 4',23"
Erlingur Pálsson bar langt af
hinum sundinönnunum, þó ungur
sje. Hann er sonur Páls Erlings-
sonar sundkennara.
Útundan Sundskálanum, góðan
spöl frá landi, er stór fleki og af
honum upp járnturn, yfir 2 mann-
hæðir, með 2 pöllum til að stökkva
af. Að loknu kappsundinu fóru
dómarar og 3 menn aðrir á báti
út að flekanum og upp á neðri
stökkpallinn til að horfa á ýmsa
unga menn, sem lögðust til sunds
að gamni sínu. Þegar minst von-
uin varði tók turninn að hallast
og steyptist loks á hliðina svo að
dómararnir og fjelagar þeirra ultu
allir í sjóinn*). Þeir urðu þó ekki
undir turninum, og komust klakk-
laust upp í bátinn og reru til lands,
rennvotir. Þótti þeim og öðrum
þetta hin besta skemtun.
íslandsbanlti. Reikningur
hans fyrir maímánuð er nýkominn.
Viðskiftavelta hans hefur verið
alls 4936 þús. kr.
Víxlalán numið 3 miljónum 53
þús. kr., sjálfskuldarábyrgðarlán og
reikningslán 1 miljón 527 þús., fast-
eignaveðslán 854 þús., handveðslán
212 þús., lán gegn ábyrgð sýslu-
og bæjarfjelaga 158 þús. — í verð-
brjefum átti hann í mánaðarlok 907
þús. — Útbúin þrjú höfðu til sinna
umráða i miljón 571 þús.
Bankinn skuldaði 3 milj. í hluta-
fje, í innstæðu á dálk og með inn-
lánskjörum 1 milj. 953 þús., erlend-
um bönkum o. fl. 1 milj. 472 þús.
— Bankavaxtabrjefin námu 970 þús.,
*) Það voru þeir Guðmundur landlækn-
ir, Mattías læknir Einarsson, Olafur
Björnsson ritstjóri, Magnús Magnússon
stýrimannakennari, Hallgrímur Benedikts-
son glímukappi og Guðbrandur Magnús-
son prentari.
seðlar í utnferð 1 milj. 20 þús,, vara-
sjóður nam 219 þús., málmforði
bankans var 412 þús.
Rothschild-ættin.
(Rauðskjaldar),
Á þessari auðmanna-öld er oft um
það rætt, hver mestan eigi auðinn,
og vanalega verður niðurstaðan sú
meðal alls fjölda manna, að John D.
Rokkefeller sje auðugastur maður í
heimi; flestir ætla að mestu auðmenn-
irnir eigi heima í Bandarfkjunum;
stundum er frá því sagt, að einhver
Kínverji, sem enginn kann þó að
nefna, sje auðmaður allra mestur, en
annars heyrist sjaldan getið um, að
auðmenn sjeu annarstaðar meiri en
í Bandaríkjunum.
Rothschild ættin í Evrópu erþó flest-
um kunn af afspurn, enda er hún
hin frægasta og að líkindum enn hin
volduðasta auðmannaætt í heimi.
26. maí 1905 dó í París Alphonse
de Rothschild, 78 ára gamall (f. 1.
febr. 1827). Hann hefur lengi verið
höfuðmaður ættarinnar og við frá-
fall hans hefur að vísu orðið skarð
fyrir skildi, en það skarð verður þó
auðvelt að fylla, því ættingjarnir eru
margir og hver öðrum meiri fjárhags-
fræðingar.
Þeir eru Gyðingar að ætt og ætt-
arnafnið var áður Bauer. Mayer An-
selm (1743—1812) var forfaðir þeirra;
hann var sonur Gyðings, er rak smá-
verslun í Frankfurt am Main og hjet
Anselm Moses Bauer. Karl vildi láta
son sinn læra guðfræði og gera úr
honum Gyðingaprest, en pilturinn
var því námi frábitinn og hugur hans
hneigðist allur að verslun, og hann
byrjaði á því að lána peninga með
okur-rentu, þegar hann gat því við
komið. Yfir búðardyrum sínum hafði
hann rauðan skjöld, og það merki
einkendi búð hans, svo að hún var
þar í bænum alment kend við rauða
skjöldinn; þá tók hann sjer sjálfur
nafnið Rothschild og það hafa af-
komendur hans borið síðan. Hann
græddi brátt stórfje og varð víð-
frægur um Þýskaland fyrir hygni og
hagsýni í peningaviðskiftum. Vil-
hjálmur landgreifi í Hessen-Kassel,
hinn níundi með því nafni, var vinur
hans mikill og gerði hann að um-
boðsmanni sínum árið 1801, og síðar,
er Napóleon þrengdi svo að greif-
anum, að hann varð að stökkva úr
landi, fór hann með alla þá peninga
og aðra dýrgripi, er hann hafði í
fjárhirslu sinni, til Mayers gamla, og
bað hann vernda það meðan hann
væri í útlegðinni. Mælt er að karl
hafi grafið allan þann fjársjóð í garðs-
horni sínu, og gróf upp smámsaman
peningana jafnótt og hann gat fengið
lántakendur, og þegar landgreifinn
kom aftur til ríkis, seldi karl honum
í hendur alt fjeð með 5% rentum.
Árið 1802 lánaði hann Dönum 10
milj. dali, var það hið fyrsta pen-
ingalán, er ríkisstjórn tók hjá Roth-
schild, en fyrir þessháttar peningalán
hafa þeir ættmenn síðan frægastir
orðið. Þegar Mayer dó, var hann
stórauðugur orðinn og ljet eftir sig
tíu börn, 5 syni og 5 dætur, og synir
hans fengu sinn bankann hver í
Vínarborg, Lundúnum, París og Nea-
pel, en einn þeirra, sem kjörinn var
ættarhöfðingi, bjó í Frankfurt, og
karl lagði svo fyrir, að þar skyldi
vera aðalheimkynni ættarinnar. Ætt
þessi hefur ávalt síðan haft reglu-
bundna stjórn. Allar fjölskyldur ætt-
arinnar telja gott samkomulag og
eining fyrsta skilyrði velferðar hennar.
Feðurnir láta syni sína venjast pen-
ingaverslun og fjármálastörfum frá
blautu barnsbeini, og svo eru þeim
fengin í hendur fjárforráð eftir því
sem þeir hafa hæfileika til. Komi
það í ljós, að einhver þeirra sje
hneygður til óreglu og kunni ekki
með fje að fara, þá er honum gefin
viss fjárupphæð til að lifa af fram-
vegis, og svo er hann sviftur öllum
völdum og fjárforráðum ættarinnar
og látinn sigla sinn eiginn sjó. En
því efnilegri sem pilturinn er, því
meira vald er honum gefið yfir auð
ættarinnar, og sá maður, sem mest
hefur sjer til frægðar unnið í fjár-
hagsmálum, er sjálfkjörinn leiðtogi
og höfðingi ættarinnar, og honum
hlýða allir ættingjar hans eins og
einvöldum konungi, ef til þess kem-
ur, að hann þurfi að beita valdi sínu.
í Rothschild-ættinni hefur þeirri reglu
jafnan verið fylgt, að mægjast ekki
öðrum, og þess eru fá dæmi, að
nokkur Rothschild hafi gifst manni
eða konu af annari ætt.
Allir fengu synir Mayers baróns
nafnbót í Austurríki, og þeim titli
hafa afkomendur þeirra haldið síðan.
Nafnkendastur þeirra bræðra og reynd-
ar langfrægastur allra Rauðskjalda,
var Natan Mayer (1777—1836). Hann
var lengstum á Englandi og þar kom
hann þeim fótum undir ættarauðinn,
er hann síðan hefur staðið á. Natan
var svo djarfur og áræðinn í fjár-
brögðum öllum, að flestum ráðdeildar-
mönnum ofbauð og hugðu að hann
myndi þá og þegar fara á höfuðið;
en það var öðru nær; honum hepn-
aðist alt vel og hann græddi stórfje.
Hann notaði brjefdúfur og hraðskreið-
ustu skip, sem til voru, til þess að
fá fyrstur markaðsfrjettir frá öðrum
löndum, hann lánaði ensku stjórninni
stórfje hvað eftir annað, og hljóp
undir bagga með henni hvenær sem
hún komst í fjárþröng á þeim árum.
Hjá honum lánuðu Englendingar mik-
inn hlut þess fjár, er þeir vörðu til
ófriðarins við Napóleon mikla. Natan
var altaf fastur á þeirri skoðun, að
Napóleon hlyti að verða undir að
lokum, og hann hafði hætt öllum
sfnum mikla auð í hendur Englend-
inga í þeirri trú, að þeir myndu bera
sigur úr býtum. Fiestir hafa heyrt
söguna um það, hvernig hann hafði
gætur á orustunni við Waterloo, og
hjelt á svipstundu yfir til Englands,
er hann sá að Napóleon var unninn,
og komst þangað degi áður en fregn-
ir bárust frá þeim leikslokum. En
hvort sem sú saga er sönn eða ekki,
þá er það víst, að Natan fjekk á
einhvern hátt fregnina um sigur
Englendinga fyr en nokkur annar
maður á F.nglandi, og þá ljet hann
umboðsmenn sína kaupa öll þau hluta-
brjef, sem þeir gátu yfir komist á
markaðinum f Lundúnum, en þá vildu
allir selja fyrir hálfvirði, því fregn
hafði borist til Englands um ófarir
Bluchers fyrir Napóleoni, tveim dög-
um áður. Eftir fáeinar kl.st. kom til
Lundúna fregnin um ófarir Napóleons,
og við það óx auður Natans á svip-
stundu um mörg milj. pd. sterling.
Nú eru á lífi um 20 fjölskyldur af
Rothscild-ættinni, og stærstu bankar
þeirra eru í París, Lundúnum og
Vínarborg. Bankar þeirra í Frank-
furt og Neapel eru nú liðnir undir
lok, en í stórborgum eiga þeir útibú
um heim allan og eignir þeirra eru
taldar að minsta kosti 2,500 milj.
dollara virði. Flestir hafa þeir gefið
stórfje til líknarstofnana og annara
opinberra þarfa; þó þótti Alphonse
sá, er nú er dáinn, bera af þeim
flestum að rausn og gjafmildi. Hann
gaf meðal annars 10 milj. franka til
þess að bygð yrðu þægileg hús fyrir
verkamenn í París, og húsaleigunni
á að verja til þess að menta verka-
menn og bæta fjelagslíf þeirra.
(Eftir ,,Vínl.‘‘).
Reykjavík.
Prestastefnan. Síra Gísli Skula-
son stígur í stólinn við setning synó-
dusar á föstudaginn á hádegi. Fyrir-
lestrar verða í dómkirkjunni föstu-
dagskvöldið kl, 9, síra Fr. J. Berg-
mann um endurfœðing kirkjunnar,
og laugardagskvöldið kl. 9., síra
Haraldur Níelsson um upprisutrúna
í biblíunni.
Sunnudagsmorguninn eftir synodus
þann 25. þ. m. kl. 10 prjedikar síra
Fr. J. Bergmann í dómkirkjunni.
Ungmenuafjelög íslands hafa
haldið hjer sambandsþing nú um
helgina, og voru fulltrúar víða að af
Iandinu. Helgi Valtýsson kennarr
hefur verið formaður sambandsins, en
nú var kosinn til þess Guðbrandur
Magnússon prentari.
Dáinn er hjer í bænurji 10. þ. m»