Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.09.1911, Blaðsíða 2

Lögrétta - 13.09.1911, Blaðsíða 2
168 L0GRJETTA. UTSALÁ er nú byrjuð. A/shíttur af öllu. Suraar vörur setðar | íyrir háljt verð. / Lögrjetta kernur út á hverjum miö vitudegi og auk þess aukablöö viö og við, a.inst 60 blöö als á ári. Verös 4 kr. árg. A íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. jén SigurÖsson. Líkneski hans, eftir Einar Jóns- son, afhjúpað í Reykjavík 10. ágúst 1911. Afhjúpunarathöfnin hófst með því, að lúðrsflokkur Reykjavíkur tók að lcika á Austurvelli kl. 4‘/2. Fyrir kl. 5 var svo gengið þaðan upp á I.ækjartorg og á blettinn framan við sijórnarráðshúsið, þar sem líkneskið er, en það var hulið bláum hjúpi. Þá Ijek hornaflokkurinn lagið: „Eld- gamla Isafold", en kvæði var sung- ið eflir Þorst. Gíslason. Þar næst flutti forinaður ininnisvarðanefndar- innar, Tr. Gunnarsson, ræðu, og að hcnni lokinni svifti hann blæjunni af líkneskinu og mælti á eftir: „Lengi lifi minning Jóns Sigurðssonar!" Var tekið undir það með níföldu húrra- ópi. Formaður minnisvarðanefndarinnar hafði lokið ræðu sinni með því, að afhenda varðann landsstjórninni. Tók þá ráðherra til máls og þakkaði fyrir landsins hönd með ræðu. Að henni lokinni voru sungin tvö brot úr gömlum kvæðum til Jóns Sigurðs- sonar eftir Stgr. Thorsteinsson og Matth. Jochumsson : „Þeim sem æfinn- ar magn fyrir móðurlands gagn„ o. s. frv., eftir Steingrím, og „Snill- ur snjalli" o. s. frv., eftir Matthías. Ljek lúðraflokkurinn Iög við þau1). Þá bað Þórh. Bjarnarson biskup menn, að hrópa húrra fyrir fóstur- jörðinni, og var það gert. Og að lokum bað Kl. Jónsson landritari menn að hrópa enn húrra fyrir Jóni Sigurðssyni. Með því láuk athöfn- inni. Mesti fjöldi var þarna við. Gekk margt af mannfjöldanum síðan suður á Iþróttavöll, því þar hafði Íþróttaíjelagið fimleikasýningar að afhjúpuninni lokinni.. Þetta nýja minnismerki Jóns Sig- urðssonar er hin mesta bæjarprýði. Það fer vel á þeim stað, sem því hefur verið valinn, enda heyrast nú engar raddir í öfuga átt. Varðinn stendur á grasi vöxnum hól, nokk- uð háum, en sjálft er minnismerkið 9 álnir á hæð, fótstallurinn 4V2 alin og líkneskið eins. Framan á fót- stallinum er plata með upphleyptri mynd, sem táknar brautryðjanda- starfsemi Jóns Sigurðssonar. Kvæði Porst. Cfíslasonar. Heilsteyptur, hreinn og beinn, horskur og prúður sveinn fyrir þig, Frón, gekk fram og gildum brá geiri, þá mest lá á, kvað: þú skalt frelsi fá! — fullhuginn Jón. Hjelt svo fram hugumstór. Heill þinni eiða sór: Alt fyrir frón! Boðandi betri tíð, brýnandi þjóð í stríð fran gekk og fylkti lýð foringinn Jón. Loks fyrir langvint stríð leið upp hin þráða tíð fyrir þig, Frón. Blessa þinn besta mann! Brautina ruddi hann, þrautirnar þínar vann, þjóðhetjan Jón. Leiðtogi lands vors, hjer liðnum skal færa þjer þúsunda þökkl Heilsa nú, lýður lands, líkneski afreksmannsl Omi’ honum ísalands einróma þökk! *) Sá galli var á söngnum á öllum kvæð- unum, að söngflokkur. hafði enginn verið fenginn, en ölium var ætlað að syngja, því kvæðunum var útbýtt meðal mann- fjöldans. Varð því lítið úr söngnum. Ræða Tryggva Gunnarssonar. Heiðraða samkomal Mynd Jóns Sigurðssonar, sem hjer stendur, minnir oss á margt, og vil jeg þar af aðeins nefna tvent. Fyrst sýnir hún hvað hægt er að gera, þegar menn eru samhuga og leggjast á eitt. Hefðu menn verið eins sundurlyndir með samskotin eins og flest annað hjer á landi, þá hefði myndastyttan ekki staðið hjer nú. I öðru lagi minnir myndin á það, hvað einn maður getur áorkað, þegar viljinn er hreinn, ættjarðarástin sterk, og atorka er með til að framfylgja henni. Það er mikið.'sem liggur eftir Jón Sigurðsson, en jeg vil ekki endurtaka það, sem sagt er af svo mörgum áður. Það sýnir glögt hver afbragðsmað- ur Jón Sigurðsson var, að á þessum sundrungartíma geta allir orðis sam- taka um það, að gefa sinn skerf til þess að reisa þessa standmynd. Aliir vilja tileinka sjer nafn Jóns Sigurðs sonar; bara að allir vildu jafnframt tileinka sjer og breyta eftir mann- kostum hans, óeigingirni, dáðrekki og ást hatis á fóðurlandinu. Jeg býst við að margir vilji vita, hvernig samskotin hafa gengið. Þau hafa gengið þannig, að hjer á landi hafa safnast 11,441 kr. 30 a., og hjá löndum vorum í Kaupm.höfn 799 kr. 21 e., en í Vesturheimi 10,415 kr. Þannig hefur safnast hjer á landi liðugt 200 kr. meira en utan við landið. Mjer finst þessi mismuuur vera of Iítill, en jeg vona, að úr því rætist; t. d. við það, að yfirfara sam- skotalistann fyrir Reykjavík, vantar nöfn ekki fárra þeirra, sem hafa góð efni og virða Jón Sigurðsson mikils og líklega vilja ekki að nöfn sín vr.nti í bók þá, sem nefndin hefur lofað að gefa út, þegar samskotunum er Iokið. Löndum vorum í Vesturheimi hefur farist mjög höfðinglega og þjóðrækn- Llega við gamla ættlandið sitt í þes-u máli, sem oftar, og hefur því nefndin ákveðið, að senda í viðurkenningar- skyni standmynd eins og þá, sem hjer stendur, steypta í bronse, til landa vorra í Vesturheimi. Til þess að standa fyrir samskot- unum og framkvæmdum í því, að útvcga myndina og setja hana upp, voru kosnir 18 menn, þar af 5 valdir til framkvæmda. Eins og menn muna, voru skiftar skoðanir um það, hvar myndin ætti að standa. Nú er hún komin hjer á stjórnarráðsblettinn, og er vonandi, að allir sætti sig við það, bæði af því að bletturinn er fríður, og af því að svo virðist, að vel eigi við, að hafa mynd Jóns Sigurðssonar þar í nálægð, sem stjórn landsins framkvæmir öll sín stjórnarstörf. Ivlyndin stendur hjer, að jeg vona, í margar aldir, svo að á þeim tíma verða mörg stjórnarskifti. Það er því engin sjerstök stjórn meint, þó jeg segi, að stjórnarráð landsins hafi innilega gott af því, að líta daglega á mynd Jóns Sigurðssonar og líf hans, þegar það gengur til starfa sinna í stjórnarráðshúsið. Oftlega er minst á þau orð Jóns Sigurðssonar: „aldrei að víkja", en þau eru talsvert misskilin. Jeg þekti hann talsvert betur eh nökkur annar hjer staddur, nema ef til vilí að einum undanskildum, og veit að hann hugs- aði ekki eins og Staðarhóls-Páll: „Skipið er nýtt, en skerið er hró, skal því undan láta. Miklu fremur fór hann líkt og skipstjóri á segl- skipi, sem hefur þann fasta ásetning, að ná þeirri höfn, sem skip hans er leigt til, en hann slagar þegar mót- byr er, svo hann kemst ekki beina leið, og hann siglir utan við skerin, en ekki beint á þau. Jón Sigurðs- son hefði aldrei komið því til fram- kvæmda, sem hann kom, hefði hann ekki kunnað það. Sama mun stjórnin fá að reyna, sem Jón Sigurðsson; hún mun fá mótbyr, bæði frá aiþingi og útlendu valdi, og hún mun þurfa að sigla fram hjá mörgum skerjum, en þá þarf hún að haga seglum svo, að vel sje borgið málefnum lar.dsins, og ekki verði strand á skerjunum. Þess er óskandi, að ráðherrarnir, þegar þeir Iíta til myndar Jóns Sigurðs- sonar, minnist þá hans sjaldgæfu ósjerplœgni og heitii fóðurlandsástar, sem hann ætíð hafði innanborðs. Þótt jeg hjer hafi sjerstaklega minst á stjórnarráð landsins, af því stand- myndin ster.dur hjer og afþvístjórn arráðið, vegna stöðu sinnar, liefur mest áhrif á málefni landsins milli þinga, þá óska jeg, að aliir, ungir og gaml- ir, sem fram hjá myndinni ganga, hugsi um hver ágætismaður Jón Sig- urðsson var, og taki þann ásetning, að vinna fyrir föðurlandið með sama áhuga og ósjerplægni, eins og hann gerði. Áður en jeg lýk máli mínu, vil veg fyrir hönd nefndarinnar; og allra landsmanna, þakka myndasmið Ein- ari Jónssyni fyrir vel af hendi leyst verk Og frá mjer persónulega fiyt jeg honum þökk fyrir, hve fúslega hann tók öllum bendingum frá mjer, sem kunnugum mar.ni, um útlit Jóns Sigurðssonar. Nefndin hefur nú lokið starfi sínu að öðru en því, að taka við ókomn- um samskotum, annast sending mynd- ar til landa í Vesturheinii og sjá um útgáfu nafnaskýrslu þeirrar, er jeg áður gat um. Afhendi jeg því fyrir hönd nefndarinr.ar þessa standinynd Jóns Sigurðssonar til stjórnar lands- ins, og fel henni, að geyma og gæta myndarinnar sem gimsteins pjóðar- innar. Ræða Kr. Jónssonar ráðherra. Það er mjer bæði skylt og Ijúft, að þakka fyrir hönd landstjórnarinn- ar og í nafni þjóðarinnar fyrir gjöf þá, hina virðulegu og mikiiícnglcgu, er nú hefur verið afhent þjóðinni til eignar, þar sem er þetta hið mikla og fagra listaverk, til minningar um hinn mcsta ágætismann vorn á fyrri öld, þjóðmæringinn Jón Sigurðsson. Vil jeg þá fyrst tjá neíndinni þakkir, þar sem hún hefur tekið sjer fyrir hendur að iáta geia standinyndina, og nú komið því verki í framkvæmd, því að myndin stendur nú hjer á stalla, sem sjá má; ennfremur vil jeg þakka listamanninum, sem af hinni mestu snild hefur skapað lík- neskið, og lagt við það hina rnestu alúð, að það gæti orðið sem sæmi- legast, og loks vil jeg þakka öllum þeim, sem lagt hafa fram sinn skerf á einn eða annan hátt, í peningum eða vinnu, til þess að líkneski þetta yrði reist hjer, bæði þeim, er eiga heima hjer á landi og erlendis, aust- an hafs og vestan, því að svo má að orði kveða, að öll hin íslenska þjóð hafi lagt sinn skerf til þess, eigi aðeins þjóðiu hjer á landi, heldur og einnig landar vorir í Danmörku, og þeir, er flutst hafa vestur um haf. Þetta er fullgildur vottur um þakk- lætistilfinningu þá, virðingu og elsku, sem þjóðin öll sem einn maður ber til mikilmennisins Jóns Sigurðssonar, og er það ánægjulegt að sjá það á þennan veg, að þjóðin nú kann að meta starfsemi hans fyrir hana og í hennar þarfir. Þetta sýnir, að þjóðin er nú farin að sjá það og skilja, hvert stefna skal, svo framarlega líf henn- ar, þjóðarinnar, á að verða farsæl- legt, og að starfsemi Jóns Sigurðs- sonar hafi öll stefnt í þessa átt eina. Hann hefur sýnt oss stefnuna, og vísað oss ieiðina. — Það, sem nú hef- ur verið framkvæmt, með því að koma þessari standmynd upp, cr nokk- ur sýnilegur vottur þess, að vjer höf- um viljað gjalda Jóni Sigurðssyni þakklætisskuld þá, er hann með rjettu á hjá þjóð vorri. Enginn íslendingur hefur unnið jafnmikið og jafn vel fyrir þjóð sína, hvort heldur litið er á hina vísinda- legu eða hina pólitisku starfsemi hans, eða á umhyggju hans fyrir atvinnu- vegum þessa lands yfirleitt. Upprur.alega hnje hugur hans allur að vísindum og vísindalegri rannsókn, einkanlega í fornfræði og sagnfræði, en einmitt þessar rannsóknir á sögu lands vors leiddu til þess, að hann fór að athuga hag þjóðarinnar yfirleitt, og jafnframt íhuga ráð þau, er henni mættu verða til viðreisnar, og umbæt- þær, er nauðsynlegastar væru á hög- um hennar, og komst hann þannig inn á hina pólitisku braut sína, er varð svo fræg og glæsileg og gagn- samleg fyrir okkur. — Fram undir hálfa öld starfaði Jón Sigurðsson fyrir þessa þjóð þannig, að ekkert var það mál þjóðarinnar, smátt eða stórt, hverju nafni sem nefnist, er hann eigi hefði afskifti af, og það á þann veg, að hann beindi því á rjetta braut og hratt því áfram. Og ávext- irnir af starfsemi hans hafa orðið miklir. Hann hefur vakið þjóðina úr margra alda dvala til meðvitund- ar um sjálfa sig, til meðvitundar um þarfir sínar, vakið hana til að hugsa um, hvernig þörfunum yrði fullnægt, og vakið hana til að vinna í þá átt, að fá þörfum sínum fullnægt. Hann sá það glöggt, að hver sú þjóð, er ekki þekkir þarfir sínar og leitast við að fullnægja þeim, er sama sem dauð. Jóir Sigurðsson hafði oft upp í ræð- um sínum, og í samtali, þessi orð skáldsins: „Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja, viljann hvessa, vonina glæða, hugann hre.ssa, farsældum vefja lýð og láð“. Þetta var trúarjátning hans. Vísindin voru undirstaða allra framkvæmda, skilyrðin fyrir öllum framförum að hans dómi. Sjálfur var hann vís- indamaður, og hugði upphaflega að gefa sig eingöngu við vísindunum, enda gat hann sjer mikla vísindalega frægð, en það voru beint vísindin, sem leiddu ltann inn á stjórnmála- brautina. Hin vísindalega þekking hans á sögu og hag þjóðarinnar að fornu og nýju, er var víðtækari og dýpri en nokkurs annars manns hon- um samtíða, var sá grundvöllur, er Öll hans pólitiska starfsemi bygðist á og studdist við. Og hvortveggja starfscmin, hin vísindslega og hir pólitiska, bar iiina gagnsatnlegustu ávexti fyrir þjóð vora. Þá bar hann og jafnan búnað þessa lands fyrir brjóstinu, bæði til lands og sjávar, styrkti hann með viturleg- um tillögum, útvegaði lionum fjár- stuðning, sem þá var allerfitt, og hvatti bændur með áhrifamiklum orð um til þess að keppa fram á fram- farabrautina í þeim efnum. Og eng- um einstökurn manni er það fremur að þakka en Jóni Sigurðssyni og hans baráttu, að vjer um miðbik fyrri aldar öðluðumSt verslunarfrelsi, vafa- Iaust sú breytingin og bótin á hög- um vorum, sem mesta fjárhagslega þýðingu hefur haft fyrir þjóð vora, en jafnframt stórmikla þýðingu fyrir menningu hennar. — Annars hef jeg eigi hjer ætlað að tala um fram- kvæmdir Jóns Sigurðssonar í einstök- um atriðum í vorar þarfir. Það er nóg að minnast þess, að alt hans líf varð fyrir þessa þjóð; hann lifði fyrir hana. Mikil er skuld vor til Jóns Sig- urðssonar, svo mikil, að hún verður aldrei greidd til fulls. Vjer gerum nú nokkra tilraun til þess, að sýna þakklátssemi vora við hann, með því að reisa honurn þessa standmynd til minningar. En hún á ekki ein- göngu að vera til minningar um lið- inn tíma, ekki eingöngu að horfa aftur til þess, sem liðið er; hún á einnig, og öllu öðru fremur, að Iiafa þýðingu fyrir ókominn tíma, með því að halda uppi minningunni um þenn- an mikla mann vorn, um hina óþreyt- andi og blessunarríku starfsemi hans í þarfir fósturjarðarinnar, minna niðja vora á þetta, og með því móti hvetja þá til þess að feta í fótspor hans, eftir því, setn hverjum veitist vit og orka til. En það tel jeg vafalaust, að ef þjóð vor yfirleitt tekur Jón Sig- urðsson sjer til fyrirmyndar, og kapp- kostar eftir megni að feta Lfótspor hans, þá mun nýr dagur renna upp fyrir henni, og henni vegna vel. Og jeg vona, að- vjer með fullu trausti getum sagt eins og skáldið: „Lengi mun hans lifa rödd hrein og djörf um hæðir, lautir, húsin öll og víðar brautir" o. s. frv. Lengi lifi minning Jóns Sigurðssonar. Skúli jnnðinn i Knðn. Eftir að stjórnarráðið hafði fengið svar Skúla Thoroddsens, sem prent- að var í síðasta tbl Lögr., upp á brjef sitt til hans frá 4. þ. m., sím- aði það enn til danska konsúlsins í Rouen og tjáði honum, að Sk. Th. hjeldi því enn fram, að hann hefði verið þar 3.—-10. júní og búið á Hotel de la Poste. Konsúllinn svar- aði þá aftur með svohljóðandi sím- skeyti 9 þ. m.: „ Ved personligt Eftersyn Hotel de la Postes Böger constaterer Skúli Thoroddscn nærværende fra tredje til tiende Juni". Á íslensku: Með því að kynna mjer ineð eigin aug- um bækur Hotel de la Postes hef jeg komist að raun um, að Skúli Thoroddsen hefur verið þar frá þriðja til tíunda júní. Eins og sýnt var fram á í síðasta tbl., skiftir það reyndar engu máli, hvort Skúli hefur komið til Rúðu eða ekki, úr því að það er ómót- mælanlega sannað, að hann rak þar ekki erindi sitt og gcrði hvergi vart við sig við hátíðahöldin, En sjálfur verður hann að vera svo lítil- þægur í þessu máli, að lata sjer þykja mikils vcrt um þetta aukaat- riði, og svo lítilþægir verða talsmenn hans auðvitað líka að vera. En þá mætti hann lika vera stjórnarráðinu mjög þakklátur fyrir það, að það hefur nú útvegað honunt sönnun fyrir þessu, þar sem hann sjálfur stóð uppi eins óg rati og gat ekkert sannað nje sýnt annað en nafnlausan gisti- hússreikning, sem hann og trítlar hans voru svo hlægilega hróðugir af, að þeir Ijetu ljósmynda reikninginn og setja á brjefspjöld, svo að menn geyma nú niinnisspjaldið um sneypu- förina í Ijósmyndabókum sínum, og þeir, sem eru ofstopafylstir eða heimskastir af dindilmennum Skúla, láta það standa á borðum hjá sjer, eða hanga á veggjum, gesturn sín- um til athlægis. Það álit mun hafa verið orðið æði-alment, áður cn stjórnarráðið fór að spyrjast fyrir um málið, að minsta kosti hjer í Reykjavík, að Skúli hefði

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.