Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.09.1911, Blaðsíða 1

Lögrétta - 13.09.1911, Blaðsíða 1
Aígreiðslu- og iimlieimtuin.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. I auuHVou Talsimi 74. LQGRJETTA Ritstjóri: fORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M. 43. Rcykjavík 13. september 1911. VI. árg. I. O. O. F. 921699. Fomgripasafnið opið hvem virkan dag kl. 11—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Póllhósstr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—I. Landakotsspítali opinn f. sjókravitj. io'/» —12 og 4—5. Islands banki opinn 10—2*/* og 57«—7. Landsbankinn 10»/»—2*/». Bnkstj. við 12—1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—I. Lárus Fjeldsted* YflprJettarmálafasrslumaOur. Lækjargata 2. Helma kl. 1 1 —12 og 4—5. Faxaflóagufubátiirinn „Ingólfur“ fer til Borgarness 5., II, 14., 17-» 23. og 27. sept. - - Kefltvíkur 9. sept. - - Garðs 7. og 30. sept. - Sandgerðis 20. sept. H/F Völundur selur húsgögn úr furu með því verði, sem hjer segir:' Ómálað. Málað. Kommóður, ósamsettar, frá 12,00 — samsettar — 15,50 — — frá 19,00 Borð....................— 4>oo — 5,50 Buffet .................— 30,00 — 36,00 Servantar ..... — 10,00 — 12,00 Fataskápar..............— 14,00 — 17,00 Rúmstæði................— 8,00 — 11,00 Bókahyllur, litaðar (hnot- trje) 2,50. Bókaskápar, amerískt fyrirkomulag, úr eik, hillan.........................— 8,00 úr mahogni, hillan . — 12,00 Ferðakoffort .... — 5,00 — 5,75 Eldhúströppur, sem breyta má 1 stól . — 6,00 Skrifborð ..... — 20,00 — 22,00 — með skápum — 30,00 — 34,00 Búrskápar..........................— 7>°° Borðstofustólar úr birki 6,00—6,50 Allskonar önnur húsgögn eru smíð- uð eftir pöntun úr öllum algengum við- artegundum. Ennfremur eru til fyrirliggjandi: Hurfllr, mjög vandaðar, kvistlakkaðar og grunnmálaðar, stærð: 30 X i°úr iV»", kontrakildar á 7,50 3°3"Xi°3"— - - 8,25 3°4"Xi04"— i*/»" — - 8-5° 3°5" X i°5"— ilh" — - 8.75 3°6" X i°6"— !«/•* — - 9.°° 3°8"Xi°8"— 1 it” — - 9-5° Útidyrahurðir: 3° 4"X2° úr 2" með kílst. parið á 21,50 3° 6"X2° — 2" — — — - 22,00 30 8"X2° — 2" — — — - 22,50 3°i2"X2° — 2" — — — - 23,50 Okahurðir, venjulegar, stykkið . - 5,00 Talsvert af hurðum af ýmsum öðrum stærðum en að ofan eru greindar eru einnig til fyrirliggjandi. Sömuleiðis eru ávalt til: Gerikti, Gólflistar, Loftlistar, Kilstöð og ýmsar aðrar tegundir af list- um. Allskonar karmaeíni. Rúmfætur, Rúmstólpar, Borðfætur, Komrnóðufætur, Stigastólpar og ýmiskonar Pílárar. Margs- konar rennismíðar eru til fyrir hendi og allskonar pantanir í þeirri grein fást fljótt og vel af hendi leystar. Komið og skoðið það, sem er fyrirliggjandi f verksmiðju ijelagsins við Klapparstig. ENSKAR HÖFDR, margar tegundir. Stnrla Uónsson. f: 25. sept. Æyrjar CóinBorgar ^lCtsalan mifíla. j I Okkar drlegu útsölur ha\a undanfarið fengið pað orð d sig, að r bera nafn með rentu. Sú „ Vtsala“, sem nú fer i hönd, mun fullkom- lega viðhalda þvi nafni, þvi okkar aðal-augnamið er, að gera hana svo mikilfenglega og stóra, að hún með rjettu verði viðurkend sem hin MESTA og lang-stœrsla Sala, sem við höfum nokk- urn lima haldið. Til þess að þvi augnamiði verði ndð, verðum við að leggja mikið i sölurnar, og það erum við tilhúnir að gera. En við getum því hest sýnt ykkur i verkinu, að okkar tap_ mun verða ykkar gróði. Pess vegna hjóðum við ykkur alla velkomna til okkar þann 25. sept., svo að þið getið orðið aðnjótandi þeirrar ánægju, sem orsakast a\ þeim hagkvœmlegu viðskiftum, sem við getum látið ykkur í tje. I I Einar Jónsson myndhöggvari. Hann fcr til útlanda í dag með „Ceres“, ásamt unnustu sinni. í gærkvöld var þeim haldið fjölment samsæti að skilnaði, er minnisvarða- nefndin gekst fyrir. Tr. Gunnarsson bauð gestina velkomna.Þórh. Bjarnar- son biskup mælti fyrir minni Einars, en hann þakkaði, og Þorst. Erlings- son skáld mælti fyrir minni unnustu Einars og síðan fyrir skál minnis- varðanefndarinnar. L. H. Bjarnason prófessor mintist Jóns Sigurðssonar með því, að hann las upp eftirfar- andi erindi: „Ur málmi gerð skal mæla myndin kappans snjalla og stinna drengi stæla, að standa' á verði alla fyrir rjetti lýðs og lands; lengi blessist nafnið hans, nafnið hans vors mesta manns". Samsætið var fjörugt, með dansi og söng. Einar Jónsson hefur beðið Lögr. að skila því til bæjarbúa, að þeir varni því sem mest, að börn klifri upp um minnismerkið, því það valdi skemdum á þvf. Rúðuförin. Alveg varð jeg hissa á ísafold, að hún skyldi fara að taka þátt í deil- unni um Rúðuförina, á þann hátt, sem hún gjörði. Sjálfsagt hefði hún gert hyggilegast í því, að sitja hjá, birta gögnin á báðar hliðar, en láta málið að öðru leyti afskiftalaust; en heiftin til ráðherrans hefur blindað augun, svo að hún í blindri heipt hefur steypt sjer út í bardagann og auðvitað orðið sjer til skammar, eins og svo oft fyr. ísafold (og dilkurinn, sem þeir kalla „Ríki'') heldur því fram, að sóma landsins vegna hefði ekki átt að tortryggja Skúla; forseta alþingis mátti ekki snerta. Þó svo bæri við, að forseti einhvern tíma væri margfaldur þjófur og svikari, þá má ekki snerta eitt hár á hans höfði, af því hann er forseti, og af því það mundi kasta skugga á ís- lensku þjóðina, að slíkur bófi hefði verið kjörinn í forsetastöðu. Eftir þessu hefðu Danir átt að sleppa Al- berti, af því hann hafði verið ráð- herra og glæpir hans köstuðu mik- illi óvirðing á dönsku þjóðina. Þetta er dáfalleg kenning; svona djúpt hjelt jeg þó aldrei, að ísafold mundi láta teygja sig. Það kemur líka vel heim við kenningu ísafoldar eða hitt þó heldur, sem hún var sí og æ að klifa á í ráðherratíð Björns gamla, að hann ætlaði sjer að framfylgja hinni sjálGögðu og alstaðar gildandi reglu, að allir œttu að vera jafnir fyrir lögunum. En nú á forseti al- þingis að vera undanþeginn þeirri reglu, En hverjum er annars að kenna, að farið var að lýsa eftir Skúlaí Var hann sendur með styrk, sem hafðist fram með þingskapar- broti hans sjálfs, til þess að fela sig í herbergi á Hotel de la Poste? Var hann sendur til að ganga þar um gólf í afskektu herbergi og taka þar í nefið? Var hann ekki sendur til að vera fyrir tslands hönd við hátíða- höldin? Gerði hann það? Nei. Hverjum var það þá öðrum en hon- um sjálfum að kenna, að farið var að grenslast eftir, hvar hann hefði falið sig? Honum sjálfum og eng- um öðrum. Og reynslan hefur sýnt, að þess var engin vanþörf, því svo vel faldi hann sig, að hótelið afneit- aði honum, alveg fyrst; svo lítið bar á honum, fulltrúa hins íslenAka „rík- js", og fyrst við nákvæma leit upp- götvaðist hvar hann hafði falið sig. Snorri. Lögr. kemur ót á laugardaginn.^j 0llu snúið öfugt - þó. ísafold, sem þó áður, stundum, hefur fært rök fyrir máli sínu, er nú alveg hætt því og hrópar nú upp úr Rúðuhneykslinu: Burt með ráðherrann. En sannleikurinn er þó sá, að ráðherrann hefur það eitt gert í þessu máli, sem sjálf- sagt var; útvegað gögn og lagt þau fyrir almenning án frekari ummæla, En Skúli Thoroddsen ætti að draga sig alveg í hlje og láta sem minst á sjer bera, í þeirri von að þá muni bráðlega fyrnast yfir það hneyksli, sem hann hefur valdið, að svíkjast um að gegna því heiðursstarfi, sem honum var á hendur falið, og taka þó fulla borgun fyrir. Og væri nokkur rjettlætis-tilfinning hjá flokki hans, þá ætti hann að þurka Skúla af sjer þegar í stað. Það er ekki ráð- lierrann, sem á að fara frá, en það er Rúðu-Skúli, sem á að hverfa al- veg af stjórnmálasviði íslands, og hefði * vel mátt vera fyrir löngu síðan. Geslur. Botnvörpunsur tekinu á mótorbáti. Um miðja sfðastl. viku fór Guðm. Eggerz sýslumaður á mótorbát með io eða 12 mönnum út frá Ólafsvík að botnvörpung ensk- um, sem þar var við veiðar í land- helgi. Botnvörpungurinn skar frá sjer vörpuna, er þeir sýslumaður nálguðust hann, og hjelt til hafs. En þeir höfðu þó áður náð nafni og númeri skipsins. Fóru svo í land. En sýslumann grunaði, að botnvörp- ungur mundi leita hafnar á Grundar- firði, því þar hafa þeir helst bæki- stöð sína þar vestra, og fór því um nóttina þangað á mótorbátnum. Þetta reyndist rjett. Sökudólgur lá þar inni og tók sýslumaður hann þar, sektaði hann um IOO pd. sterl. og gerði upptæk öll veiðarfæri hans, en fiskur var þar enginn. Var svo farið með botnvörpunginn til Patreksfjarð- ar, og þar fjekst ábyrgð fyrir greiðslu sektarinnar. Þetta þótti röggsamlega gert, og var mikið talað um það þar vestra. Rúðumeistarinn rausnarlegi. Hann hefur búið rausnarlega i Rúðu, hann Skúli, sendiherrann okkar; veran þar hefur samkvæmt reikningnum, sem nú er kominn á brjefspjöld, kostað heilar 68 kr. í 8 daga. Þá má nærri geta, að veslings Guðmundur Finnbogason hefur ekki getað búið »ílott«; hon- um var skamtað 200 krónum minna. Forsetinn átti sem sje að koma fram með meiri glans og »impo- nera« þeim frönsku. Haii alt ferða- lagið verið jafn rausnarlegt, hefur ferðin kostað 4—500 kronur; en hvað af hinu hafi orðið, má víst ekki spyrja. »það kemur »oss« einum við«, segir 1. þingmaður Bolvíkinga, Reykj avík. Finnur Jónsson frá Winnipeg, verslunarmaður, bróðir síra Jóns á Stafafelli og þeirra systkina, hefur dvalið hjer í sumar ásamt frú sinni og ungum syni. Hafa þau ferðast bæði norður á Aburcyri og austur um land, í Rangárvallasýslu. Finnur hefur verið í Ameríku 19 ár. Þau fara nú heimleiðis aftur í dag með „Ceres". Umsóknir nm Snðnr-Múlasýslu. Um hana sækja þrír sýslumenn: Björn Bjarnarson Dalasýslumaður, Guðm. Eggers í Stykkishólmi og Halld. Júlíusson Strandasýslumaður. Ennfremur lögfræðingarnir Magnús Guðmundsson og Bjarni Jónsson. Frá útlöndnni komu í dag með „Sterling" B. J. fytv. ráðherra, sýslu- mannsfrúin frá Stykkishólmi, B. H. Bjarnason kaupm., G. Gunnarsson kaupm. og útlendingar nokkrir. Ágætur ritlingur er nýkom- inn út, eftir Sigurð Þórðarson sýslu- mann í Arnarholti, og heitir: »Af- mælishugleiðingar«. Það er aldar- afmæli Jóns Sigurðssonar, sem nafnið bendir til. En ritlingurinn er góð og glögg áttavísun í stjórn- málum okkar nú og þörf hugvekja undir kosningarnar í haust. Verðið er aðeins 25 aurar. Schierbeck fyrv. laud> lækitir dáinn. Hann dó í Khöfn 7. þ. m. og fer jarðarförin fram á morgun. Stjórnarráðið sendir sveig á leiðið. »Sjálfstædis«bl. og stjóru- arrádió. Blaðið »Ríki« kom út i siðastl. viku með mjög gífuryrtar og óviturlegar skammir til stjórn- arráðsins, út af Rúðuhneykslinu. En ritstjórinn, Sig. Lýðsson lög- fræðingur, fóstursonur Sk. Th., hef- ur tekið nafu sitt burt af því tölubl., sem þetta flytur, og þannig komið ábyrgðinni yfir á prentara blaðsins. Svo var ísaf. fylt með því sama á ábyrgð Ólafs Björnssonar fjarver- andi.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.